Ađstođarmađur Hundadagakonungs
23.1.2019 | 08:25
Nýlega sýndi ritstjórinn á Fornleifi ţrjár fágćtar og gamlar ljósmyndir, laterna magica skyggnur, teknar af bandarískum ljósmyndara. Ţćr eru hluti af litlu safni Kaupmannahafnarljósmynda sem er nú varđveitt í ljósmyndasafni Fornleifs. Myndir ţessar sýndi ritstjórinn á FB Gamle Křbenhavn. Myndirnar eru frá ýmsum stöđum í Kaupmannahöfn. Ţćr eru frá lokum 19. aldar og eru ekki ţekktar í söfnum í Danmörku. Fornleifur náđi í ţćr á uppbođi í Bandaríkjunum.
Einn af ţeim sem gerđi athugasemdir viđ ljósmyndirnar var mađur sem bar hiđ kunnuglega ćttarnafn Effersře, Henrik Effersře. Ég vissi strax ađ ţarna vćri kominn fjarskyldur ćttingi úr Fćreyjum. Ţegar ég sýndi Kaupmannahafnarbúum međ áhuga á gömlum ljósmyndum, mynd af ungum manni sem gondólađi á furđulegri uppfinningu sinni á Slotsholmskanalen fyrir framan Christiansborgarhöll sem ţá voru rústir einar) rétt fyrir aldamótin 1900.
Stakk ég upp á ţví viđ Effersře ađ mađurinn á myndinni vćri ef til vill einhver Efferře´ren, og kannski frćndi okkar. Ţá kom í ljós ađ Henrik Effersře var ekki íslenskum ćttum fyrir ekki neitt. Hann hafđi gífurlegan áhuga á ćttfrćđi, sem ég hef hins vegar ekki. Ég gat ţó látiđ honum í té betri upplýsingar um forfeđur okkar á Íslandi, en hann hafđi áđur haft, bćđi af Islendingabók.is, en einnig úr handritađri ćttarbók sem ćttfrćđingur einni reit fyrir móđurafa minn Vilhelm Kristinsson (sjá hér, hér og hér) um 1920.
Greinilegt er ađ Engeyjarangi ćttarinnar (svo kölluđ Engeyjarćtt), sem kominn er út af Pétri Guđmundssyni (1786-1852) einum af yngri brćđrum Jóns (forföđur míns), hefur eignađ sér ćttartengslin viđ Jón greifa og Effersře-ćttina í Fćreyjum. Ţađ er frekar fyndiđ, ţví altalađ var í fjölskyldunni í gamla daga ađ Pétur litli vćri líkast til lausaleiksbarn; Ţađ skýrir kannski ágćta hćfileika hans til ađ safna auđćfum, sem ekki var öđrum gefiđ í systkinahópnum sem taldi í allt 12 börn.
Svo greinir ţessi fjarfrćndi minn sem ćttađur er úr Fćreyjum, en býr eins og fjölskylda hans hefur gert síđan um 1930 á Sjálandi, frá ţví ađ hann eigi ljósmynd af Jóni Guđmundssyni (sjá efst) sem var bróđir langalangalangalangafa míns Gísla Guđmundssonar (1787-1866). Ţetta ţóttu mér tíđindi í lagi. Jón er langalanglangafi Henrik Effersře.
Frćndi minn - Jón greifi
Jón Guđmundsson (1774-1866) var enginn annar en Jón greifi, ađstođarmađur Jörundar Hundadagakonungs Jürgen Jürgensens/Jřrgen Jřrgensens), sem allir Íslendingar ţekkja, en vita fćstir ađ hann átti ćttir ađ rekja til Sviss (sjá hér).
Jón fékk ekki greifatitilinn af Jörundi. Nafnbótin kom til af ţví ađ Jón var ritari hjá Frederik Christofer Trampe greifa (1779-1832) og sinnađist ţeim. Trampe rak Jón umsvifalaust úr ţjónustu sinni. Eftir ţađ gáfu spéfuglarnir í höfuđstađnum Jóni greifatitilinn. Taliđ er ađ Jón hafi átt mikilla harma ađ hefna, ţegar hann gekk í liđ međ Jörundi og setti Trampe stiftamtmann af.
Er skammlíft veldi Jörundar hrundi gerđi Jón sér grein fyrir ţví ađ hann yrđi ađ koma sér af landi brott. Hann lenti í Fćreyjum 1816 og gerđist ţar góđur borgari, kennari og ýmislegt annađ. 1817 tók hann upp ćttarnafniđ Effersře (oft kallađ Effersö á Íslandi) sem er eins og menn vita "fordönskun" af hinni í eina tíđ fögru undurfögru eyju Örfirisey, sem var í eigu föđur hans Guđmundar Jónssonar (1757-1826) og konu hans Guđríđar Ottadóttur (1756-1826). Ţau hjónin eignuđust 12 börn, en fjögur dóu barnung eđa í ćsku.
Myndin af ađstođarmanni Jörundar er líklega frá ţví um 1865. Hann situr ţarna settlegur öldungurinn ásamt fćreyskri konu sinni, Súsönnu Olesdatter (f. 1797) frá Vestmanna (Vestmannahavn) á Straumey.
Ekki veit ég til ţess ađ ađ ljósmynd af Jóni Guđmundssyni hafi birst á Íslandi fyrr en nú. Ţađ kann ađ vera, en ef svo er ekki, er einu sinni allt fyrst. Vart er hćgt ađ komast nćrri Hundadagakonungi en ţađ. Ljósmyndir af honum eru ekki til og málverk og höggmynd á brú virđast ekki međ vissu sýna sama manninn.
Einnig er til mynd af ţeim hjónum hverju fyrir sig. Hér er ein ţeirra af Jóni.
Fornleifur lýsir hér međ eftir málverki af lífverđi Jörundar í bláum treyjum sínum međ korđa og mikla reiđkápur yfir herđar, ţar sem ţeir fara ríđandi um héruđ á stertsstýfđum hrossum. Ţangađ til ţađ verđur grafiđ upp, er hér mynd Jörundar sjálfs af dansiballi í Reykjavík. Ćtli Jón Guđmundsson hafi veriđ góđur lancier-dansari viđ undirleik fiđlara og trymbils? Hvađ kunnu ekki menn sem ólust upp í Örfirisey og Skildinganesi? Er ţetta ekki hann viđ hćgri gluggann ađ bjóđa frúentimmeri upp í polka?
Ţakkir
Mig langar ađ ţakka Henrik Effersře fyrir ađ leyfa mér ađ sýna myndina af forföđur sínum hér á Fornleifi. Mér er sönn ánćgja af ţví, sér í lagi ţegar ég hugsa til ţess ađ ekki er einu sinni víst, hvort til er mynd af langafa mínum Kristni Egilssyni, sem kominn var af Gísla Guđmundssyni, bróđur Jóns greifa. Svo vitađ sé til eru engar eldri myndir til af fólki í minni grein ćttarinnar undan Guđmundi Jónssyni, ađrar en af tveimur börnum Kristins heitins.
Gamlar myndir og fróđleikur | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Stundum nćgir ekki einu sinni íslenskan ...
15.1.2019 | 17:02
Sĺ pĺ dansk: Nogle gange rćkker det ikke engang pĺ islandsk. Det er akkurat tilfćldet nĺr man skal evaluere publikationen:
Christian X og Island: Christian X´s optegnelser vedrřrende Island 1912-1932, af Knud J.V. Jespersen. Syddansk Universitetsforlag, 2018 (1,4 kg.)
Christian X´s barnebarn overrakte denne bog til Islands prćsident i slutningen af 2018. Prćsidenten, Guđni Th. Jóhannesson, er historiker, sĺ jeg gĺr ud fra at han har lćst bogen med stor interesse.
Tidsrammen for vćrket er 1912-1932, og kilden er hans majestćts dagbřger vedr. Island. Det fřrste jeg bed mćrke i, fřr jeg křbte bogen, var Forsidebilledet som er taget under kongens besřg i Island i 1936. Man beskriver ikke 1936-besřget i bogen. Man kan i den sammenhćng undre sig over, at man har valgt at stoppe beretningen i 1932. Hvorfor ikke rejsen i 1936? Sandsynligvis ville det have gjort beretningen mere interessant. Men mĺske er regentens dagbog fra 1936/Island ikke sĺ velskrevet at den egner sig til udgivelse. Den kan ogsĺ vćre gĺet tabt, men i sĺ fald burde det meddeles lćseren.
Hans Majestćt Christian X var ĺbenlyst ikke en mand af detaljen. Da han skrev islandske personnavne i sine dagbřger, anstrengte han sig ikke ved at skrive sine islandske undersĺtter navne korrekt. Sĺledes ser vi gennem hele dagbogen forvanskninger af navne:
Hřjskoleforstander Wilhjelmsson, som var Halldór Vilhjálmsson forstander for Landbrugshřjskolen pĺ Hvanneyri,
Signeszon Olafsson, er uden tvivl Sigurjón A. Ólafsson
Gurun Lausdottir, som hed rigtigt Guđrún Lárusdóttir
Peter Olthus, var antageligt Pétur Ottesen.
Esberngur Friđjónsson, som i virkeligheden hed Erlingur Friđjónsson
Haldur Gudmundsson var Haraldur Guđmundsson.
Museumsinspektřr Thorvaldsson var naturligvis rigsantikvar Matthías Ţórđarsson, som var brćndende royalist.
Mĺske skyldes dette at Kongen var dĺrlig til at lćse signerede underskrifter. Men historikeren som publicerer uddrag af hans dagbřger om Island kunne i det mindste have umaget sig ved at finde ud af, hvilke personer kongen skriver om. En anden mulighed er dog, at historikeren ikke har kunnet lćse kongens skrift, som dog ikke var nogen kragetćer.
Ligeledes stĺr det soleklart, at historikeren bag udgivelse ikke umager sig ved at undersřge den nyeste forskning inden for politikken i Island i perioden; Hverken den danske eller den islandske. Derfor fremstĺr kongens betragtninger ofte som meget naive kommentarer om noget som kongen tilsyneladende ikke havde den mindste indsigt i, og mĺske endnu mindre interesse for. Forklaringer havde i flere tilfćlde vćret pĺ sin plads. Ja, sĺdan virker det nu, med al respekt for regenten og forlaget som besluttede at udgive bogen.
Et eksempel pĺ hvorledes forskellige besřgende lagde kongen ord i mund, er kongens takling af den politiske utilfredshed i Island i 1931. Kongen nćvner museumsinspektřr Thorvaldsson (Matthías Ţórđarsson) i sin dagbog efter et besřg af bankdirektřr Sigurdsson (Magnús Sigurđsson, 1880-1947)i 1932 (side 362). Kongen, som tidligere havde ytret řnske om at Thorvaldsson/Ţórđarson skulle tage kontakt til sig personligt, ćndre nu mening og ytrede at museumsinspektřren havde blandet sig lige lovligt meget i politiske anliggender:
"Han [Sigurdsson] personligt havde ikke řnsket at blande sig den politiske Strid, men det var Museumsinspektřr Thorvaldsson som havde taget Initiativet, om end han selv havde fraraadet det; men hvad forstĺ en Mand sig paa Politik, naar hans gerning ligger blandt Oldtidssager".
Ţórđarson, som tidligere havde vćret parlamentariker, kendte dog mere til forretningsgangen en kongen og henvendte sig med sine forslag pĺ en helt korrekt mĺde. Sagen kom reelt set ikke kongen ved, og fordrede kun hans underskrift/godkendelse i sidste ende. Kongen kendte tilsyneladende ikke indholdet i den Forbundslov han underskrev i 1918. Hvis Christian X havde leget den samme leg i Danmark, havde der nok vanket en politisk krise. Dette var blot en del af kongens tydelige interesselřshed og dĺrlige kendskab til islandske anliggender.
Denne Kongens manglende interesse stĺr i skćrende kontrast med de rygter der verserede om kongens vrede og harme da Island endelig lřsrev sig fra Danmark i 1944, midt under besćttelsen af Danmark.
Bifaldt kongen udvisningen af et barn, eller en farlig kommunist?
Af og til finder man i bogen godbidder som er interessante. Men de sćttes ikke i et relevant sammenhćng for lćseren af historikeren. Pĺ side 237 kan man for eksempel lćse, hvorledes Christian X beskrev et mřde som han havde med minister Jón Magnússon:
Ministeren udtalte, at dette bolsjevistiske Tillřb til Opsćtsighed, der havde udsat hans egen Afrejse, nu var bilagt takket vćre Hr. Tulinin [Tulinius] og Fřreren for Kontrolskibet "Thor" [Ţór], en som dansk Sřlřjtnat uddannet Islćnder. Jeg indflettede, man burde fastansćtte ham som Politiinspektřr, saafremt han ikke havde vćret Skibsfřrer. - Ministeren udtalte, at man havde tćnkt paa en saadan Ansćttelse, sćrlig fordi "Thors" Inspektionstjeneste var bekostelig.
"De bolsjevistiske Tillřb til Opsćtsighed", som kongen skriver om, var uroligheder som skyldtes utilfredshed med at en ung jřdisk dreng, Nathan Friedman, ikke fik lov til at gĺ i land i Island, for at forenes med den islandske familie som havde adopteret ham. Myndighederne pĺstod at han havde en sjćlden řjensygdom, som senere blev hurtigt behandlet pĺ et hospital i Křbenhavn. Friedman boede senere i sit liv i Frankrig, hvor han dřde af sygdom i 1938. Axel V. Tulinius var formand for Reykjavíks Skydeforening (Skotfélag Reykjavíkur), samt spejderhřvding. Han og fćllerne i skydeforeningen kom de fĺ politibetjente Reykjavík til undsćtning da de forsřgte at udvise den syge, jřdiske dreng. Det havde vćret řnskeligt, at Jespersen havde forsřgt at dykke lidt ned i hvad sagen handlede om. En dansk lćser fĺr ingen ting ud af denne beskrivelse pĺ side 237.
Min morfar, Vilhelm Kristinsson (f. 1903), var en fattig Reykjavík-dreng som voksede op i den usle del af Reykjavík. Han var hele sit liv inkarneret socialdemokrat og socialdemokraterne var samtidig Islands mest rendyrkede royalister. Jeg tror min morfar fik mere ud af Christian X´s besřg tidligere i 1921 end kongen selv. Min morfar viste redskabsgymnastik for kongen og for det fik han en medalje overrakt af selve kongen (se fotoet herunder).
Kongen fik derimod selv ikke meget ud af besřget. Kongens dagbogsskriverier fra Island i 1921 er minimale. Det hans skriver om sin visit i Island i 1921 viser en endelřs mangel af interesse for sine undersĺtter.
Spřrgsmĺlet er: Hvorfor skal man fejre det 100 ĺr senere i en mursten af bog som helt savner refleksioner?
Denne forfatters morfar deltog ogsĺ i forsvaret af den jřdiske Nathan Friedman, som en socialistisk leder i Reykjavík řnskede at adoptere. Men da "Tulinin" kom og truede med sin gevćrbande fra det bedre borgerskab i Reykjavík, flygtede morfar med mange andre deltagere i beskyttelsen af Friedman.
Skydeforeningen blev derimod rost af Christian X. De skide bolsjevikker blev slĺet ned med magt og den jřdiske dreng fik ikke asyl i Island. Det behagede tilsyneladende kongen som meget senere skrev at han ville gĺ med jřdestjerne i Křbenhavns gader. Christian X har dog nćppe vidst at drengen var jřde, og mĺske ikke engang hvad sagen helt nřjagtigt drejede sig om. Men de bolsjevistiske banditter var ikke kongens kop the. Kongen og embedsmands-vćrket omkring ham hjalp heller ikke de statslřse jřder i Danmark, som selv kontaktede ham for at fĺ hjćlp (Se Vilhjálmsson 2005, Medaljens Bagside, Křbenhavn: Forlaget Vandkunsten).
Var to mćnd i gang med det samme arbejde?
For nogle ĺr siden oplyste en islandsk journalist, Borgţór Kjćrnested, at han havde fĺet tildelt aktadgang til kongens dagbřger og varslede en bog baseret pĺ dem. I november 2015 holdt Kjćrnested f.eks. et oplćg om sin bogplan i Nordens Hus i Reykjavík. Det var derfor med stor undren at jeg lćste de fřrste nyheder om Knud J.V. Jespersens bog, da dronning Margrethe II overrakte den til Islands prćsident. Forklaringen kan vćre sygdom eller at man ikke magtede opgaven og derfor har Jespersen mĺske viderefřrt arbejdet efter Kjćrnested. Men det fremgĺr ikke af vćrket. Den islandske journalist havde derimod oplyst at han havde mřdt Jespersen pĺ en konference i Finland og at han efterfřlgende havde fĺet adgang til kongens dagbřger med Jespersens mellemkomst.
En sĺdan let adgang til Kongehusets nyere privatarkiver havde man dog aldrig set fřr. Nćrvćrende forfatter fik i sin tid afslag pĺ adgang til Christian X´s dagbřger fra 2. Verdenskrig. Lidt senere fik en dansk historiker adgangen. For at kompensere for sin "fejl", gav Rigsarkivet mig adgang til andet vigtig materiale som dog ikke vedkommer Christian X, og som jeg ikke havde bedt om. Lad os ikke dvćle ved fadćser og rĺddenskab i det danske arkivvćsens andedam. Det er et emne til flere binds vćrk og kommer den sidste islandske regent overhovedet ikke ved.
Bogen om Christian X og Island er rent ud sagt 1,4 kg. af den ringeste betydning, sĺvel for historikere som menigmand. Kongen styrede naturligvis ikke slagets gang i Island - og han forstod den heller ikke helt.
Bogdesigneren břr dog tildeles lidt ros. Rent fysisk er bogen ikke vćrst; En fysisk nydelig bog om en konge som ikke rigtig gad Island - tilrettelagt af en historiker som denne gang ikke rigtig magtede sit hĺndvćrk.
Bćkur | Breytt 16.1.2019 kl. 00:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagspredikun: Biskupsbrek
6.1.2019 | 07:00
Sigurbjörn heitinn Einarsson, biskup íslensku ţjóđkirkjunnar var afar vćnn mađur, segja mér flestir menn, og ekki ćtla ég mér ađ rengja á nokkurn hátt.
Hann kom ţví m.a. verk ađ Passíusálmarnir yrđu lesnir í Ríkisútvarpinu á hverju ári.
"Gegnjúđskađ"
Allir eiga menn sér bernskubrek og einnig óbarđir biskupar. Sigurbjörn lauk skólavist sinni i Menntaskólanum í Reykjavík áriđ 1931 međ ţví ađ skrifa pistil í Skólablađiđ, en svo hét einmitt skólablađiđ Menntaskólanum. Ţetta ritađi biskupsefniđ:
Einn spakur mađur, íslenskur, hefur talađ um, hversu hiđ hvíta mannkyn vćri gegnjúđskađ orđiđ. Er ţađ orđ og ađ sönnu. - Íslendingar eru engir eftirbátar annara hvítra ţjóđa i ţessu efni. Júđum ţakka ţeir bókmentir sínar,- bókmentirnar, "fjöregg ţjóđarinnar". Ţađ er ekkert sjaldgćft ađ Íslendingar ţakki ţađ hebreskum áhrifum ađ sögur voru ritađar, Eddurnar geymdar - og rímur kveđnar. - Slík er ţá frćgđ "söguţjóđarinnar". ...
Einhver voldugasta ţjóđ heimsins er Gyđingar. Hinar arísku ţjóđir hafa gert Ţá ađ kennifeđrum sínum svo mjög, ađ löggjöf sú, sem ţeir Semítarnir sömdu fyrir nćrfelt 3000 árum, má heita undirstađa allrar löggjafar hinna voldugustu og best mentu Ţjóđa af hinum aríska kynstofni. Og Gyđingur er Ţađ, sem oftast er nefndur og ţeirra manna heilagastur sem fćđst hafa, ađ dómi flestra Aria. - Fje heimsins er og mjög i höndum Gyđinga. Mestu fjárplógsmenn hins hvíta heims eru af Gyđingaćttum og hafa sumar ţjóđir fengiđ ađ kenna á ţví nú i seinni tíđ, t.d. Ţjóđverjar. Ţađ liggur viđ ađ Aríarnir kafni undir nafni, (Aríar = herrar). - Einnig hjer á Íslandi er Júđinn vaxinn Íslendingum yfir höfuđ. Og Íslendingar virđast aldrei fá nógsamlega ţakkađ ţeim mönnum, sem ţví ollu upphaflega. Og ţó ćtti ekki ađ vera erfitt ađ skilja hverjum íslenskum manni, ađ ţađ var tilrćđi viđ hiđ íslenska og norrćna ţjóđerni, tilrćđi, sem ađ ben gerđist. Hefur nú grafiđ og grasserađ i ţví sári i nćrfelt 1000 ár og seint mun ganga lćkningin. Jeg fyrir mitt leyti er i engum vafa um ţađ, ađ eina ráđiđ sje ađ upprćta ţann hinn illa meiđinn, taka upp ţráđinn aftur ađ fullu, ţar sem hann var niđur feldur - viđ tilkomu Kristninnar. (Lesiđ grein Sigurbjörns menntskćlings í Skólablađinu).
Ţá var bođskapurinn hjá Sigurbirni ekki kćrleikur líkt og síđar varđ. Seinna gerđist hann félagi í Ţjóđvarnarfélaginu. Hann hélt rćđu í Hafnarfirđi sem fór fyrir brjóstiđ á Sjálfstćđismönnum. Einn ţeirra manna í Hafnarfirđi, sem hallur hafđi veriđ undir Hitler fyrir 1940, klagađi rćđu guđfrćđingsins í Ólaf Thors. Upp úr ţví var hálfgerđur kommastimpill á Sigurbirni, sem víst aldrei tókst ađ hreinsa af honum, eins lofandi og hann hafđi veriđ í skrifum sínum í Menntaskólanum í Reykjavík.
Líkt og margir Íslendingar fyrr og síđar, úr öllu litrófi stjórnmálanna, var Sigurbjörn heltekinn af hatri í garđ gyđinga - ekki ósvipađ ţeim mönnum sem í dag kenna George Soros um allar ófarir sínar og hins appelsínugula átrúnađargođs síns úti í heimi. Ţađ gerir t.d. fólkiđ sem telur múslímahatur sitt vera ađgangskort ađ stuđningi viđ Ísrael. Ísrael er enginn stuđningur eđa akkur í múslímahatri. Hatur sumra múslíma á gyđingum er alveg nóg, svo ađ öfgakristnir fari nú ekki ađ leika sama leikinn.
Hugsanlega gerir Ţjóđkirkjan sér grein fyrir ţví ađ hatriđ í hinum unga manni sem síđar varđ biskup, skýri áhuga hans á Passíusálmunum, sem hann vitnađi einnig í í grein sinni í Skólablađinu áriđ 1931. Ég efa ţađ ţó. Hinir hámenntuđu sérfrćđingar HÍ í Hallgrími Péturssyni, sem ekki ţekkja muninn á Glückstadt (ţar sem Hallgrímur dvaldi) og Glücksburg, hafa ţegar gert kreddu sína ađ öfgatrú.
Ég varpađi ţessum bođskap Sigurbjörns frá 1931 inn á FB Illuga Jökulssonar í umrćđuna um ađför Hannes Hólmsteins á Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Ţar greinid ég einnig frá ţví hjálparstarfi sem Hannes tekur ţátt í, ţegar samtök sem hann er limur í leggur blessun sína yfir ađ t.d. Eystrasaltsţjóđirnar Eistland, Lettland og Lithaugaland, og ţar fyrir utan Úkraína geri á okkar tímum gyđingamorđingja sína í seinni heimsstyrjöld ađ ţjóđhetjum.
Ţađ eru víđa svartar sorgarrendur undir nöglum manna, en skíturinn er oftast sá sami og ekki til kominn viđ vinnu í víngarđi Drottins.
AMEN
P.s. eftir ađ ég setti upplýsingar um ţessi bernskuskrif biskups á FB Illuga Jökuls, skrifađi mér óđur mađur og sagđi mig vera ađ rugla Sigurbirni viđ nafna hans Sigurbjörn Ágúst Einarsson. Svo er ekki. Sá Sigurbjörn, kallađur Bjössi bakari, lćrđi bakaraiđn. Ég hengi ekki bakara fyrir biskup. En ţá, sem hengja ţjóđ kraftaverkameistarans úr Passíusálmunum í snörur haturs síns, gef ég harla lítiđ fyrir.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
Út um stéttar ...
4.1.2019 | 10:23
Árbít mínum nú í morgun lauk ekki fyrir en klukkan hálf ellefu. Ég vakna venjulega snemma og borđa líka árla, en í dag ákvađ ég ađ fasta í nokkrar klukkustundir.
Ég fór í verslun til ađ kaupa nauđsynjar og ćtlađi ađ kaupa mér helgarblađiđ Weekendavisen, en rak ţá augun í Information, sem ég les alla jafna ekki og hef ekki gert í árarađir. Ég hef einfaldlega ekki efni á ţví. Blađiđ kostar 40 DKK í lausasölu, sem er hiđ argasta kapítalíska okur og svínarí.
Ađeins ein ástćđa var fyrir ţví ađ ég keypti hiđ gamla kommablađ Information í morgun. Íslandskort prýddi forsíđuna. Ekki ţarf nú meira til ađ fanga athygli Mörlandans, ţótt forframađur sé!
Ég trúđi vart mínum eigin augum, ţví eitthvađ um móđurlandiđ finnur mađur vart á virkum degi, nema í fyrsta lagi á bls. 4., en venjulega alls ekki, nema kannski í tónlistaraukum prentuđu blađanna - eđa ţegar eitthvađ gýs og skíturinn í bankageiranum vellur yfir.
En eins og siđur minn og erfđagóss hefur fyrir skipađ, rekst ég ávallt fljótt á villur annarra, ţó ég sjái sjaldnast mínar eigin.
Forsíđumyndin í Information var auglýsing fyrir grein eftir hinn ágćta Erik Skyum-Nielsen, sem ég kannast viđ og hef eitt sinn hjálpađ viđ ađ finna villur í bók. Vitnađ er í ljóđlínur eftir Ţorstein Erlingsson á "íslensku". Ţví miđur vill svo illa til ađ tvćr, heilar villur er í ţessum tveimur línum úr ljóđinu. Skođiđ myndina og finniđ ţćr.
Grein Skyum-Nielsens, sem fjallar um Snorra Eddu er međ ágćtum, en eitthvađ hefur runniđ út í sandinn međ stafsetninguna á íslensku. Allt er ekki ritađ alt eins og sumir gerđu á tímum Ţorsteins. Í er ekki skrifađ i.
Smámunir, líkt og Ísland er. En hafa ber ţađ sem réttara reynist eins og viđ Íslendingar segjum - en höldum víst sjaldnast sjálfir. Ţorsteinn Erlingsson orti einnig ţetta:
Ţví fátt er frá Dönum sem gćfan oss gaf,
og glöggt er ţađ enn hvađ ţeir vilja.
Ţađ blóđ sem ţeir ţjóđ vorri út sugu af,
ţađ orkar ei tíđin ađ hylja:
svo tókst ţeim ađ meiđa hana međan hún svaf
og mjög vel ađ hnupla og dylja;
og greiđlega rit vor ţeir ginntu um haf
ţađ gengur allt lakar ađ skilja.
Tak ská´ du ha´! Ţetta á nú ekki viđ um Erik Skyum-Nielsen. En ég er farinn ađ verđa leiđur á sumum öđrum dönsku ţýđendunum sem ţykjast hafa tök á íslensku. Ţađ er nokkuđ langt á milli ţeirra sem ţađ hafa.
Bćkur | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Fornleifur óskar Gleđilegrar Hátíđar - 2018
19.12.2018 | 07:30
Nú ţegar ţiđ eruđ ađ hugsa um hátíđarhumar, hamborgarahrygg og annan helberan hégóma sem blessađ Jesúsbarniđ mátti ekki einu sinni borđa, er mér hugsađ til blessađrar ţjóđarinnar minnar, ţar sem hún í sýndarveruleika norpar yfirgefin í fáránleikanum og fönninni viđ heimskautsbaug.
Ţiđ eruđ öll sleginn af svínslegu orđbragđi dćludóna og furđulegu háttalagi ţeirra sem sitja á hinu háa Alţingi og á börum vinnustađar síns. Mér er síst af öllu öfund í huga. Ţiđ hafiđ náttúrulega ekki kosiđ ŢETTA gređjugrćđgispakk yfir ykkur. Réttast vćri ađ ţiđ fengjuđ öll sanngirnisbćtur fyrir ađ lifa undir öllum hörmungum sem á ykkur ríđa. En ţiđ megiđ ekki fara í jólaköttinn út af vitleysunni.
Fornleifur gaukar hér ađ ykkur uppbyggjandi jólaefni eins og honum er einum lagiđ. Ţađ er ljósmynd frá jólunum 1943 sem nýlega áskotnađist Herminjasafni Fornleifs.
Myndin var tekin á Bessastöđum er Sveinn Björnsson var ţar ríkisstjóri. Einn daginn bönkuđu upp á hjá honum bandarískir hermenn sem vildu syngja fyrir fyrir hann jólasálma:
"Dear Mr. President, we want to present you with some Christmas carols."
"Yes, yes", ríkisstjórinn leyfđi ţađ umsvifalaust og hann og frú Georgína hlustađi greinilega hugfangin á hermennina syngja um blessuđ jólin á ameríkönsku. Hann Bjössi, sonur ţeirra, var nú einu sinni líka hermađur. En reyndar var hann í röngum búningi - Bjössi bolla var óvinurinn sem barđist gegn alheimsgyđingnum, kommúnismanum og innflytjendum, líkt og svo margir sem haldnir eru Soros-óţoli (les gyđingahatri) gera ţann dag í dag á Íslandi. Segiđ svo ađ ţetta jólakort eigi ekki erindi til einhvers.
Starfsmenn Fornleifs óskar ykkur öllum gleđilegrar hátíđar og farsćldar viđ ađ koma dónum og drullusokkum frá völdum, svo ný kynslóđ geti tekiđ völdin frá ykkur aftur og kafsiglt ykkur á annan hátt. T.d. međ skrifborđsfargi frá 10. hćđ í ljótu húsi í Brussell. Starf BjöSSa ríkisstjórasonar er sko ekki unniđ fyrir gýg. Herrafólkiđ hefur tekiđ völdin, bćđi í Brussell og Washington og syngur sem hćst gamla slagarann Hver sá mömmu myrđa Jólasvein, međ sveđju sinni í eldhúsinu í gćr.
Dátar á Íslandi voru andstćtt Íslendingum mjög gefni fyrir ađ syngja jólasálma úti í hríđarveđri. Ţeim var nefnilega sjaldan bođiđ inn, nema ađ ţeir hétu Rockwell. Ef einhver á vinstri vćngnum hefur velt fyrir sér, hvar Heklu-úlpan er upprunnin, skođiđ ţá vel ţessa mynd.
Myndin efst er fréttamynd sem send var út til dagblađa og tímarita í Bandaríkjunum í janúar 1944 og telex-textinn sem fylgdi myndinni hljóđađi svo:
Gamlar myndir | Breytt s.d. kl. 07:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Jólakötturinn og sćnska bollan
9.12.2018 | 14:44
Eftir fáeina daga er messa heilagrar Lúsíu, og ţví viđ hćfi ađ bćta dálitlu viđ ranga sögu daganna. Fyrir löngu síđan birtist frekar ţunn grein í Árbók hin íslenska Fornleifafélags. Í greininni gerđi Guđmundur Ólafsson ţví skóna ađ bolla ein í Svíţjóđ, sem er borđuđ á ađventunni og á Lúsíuhátíđ 13. desember ár hvert, og kölluđ er Lussekatt ellegar Lussebulla (sjá mynd efst), sé tengd einhverjum Lúsíferketti og sé ţví skyld íslenska Jólakettinum.
Ţetta dómadags rugl hefur ţví miđur veriđ tekiđ upp af merkari höfundi, Árna Björnssyni. Vitleysan átti hins vegar ekki langt ađ fara. Guđmundur og Árni sátu heilan mannsaldur í turni Ţjóđminjasafnsins, Guđmundur á fjórđu hćđ og Árni á ţeirri fimmtu. Guđmundur deildi víst viđ Árna um jólaköttinn og svo kom grein Guđmundar, sem byggđi á litlu úrvali af ritum, ţar sem jólakötturinn íslenski var tengdur viđ sćnska bollu. Mađur sér oft menn sem menntađir eru í Svíţjóđ vađa í villu um ţessa blessuđu lussebollu, sem aftur á móti hinn fínasti bakstur, en á sér allt ađrar rćtur og engan skyldleika viđ íslenska jólaköttinn.
Uppruninn
Lussekatt-bollan er af sumum talin ćttuđ frá Ţýskalandi og bollan sé ekki eldri en frá 17. öld. Ţví fylgja hins vegar engar gođar röksemdir. Enn ađrir sérfrćđingar í Svíţjóđ hafa hins vegar komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ Lussebullan eđa Lussekatten sem bollur hafi ekki veriđ orđ sem komin voru inn í ritađ sćnskt mál fyrr en eftir 1912. Fyrir ţann tíma var ađeins til bolla í SV-Svíţjóđ sem kölluđ var dövelskatt eđa álíka (djöfulsköttur) og mun ţađ vera algjörlega annađ bakkelsi en lussebullan sem seld er í dag. Sögur af Lusse-katt eđa Lúsíuketti sem tengist sögunni um Lúsíu er ekki sögđ fyrr en í Göteborg Handels- och Sjöfartstidning áriđ 1897.
Lussebullan sem seld er í dag er gul. Liturinn kemur úr saffrani, sem er ţurrkađ frćni saffran-krókusins (crocus sativus), en oftast falsks saffran (sem m.a. getur veriđ carthamus tinctorius sem eru blómblöđ af ţistilblómi; Lćriđ um muninn á ekta og fölsuđu saffrani hér og ţiđ muniđ fljótlega sjá ađ mest af ţví saffrani sem selt er á Íslandi er falsađ) í bollunum, ţví sjaldan bragđast ţćr af ekta saffrani. Bollan var ekki lituđ gul fyrr en rétt fyrir aldamótin 1900. Ţá fyrst var fariđ ađ setja saffran í bolluna. Ţjóđsögnin sćnska um bollu heilagrar Lúsíu er í dag orđin nćrri ţví eins frćg og ABBA hefur tekiđ ýmsum breytingum á 20. öld, en er líklega ekki eldri en frá lokum 19. aldar. En hvernig varđ bollan ţá til?
Ítalskir bakarar
Margir af ţeim bökurum og kökugerđarmeisturum sem settust ađ í Svíţjóđ og í Danmörku á síđari hluta 19. voru ítalskrar ćttar. Sumir komnir frá retórómanska hluta Sviss og ađrir frá Ítalíu. Á norđurlöndunum voru Ítalirnir í alls kyns skemmtanaiđnađi, en urđu ţekktastir fyrir kaffi, ís og kökuhús sín sem fáein eru enn til. Íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfnu létu vel af kaffi og veitingum hjá Ítölunum (sjá hér). Á nćsta ári birtist eftir mig grein í dönsku tímariti um einn ţátt í sögu Ítalanna sem ekki hefur veriđ vel kunnur. Nú vill svo til ađ ekki löngu eftir ađ köku og kaffihúsaítalirnir birtust í Skandinavíu, kom lussebullan fram á sjónarsviđiđ.
Augu Lúsíu
Og viti menn, á Ítalíu er gömul hefđ fyrir ţví ađ menn baki Occhi di Lucia, Lúsíuaugu, fyrir hátíđ Lúsíu, ţann 13. desember. Lúsíuaugun eru litlir snúđar/hringir eđa smákökur sem gjarnan eru húđađir međ glassúr og efst er sett sykurperla eđa ţurrkađur ávöxtur. Siđur ţessi er best ţekktur í Pugliu (hćlnum á Ítalíu) en sést ţó víđar, og nú eru reyndar Lussebrauđin sćnsku orđin mjög vinsćl á Ítalíu og sumir Ítalir vita ekki einu sinni ađ ţau eru sćnskt fyrirbćri. Sums stađar á Ítalíu eru Lúsíuaugun bollur sem steiktar eru í olíu og yfir ţćr er síđan stráđ púđursykri.
Lúsíubrauđ, eru augu heilagrar Lúsíu (Santa Lucia) frá Sikiley sem stakk augun úr sjálfri sér á 4. öld e. Kr. Af ţeim sökum varđ hún ađ heilögum píslavćtti. Konur sem stinga úr sér augun fyrir trúna voru fyrrum taldar hetjur í heitum löndum ţar sem fólk er ćstara en á Íslandi. Ég leyfi ţeim sem hafa áhuga á brjáluđum konum, sem í trúarćđi stinga úr sér augun, ađ lesa ykkur til um sögu hennar hér. Kettir tengjast hins vegar sögninni um heilaga Lúsíu á engan hátt. Vonandi tekur sćnska mafían á Íslandi ţví međ stóískri ró.
Nú ţegar Fornleifur telur sig vera búinn ađ leysa gátuna um sćnska bollu sem ekkert á skylt viđ (svartan) kött á Íslandi, sem menn lituđu reyndar svartan seint og síđar meir og eignuđu Grýlu og Leppalúđa, er vert ađ minnast ţess ađ sagan um Grýlu er kannski ekki eins rammíslensk og menn vilja vera láta. Sjá hér.
Knecht Ruprecht og Zwarte Piet
Í Ţýskalandi og Niđurlöndum gekk skósveinn heilags Nikulásar undir nöfnunum Knecht Ruprecht og Zwarte Piet. Gćti hugast ađ Íslendingar hafi heyrt um ţá og blandađ ţeim saman viđ jólakött sem ţeir ţekktu fyrir? Líklegast eru síđustu forvöđ ađ rannsaka ţađ, ţví stjórnmálaflokkar í Hollandi og Ţýskalandi vilja láta banna ţá félaga. Ţá er víst ekki langt í ađ Píratar vilji láta banna Grýlu og Leppalúđa. Fyrr má nú fyrr vera.
Já Knecht Ruprecht hafđi sums stađar hala, var svartur međ horn og löng kattareyru og ţessi er meira ađ segja međ vönd í hendi. Í ţessu tilvikiđ sló hann börnin, en endrum og eins ţegar drengir hétu Siegmund og voru ódćlir, ţá sveiflađi hann ţeim beint upp í pokann sinn, sem er karfa á ţessu listaverki. Íslensk ţjóđtrú? Hugsiđ ykkur vel um. Er hún alltaf alíslensk?
Smá viđbót
Áđur en fyrrnefnd grein Guđmundar Ólafssonar í Árbók Fornleifa-félagsins birtist, hafđi hann skrifađ styttri útgáfu af greininni fyrir Lesbók Morgunblađsins (sjá hér). Ţar nefndi hann mjög hróđugur í rimmu sinni viđ Árna Björnsson til sögunnar brauđ í Hollandi sem kallast duifekater eđa deufekater (bein ţýđing dúfuköttur). Ţađ er til í als kyns myndum, en brauđin eru á engan hátt svipuđu lussekatten í Svíţjóđ. Duifekater eiga ţađ sameiginlegt ađ vera nokkuđ stór brauđ, bökuđ međ smjöri, mjólk og stundum eggjum. Guđmundur Ólafsson tengiđ ţađ eingöngu viđ jólin. Ţví fer fjarri, brauđiđ er einnig borđađ á páskum og á Hvítasunnu, eđa ţegar ekki átti ađ spara til. Ţegar orđsifjafrćđingar hollenskur á fyrri hluta 20. aldar var ađ velta ţessu nafni fyrir sér ályktuđu hann, eftir ađ hafa heyrt um lussekatten í Svíţjóđ, ađ Duifekater vćri afbökun úr forngermönsku - hvorki meira né minna. Úr ţeirri ćfingu var til "djöfuls köttur" og seinna "djöfuls kaka". Líklegast er ađ hvortveggja sé ţvćla. Hollenska er gegnumsýrt tungumál af öllum tungumálum í nágranni viđ Niđurlönd. Duifekaters brauđin voru fyrst og fremst ţekkt á fremur litlu svćđi, Amsterdam og Zaanland norđan viđ Amsterdam, ţar sem gestkoma erlendra sjómanna var mikil. Nýjasta kenningin um uppruna Duifekater-brauđsins, sem mér ţykir áhugaverđ er ađ ţađ sé afbökun á frönsku deux fois quatre (tvisvar sinnum fjórir) sem hljómar nćrri ţví eins og Duifekater.(Sjá frekar hér)
Brauđiđ vó nefnilega tvisvar sinnum meira en venjulegur fjögurra kvarta brauđhleifur. Brauđiđ gćti einnig veriđ afbökun á orđi fyrir dúfnahús (dúfnakofa) Dovecots eđa Dovecotes á ensku eru dúfnahús. Flćmska orđiđ fyrir dúfnahús er Duivenkot. Dovecote eđa Dovecot eru gamalt orđ í ensku. Dúfan táknađi heilagan anda í kristnum siđ. Cot gat líka merkt jötu. Auđvelt er ađ tengja jóla og páskabrauđ viđ heilagan anda og barn í jötu. Sunnar í Niđurlöndum á frönsku málsvćđi heitir jólabrauđiđ Cougnou sem oft er í laginu eins og hvítvođungur sem hefur veriđ vel vafinn.
Í Hollandi voru Duivekater-brauđin stundum ríkulega skreytt međ litlum helgimyndum á 17. öld. T.d. hvítvođungum. Hvernig dettur mönnum í hug ađ slík brauđ hafi tengst "djöflaketti". Jú, ţegar ţeir halda ađ Svíţjóđ sé miđja alheimsins, er ekki ađ spyrja ađ ţví.
Matur og drykkur | Breytt 11.12.2018 kl. 11:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Dorrit og Ólafur á Hanukkahhátíđ í Reykjavík 2018
3.12.2018 | 13:57
Hin síunga og vinsćla Dorrit Moussaieff og karlinn hennar óframfćrni, hann Ólafur Ragnar Grímsson, sem og t.d. ţýski sendiherrann á Íslandi mćttu í gćr viđ fyrstu opinberu tendrun ljósa á Chanukka. Fyrsta ljósiđ var kveikt á risavaxinni Hanukkíu, áttaarma ljósastikunni, sem notuđ er til ađ minnast ljóshátíđarinnar. Átta ljós verđa tendruđ á nćstu dögum fram til 9. desember til ađ minnast ţess er gyđingar vígđu aftur musteriđ sitt áriđ 164 fyrir okkar tímatal eftir ađ ţeir höfđu sigrađ Grikki sem um tíma höfđu gerst herrar í landinu helga.
Reyndar eru ljósin á ljósastikunni stóru rafmangsljós, sem er ef til vill viđeigandi á Íslandi,ţar sem rafmang er enn ódýrt, ţví Ísland er ekki međ í ESB. En viđ tendrun ljósanna minnast gyđingar ólívuolíunnar sem gyđingum tókst ađ skrapa saman eftir sigurinn gegn Grikkjum til ađ tendra stikuna góđu, sem reyndar var sjöarma (smáatriđi), í Musterinu í Jerúsalem.
Myndin er tekin af vef Gyđinglegu miđstöđ Chabad hreyfingarinnar á Íslandi (Jewish Center of Iceland).
Fornleifur óskar öllum ljóss í svartnćttinu. Eftir Klausturkráardrukktúr útsendara myrkrahöfđingjans er um ađ gera ađ upplýsa borgina og landsmenn alla sem mest. Chag Hanukkah Sameach. Borđiđ Latkes og sufganiot og fagniđ ljósinu í öllu myrkrinu.
Einhvern tímann verđur ljósastikan í Reykjavík stćrri en jólatréđ á Austurvelli. Ţađ verđur ađ lyfta rabbínanum upp til ađ kveikja. Ţessi mynd er tekin í Mumbai) á Indlandi.
Ţessa mynd, af ljósahátíđareiđhjóli Chabad-manna í Kaupmannahöfn, tók ritstjóri Fornleifs fyrir fáum árum (2015) í Kaupmannahöfn viđ tendrun stikunnar á Ráđhústorginu ţar. Ţar dönsuđu menn sér til hita, en mér sýnist ađ slíkt hafi ekki gerst í Reykjavík.
Bloggar | Breytt 4.12.2018 kl. 09:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Meira um garđahúfuna
2.11.2018 | 10:13
Hér á Fornleifi hefur áđur veriđ skrifađ um garđahúfuna (sem einnig var kölluđ kjólhúfa og tyrknesk húfa). Ţađ var gert út frá myndskyggnu frá lokum 18. aldar í safni hans sem sýnir slíka húfu borna af Reykjavíkurmeyju.
Ţetta höfuđfat fćr ekki náđ fyrir tískudrósunum í Ţjóđbúningaráđi, sem er vitaskuld mjög mikilvćgt fyrirbćri í landi ţar sem fólk segist ekki vera ţjóđernissinnađ.
Í byrjun ţessa árs uppgötvađi ég fleiri heimildir um garđahúfuna, sem aldrei fékk náđ fyrir sjónum ţjóđbúningasérfrćđinga á Íslandi.
Danski liđsforinginn, landkönnuđurinn, fornfrćđingurinn og Íslandsáhugamađurinn Daniel Bruun sýndi ţessari húfu nokkurn áhuga og teiknađi hana í ţrígang. Teikningar hans eru varđveittar í Danska Ţjóđminjasafninu. Ég birti ţessar myndir hér í von um ađ einhverjar ţjóđernissinnađar konur geri ţessu pottloki hćrra undir höfđi, ţví ţađ getur allt eins veriđ eldri hefđ fyrir en t.d. skúfhúfunni. Garđahúfan gćti jafnvel haft miđaldarćtur (sjá hér).
Fornleifur er á ţví ađ menn hafi hugsanlega fariđ ađ kalla húfu ţessa garđahúfu, eftir garderhue, dönskum hermannahúfum í lífvarđaliđi konungs.
Bjarnarskinnshúfur voru ekki einu höfuđföt lífvarđar konungs. Teikningin er frá 1886.
Ţjóđbúningar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú fjölgar Ţórshömrum ört : Kennslustund í fornleifafrćđi
20.10.2018 | 18:57
Svo virđist sem ađ áđur óţekkt bćjarrúst hafi fundist í Ţjórsárdal. Hvort ţađ er rúst sem áđur hefur veriđ vitađ um, skal ósagt látiđ, en ekki hefur veriđ gefinn upp stađsetning á hana opinberlega. Best er ađ hún fái friđ.
Fréttir af fundi Ţórshamarsins berast eins og eldur í sinu um heiminn allan. Nú síđast til Japan. Ţađ er ţó fyrst og fremst vegna ţórshamarsins skornum úr sandsteini sem fannst er fornleifafrćđingar fóru ađ róta á yfirborđi rústarinnar sem hefur veriđ frekar stórt.
Flest rústanöfn í Ţjórsárdal voru búin til og útskýrđ/skírđ og stađsett međ mikilli óvissu á 19. og 20. öld, t.d. Brynjólfi Jónssyni og síđar af Jóhanni Briem og Gísla Gestssyni. Ţegar bćjarrúst sem nú er nákvćmlega stađsett, gangstćtt ţví sem áđur var, fćr nafn núlifandi Ţjórsdćlinga og er kölluđ Bergstađir eftir Bergi Björnssyni á Skriđufelli, er ţađ góđ lausn í stađ vangavelta um stađarnöfn sem 19. aldar menn og voru ađ velta fyrir sér. Ţess má geta ađ bróđir áhugafornleifafrćđingsins Bergs, Björn Hrannar, vann eitt sinn viđ viđgerđir á Stöng međ Víglundi Kristjánssyni hleđslumeistara og var hinn mesti dugnađarforkur. Ţeir brćđur eru sannir Ţjórsdćlingar.
Ljóst er ađ ţetta er rúst stađsett, svipađ og margar ađrar rústir í dalnum, fremst viđ lítiđ fell. Hvort varđveisla rústarinnar er góđ, er eftir ađ koma í ljós. Líklegt er a er mest allt upp blásiđ, rústađ og runniđ til. Kannski er einhver heillegur kjarni eftir undir uppblásturssprengdu yfirborđinu og ţví vert ađ rannsaka stađinn ađ hluta til til ađ sjá hvers kyns er.
Ţórshamratal: Öxi var upphaflega Ţórshamar
Ef fornleifafrćđingarnir, sem nú vinna viđ fornminjaskráningu í Ţjórsárdal fyrir sveitarfélagiđ ţar, hefđu haft góđa og almenna ţekkingu á íslenskri fornleifafrćđi úr námi sínu í HÍ, vissu ţeir, ađ Ţórshamarinn eđa Mjölnistákniđ sem ţeir fundu í mannvistarleifum á bćjarhólnum sem Bergur Ţór Björnsson fann, er ekki annar Ţórshamarinn sem fundist hefur á Íslandi líkt og haldiđ var kinnrođalaust fram í frétt sjónvarpsins/RÚV.
Hann er sá fimmti og jafnvel sá sjötti. Međ ţessari grein er ekki ćtlunin ađ fjölga Ţórshömrum Íslands á innan viđ hálfum mánuđi. Ţeir eru einfaldlega fleiri en tveir! Greininni er ađeins ćtlađ ađ vera frćđsla fyrir fornleifafrćđinga sem greinilega fengu ekki nćgilega góđa menntun viđ Háskóla Íslands eđa úr öđrum menntastofnunum. Vonandi nýtist greinin einnig öđrum sem nenna ađ lesa hana.
1
Fyrsti Ţórshamarinn sem fannst á Íslandi er ugglaust sá hamar sem sést á líkneskinu frá Eyrarlandi í fyrrv. Öngulsstađarhreppi í Eyjafirđi. Ég tel persónulega ađ líkneskiđ eigi ađ sýna Ţór međ Mjölni og sömuleiđis fjarstćđu ađ velta ţví fyrir sér, ađ ţetta sé mynd af Kristi ađ kljúfa kross.
Eyrarlands Ţór (Ţjms. 10880). Ljósm. Ţjóđminjasafn Íslands.
2
Annar Ţórshamarinn sem fannst á Íslandi er líklegast blanda af krossi og Ţórshamri. Ţađ er krossinn frá Fossi í Ytrihreppi í Hrunamannahreppi, sem ég tel persónulega ađ sé kross frekar en hamarstákn, ţó svo ađ hann sé seldur sem minjagripur í alls kyns forljótum afmyndunum um allan heim sem ţórshamar. Ţjóđminjasafniđ kallar hann hins vegar enn Ţórshamar og ţví ber ađ fylgja ţví safniđ er heimahöfn krossins. Í sýningarbćklingi frá 1992-93 fyrir stórar Víkingasýningar sem haldnar voru í stórborgum Evrópu, benti ég fyrstur manna á ađ krossinn ćtti sér hliđstćđu í Noregi (sjá hér).
Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
3
Ţriđji hamarinn, sem er úr silfri, fannst í bátskumli í Vatnsdal í Patreksfirđi, og hef ég m.a. gert honum skil í grein í hinni góđu bók Gersemar og Ţarfaţing sem Ţjóđminjasafniđ gaf út áriđ 1994 (sjá hér). Gripurinn er án nokkurs vafa Ţórshamar.
Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
4
Fjórđi ţórshamarinn sem fundist hefur, fannst á Stöng í Ţjórsárdal áriđ 1992. Hann var skorinn út á enda beinprjóns og fannst í fyllingu grafar frá 11. öld og gćti hćglega hafa komist í hana úr gólfi byggingar sem var á Stöng, sem byggđ var skömmu eftir landnám í lok 9. aldar.
Gröfin sem prjónninn fannst í var grafin í gegnum gólfiđ á ţeirri byggingu (sjá grunnteikningu hér fyrir neđan). Upphaflega túlkađi ég hamarinn sem öxi, ţótt samstarfsamađur minn einn hefđi haft ţađ á orđi ađ prjónninn hafi upphaflega rétt eins geta veriđ ţórshamarlíki. Hamarinn er skorinn út sem höfuđ á beinprjóni. Greinilegt var ađ prjónninn hefđi í öndverđu getađ hafa orđiđ fyrir hnjaski ţannig ađ af honum brotnađi og hann leit upp frá ţví út sem öxi.
Beinprjónn sem fannst á Stöng í Ţjórsárdal áriđ 1992 og sem upphaflega hefur haft form Ţórshamars. Prjónsbrotiđ var 6 sm langt er ţađ fannst, en hefur styst nokkuđ viđ forvörslu. Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.
Eftir fund Mjölnis á Bergsstöđum, er ég nú orđinn fullviss í minni sök varđandi prjóninn sem fannst á Stöng 1992. Höfuđ prjónsins var ađ ţví er ég hélt međ axarlagi. En nú verđ ég ađ breyta um skođun. Ţađ var brotinn Ţórshamar sem fannst á Stöng. Form beinprjónsins frá Stöng, utan ţess sem á vantar, er ekki alveg eins og annarra Ţórshamra frá sama tíma á Norđurlöndum, en aftur á móti nákvćmlega ţađ sama og Ţórshamarsins frá Bergstöđum.
Best er heldur ekki ađ gleyma ţví ađ ég minntist á möguleikann á ţví ađ prjónninn sem fannst á Stöng hefđi upphaflega veriđ Ţórshamar í grein sem ég skrifađi fyrir hiđ víđlesna danska tímarit Skalk áriđ 1996 (sjá hér).
Prjónninn fannst í fyllingu grafarinnar sem gefinn hefur veriđ blár litur á ţessari teikningu. Hann er vafalaust ćttađur úr gólfi rústar sem merkt er međ C á teikningunni, sem var hús byggt um 900. Ofan á ţađ hús var reist smiđja (B) og ofan á smiđjunni var byggđ kirkja (A) sem hefur veriđ fjarlćgđ ađ hálfu til ađ rannsaka hluta smiđjunnar.Til gamans gert.
5
Fimmti ţórshamarinn er nú nýlega kominn undir hendur fólks međ hvíta hanska. Einnig var ranglega hermt í frétt á RÚV, ađ ţetta vćri eini ţekkti ţórshamarinn sem skorinn hefur veriđ í stein.
Hann er skorinn úr steini. Ţórshamar hefur einnig fundist ristur í stein á Grćnlandi (sjá neđar) og Ţórshamrar hafa til forna einnig veriđ skornir úr rafi, sem er steingert efni. Einn slíkur hefur t.d. fundist í Hedeby (Haithabu) ásamt mynd af Ţórshamri sem hefur veriđ ristur í stein (kléberg). Kannski er ţessi fáfrćđi um Ţórshamra lélegri kennslu í HÍ ađ kenna?
Bergsstađahamarinn. Ljósm. RÚV
Ţórshamrar fundnir í Hedeby í Slésvík.
6
Ef til vill er sjötti íslenski ţórshamarinn kominn í leitirnar. Ég hafđi í vikunni samband viđ Berg Ţór Björnsson varđandi fund hans á rústinni í Ţjórsárdal, sem er ekki langt frá Reykholti í Ţjórsárdal, sem nú ber nafn hans. Hann sagđi mér frá fólki frá Selfossi sem hafđi fundiđ ţórshamar viđ rústina í Sandártungu, sem var rannsökuđ af vanefnum áriđ 1939. Hún er austur af bćnum Ásólfsstöđum.(Reyndar hefur sorphaugur viđ rúsina veriđ rannsakađur nýlega og telur Gavin Lucas einn af kennurunum viđ HÍ í fornleifafrćđi ađ íbúar í Sandártungu hafi ekki veriđ eins miklir kotungar og Kristján Eldjárn hélt. Sandártunga fór fyrst í eyđi á 17. öld).
Hafđi ég samband viđ Ragnheiđi Gló Gylfadóttur fornleifafrćđing sem vinnur viđ fornleifaskráningu í Ţjórsárdal á vegum einkafyrirtćkisins Fornleifastofnunar Íslands. Ragnheiđur sendi mér ţessar upplýsingar um fundinn frá Sandártungu er ég hafđi samband viđ hana:
"Ég fékk ţennan grip í hendurnar fyrir viku. Og hann er ekki líkur öđrum ţórshömrum sem ég ţekki. Ég er enn ađ skođa hann, hann er mjög lítill og mögulega hćgt ađ tengja hann viđ börn á einhvern hátt. En ég er ađ skođa gripinn og túlkunin gćti breyst í ţví ferli."
Ţađ verđur spennandi og frćđandi ađ sjá hvađ kemur út úr rannsóknarferli Ragnheiđar Glóar Gylfadóttur viđ ađ greina meintan Ţórshamar úr Sandártungu. Ţann hamar hef ég ekki enn séđ.
Kljásteinn úr klébergi sem á hefur veriđ ristur Ţórshamar. Gripurinn fannst viđ fornleifarannsóknir í Brattahlíđ. Ljósm. NM, Křbenhavn.
Ţess ber ađ geta ađ aldursgreining međ Ţórshömrum er annmörkum háđ. Menn voru til ađ mynda ađ krota Ţórshamra á hluti eftir áriđ 1000 e. Kr. á Grćnlandi. Viđ rannsóknir í Bratthlíđ á 7. áratugnum fundu fornleifafrćđingarnir kljástein úr tálgusteini (klébergi) sem á hafđi veriđ krotađur Ţórshamar. Annađ hvort hefur listamađurinn í Brattahlíđ veriđ ađ krota hamar sem hann vildi smíđa sér, eđa ađ einhvern íbúa Brattahlíđar, sem flestir voru orđnir kristnir ađ ţví ađ taliđ er, hefur lengst eftir gömlu gođunum sínum, heima á gamla landinu (Íslandi). Tel ég síđari möguleikann líklegri en ţann fyrri.
Ţví miđur er prjónninn frá Stöng í dag ekki lengur eins og hann var áriđ 1993, er ég fann hann og ljósmyndađi hann áđur en hann var afhentur til forvörslu. Hann er t.d. orđinn styttri en hann var er hann fannst. Hann var enn í kćliskáp á ţáverandi forvörslustofu safnsins áriđ 1996 er mér var bolađ úr starfi á Ţjóđminjasafninu. Síđar, bćđi 2004 og 2011, bađ ég um ljósmyndir af prjóninum sem viđ fundum á Stöng, og fékk loks senda afar lélega mynd, sem ég get ekki notađ til neins, ţví hún er ekki í nćgilega góđum gćđum til ađ birta hana. Best er ekki ađ sakast viđ forverđina, ţeir gerđu bara ţađ besta sem ţeir gátu á illa reknu safni. Mynd af af prjóninum frá Stöng hefur enn ekki birst á Sarpi (sarpur.is).
Efniđ í Ţórshamrinum frá Bergsstöđum
Ţrjú sandsteinsbrot úr skálum eđa kerjum, sem fundust í yngsta skálanum á Stöng áriđ 1983 og 1992. Brotin á efrimyndinni heyra saman. Lengra brotiđ lengst er 9,4 sm. Brotiđ á neđri myndinni fannst áriđ 1992 vestan viđ kirkjuna á Stöng kantbrot af skal/keri og er um 4.4 sm ađ lengd. Ljósmyndir Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Efniđ, ţ.e.a.s. sandsteinninn í Ţórshamrinum frá Bergsstöđum, sýnist mér sömuleiđis vera ţađ sama og í skál einni mikilli sem fannst í búrinu á Stöng áriđ 1939.
Skál eđa bolli úr fínkornóttu móbergi sem fannst í búrinu á Stöng áriđ 1939. Mesta ţvermál bollans er 38,5 sm og hćđin er 14 sm. Myndin er úr bókinni Forntida Gĺrdar i Island frá 1943.
Ţrjú brot úr grýtum úr svipuđu efni fundust viđ fornleifarannsóknir á Stöng áriđ 1983 og 1984.
Reyndar hafa einnig fundist á Stöng og víđar brot af írskum eđa enskum sandsteini (Lithic Arenite) sem voru notađir sem hverfisteinar og brýni. Ţeir bera sama lit, en eru úr miklu harđari steini og innihalda kvarts-kristalla sem ţessi steinn gerir ekki. Sandsteinninn í brýnunum og hverfisteinunum er miklu harđari og hentar ekki til ţess ađ skoriđ sé í ţá.
Ég leyfi mér ţví ađ halda ađ steintegundin í hamrinum sé úr nágranni fundarstađarins og ađ efniđ í hamrinum sé sandsteinsset sem steypst hefur inn í móberg viđ gos undir vatni eđa ís. Líkt efni er t.d. í steinkistu Páls Biskups Jónssonar í Skálholti.
Ţjórsárdalur var yfirgefinn í áföngum og lagđist ekki í eyđi áriđ 1104
Ţjórsárdalur á sér fullt af leyndarómum, sem almenningur virđist ekki hafa haft miklar spurnir af, ţrátt fyrir mikiđ erfiđi viđ ađ halda ţví í frammi. Ógurlegur ferđamannaiđnađurinn sem nú tröllríđur íslensku efnahagslífi á vissan hátt í ađ breiđa gamlar dogmur úr.
Í stuttu máli sagt ţá fór dalurinn ekki endanlega í eyđi í miklu Heklugosi áriđ 1104. Ţetta sýndi ég fram međ rannsóknum á aldri ýmissa forngripa sem fundist hafa á Stöng í Ţjórsárdal, fjölda kolefnisaldursgreininga kolefnisaldursgreiningum og afstöđu gjóskulaga á 9. áratug síđustu aldar. Síđan hafa ađrir fornleifafrćđingar og jarđfrćđingar komist ađ sömu niđurstöđu og ég en um leiđ reynt ađ rúa höfund ţessarar greinar heiđrinum fyrir ţessari tilgátu minni um áframhaldandi byggđ í Ţjórsárdal eftir eldgosiđ 1104, sem á sínum tíma var vćgast sagt ekki öllum um geđ (sjá hér, hér og hér).
Sumir bćir á Ţjórsárdalssvćđinu fóru í eyđi fyrir 1104, ađrir eftir gosiđ og enn ađrir, líkt og Stöng, rúmum 100 árum eftir ađ gosiđ átti sér stađ. Stađsetning bćjanna hafđi mikiđ ađ segja um hvort byggđ lagđist af í gosinu 1104 eđa ekki. Uppblástur í hluta dalsins var engu síđra vandamál fyrir frumbyggjana ţar en eldgosin.
Annar leyndadómur Ţjórsárdals er ađ íbúar í dalnum á mismunandi tímum voru harla náskyldir hvorum öđru, og voru ţađ greinilega ţegar í Noregi. Ţetta kom áriđ 1993 fram viđ mannfrćđirannsóknir dr. Hans Christians Petersen (sem nú er prófessor viđ Syddansk Universitet) í verkefni sem viđ unnum saman ađ. Miklar líkur er á ţví ađ íbúar dalsins hafi ađ verulegum hluta átt ćttir ađ rekja til nyrđri hluta Noregs. Um ţađ er hćgt ađ lesa í ýmsum greinum hér á Fornleifi.
Í Ţjórsárdal voru menn völundarsmiđir og ţađ vekur furđu hve oft sömu gerđir af fornminjum finnast í dalnum međ sama skreytinu (sjá hér). Margar rústanna í dalnum eru međ sama lagi, hinu svo kallađa Stangarlagi, sem er ţó hin yngsta gerđ af skálum sem reistir voru í dalnum og líklega ekki fyrr en um og eftir 1100.
Ţjórsárdalur | Breytt 21.10.2018 kl. 13:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
Hvenćr leiđréttir Alţingi villur á vef sínum?
16.10.2018 | 09:11
Á vef Alţingis eru upplýsingar um alla alţingismenn. Einn ţeirra hefur gefiđ rangar upplýsingar um sjálfan sig, eđa ađrir um hann. Hér á ég viđ Davíđ Ólafsson sem var ţingmađur 1963-1967 og einnig fiskimálastjóri og seđlabankastjóri.
Glćstur ferill Davíđs er útlistađur á vef Alţingis, en ţar er ţó hvergi minnst á pólitískan feril hans sem međlims Ţjóđernishreyfingar Íslendinga.
Upplýst er ađ hann hafi fengiđ prófgráđu viđ háskólann í Kiel áriđ 1939.
Skjalasöfn í Ţýskalandi finna engar upplýsingar um ţá prófgráđu eđa ađ hann hafi veriđ á lista yfir erlenda námsmenn viđ háskólann í Kiel.
Vitaskuld er ekki viđ Alţingi ađ sakast, ef ţinginu hafa veriđ fćrđar rangar upplýsingar. Í Hagfrćđingatali er ţví haldiđ fram ađ Davíđ hafi veriđ Bac. sc. oecon. eđa "bac[calaureus] sc[ientić] oecon[omicć]. Ţađ er bara einn galli á gjöf Njarđar viđ ţessa upplýsingu, og ţađ heldur stór. Ekki voru gefnar bakkalárusagráđur í Ţýskalandi ađ ráđi eftir 1820 (ţiđ lesiđ rétt: Átjánhundruđ og tuttugu). (sjá hér og hér).
Óskandi vćri ađ Alţingi tćki ekki ţátt í hvítţvćtti á íslenskum nasistum sem lugu til um menntun sína, Íslandi til vandrćđa á alţjóđavettvangi. Ţađ ţarf ađ gera betur hreint !
Myndin efst er af hálfóttaslegnum Davíđ Ólafssyni. Hún var tekin á OECD-fundi. Engu er líkara en ađ Davíđ hafi veriđ hrćddur á međal allra topp-hagfrćđinganna sem ţar voru staddir.
Íslenskir nasistar | Breytt 17.10.2018 kl. 04:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)