Bloggfćrslur mánađarins, desember 2016
Ísland á sýningu í París 1856-1857
28.12.2016 | 21:06
Í nóvember 2014 var hér á Fornleifi greint frá sýningunni Musée Islandique, sem haldin var Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn 15. nóvember 2014 til og međ 18. janúar 2015. Sýningin og öll vinna Ólafar Nordals listamanns viđ hana var međ miklum ágćtum.
Myndlistarverkefniđ Musée Islandique eftir Ólöfu Nordal samanstendur af tveimur ljósmyndaröđum sem bera heitiđ Musée Islandique og Das Experiment Island. Verkin voru sýnd á Listasafni Íslands áriđ 2012, í Maison d´Art Bernard Anthonioz í París áriđ 2013 og í Nordatlantens Brygge, ţar sem allt of fáir sáu ţessa góđu sýningu, ţótt gerđ hennar á Íslandi hafi veriđ vel nokkuđ vel sótt (1).
Líkt og fram kom í sýningarskrá hinnar frábćru konseptsýningar Ólafar Nordals, heillađist Ólöf af mannfrćđiáhuga 19. og 20. aldar eftir ađ hún rakst á gifsafsteypur af 19. aldar Íslendingum sem eru flestar varđveittar í frumgerđ sinni á Musée de l´Homme í París, utan ein, sem er af Birni Gunnlaugssyni. Hún er varđveitt í afsteypu á Kanaríeyjum, nánar tiltekiđ á El Museo Canario í Las Palmas, ţangađ sem myndir var í eina tíđ seld af Musée de l´Homme í París. Á sýningu Ólafar voru ljósmyndir, sem hún lét taka á Las Palmas og í París, af ţeim afsteypum sem gerđar voru af Íslendingum áriđ 1856. Afsteypurnar voru af Íslendingum og Grćnlendingum og gerđar ađ mönnum í för međ franska prinsinum Jerome Napoleons prins (1822-1891)(2) í merkum vísindaleiđangri sem sumariđ 1856 heimsótti međal annarra landa Ísland og Grćnland. Afrakstur ţessa opinbera franska leiđangur var sýndur á opinberri sýningu í París ţegar í árslok 1856. Sýningin fór fram í Palais-Royal í París. Miđađ viđ hver fljótt var miđlađ af söfnun leiđangursins hefđi í ţá daga sannarleg mátt bćta effectivité viđ einkunnarorđin Liberté, égalité, fraternité.
Myndir af sýningu áriđ 1856-57
Fyrir hreina tilviljun fann Fornleifur nýveriđ blađsíđu úr franska tímaritinu L´Illustration, sem mér sýnist ađ hafi ekki komiđ fyrir augu almennings á Íslandi fyrr en nú. Ekki var greint frá ţessari umfjöllun í tengslum viđ sýningar Ólafar Nordal. Ég uppgötvađi síđuna á netinu og keypti hana á stundinni af manni nokkrum í Frakklandi sem selur úrklippur úr gömlum blöđum og gamlar koparristur.
Fyrstu Íslandssýningunni, sem opnuđ var ţann 20. desember 1856 í París, voru gerđ góđ skil ţann 10. janúar tímaritinu L´Illustration (bls. 21-22). Höfundurinn var mađur er hét Laumé. Greinin bar yfirskriftina Expédition scientifique du prince Napoléon dan les mers du nord [Vísindaleiđangur prins Napóleons til norđurhafa]. Teiknađar voru myndir á sýningunni og eftir ţeim voru síđan gerđar koparstungur sem birtust í L´Illustration. Á einni myndanna má glögglega sjá sýningargripina frá Íslandi og Grćnlandi.
Ţessar myndir í L´Illustration, sem vantađi tvímćlalaust á sýningu Ólafar Nordals, er hér međ komiđ á framfćri. Ţađ er aldrei um seinan. Gaman er ađ skođa koparristunar í L´Illustration og bera t.d. saman viđ ţćr afsteypur sem varđveist hafa á Ţjóđminjasafni Kanaríeyja og á Musée de l´Homme.
Íslenskir líkamspartar og bćkur
Hér fyrir neđan má sjá nokkrar nćrmyndir af stćrstu koparristunni í greininni í L´Illustration í samanburđi viđ ţćr afsteypur sem finna má á Kanaríeyjum og í París. Sýningin á gripunum frá Íslandi veturinn 1856-57 telst mér til ađ sé fyrsta sýningin ţar sem Íslandi og Íslendingum voru gerđ skil.
Ţćr voru ţarna grćnlensku konurnar í París 1856, ţótt af einhverjum ástćđum hafi ekki ţótt viđ hćfi ađ hafa myndir af ţeim frammi á sýningunni í Reykjavík áriđ 2012.
Sýningin var heima hjá prinsinum
Hćg voru heimantökin fyrir Napóleon prins. Hann bjó sjálfur ásamt fjölskyldu sinni í höllinni ţar sem sýningin á gripum úr leiđangrinum fór fram. Ţá sem ekki ţekkja vel til í París er hćgt ađ upplýsa, ađ höllina Palais-Royal er hćgt ađ finna gegnt Louvre-safninu og hýsir höllin í dag m.a. brot af af ţjóđarbókhlöđu Frakka.
Á sýningunni í Palais Royale í París áriđ 1856-57 voru gripir frá öllum ţeim löndum sem leiđangurinn hafđi heimsótt, ţ.e. Íslandi, Grćnlandi og Svíţjóđ og Fćreyjum, Danmörku og Noregi; Ekki einvörđungu afsteypur af Íslendingum og Grćnlendingum, heldur einnig mikiđ steinasafn og uppstoppuđ dýr.
Nokkur skip sigldu međ leiđangursmenn um Norđurhöfin, en móđurskipin tvö voru La Reine Hortense, sem var gufuskip, og Le Course. Prinsinn heimsótti einnig Jan Mayen og Spitzbergen og sömuleiđis var komiđ viđ í Fćreyjum,Noregi, Svíţjóđ og Danmörku. Um ferđalagiđ er hćgt ađ lesa í miklu verki sem fyrst kom út áriđ 1857 og sem bar titilinn: Voyage Dans Les Mers Du Nord A Bord De La Corvette La Reine Hortense. Höfundurinn var einn leiđangursmanna, einn af riturum Napóleons Prins sem kallađi sig Charles Edmond. Upphaflegt nafn hans var Edmund Franciszek Maurycy Chojecki og var hann ćttađur frá Póllandi og talinn einn af fyrstu sósíalistanna í Frakklandi.
Eins og sjá má hér á einni af koparstungunum sem birtust í L´Illustration ţann 10. janúar áriđ 1857, ţá hafa Napóleon prins og ferđafélagar hans einnig krćkt sér í langspil, ekki ósvipađ ţví hljóđfćri sem varđveitt er á safni í Brussel (sjá hér). Á Íslandi náđu ţeir sér einnig í ask, útskorin tóbaks- og púđurhorn sem og reykjarpípu úr járni. Á annarri mynd má sjá silfurkrús íslenska "fyrir mjólk", grćnlenska fiđlu!! og sćnska könnu sem er fremst á myndinni.
Einnig höfđu leiđangursmenn međ sér margar bćkur og handrit frá Íslandi, sem sjást á koparristunni, ţar sem ţeim var rađađ á borđin fyrir framan gifsafsteypurnar. Í greininni í L´Illustration er tekiđ fram ađ bćkurnar sýni frekar en en glćsileika bókanna, háan aldur ţeirra sem og hvernig Íslendingar héldu andlegu atgervi sínu viđ lestur uppbyggilegra bóka á hjara veraldar, ţar sem allur gróđur visnar en ţar sem mannlegt atgervi hefur haldiđ áfram ađ blómstra og vaxa. Höfundur dáđist ađ ţví ađ í Reykjavík var lćrđur skóli, skóli, bókasafn, ţrjú lćrdómsfélög og prentsmiđja sem gaf út tvö blöđ og prentađi bćkur sem stóđust samanburđ viđ ţađ besta í enskri [sic] prentlist.(4)
Leiđangursmönnum og prins Jerome Napoleon tókst sýnilega mjög léttilega ađ afklćđa sumar íslenskar konur, ekki ađeins til ađ taka gifsafsteypur af kviđ ţeirra, stinnum eđa lafandi brjóstum, rasskinnum og útstandandi nöflum. Aumingja mennirnir hafa hugsanlega aldrei séđ neitt ţví líkt heima í Frakklandi.
Kannski hafa einhverjar af hinum viljugu, íslensku kvenmódelum ţeirra skipt á spađafaldsbúning ţeim sem síđar var sýndur í París og einhverjum nútímalegri flíkum eftir nýjustu Parísartísku. Ţannig er faldbúningnum lýst í ţýđingu Vieuxsage, en svo er Fornleifur jafnan kallađur á ćruverđugan hátt í París:
Hér má sjá einhvern nćrsýnan franskan sjarmör heilsa íslensku maddömunni sem reynist ţó vera nćsta ţögul og fýluleg gína sem stóđ rétt innan viđ anddyri sýningarsalsins.
Napóleon prins var sjálfur örlátur á gjafir handa Íslendingum eins og má lesa hér í frábćrri grein Kjartans Ólafssonar sagnfrćđings í tímaritinu Sögu áriđ 1986, ţar sem Kjartan kemur inn á ferđ Napóleons og póltíska ţýđingu hennar vegna áhuga Frakka á fiskveiđistöđ á Dýrafirđi og andstöđu Dana viđ ţau áform. Fćrđi Napóleon prins sumum mektarmönnum á Íslandi minningarpening međ mynd af sjálfum sér og međ áletrun sem vísađi í ferđina. Prinsinn skildi einnig eftir sig tvö stór málverk af sér og konu sinni í embćttisbústađ Stiftamtmannsins, og hafa ţau málverk líkast til veriđ tekin traustataki af ţjófóttum dönskum embćttismönnum. Forleifur vćri ţakklátur fyrir upplýsingar um örlög málverkanna, sem upphaflega héngu um borđ á einu skipa leiđangursins.
Neđanmálsgreinar og frekari upplýsingar:
(1) Minna ţótti mér aftur á móti koma til greinar Gísla Pálssonar prófessors emeritus í mannfrćđi viđ Háskóla Íslands um Jens Pálsson (1926-2002) líkamsmannfrćđing sem Gísli ritađi í tengslum viđ ţann hluta sýningar Ólafar sem fékk heitiđ Das Experiment Island. Grein hans birtist í sýningaskránni međ sýningunni. Ástćđuna fyrir skođun minni á grein Gísla Pálssonar geta menn lesiđ í langri ádeilu minni hér.
(2) Vegna nokkurs ruglings sem gćtt hefur hjá ýmsum íslenskum höfundum skal tekiđ fram, ađ sá Naflajón sem heimsótti Ísland međ pompi og prakt áriđ 1856 hét fullu nafni Napoléon Joseph Charles Paul Bonaparte. Hann var fćddur í Trieste og bar m.a. titlana Prince Français, Count de Meudon, Count di Moncalieri ad personam og Ţriđji Prince von Montfort. Frá og međ 1848 var hann almennt kallađur Prince Napoléon en einnig Prince Jérôme Napoléon og jafnvel uppnefndur Plon-Plon, en ţannig mun hann hafa boriđ fram ćttarnafn sitt sem barn. Hann var bróđursonur Napóleons keisara. Naflajón Íslandsfari andađist í Rómarborg.
(3) Ţannig var Prins Napóleón lýst í Ţjóđólfi áriđ 1856 (sjá hér): Prins Napóleon er hár mađur vexti og ţrekinn vel ađ ţví skapi og hinn karlmannlegasti og höfđinglegasti mađur, ljósleitur í andliti en dökkur á hár og dökkeygđur og snareygđur og mjög fagureygđur, enniđ mikiđ og frítt, ţykkleitur nokkuđ hiđ neđra um andlitiđ og mikill um kjálka sem keisarinn mikli var, föđurbróđir hans. Enda er hann ađ ásjónu og andlitslagi mjög líkur Napóleon hinum I. eftir ţví sem meistarinn Davíđ hefur málađ mynd hans, ţá bestu sem til er af honum. Myndin hér til vinstri sýnir málverk ađ fituhlunknum Plon-Plon og ađ hann var ekki "ţykkleitur hiđ neđra um andlitiđ", heldur međ tvćr undirhökur af keisaralegum vellifnađi.
(4) Parmi les objets rapportés d´Islande, on remarque une magnifique collection de livres, moins remarquables par leur luxe que par leur ancienneté et les idées qu´ils éveeillent Comme le fait remarquer M. Paul de Saint-Victor, l´emotion s´empare de vous a la vue de ces vénérables Bibles qui ont été la force, le vitique, le trésor moral de leur froid désert. A cette extreme limite du mode habitable, la ou la vegétation elle-meme se raréfie et se meurt, l´intelligence humaine n´a pas cessé de murir et de fructifier. Reykjarik, la capital, possede un lycée, des ecoles, une bibliotheque, trois sociétés savantes et littéretaires, et une imprimerie dont les deux journaux et les publications récentes egalent les plus parfaits produits de la typographie anglaise.
(5) Dans le rapide apercu contenu dans un de nos derniers numéros, nous avans parlé de l´etrangeté de cartains costumes. Parmi ceux-ci se trove l´habillement d´une femme islandaise, monte sur mannequin, et si bien monté que, placé a l´entree de la galerie, on est naturellement porte a le saluer comme une personne animée. Ce costume, a la magnificence massive, se compose d´un petit bonnet de drap noir a longue frange de soie, d´une cravate noire autour du cou, retombant sur une collerette de velours brodé d´or, d´un manteau ourlé de larges agrafes de cuivre, encadrant le corsage richement galonné; la taille est serrée dans une ceinture incrustée de gros boutons ciselés, á laquelle pend une longue chaine terminée pa un caeur d´argent. Cet habit est a lui seul l´écrin de la famille, et il reste comme un héritage la mere leque a la fille.
Gamlar myndir frá Íslandi | Breytt 15.8.2019 kl. 07:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ferill Fornleifaráđherranns í annálum Fornleifs
25.12.2016 | 08:33
Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson er sagđur ofsóttur mađur. Ţví trúir mađur nú mátulega, enda tala öll verk hans sínu skýra máli. Flestir ţekkja stjórnmálaferil og skipbrot ţessa fyrrverandi RÚV-fréttamanns og tćkifćrissinna sem nú á sér helst vini í fólki sem ímyndar sér ađ hann hafi einn komiđ í veg fyrir Icesave-afhrođiđ.
Fćrri muna kannski ađ hann gerđist einnig Ţjóđmenningaráđherra. Fornleifur fylgdist ţví vel međ ferli Sigmundar sem ráđherra. Jafnvel betur en George Soros og ađrir sem sakađir eru um ađ hafa brugđiđ fótum fyrir hinn heimsţekkta íslenska kökudeigsdreng.
Um leiđ og Leifur forni óskar lesendum sínum gleđilegra Jóla, leyfir hann sér ađ minna á greinar sínar um Sigmund og menningararfinn og ţađ siđleysi sem einnig tíđkađist í "Ţjóđmenningarráđuneytinu".
Nýlega kom út bókin Ţjóđminjar, rituđ af eins konar "ráđuneytisstjóra" Sigmundar í antikráđuneyti hans. Ţar er ađ öllu ađ dćma sögđ saga Ţjóđminjasafns Íslands. Ekki býst ég viđ ţví ađ sagan sé rétt sögđ í ţeirri bók og ţađ geri ég alveg kaldur án ţess ađ hafa lesiđ hana. Ég ţekki nefnilega höfundinn. Hér fyrir neđan má lesa greinar um Ţjóđmenningarráđuneytiđ sem hún starfađi fyrir og ţađ sem hún ćtlađi sér ađ fá fyrir snúđ sinn fyrir "störf" sín ţar. Er nokkuđ af ţeim upplýsingum sem lesa má í pistlum Fornleifs međ í bókinni? Varla. Eins rotiđ og ráđuneytiđ var og ráđherrann spilltur og firrtur, jafn satt er allt sem lesa má í pistlum Fornleifs um "ţjóđmenningarráđuneyti" Sigmundar og starfsmann ţess:
Úr annálum Fornleifs:
2013
16.10.2013. Kattarslagurinn um ţjóđmenninguna og ţjóđararfinn
13.11.2013 Fjórar drottningar í einum sal
2014
31.3.2014 Mikilvćg verđmćti
19.4.2014 Menninga19.4.2014rarfspizzan
6.5.2014 Beđiđ eftir Skussaráđuneytinu
2015
19.3.2015 Vangaveltur um Ţjóđmenninguna og ESB
22.3.2015 Alveg eins og í henni Evrópu
2016
24.2.2016 Hinn mikli samruni Fornleifaráđherrans
25.2.2106 Sigmundur lögleysa
26.2.2016 Starf án vinnu. Hvađ er nú ţađ??
7.4.2016
Falliđ mikla. Ómenning grafin upp á Panama og Bresku Jómfrúareyjum
8.6.2016 Birtingarmynd spillingarinnar
Veislan í algleymingi.
Fornleifur reyndist sannspárri en íslenska völvan sem lengi hefur hjálpađ Dönum ađ sjá inn undir hulu framtíđarinnar. Í apríl 2014 ritađi Fornleifur ţetta:
"Öllu líklegra tel ég, ađ áleggiđ á hjálparflatbökum til skuldsettra "fórnarlamba" eigin grćđgi og óraunsćis verđi m.a. sótt til ţess sem skoriđ verđur af í menningararfinum og menntakerfinu. Ţau fáu grjúpán og sperđlar sem fariđ hefđu í aska menningararfsins í góđćrum enda nú sem phoney baloney á pizzum menningarbakarans mikla. Ţannig verđur ţetta međan ađ fjármagni ríkisins verđur hellt í kosningapizzur Framsóknarflokksins. Rýr hefur kosturinn hingađ til veriđ, en óđal Simma bónda er ekkert menningaheimili, ţótt hann kunni ađ baka pizza fiscale."
Menning og listir | Breytt 26.12.2016 kl. 09:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Bréf frá svörtum sauđ
18.12.2016 | 17:57
Ţetta er stórmerkilegt bréf sem er til sölu. Furđulegt er hins vegar ađ ţađ hafi hafnađ á Íslandi. Upplýsingar sem seljandinn veitir er einnig nokkuđ ábótavant. Bréfiđ er frá manni sem kallar sig áriđ 1824 Jorgen Jorgenson (upp á enskan máta). Ţađ er sent bróđur hans, Fritz Jürgensen. Fritz var gćlunafn yngri bróđir sósíópatans og loddarans sem ritađi bréfiđ og sem viđ Íslendingar ţekkjum sem Hundadagakonunginn.
Fritz hét í raun og veru Frederik og var úrsmiđur, líkt og fađir ţeirra brćđra og afi ţeirra í móđurćtt í Sviss. Fritz sem fékk bréfiđ áriđ 1824, var fađir danska úrsmiđsins og skopmyndateiknarans Georg Urban Jean Frederik Jürgensen, sem oftast var kallađur Fritz líkt og fađir hans og nafni.
Eldri bróđir Jörundar Hundadagakonungs, Urban J. Jürgensen.
Ekki vissi ég til ţess ađ afkomendur úrsmiđsins Jürgensen hefđu sest ađ á Íslandi, og tel ţađ vitaskuld nćsta ólíklegt. Einkasonur Fritz, ţess sem fékk bréfiđ áriđ 1824, dó barnslaus og hefur líklega erft bréfasafn föđur síns og nafna, ţmt bréf frá svörtum sauđ fjölskyldunnar sem sat í steininum í London og beiđ ţess ađ verđa sendur down under. En hvernig bréfiđ hefur svo endađ hjá sölumanni á lágu nesi viđ Faxaflóa uppi á Ísland og loks á eins ómerkilegum stađ og eBay ţykir mér furđu sćta.
Án ţess ađ draga í efa heiđarlegan uppruna bréfsins ţá leiddi ţessi frétt strax hugann ađ stórfelldum ţjófnuđum sem hafa átt sér stađ, bćđi í Konunglega Bókasafninu og á Ríkisskjalasafninu/Landsarkivet for Sjćlland á síđustu árum.
Vona ég ađ núverandi eigandi hafi örugga eigendasögu fyrir bréfiđ ef ég tćki upp á ţví ađ kaupa ţađ.
Viđ lestur bréfsins ţótti mér merkilegt ađ sjá ađ skurđlćknirinn, efnafrćđingurinn, líkţjófurinn, lögmađurinn og ćvintýramađurinn John Pocock Holmes, sem einnig varđ frćgur áriđ 1845 fyrir ađ hafa fyrstur manna útbúiđ pemmican á Bretlandseyjum fyrir leiđangra um óţekkt svćđi í Kanada, hafi tekiđ ađ sér ađ taka á móti og senda bréf Jörundar áriđ 1824.
Afi Jörundar Hundadagakonungs, JF Houriet, og dóttir hans Sophie Henriette, sem giftist Jürgen Jürgensen úrsmiđ, föđur Jörundar Hundadagakonungs og Fritz (Frederiks) úrsmiđs, sem fékk bréfiđ frá bróđur sínum áriđ 1824.
Bréf frá Jörundi til sölu á eBay | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt 19.12.2016 kl. 13:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Hin annálađa íslenska gestrisni áriđ 1909
2.12.2016 | 19:13
Um leiđ og ég minni enn einu sinni á hina undurfögru Súkkulađi-Siggu, sem hćgt er ađ kaupa á 50x70 sm stóru plakati af Fornleifi, greinir hér frá öđru en eldra chromo-korti, međ uppfrćđandi efni sem fylgdi matvöru iđnvćđingarţjóđfélagsins í stórborgum Evrópu í byrjun 20. aldar.
Merkiđ hér ađ ofan er 23 vetrum eldra en Súkkulađi-Sigga í pökkunum frá Chokolat Pupier i Saint Etienne. Merkiđ fylgdi pökkum međ súpukrafti frá Liebig áriđ 1909. Eins og áđur hefur veriđ greint frá á Fornleifi (sjá hér), gaf Liebig út tvćr seríur međ Íslandsmyndum sem Fornleifur á einnig á skattkamri sínum. Ofanstćđ mynd, sem Fornleifur eignađist nýlega í Frakklandi, tilheyrir ţó ekki ţeim seríum, heldur litríkri seríu sem kallađist Jours d'été das l'extreme Nord, eđa Sumardagar í hinu háa norđri. Undirtitillinn er La bienvenue aux voyaguers en Islande, sem útleggjast má: Útlendingar bođnir velkomnir á Íslandi.
Greinilegt er ađ franskt útibú Liebig kjötkraftsrisans í Ţýskalandi hefur vantađ upplýsingar frá Íslandi fyrir uppbyggilegt frćđsluefni um Ísland, og listamennirnir hafa ákveđiđ ađ skálda örlítiđ.
Heimasćtan á Draumabakka kemur fćrandi hendi á móts viđ ferđalangana, međ mjólk og brauđ. Hún er einna helst líkust blöndu af barmastórri norskri, hollenskri, rússneskri og svissneskri heimasćtu. Móđir hennar situr viđ mjaltir í túnfćtinum og fjallasýnin er fögur. Ferđalangarnir taka ofan hattinn og háma í sig nýbakađ brauđiđ og drekka volga mjólkina. Á hinum íslenska bóndabć er vitaskuld allt mjög reisulegt og bćrinn hlađinn úr grjóti eins og síđar á nasistahofi Gunnars Gunnarsson ađ Skriđuklaustri. Ekkert torf er sjáanlegt eđa útskeifar og skyldleikarćktađar rollur. Fjallasýnin er glćsileg og vitaskuld er eldfjall og úr ţví rýkur örlítiđ. Ferđamannagos voru greinileg líka eftirsótt vara og ţekkt áriđ 1909.
Myndirnar á Liebig-kortunum sumariđ 1909 voru ef til vill ekki mikil listaverk, en töluverđ handavinna.
Myndin á ţessu korti kraftaverkaverksmiđjunnar Leibig er nćsta helst eins og einhver sćtasta draumkunta fyrrverandi fornminjaráđherra á puttlingaferđalagi međ Kim Jong-Un um Ísland. Sigmundur vildi, eins og menn muna, ekki ađeins endurreisa hús í endurreisnarstíl Framsóknarflokksins međ ađstođ Margrétar Hallgrímsdóttur ţjóđminjavarđar, heldur einnig láta byggja almennilegan Selfossbć međ 60 metra langri miđaldastafkirkju og gapastokki. Hann skammađist sín fyrir fortíđina og vildi búa til nýjar fornleifar.
Kannski hefđi SDG veriđ ágćtur draumsýnarmađur í súpukraftsverksmiđju? Hann var ađ minnsta kosti algjörlega misheppnađur sem yfirkokkur í stjórnmálum. Ćtli Maggi eđa Toro hafi ekki lausar stöđur fyrir svo efnilegan súpudraumamann? Mađur verđur ađ vona ţađ. Annars er alltaf hćgt ađ setja upp Potemkin-tjöld í Norđur Kóreu ef enginn áhugi er á Selfossi.
Gamlar myndir og fróđleikur | Breytt 18.12.2016 kl. 16:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)