Skálholtsskúrinn
12.2.2012 | 06:18
Eiđur Guđnason brá sér um daginn í Skálholt til ađ skođa Skálholtsskúrinn og skrifar hann um ţađ á bloggi sínu.
Eđlilega hefur veriđ skrifađ nokkuđ um skúrinn hér á ţessu fornleifabloggi. Í desember sl. sendi ég fyrirspurn um máliđ til Menntamálaráđuneytis og fékk svar frá Katrínu Jakobsdóttur um ađ svör myndu berast. Katrín skrifađi ţann 20.12. 2011: Sćll, erindiđ er móttekiđ og svar ćtti ađ berast innan tíđar. K.kv., Katrín. Sjá erindi mitt hér.
Svörin eru ţví miđur enn ekki komin, svo einhver tregđa virđist vera á ţví ađ fá svör frá ţeim sem bera ábyrgđ á slysinu í Skálholti. Tregđuna er líklega ađ finna hjá yfirmanni Fornleifaverndar Ríkisins, sem ég get mér til ađ hafi veriđ beđin um ađ koma međ skýringar. Ég bíđ áfram eftir svörum.
Ég tek mér ţađ bessaleyfi ađ birta myndir Eiđs. Mikil hörmung er ađ sjá ţetta. Skemmdaverkiđ í Skálholti kallar Eiđur bloggfćrslu sína, og er erfitt ađ vera ósammála ţví. Ţetta er eins og léleg leikmynd, einhvers konar knallkofi fyrir lélega Víkingakvikmynd.
Lesiđ fyrri fćrslur Fornleifs um Skálholtskúrinn hér, hér og hér.
Fornleifar | Breytt s.d. kl. 08:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslendingar selja frekar ömmu sína
10.2.2012 | 14:07
Margrét Hallgrímsdóttir ţjóđminjavörđur, starfsmađur Ţjóđminjasafns og fulltrúar safnaráđs tóku silfur af útsendara málminnkaupafyrirtćkis á Bretlandseyjum sem aliđ hefur manninn á hótelherbergi í Reykjavík. Ţar hefur hann undanfarna daga tekiđ á móti Íslendingum sem vilja selja honum ćttarsilfriđ og gulliđ sitt. Ekki ósvipađ og ESB sem vill kaupa fjöregg ţjóđarinnar. Ţjóđminjavörđur lét eftirfarandi eftir sér hafa í morgun, ţegar hún var búin ađ taka silfriđ af Bretanum:
Ţađ er kannski erfitt ađ segja nákvćmlega til um hvađ ţetta er gamalt. Ţetta er frá síđustu öld," segir Margrét. Viđ teljum ástćđu til ađ fjalla um ţetta sérstaklega. Ég spyr mig hvort ţađ sé ekki eitthvađ sem viđ ţurfum ađ hugleiđa Íslendingar hvort ţađ sé ţess virđi ađ selja fjölskylduarfinn, fjölskyldusilfriđ, ţađ sem tilheyrđi ömmu eđa langömmu, bara út frá ţyngd málmsins."
Sem sagt, ekki er einu sinni víst ađ silfriđ, sem gert var upptćk í morgun, uppfyllti 100 ára regluna í Ţjóđminjalögum, sem ákvarđar hvort gripur er forn eđa ekki. Ég tel nćsta öruggt ađ ţetta hafi ekki veriđ austfirskt gćđasilfur sem alls ekki fellur á eđa úr verđi, ţví til stađar var einn helsti sérfrćđingur landsins í ţannig silfri. Greinilega kemur einnig fram í hreyfimynd međ frétt Morgunblađsins, ađ útrásarvíkingar hafa ekki veriđ ađ selja silfriđ sitt. Mest af ţessu var bölvađ rusl, eins og ţađ heitir á fagmálinu.
Fyrirtćkiđ P&H Jewellers/Honest Advise, sem er sagt hafa bćkistöđ í Nottingham, er kannski ekki ţađ fyrirtćki sem ţađ gefur í skyn ađ ţađ sé. Útsendarinn á Íslandi segist aldrei hafa lent í silfurlögreglu í öđrum löndum en á Íslandi. Ţví trúi ég, en ef viđ skođum heimasíđu fyrirtćkisins. http://www.pandhjewellers.com/2012/02/jewellery-roadshow-in-rekjakvik/, sjáum viđ ađ fyrirtćkiđ hefur svo sem ekki veriđ međ neitt annađ á dagsskránni en Jewellery Roadshow í Rekjakvik [sic] 7.-9. janúar (á líklega ađ vera febrúar) 2012. Líklega er ţetta bara fyrirtćki framtakssams manns sem frétt hefur af ríkidómum Íslands.
Hafiđ ţiđ einhvern tíma heyrt um Nígeríusvindl...? Einhvern megin verđur sumt fólk vitaskuld ađ bjarga sér, og ţví ekki á heimsku og menningarleysi Íslendinga, sem vilja selja silfriđ hennar ömmu sinnar?
Ţetta silfur, sem vösk sveit silfurlögreglunnar tók í morgun, hefur ađeins verđmćti á Íslandi, ţađ er ađeins sérstakt í íslensku samhengi, og ţví gćti ţetta virst broslegt, ţar sem óhemjumikiđ er til af víravirki á Íslandi. En ţótt menn hafi fariđ međ jarđýturnar á torfkofann, sem menn skömmuđust sín fyrir, ţá er engin ástćđa ađ selja "ćttarsilfriđ" í deiglu skammvinnrar grćđgi. Kannski er fátćktin í kreppunni svona mikil? Kannski var víravirkiđ bara ţýfi?
Fréttin og framgangur silfurlöggunnar fćr ađ minnsta kosti silfurverđlaun Fornleifs fyrir skemmtilega uppákomu.
![]() |
Skart stöđvađ á leiđ úr landi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Forngripir | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Einn á kjammann
7.2.2012 | 20:37
Ef ţú ert međ beingarđ á innanverđum neđri kjálka, ţá áttu líklega ćttir ađ rekja til Norđur-Noregs og Sama. Samískan uppruna Íslendinga ţekkjum viđ úr fornbókmenntum okkar. Viđ erum ófá sem rakiđ getum ćttir okkar til hálftrölla og lappa á Hálogalandi. Rannsóknir danska líkamsmannfrćđingsins Hans Christians Petersens, sem rannsakađi elstu mannabeinin á Íslandi á síđasta tug 20. aldar, leiddu einnig í ljós ađ Íslendingar voru, hvađ varđar hlutfall í lengd útlimabeina mjög skyldir fólki í Norđur-Noregi ađ fornu.
Torus mandibularis og Torus Palatinus eru einkenni sem voru algeng í Íslendingum ađ fornu og munu enn vera nokkuđ algeng á Íslandi. Torus Mandibularis er beinabreyting, hnúđađ ţykkildi fyrir neđan tennur í innanverđum neđri kjálka. Ţykkildi ţetta, sem getur veriđ mjög mismunandi af stćrđ og útliti, er taliđ vera til komiđ vegna erfđaţátta í bland viđ annađ, t.d. mikla tuggu. Ţetta fyrirbćri á neđri kjálka tengist oft beingarđi á miđjum efri góm, torus palatinus. Einkennin birtast ţegar á barnsaldri og aukast venjulega ţegar menn vaxa úr grasi. Sumir láta fjarlćga Tori Mandibularis og Palatinus, ef ţessar beinamyndanir eru til mikilla óţćginda.
Vísindamenn deila enn um hvort Tori séu eingöngu erfđaţćttir eđa erfđaţćttir í bland viđ mikla notkun kjálkans. Ţar sem ţessi einkenni er enn ađ finna í Íslendingum, ţó svo ţeir stundi ekki neina óhóflega tuggu og noti kjálkann lítt til mjög stórra verka fyrir utan ađ rífa óhóflega mikinn kjaft, ţá finnst manni nú öllu líklegra ađ ţessi beinaţykkildi séu fyrst og fremst til komin vegna erfđa. Ég tel ađ beinvöxtur ţessi sýni hugsanlega skyldleika Íslendinga viđ frumbyggja Skandinavíu, Sama (Lappa), sem einnig eru og voru međ ţessi einkenni.
Kjálkarnir á efstu myndinni eru allir fundnir viđ rannsóknir í Ţjórsárdal. Kjálkar Ţjórsdćla eru athyglisverđir. Stóri kjálkinn til hćgri á myndinni efst er úr karli sem borinn var til grafar í kirkjugarđinum á Skeljastöđum, sem var nćrri ţar er Ţjóđveldisbćrinn í Ţjórsárdal er í dag. Kjálkar einstaklinga í kirkjugarđinum ađ Skeljastöđum í Ţjórsárdal, sem rannsakađur var áriđ 1939, bera margir ţessa beinabreytingu.
Áđur en kristin greftrun uppgötvuđust viđ fornleifarannsóknir á Stöng í Ţjórsárdal áriđ1992, og vörpuđu ljósi á ađ sú rúst, sem fornfrćđingar kölluđu útihús áriđ 1939, var í raun kirkja, fannst mannstönn og brot (sjá efst) af kjálka úr manni međ jaxli í fyllingarlagi yfir gröfunum. Kjálkabrotiđ sýnir ađ skyldleiki hefur veriđ međ ábúendum á Stöng og á Skeljastöđum. Ef til vill sýnir ţessi ţáttur einnig, ađ ábúendur í Ţjórsárdal hafi átt ćttir sínar ađ rekja til Norđur-Noregs, ţar sem ţessi einkenni eru algengari en annars stađar á ţeim svćđum ţađan sem Íslendingar eru frekast taldir geta rekiđ ćttir sínar. Minni kjálkinn hér ađ ofan er úr konu sem fannst í heiđnu kumli í Hólaskógi í Ţjórsárdal. Hún gćti hafa átt ćttir sínar ađ rekja til Sama.
Tori eru einnig algengir međal ţjóđarbrota í Síberíu, í Japönum, Inúítum og ákveđnum hópum af Indíánum.
Mér dettur í hug ađ kannski tengist tori miklu fiskiáti í bland viđ mikinn mjólkurmat? Hver veit?
Ljósmyndin efst var tekin af Ívar Brynjólfssyni, Ţjóđminjasafn Íslands.
Ítarefni:
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1990. "Archaeological Retrospect on Physical Anthropology in Iceland. Í Populations of the Nordic countries Human population biology form the present to the Mesolithic." [Proceedings of the Second Seminar of Nordic Physical Anthropology, Lund 1990. Editors Elisabeth Iregren and Rune Liljekvist ]. Report Series from the Archaeological Institute, University of Lund No. 46 (1990), 198-214. (Sjá hér).
Svend Richter og Sigfús Ţór Elíasson 2007. Beingarđar neđri kjálka: Torus mandibularis. Tannlćknablađiđ 1.tlb. 25. Árg. 2007, 21-28. (Sjá hér) [Í ţessari grein gefa höfundar sér ađ Íslendingar hafi komiđ frá Bretlandseyjum, Noregi og Danmörku, en blöndum viđ Sama er ekki nefnd á nafn].
Fornleifar | Breytt 30.4.2020 kl. 13:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (16)
Hverasođning
3.2.2012 | 13:16
Í gömlum, erlendum ferđabókum sem fjalla um Ísland ađ öllu eđa einhverju leyti, hefur mátt finna skemmtilegar myndir af nokkuđ sérstćđri matreiđslu sem menn stunduđu á Íslandi á 17. og 18. öld.
Áriđ 1720 komu út frásagnir hollenska kapteinsins Gornelis Gijsbertsz. Zorgdragers, ritađar af Abraham Moubach, sem mest fjallađi um hvalveiđar og Grćnlandútgerđ Hollendinga. Zorgdrager kom viđ á Íslandi áriđ 1699 og hitti ţar danskan kaupmann á Goswijk, sem er hollensk hljóđritun á Húsavík. Kaupmađurinn sagđi hollensku ferđalögnunum frá goshver, líklega viđ Námaskarđ. Ţangađ fóru Hollendingarnir. Eins og gengur á ferđalögum urđu ţeir svangir. Bundu ţeir kindalćri í snćri og suđu í hvernum. Í bókinni er koparstunga sem sýnir ţessa matreiđslu Zorgdragers og félaga. Zorgdrager sagđi síđan Abraham Moubach, ađ hann hafi haldiđ til haga vel sođnu stykki af kjötinu og fariđ međ ţađ á nćrliggjandi sveitabć eđa kofa og hafi fengiđ ţar mjólk ađ drekka, en annars hefđi menn hans drukkiđ kćlt vatniđ úr hvernum. Koparstungan í bók Zorgdragers er greinilega ekki gerđ af listamanni sem hafđi veriđ í för međ Zorgdrager.
Önnur mynd af svipuđum toga birtist í bresku riti sem fyrst kom út áriđ 1802 í London. Bókin ber heitiđ Geography illustrated on A Popular Plan; for the Use of Schools and Young Persons, sýnir The boiling Springs af GIESAR with a distant View of Mount HEELA. Koparstungan sýnir Íslendinga á eins konar lautarferđ viđ viđ Geysi í Haukadal, og er fólkiđ ađ sjóđa eitthvađ í katli yfir vellandi hver. Einn karlmađur á myndinni heldur á fiski og Geysir og Hekla gjósa sínu fegursta í bakgrunninum. Bókin ţar sem myndin birtist er eftir Sir Richard Phillipseđa séra J. Goldsmith, sem var eitt af fjöllmörgum höfundnöfnum Phillips sem var mjög öflugur í útgáfustarfssemi og stjórnmálum á fyrri hluta 19. aldar.
Ekki er mér kunnugt um hvađan Philips hefur náđ í myndina, eđa hvort hún hafi veriđ teiknuđ sérstaklega fyrir ţessa landafrćđi hans, en mig grunar ađ hluti af henni hafi veriđ fengin "ađ láni" úr fyrsta bindi bókar síra John Trusler, The Habitable World Descirbed; Or the Present State of the People in all Parts of the Globe, from North to South: Showing The Situation, Extent, Climate, Productions, Animals, &c. of the different Kingdoms and States; Including all the new Discoveries: etc. & etc. Part I., London 1788. Ţar birtist mynd in hér fyrir neđan, og hef ég fjallađ um hana áđur:
Ítarefni:
ZORGDRAGER, CORNELLIS GIJSBERTSZ. 1720: Bloeijende opkomst der aloude en hedendaagsche groenlandsche visschery. War in met eene geoeffende ervaarenheit de geheele omslag deezer visschery beschreeven, en wat daar in dient waargenomen, naaukeurig verhandelt wordt. Uitgebreid met eene korte historische beschryving der Noordere gewesten, woornamentlyk Groenlandt, Yslandt, Spitsbergen, Nova Zembla, Jan Mayen Eilandt, de Straat Davis, en al `t aanmerklykste in de ontdekking deezer landen, en in de visschery voorgevallen. Met byvoeging van de walvischvangst, in haare hoedanigheden, behandelingen, `t scheepsleeven en gedrag beschouwt. Door Abraham Moubach.
Hćgt er ađ lesa bókina hér
Ég sé ađ enn er hćgt er ađ kaupa bókina (ađra útgáfu á hollensku frá 1727) á 30.000 norskar á fornbókasölu í Osló - og ţýska útgáfu frá 1723 á 50.000 danskar krónur ef einhver hefur áhuga.
Hér má lesa um athafnamanninn, Sir Richard Phillips, sem m.a. var Sheriff í London
Gamlar myndir frá Íslandi | Breytt 4.2.2012 kl. 07:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Landnámsvandinn
1.2.2012 | 05:43
Mikiđ hefur boriđ á ţví í íslenskri fornleifafrćđi, ađ fornleifafrćđingar vilji helst hafa fundi sína sem elsta og gjarnan frá ţví fyrir hefđbundiđ landnám á síđari hluta 9. aldar. Í fyrra heyrđum viđ til dćmis af veiđistöđ (verstöđ) frá ţví fyrir landnám. Ţeir sem höfđu fyrir ţví ađ fara alla leiđ til Íslands frá öđrum löndum til ađ veiđa, voru greinilega ekki ađ hafa fyrir ţví ađ nema land. Fornleifur á sannast sagna dálítiđ erfitt međ ađ skilja slíkar tilgátur (sjá hér).
Allt tal um landnám fyrir 9. öld kemur oft til vegna ţesa ađ kolefnisaldursgreiningar, sem menn fá gerđar á rannsóknarstofum af mismunandi gćđum, sýna aldur sem hćgt vćri međ varúđ ađ túlka ţannig, ađ ţćr sýni aldur löngu fyrir 870 eftir Krists burđ. Engir aldursgreinanlegir forngripir styđja ţó slíkar niđurstöđur og ekki ţekki ég til ţess ađ aldursgreinanleg gjóskulög bendi heldur til ţess. Sumir fornleifafrćđingar og jarđfrćđingar hafa hins vegar ekki túlkađ kolefnisaldursgreiningar međ nógu mikilli varúđ.
Nú er svo komiđ, ađ flestir sem ţekkja nokkuđ til kolefnisaldursgreininga telja ađ ţćr henti einfaldlega ekki vel til ađ aldursgreina atburđi eins og landnámiđ. Ađferđin er einfaldlega of ónákvćm fyrir ţann tíma.
Svo er einnig til í dćminu ađ menn hafi rokiđ í fjölmiđla og hafi lýst yfir stórum hlutum, bara vegna ţess ađ ţeir kunnu ekki ađ lesa ţćr aldursgreiningarniđurstöđur sem ţeir fengu í hendur. Ţetta gerđist áriđ 1985.
Ţá setti Ţorvaldur Friđriksson fornleifafrćđingur, sem í dag er kannski betur ţekktur sem Miđausturlandasérfrćđingur fréttastofu RÚV og skrímslafrćđingur í frístundum, fram ţá tilgátu ađ hann hefđi fundiđ keltneskt kristiđ klaustur" frá frá 7. öld á Dagverđarnesi viđ Breiđarfjörđ og međal annars keltneskan steinkross. Ekki var mikill hljómgrunnur fyrir ţessum hugmyndum Ţorvalds, sem hann studdi ţó međ niđurstöđu einnar kolefnisaldursgreiningar sem ađ sögn Ţorvalds sýndi aldursgreininguna 680 +-100 ár.
Sá galli var á gjöf Njarđar ađ Ţorvaldur Friđriksson hafđi fengiđ geislakolsaldur, ţ.e.a.s. talningu sýnisins, sem var 680 ár (BP/ fyrir 1950) +/- 100 ár. Ţegar ţađ hefur veriđ umreiknađ og leiđrétt međ alţjóđlegum leiđréttingatöflum, (kalibreringum / Calibrations), sem kolefnisaldursgreiningarsérfrćđingar hafa unniđ vegna ţess ađ magn geislakols í andrúmslofinu var mismunandi á hinum mismunandi tímum sögunnar, ţá er aldursgreiningin á sýninu sem greint var á rannsóknarstofu í Ţrándheimi viđ 1 stađalfrávik (68% líkur) 1225-1394 e. Kr.; Og viđ 2 stađalfrávik (95% líkur) 1057-1435 e. Kr. Ţetta er ţví mjög breiđ aldursgreining, sjá hér, en sýnir líklega ađ viđur sá sem mćldur var fyrir Ţorvald hafi veriđ kolađur á Dagverđarnesi á 13. eđa 14. öld eđa jafnvel síđar.
Ţví miđur, engir Keltar, engin klaustur einsetumanna, ekkert Guiness eđa 1200 ára whisky á Dagverđarnesi. Ţađ voru hugarórar líkt og ţegar sumir fréttamenn telja fólki trú um ađ ríki sem heitir Palestína hafi veriđ til, ađ Hamas séu góđgerđarsamtök og ađ Ísrael hafi hafiđ sex daga stríđiđ.
Myndirnar hér fyrir ofan birtust í DV 17. júlí 1985
Fornleifafrćđi | Breytt 13.11.2022 kl. 15:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (19)
Örvarodds saga
26.1.2012 | 18:36
Adolfi Friđrikssyni fornleifafrćđingi var eitt sinn faliđ ţađ vandasama verk ađ sjá um endurútgáfu hins merka verks Kristjáns Eldjárns Kumls og Haugfjár, sem kom út áriđ 2000.
Ţví miđur var mikiđ af ţeirri vinnu sem átti ađ bćta viđ ágćtisverk Kristjáns Eldjárns óttalega illa unnin og sýnir ađ ţeir sem ađ bókinni stóđu hafa ekki haft mikla ţekkingu á ţví sem ţeir voru ađ vinna međ. Kuml og Haugfé var reyndar velskapađ barns síns tíma áriđ 1956, gott rit miđađ viđ ađ Kristján Eldjárn hafđi ekki lokiđ námi í fornleifafrćđi í Danmörku, en viđbćtur í endurútgáfunni, sem ekki eru frá hans hendi, eru afar ţunnur ţrettándi.
Fyrir áramót sagđi ég frá kingunni sem týnst hafđi eftir ađ bók Eldjárns kom út í fyrsta sinn. Ekki var ađ finna stafkrók um ţađ hvarf í nýju útgáfunni áriđ 2000.
Í fyrstu útgáfu Kumls og Haugfés sem kom út áriđ 1956 er afar stutt og látlaus lýsing á ţeim örvaroddum sem til voru á Íslandi á ţeim tíma. Viđ ţađ var eiginlega litlu ađ bćta, nema um einn grip sem fannst á Stöng áriđ 1939 og sem haldiđ var fram ađ vćri örvaroddur. Miklu líklegra er ađ gripurinn sé hnífur enda blađiđ of flatt til ađ geta veriđ oddur sem léti af stjórn.
Einnig er greint frá "sérkennilegum örvaroddi, sem fannst viđ fornleifarannsóknirnar í Suđurgötu 3-5 í Reykjavík, sem sćnski fornleifafrćđingurinn Elsa Nordahl fjallađi um í bók sem hún gaf út um rannsóknir sínar. Nordahl taldi sig ekki ţekkja neinn slíkan örvarodd. Adolf Friđriksson leitađu ţví til tveggja manna sem mikiđ hafa rannsakađ örvarodda í Svíţjóđ og á Hörđalandi í Noregi, en ekki könnuđust ţeir viđ svona V-laga örvarodda samkvćmt upplýsingum í neđanmálsgrein.
Sérfrćđingarnir ţessir hafa reyndar fyrst og fremst sérhćft sig í örvaroddum sem voru vopn, en margir örvaroddar voru ekki ćtlađir til ţess ađ drepa fólk og slíkir örvaroddar finnast ţá sjaldnar í kumlum. V-laga örvaroddar eru ekki óţekktir. Ţeir hafa fundist á Bretlandseyjum, í Úkraínu, Asíu og međal Samójeđa í Síberíu, fjarskyldra frćnda Sama í Skandinavíu. Samúrćar í Japan hafa einnig notađ álíka örvarodda. Ţeir finnast víđa í Asíu.
Svona oddar voru hentugir til ađ drepa stóra bráđ, t.d. sel eđa hreindýr og hirti. Ţetta hefđi Adolf Friđriksson líklegast vitađ, hefđi hann stundađ rannsóknir á haugfé og efnislegri menningu áđur en hann tók viđ ritstjórn Kumls og Haugfjár.
Adolf Friđriksson áriđ 1994, ţegar hann hélt ađ íslenskur jarđvegur hefđi ţann kost fram yfir jarđveg annars stađar heiminum ađ ekki félli á silfur sem lenti í honum fyrir hundruđum ára. Lengi hef ég óskađ ţess ađ Adolf gćfi nánari skýringar á ţví fyrirbćri, í stađ ţess ađ ţykjast vitrari en kennari viđ háskólann í London ţar sem hann hafđi lćrt. En engin svör komu viđ ţví frekar en mörgu öđru í endurútgáfu Kumls og Haugfjár.
Forngripir | Breytt 9.12.2021 kl. 17:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Reykjavík anno 1862
25.1.2012 | 17:59
Bayard Taylor hét bandarískur rithöfundur, skáld, myndlistamađur og ferđalangur, sem m.a. kom viđ á Íslandi og teiknađi ţar nokkrar myndir, sumar nokkuđ skoplegar. Hann teiknađi Reykjavík, dómkirkjuna og önnur hús.
Síđar birtust teikningar ţessar, endurnotađar sem málmstungur í öđrum bókum og tímaritum, ţar sem höfundarnir eignuđu sér ţćr. Til dćmis í ţessari bók frá 1867 eftir Írann J. Ross Browne, sem er sagđur höfundur myndanna, en hann minnist oft á vin sinn Bayard Taylor, sem var listamađurinn.
Hér er einnig mynd eftir Bayard Taylor, af Geir Zoëga og hundinum Brussu (eđa Brúsu). Geir var greinilega hinn versti dýraníđingur. Einnig er gaman af mynd af neftóbakskarlinum, og af ţjóđlegum siđ, sem sumum útlendingum, eins og t.d. Taylor, ţótti An awkward Predicament". Ungar, íslenskar stúlkur rifu plöggin af erlendum karlmönnum eins og áđur hefur veriđ greint frá.
Ítarefni: Meira af ţessum skemmtilegu myndum frá Íslandsdvöl Taylors hér.
Gamlar myndir frá Íslandi | Breytt 13.7.2022 kl. 17:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
4. getraun Fornleifs
22.1.2012 | 12:42
Hvađ sýnir ţessi mynd? Hvar og hvenćr birtist hún upphaflega? Ţetta er einfalt og létt. Myndina er hćgt ađ stćkka međ ţví ađ klikka á hana tvisvar til ţrisvar sinnum.
Gamlar myndir og fróđleikur | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Negrinn á fjölinni
20.1.2012 | 12:50
Nýlega skrifađi mér gamall skólafélagi minn úr MH, sem ég hef ekki séđ eđa heyrt í síđan hann bauđ mér í fisk og heimspekilega umrćđu á Hard Rock Café í Kringlunni hér um áriđ. Hann spurđi mig út í ţađ hvađ ég hafđi fyrir mér í ţví ađ ein af vangamyndunum á fjöl Dađa Dalaskalla í Ţjóđminjasafninu vćri "blámađur"*. Ţađ var vitaskuld góđ spurning og ég svara honum ekki fyrr en nú en ađ vel athuguđu máli.
Sumariđ 1999, nánar tiltekiđ 10. júlí, birtist síđari hluti greinar sem ég ritađi um ţrćlasala í Norđurhöfum. Ţar var međal annars greint frá Kólumbusi og íslenskum sveinum í Birstofu (Bristol) og leiđrétti eina af mörgum meinlokum í verkinu Saga Íslands. Ţennan síđari hluta frásagnar minnar kallađi ég Fjöl Dađa Dalaskalla. Greinin fjallar m.a. um útskorna eikarfjöl sem varđveitt er á Ţjóđminjasafni Íslands og sem er greinilega frá síđari hluta 15. aldar, en taliđ er ađ Dađi Arason, kallađur Dalaskalli, hafi átt og brúkađ hana sem rúmfjöl. Dađi veriđ uppi ca 1425-1502.
Fjölin er úr eik og ađ öllum líkindum frá Spáni eđa Portúgal. Lesa má um hana hér og hér
Svo svarađ sé spurningu heimsspekingsins á Hard Rock, var ég auđvitađ leiddur af skođun ţess sem upphaflega skrifađi um fjölina og taldi vangamyndina af blámanni*. ţegar hún kom fyrst á Ţjóđminjasafniđ áriđ 1881. En ađ betur athuguđu máli í kjölfar spurningar skólafélaga míns, er ég enn pikkfastur á ţeirri skođun ađ listamađurinn sem skar ţessa fjöl hafi veriđ ađ skera út mynd af negra (svörtum Afríkumanni eđa svokölluđum svertingja/ blámanni).
Allir ţeir sérfrćđingar sem ég hafđi samband viđ á söfnum ţegar ég skrifađi fyrst um fjölina voru líka á ţeirri skođun. Zigzag mynstriđ í hári vangamyndarinnar tel ég ađ sé tilraun til ađ sýna stífhrokkiđ hár. Viđ sjáum ţví miđur ekki hár hinna, betur klćddu mannanna, á vangamyndunum, en englarnir á hinni hliđ fjalarinnar eru t.d. međ liđađ hár og ekki er ţađ skoriđ út í neinni líkingu viđ hár hins meinta negra.
Negri Francis Drakes
Einhvern tíma á tímabilinu 1586-1588 gaf Elísabet I Englandsdrottning Sir Francis Drake verđmćtan skartgrip, sem enn er til og er kallađur The Drake Jewel. Gripur ţessi ber m.a. cameo-vangamynd úr lagskiptum sardonyx-agatsteini af negra og hvítum manni.
Steinninn hefur veriđ skorinn ţannig ađ vangamynd negrans er skorinn í efsta lag steinsins og á bak viđ hann grillir í hvítan mann, sem skorinn er í hvítt lag steinsins. Á bakhliđ skartsins er smámynd máluđ af Elísabetu drottningu og neđan úr ţessu stóra skreyti hangir stór og mikil perla. Til eru málverk af ţrćlasalanum Francis Drake frá lokum 16. aldar ţar sem hann ber ţennan skartgrip.
Skođum steininn međ negramyndinni. Uppruni hans og aldur er ekki ţekktur og gćti hann hćglega veriđ eitthvađ eldri en hinn mjög svo samsetti skartgripur sem Elísabet I gaf Francis Drake. En vangamyndinni á cemeo steininum svipar mjög til vangamyndarinnar á rúmfjöl Dađa Dalaskalla. Hálslíniđ og hnúturinn eru af sama meiđi og á húfulausa manninum á fjöl Dađa Dalaskalla.
Hvort myndin sýnir afríkanskan höfđingja/konung eđa ţrćl er svo annađ mál. En hugsanlega er hér kominn einn af ţeim konungum Afríku sem Portúgalar höfđu samskipti viđ í lok 15. aldar. Samskipti nýlenduţjóđanna einkenndust ekki alltaf af fordómum og gegndarlausri grćđgi. Síđar, á 17 öld kom til dćmis sendiherra konungsins af Kongó, Don Miquel da Castro til Lissabon til ađ tala máli herra síns. Hann fór síđar til Brasilíu og Hollands og var hann málađur í Brasilíu og er málverkiđ ađ finna á Statens Museum for Kunst í Kaupmannahöfn.
*Vegna kjánalegrar pólitískrar rétthugsunar og almennrar hysteríu á Íslandi má nú orđiđ varla nota orđiđ negri eđa blámađur. En ég sé ađ ţessi orđ eru enn í íslenskum orđabókum, án ţess ađ ţau séu útskýrđ ţar sem fordómar eđa rasismi.
Ljósmyndirnar af fjölinni voru teknar af höfundi, en ekki Ívari Brynjólfssyni eins og ranglega var hermt í greininni í Morgunblađinu forđum. Hann tók mynd af fjölinni í einu lagi sem ekki var notuđ í greininni.
Ítarefni.
Sjá einnig pistla mína um sögu svarta mannsins á Íslandi; Svart fólk á Íslandi I, II og III.
Forngripir | Breytt 2.5.2020 kl. 10:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
Helstu forminjar í Danmörku áriđ 2011
14.1.2012 | 16:57
Í Danmörku er orđin til hefđ fyrir ţví ađ velja merkilegustu fornminjarnar sem finnast í jörđu ár hvert. Kulturarvsstyrelsen (sama sem Fornleifavernd og Húsafriđunarnefnd), sem eftir samleggingar og sparnađ hefur hlotiđ heitiđ Kulturstyrelsen nú eftir áramótin, gefur út ţennan lista, en ekki eru menn alltaf sammála honum eins og gengur.
Til helstu funda í Danmörku í fyrra telst rannsókn á grafreit frá víkingaöld viđ Tĺstrup í útjađri Stórkaupmannahafnar. Ţar fundust međal mannabeinanna risavaxinn "víkingur" sem hefur veriđ um 1,92 m. á hćđ. Birt var mynd af beinum handar ţessar víkings viđ hliđina á feitri hönd nútímakonu međ sorgarendur undir nöglunum. Sláninn í Tĺstrup hefđi komist í körfuknattleikslandsliđ Dana, ef ţađ hefđi veriđ til á víkingaöld, en vart veriđ til annars nothćfur en ađ hengja skinkur og bacon upp í rjáfur.
Lokiđ var viđ ađ byggja yfir Jalangurssteinana áriđ 2011, sem ég greindi frá fyrr, og myndirnar hér fyrir ofan og neđst tók ég um jólin af meistaraverkinu. Fornleifur er kvćntur afkomanda Haraldar blátannar, Gorms og Týru og var ţví um jólin á Jótlandi. Fór hann og skođađi fornminjarnar il ađ liđka um fyrir öndinni sem innbyrt hafđi veriđ daginn áđur.
Fornleifi finnst vel hafa tekist til međ yfirbyggingu steinanna ţegar upp er stađiđ. Jalangurssteinarnir voru einnig á lista yfir 10 merkilegustu fornminjarnar í Danaveldi áriđ 2011. Fyrir framkvćmdirnar viđ yfirbyggingu steinanna var svćđiđ í kringum ţá rannsakađ. Ţá kom í ljós, ef trúa má fornleifafrćđingum, ađ steinarnir tveir hafi aldrei veriđ fćrđir til síđan á Víkingaöld, andstćtt ţví sem áđur var taliđ. Ţađ ráđa menn međal annars af ţví ađ steinarnir sitja enn á steinsökklum sem eru gamlir og óhreyfđir. Miđađ viđ miđur fallegar vinnuađferđir fornleifafrćđinganna sem bera ábyrgđ á rannsóknum í Jelling á síđari árum, leyfir Fornleifur sér ađ taka ţessa niđurstöđu međ varúđ ţangađ til ég sé rannsóknarniđurstöđurnar birtar á prenti.
Ekki eru hlutfallslega fleiri fornleifarannsóknir eđa -fundir í Danmörku en á Íslandi (miđađ viđ íbúafjölda landanna). En sá grunur lćđist ađ Fornleifi, ađ erfitt verđi ađ velja 10 bestu fornleifarannsóknir á Íslandi áriđ 2011 ţegar fornleifarannsóknirnar allar merja ekki einu sinni tuginn á árinu sem var ađ líđa. Of margir fornleifafrćđingar, m.a. vegna kennslu í fornleifafrćđi viđ HÍ, var ein birtingarmynd hrunsins á Íslandi. Allt í einu datt mönnum í hug ađ mennta tugi fornleifafrćđinga.
Ţess vegna er nú gott ađ ţađ er ađeins eitt fornleifablogg... og međan ég man, nú er Forseti Íslands og frú í leikhúsinu međ Margréti Ţórhildi Danadrottningu, sem er međ pungapróf í fornleifafrćđi upp á vasann.
Fornleifar | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)