Jórsalir fyrir 170 árum síđan

jerusalem_ca_1844_1.jpg
 

Áriđ 1844 heimsótti franski ljósmyndarinn Joseph-Philibert Girault de Prangey (1804-1892) Miđjarđarhafslönd. Hann kom  til Jerúsalemborgar sem einmitt ţá tilheyrđi Tyrkjum, og var landiđ ekki kallađ Palestína í ţá daga, nema af diplómötum sem ferđuđust um Ottómanaríkiđ.  Myndir ţessar eru vitaskuld daguerreótýpur.

Myndir de Prangey eru elstu ljósmyndir sem teknar hafa veriđ af Jórsölum. Njótiđ, og ţiđ sem ţekkiđ borgina í dag sjáiđ hve mikiđ hefur breyst á 170 árum, og kannski einnig hve lítiđ. Fáar borgir hafa líklega tekiđ eins miklum breytingum í aldanna rás.  Myndirnar er hćgt ađ stćkka međ ţví ađ klikka á ţćr.

jerusalem_ca_1844_2.jpg
 
jerusalem_ca_1844_3.jpg
1840_lions_gate.jpg
jerusalem_ca_1844_5.jpg
 
jerusalem_ca_1844_7.jpg
 
jerusalem_ca_1844_6.jpg
 
467px-joseph-philibert_girault_de_prangey_-_autoportrait_1840.jpg
 Joseph-Philibert Girault de Prangey

Konurnar í Andvörpum voru íslenskar

768c.jpg

Söfn eru aldrei betri en fólkiđ sem vinnur á ţeim. Ţetta á einnig viđ um bestu söfn í heimi, t.d. Louvre i París. Ég kem ađ ţví síđar.

Áriđ 1999 birti ég stóra opnugrein í Lesbók Morgunblađsins um teikningar meistara Albrechts Dürers. Ţćr tel ég vera af íslenskum konum. Á ţeirri skođun voru einnig sérfrćđingar 19. aldar, hollenskur sérfrćđingur á 20. öld og t.d. Björn Ţorsteinsson sem birti eina myndanna í bókum sínum um miđaldasögu. Ég bar ritháttinn á skýringum Dürers undir Stefán heitinn Karlsson, og hann las Eissland en ekki Eiffland eins og sumir ţýskir sérfrćđingar ćttađir frá Eystrasaltslöndum.

Vegna misskilnings ţýsk ţjóđlífslistamanns síđar á 16. öld. Joost Ammans, sem ekki gat lesiđ skrift Dürers, urđu ţessar konur, sem hann endurteiknađi, ađ líflenskum konum og međ tíđ og tíma héldu menn ađ ţćr vćru frá Líflandi, ţ.e.a.s. frá svćđinu á milli Eistlands nútímans og Lettlands.

heynes3_1227983.jpg
Í Heynesbók, AM 147 4to, sem er líklega frá 15. öld eđa byrjun 16. aldar, er ađ finna mynd af konu sem fćrir liggjandi konu könnu. Faldur drukknu konunnar í Heynesbók er mjög líkur faldi fyrirkonunnar á myndinni efst. Sjá enn fremur hér

 Ţegar ég hafđi á sínum tíma samband viđ Louvre og ţýskan sérfrćđing, fékk mjög hofmóđug svör, sérstaklega frá maddömunni í Ţýskalandi, sem ekki tók vel í erindi mitt, sem ég lét fylgja myndir úr íslensku handriti máli mínu til stuđnings, sem og ađrar upplýsingar, sem birtust í grein minni í Lesbókinni. Sumu fólki finnst ekki gott ađ breyta og umbylta fastfrosnum skođunum sínum.

768b.jpg

 

Tölvupóstur frá Inu Line

Ég gladdist ţví mjög í fyrra er ég fékk tölvupóst frá listsagnfrćđingi og sérfrćđingi í búningum eistneskum, sem heitir Ina Line, sem ţekkti fornleifafrćđing danskan sem ţekkti mig. Ina Line vildi vita, hvađ ég hefđi skrifađ um konurnar í lćrđri grein minni í Lesbók Morgunblađsins, sem hún hafi rekist á á veraldarvefnum. Ég sendi Line línu og sagđi henni ţađ í stórum dráttum, og hún var sammála mér. Engir búningar sem ţessir sem Dürer teiknađi, ţekkjast frá Eistlandi og Lettlandi. Menn hafa einfaldlega Lesiđ Eissland sem Eiffland. Lífland var á tímabili kallađ Eiffland.

Ef fariđ er inn á vef Louvre, er enn sagt ađ konurnar séu frá Livonie, en einnig er búiđ ađ bćta Íslandi viđ. Ţetta gćti hugsanlega ruglađ einhverja í ríminu, ţví Ísland og Lífland eru allfjarri hvoru öđru, og jafnvel ţó svo ađ einhverjir stórhuga menn hafi klínt Íslandi í Eystrasaltsráđiđ eftir afrek Jóns Baldvins og ekki síst Jóns Vals Jenssonar fyrir ţau lönd.

Líklegt ţykir mér ađ konurnar á myndum Dürers hafi veriđ samfeđra einhverjum af ţeim Pálum eđa Hannesum sem áttu allt á Íslandi  16. öld, og ađ ţćr hafi ţarna veriđ međ mönnum sínum sem ćtluđu ađ koma ár sinni vel fyrir borđ, ţegar Kristján II Danakonungur seldi Ísland hćstbjóđanda í Niđurlöndum. Karlanginn hafđi áform um slíkt, enda var hann á hausnum eftir hernađ gegn Svíum. Sigbrit Villomsdóttir, hin hollenska móđir látinnar frillu Kristjáns konungs, Dyveku, var honum innan handar. Sigbrit sá á tímabili um öll fjármál Kristjáns. Meira um hana og Stjána síđar.

768_2.jpg
Sjáiđ ţessa fínu sauđskinnskó međ bryddingum.

Ţess má geta ađ fyrir nćr 25 árum síđan fćrđi ég búningasérfrćđingi Ţjóđminjasafnsins, Elsu E. Guđjónsson, litmyndir af myndum Dürers úr safni auđmannsins og síonistans Edmonds de Rotschilds sem er varđveitt í Louvre. Vonađist ég til ţess ađ hún gerđi ţeim skil. Henni ţótti mjög ólíklegt ađ myndirnar sýndu íslenskar konur, en gat ţó ekki rökstudd ţađ á neinn hátt. Henni entist ekki aldur til ađ rita um ţetta eins og svo margt annađ.

Elstu myndirnar af íslenskum konum á erlendri grundu, ef ekki elstu myndirnar af íslenskum konum yfirleitt, eru teikningar meistara Albrechts Dürer. Einhvern tíman uppgötvar hiđ stóra Louvre ţađ, sem og ađ Ísland og Lífland hafi aldrei veriđ nágrannalönd. Ţangađ til ríkir franskur stórbokkaháttur og lítilsvirđing.

durerface.gif

Hvalasaga - 2. hluti

abraham_storck_-_walvisvangst.jpg

Ýmis konar heimildir um hvalveiđar fyrri alda á Norđurslóđum eru til. Nú fleygir fornleifafrćđinni fram og fornleifarannsóknir sem gerđar hafa veriđ á Spitsbergen, Íslandi og Nýfundnalandi veita okkur haf af upplýsingum sem ekki voru áđur ţekktar. 

Á okkar tímum má finna öfgafyllstu hvalavinina á međal Hollendinga. Um tíma hélt ég ađ annar hver Hollendingur vćri annađ hvort öfgafullur ESB sinni eđa haldinn enn öfgafyllri hvalaţrá. Fyrr á öldum voru Hollendingar aftur á móti ein stórtćkasta hvalveiđiţjóđ í heiminum. Ţess vegna er til margar heimildir um iđnvćddar hvalveiđar Hollendinga, og sumar ritheimildir um ţađ efni eru enn órannsakađar. Hugsanlega kann eitt og annađ ađ finnast ţar um hvalveiđar viđ Íslands. Viđ Íslendingar höfum varđveitt annála frá 17. öld sem upplýsa um upphaf ţessara mikilvćgu veiđa viđ Ísland, en nú bćta frábćrar fornleifarannsóknir í eyđurnar.  Enn hafa ekki fundist leifar eftir hvalveiđiútgerđir Baska viđ Íslandsstrendur, en ţađ er ađeins tímaspursmál, hvenćr slíkar minjar finnast.

Hvalveiđar og lýsi í list 

Eitt skemmtilegasta heimildasafn um hvalveiđar á 17. og 18. öld er ađ finna í alls kyns myndefni, sér í lagi frá Hollandi, hvort sem ţađ eru málverk, prentverk, teikningar eđa annađ. Áhugi Hollendinga á hval var gríđarlegur, eins og öllu sem ţeir sáu arđ í á gullöld sinni á tíma hollenska lýđveldisins. 

Myndirnar sýndu mikilvćgan iđnađ, sem gaf af sér mikilvćga vörur, t.d. hvalalýsiđ, sem notađ var til götulýsinga og vinnslu á brennisteini til púđurgerđar. Dýrasta lýsiđ var hins vegar höfuđlýsi, einnig kallađur hvalsauki. Ţađ var unniđ úr fitu úr höfđi búrhvala og annarra hvala. Hvalsaukinn varđ fljótandi viđ 37°C en storknađi viđ 29 °. Taliđ er ađ ţessi olía stýri flothćfni hvala.  Fyrrum óđu menn í villu um eđli olíunnar og töldu hana vera sćđi, ţar sem hún ţótti minna á sćđi karla og var kalla spermaceti (dregir af sperma og ceti, sem er latneskt orđ fyrir hvali). Úr stórum búrhval gátu menn fengiđ um 3-5 tonn af ţessari merku olíu, sem var notuđ í snyrtivörur smyrsl, kerti og margt annađ.

Ríkir útgerđamenn í hollenskum bćjum ţar sem hvalaútgerđin hafđi heimahöfn létu útbúa fyrir sig skápa međ myndum af hvalveiđum. Húsgaflar hvalveiđiskipstjóra voru skreyttir međ lagmyndum af hvalveiđum og ýmsir smćrri gripir voru skreyttir međ myndum af hvalveiđum. Hvalskíđi voru notuđ í alls kyns vöru, t.d. regnhlífar, en einnig í ramma utan um myndir, í öskjur og mismunandi heimilisiđnađ.
a0860b66c3e6adb72300c76295b330d8266ec1d9.jpg
Lágmynd af húsgafli sem varđveitt er á Fries Scheepvaart Museum.
 

Skođi mađur málverk og myndir af hvalveiđum Hollendinga á 17. öld, er oft hćgt ađ finna hafsjó af upplýsingum, ţó svo ađ myndirnar hafi ekki veriđ málađar af mönnum sem sjálfir ferđuđust til Spitsbergen, Jan Mayen, Grćnlands og Íslands. Áđur hef ég greint frá málverki Cornelis de Man af Smeerenburg (sem yfir á íslensku er hćgt ađ ţýđa Spikbćr) á Spitsbergen (sjá enn fremur hér). Ţar er mikiđ um ađ vera og stórir brennsluofnar í notkun. Leifar af ofnum í líkingu viđ ţá sem sjást á málverkinu hafa ekki veriđ rannsakađir á Spitsbergen, og hafa ekki fundist. Prentmyndir (ristur) annarra listamanna myndir sýna ef til vill raunsćrri mynd af vinnu viđ hvalinn í landi og ofna sem líkjast meira ţeim sem rannsakađir hafa veriđ, t.d. á Strákatanga og á Spitsbergen. Ţeir eru af sömu stćrđ (sjá fyrri fćrslu). Listamađurinn de Man hefur líklega sett spikofna eins og hann ţekkti ţá frá Hollandi inn á mynd sína, eins og svo margt annađ.

lysisbrae_sla.jpg
Myndin er af korti Thomas Edge af Spitsbergen, sem hann kallar Grćnland fyrir misskilning, sem kom út í bókinni Purchas His Pilgrimes/Hakluytus Posthumus eftir Samuel Purcahs (London 1625. Sjá kortiđ hér.
 
walvisvangst_bij_de_kust_van_spitsbergen_-_dutch_whalers_near_spitsbergen_abraham_storck_1690_detail.jpg

Málverk eftir Abraham Storck. á Rijksmuseum het Zuiderzeemuseum, Enkhuizen. Klikkiđ nokkrum sinnum međ músinni á myndina til ađ sjá smáatriđin.

Tvö málverk Abrahams Storcks (1644-1708) sýna úrval ađ ţví sem gerist viđ hvalveiđar og hvalavinnslu á norđurslóđum. Ţó ađ allt sem á myndunum sjáist sé ekki nákvćmt, eru ţćr frábćr heimild, jafnvel ţó svo ađ listamađurinn hafi aldrei sett fćru á Spitsbergen. Hann hafđi heimildarmenn, og notađist viđ teikningar annarra listamanna og safaríkar frásögur hvalveiđimanna sjálfra. 

abraham_storck_-_walvisvangst_detail.jpg
Skođiđ ţennan hluta málverksins efst, og klikkiđ á myndina til ađ skođa smáatriđ.  Er ţetta er miklu skemmtilegra en sjórćningjamynd? Málverkiđ tilheyrir Rijksmuseum í Amsterdam.

 

Föt hvalveiđimanna

Gaman er bera saman hinar mismunandi heimildir um hvalveiđar á 17. öld. Skođar mađur til dćmis vel föt og flíkur hvalveiđimanna á málverkum hollenskrar gullaldar, er ćvintýri líkast ađ sjá ţau föt sem fundust viđ fornleifarannsóknir á gröfum hvalveiđimanna á Smeerenburg. Stćkkar mađur brotiđ úr mynd Abrahams Storcks hér fyrir ofan mćtti halda ađ ţarna vćru ţeir komnir sem létust viđ störf sín ţegar ţeir dvöldu á Spitsbergen. 

dutch_pants_spitsbergen_2.jpg
 
img_0004.jpg
Húfur hvalveiđimanna á Spitsbergen frá 17. og fyrri hluta 18. aldar.

 

Tengd efni:

Hvalasaga - 1. hluti

Hvít Jól

Kaptajn, Křbmand og Helligmand

Allen die willen naar Island gaan


Hvalasaga - 1. hluti

walvisch_zorgdraager_lille.jpg

Einn af merkari fornleifauppgröftrum síđari ára á Íslandi eru rannsóknir dr. Ragnars Edvardssonar á rústum hvalveiđistöđvar frá 17. öld á Ströndum. Ragnar hefur rannsakađ rústir hvalveiđiverstöđvar og lýsisbrćđslu á Strákatanga í Steingrímsfirđi, (sem er ađ finna í Hveravík í norđanverđum firđinum gegnt Hólmavík). Ragnar hefur sömuleiđis unniđ frumrannsókn á rústum hvalveiđistöđva í Strákey og í Kóngsey, sem eru norđur af Steingrímsfirđi. Rannsóknirnar varpa skíru ljósi á verslunar- og iđnađarsögu Íslands. Sögu hvalveiđa er einnig mikill akkur af rannsóknum Ragnars. 

Ég set hér hlekki í rannsóknarskýrslur Ragnars svo menn geti kynnt sér ţessar merku rannsóknir hans og félaga hans árin 2007, 2008, 2009, 2010 og 2012.lysisofn.jpg

Lýsisbrćđsla á Strákatanga

Á Strákatanga fundust vel vađveittar rústir lýsisbrćđsluofns. Engum vafa er undirorpiđ ađ hann er byggđur af hollenskum hvalföngurum. Tígulsteinninn í honum er greinilega hollenskur, einnig minni forngripir sem fundust ţeim húsarústum sem rannsakađar voru. Reyndar telur Ragnar ađ mögulegt sé ađ Baskar hafi einnig veriđ ţarna á ferđinni. Ţađ ţykir mér frekar ólíklegt út frá ţeim forngripum sem fundist hafa á Stráka. En ekki ćtla ég ađ útiloka ég ţađ, ţar sem baskneskir hvalveiđimenn kenndu Hollendingum hvalveiđar og hollenskar útgerđir höfđu í byrjun 17. aldar oft baskneskar áhafnir eđa baskneska sjómenn um borđ á skipum sínum.  Íslenskir annálar greina hins vegar frá hvalveiđum Baska frá Spáni viđ Íslandsstrendur upp úr 1610 og frá baskneskum hvalveiđiskipum. Önnur heimild, Íslandskort frá 1706 (í útgáfu á Blefken sem prentuđ var í Leyden í Hollandi), upplýsir ađ Baskar hafi veriđ viđ hvalveiđar viđ Ísland áriđ 1613. Ţađ hefur veriđ til umrćđu áđur á Fornleifi.

ofn_plan_1227801.jpg

Brćđsluofninum á Strákatanga svipar mjög til brćđsluofns sem rannsakađur var á 8. áratug síđustu aldar á Spitzbergen. Í Gautavík í Berufirđi hefur einnig veriđ rannsakađur hollenskur lýsisbrćđsluofn. Óvíst er ţó hvort hann hefur veriđ notađur til brćđslu á hvalspiki.

lysisofn_smeerenburg.jpg

Ţessi ofn var rannsakađur af hollenskum fornleifafrćđingum á Smeerenburg-tanga á Amsterdameyju á Spitzbergen á 8. og 9. áratug síđustu aldar. Hann er sömu gerđar og ofninn sem rannsakađur var á Strákatanga. Úr gein Louwrens Hacquebords um rústirnar í bókinni Walvisvaart in de Gouden Eeuw (Amsterdam 1988). Hvalveiđistöđin á Strákatanga var lítil miđađ viđ stöđina á Spitzbergen. 

Fornleifafrćđingarnir hollensku, sem rannsökuđu hvalveiđistöđina í Smeerenburg á Spitzbergen á 8. áratug síđustu aldar, gerđu sér í hugarlund ađ brennsluofninn sem ţeir rannsökuđu viđ erfiđar ađstćđur hefđi veriđ byggđur upp á ţennan hátt:

ofnar_smeerenburg.jpg

Svona ímynda menn sér ađ ofninn á Smeerenberg hafi veriđ byggđur. Úr grein Louwrens Hacquebords um rústirnar í bókinni Walvisvaart in de Gouden Eeuw (Amsterdam 1988). Eins og sjá má voru ţetta stórar hlóđir sem á var sett stór ketill, ţar sem spikiđ bar brćtt. Eldsneytinu var ýtt inn um bogamynduđ göng, sem mér sýnist vera samanfallin, en annars vel varđveitt á ofninum á Strákatanga.

Einnig er til fjöldi málverka og prentmynda frá 17. og 18. öld sem sýnir spikbrćđslu Hollendinga, annars vegar í Hollandi og hins vegar í Norđurhöfum.

Ţar ađ auki eru húsin á Strákatanga sem Ragnar og samstarfsmenn hans hafa rannsakađ mjög svipuđ húsakynnum Hollendinga á hvalveiđistöđvum ţeirra í Norđuríshafinu.  Gólf sumra húsanna í hvalverstöđvum Hollendinga voru lögđ tígulsteinum.

strakatangi_hus.jpg
hus_a_smeerenberg_1227812.jpg
 Hús á Strákatanga međ gólfi lögđu tígulsteinum (efri mynd). Húsiđ er frá fyrri hluta 17. aldar, en sams konar gólf fannst í rústum stórrar byggingar frá sama tíma á Smeerenburg á Spitzbergen.
 
Hugmynd Ragnars Edvardssonar um húsaskipan á Strákatanga:
strakatangi_hugsyn_red_2008.jpg

 

Leifar eftir baskneskar hvalveiđar hafa enn ekki fundist á Íslandi?

Hugsanlega má vera ađ brćđsluofn ađ gerđ Baska sé ađ finna undir hollenska ofninum á Strákatanga.  Hann vćri ţá meira í líkingu viđ ţá ofna sem fundist hafa á Penny Island í Red Bay á Nýfundnalandi, ţar sem Baskar höfđu hvalstöđvar ţegar á 16 öld. Kanadamenn hafa gert hvalveiđiminjum Baska í Rauđuvík hátt undir höfđi og voru minjarnar og stađurinn settar á heimsminjaskrá UNESCOs áriđ 2013. Hugsanlega gera Íslendingar sögu annarra ţjóđa viđ Ísland eins vel, en  miđađ viđ ţćr heimalningslegu áherslur sem Íslendingar hafa lagt áherslu á til útnefningar á Heimsminjaskrá er ólíklegt ađ hinn merki minjastađur Strákatangi fari á ţá skrá í bráđ, ţó svo ađ hvalveiđar Baska og Hollendinga hafi veriđ ein mesta byltingin í veiđum viđ Strendur Íslands.

article_large_1227780.jpg

Lýsisbrćđsluofnar Baska á Penny Island voru miklu minni en ofnar Hollendinga og af annarri gerđ. Ef ţannig ofnar finnast einhvern tíman á Íslandi, höfum viđ fornleifar sem styđja ritheimildir um Baska. Enn sem komiđ er sýna fornleifar ekki ţau tengsl. Ţađ er hins vegar ađeins tímaspursmál ađ slíka minjar finnist.

row2_3.jpg

 

 Svona ímynda menn sér ađ basknesku ofnarnir á Penny Islands hafa litiđ út, en miđađ viđ upplýsingar af fundarstađ, er ţetta oftúlkun. 

Til ţess ađ ég sé sćmilega fullviss um ađ hvalveiđistöđ sem grafin er upp á Íslandi hafi veriđ undir stjórn Baska, verđa forngripirnir ađ vera frá Baskalandi, ţ.e. Spáni eđa t.d. Frakklandi. Í ţví forngripameni sem fundist hefur á Strákatanga er ekkert sem bendir til Baksa, hvorki leirker né ađrir gripir. Á Spitzbergen, hafa hins vegar fundist spćnskir diskar og krukkur, en ţađ er hins vegar ekki mjög óeđlilegt, ţví hollendingar fluttu unn leirker frá Spáni.

Ţessa fćrslu er vart hćgt ađ enda nema međ tilvitnun í meistaralegt en hvalrćđislegt prumpurraggae eftir Ómar Ragnarsson, föđurbróđur Ragnars Edvardssonar. Ómar lýsir ţar raunum sínum eftir kynni sín af hinum umdeilda bjór Hvalnum, sem mun innihalda vel sođnar iđraleifar. Pempíur og nöldurkerlingar nútímans, sem fárast yfir hvađa bakteríu sem er, ćttu ţá ađ vita hvađ sett er í ostinn sem ţćr borđa svo ekki sé talađ um jógúrtina, sem byggđ er upp af bakteríum sem danskt fyrirtćki rćktar eftir ađ hafa safnađ ţeim úr bleyjum kornabarna á dönskum spítölum:

Kvalinn eftir Hvalinn

Hvalaiđra beiskan bjór

í bland međ skötu kćstri

ákaft  bergđi og svo fór

međ útkomunni glćstri

á klósett eftir ţetta ţjór 

međ ţarmalúđrablćstri. 

 

Vínţoliđ, ţađ var ađ bila, -  

veifađ gulu spjaldi, -

orđiđ nćrri ađ aldurtila

og gegn dýru gjaldi,

ţarmabjór hann ţurfti ađ skila

í ţarmainnihaldi.

(Ómar Ragnarsson, 2014)


Ástandsnjósnir

bretinn.jpg

Ég hlakka til ađ lesa grein prófessors Ţórs Whiteheads í Sögu um persónunjósnir Jóhönnu Knudsens hjúkrunarkonu og fyrstu lögreglukonunnar á Íslandi, sem gerđ var ađ yfirmanni ungmennaeftirlits lögreglunnar áriđ 1941, eđa ţangađ til hún var sett af áriđ 1944.

Ţór Whitehead hefur greinilega beđiđ eftir ţessu rannsóknarefni, sem var lokađ efni í 50 ár eftir ađ ţađ var afhent Ţjóđskjalasafninu áriđ 1961. Ég sé Ţór fyrir mér eins og ólman, breskan latínuskólanema (ţó svo ađ hann hafi nú gengiđ í Verslunarskólann og lćrt höfuđbćkur í stađ latínu), sem kemst í fullar útgáfur af gömlu meisturunum, ţar sem klámfengiđ efni hefur ekki veriđ sleppt úr eđa klippt út úr bókunum.

Ađ umfang njósna ţessarar gammeljómfrúar Knudsen hafi veriđ svo mikiđ, og ađ 1000 konur hafi veriđ undir smásjá hennar, kemur hins vegar á óvart, ţó svo ađ ţóttinn og öfgarnar hafi veriđ miklar t.d. í grein hennar gegn Arnfinni Jónssyni kennara og međlimi í barnaverndarnefnd. Hann skrifađi um ađferđir Knudsens (Sjá hér og eitt svara hans hér).

Vitaskuld var "ástand" á kvenfólkinu, ađ ţví leyti ađ ţađ hafđi allt í einu einn vordag í maí 1940 úr grösugri garđi ađ gresja en áđur. Ţćr hittu fyrir menn sem voru ef til vill meiri sjentilmenni en íslenskir karlar. Karlar eru ţađ oft ţegar ţeir eru ekki heima hjá sér. Kaninn var enn glćsilegri en Tjallinn og ţá fauk í flest skjól fyrir marga íslenska karla í kvennaleit, ţegar glćsikonur bćjarins völdu hermenn fram yfir ţá. Vonlausir gaurar, eins og ţeir heita í dag, gerđu einnig sínar athuganir, sem Knudsen hefur líklega ţótt krćsilegar, og einn ţeirra, sem kallađi sig S.S., birti ţćr í lágkúrulegum bćklingi. S. S. ţessi hét í raun Steindór Sigurđsson (1901-1949) Sjá hér.

setuli_i_og_kvenfolki_ljosm_vilhjalmur_rn_vilhjalmsson.jpg

 

Hermann Jónasson, ekkert er nýtt undir sólinni

Auđvitađ var Hermann Jónasson međ fingurinn í ţessu eins og öđru. Ţó vona ég ađ Ţór Whitehead sé ekki enn ađ velta fyrir sér hverjir hafi veriđ meiri nasistar, Sjálfstćđismenn (sem hann tilheyrir) eđa Framsóknarmenn? Bćđi Framsóknarmenn og Sjálfstćđismenn voru hallir undir Hitler!

Hverju mátti búast viđ af manni (Hermanni), sem kom ţví til leiđar ađ landflótta gyđingar vćru sendir úr landi, og sem einnig setti hindranir í veg fyrir ţá eina, međan ađrir hópar sem tilheyrđu hinum "aríska" stofni var hleypt inn í landiđ. Ekki breyttust hlutirnir eftir stríđ. Ţýskar vinnupíur, sumar hverjar dćtur dćmdra stríđsmanna Hitlers, voru fluttar inn í stórum stíl og gerđust myndarhúsfreyjur á hrakbýlum landsins og eignuđu börn og buru međ sveitadurgum sem engin heilvita íslensk kona leit viđ. En ţađ féll hins vegar fyrir fyrir brjóstiđ á sumum Íslendingum, ađ svartir menn ţjónuđu á herstöđvum Bandaríkjamanna á Íslandi. Í dag eru menn međ fáeina múslíma og annađ "dekkra" fólk á milli tannanna á sér og halda mćtti af máli sumra, ađ til landsins vćri mćttur heill her.

f7a08fae13ce7071.jpg
18bba6b35caa3be4_1226763.jpg
Ekki létu herir bandamanna sér alveg á sama um hvađ sumum Íslendingum ţótti um samlíf íslenskra kvenna og dátanna.  Skautakvikmyndin Iceland vakti gagnrýni í BNA sem og međal Íslendinga, jafnvel ţó ţeir hefđu ekki séđ myndina. Menn í Bandaríkjunum töldu ađ "ástandiđ" sem sýnt var í myndinni gćti orđiđ til ađ skapa BNA óvildarmenn. Sjá hér. Ţessar myndir hér ađ ofan eru hins vegar ekta myndir af svellinu á Íslandi.

Ţegar ég les um ofsa fyrstu lögreglukonu Íslands, er mér hugsađ til danskrar lögreglukonu sem starfađi á skrifstofu dönsku lögreglunnar í síđara stríđi. Ţegar danskur verkamađur í Berlín bjargađi gyđingnum Bröndlu Wassermann og ţremur börnum hennar til Kaupmannahafnar, var tekin sú ákvörđun ađ senda hana og börnin úr landi međ fyrstu lest. Til ađ fylgja ţeim til Ţýskalands var fengin lögreglukonan sem vann á skrifstofunni. Ég fékk áhuga á ţví ađ vita hvađ kona ţetta var, og kom ţá í ljós ađ ţetta hún var međlimur í nasistaflokki Dana. Hún tók ekki ađ sér flutninginn til Ţýskalands af "kvenlegri miskunnsemi" heldur vegna fordóma sinna, og hefur líklega taliđ sig vinna góđverk. Mánuđi eftir ađ Brandla og börnunum hennar hafđi veriđ vísađ úr landi í Danmörku, höfđu börnin veriđ myrt í gasklefum Auschwitz og Brandla var myrt ţann 15. desember 1942, ţegar SS-lćknir sprautađi fenóli beint í hjarta hennar eftir ađ brotist hafđi út taugaveiki í skála ţeim sem hún var í. Lesiđ um ţetta í góđri bók sem hćgt er ađ fá lánađa á bestu bókasöfnum landsins.

Ástandiđ var nauđsynlegt !

Svonefnd ástandsskýrsla sem gerđ var 1941, byggđ á gögnum Jóhönnu Knudsens, upplýsir ađ lögreglan sé međ á skrá 20% ţeirra kvenna sem séu í ástandinu, eđa um 500 konur. Miđađ viđ fjölda kvenna 12 til 61 ára í Reykjavík ţýddi ţađ, ađ 2.500 konur vćru í ástandinu. Ţetta er vitaskuld út í hött. Líklega hafa allar konur sem ţvođu fyrir Breta, t.d. hún amma mín á Hringbrautinni, komist á lista Knudsens yfir léttúđugar konur. Amma mín ţénađi einhverja smáaura fyrir ţessa vinnu. Langamma mín, heiđvirđ stýrimannsfrú og peysufatakona, komin vel yfir 61 árs aldur, hafđi einnig samband viđ Bretann, ţegar hún var stundum međ í sumarbústađ dóttur sinnar og tengdasonar í Mosfellssveitinni. Ađ sögn móđur minnar, sem er fćdd áriđ 1929, elskađi amma hennar ađ tala viđ Tjallann, ţó hún kynni ekki stakt orđ í ensku. Fingramál gekk ágćtlega og hermennirnir voru hrifnir af henni, ţví stundum fćrđi hún ţeim kaffi. Mesta mildi má ţykja ađ hún langamma mín hefđi ekki veriđ skotin ţegar hún ţeyttist yfir holt og hćđir til ađ hitta vini sína í breska hernum, en ţarna nćrri sumarbústađnum stunduđu Bretar skotćfingar.

g_min_1226767.jpg

Háttalag langömmu minnar hefđi ekki falliđ frú Knudsen í geđ, en Guđrún var bara gestrisin kona úr Kjósinni sem kunni sig í umgengni viđ erlent fólk.

Ćtli Jóhanna Knudsen og ýmsar ađrar konum hefđu ekki lagst undir fyrsta ţýska nasistann, hefđu ţeir komiđ hér í stađ Breta og Ameríkana? Hver veit? Ţađ er eđli flestra kvenna ađ "falla" fyrir mönnum og konur eru jafnan nýjungagjarnari en karlar. Hefur ţađ ekki bjargađ ţjóđinni frá afdalamennsku ţökk sé góđum leik íslenskra kvenna, og komiđ í veg fyrir meiri skyldleikarćkt en ţá sem er stađreynd á Íslandi ?

Í Danmörku fúlsuđu mjög margar konur ekkert viđ Günther og Siegfried, en mjög margir Danir fćddir á tímabilinu 1941-45 vita alls ekki enn ađ ţeir eru međ erfđamengi "herraţjóđarinnar" í ćđum sér.


Ţingsályktunartillaga fyrir ţá sem veggfóđra međ Kjarval?

louvre.jpg

Nýveriđ var sett fram ţingsályktunartillaga http://www.althingi.is/altext/143/s/0499.html sem er ćtlađ ađ stefna stigu viđ málverkafölsunum.

Gott og vel. Ég ţurfti ekki ađ lesa tillöguna lengi til ađ sjá, ađ hún ber fyrst og fremst hag ţeirra fyrir brjósti sem hafa látiđ snuđa sig međ ţví ađ kaupa fölsuđ málverk.  Á annarri blađsíđu tillögunnar kemur ţessi setning eins og skrattinn úr sauđaleggnum, en hún skýrir nú margt:

"Nokkrir einstaklingar urđu og fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna kaupa á fölsuđum myndverkum. Ţessari ţingsályktunartillögu er stefnt gegn slíkum svikum og ţví leggja flutningsmenn áherslu á ađ embćtti sérstaks saksóknara, sem fer međ efnahagsbrot, taki ţátt í ţeirri vinnu sem tillagan mćlir fyrir um."

Einn af ţeim sem ber fram tillöguna er Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir og fjármálasérfrćđingur. Ţađ leitar vissulega ađ manni sú spurning, hvort Vilhjálmur hafi talist til ţeirra mörgu vel stćđu Íslendinga sem ekkert vit höfđu á list, en sem  keyptu hana í metravís í góđćrinu til ađ betrekkja stofuveggina hjá sér.  Ég lćt spurningunni ósvarađ, ţví mér finnst tillagan öll full af ósvöruđum spurningum.

Eins finnast mér kjánar, sem í einhverjum snobbeffekt keyptu allt sem ţá langađi í, án ţess ađ hafa nokkurt vit á ţví sem ţeir keyptu, sjálfir bera ábyrgđ á slíkum mistökum. Slíkir einstaklingar eru ekki listasöfn. Ađalatriđiđ er ađ listasöfn landsins séu ekki ađ sýna falsađan menningararf, alveg sama hvađ hann er gamall.  

Ţessu er t.d. haldiđ fram í ţingsályktunartillögunni:

" Ótvírćtt virđist ađ á 10. áratug síđustu aldar hafi talsverđur fjöldi falsađra myndverka veriđ í umferđ á Íslandi og gengiđ ţar kaupum og sölum. Hefur veriđ sett fram sú tilgáta af fagmanni, sem ţekkir vel til íslenskrar myndlistar og myndlistarmarkađarins hér, ađ allt ađ 900 fölsuđ myndverk (málverk og teikningar) muni hafa veriđ á sveimi hérlendis á ţessum tíma."

Ég tel víst ađ fagmađurinn sem nefndur er hér sé Ólafur Ingi Jónsson forvörđur (sjá hér og hér). Ţó svo ađ ég trúi ţví fastlega ađ fölsuđ málverk hafi veriđ í umferđ og sannanir séu fyrir ţví, ţá hef ég ţví miđur enn ekki séđ neitt birt á riti eftir Ólaf, t.d. ítarlegar rannsóknir hans, sem rennt get stođum undir ţá skođun hans ađ 900 fölsuđ myndverk hafi veriđ á sveimi.

Mér ţykir einfaldlega ekki nćgilega undirbyggđ hin frćđilega hliđ ţessarar ţingsályktunartillögu, sem mest ber keim af ţví, ađ ţeir sem keypt hafa svikna list vilji fá hiđ opinbera til ađ setja gćđastimpla á verkin. Ađ mínu mati á slíkt ađeins viđ um verk í opinberri eigu. Ríkisbubbarnir, sem jafnvel höfđu Kjarval á klósettinu heima hjá sér, verđa sjálfir ađ bera ábyrgđ á gerđum sínum og fjárfestingum.

00-intro.jpg

 

Hins vegar er ţađ hlutverk lögregluyfirvalda og hugsanlega nefndar sérfrćđinga ađ rannsaka mál sem koma upp um falsanir. Meira er ekki hćgt ađ gera. Og svo mćtti Ólafur forvörđur birta rannsóknir sínar, svo fólk í kaupshugleiđingum geti hugsanlega varađ sig, ef ţađ hefur ađeins peningavit en enga ţekkingu á list eđa annarri menningu.

Lokaorđ tillögunnar eru: "Hin mikla áhersla á ţekktan og ósvikinn uppruna menningarminja er tiltölulega ný í sögunni en nýtur engu síđur víđtćkrar viđurkenningar sem ein af höfuđforsendum ţess ađ slíkar minjar ţyki tćkar til varđveislu. Skal í ţví sambandi nefnt ađ Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuđu ţjóđanna, UNESCO, gerir ţađ ađ ófrávíkjanlegri kröfu fyrir ţví ađ menningarminjar fái sćti á heimsminjaskrá ađ ţćr séu ófalsađar og sömu kröfu gera lista- og minjasöfn á Vesturlöndum til safnkosts síns."

Ţetta er greinilega skrifađ af einhverjum, sem ekkert ţekkir til heimsminja (ég hélt nú annars ađ Katrín Jakobsdóttir vissi meira í sinn haus). Heimsminjaskrá telja ekki einstök málverk eđa einstaka gripi. Heimsminjar, menningarlegar eđa náttúruminjar, eru heildir. Vissulega verđa söfn ađ gera ţá kröfu ađ safnkostur ţeirra sé ófalsađur. En á Íslandi hefur ţađ ţví miđur ekki talist nauđsynlegt. Ţrátt fyrir ađ fleiri rannsóknir og álit sérfrćđinga sýni ađ ţađ séu falsađir gripir í silfursjóđi í Ţjóđminjasafni Íslands, heldur safniđ áfram ađ sýna sjóđinn sem silfursjóđ frá Víkingaöld, eins og ekkert hafi í skorist, jafnvel ţrátt fyrir alvarleg vandamál í danskri skýrslu um sjóđinn og ţrátt fyrir sérfrćđiálit í nýlegri útgáfu međ greinum frá Víkingaráđstefnunni sem haldin var á Íslandi sumariđ 2011.

Í einni af bókum langalangafa míns sáluga, Iszëks, sem ég nefndi um daginn, fann ég ţessa frábćru mynd frá Louvre frá miđri 18. öld sem er efst í ţessari grein. Einu sinni var sumt af ţví sem ţar fór fram ekki taliđ til falsanna. Ţarna voru menn bara ađ kópíera. Síđar uppgötvuđu óprúttnir náungar ađ hćgt var ađ plata peninga út úr ţeim sem vildu eiga da Vinci, Gainsborough eđa jafnvel Kjarval. Ţetta er spurning um frambođ og eftirspurn. Ţví fleiri vitleysingar, ţví betri sala.

Eimskipasaga

eimskip_1930.jpg Ljósm. höfundur.

Saga Eimskipafélags Íslands eftir Guđmund Magnússon kom aftur út í gćr. Guđmundur, sem nú er aftur orđinn blađamađur á Morgunblađinu, var eitt sinn Ţjóđminjavörđur Íslands, og var einn af ţeim betri í ţví starfi. Ţessa grein, sem tengist Eimskipafélaginu og mörgum örđum skipafélögum, birti ég fyrst áriđ 2008, en birti hana hér aftur međ afmćliskveđjum til skipafélagsins sem flutti bróđurpartinn af ţví sem fađir minn flutti til landsins međan hann var heildsali um 35 ára skeiđ.

Ég man eftir ófáum ferđum mínum međ föđur mínum í Eimskipafélagshúsiđ, ţar sem viđ fórum međ gömlu lyftunni upp á stóra skrifstofu, ţar sem fađir minn fékk pappíra sem voru stimplađir og svo var fariđ í bankann og upp í Arnarhvál til ađ fá ađra stimpla og stundum líka á Tollpóststofuna til ađ fá enn fleiri stimpla. Svo var náđ í vörur og ók Hallgrímur nokkur frá Sendibílastöđinni Ţröstum fyrir föđur minn. Hallgrímur var frćndi Ólafs Ragnars Grímssonar. Hallgrímur keđjureykti London Docks vindlinga, sem ég "reykti" glađur óbeint ţegar ég fékk ađ hjálpa til viđ ađ aka út vörum í verslanir. Í Eimskipafélagshúsinu fór ég líka stundum til rakarans sem ţar var.

Ekki er ég viss um ađ Guđmundur Magnússon hafi ţessa sögu frá 1940 međ í bók sinni, ţó hún varđi lítillega Eimskipafélagiđ:

 

5. febrúar áriđ 1940 fór Valerie Neumann, 65 ára (f. 13.10. 1874) kona í Vín Austurríki, í sendiráđ Dana í Vín og sótti um 14 daga landvistarleyfi í Danmörku, til ţess ađ bíđa ţar eftir skipi til Íslands. Erindi hennar var sent til útlendingadeildar Ríkislögreglunnar í Kaupmannahöfn, sem hafđi samband viđ skipafélög sem sigldu á Ísland.

Danska skipafélagiđ DFDS upplýsti, ađ ekki yrđi siglt í bráđ til Íslands, ţar sem hćtta vćri á ţví ađ skip félagsins yrđu tekin af Bretum og fćrđ til hafnar á Bretlandseyjum, sérstaklega ef "ţýskir ţegnar" vćru um borđ.  Danska lögreglan fór annars međ umsókn Valerie Neumann sem umsókn gyđings og fćrđi hana inn í skýrslur sem Valeire Sara Neumann. Lögreglan gerđi DFDS ţađ ljóst ađ Valerie Neumann vćri gyđingur frá Austurríki. Ţýsk yfirvöld kröfđust ţess ađ gyđingakonur bćru millinafniđ Sara í skilríkjum sínum og karlar millinafniđ Israel. Hún var líka afgreidd sem Valerie Sara Neumann í Danmörku.

Eimskipafélagiđ hf upplýsti, ţegar mál Valerie Söru Neumann var boriđ undir ţađ, ađ mađur myndi gjarnan taka ţýska ríkisborgara međ á skipum sínum, ef ţeir hefđu međferđis vottorđ frá breskum yfirvöldum. Eimskipafélagiđ vissi hins vegar vel ađ ţýsk yfirvöld gáfu ekki út nein slík vottorđ.

Danski lögreglufulltrúinn H. Krause, sem var nasisti og gyđingahatari, skrifađi í skýrslu sína um Valerie Neumann: "Ţađ kom fram í máli félagsins ađ mađur vildi helst vera laus viđ farţega sem kynnu ađ valda vandamálum eđa seinkunum fyrir skipiđ".

Norđmenn neituđu líka Valerie Neumann um leyfi til ađ bíđa eftir skipi til Íslands í Bergen.

 

d_billeder_the_wonderland_of_contrasts.jpg
"The Wonderland of Contrasts 1937": Ekkert er nýtt undir sólinni. Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson. Myndin efst er einnig tekin af Vilhjálmi.
 

Nokkrum mánuđum síđar, eftir ađ Valerie Neumann ítrekađi umsókn sína og einnig fjölskylda hennar á Íslandi, mađur systudóttur hennar Viktor Ernst Johanns von Urbantschitsch (Urbancic) sem var búinn ađ kaupa handa henni farmiđa, var aftur haft samband viđ Eimskipafélag Íslands í Kaupmannahöfn. (Í skjölum danska sendiráđsins í Reykjavík og danska utanríkisráđuneytins var Viktor sagđur systusonur Valerie, en hiđ rétt er ađ Valerie var systir Alfreds Grünbaum föđur Melittu Urbancic, konu Viktors).

Eimskipafélagiđ upplýsti ţann 5. apríl 1940 ađ ţađ hefđi veriđ svo mikiđ "Vrřvl" og erfiđleikar međ bresk yfirvöld, svo ţađ vćri ekki hćgt ađ leyfa frú Neumann ađ sigla, nema ađ hún fengi bresk vottorđ og gildandi íslenskt landgönguleyfi. Í lögregluskrýrslu Ríkislögreglunnar dönsku kemur ţetta fram

"Islands Eimskipafjelag, Strandgade 35, forkl. at man ikke har noget egentligt Forbud mod at medtage en saaden Passager, selv om man for saa vidt helst er fri, da det ved et Par enkelte tidligere Lejligheder har vist sig, at man faar en del "Vrřvl go Ubehageligheder med de engelsek Kontrebandemyndigheder", ja endog kan risikere af samme Grund at blive fřrt til engelsk Kontrolhavn. - Man vil kun medtage den. pgl., hvis hun forinden har en officiel britisk Attest, som sikrer hende "frit Lejde", og naturligvis mod gyldigt islandsk Indrejsevisum." 

Skrifstofa félagsins í Kaupmannahöfn upplýsti ađ siglt yrđi ţann 10. apríl og svo aftur 1. maí. Embćttismađur viđ Ríkislögregluembćttiđ, Troels Hoff, ákvađ hins vegar sama dag, ađ Valerie Neumann fengi ekki leyfi til ađ dvelja í Danmörku.

Fjórum dögum síđar buđu Danir, svo ađ segja án nokkurrar mótspyrnu, ţýsku herraţjóđina velkomna. Og já, ekki má gleyma ţví ađ Ţjóđverjar, sem Íslendingar báru svo mikla virđingu fyrir, tóku Gullfoss traustataki í Kaupmannahöfn.

Valerie Neumann sat áfram í Vín og fjölskyldan á Íslandi var rukkuđ um 31 íslenskar krónur fyrir símskeytakostnađi í bréfi dags. 28. nóvember 1940. Áđur hafđi danska forsćtisráđuneytiđ minnt á ţessa skuld í bréfi til Sendifulltrúa Íslands í Kaupmannahöfn.

Danir fengu peningana sína, eins og alltaf, og Eimskip losnađi viđ vandrćđi. Nasistar fengu Gullfoss og var skorsteinsmerki skipsins ţeim líkast til ađ skapi.

Valerie Neumann var send í fangabúđirnar í Theresienstadt 21. eđa 22. júlí 1942. Andlát hennar var skráđ 9. ágúst 1944. Hvort hún hefur dáiđ ţann dag eđa veriđ send í útrýmingarbúđir, er óvíst.

Skömmu áđur en Valerie andađist höfđu nasistar búiđ til áróđurskvikmynd um ágćti ţessara fangabúđa í fyrir utan Prag. Í kvikmyndinni sést fólk í sparifötunum viđ ýmsa iđju. Flestir ţeir sem ţarna sjást voru sendir til útrýmingarbúđanna Auschwitz og Sobibor ađ loknum myndatökunum, m.a. kvikmyndagerđamađurinn. Kvikmyndin sýnir gyđinga frá Austurríki, Hollandi, Danmörku, Austurríki og Tékkóslóvakíu.

Hér og hér eru tvö skeiđ úr áróđurskvikmyndinni frá Theresienstadt.

urbancic.jpg

Viktor Urbancic, kona hans Melitta (f. Grünbaum) og fjölskylda í Reykjavík. Á flótta undan hakakrossinum varđ annar slíkur, íslenskur, á vegi ţeirra. Hefđi Eimskipafélagiđ og ađrir ađilar veriđ sveigjanlegri, hefđi frú Valerie Neumann, móđursystir Melittu, hugsanlega veriđ međ ţeim á myndinni. Móđir Melittu, Ilma, andađist í Theresienstadt í janúar 1943.


Hin fagra framtíđ

ljosaskilti_ari_1837.jpg
coollogo_com-233162008.gif
Áriđ 1837 eđa 1838 las einn langalangafi minn um rafmagnađan heim framtíđarinnar.  Í uppfrćđandi ársriti fyrir upplýstan almúgann, Nederlandsch Magazijn sem gefiđ var út í Amsterdam, mátti ţađ ár lesa um unađssemdir framtíđarinnar međ rafmagni og raflýsingu og ţá möguleika sem rafstraumur átti eftir ađ gefa mönnum.
flikkerglas.jpg
 

Međal ţess sem menn dreymdi um var ljósapera, nánar tiltekiđ ljósrör (flikkerlicht), ţar sem menn ímynduđu sér ađ lýsing skapađist ef straumur yrđi leiddur gegnum tinţráđ. Rafmagniđ ímynduđu menn sér ađ kćmi fyrst og fremst úr batteríum, svokölluđum Leydenflöskum.  Menn trúđu ţví, ađ ef ţćr vćru margar settar saman vćri til frambúđar von um ađ hćgt vćri ađ nota strauminn til lýsingar.

leydse_fles.jpg
 
Leydenflöskubatterí

Einnig gat karlinn lesiđ um unađssemdir glerplötu sem á hafđi veriđ sett tinţynna. Í ţynnuna átti ađ skera út bókstafi međ vasahníf! og svo leiđa í gegnum ţynnuna straum svo bókstafirnir lýstu međ flöktandi ljósi (flikkerend licht).

Dreymdi menn ţarna um fyrstu ljósaskiltin, fyrstu skjáina eđa IPad ?

Langalangafi hefur vart trúađ ţessu rugli og tautađ einhverja teutónísku međ hrákahljóđi í skeggiđ. Hann kveikti aldrei á perunni, svo mikiđ er víst. En nú eru ţessi framtíđarsýn samtíđarmanna hans fornleifar einar og löngu kulnađir draumar um bjarta framtíđ.

nederlandsch_magazijn.jpg

Ice and fire

iceland_eldspytur.jpg

Fornleifafrćđingar međ söfnunaráráttu eru fáir til, og ţađ er illa séđ ađ fólk í ţeirri stétt sé ađ koma sér upp einkasöfnum. Ef ţeir nenna ađ safna fram yfir ţađ sem ţeir grafa upp, er ţađ venjulega allt annars eđlis en jarđfundnir gripir.

Sjálfur er ég ekki haldinn söfnunaráráttu, en hef ţó haft ákveđna gleđi af ađ safna hlutum sem ég tel skemmtilega, einkennilega og sem t.d. tengjast Íslandi á einn eđa annan hátt. 

Ég hef í nokkur ár safnađ öllu sem ég finn um veitingastađinn Iceland á Broadway í New York (sjá hér). Ég ţekki ţađ vel til ţess stađar, ţó ég hafi aldrei komiđ ţar, ađ ég sé strax ţegar vankunnugir viđvaningar telja auđtrúa fólki í trú um ţeir viti allt um ţennan sögufrćga stađ. 

iceland_matches.jpg

Nýlega keypti ég á eBay eldspýtnabréf sem forđum varđ deilt út á Iceland á Broadway, og er ég nokkuđ stoltur af ţeim kaupum og deili hér međ ykkur myndum. Ţessa eldspýtur eru frá ţví á fyrri hluta 5. áratugarins. Eins og ţiđ sjáiđ var íslenska "smörgásborđiđ" mjög rómađ. Barinn var líka vel ţekktur. 

iceland_matches_2_litil.jpg

Nú áriđ er liđiđ í aldanna skaut

raketta_konungs.jpg

Kveikiđ ekki í ykkur í kvöld, ţó ţiđ séuđ í spreng. Ţessi mynd er til ađ minna á fyrstu flugeldasýninguna á Íslandi, sem komst í erlenda fjölmiđla áriđ 1874 (sjá hér). Nú áriđ er liđiđ eftir séra Valdimar Briem var hins vegar ekki ort fyrr en áriđ 1886, en ţađ er ekki eins mikiđ fútt í ţví. Nú eyđi ég ekki í ykkur meira púđri. Gleđilegt og giftusamlegt 2014.

lofteldar_konungs.jpg

Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband