Ísland á sýningu í París 1856-1857

1bhbnhi.jpg

Í nóvember 2014 var hér á Fornleifi greint frá sýningunni Musée Islandique, sem haldin var Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn 15. nóvember 2014 til og međ 18. janúar 2015. Sýningin og öll vinna Ólafar Nordals listamanns viđ hana var međ miklum ágćtum.

Myndlistarverkefniđ Musée Islandique eftir Ólöfu Nordal samanstendur af tveimur ljósmyndaröđum sem bera heitiđ Musée Islandique og Das Experiment Island. Verkin voru sýnd á Listasafni Íslands áriđ 2012, í Maison d´Art Bernard Anthonioz í París áriđ 2013 og í Nordatlantens Brygge, ţar sem allt of fáir sáu ţessa góđu sýningu, ţótt gerđ hennar á Íslandi hafi veriđ vel nokkuđ vel sótt (1).

Líkt og fram kom í sýningarskrá hinnar frábćru konseptsýningar Ólafar Nordals, heillađist Ólöf af mannfrćđiáhuga 19. og 20. aldar eftir ađ hún rakst á gifsafsteypur af 19. aldar Íslendingum sem eru flestar varđveittar í frumgerđ sinni á Musée de l´Homme í París, utan ein, sem er af Birni Gunnlaugssyni. Hún er varđveitt í afsteypu á Kanaríeyjum, nánar tiltekiđ á El Museo Canario í Las Palmas, ţangađ sem myndir var í eina tíđ seld af Musée de l´Homme í París. Á sýningu Ólafar voru ljósmyndir, sem hún lét taka á Las Palmas og í París, af ţeim afsteypum sem gerđar voru af Íslendingum áriđ 1856. Afsteypurnar voru af Íslendingum og Grćnlendingum og gerđar ađ mönnum í för međ franska prinsinum Jerome Napoleons prins (1822-1891)(2) í merkum vísindaleiđangri sem sumariđ 1856 heimsótti međal annarra landa Ísland og Grćnland. Afrakstur ţessa opinbera franska leiđangur var sýndur á opinberri sýningu í París ţegar í árslok 1856. Sýningin fór fram í Palais-Royal í París. Miđađ viđ hver fljótt var miđlađ af söfnun leiđangursins hefđi í ţá daga sannarleg mátt bćta effectivité viđ einkunnarorđin Liberté, égalité, fraternité.

Myndir af sýningu áriđ 1856-57

Fyrir hreina tilviljun fann Fornleifur nýveriđ blađsíđu úr franska tímaritinu L´Illustration, sem mér sýnist ađ hafi ekki komiđ fyrir augu almennings á Íslandi fyrr en nú. Ekki var greint frá ţessari umfjöllun í tengslum viđ sýningar Ólafar Nordal. Ég uppgötvađi síđuna á netinu og keypti hana á stundinni af manni nokkrum í Frakklandi sem selur úrklippur úr gömlum blöđum og gamlar koparristur.

Fyrstu Íslandssýningunni, sem opnuđ var ţann 20. desember 1856 í París, voru gerđ góđ skil ţann 10. janúar tímaritinu L´Illustration (bls. 21-22). Höfundurinn var mađur er hét Laumé. Greinin bar yfirskriftina Expédition scientifique du prince Napoléon dan les mers du nord [Vísindaleiđangur prins Napóleons til norđurhafa]. Teiknađar voru myndir á sýningunni og eftir ţeim voru síđan gerđar koparstungur sem birtust í L´Illustration. Á einni myndanna má glögglega sjá sýningargripina frá Íslandi og Grćnlandi.

Ţessar myndir í L´Illustration, sem vantađi tvímćlalaust á sýningu Ólafar Nordals, er hér međ komiđ á framfćri. Ţađ er aldrei um seinan. Gaman er ađ skođa koparristunar í L´Illustration og bera t.d. saman viđ ţćr afsteypur sem varđveist hafa á Ţjóđminjasafni Kanaríeyja og á Musée de l´Homme.

Íslenskir líkamspartar og bćkur

Hér fyrir neđan má sjá nokkrar nćrmyndir af stćrstu koparristunni í greininni í L´Illustration í samanburđi viđ ţćr afsteypur sem finna má á Kanaríeyjum og í París. Sýningin á gripunum frá Íslandi veturinn 1856-57 telst mér til ađ sé fyrsta sýningin ţar sem Íslandi og Íslendingum voru gerđ skil.

2bepjda.jpg

10349131_610015819105099_6465160320320399606_n.jpg

Ţćr voru ţarna grćnlensku konurnar í París 1856, ţótt af einhverjum ástćđum hafi ekki  ţótt viđ hćfi ađ hafa myndir af ţeim frammi á sýningunni í Reykjavík áriđ 2012.

2cfvhtp.jpg

2dFornleifur.jpg

10295006_584889268284421_8837816064864614898_o.jpg

olofnordal-382x270.jpg

1857_and_now_fornleifur.jpg

Sýningin var heima hjá prinsinum

Hćg voru heimantökin fyrir Napóleon prins. Hann bjó sjálfur ásamt fjölskyldu sinni í höllinni ţar sem sýningin á gripum úr leiđangrinum fór fram. Ţá sem ekki ţekkja vel til í París er hćgt ađ upplýsa, ađ höllina Palais-Royal er hćgt ađ finna gegnt Louvre-safninu og hýsir höllin í dag m.a. brot af af ţjóđarbókhlöđu Frakka.

Á sýningunni í Palais Royale í París áriđ 1856-57 voru gripir frá öllum ţeim löndum sem leiđangurinn hafđi heimsótt, ţ.e. Íslandi, Grćnlandi og Svíţjóđ og Fćreyjum, Danmörku og Noregi; Ekki einvörđungu afsteypur af Íslendingum og Grćnlendingum, heldur einnig mikiđ steinasafn og uppstoppuđ dýr.

Nokkur skip sigldu međ leiđangursmenn um Norđurhöfin, en móđurskipin tvö voru La Reine Hortense, sem var gufuskip, og Le Course. Prinsinn heimsótti einnig Jan Mayen og Spitzbergen og sömuleiđis var komiđ viđ í Fćreyjum,Noregi, Svíţjóđ og Danmörku. Um ferđalagiđ er hćgt ađ lesa í miklu verki sem fyrst kom út áriđ 1857 og sem bar titilinn: Voyage Dans Les Mers Du Nord A Bord De La Corvette La Reine Hortense. Höfundurinn var einn leiđangursmanna, einn af riturum Napóleons Prins sem kallađi sig Charles Edmond. Upphaflegt nafn hans var Edmund Franciszek Maurycy Chojecki og var hann ćttađur frá Póllandi og talinn einn af fyrstu sósíalistanna í Frakklandi.

3b.jpg

Eins og sjá má hér á einni af koparstungunum sem birtust í L´Illustration ţann 10. janúar áriđ 1857, ţá hafa Napóleon prins og ferđafélagar hans einnig krćkt sér í langspil, ekki ósvipađ ţví hljóđfćri sem varđveitt er á safni í Brussel (sjá hér). Á Íslandi náđu ţeir sér einnig í ask, útskorin tóbaks- og púđurhorn sem og reykjarpípu úr járni. Á annarri mynd má sjá silfurkrús íslenska "fyrir mjólk", grćnlenska fiđlu!! og sćnska könnu sem er fremst á myndinni.

Einnig höfđu leiđangursmenn međ sér margar bćkur og handrit frá Íslandi, sem sjást á koparristunni, ţar sem ţeim var rađađ á borđin fyrir framan gifsafsteypurnar. Í greininni í L´Illustration er tekiđ fram ađ bćkurnar sýni frekar en en glćsileika bókanna, háan aldur ţeirra sem og hvernig Íslendingar héldu andlegu atgervi sínu viđ lestur uppbyggilegra bóka á hjara veraldar, ţar sem allur gróđur visnar en ţar sem mannlegt atgervi hefur haldiđ áfram ađ blómstra og vaxa. Höfundur dáđist ađ ţví ađ í Reykjavík var lćrđur skóli, skóli, bókasafn, ţrjú lćrdómsfélög og prentsmiđja sem gaf út tvö blöđ og prentađi bćkur sem stóđust samanburđ viđ ţađ besta í enskri [sic] prentlist.(4)

5byzntd.jpg

4batpwn.jpgLeiđangursmönnum og prins Jerome Napoleon tókst sýnilega mjög léttilega ađ afklćđa sumar íslenskar konur, ekki ađeins til ađ taka gifsafsteypur af kviđ ţeirra, stinnum eđa lafandi brjóstum, rasskinnum og útstandandi nöflum. Aumingja mennirnir hafa hugsanlega aldrei séđ neitt ţví líkt heima í Frakklandi.

Kannski hafa einhverjar af hinum viljugu, íslensku kvenmódelum ţeirra skipt á spađafaldsbúning ţeim sem síđar var sýndur í París og einhverjum nútímalegri flíkum eftir nýjustu Parísartísku. Ţannig er faldbúningnum lýst í ţýđingu Vieuxsage, en svo er Fornleifur jafnan kallađur á ćruverđugan hátt í París:

Í stuttu yfirliti í einu af síđustu tölublöđum okkar rćddum viđ um framandleika sumra búninga. Á međal slíkra búninga er íslenski kvenbúningurinn, sem settur hefur veriđ á gínu, svo laglega ađ ţar sem hún stendur í anddyri sýningarsalarins, er mađur eđlilega reiđubúinn ađ heilsa henni sem vćri hún lifandi persóna. Ţessi búningur međ sínum gífurlega glćsileika, samanstendur af lítilli húfu sem gerđ er úr löngum vafningi af svörtu silki. Svartur klútur er um hálsinn sem hvílir á kraga úr flaueli sem er ísaumađur međ gullţrćđi; Einnig er slá međ stórum krćkjum úr kopar utan yfir ríkulega ísaumađ vesti. Um mittiđ er beltiđ sem á eru stórir hnappar [stokkar] međ opnu verki og niđur úr beltinu hangir löng keđja sem endar í hjarta [laufi] úr silfri. Ţessi búningur er eina verđmćti fjölskyldunnar og gengur í arf frá móđur til dóttur.(4)

1_c_fornleifur_enginn_annar.jpg

Hér má sjá einhvern nćrsýnan franskan sjarmör heilsa íslensku maddömunni sem reynist ţó vera nćsta ţögul og fýluleg gína sem stóđ rétt innan viđ anddyri sýningarsalsins.

medaille.jpg

Napóleon prins var sjálfur örlátur á gjafir handa Íslendingum eins og má lesa hér í frábćrri grein Kjartans Ólafssonar sagnfrćđings í tímaritinu Sögu áriđ 1986, ţar sem Kjartan kemur inn á ferđ Napóleons og póltíska ţýđingu hennar vegna áhuga Frakka á fiskveiđistöđ á Dýrafirđi og andstöđu Dana viđ ţau áform. Fćrđi Napóleon prins sumum mektarmönnum á Íslandi minningarpening međ mynd af sjálfum sér og međ áletrun sem vísađi í ferđina. Prinsinn skildi einnig eftir sig tvö stór málverk af sér og konu sinni í embćttisbústađ Stiftamtmannsins, og hafa ţau málverk líkast til veriđ tekin traustataki af ţjófóttum dönskum embćttismönnum. Forleifur vćri ţakklátur fyrir upplýsingar um örlög málverkanna, sem upphaflega héngu um borđ á einu skipa leiđangursins.

 

Neđanmálsgreinar og frekari upplýsingar:

(1) Minna ţótti mér aftur á móti koma til greinar Gísla Pálssonar prófessors emeritus í mannfrćđi viđ Háskóla Íslands um Jens Pálsson (1926-2002) líkamsmannfrćđing sem Gísli ritađi í tengslum viđ ţann hluta sýningar Ólafar sem fékk heitiđ Das Experiment Island. Grein hans birtist í sýningaskránni međ sýningunni. Ástćđuna fyrir skođun minni á grein Gísla Pálssonar geta menn lesiđ í langri ádeilu minni hér.

(2) Vegna nokkurs ruglings sem gćtt hefur hjá ýmsum íslenskum höfundum skal tekiđ fram, ađ sá Naflajón sem heimsótti Ísland međ pompi og prakt áriđ 1856 hét fullu nafni Napoléon Joseph Charles Paul Bonaparte. Hann var fćddur í Trieste og bar m.a. titlana Prince Français, Count de Meudon, Count di Moncalieri ad personam og Ţriđji Prince von Montfort. Frá og međ 1848 var hann almennt kallađur Prince Napoléon en einnig Prince Jérôme Napoléon og jafnvel uppnefndur Plon-Plon, en ţannig mun hann hafa boriđ fram ćttarnafn sitt sem barn. Hann var bróđursonur Napóleons keisara. Naflajón Íslandsfari andađist í Rómarborg.

napoleon_joseph_charles_paul_bonaparte_painting_1297276.jpg(3) Ţannig var Prins Napóleón lýst í Ţjóđólfi áriđ 1856 (sjá hér): Prins Napóleon er hár mađur vexti og ţrekinn vel ađ ţví skapi og hinn karlmannlegasti og höfđinglegasti mađur, ljósleitur í andliti en dökkur á hár og dökkeygđur og snareygđur og mjög fagureygđur, enniđ mikiđ og frítt, ţykkleitur nokkuđ hiđ neđra um andlitiđ og mikill um kjálka sem keisarinn mikli var, föđurbróđir hans. Enda er hann ađ ásjónu og andlitslagi mjög líkur Napóleon hinum I. eftir ţví sem meistarinn Davíđ hefur málađ mynd hans, ţá bestu sem til er af honum. Myndin hér til vinstri sýnir málverk ađ fituhlunknum Plon-Plon og ađ hann var ekki "ţykkleitur hiđ neđra um andlitiđ", heldur međ tvćr undirhökur af keisaralegum vellifnađi. 

(4) Parmi les objets rapportés d´Islande, on remarque une magnifique collection de livres, moins remarquables par leur luxe que par leur ancienneté et les idées qu´ils éveeillent Comme le fait remarquer M. Paul de Saint-Victor, l´emotion s´empare de vous a la vue de ces vénérables Bibles qui ont été la force, le vitique, le trésor moral de leur froid désert. A cette extreme limite du mode habitable, la ou la vegétation elle-meme se raréfie et se meurt, l´intelligence humaine n´a pas cessé de murir et de fructifier. Reykjarik, la capital, possede un lycée, des ecoles, une bibliotheque, trois sociétés savantes et littéretaires, et une imprimerie dont les deux journaux et les publications récentes egalent les plus parfaits produits de la typographie anglaise.

(5) Dans le rapide apercu contenu dans un de nos derniers numéros, nous avans parlé de l´etrangeté de cartains costumes. Parmi ceux-ci se trove l´habillement d´une femme islandaise, monte sur mannequin, et si bien monté que, placé a l´entree de la galerie, on est naturellement porte a le saluer comme une personne animée. Ce costume, a la magnificence massive, se compose d´un petit bonnet de drap noir a longue frange de soie, d´une cravate noire autour du cou, retombant sur une collerette de velours brodé d´or, d´un manteau ourlé de larges agrafes de cuivre, encadrant le corsage richement galonné; la taille est serrée dans une ceinture incrustée de gros boutons ciselés, á laquelle pend une longue chaine terminée pa un caeur d´argent. Cet habit est a lui seul l´écrin de la famille, et il reste comme un héritage la mere leque a la fille.


Ferill Fornleifaráđherranns í annálum Fornleifs

b8b14cd6f3faf96f160992e243df0447

Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson er sagđur ofsóttur mađur. Ţví trúir mađur nú mátulega, enda tala öll verk hans sínu skýra máli. Flestir ţekkja stjórnmálaferil og skipbrot ţessa fyrrverandi RÚV-fréttamanns og tćkifćrissinna sem nú á sér helst vini í fólki sem ímyndar sér ađ hann hafi einn komiđ í veg fyrir Icesave-afhrođiđ.

Fćrri muna kannski ađ hann gerđist einnig Ţjóđmenningaráđherra. Fornleifur fylgdist ţví vel međ ferli Sigmundar sem ráđherra. Jafnvel betur en George Soros og ađrir sem sakađir eru um ađ hafa brugđiđ fótum fyrir hinn heimsţekkta íslenska kökudeigsdreng.

Um leiđ og Leifur forni óskar lesendum sínum gleđilegra Jóla, leyfir hann sér ađ minna á greinar sínar um Sigmund og menningararfinn og ţađ siđleysi sem einnig tíđkađist í "Ţjóđmenningarráđuneytinu".  

Nýlega kom út bókin Ţjóđminjar, rituđ af eins konar "ráđuneytisstjóra" Sigmundar í antikráđuneyti hans. Ţar er ađ öllu ađ dćma sögđ saga Ţjóđminjasafns Íslands. Ekki býst ég viđ ţví ađ sagan sé rétt sögđ í ţeirri bók og ţađ geri ég alveg kaldur án ţess ađ hafa lesiđ hana. Ég ţekki nefnilega höfundinn. Hér fyrir neđan má lesa greinar um Ţjóđmenningarráđuneytiđ sem hún starfađi fyrir og ţađ sem hún ćtlađi sér ađ fá fyrir snúđ sinn fyrir "störf" sín ţar. Er nokkuđ af ţeim upplýsingum sem lesa má í pistlum Fornleifs međ í bókinni? Varla. Eins rotiđ og ráđuneytiđ var og ráđherrann spilltur og firrtur, jafn satt er allt sem lesa má í pistlum Fornleifs um "ţjóđmenningarráđuneyti" Sigmundar og starfsmann ţess:

Úr annálum Fornleifs:

2013

16.10.2013. Kattarslagurinn um ţjóđmenninguna og ţjóđararfinn

13.11.2013  Fjórar drottningar í einum sal

2014

31.3.2014  Mikilvćg verđmćti

19.4.2014  Menninga19.4.2014rarfspizzan

6.5.2014     Beđiđ eftir Skussaráđuneytinu

2015

19.3.2015 Vangaveltur um Ţjóđmenninguna og ESB

22.3.2015 Alveg eins og í henni Evrópu

2016

24.2.2016 Hinn mikli samruni Fornleifaráđherrans

25.2.2106 Sigmundur lögleysa

26.2.2016 Starf án vinnu. Hvađ er nú ţađ??

7.4.2016

Falliđ mikla. Ómenning grafin upp á Panama og Bresku Jómfrúareyjum

8.6.2016 Birtingarmynd spillingarinnar

 804805_1283475_1297235.jpg

Veislan í algleymingi.

Fornleifur reyndist sannspárri en íslenska völvan sem lengi hefur hjálpađ Dönum ađ sjá inn undir hulu framtíđarinnar. Í apríl 2014 ritađi Fornleifur ţetta:

"Öllu líklegra tel ég, ađ áleggiđ á hjálparflatbökum til skuldsettra "fórnarlamba" eigin grćđgi og óraunsćis verđi m.a. sótt til ţess sem skoriđ verđur af í menningararfinum og menntakerfinu. Ţau fáu grjúpán og sperđlar sem fariđ hefđu í aska menningararfsins í góđćrum enda nú sem phoney baloney á pizzum menningarbakarans mikla. Ţannig verđur ţetta međan ađ fjármagni ríkisins verđur hellt í kosningapizzur Framsóknarflokksins. Rýr hefur kosturinn hingađ til veriđ, en óđal Simma bónda er ekkert menningaheimili, ţótt hann kunni ađ baka pizza fiscale."


Bréf frá svörtum sauđ

s-l1600aa.jpg

Ţetta er stórmerkilegt bréf sem er til sölu. Furđulegt er hins vegar ađ ţađ hafi hafnađ á Íslandi. Upplýsingar sem seljandinn veitir er einnig nokkuđ ábótavant. Bréfiđ er frá manni sem kallar sig áriđ 1824 Jorgen Jorgenson (upp á enskan máta). Ţađ er sent bróđur hans, Fritz Jürgensen. Fritz var gćlunafn yngri bróđir sósíópatans og loddarans sem ritađi bréfiđ og sem viđ Íslendingar ţekkjum sem Hundadagakonunginn.

Fritz hét í raun og veru Frederik og var úrsmiđur, líkt og fađir ţeirra brćđra og afi ţeirra í móđurćtt í Sviss. Fritz sem fékk bréfiđ áriđ 1824, var fađir danska úrsmiđsins og skopmyndateiknarans Georg Urban Jean Frederik Jürgensen, sem oftast var kallađur Fritz líkt og fađir hans og nafni.

1798-uj-travels-to-paris-to-study-with-breguet.jpg

Eldri bróđir Jörundar Hundadagakonungs, Urban J. Jürgensen.

Ekki vissi ég til ţess ađ afkomendur úrsmiđsins Jürgensen hefđu sest ađ á Íslandi, og tel ţađ vitaskuld nćsta ólíklegt. Einkasonur Fritz, ţess sem fékk bréfiđ áriđ 1824, dó barnslaus og hefur líklega erft bréfasafn föđur síns og nafna, ţmt bréf frá svörtum sauđ fjölskyldunnar sem sat í steininum í London og beiđ ţess ađ verđa sendur down under. En hvernig bréfiđ hefur svo endađ hjá sölumanni á lágu nesi viđ Faxaflóa uppi á Ísland og loks á eins ómerkilegum stađ og eBay ţykir mér furđu sćta.

Án ţess ađ draga í efa heiđarlegan uppruna bréfsins ţá leiddi ţessi frétt strax hugann ađ stórfelldum ţjófnuđum sem hafa átt sér stađ, bćđi í Konunglega Bókasafninu og á Ríkisskjalasafninu/Landsarkivet for Sjćlland á síđustu árum.

Vona ég ađ núverandi eigandi hafi örugga eigendasögu fyrir bréfiđ ef ég tćki upp á ţví ađ kaupa ţađ.

Viđ lestur bréfsins ţótti mér merkilegt ađ sjá ađ skurđlćknirinn, efnafrćđingurinn, líkţjófurinn, lögmađurinn og ćvintýramađurinn John Pocock Holmes, sem einnig varđ frćgur áriđ 1845 fyrir ađ hafa fyrstur manna útbúiđ pemmican á Bretlandseyjum fyrir leiđangra um óţekkt svćđi í Kanada, hafi tekiđ ađ sér ađ taka á móti og senda bréf Jörundar áriđ 1824.

1745-jurgen-jurgensen-arrives-in-le-locle-and-works-with-hourie.jpg

Afi Jörundar Hundadagakonungs, JF Houriet, og dóttir hans Sophie Henriette, sem giftist Jürgen Jürgensen úrsmiđ, föđur Jörundar Hundadagakonungs og Fritz (Frederiks) úrsmiđs, sem fékk bréfiđ frá bróđur sínum áriđ 1824.


mbl.is Bréf frá Jörundi til sölu á eBay
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hin annálađa íslenska gestrisni áriđ 1909

img_3_1296155.jpg

Um leiđ og ég minni enn einu sinni á hina undurfögru Súkkulađi-Siggu, sem hćgt er ađ kaupa á 50x70 sm stóru plakati af Fornleifi, greinir hér frá öđru en eldra chromo-korti, međ uppfrćđandi efni sem fylgdi matvöru iđnvćđingarţjóđfélagsins í stórborgum Evrópu í byrjun 20. aldar.

Merkiđ hér ađ ofan er 23 vetrum eldra en Súkkulađi-Sigga í pökkunum frá Chokolat Pupier i Saint Etienne. Merkiđ fylgdi pökkum međ súpukrafti frá Liebig áriđ 1909. Eins og áđur hefur veriđ greint frá á Fornleifi (sjá hér), gaf Liebig út tvćr seríur međ Íslandsmyndum sem Fornleifur á einnig á skattkamri sínum. Ofanstćđ mynd, sem Fornleifur eignađist nýlega í Frakklandi, tilheyrir ţó ekki ţeim seríum, heldur litríkri seríu sem kallađist Jours d'été das l'extreme Nord, eđa Sumardagar í hinu háa norđri. Undirtitillinn er La bienvenue aux voyaguers en Islande, sem útleggjast má: Útlendingar bođnir velkomnir á Íslandi.

Greinilegt er ađ franskt útibú Liebig kjötkraftsrisans í Ţýskalandi hefur vantađ upplýsingar frá Íslandi fyrir uppbyggilegt frćđsluefni um Ísland, og listamennirnir hafa ákveđiđ ađ skálda örlítiđ.

Heimasćtan á Draumabakka kemur fćrandi hendi á móts viđ ferđalangana, međ mjólk og brauđ. Hún er einna helst líkust blöndu af barmastórri norskri, hollenskri, rússneskri og svissneskri heimasćtu. Móđir hennar situr viđ mjaltir í túnfćtinum og fjallasýnin er fögur. Ferđalangarnir taka ofan hattinn og háma í sig nýbakađ brauđiđ og drekka volga mjólkina. Á hinum íslenska bóndabć er vitaskuld allt mjög reisulegt og bćrinn hlađinn úr grjóti eins og síđar á nasistahofi Gunnars Gunnarsson ađ Skriđuklaustri. Ekkert torf er sjáanlegt eđa útskeifar og skyldleikarćktađar rollur. Fjallasýnin er glćsileg og vitaskuld er eldfjall og úr ţví rýkur örlítiđ. Ferđamannagos voru greinileg líka eftirsótt vara og ţekkt áriđ 1909.

detail_liebig.jpg

Myndirnar á Liebig-kortunum sumariđ 1909 voru ef til vill ekki mikil listaverk, en töluverđ handavinna.

Myndin á ţessu korti kraftaverkaverksmiđjunnar Leibig er nćsta helst eins og einhver sćtasta draumkunta fyrrverandi fornminjaráđherra á puttlingaferđalagi međ Kim Jong-Un um Ísland. Sigmundur vildi, eins og menn muna, ekki ađeins endurreisa hús í endurreisnarstíl Framsóknarflokksins međ ađstođ Margrétar Hallgrímsdóttur ţjóđminjavarđar, heldur einnig láta byggja almennilegan Selfossbć međ 60 metra langri miđaldastafkirkju og gapastokki. Hann skammađist sín fyrir fortíđina og vildi búa til nýjar fornleifar.

Kannski hefđi SDG veriđ ágćtur draumsýnarmađur í súpukraftsverksmiđju? Hann var ađ minnsta kosti algjörlega misheppnađur sem yfirkokkur í stjórnmálum. Ćtli Maggi eđa Toro hafi ekki lausar stöđur fyrir svo efnilegan súpudraumamann? Mađur verđur ađ vona ţađ. Annars er alltaf hćgt ađ setja upp Potemkin-tjöld í Norđur Kóreu ef enginn áhugi er á Selfossi.


Súkkulađi-Sigga - Fyrsta fornplakat Fornleifs

tinni_og_kolbeinn.jpg

Heilaga hámeri! Tinni og Kolbeinn kafteinn hafa enn einu sinni leyst eitt erfiđasta vandamál íslensku ţjóđarinnar. Ekki hafa ţeir ţó myndađ ríkisstjórn í hinu stjórnlausa landi, ţótt ráđagóđir séu. Ţeir hafa hins vegar fundiđ bestu jólagjöfina í ár sem ţeir telja ađ muni seljast betur en verstu Arnaldsreifarar Indriđasonar. Ţeir félagar slá einnig tvćr flugur í einu höggi, ţví ţetta er líklegast besta tćkifćrisgjöfin áriđ 2017.

Tinni og Kolbeinn hafa hjálpađ Fornleifi viđ ađ útbúa bestu jólagjöfina í ár: Súkkulađi-Siggu međ sitt dularfulla bros sem óneitanlega minnir á lokkandi glott Mónu Lísu ţar sem hún hangir löngum á Louvre-safninu í París.

chokoblog_fornleifur.jpg

MONA LISA Íslands í neđanverđu Bankastrćti 1932; Ţetta er fyrsta fornplakat Fornleifs, og vonandi ekki ţađ síđasta. Chokolat Pupier, var nafn verksmiđju í eigu fjölskyldunnar Pupier í Saint Étienne (sjá hér og hér) sem lét útbúa ţessar smámyndir sem fylgdu súkkulađinu sem ţeir framleiddu.

escoffiersept.jpgPupier-verksmiđan i Saint-Étienne á velmektardögum hennar, ţegar "Súkkulađi-Sigga" var sett í pakkana ţeirra.

 

Súkkulađi Sigga kom upphaflega í heiminn í súkkulađipökkum í Frakklandi snemma á 4. áratug síđustu aldar.

Fyrirtćkiđ Chokolat Pupier, var stofnađ áriđ 1860 í bćnum Saint-Étienne suđvestur af Lyon í Loire hérađi i Rhône-Alpes í Suđaustur-Frakklandi. Pupier var selt öđru fyrirtćki, CÉMOI, áriđ 1981. CÉMOI er nú fyrir nokkrum árum alveg hćtt ađ nota nafniđ Pupier.

Chokolat Pupier framleiddi um langt skeiđ súkkulađipakka sem í var stungiđ kortum međ uppfrćđandi efni, mannbćtandi og jafnvel trúarlegu. Slík kort í pakkavöru tíđkuđust víđa og einnig var ýmsu fróđlegu og uppbyggilegu gaukađ í tóbakspakka sem framleiddir voru í Evrópu í lok 19. og byrjun 20. aldar. Seinna komu leikararnir, sem viđ verđandi gamalmennin ţekkjum manna best, einnig ţrykkmyndirnar ađ ógleymdum stimplatyggjómyndunum.

tre_kort_2.jpg

Í langan tíma var efniđ á smákortunum sem finna mátti í pökkum Chokolat Pupier frćđsla um lönd og ţjóđir heimsins. Venjulega voru kortin ţrjú fyrir hvert land. Kortin voru framleidd á tímabilinu 1920-39. Ţannig varđ Súkkulađi-Sigga og tvö önnur kort, ţar sem Íslandi voru gerđ skil, til áriđ 1932. Kortin ţrjú voru alls ekki stór, eđa ađeins 5,1 x 6,9 sm ađ stćrđ.

img_5972_b_1295906.jpgFyrir utan Siggu á upphlutnum, (sem er nú ekki alveg réttur ţar sem vestiđ er rautt líkt og á norskum búningum), var framleitt kort međ landakorti af Íslandi og annađ sem sýndi íslenska fánann (reyndar í röngum litum) og skjaldamerkiđ.

Ofdekruđ frönsk börn gátu ţegar ţau höfđu safnađ 6 eđa 9 kortum fariđ međ ţau út í nćstu nćstu búđ og afhent og fengiđ nýjan súkkulađipakka. Ţá var kortiđ gatađ svo ekki vćri hćgt ađ nota ţađ aftur.

Franskir tóbakssalar seldu venjulega einnig súkkulađi og eftir nokkur ár voru dekruđu börnin orđin tóbaksfíklar. Góđ börn og ţćg létu sér hins vegar nćgja ađ safna kortunum og og setja ţau í albúm sem hćgt var ađ kaupa til ađ halda safni sínu til haga. Ţađ hafa sum ţeirra gert af mikilli natni

Plakatiđ

Súkkulađikortiđ međ upphlutsfegurđardísinni Siggu, sem Fornleifur keypti á eBay, hjálpađi norskćttađur vinur minn Milton heitinn Rotschild mér ađ fá prentađ sem 50 x 70 sm. stórt plakat. Ţađ passar t.d. vel í "standardramma", sem ýmis fyrirtćki selja, t.d. stórverslun ein sem árlega býđur brennuvörgum ađ kveikja í risvöxnum, sćnskum geithafri. Viđ segjum ekki meira, missjö.

En á myndinni hér fyrir ofan er sendisveinn Fornleifs einmitt búinn ađ setja Siggu í ramma frá sćnska geithafrafyrirtćkinu. Ísetningin er auđveld ţó mađur hafi 12 ţumla líkt og Fornleifur.

Plakatiđ fćst nú ađeins hjá hinni frábćru Guđrúnu í Gudrun´s Goodies i Sankt Peders Strćde 35 (kjallaranum) í Kaupmannahöfn. Athugiđ: Upplagiđ er takmarkađ, svo fyrstur kemur, fyrstur fćr.

 


Heljarskinn - asískt útlit eđa stökkbreyting ?

heljarskinn.jpg

Stundum verđur manni um og ó er mađur sér útlendinga (og jafnvel Íslendinga) hamast í fornbókmenntum okkar líkt og vćru ţćr heilagur sannleikur og einhvers konar sagnfrćđirit á tag-selv-smurbrauđsborđi norrćnna frćđa.

Ţetta á vitaskuld ekki viđ um flesta útlenska sérfrćđinga sem eru hiđ besta fólk sem kann ţó margt listina ađ skjalla Íslendinga. En inn á milli leynist einn og einn grillumakari. Einmitt ţeim tekst oft nokkuđ vel upp í ađ koma ađ stađ trú á hindurvitnum, ţó svo eigi ađ heita ađ viđ séum komin svo langt fram á veginn, brott frá bókstafstrú 19. aldar og ţjóđernisrembingi sjálfstćđisbaráttunnar. Ekki batnar ástandiđ ţegar einstaka Íslendingur fer síđan ađ trúa rugli fólks sem vart getur taliđ lćst á forna texta, íslenska eđa norrćna, eđa búa sjálfir til ćvintýri og sögur til nćsta bćjar (urban myths).

Á safni einu í Noregi, nánar tiltekiđ ađ Avaldsnesi (sem fengiđ hefur nafn sitt frá Augvaldi sagnakonungi) á eyjunni Körmt (sem Norđmenn kalla Karmřy) nćrri bćnum Haugsundi í Noregi, er greint frá íslenska landnámsmanninum Geirmundi Heljarskinni .

Viđ gestum, sem ţangađ koma, blasir viđ myndin hér ađ ofan. Hún á ađ sýna Geirmund og tvíburabróđur hans Hámund á unga aldri. Sömuleiđis sýnir hún rauđhćrđan mann, Hjörr Hálfsson, konungsćttar frá Rogalandi, sem samkvćmt öđru bullukollurugli, Islendingabok.is , er forfađir minn. Hins vegar er í Íslendingabók upplýst ađ kona Hjörs Hálfssonar sé óţekkt. Ţar hefur forsvarsmönnum ćttfrćđigrunnsins brugđist bogalistin. Formóđir mín er nefnilega greinilega nefnd til sögunnar í fornum ritum og hét hún Ljúfvina. Furđa ég mig mjög á ţví, af hverju hana má ekki nefna í gagnagrunni Islendingabok.is, en grunar mig vitaskuld ađ fordómar og fáfrćđi séu líklegasta skýringin eins og fyrri daginn.

Rauđhćrđi forfađir minn (skv ofanstćđri hugmyndateikningu), hann Hjörr, var víst ţađ sem í dag er kallađ "Pussy Grabber". Hann herjađi á saklausar konur konur Bjarmalands, sem liggur norđaustur af Skandínavíu. Ţar tók hann einfaldlega verđandi konu sína, hana Ljúfvinu, herfangi, áđur en hann gerđist landnámsmađur á Íslandi.

Ljúfvina var líklega eins og fólk var flest á Bjarmalandi - af samójeđsku bergi brotin og líklega mongólóíđ í útliti. Gaman vćri ađ fá skýringu á ţví af hverju hún er strikuđ út í opinberri ćttartölu minni. Ekkert hef ég á móti ţví ađ vera komin af prinsessunni Ljúfvinu frá Bjarmalandi.

Heldur ruddaleg "bónorđsför" forföđur míns til Bjarmalands bar ávöxt og eignuđust ţau Ljúfvina og Hjörr tvíburasynina Geirmund og Hámund sem fengu báđir viđurnefniđ Heljarskinn vegna eins konar útlitsgalla sem ţeir fćddust međ.

Á fyrrnefndu safni á Augvaldsnesi er ţví haldiđ fram (međ tilvísun í Ísleskan frćđimann) ađ Heljarskinn ţýđi svört/dökk húđ, og er ţađ sagt skýra útlit og nafn tvíburabrćđranna og sér í lagi "asískt" útlit ţeirra! Ţetta kom m.a. fram á Stöđ 2 í vetur sem leiđ og selja menn á Stöđinni ţađ ekki dýrara en ţeir keyptu og hafa ađ hluta til úr skáldsögu eftir íslenska doktorinn, Bergsvein Birgisson, sem búsettur er í Björgvin í Noregi. Hann tók sig til fyrir fáeinum árum og skrifađi skáldsögu, eins konar Geirmundar sögu Heljarskinns. En fyrir utan ţann nútímaskáldskap, sem ekkert kemur málum viđ, og er ađ öllu leyti fantasía dr. Bergsveins sjálfs, er Geirmundur ađeins nefndur ađ einhverju ráđi í Landnámabók og Geirmundar ţćtti Heljarskinns. Viđ lestur frumheimildanna um ţennan forföđur minn kemur eftirfarandi í ljós:

Fćddir Geirmundr ok Hámundr heljarskinn.

Geirmundr heljarskinn var sonr Hjörs konungs Hálfssonar, er Hálfsrekkar eru viđ kenndir, Hjörleifssonar konungs. Annarr sonr Hjörs konungs var Hámundr, er enn var kallađr heljarskinn. Ţeir váru tvíburar.
   En ţessi er frásögn til ţess, at ţeir váru heljarskinn kallađir, at ţat var í ţann tíma, er Hjörr konungr skyldi sćkja konungastefnu, at dróttning var eigi heil, ok varđ hon léttari, međan konungr var ór landi, ok fćddi hon tvá sveina. Ţeir váru báđir ákafliga miklir vöxtum ok báđir furđuliga ljótir ásýnis, en ţó réđ ţví stćrstu um ófríđleika ţeira á at sjá, at engi mađr ţóttist sét hafa dökkra skinn en á ţessum sveinum var. Dróttning felldi lítinn hug til sveinanna, ok sýndist henni ţeir óástúđligir. Lođhöttr hét ţrćll sá, er ţar var fyrir stjórn annarra ţrćla. Ţessi ţrćll var kvángađr, ok ól kona hans son jafnframt ţví sem dróttning varđ léttari. Ok ţessi sveinn var svá undarliga fagr, er ţrćlskonan átti, at dróttning ţóttist ekki lýti sjá á sveininum, ok sýndist henni nú ţessi sveinn ástúđligri en sínir sveinar. Síđan rćđir dróttning til kaups um sveinana viđ ambáttina. En ambáttinni sýndist svá sem dróttningu, at henni ţótti sinn sonr tíguligri, en ţorđi ţó eigi at synja at kaupa viđ dróttningu um sveinana. Ok tekr dróttning viđ ambáttarsyni ok lćtr nafn gefa ok kallar sveininn Leif, ok segir dróttning ţenna svein sinn son. En ambáttin tekr viđ ţeim dróttningarsonum, ok fćđast ţeir upp í hálmi sem önnur ţrćlabörn, ţar til ţeir váru ţrévetrir. En Leifr leikr á lófum ok hefir virđing, sem ván var, at konungsbarn mundi hafa.
   En svá sem aldr fćrist á sveinana alla jafnt saman, ţá guggnar Leifr, en ţeir Hámundr ok Geirmundr gangast viđ ţví meir sem ţeir eru ellri, ok bregzt ţví meir hverr til síns ćtternis.

Hér má glögglega sjá og skilja ađ

  • Ţeir brćđur voru stćrri en gengur og gerist međ kornabörn
  • Ţeir voru sömuleiđis einstaklega dökkir eđa á anna hátt ófrýnilegir, svo mjög ađ móđir ţeirra vildi helst ekkert af ţeim vita, ţó svo ađ ađ hún eins og menn ćtla í dag hafi einnig veriđ dekkri á hörund en Norđmenn enda komin af konungum á Bjarmalandi.,

Ef nokkur trúanlegur kjarni er í ţessari frásögn, sem má lesa til enda hér, ţá má furđu sćta ađ kona af asísku bergi brotin hafi fćtt börn sem voru meiri af vöxtum en gerđist á međal norskra kvenna, og sér í lagi ţar sem ţeir voru tvíburar, sem oft eru heldur rýrari í vexti en einburar.

Ef Ljúfvina hefur sjálf veriđ dekkri á brún og brá, líkt og listamađurinn hefur túlkađ hana á myndinni í safninu á Augvaldsnesi, ţá má furđu sćta ađ börnin hafi orđiđ dekkri en hún sjálf, ef gengiđ er út frá ţví ađ fađirinn hafi veriđ rauđhćrđur ribbaldi međ ljósa húđ sem skađbrenndist ţegar hann berađi handleggina.

Ađ mínu viti hefur ţađ litla sem viđ vitum um Geirmund forföđur minn og fjölskyldu hans veriđ skrumskćlt í myllu frćđimanna sem eru illa lćsir eđa illa haldnir ađ pólitískri rétthugsun nútímans.

Eins og sjá má hér í ţćtti Stöđvar 2 er mýtan farin ađ snúast víđa.

Ţess vegna leyfi ég mér í vinsemd ađ benda fólki á ađ til er önnur skýring á heljarskinni tvíburanna Geirmundar og Hámundar.

 

Heljarskinn = cutis laxa

Ef ţeir sem tóku sér ţađ bessaleyfi ađ skrifa um hinn hörundsdökka og "asíska" Geirmund Heljarskinn, hefđu beitt rökhugsun hefđu ţeir líklega leitađ ađ öđrum skýringum á sögunni. Til er heilkenni (sem oftast nćr eru stökkbreyting) í ýmsum birtingarmyndum sem bera samheitiđ Cutis laxa (laus húđ). Oftast erfa menn ţessa kvilla vegna stökkbreytinga á X-kynlitningum.

cutis-laxa-photo.gif

Börn međ Cutis laxa

cutis_laxa.jpg

Helstu einkenni ţeirra sem erfa ţennan sjúkdóm, á ţví stigi ađ ţađ aftrar ţeim ekki á annan hátt en útlitsins vegna, er mikil umframhúđ. Fólk međ sjúkdóminn er oftar dekkra á hörund en skyldmenni ţeirra sem ekki hafa heilkennin. Í verri tilfellum geta menn átt viđ kvilla í liđum og limum ađ stríđa, sem jafnvel getur hindrađ gang og hreyfigetu. Sjúkdómurinn getur einnig leitt til alvarlegra afbrigđileika í líffćrum. Einnig er til sjúkdómur sem ber heitiđ Cutis verticis gyrata og sem lýsir sér í miklum húđfellingum á höfuđleđri manna.

0365-0596-abd-89-02-0326-gf01.jpg

Hérhérhér og hér geta menn sem áhuga hafa á cutis laxa, sem er samheiti heilkenna sem oftast erfast, lesiđ meira um heilkennin.

Geirmundur Heljarskinn og Hámundur bróđir hans voru drengir sem voru miklir af vöxtum, dekkri en foreldrarnir og höfđu mikla húđ og hold umfram ţađ sem eđlilegt gat talist. Útlit ţeirra ögrađi fegurđarmati foreldra ţeirra. Kannski hefur Geirmundur forfađir minn og margra annarra Íslendinga í ćsku veriđ eins útlítandi og Michelin-mađurinn?

En eru Íslendingar tilbúnir ađ taka ţví ađ forfađir ţeirra međ viđurnefniđ Heljarskinn hafi veriđ međ stökkbreytingu (mutation) sem veldur cutis laxa, utan ţess ađ vera asískir?

Líklegast er auđveldara ađ lesa óţarflega í kringum ţađ sem í raun og veru stendur um hann í fornum ritum og álykta, ađ hann hafi veriđ dökkur á húđ og hár og ţví eins konar Asíumađur eins og móđir hans - ekki ósvipađur börnum taílenskra kvenna á Íslandi og í Noregi.

En hafđi Ljúfvina einhverja ástćđu til ađ leggja fćđ á drengina sína fyrir ađ líkjast sér og hafa sama litarhaft og hún? Varla. "Ljótleikinn" sem olli fráhvarfi hennar frá börnum sínum var líklega annars eđlis.

Ţađ sem gerst hefur í nýrri sögu um Geirmund Heljarskinn og á veggmálverki á safni í Noregi eru selektívur skilningur og hlutlćgar skýringar sem eru ţví miđur vandamál víđar í frćđunum en á Íslandi. Ţađ er svo enn verra, ţegar menn fara ađ trúa ruglinu og jafnvel ruglinu í sjálfum sér (sjá hér).

V.Ö.V.

Skylt efni: Finnar á Íslandi


Mansal

2153595_c.jpg

Íslenskar konur hafa heldur mikiđ fariđ kaupum og sölum á hinum síđustu og verstu tímum. Sér í lagi undirgefnar konur í ţjóđbúningum í upphlut međ silkisvuntu og skúfhúfu. Ţannig var ţeim pakkađ inn áđur en kvenréttindi voru viđurkennd ađ nafninu til. Erlendis lýsa menn ólmir eftir íslenskum konum af ţessari klassísku gerđ og sćkjast eftir postulínshúđ ţeirra og brothćttri sál og greiđa mćtavel fyrir.

1qorlj.jpg

Nýveriđ voru tvćr slíkar bođnar upp í Danmörku og vildu augsýnilega margir eignast ţćr. Ég hefđi hugsanlega keypt eina ţeirra, sem meira var í variđ, hefđi ég heyrt tímanlega af uppbođinu. En hún hlaut hćsta bođ einhvers dansks dóna, sem mun ţukla hana og stöđum sem engan getur dreymt um nema einhverri forsetaefnisómynd í Bandaríkjunum.

Ég er sér í lagi ađ tala um konuna sem ber nafnnúmeriđ 12164 undir iljum sér, en viđ gćtum bara kallađ hana Guđríđi. Hún var upphaflega framleidd í Konunglegu Postulínsverksmiđjunni í Kaupmannahöfn á fyrsta fjórđungi 20. aldar.

Hún var hluti af röđ ţjóđbúningastytta sem danski listamađurinn Carl Martin-Hansen (1877-1941) hannađi fyrir Kgl. Porcelćn á árunum 1906-1925 og sem báru heitiđ Danske Nationaldagter. Ţetta voru styttur af fólki í ţjóđbúningum dansks Konungsríkisins, dönskum, fćreyskum, íslenskum og grćnlenskum. Bjó Carl Martin-Hansen til myndir af fullorđnu fólki jafnt sem börnum, en ekki er ţó vitađ til ţess ađ íslensk börn eđa karlar hafi fariđ kaupum og sölum.  Stytturnar af fullorđna fólkinu voru jafnan 30-34 sm háar og vel gerđar. Einn hćngur var ţó á listaverkum ţessum, sem fólki gafst fćri á ađ prýđa stássstofu(r) sína međ. Andlitin voru svo ađ segja öll eins. Stytta af konu frá Amákri (Amager) var međ sama andlitiđ og konan frá Íslandi og börnin voru öll međ ţađ sem Danir kalla ostefjćs, nema grćnlensku börnin sem eru iđuleg hringlaga í fasi án ţess ađ hćgt sé ađ tengja ţađ sérstaklega osti.

l3gnuqh.jpg

Fölsk kerling sem seld var á 10.700 krónur áriđ 2014.

Ef einhver á svona styttu á Íslandi,sem er ósvikin og ekta (ţví heyrt hef ég ađ ţjóđbúningastyttur Martin-Hansens sé fariđ ađ falsa í Kína), ţá hafa ţćr fariđ á allt ađ 10.700 krónur danskar. Ţađ gerđist áriđ 2015 á Lauritz.com netuppbođsfyrirtćkinu danska (sjá hér), ţar sem oft hefur reynst mikill misbrestur á heiđarleika í sölumennskunni og kunnáttu starfsmanna á ţví sem ţeir reyna ađ selja. Styttan sem seld var af ţessu undarlega fyrirtćki á ţessu uppsprengda verđi hafđi ekki einu sinni nauđsynlega stimpla og málaramerki konunglegu Postulínsverksmiđjunnar, máluninni á styttunni var sömuleiđis ábótavant miđađ viđ styttu sem seld var fyrr á uppbođi Bruun Rasmussen fyrir miklu lćgra verđ en sú var međ alla nauđsynlega stimpla og merkingar.

Biđ ég lesendur mína ađ taka eftir tímasetningunum á bođunum og hvenćr menn bjóđa á nákvćmlega sama tíma sólahrings, og hvernig mótframbođ stangast á í tíma (sjá hér).

Spurningin sem gćti vaknađ í hugum gagnrýninna manna er, hvort menn sem láta framleiđa eftirlíkingar í Kína afhendi styttur til sölu hjá uppbođshúsum og láti mismunandi ađila, ţ.e.a.s. vitorđsmenn sína, bjóđa í hana til ađ hćkka verđiđ og lokki ţannig ginkeypta Íslendinga sem vilja hafa styttu af ömmu ćsku sinnar uppi í hillu til ađ kaupa hana á hlćgilega uppsprengdu verđi. Í Danmörku er nefnilega mikiđ til af fólki sem gjarna selur ömmu sína. Á Íslandi eru aftur á móti til margir sem eiga skítnóg af peningum og vita jafnvel ekki aura sinna ráđ.

l2umela.jpg

Lauritz.com stundar ţá iđju ađ halda uppbođ á netinu og er fyrirtćkiđ misfrćgt fyrir. Vefssíđan Kunstnyt.dk hefur vígt starfsemi sína ţví ađ koma upp um vanţekkingu og hugsanlega sviksemi uppbođsfyrirtćkisins lauritz.com. Af nógu er greinilega ađ taka. Hér er t.d. dćmi starfsemi ţeirra og ađstođarmenn vefsíđunnar hafa t.d. fundiđ málara í París sem framleitt hefur fölsuđ málverk fyrir uppbođsfyrirtćkiđ. Lögreglan í Danmörku gerir svo ađ segja ekkert í svikamálum fyrirtćkisins, enda vinna ţar fábjánar fyrir ţađ mesta. Danska Dagblađiđ Berlingske Tidende skrifar gagnrýnar greinar um Lauritz en fólk heldur áfram ađ láta snuđa sig og ađaleigandi fyrirtćkisins keypti sér nýlega stóra vínhöll í Frakklandi áđur en fyrirtćkiđ sem einnig starfar á hinum Norđurlöndunum og á Spáni var skráđ á verđbréfamarkađnum í Kaupmannahöfn.

Variđ ykkur landar sem kaupiđ sögu ykkar í postulíni. Konan í upphlutnum eftir Carl Martin-Hansen, er ekki öll ţar sem hún er séđ. Kaupiđ ţiđ hana á 10.700 DKK, gćtuđ ţiđ alveg eins veriđ ađ kaupa kerlingu sem er gul á húđ undir farđanum og postulínsbrosinu og sem eldar chop suey í stađ saltkjöts og bauna. Ţađ ţarf međal annars ađ líta ađeins upp undir pilsfaldinn á henni til ađ sjá hvers kyns hún er. Skúfurinn kemur einnig upp um ţá kínversku og balderingarnar á vestinu. Eđlilegt verđ fyrir ekta styttu er 2-2500 DKK. og ekki krónu meir.

Tvćr efstu myndirnar eru af ófalsađri framsóknarmadömmu Konungslegu Postulínsverksmiđjunnar í Kaupmannahöfn, en hinar eru myndir af svikinni vöru.

l3_b.jpg

Kínverjar ţekkja ekki balderingarnar á upphlut ţegar ţeir falsa íslenskar hefđarkonur og fá ţeir greinilega lélegar ljósmyndir frá ţeim sem panta verkiđ og sjá ţví ekki smáatriđin.

Hér má lesa fćrslu Fornleifs um ađra ömmu ćskunnar sem óprúttiđ fólk lét búa til úr stolinni "hugmynd" og var ţađ meira ađ segja verđlaunađ fyrir. Ţá kom makalaus athugasemd frá Gústafi Níelssyni fv. súludansstađareiganda og Gretti íslenskra stjórnmála.

AMMA


Ţegar Íslendingar drukku tóbak

2xzjvo.jpg

Til viđbótar ritgerđum mínum um tóbaksnotkun og pípureykingar Íslendinga á 17. öld (sjá hér og hér) langar mig ađ bćta viđ nokkrum upplýsingum sem einhverjum ţykja vonandi bitastćđ tíđindi.

Seiluannáll segir svo frá viđ anno 1650:

Ţađ bar til vestur í Selárdal, ađ mađur ţar nokkur vanrćkti kirkjuna á helgum dögum, ţá prédikađ var, en lagđist í tóbaksdrykkju um embćttistímann; var hann ţar um áminntur af prestinum, en gegndi ţví ekki, og hélt fram sama hćtti; en svo bar til einn sunnudag, ađ hann var enn ađ drekka tóbak, og gekk svo út og upp á kirkjuvegginn; var ţá lítiđ eptir af prédikun, sofnađi svo strax og vaknađi aldrei ţađan af; lá svo dauđur, ţá út var gengiđ.

Ljót var sú saga, sem einnig var sögđ í Vallholtsannál. Tóbaksdrykkja er einnig iđja sem ţekktist á Englandi á 17 öld, og greinilega varđ einhver biđ á ţví hvenćr menn fóru ađ nota sögnina ađ reykja eđa to smoke fyrir ţessa iđju. Hollendingar töluđu einnig um ađ drekka tóbak, tabak drinken, og furđuđu sig á ţví ađ Ţjóđverjar notuđust enn viđ ţađ orđtak áriđ 1859 (sjá hér), ţegar Hollendingar voru fyrir löngu farnir ađ reykja (roken).

Sögur af skjótum dauđa manna sem reyktur voru nokkuđ algengar á 16. öldinni, en komu líklega til vegna ţess ađ yfirvöld litu međ áhyggjum á ţessa frekar dýru nautnavöru sem gróf undan efnahag sumra landa. Hugsanlega hefur veriđ einhverja óvćra í tóbaki mannsins í Selárdal, eđa hann hálfdauđur af einhverju öđru en tóbaki.

Jakob (James) I Englandskonungur gaf áriđ 1603 út tilkynningu um siđferđislegar hćttur reykinga og hćkkađi tolla af tóbaki sem Elísabet fyrst hafđi lćkkađ mjög. Beta reykti víst eins og strompur. Áhugi á tóbaki í byrjun 17. aldarinnar tengdist ađ einhverju leyti ţeirri trú ađ tóbakiđ kćmi í veg fyrir sýkingar og pestir. Jakob I fyrirskipađi áriđ 1619 konunglega einokun á rćktun og innflutningi á tóbaki og nokkrum árum síđur bannađi Ferdínand III keisari alla "tóbaksdrykkju".

gerrit_dou_man_smoking_a_pipe_c_1650_rijksmuseum_amsterdam.jpg

Mađur drekkur tóbak og öl. Málverk eftir Gerrit Dou, frá ca. 1650. Rijksmuseum Amsterdam. Pennateikningin efst hangir á sama safni og er frá ţví fyrir 1647 og eftir Adrićn van Ostade

En allt bann kom fyrir ekkert, og er Urban VIII páfi auglýsti ţetta nautnaefni međ ţví ađ lýsa ţví yfir áriđ 1624 ađ tóbaksdrykkja fćrđi notendur nćrri "kynferđislegri alsćlu", jók ţađ frekar reykingar frekar en hitt.  Múslímar voru einnig hrćddir viđ tóbak. Murad IV súltan bannađi reykingar og hótađi mönnum aftöku (lífláti) ef ţeir fćru ekki ađ skipunum hans. Mikael Rússakeisari bannfćri áriđ 1640 reykingar sem dauđasynd, og reykingamenn í Rússlandi voru hýddir og varir ţeirra skornar í tćtlur. Ferđalangur sem kom til Moskvuborgar áriđ 1643 lýsir ţví í dagbók, hvernig reykingamenn og -konur megi eiga vona á ţví ađ nef ţeirra séu skorin af ef ţau eru tekin í ţeirri hćttulegu iđju ađ drekka tóbak.

Ţess má geta ađ í 92. spurningarlista Ţjóđháttadeildar Ţjóđminjasafns Íslands var fyrir einhverjum árum síđan spurt á ţennan hátt:

Kannast menn viđ orđtakiđ "ađ drekka tóbak" ? Hvađ merkti ţađ?

Vonandi skráir ţessi virđulega deild hjá sér hvar hér upplýsist um tóbaksdrykkju. Annars getur hún trođiđ ţeim upplýsingum í vörina eđa sogiđ ţćr í nösina.

Ađrar tóbakshćttur

Íslenskri annálar greina frá annarri hćttu viđ reykingar sem menn ţekktu ţá. Greint er frá líkamsmeiđingum og drápum í tengslum viđ uppgjör varđandi innflutning á tóbaki. Minnir ein lýsing á sitthvađ úr undirheimum eiturlyfjagengja á Íslandi í dag. 

Í Sjávarborgarannál er viđ áriđ 1639 greint frá húsbrunum sem rekja mátti til reykinga:

Um haustiđ brunnu 2 hús á hlađinu á Járngerđarstöđum í Grindavík međ öllu fémćtu ţar inni, item skemma á Ási í Holtum, hvorutveggja af tóbakseldi.

 

rope-tobacco.jpg

 

819860037e62f8e3e90866d7b7affabd_1293821.jpg

 

Elsta heimild um tóbaksútflutning til Íslands

Nýveriđ rakst Fornleifur á elstu heimild um tóbaksútflutning til Íslands sem ţekkt er úr heimildum  og sem ekki hefur áđur veriđ birt í íslenskum ritum.  

Áriđ 1636 kemur fram í sjölum frá borginni Yarmouth, sem kölluđ var Járnmóđa á íslensku og var Íslendingum af góđu kunn enda var ţangađ flutt mikiđ magn af vađmáli og fiski, ađ kaupmađur í borginni af hollenskum ćttum, de Mun ađ nafni, hafi hafi flutt inn 15 pund af tóbaki frá Rotterdam sem hann sendi áfram til Íslands og seldi fyrir fisk.

Eins og áđur greinir (sjá hér) kom mađur, Rúben ađ nafni, Jóni Ólafssyni Indíafara upp á ađ reykja á skipinu sem Jón sigldi á til Englands áriđ 1615 og hóf ţar međ hiđ ćvintýralegt lífsferđalag sitt. Annar mađur var um borđ á skipinu og var sá frá Járnmóđu og vildi fá Jón međ sér ţangađ. Mađurinn frá Yarmouth, sem var skipherramćti (ţ.e. fyrsti stýrimađur) tefldi og glímdi oft viđ Jón, en skipherrann Isaach Brommet, sem var af hollenskum ćttum, varađi Jón viđ félaganum frá Yarmouth.

roll-cake.jpg

Rulla

escudo_coin.jpg

Medalía (Escudos, coins)

Tóbak sem flutt var til Íslands á 17. öld voru ađ öllum líkindum tóbaksblöđ snúin í reipi sem undin voru upp á 1-1,5 langar rúllur - ellegar minni rullur af tóbaki eins og greint er frá í annálum á 17. öldinni, sem voru tóbaksblöđ sem pressuđ voru í sívalninga og reyrđ međ bandi, á breidd viđ sveran karlmannsframhandlegg. Á okkar dögum er slíkar rullu kallađar "roll cake". Menn skáru síđan ţađ sem ţeir ţurftu ađ reykja ţvert á rúlluna líkt og ţeir skćru bita af vćnni pylsu, og eru slíkur tóbaksskurđur ţađ sem síđar kallast "Navy cut" og skífurnar nefndar medalíur (coins á ensku eđa escudo á spćnsku).

joos_van_craesbeeck.jpg

Ţiđ getiđ hér fengiđ sýnishorn af 17. aldar tóbaksreyk. Setiđ bendilinn á nefiđ á reykingamanninum og klikkiđ. Reykurinn verđur sendur í tölvupósti.


Odin med sin solhat pĺ Fyn

web2-odin-with-horns-and-birds-museum-east-fyn.jpg

Af og til tager Fornleifur skeen i den anden hĺnd og skriver dansk pĺ gadeniveau. Et fantastisk fund som danske amatřrarkćologer gjorde i august i ĺr pĺ Fyn har gjort denne danske epistel dřdnřdvendig.

web-odin-with-horns-and-birds-museum-east-fyn-500x333.jpg

Ved Mesinge pĺ Hindsholm fandt man pĺ en bar mark en yderst interessant Odin-figur. Lignende genstande har man tidligere fundet i Sverige (i Levide og Uppĺkra), samt i Rusland (Staraja Ladoga).

oden-levida-full-figure-214x300_1293677.jpg

Odin fra Levide

odin_uppakra_skane.jpg

Odin fra Uppĺkra

De fynske arkćologer mener, at det som figuren bćrer pĺ hovedet og visse mennesker ville tolke som horn pĺ en hjelm, er stiliserede ravne, d.v.s Huginn og Muninn. Selvom der her ikke skal afvises at der er tale om stiliserede ravne, er der dog intet tydeligt ved udformningen af "hovedprydet" som minder om ravne - og som bekendt kunne man i vikingetiden sagtens stilisere ravne bedre end med de buer som man ved fřrste řjekast tolker som ravne.

Her skal der ikke rokkes ved den antagelse at det drejer sig om en gengivelse af selveste Odin den řverste af Aserne. Ej heller vil der her forsřges at overbevise nogen om, at Odin havde horn monteret pĺ en ussel hjelm.

Tror man derimod pĺ skriftlige overleveringer fra Island, ved vi at Odin bar mere end 200 forskellige navne, hvoraf man skulle kende nogle da man gik i gymnasiet pĺ Island i min ungdom.  

Den lćrdom som blev banket ind i ens hoved pĺ Island dengang fĺr mig til at overveje, at man i stedet for at se to ravne pĺ Odins hoved, nĺr de normalt satte sig pĺ hans skuldre og hviskede ham i řrerne, skulle forestille sig en hat. Jeg vil faktisk vove min arkćologpels ved at fremlćgge den alternative hypotese, at Oden bćrer en hat pĺ den nyfundne figur fra Mesinge.

Ikke hvilken som helst hat, men guden Hermea' hat - en ćgte grćsk solhat for vandrere.

k11_7hermes.jpg

Jeg er ikke den fřrste til at pĺpege et slćgtskab mellem Hermes og Odin. En af de fřrste til at gřre det var den hollandske germanistiker Jan de Vries (1890-1964). De Vries pĺpegede i sin Altgermanische Religionsgeschichte visse ligheder mellem Odin og Hermes samt Hermes og hinduismens gud Rudra.

Her skal de Vries hypotese underbygges ved prćsentationen af tre af Odins navne for at at understřtte slćgtskabet med Hermes:

Höttr (Hat)

Síđhöttur (Bredhat/langhat)

Gangari, Ganglari eller Gangleri  (Vandrer, vandrermand)

Hermes bar gerne en stor hat for vandrere, med store skygger som beskyttede dem for solens strĺler. Hans hat havde en ganske lille puld. Den slags hatte som Hermes bćrer i antikkens kunst kendetegnes pĺ grćsk som πέτασος (Petasos). Hermes var sendebud og vandrede meget. Det havde han til fćlles med Odin.

k12_14dionysos.jpg

Desuden var et andet af Hermes' attributter en vandrestav eller et spyd. Spyddet var ogsĺ et attribut som var fastankret til flere af Odins mange navne. Nogle af de navne han bar, som har tilknytning til spyddet, er:

Geirlöđnir (Spyddets bud)

Geirölni (Spyd angriber)

Geirtýr (Spydgud)

Geirvaldr (Spydmester)

Biflindi  (Spydryster - som mĺ vel oversćtters som Shakespeare pĺ engelsk)

Darrađur (Spydmand)

euphronios_krater_side_a_met_l_2006_10.jpg

lekythos_of_hermes.jpg

image005.jpg

Jagtguden Hermes med alle sine spyd og en bue. Lćg mćrke til hatten.

Eftersom jeg savner dyb viden om guden Rudra, třr jeg ikke uddybe noget om Rudras lighed med Odin. Men blot dette:  Rudra bliver ganske vist kendetegnet som den mćgtigste af alle guder som fint korresponderer med definitionen af Odin:  Ćđstur Ása. Desuden var Rudras attribut ikke et spyd, men en drabelig trefork, og i stedet for at vćre spydgud var han fřrst og fremmest en bueskytte i lighed med Hermes.

hermes_warrior_louvre_g515_b.jpg

Hermes holdt gerne et lille scepter som med tiden er dog blevet bedre kendt som Mercurs slangestav. Men kigger man pĺ tidlige fremstillinger af Hermes med sin stav pĺ grćske lerkar, kan man klart se, at der oprindeligt ikke var tale om sĺ tydelige slanger pĺ staven som i den romersk gudekunst.

Der er derimod store ligheder mellem formen af den Hermes stiliserede scepter og de meget senere skandinaviske Odin-fremstillinger, f.eks. den som er fundet ved Mesinge. Der kunne naturligvis vćre tale om tilfćldigheder. Men det som Odin bćrer pĺ hovedet ligner dog mere en hat end to hviskende ravne. Sammen med mytologiens navneregister for Odin som bar store hatte og spyd lige som hans kollega Hermes, sĺ er jeg i hvert fald tilbřjelig til at tro, at Odin snarere har grćske aner, end at han var gay (břsse), sĺdan som visse forskere indenfor det fortrćffelige fag arkćologiske gender-studier (bl.a. Brit Solli, Oslo) hare fantaseret over. Mĺske var han det ogsĺ - i hvert fald en smule bi. Hvad genstanden fra Mesinge var, mĺ man nu diskutere. Den var dog ikke en fragmentarisk řloplukker.


Eros í Reykjavík

sigurdur_er_sjoma_ur.jpg

Ţegar ég heyrđi hér um áriđ um danska dátann, sem tróđ sér inn í Kaupţingsbanka í Reykjavík í annarlegu ástandi, stal ţar hundrađköllum, dó svo og reis upp frá dauđum eftir kossa og hnođ í lögreglubíl, kemur upp í huga mér bókin Eros in Reykjavík, sem er skáldsaga á hollensku.

Bók ţessi var eftir hollenska gyđinginn og hommann Ali Cohen (1895-1970), sem aldrei kom til Íslands ađ ţví er ég best veit. Bókin kom út áriđ 1931 í Amsterdam hjá Querido forlaginu.

Söguţráđurinn er ţessi í grófum dráttum:  

Ţrjú skip eru stödd í höfninni í Reykjavík, norskt skip, danskt herskip og Eros, glćsilegt, hvítt farţegaskip sem er komiđ frá Skotlandi, en sem siglir undir fána fjarlćgs lands. Áhöfnin og farţegarnir um borđ hafđi fariđ víđa um lönd. Veisla er skipulögđ á Eros ađ nćturlagi og íslenskum stúlkum úr landi og áhöfnum hinna skipanna er bođiđ til hennar. Ţetta er hörkupartí og menn komast ađ ýmsu um söguhetjurnar í ţví annarlegu ástandi sem sumir veislugesta komast í. Daginn eftir fara sumir ferđalanganna af Eros međ íslensku blómarósunum í bíltúr til goshvers sem spýtir upp vatni einu sinni á dag. Má telja víst, ađ ţar sé veriđ ađ segja frá Geysi. Danskur matrós, sem í hita veislunnar kvöldiđ áđur, kemst ađ ýmsu um sjálfan sig, reynir ađ ţvo af sér ţćr uppgötvanir međ ţví ađ kasta sér til sunds í höfninni. Ekki vill betur til en ađ hann fćr krampa og drukknar.  

Bókin er hómó-erótísk, eitt fyrsta verk af ţeirri tegund á hollensku. Ţađ ţýđir á mannamáli, ađ dátinn sem drukknađi var ekki eins og Fylludátar voru flestir, en ţeir döđruđu viđ íslenskar stúlkur og skildu eftir sig mörg efnileg börn međ bćtt erfđamengi á Íslandi. Dátinn sem drukknar í sögunni Eros in Reykjavik sigldi á önnur miđ og banka en félagar hans. Kannski hefur dátinn sem vildi ná sér í hundrađkarla í Kaupţingi komist ađ hinu sanna um sjálfan sig í teiti kvöldiđ áđur. Hver veit?

ali_cohen.jpg

Lodi Ali Cohen áriđ 1940. Málverk eftir Kees Verwey sem hangir í Frans Hals Museum i Harleem í Hollandi.

Lodewijk (Lodi) Ali Cohen, eins og höfundur hét fullu nafni, starfađi lengstum sem lögfrćđingur. Hann lifđi af stríđiđ og var ţekktastur fyrir ljóđ sín og fyrir ađ hafa snemma veriđ yfirlýstur hommi.

Eros in Reykjavik

Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband