Skammarleg vinnubrögđ
4.7.2015 | 16:03
Oft er fljótlega hćgt ađ sjá, hvort gćđi frćđigreina eru ásćttanleg međ ţví einu ađ athuga, hvernig fariđ er međ heimildir. Ég lćt mér jafnvel stundum nćgja ađ skođa hvernig fornleifafrćđingar og ađrir vitna í ritverk mín ef ţau koma viđ sögu í vinnu annarra.
Oftast gera menn ţađ siđlega og eftir gildandi reglum. En ţví miđur hef ég upplifađ annađ. Ţegar ég uppgötva vankanta á vinnu annarra ţegar ađ mér snýr, er ég ekkert smeykur viđ ađ segja frá ţví. Ég hef t.d. greint frá ţví hvernig ungprófessor í HÍ í samvinnu viđ ađra gerđi sig sekan um frćđilega óásćttanleg vinnubrögđ í tilraun sinni og annarra ađ gera skođanir og niđurstöđur mínar um aldur byggđar í Ţjórasárdal ađ sínum (sjá hér).
Tilvitnanafúsk - Cambridge style?
Áriđ 2012 birtist greinin "The Roles of Pit Houses and Gendered Spaces on Viking-Age Farmsteads in Iceland" í hinu virta tímariti Medival Archaeology (56:2012) (sjá greinina hér) Ef tímaritiđ hefur áhyggjur á copyright-rétti greinarinnar, bendi ég ţeim á ađ hafa samband svo ég geti sagt ţeim frá gćđum greinarinnar sem ţeir birtu. Ţađ geri ég gjarna opinberlega á ensku og öđrum tungumálum.
Höfundur greinarinnar er Karen Millen (sjá mynd) og fjallar greinin um jarđhýsi og notkun ţeirra. Í ţessari annars áhugaverđri, en samt mjög ófullnćgjandi grein međ of mörgum fyrirframákveđnum tesum og vanţekkingu á ţví hvar jarđhýsi hafa fundist á Norđurlöndum, uppgötvađi ég, ađ vitnađ var í mig. Ţótti mér ţetta afar undarlegt, ţví ég hef ekki hreyft svo mikiđ viđ ţeirri frumtilgátu minni, ađ hugsanlega hafi fundist hluti af jarđhýsi á Stöng í Ţjórsárdal. Ţađ kemur ađeins fram í einni áfangaskýrslu minni frá 9. áratug síđustu aldar, og svo ekki meir, ţví ekki hef ég haft tök á ţví ađ rannsaka máliđ frekar. Nei, ekki var ţađ nú hugsanlegt jarđhýsi á Stöng sem Milek ritađi um er hún vitnađi í ritverk mín í grein sinni um jarđhýsi.
Karen Milek fornleifafrćđingur frá Kanada, sem starfar sem ungprófessor viđ Háskólann í Aberdeen, og segist sérhćfa sig í Íslandi, vitnar í stutta, 35 síđna, ljósritađa rannsóknarskýrslu (sjá ljósmynd neđar) sem ég skrifađi fyrir Vísindaráđ áriđ 1991, eftir ađ ég hafđi látiđ gera AMS kolefnisaldursgreiningar viđ Háskólann í Uppsölum međ stuđningi frá Vísindaráđi. Skýrslan var gefin Ţjóđminjasafni Íslands, en ekki til ţess ađ menn vćru ađ klćmast á niđurstöđum hennar í bresku tímariti.
Karen Milek hefur m.a. fengiđ Ph.D. gráđu út á ţessa grein sína viđ Háskólann í Cambridge. Slíka gráđu er hćgt ađ fá ţegar menn skrifa greinar sem innihalda gallađa og algjörlega innistćđulausa tilvísun í "upplýsingu" í skýrslu eftir mig sem ber heitiđ Kolefnisaldursgreiningar (AMS) á sýnum frá fornleifa- rannsóknum í Ţjórsárdal.
Mér til mikillar furđu vitnar Karen Milek í atriđi (sjá bls. 87) sem alls ekki er ađ finna í skýrslu minni sem hún ţykist vitnar í. Hún er ađ fjalla um jarđhýsi ađ Gjáskógum í Ţjórsárdal. Ég fjalla alls ekkert um ţann stađ í skýrslu ţeirri sem hún vitnar í. Milek láist einnig ađ greina frá ţví, ađ ritverk mitt sé ljósrituđ skýrsla til Vísindaráđs og tileinkar hana ranglega Ţjóđminjasafni Íslands (sjá heimildaskrá í grein Mileks, bls. 129). Ţetta síđasta atriđi sýnir mér, ađ annađ hvort hefur Milek aldrei haft skýrslu mína á milli handanna, eđa ađ hún kann alfariđ ekki međ rétt mál ađ fara.
Ekki er nóg međ ađ rangt sé vitnađ í eitthvađ sem alls ekki stendur í skýrslunni, sem höfundur ţykist vitna í; Einnig er sagt ađ skýrslan mín sé frá 1989. Umrćdd skýrsla er frá 1991 og kemur ţađ mjög greinilega fram á kápu skýrslunnar innanverđri, sem og af fylgiskjölum sem birt eru í skýrslunni.
Ţetta eru einstaklega sóđaleg og óvandvirk vinnubrögđ, höfundi og háskóla hennar til lítils sóma. Vona ég ađ Karen Milek biđjist formlega og opinberlega afsökunar á ţessu í athugasemdum hér fyrir neđan, sem verđa opnar í 50 daga frá birtingu greinar minnar.
Ţađ er einfaldlega ekki rétt međ fariđ hjá kanadíska fornleifafrćđingnum Karen Beatrice Milek. Í téđri skýrslu eftir mig, sem Milek hefur greinilega aldrei lesiđ, ţar sem hún getur ugglaust ekki lesiđ íslensku eđa önnur Norđurlandamál sér til gagns, stendur ekkert um Gjáskóga eđa aldursgreiningu á 1104 laginu. En ţađ segist hún vitna í. Hvernig hún leyfir sér ađ halda ţví fram í ritgerđ sem hefur veriđ dćmd hćf sem hluti af Ph.D. gráđu, er mér óskiljanlegt. Ţađ er vitaskuld vandamal háskólans í Cambridge, en fyrst og fremst vandamál Mileks og ţeirra fornleifafrćđinga á Íslandi sem fóđra hana međ röngum upplýsingum í algjöru ólćsi hennar á íslenska menningarsögu og fornleifarannsóknir.
Eđa bara íslenskar ađferđir?
Mig grunar auđvitađ, hvađan ţessi meinloka hjá Karen Milek er komin og kann engan annan ađ nefna sem heimildamann hennar en Orra Vésteinsson, sem Milek hefur starfađ međ. Međal annarra ţakkar hún Orra fyrir ađstođ viđ gerđ ritgerđar sinnar í Medieval Archaeology. Prófessor Orri hefur einmitt framiđ sams konar heimildamisnotkun á ţví sem ég hef ritađ.
Milek gćti vitaskuld einnig hafa gert ţessa villu án nokkurrar hjálpar. Margir ađrir Íslendingar hafa lesiđ greinina yfir og lánađ í hana efni. Enginn ţeirra hefur séđ ţessa yfirlýsingargleđi fornleifafrćđingsins og tilvitnun í grein sem ekki inniheldur upplýsinguna sem vitnađ er í. Ţađ er neyđarlegt.
Grein Mileks má vel vera hin besta smíđ, fyrir utan soralega yfirreiđ á niđurstöđum mínum. Hún heldur ţví t.d. fram jarđhýsin hafi veriđ "dyngjur" kvenna, ţar sem konur sátu og ófu og unnu međ ull - ţótt ekki vilji ég útiloka ađ karlar hafi einnig unniđ slík störf. En í doktorsritsmíđum vitnar mađur ekki í eitthvađ sem ekki hefur veriđ skrifađ, og heldur ekki rangt í ţađ sem hefur veriđ skrifađ. Ef ţađ eru munnlega upplýsingar, ellegar bréf sem mađur vitnar í, eru til reglur fyrir slíkar tilvitnanir.
Siđareglur
Ađ lokum leyfi ég mér ađ vitna í "siđareglur" Félags Íslenskra Fornleifafrćđinga, sem ég er ekki međlimur í m.a. vegna ţess ađ siđareglurnar hafa veriđ brotnar svo oft gegn mér og öđrum, ađ ég tel ţćr vera tvískinnung og yfirskin fyrir siđleysi sem viđhefst í íslenskri fornleifafrćđi :
- Fornleifafrćđingum ber ađ sýna vinnu annarra fornleifafrćđinga tilhlýđilega virđingu og mega ekki eigna sér verk ţeirra eđa hugmyndir.
- Fornleifafrćđingar skulu í starfi sínu forđast óheiđarleika og rangfćrslur. Ekki skulu ţeir vísvitandi leggja nafn sitt viđ neinar athafnir af ţví tagi og ekki heldur umbera ţćr hjá starfsfélögum sínum.
Vonandi munu erlendir fornleifafrćđingar sem vinna á Íslandi, og sér í lagi ţeir sem ekki eru lćsir á íslensku, kynna sér ţessar reglur og lćra. Ţví ţćr eru ágćtar ef mađur heldur ţćr. Margir Íslendingar hafa víst ađeins lög til ađ brjóta ţau (sjá hér hvernig prófessor brýtur siđareglur fornleifafrćđinga).
Erlendir fornleifafrćđingar á Íslandi
En verri dćmi eru til um siđleysi erlendra fornleifafrćđinga á Íslandi. Eitt sinn börđust bandarískir fornleifafrćđingar sem leyft hafđi veriđ ađ vinna á Íslandi innbyrđis líkt og hafin vćri ný Sturlungaöld. Heimtufrekur stóramerískur imperíalisti, Thomas McGovern ađ nafni, sem síendurtekiđ braut fornleifalög á Íslandi reyndi t.d. allt sem hann gat til ađ bola öđrum bandarískum fornleifafrćđingum, t.d. Kevin Smith, burt úr rannsóknum á Íslandi. "Iceland was not big enough for other American Archaeologists than Tom McGovern" virtist vera mottóiđ.
Íslendingar sem hann taldi í vegi sínum fengu líka ađ kenna á miskunnarlausum redneck-ađferđum prófessors McGoverns viđ Hunter College, City University New York (CUNY). Ég var einn ţeirra "heppnu" sem lenti í einelti McGoverns, eftir ađ ég uppgötvađi galla hans og atferli. Hann sagđist mundu sjá til ţess ađ allir bandarískir styrkir sem fćru í rannsóknir á Íslandi myndu verđa sendir "to the Soviets". Ţađ er önnur saga og verri en heimildafúsk. Meira og nánar um ţađ síđar.
Vísindi og frćđi | Breytt 6.7.2015 kl. 05:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Í minningu Moussaieffs
1.7.2015 | 05:21
Shlomo Moussaieff (1925-2015) er allur. Fađir Dorritar forsetafrúr lést í fyrradag og var borinn til grafar í gćr. Tengdasonur hans á Íslandi, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt rćđu honum til heiđurs í Jerúsalem.
Shlomo var forngripasafnari af Guđs náđ. Fornleifafrćđingar eru aldir upp í ađ líta niđur á forngripasafnara, en ég hef ekkert á móti forngripasöfnurum, ef ţeir miđla ţeirri ţekkingu sem einkasöfn ţeirra geta veitt almenningi. Sum söfn geta ţađ ekki einu sinni. Eins er til fyrirmyndar ef forngripasafnarar gefa eđa selja söfnum mikilvćga gripi sem ţeir hafa náđ í.
Líklega hefur Ólafur Ragnar Grímsson nefnt áhuga tengdaföđur síns á fornleifum í rćđu sinni. Ólafur er mikill áhugamađur um fornleifarannsóknir. Ţađ hefur hann einu sinni sagt mér er hann heimsótti mig síđla kvölds í holu einni á Seltjarnarnesi, ţar sem ég var ađ teikna jarđlög.
Á Íslandi gerđu menn hann ađ smyglara
Áhugi hatursmanna Ólafs á Íslandi var líka mikill á fornleifasöfnun tengdaföđurs hans og var reynt ađ gera lítiđ úr henni í blogggreinum og fréttum á Íslandi. Vitnađ var í ţessa klausu:
5.4 Recent confirmation of Dayans involvement in smuggling of antiquities is found in an interview held with Shlomo Moussaieff (on Moussaeiff see Shanks 1996:2731). Moussaieff, a famous millionaire who divides his time between London and Israel, admitted that in the 1950s he himself smuggled gold and antiquities from Jordan to Israel
but says it is hard for me to depart from my antiquities, so I am not an antiquity-trader but a collector. Until he left for London in 1963, Moussaieff, through dealing with antiquities became acquainted with Moshe Dayan
I used his tender [vehicle] to transport antiquities. In return, I gave him antiquities. Sometimes we used to go to dig together (Liebowitz-Dar 2001:26). (Sjá hér og hér)
Var vitnađ í grein eftir ísraelskan fornleifafrćđing, afar norrćnan í fasi, sem heitir Raz Kletter, og sem bjó síđast ţegar ég vissi í Tallinn í Eistlandi. Kletter er ágćtur fornleifafrćđingur á mínum aldri sem ber virđingu fyrir fyrri kynslóđum af "trúuđum" biblíufornleifafrćđingum. Ţađ er ekki í tísku í Ísrael í dag, og kannski ein af ástćđum ţess ađ Kletter hefur ekki fengiđ embćtti í heimalandi sínu.
Grein Kletters um Fornleifaáhuga Moussaieffs er áhugaverđ og sýnir áhuga gyđinga í nýju ríki sínu á uppruna sínum. Vegna eftirfarandi klausu í grein Kletters var tengdaföđur Ólafs Ragnars stillt upp sem smyglara í íslenskum fjölmiđlum. Ţađ fannst mér afar ómaklegt. Ég tel hann hafa veriđ merkan karl.
Glerdiskur eftir glerlistamanninn Ennion, sem bjó í Sídon og síđar á Ítalíu á fyrstu öld eftir Krists burđ. Í glerminjasafni Shlomo Moussaieffs.
Mikilvćgur safnari
Shlomo Moussaieff var safnari upp á gamla mátann, eins og margir gyđingar eru ef ţeir eiga eitthvađ fé á milli handanna, en ţar ađ auki var Shlomo stórfróđur um trú, menningu og sögu ţjóđar sinnar, sem sćmir mönnum sem eru tengdafeđur forseta á Íslandi. Shlomo hefur alltaf miđlađ upplýsingum um gripi sína, sem sumir álíta ađ hafi veriđ um 60.000 ađ tölu. Hann hefur gefiđ sérfrćđingum ađgang ađ safni sínu. Hann miđlađi einnig af ţekkingu sinni til fyrir dómstólum, í málum gegn ósiđvöndum forngripafölsurum, sem hann hjálpađi yfirvöldum ađ koma upp um.
Shlomo var líklegast ţekktastur fyrir safn sitt af innsiglum frá landinu helga. Bćkur eins og Shlomo: Studies in epigraphy, iconography, history, and archaeology in honor of Shlomo Moussaieff, eftir Robert Deutch og Biblical Period Personal Seals in the Shlomo Moussaieff Collection eftir Robert Deutsch og Andre Lemaire eru eins konar biblíur í ţeim frćđum.
Miđađ viđ gott ćvistarf Moussaieffs fyrirgefst honum ađ hafa ţeyst um Jórdaníu á jeppa Moshe Dayans til ađ finna merka gripi um sögu Gyđinga. Ţađ er víst ekki ţađ versta sem gerst getur í ţeim heimshluta, ţar sem nú fer m.a. fram skipulögđ eyđing fornminja og annađ sem er mun verra.
Fornleifar | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Embćttismannafornleifarannsóknarferđar- skandallinn 1987
28.6.2015 | 11:13
Í ágúst 1987 hélt hópur íslenskra embćttismanna og eiginkvenna ţeirra í helgarferđ ađ Hraunţúfuklaustri í Vesturdal í Skagafirđi.
Ţór Magnússon ţjóđminjavörđur gaf út rannsóknarleyfi til fornleifafrćđings eins međ sćnskt pungapróf í fornleifafrćđi, og bauđ svo vinum hans og kunningjum í helgarrannsókn norđur í land til ađ grafa nokkrar holur í rústirnar í Vesturdal. Ţátttakendur í helgarrannsókninni töldu m.a. sendiherra, fyrrverandi Ţjóđleikhússtjóra, deildastjóra og hjúkrunarforstjóra. Ţetta glćsilega liđ klćddist bláum ćfingagöllum líkt og ađ ferđinni vćri heitiđ á diskótek. Aldrei áđur hafđi fariđ fram fornleifarannsókn á Íslandi sem um leiđ var tískusýning fyrir forljótan útilegufatnađ.
Hvorki meira né minna en hálft tonn af hafurtaski blýantsnagaranna var flutt norđur ađ Gilhaga í Skagafirđi og ţar beiđ ţyrla Landhelgisgćslunnar eins og auđmjúkir ţjónar embćttismannanna og flutti pjönkur ţeirra síđasta spölinn inn ađ Hraunţúfuklaustri. Hljómsveit Rúnars Gunnarssonar, Geimsteinn, hjálpađi einnig međ ađ flytja pinkla og drykkjarföng ferđalanga í Skagafjörđ. Rúnar heitinn var alltaf sami öđlingurinn.
Nćstu tvo daganna gróf ţetta fína fólk eins og ţađ hefđi etiđ óđs manns skít og árangurinn lét vitaskuld heldur ekki leyna á sér. Í Lesbók Morgunblađsins birtist áriđ eftir hin ýtarlegasta ferđalýsing eftir Hrafn Pálsson deildarstjóra í heilbrigđisráđuneytinu. Ţar eru góđar myndir ađ ađförunum og lýsandi mynd ţar sem Ţór Magnússon er sagđur útskýra stein sem búiđ er ađ finna - En hvenćr fćr almenningur og skattborgarinn sem borgađi ţyrluflugiđ útskýringar?
Niđurstöđur?
Ţetta gerđist allt međan fornleifar frá rannsókninni á Stóru Borg eyđilögđust á Ţjóđminjasafni Íslands vegna vanrćkslu og áhugaleysis helgarfornleifafrćđingsins Ţórs Magnússonar. Annađ eyđilagđist einnig (sjá hér).
Hvađ kom svo út úr ţessu helgarkrukki skrifstofublókanna? Svariđ er: EKKERT. Engin skýrsla hefur birst og engin gögn virđast hafa veriđ skráđ frá ţessu helgarverkefni í ágústmánuđi áriđ 1987. Engin sýni hafa veriđ tekin til kolefnisaldursgreininga, ţó svo ađ grafiđ hafi veriđ niđur á fornt eldstćđi.
Reyndar hafđi Ţór Magnússon fariđ ţarna um áđur. Ţađ var í ágúst 1973. Afraksturinn var líka rýr í ţađ skiptiđ. Til ađ mynda tók Ţór međ sér í bćinn nokkra leggi og bein og túlkađi herđablađ bein úr kind sem mannabein (sjá hér). Ţađ eru ţau greinilega ekki, og hefur sá sem skráđi beinin einnig átt erfitt ađ leyna fyrirlitningu sinni á ruglinu er hann skrifađi ţetta í ađfangabók Ţjóđminjasafnsins:
Mannabein úr Hraunţúfuklaustri. Minjar sem Ţór Magnússon ţjóđminjavörđur afhenti 29/8 1973 sem fundust viđ rannsókn ţar. Herđablađ og tveir beinhlutar. Fannst í rúst 1, skála. Mér sýnist ţetta nú vera herđablađ úr stórgrip, líklega nautgrip. Beiniđ neđst fyrir miđju er fjćrendi af lćrlegg líklega af kind/geit og beiniđ lengst til vinstri er líklega fjćrendi af sveif úr kind/geit.
Fáeinar ljósmyndir, vitagagnlausar, frá rannsóknum Ţórs á Hraunţúfuklaustri áriđ 1973 eru síđan skráđar á Sarpi. Sannast sagna er mestur fengur af vísu Kristjáns bónda Stefánssonar í Gilhaga um hina grafandi embćttismenn.
Fornar götur gengiđ, riđiđ
geyst er stefnt í hlađ.
Ţannig herjar Henson-liđiđ
helgan klausturstađ.
Sigurđur Ţórarinsson hafđi einnig grafiđ holur í rústir á Hraunţúfuklaustri áriđ 1972. Holur jarđfrćđinga gefa hins vegar mjög takmarkađar upplýsingar um jarđlagaafstöđu sem fornleifafrćđingar sćkjast eftir, en Sigurđur greindi ţó frá ţví ađ hann í botni einni holunnar hafi fundiđ ljósa gjóskulagiđ úr Heklugosi áriđ 1104 yfir gólflagi. Fyrst var greint frá ţví í Morgunblađinu áriđ 1972 (sjá hér).
Kristján Eldjárn ritađi síđan ágćtt yfirlit, Punktar um Hraunţúfuklaustur, í Árbók fornleifafélagsins áriđ 1973, ţar sem hann fer yfir rannsóknarsögu rústa og tilgátur um eđli rústanna ađ Hraunţúfuklaustri í Vesturdal.
Embćttismannahelgarsportgröfturinn áriđ 1987 bćtti engu viđ ţá sögu, nema ţví ađ embćttismenn gátu fariđ í helgarfornleifarannsókn í Henson-göllum í bođi ţjóđminjavarđar til ađ raska rústum engum til gagns og ánćgju nema sér sjálfum.
Quo vadis?
Nú er öldin önnur. Jarđsjá, radarar og jafnvel vinsćldalistar fréttastofa eru notađir til ađ finna klaustur nú á dögum, og ţau voru greinilega stćrri á Íslandi en víđast hvar á Ítalíu, ef trúa má nýjustu niđurstöđum frá Ţykkvabćjarklaustri. Ef rétt verđur haldiđ á spöđum og skeiđum finnst líklega embćttismađur í bláum Henson-galla á Hraunţúfuklaustri, sem er vel á viđ "fílamann" og tvćr eskimóakonur ađ Skriđuklaustri, ţó ţau hafi blessunin reynst vera frekar ţunnur ţrettándi ţegar upp úr holunni var stađiđ.
En ef aldursgreining Sigurđar Ţórarinssonar sumariđ 1972 voru réttar hefur nú vart veriđ klaustur í Vesturdal og líklegast hafa rústirnar dregiđ nafn sitt af ţeim lokađa (Lat. claustrum) dal sem bćjarstćđiđ er í.
Auxiliator archaeologorum
Saga íslenskrar fornleifafrćđi | Breytt 1.7.2015 kl. 12:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Sagan endurtekur sig - Evrópsk hámenning
25.6.2015 | 04:48
Áriđ er 1242: Lođvík IX konungur ţvingađi gyđingasamfélög Frakklands til ađ afhenda eintök ţeirra af Talmud og lét brenna 24 vagnhlöss af bókum gyđinga á torginu fyrir framan Louvre í París.
Áriđ er 1933: Bókabrennur í Ţýskalandi. Bćkur gyđinga voru brenndar á torginu fyrir framan Háskólann í Berlín. Svipađir brennur fóru fram víđa í Ţýskalandi.
Áriđ er 2015: Sjálfstćđisflokkurinn, flokkurinn sem tók viđ meginţorra íslenskra nasista sem studdu gyđingaofsóknir og bókabrennur, setur fram tillögu um ađ afnema skuli lög gegn guđlasti. Stungiđ er upp á ţví til eflingar tjáningarfrelsisins. Vinstri menn hrósa Sjálfstćđisflokknum.
Kínverska Menningarbyltingin
Áriđ er 2015: Laugardaginn 4. júlí ćtla breskir nýnasistar ađ ţramma gegnum hverfi gyđinga í London á hvíldardegi gyđinga og hafa bođađ ađ ţeir muni brenna eintak af Talmud, skýringum á lögmálsbók gyđinga Torah. Á Bretlandseyjum varđar guđlast gegn Kristni viđ lög, en ekki guđlast gegn öđrum trúarbrögđum. Í nafni tjáningarfrelsisins er í lagi ađ brenna trúarrit gyđinga og fyrir nasista ađ ţramma í hverfum ţar sem gyđingar búa. Ţađ er greinilega ekki nóg ađ gyđingar verđi árlega fyrir fjölda hryđjuverka í menningarálfunni Evrópu.
Mótmćliđ hér
Áriđ er 2015: Eru menn kallađir öfgamenn og "trúarnött" ţegar ţeir verja rétt trúarbragđa og vilja varna ţví ađ skríll, rumpulýđur og t.d. ISIS ráđist gegn ofsóttum minnihlutahópum og vanvirđi menningu annarra manna.
Talmud og Torah voru eitt sinn guđlast samkvćmt kristnum guđfrćđingum. Ritin voru brennd og "guđlastararnir" líka. Í dag vil menn leyfa guđlast svo hćgt sé ađ brenna trúarrit og vanvirđa trú og trúađa og menningu annarra. Gallinn er greinilega í manninum, ekki í trúnni.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Hús íslenskra frćđa?
23.6.2015 | 07:46
Ţađ er áhugavert ađ sjá, hvernig handritin sjást gegnum gluggann og ađ embćttisbíll Nordals sé ekki af stćrri gerđinni. Einkennisbúningar handritafrćđinganna međ belti og ţessu flotta kaskeiti koma í stađ eđlilegrar launahćkkunar. Nú verđur frćđunum dćlt í fólkiđ, t.d. úr Laxdćlu...
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 07:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvalveiđimenn á Seyđisfirđi
21.6.2015 | 22:33
Myndin efst er brot úr frábćrri ljósmynd Frederick W.W. Howells frá Seyđisfirđi (sjá myndina í heild sinni neđst). Myndin er líklega tekin aldamótaáriđ 1900. Tveir strákar standa í fjörunni og saltfisksverkunarkonur sitja og hvílast í bakgrunninum. Allt umhverfis strákana liggja skjannahvítir hryggjaliđir úr stórhveli.
Spurningin til lesenda: Getur einhver fyrir austan sagt mér hvar myndin er tekin?
Eftir miđja 19. öld voru bandarískir hval- og selveiđimenn međ stöđ á Seyđisfirđi. Um skeiđ ráku Bandaríkjamennirnir Thomas Welcome Roys (1816-1877) og Gustavus A. Lilliendahl stöđ á Seyđisfirđi. Ţeir fóru illa út úr selveiđivertíđ áriđ 1867 er skip ţeirra brotnađi, en einnig kom hćkkun olíuverđs og borgarastríđiđ í Bandaríkjunum í veg fyrir frekari ćvintýr ţeirra viđ Íslandsstrendur. Ţá tók viđ stöđ ţeirra danskur mađur O.C. Hammer ađ nafni, en hann stundađi víst aldrei neinar hvalveiđar ađ ráđi.
Til Íslands kom einnig Hollendingurinn Caspar Josephus Bottemanne (1829-1872).
Hann landađi á Seyđisfirđi og vann međ Roys og Lilliendahl. Bottmanne er lítt nefndur í samtímaheimildum íslenskum, nema einu sinni í Ţjóđólfi áriđ 1871, ţegar greint er frá ţví ađ ekki hafi veriđ hćgt ađ fćra honum tvö bréf er hann sigldi á skipi sínu Noordkaper, sem landspósturinn les sem "Norđkoper".
Bottemanne ţessi hafđi afgerandi áhrif á hvalveiđisöguna međ ţróun ákveđinnar gerđar af skutli sem Welcome Roys og Lilliendahl fá ţó oftast heiđurinn fyrir. Prófessor Joost Schokkenbroek viđ Vrije Universiteit í Amsterdam og rannsóknarstjóri Scheepvartmuseums (Siglingasögusafns Hollands) í Amsterdam hefur skrifađ mjög merkilega doktorsritgerđ um hvalveiđar Hollendinga á árunum 1815-1885. Ţar kemur fram hin rétta saga flugeldaskutuls Bottemannes og athafna hans á Íslandi.
Hvort beinin í fjörunni á mynd Howells eru leifar eftir athafnasemi Roys, Lilliendahls ellegar Bottemannes hins hollenska er erfitt ađ fullyrđa, en ţađ er vel hugsanlegt.
Samkvćmt sumum heimildum var hvalveiđistöđ Roys og Lilliendahls á Vestdalseyri sem Howell ljósmyndađi einnig, en tengist stađurinn á efstu myndinni á einhvern hátt Vestdalseyri? Hvađa fjall sést í bakgrunninum?
Vestdalseyri
Ef ţetta er tindurinn á myndinni (myndin er tekin um hádegi), ţá eru drengirnir á syđri strönd fjarđarins víđs fjarri Vestdalseyri. Getur ţetta veriđ Hákarlshaus eđa Sandhólatindur?
Heimildir:
Schokkenbroek, Joost C.A. 2008. Trying-out: An Anatomy of Dutch Whaling and Sealing in the Nineteenth Century, 1815-1885. Aksant Academic Publishers, Amsterdam.
Hvalveiđar | Breytt 20.5.2016 kl. 09:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Minningar úr felti
21.6.2015 | 05:38
Eigi biđst ég afsökunar á ţessari mynd, ţó hún sé í lélegum gćđum. Ég setti hana til hliđar fyrir mörgum árum. Ég fékk mig á ţeim árum aldrei til ađ henda misheppnuđum myndum. Skyggnan var ekki sett í ramma, sem skýrir rykiđ. Mig minnir ađ myndina hafi ég sett til hliđar ţví mér ţótti hún hjákátleg. Nú sýni ég hana í fúlustu alvöru. Hún er ágćtis heimild.
Myndin sýnir vinnu viđ eina erfiđustu fornleifarannsókn á Íslandi: Rannsóknina á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum. Ég hef ekki lengur ártaliđ ţegar ég var ţarna í heimsókn, ţví ég gaf rannsókninni flestar ađrar ljósmyndirnar sem ég tók á Stóru Borg, ţegar ég vann ţar sumrin 1981 og 1982, Ţađ var m.a. nokkuđ safn 6x6 sm. litaskskyggna. Líklegast var ég ţarna í heimsókn sumariđ 1984.
Lítiđ hefur ţví miđur komiđ út um rannsóknirnar á Stóru-Borg. Ţjóđminjasafniđ lét mikiđ af ţví gífurlega mikilvćga efni sem ţar fannst eyđileggjast. Ţađ er alfariđ sök Ţórs Magnússonar og ţeirrar óstjórnar sem fylgdi honum á Ţjóđminjasafni Íslands til fjölda ára.
Á myndinni sést Mjöll Snćsdóttir fil. kand. (t.v.) sem í dag er einn af forstjórum Fornleifastofnunar Íslands, einkafyrirtćkis sem býđur í fornleifarannsóknir og skráningar og sćkir í fé ţađ sem yfirvöld veita til rannsókna. Međ Mjöll mćlir Dr. Orri Vésteinsson sagnfrćđingur, sem löngu síđar var gerđur ađ prófessor í fornleifafrćđi . Ţegar myndin var tekin var hann víst í menntskóla. Orri fékk sína fyrstu ţjálfun viđ hinar erfiđu ađstćđur á Stóru-Borg. Ţađ herti menn.
Vona ég ađ hćđamćlingatćkiđ sem notađ var ţetta sumar hafi veriđ í lagi, ţví árin sem ég vann á Stóru Borg var ţađ ónýtt. Hćđarmćlingar á rúst sem var yngri en undir-liggjandi rúst, gat hćglega fengiđ hćđarmćlingar sem lágu undir rústinni sem var eldri. Ţjóđminjasafniđ sá ekki til ţess ađ rannsóknin fengi bođleg rannsóknartćki. Ég öfundađi aldrei Mjöll Snćsdóttir af ţví hlutskipti ađ stýra ţessari rannsókn.
Út úr öxl Orra og maga hans virđist vaxa föngulegur mađur. Ţetta er Einar vinur minn Jónsson frá Skógum, sagn- og lögfrćđingur, sem oft vann međ mér á Stöng í Ţjórsárdal . Einar var, međan hann gróf, međal vandvirkustu grafara og teiknara sem ég hef haft í vinnu. Ef ég hefđi tök á ţví ađ halda áfram ađ grafa á Íslandi, í ţví hafi af fornleifafrćđingum sem Orri hefur menntađ og mótađ, myndi ég reyna ađ fá Einar í vinnu, gćđanna vegna - hann kann sitt fag. Ég tćki líka Orra í vinnu, ţví hann sagđi mér ungur er hann kom í heimsókn á Stöng í Ţjórsárdal, ađ hann hefđi vinnubrögđin mín ađ fyrirmynd og lofađi mig mjög á fyrirlestri í Árósum fyrir fáeinum árum, svo ég fór alveg hjá mér fyrir framan gamla samnemendur mína í Árósum. Ţađ eru alltaf einhverjir sem kunna ađ meta mann.
Lýk ég nú ţessu skjalli međ myndum frá annarri rannsókn sem ég kom hvergi nálćgt. Hér hefur Kristján Eldjárn bođiđ fjölda manns međ í rannsókn á kumli viđ Úlfljótsvatn sumariđ 1948. Ţessa tísku verđur víst aldrei hćgt ađ fá aftur í fornleifafrćđina á Íslandi, ţar sem meirihluti fornleifafrćđinga eru víst konur á okkar tímum. Viđ rćđum ekki ađferđirnar.
Fornleifafrćđi | Breytt s.d. kl. 06:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Handbók fyrir Gamla Ford
19.6.2015 | 13:29
Nýlega kom ég fyrir tilviljun í forgamla verslun á Friđriksbergi i Kaupmannahöfn. Ég sá í glugga ađ ţeir voru međ olíutrektar í öllum stćrđum á 5 krónur stykkiđ. Mig hefur einmitt vantađ slíkar trektar sem kosta auđveldlega 10 sinnum meira í öđrum verslunum. Á jarđhćđ á Allégade í virđulegu hornhúsi var gamall mađur ađ selja leifar lagersins í fyrirtćki sem fjölskylda hans hefur rekiđ í fjórar kynslóđir. Hann selur mest bílahluti, en hann er einnig međ skransölu í einu herbergi. Ţar fann ég sjaldgćfan lúterskan katekismus frá 1864 á ađeins 10 krónur danskar, sem ekki er til á Konunglega bókasafninu.
Gírshjólin í Ford T
Ég rakst á ţessa merku handbók á dönsku fyrir Ford T frá ágúst 1922 á dönsku, sem sá gamli vildi selja fyrir mjög sanngjarnt verđ og ég sló til. Ég er ţegar búin ađ fá gyllibođ í bćklinginn. Mikiđ er til af sams konar handbókum á ensku, en ţađ er venjulega í endurprentuđum útgáfum.
Ţessi handbók er upphaflega útgáfan frá 1922 á dönsku. Langafi seljandans mun hafa keypt Ford T í hárri elli og ţetta er bćklingurinn sem fylgdi ţeim bíl nýjum. Vel hefur veriđ passađ upp á hann.
Ef einhver er međ Ford T sem ţeir eiga í vandrćđum međ, er ţetta örugglegasti hinn besti pési, en hann kostar.
Menn voru greinilega mjög snemma farnir ađ hafa áhyggjur ađ eftirgerđum ađ varahlutum. Undir upphafsorđum bókarinnar er varađ viđ eftirlíkingum.
Af ávöxtum ţeirra skuluđ ţér ţekkja ţá
18.6.2015 | 10:50
Á okkar tímum, ţegar öllu er hent eftir nokkurra ára notkun er ćriđ áhugavert ađ líta aftur á aldir á nýtni Íslendinga. Ruslalýđur sá sem nú rćđur ríkjum, og sem ćpir og vćlir út af minnsta skorti og jafnvel mest ţegar launin eru hćst og tekjurnar eru bestar, ćttu ekki ađ lesa um gripinn hér fyrir ofan. Ţeir fá fyrir hjartađ og ţykir ţetta örugglega ómerkilegt pjátur sem beri ađ henda. Eins tel ég víst ađ Ţjóđminjasafniđ frábiđji sig ţćr upplýsingar sem hér birtast, ţví ţeim nćgir greinilega ţađ sem ritađ var um gripinn áriđ 1886 eins og fram kemur á Sarpi ţar sem gripurinn er sagđur vera "málmsteypa" sem á hugsanleg viđ um hringinn, sem virđist tiltölulega nýlegur, en á alls ekki viđ um skjöldinn.
Áriđ 1886 kom ţessi dyrahringur međ skildi á Fornminjasafniđ í Reykjavík. Líklega er hann af kirkjuhurđ ađ Hvammi í Dölum. En eins og Sigurđur Vigfússon safnvörđur gerđi sér strax grein fyrir, ţá var gripurinn samsettur úr tveimur hlutum frá mismunandi tímum. Hann taldi hringinn vart vera eldri en frá 18. öld en skjöldinn kominn úr skírnarfati frá 15. öld.
Í ţjóđsögum Jóns Árnasyni er ţví hins vegar getiđ ađ hringur ţessi hafi upphaflega veriđ á hofi einu á Akri ekki allfjarri Hvammi, en er ţjóđsagan var skráđ var hringurinn á hurđinni ađ Hvammskirkju. Ţetta er vitaskuld hugarburđur og bábilja eins og flestar ţjóđsögur, en Sigurđur forni Vigfússon gullsmiđur hitti naglann á höfuđiđ, ţó hann gćti ekki bent á samanburđarefni máli sínu til stuđnings.
Ekki get ég dćmt um aldur hringsins sjálfs, en skjöldurinn er líklegast ţýskt verk og líklegast ţykir ađ hann hafi veriđ drifinn og hamrađur á koparverkstćđi í Nürnberg eđa í Belgíu.
Holland og Ţýskaland
Áriđ 1941 keypti Rijksmuseum í Amsterdam fallegt fat úr messing (sem er gul málmblanda, blanda zinks og kopars). Seljandinn var forngripasali í Amsterdam, C.A.M. Drieman. Kannski hefur fatiđ veriđ skírnarfat, en ekki er hćgt ađ útiloka ađ ţađ hafi veriđ seder-fat, fat sem gyđingar röđuđu táknrćnum réttum á til ađ minnast harđrćđisins í Egyptaland og brottfararinnar ţađan. Ţađ gera gyđingar á Pesach hátíđ sinni (Páskum). Myndmáliđ á fatinu bendir til ţess ađ ţetta gćti hafa veriđ seder-fat.
Ef vel er ađ gáđ, er augljóst ađ fatiđ og skjöldurinn frá Hvammi hafa veriđ hamrađir, og drifnir á sama móti, en fatiđ í Hollandi eru hamrađir borđar međ skreyti.
Áriđ 1989 hélt ég svokallađan Capita Selecta fyrirlestur viđ Háskólann í Amsterdam um landnámiđ á Íslandi. Ţá eins og áđur og oft síđan brá ég mér á Rijksmuseum og keypti áhugaverđan sýningarskrá frá 1986 upp á 381 blađsíđu sem ber ţann góđa titil Koper & Brons. Ţar á blađsíđu 171 má lesa upplýsingar um fatiđ á Rijksmuseum. Ţar upplýsist ađ ađ eins fat sé ađ finna í Germanisches Nationalmuseum í Nürnberg. Í ţýskri bók frá 1927 er upplýst ađ fatiđ sé frá Nürnberg og sé frá ca. 1500. Hollendingar fara varlegar í sakirnar ţegar ţeir telja fatiđ vera frá 16. öld. Ég myndi velja fyrri hluta ţeirrar aldar.
England
Viti menn á V&A (Victoria & Albert safninu í Lundúnum) er annađ messingfat af sömu gerđ, sem gefiđ var safninu áriđ 1937 af Dr. Walter Leo Hildburgh (1876-1955) bandarískum listsafnara og listskautadansara sem uppnefndur var "Eggiđ" . Hann gaf V&A um ćvina 5000 gripi (sjá hér og mynd fyrir neđan). Eins og sjá má, er mynstriđ á börmum fatsins í London öđruvísi en ţađ sem er á fatinu í Amsterdam.
Greinilegt er ađ skjöldurinn frá Hvammi hefur veriđ hamrađur út á sama móti og fötin í Hollandi, Ţýskalandi og London. En hann er hins vegar úr bronsi (blöndu kopars og tins) en ţau úr messing. Ef til vill hefur hann veriđ klipptur úr aflóga skírnarfati Hvammskirkju og á hann settur hringurinn, sem mér sýnist vera rör en ekki heilsteyptur hringur.
Myndmáliđ á ţessum ţremur gripum sem gerđir voru á sama stađ, eđa á sama móti, má svo finna í 4. Mósebók, 13. kafla sem og Jósúabók 2. kafla vers 1-22 . Í Mósebók segir:
21Síđan fóru ţeir upp eftir og könnuđu landiđ frá Síneyđimörk til Rehób viđ Lebó Hamat. 22Ţeir fóru um Suđurlandiđ til Hebron. Ţar bjuggu Ahíman, Sesaí og Talmaí, niđjar Anaks. Hebron hafđi veriđ reist sjö árum áđur en Sóan í Egyptalandi. 23Ţeir komu inn í Eskóldal og skáru ţar af vínviđargrein međ einum vínberjaklasa og ţurfti tvo menn til ađ bera hana á burđarstöng. Einnig tóku ţeir međ sér nokkuđ af granateplum og fíkjum. 24Ţessi stađur var nefndur Eskóldalur eftir vínberjaklasanum sem Ísraelsmenn skáru ţar af.
V.Ö.V. 2015
Ítarefni
ter Kuile, Onno 1986. Koper & Brons. (Catalogi van de versameling kunstnijverheid van het Rijksmuseum te Amsterdam, Deel 1, red. A.L. den Blauuwen). Staatsuitgeverij,´S-Gravenhage.
Tiedemann, Klaus 2015: Nürnberger Beckenschlägerschüsseln: Nuremberg Alms Dishes. J. H. Röll Verlag.
Walcher-Molthein, Alfred. 1927. Geschlagene Messingbecken. Altes Kunsthandwerk. Hefte über Kunst und Kultur der Vergangenheit. 1 Band 1927 / 1.Heft (mynd 13).
http://collections.vam.ac.uk/item/O88064/dish-unknown/
Forngripir | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleđilega hátíđ
17.6.2015 | 09:26
Eins og kunnugt er áttu Jón Sigurđsson og Ingibjörg Einarsdóttir páfagauk mjög skrafgjarnan og áhugasaman um pólitík. Hann var kallađur Poppedreng, sem var mjög algengt nafn á páfagauka í Danmörku, og er enn. Í einu af kvćđum Řhlenschlägers bregđur Poppedrengen fyrir (sjá hér). Annars var Poppe komiđ úr ţýsku og var gćlunafn fyrir ţá sem voru svo ólánsamir ađ heita Jakob. Hefđi Jón ţví međ réttu átt ađ kalla gauk sinn Kobba.
Hvort Poppedrengen hafi veriđ á hćgri eđa vinstri vćngnum, er ekki vitađ, en hann skipti sér iđulega af stjórnmála- viđrćđum á heimili Jóns og Ingibjargar. Ţegar of miklar öfgar voru komnar í fuglinn og hann var farinn ađ kalla andstćđinga sína ljótum nöfnum, var í snarheitum breitt klćđi yfir búriđ sem hann bjó í til ađ róa kvikindiđ niđur. Kem ég hér međ ţeirri ađferđ til skila til háttvirts forseta Alţingis.
Ekki er til ljósmynd af Poppedrengen svo vitađ sé, en Fornleifur óskar í stađinn lesendum sínum gleđilegrar hátíđar á afmćli Jóns međ silkibút ísaumuđum međ hinum konunglega íslenska fálka. Svona smádúk gátu heppnir reykingamenn í Belgíu og Hollandi átt ţađ til ađ finna í sígarettupökkum fyrir rúmum 100 árum síđan. Ţađ hefur vćntanlega glatt margan krabbameinssjúklinginn.
Ef til vill hefur Sigurđur Guđmundsson ćtlađ sér ađ hanna páfagauksmerki til heiđurs Jóni, en ţá tekist ţađ svo illa ađ úr varđ fálki. Ţađ er ađ minnsta kosti vinnutillaga dagsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)