Fćrsluflokkur: Fornleifar

Pípusaga úr Strákey

sk-c-260c.jpg

Hér kemur góđ blanda úr tóbakspung Fornleifs, blanda af sterku tóbaki sem ýmsir hafa hjálpađ til međ ađ rćkta.

Verkefniđ Allen die willen naar IJsland gaan, eđa Allir vildu ţeir til Íslands fara, er komiđ á fulla ferđ. Verkefninu er ćtlađ ađ varpa ljósi á tengsl og verslun Íslendinga viđ Hollendinga á 17. og 18. öld. Ég er einn ţátttakenda í verkefninu, en ađrir ţátttakendur koma bćđi frá Íslandi og Hollandi. Verkefniđ er styrkt af RANNÍS.

Međal ţess sem gerst hefur í lok sumars er ađ dr. Ragnar Edvardsson, sem fer fyrir verkefninu, fór viđ annan mann út í Strákey á Ströndum (Strákey er ásamt Kóngsey úti fyrir Eyjafjalli milli Bjarnarfjarđar og Kaldbaksvíkur) til ađ gera forrannsókn á meintri hvalveiđistöđ. Eftir nokkrar skóflustungur og örlítiđ skaf og krukk var ljóst ađ Ragnar hafđi reiknađ ţađ rétt út líkt og oft áđur, enda er Ragnar ađalsérfrćđingur landsins í hvalveiđistöđvum á Íslandi á 17. öld. Leifar eftir Hollendinga fundust í eyjunni.

kort.jpg

Međal ţeirra forngripa sem komu upp á yfirborđiđ í Strákey í september voru tvö krítapípubrot (A og B hér fyrri neđan), sem Ragnar sendi mér myndir af. Brotin er ég nú búinn ađ láta hollenska sérfrćđinga greina og niđurstöđurnar eru einstaklega skemmtilegar og áhugaverđar. Ţćr koma sömuleiđis heim og saman viđ ritheimildir um hvalveiđarnar viđ Ísland á ţví tímabili sem pípurnar eru frá.

A) Pípuhaus

img_7441_pipe_strakey_2106.jpg

Ţetta er lítill haus og tunnulaga, sem er lögun sem bendir til fyrri hluta 17 aldar. Á hćlnum er merki : A sem standandi róđukross gengur í gegnum. Hćgra megin viđ A-krossinn virđist einnig vera bókstafurinn A, en minni en sá sem ber krossinn. Bókstafurinn I á einnig ađ vera til vinstri viđ A-Krossinn, en sést illa.

Samkvćmt einum fremsta sérfrćđingi Hollendinga í pípum, Don Duco viđ Pípusafniđ í Amsterdam, sem ég hafđi samband viđ, er pípuhausinn af gerđ og lögun sem bendir til ţess ađ pípan sé frá ţví 1630-40 og ađ hausinn gćti veriđ af pípu sem gerđur var í Amsterdam eđa Gouda. Nánari athugun og eftir ađ ég hafđi samband viđ Jan van Oostveen fornleifafrćđing og sérfrćđing í krítarpípum gaf betri árangur.

Van Oostveen gat upplýst ađ stimpillinn á hćl pípunnar vćri búmark pípugerđarmanns sem bar nafniđ IA. Bókstafurinn I hefur ekki stimplast vel á hćl pípunnar í Strákey. IA gćtu hugsanlega veriđ annađ hvort Jacob Adams eđa Jan Atfoort, sem framleiddu pípur í Amsterdam ca. 1630-40. Jan van Oostveen tekur fram ađ ekki sé fullvisst hvort ţessara tveggja manna hafi framleitt pípuna.detail_1293279.jpg

Flestir tóbakspípugerđarmenn í Amsterdam, sem á annađ borđ merktu sér pípur sínar í byrjun 17 aldar, voru ađfluttir og erlendir ađ uppruna og flestir fluttir ţangađ frá Lundúnum og nánustu sveitum ensku höfuđborgarinnar. Jan Atvoort hét upprunalega John Atford (eđa Hatford) og var ćttađur frá "Sitnecoortne" (sem er mjög líklega ţorpiđ Sutton Courtenay suđur af Oxford). Í Amsturdammi bjó hann viđ Heiligeweg í hjarta borgarinnar, ţar sem hann framleiddi pípur á tímabilinu 1625-1640. Jacob Adams kemur einnig til greina sem mađurinn sem bjó til pípuna sem fannst í Strákey fyrr í september. Hvor ţeirra var framleiđandinn verđur ekki skoriđ úr um ađ svo stöddu.

tek-huismerk-ia_fs_b.jpg

Teikning af sams konar pípu og fannst í Strákey áriđ 2016. Teikning Amsterdam Pipe Museum.

amsterdam_huismerkb.jpgLjósmynd Jan van Oostveen

B) Brot af pípuleggpipuleggur_strakey_2016.jpg

Brot af krítarpípuleggur, sem fannst í september 2016 í Strákey á Ströndum. Ljósm. Ragnar Edvardsson

Er ég hafđi samband viđ Jan van Oostveen fornleifafrćđing, sem er m.a. sérfrćđingur í krítapípum, gat hann hann frćtt mig um ađ pípuleggurinn sem fannst nýlega í Strákey vćri frekar frá Gouda svćđinu og vćri frá tímabilinu 1630-40. Hann upplýsir ađ skreytiđ sé óalgengt á pípum framleiddum í Amsterdam, en hins vegar ađ sama skapi algengt kringum Rotterdam og Gouda. Ađ sömu niđurstöđu komst Don Duco er upplýsti stutt og laggott: "The pipe stem is Gouda make, c. 1630-1635".

strakatangi_2007.jpgEinnig bar ég undir Jan van Oostveen brot af pípulegg sem fannst á Strákatanga áriđ 2007 (sjá mynd). Á Strákatanga á Ströndum(sem liggur á tanga viđ Hveravík sem áđur hét Reykjarvík viđ norđanverđan Steingrímsfjörđ) var einnig hvalveiđistöđ sem Ragnar Edvardsson hefur rannsakađ. Ég hafđi fundiđ brot međ sams konar skreyti og á pípuleggnum frá Strákatanga. Ég fann hliđstćđuna í skýrslu frá rannsókn í bćnum Gorinchem sem ekki er allfjarri Rotterdam. Skýrsluna hafđi Jan van Oostveen ritađ. Mikiđ rétt, pípur međ sama skreytinu og á leggnum sem fannst á Strákatanga áriđ 2007 hafa samkvćmt Jan von Oostveen fundist í bćjunum Rotterdam, Gorinchem, Breda, Den Bosch og Roermond og er hćgt ađ aldursgreina ţćr til 1630-1645. Jan van Oostveen telur ađ pípur ţessar séu framleiddar í Rotterdam og hafi haus pípunnar veriđ án skreytis. Hann hefur skrifađ um ţessar pípur (Sjá Oostveen, J. van (2015), s.77).

Ritheimildir

Nú vill svo til ađ á ţeim árum sem ofangreindar pípur í Strákey og Strákatanga voru búnar til voru Hollendingar viđ hvalveiđar á Íslandi. Ekki ţó í leyfisleysi og í trássi viđ reglur einokunarverslunarinnar. Verđ á hvalalýsi hćkkađi um 1630 eftir mikla lćgđ sem dregiđ hafđi úr hvalveiđum viđ Ísland um tíma. En nú hafđi Islands Kompagnie verslunarfélagiđ (stofnađ 1619, sjá t.d. hér) sem hafđi töglin og hagldirnar í versluninni á Íslandi, orđiđ ţess vísari hve arđbćrar hvalveiđar vćru. Félagiđ vildi fara út í hvalveiđar og koma í veg fyrir hvalveiđar annarra. Ţví var haft samband viđ krúnuna og konungur veitti félaginu einkarétt á hvalveiđum viđ Ísland međ konungsbréfi dagsettu 16. desember 1631. En félagsmenn höfđu hins vegar litla sem enga reynslu af hvalveiđum og vantađi skip til slíkra veiđa. Ţess vegna var haft samband viđ mann í Kaupmannahöfn, Jan Ettersen ađ nafni, sem hafđi reynslu af slíku. Öll skip sem stunduđu hvalveiđar fyrir Islands Kompagnie viđ Ísland á 4. áratug 17. aldar voru ţví hollensk sem og áhafnir ţeirra. Skip Íslenska kompanísins voru tekin á leigu í Rotterdam og Delfshaven, sem lá nćrri Rotterdam og er í dag hluti af Rotterdam.

Jan Ettersen var tengdasonur Christoffers Iversens sem var rentuskrifari (fjármálaráđherra). Iversen var vellauđugur og stundađi viđ hliđ embćttisgjörđa sinna í fjálmálunum mikla verslun viđ Holland. Gegnum sambönd Iversens komst Ettersen í samvinnu viđ kaupmanninn Harmen Bos og bróđurson hans Pelgrum Bos í Amsterdam. Ţeir voru báđir ćttađir frá bćnum Delfshaven viđ Rotterdam og áttu ţar skip međ öđrum kaupmönnum. Ţeir Bossarnir í Amsterdam sköffuđu skipin og áhafnir. Forstjóri hvalveiđa Islandske kompagnie var Jacob Sebastiansz Coel, sem búsettur var í Kaupmannahöfn en átti einnig ćttir ađ rekja til Delfshaven nćrri Rotterdam.

Međal ţeirra skilyrđa sem konungur setti fyrir leyfisveitingunni til handa Islands Kompagnie i Kaupmannahöfn áriđ 1631 var, ađ mannađ yrđi skip, eins konar birgđaskip og flutningaskip, sem einnig var hugsađ sem landhelgisskip, sem međ vopnum ef nauđsyn var, kćmu í veg fyrir hvalveiđar annarra, Dana eđa Hollendinga, sem í leyfisleysi veiddu hval viđ Ísland.

Skipiđ de Jager (Veiđimađurinn) ađ minnsta kosti 150 lesta skip frá fra Delftshaven var sent međ hvalveiđiskipunum til ađ ţjóna ţeim skilyrđum sem kóngur setti. Um borđ voru:

14 gotlingar (fallstykki), 2 stenstykker (fallbyssur fyrir steinkúlur), 6 "donder bussen" (dúndurbyssur) og 12 muskettur (rifflar) međ tilheyrandi skotfćrum.

Áđur en de Jager var sent til Íslands til ađ vernda "hollenskar" hvalveiđar Islands Kompagnie á Ströndum, hafđi ţađ og skipstjóri ţessi til margra ára, Dirch Cornelisz (Cornelíusarson) t'Kint siglt á Frakkland og suđlćgari lönd til ađ ná í vín fyrir Hollandsmarkađ.

Hvort ţađ var t'Kint sem tottađi pípurnar í Strákey og á Strákatanga skal ósagt látiđ, en ţar sem pípurnar voru frá heimaslóđum hans og faktoranna sem útveguđu skipiđ, og međan ađ engir ađrir máttu veiđ hval viđ Ísland á ţeim árum sem pípurnar eru tímasettar til, er varla nokkur vafi á ţví ađ pípurnar eru komnar í Strákey og á Strákatanga úr ţeim flota hvalveiđiskipa sem skipiđ de Jager fylgdi til Íslandsmiđa á 4. áratug 17. aldar.

Hér sjáum viđ ljóslega hve ritheimildirnar og fornleifafrćđin geta leikiđ léttilega saman, ţó menn séu ekki ađ skálda á kjánalega hátt eins og oft hefur hent í íslenskri fornleifafrćđi á síđari árum. Fornleifafrćđingar sem hafna ritheimildum vađa einfaldlega í villu og vita ekki hvers ţeir fara á mis. Hinir sem búa svo til góđar sögur, t.d. um eskimóa og fílamen á Skriđuklaustri eđa stćrsta klaustur í Evrópu á Suđurlandi fyrir sjónvarpiđ og ađra miđla eru einnig í einhverju frćđilegu hallćri.

Ekki ţurfti nema tvö pípubrot sem fundust viđ frumrannsókn og vandlega rannsókn á brotunum til ađ sýna okkur og stađfesta hve merkileg tengsl Íslands viđ Holland voru fyrr á öldum.

Ađ mati Fornleifs eru pípubrotin úr Strákey međ merkari fundum fornleifavertíđarinnar áriđ 2016, ţó ţau hafi ekki enn komist í sjónvarpiđ. En ekki er ađ spyrja af ţví. Áhuginn á Vestfjörđum er í takt viđ vitsmuni ţeirra sem starfa á RÚV.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson/Í verkefninu Allen die willen naar IJsland gaan (2016)

Heimildir:

Dalgĺrd, Sune 1962. Dansk-Norsk Hvalfangst 1615-1660: En studie over Danmark-Norges Stilling i europćisk merkantil Expnasion. C.E.C. Gads Forlag.

de Bruyn Kops, Henriette 2007. A spirited Exchange:The Wine and Brandy Trade beteen France and the Dutch Republic in its Atlantic Framework, 1600-1650. Brill, Leiden-Boston., s. 161.

Duco, Don 1981. De kleipijp in de 17e eeuwse Nederlanden. BAR V 1981.

Friederich F.H.W. 1975. Pijpelogie. A.W.N.-mnonografie no.2, 1975.

Oostveen, J. van, 2015. Tabak, tabakspijpenmakers en hun producten in Rotterdam (1600-1675). BOOR notitie 19, Rotterdam, (sjá síđu 77, mynd 100).

Paulsen Caroline Paulsen, Magnús Rafnsson og Ragnar Edvardsson, 2008. Foreign Whaling in Iceland: Archaeological Excavations at Strákatangi in Hveravík, Kaldrananeshreppi 2007. Data Structure Report. NV nr. 5-08. Bolungarvík: Náttúrustofa Vestfjarđa.

Rafnsson, Magnús og Ragnar Edvardsson 2011. Foreign Whaling in Iceland: Archaeological Excavations at Strákatangi in Hveravík, Kaldrananeshreppi 2010. Field Report. NV nr. 5-11. Bolungarvík: Náttúrustofa Vestfjarđa.

Simon Thomas, Marie 1935. Onze IJslandsvaarders in de 17de en 18de Eeuw: Bijdrage tot de Geschiedenis van de Nederlandsche Handel en Visscherij. N.V. Uitgevers-Maatschappij ENUM, Amsterdam.

Upplýsingar vinsamlegast veittar í tölvupóstum af Don Duco 15.9.2016 og Jan van Oostveen 29. og 30. 9. 2016.


"Upplifunin var hrćđileg"

bjarni_79_a_sto_inni_1292440.jpg

Ţađ er ekki ađ hverjum degi ađ fjölmiđlarnir fćra manni brandarana á silfurfćribandi. Annan hvern dag, er víst nćrri lagi.

Viđ frétt á visir.is er mynd ţar sem má lesa ađ:

"farţegi í vélinni sem nauđlenti á Keflavíkurflugvelli hafi sagt upplifunina hrćđilega"

og ţetta stendur vel ađ merkja undir mynd af vígalegum manni sem heldur ţví fram ađ landnámiđ hafi hafist fyrr en fréttir herma. Ég klikkađi á vígalega manninn, ţví ég var eitt augnablik farinn ađ halda ađ dr. Bjarni F. Einarsson vćri flugdólgur sem hefđi valdiđ nauđlendingu á heilli vél af Landnámsheittrúarfólki á heimleiđ úr Víking í Glasgow.

Fyrir einhverja getur ţađ vitaskuld veriđ hrćđilegt upplifelsi ađ landnámiđ sé flutt til í tíma og ótíma, en ég tek ţađ nú rólegar en nauđlendingu, ţó dr. Bjarni segist búinn ađ finna rústir frá ţví fyrir "hefđbundiđ" landnám. Ég hjó eftir ţví ađ hann nefndi ekki rústir í Vestmanneyjum, landnám sem kollega okkar dr. Margrét Hermanns Auđardóttir hélt til streitu ađ vćru frá ţví fyrir landnám. Ćttu ţćr rústir ekki ađ flokkast undir ţćr "stöđvar" sem Bjarni finnur svo margar af? Fyrir 25 árum síđan var Bjarni nú ekki alveg á ţví. Landnámiđ í Vestmannaeyjum er einnig byggt á vafasamri túlkun á kolefnisaldursgreiningum.

Hrćđileg upplifun er ţađ samt, ađ sjá merkan fornleifafrćđing tína til ađeins eina (1) kolefnisaldursgreiningu máli sínu til stuđnings. Ţađ er einfaldlega ekki nóg, ţegar menn eru ađ granda heilagri kú eins og Landnámskvígunni frá 872 . frá ţví um voriđ -/+ 2 ár.

Gripir ţeir sem Bjarni hefur fundiđ á Stöđvarfirđi sýna heldur ekkert ákveđiđ um aldur skálans "hánorrćna" sem hann nefnir Sama í tengslum viđ. Ekki vill ég ţó útiloka ađ fólk úr Norđur-Noregi hafi sest ađ snemma á Íslandi og hef álíka lengi og jafnvel fyrr en Bjarni stađiđ fast á ţví (sjá hér, hérhér og hér, hér). Ţađ stađfestist m.a. rannsóknum á mannabeinum frá Landnámsöld. Líklegt tel ég einnig vegna stjórnmálaástands í Noregi, ađ fólk úr norđurhéröđum landsins hafi frekar leitađ á ný miđ en ţeir sem sunnar bjuggu. Ţar var mikill fólksfjöldi og lítiđ landnćđi.

En til ađ ţetta sé heilsteypt, og ekki hriplekt hjá Bjarna, vćri óskandi ađ hann fengi gerđar fleiri kolefnisaldursgreiningar og fyndi gripi sem óefađ eru frá síđari hluta 8. aldar eđa byrjun ţeirrar 9. Mér er ţó sama ţótt hann finni ekki Sama.

Viđ (dr. Vilhjálmur) leyfum viđ okkur ađ vona, en ţangađ til eru alhćfingar um landnám á fyrri hluta 9. aldar hrćđileg upplifun og hálfgerđ nauđlending í versta Erich von Däniken stíl.


Víkingalottó Minjastofnunar

sver_rna_bjorns_vikings.jpgRÚV greindi frá ţví fyrr í morgun, ađ gćsaskyttur hafi fundiđ sverđ í Skaftárhreppi. Sverđiđ var samkvćmt fréttum afhent Minjastofnun Íslands kl. 10 í dag.

Á Minjastofnun var forstöđumađurinn ţegar búinn ađ halda ţví fram, áđur en hún fékk sverđiđ í hendur, ađ ţađ vćri frá 9. öld. Vel af sér vikiđ! (sjá hér)

Ţótt myndin á FB finnandans, Árna Björns Valdimarssonar, sé ekki góđ, verđur ekki séđ annađ af gerđ hjaltsins ađ sverđiđ sé alls ekki frá 9. öld. Ţađ er miklu frekar frá 10. öld og gćti jafnvel veriđ af gerđunum Q eđ Y, i tegundafrćđi norska fornfrćđingsins Jan Petersens og síđari sérfrćđinga, og ţví frá byrjun 11. aldar eđa jafnvel fyrri hluta miđalda. Ţađ sem mér ţykir helst benda til síđari hluta sögualdar eđa miđalda er ađ blađiđ hefur ekki mikla breidd. Ţetta sést ţar sem mađurinn á myndinni leggur ţađ á fingur sér. En hann gćti vitaskuld veriđ afar "fingralangur", svo puttarnir á honum eru ekki besti mćlikvarđinn sem völ er á.

Hvađ sem líđur aldrinum á brandinum, hefur Árni Björn vafalaust hlotiđ vinninginn í víkingalottói sumarsins. Ţetta er međ merkilegustu fornleifafundum ársins 2016. En vertíđinni er ţó ekki lokiđ.

P.s. Forstöđumađurinn sá ađ sér í fréttum á útvarpi (sjá myndskeiđ hér) og er hún nú búin ađ sjá ađ ţetta er sverđ af gerđ Jan Petersens sem kallast Q. Slík sverđ voru notuđ fram á 11. öld.

P.p.s. Í fréttum Morgunblađsins var myndskeiđ í dag, ţar sem halda mćtti ađ sverđiđ hefđi fundist í eđa viđ kumlateiginn í Hrífunesi. En ţar hafa rofnađ fram undan gjóskulögum nokkur kuml, áriđ 1958, 1982 og 2011 ef ég man rétt.  Vil nánari eftirgrennslan mína hjá stađkunnugum og mér fróđari mönnum kom ţó i ljós ađ fundarstađurinn er nokkra kílómetra frá Hrífunesi. Gćti veriđ ađ hér sé komiđ sverđ Una danska, fyrsta ESB-sinnans, en hann vildi koma landinu undir Noregskonung? Kvennamál hans voru einnig frekar gruggug og var hann víst ađ reyna ađ flýja frá stúlku sem hann hafđi barnađ, ţegar tengdafađir hans kálađi honum. Ţađ var ţarna nćrri er sverđi fannst af gćsaskyttunum. Sverđiđ er ţó líklegra ađ eigna syni hans, ef mađur er á annađ borđ farinn ađ stunda iđju fyrri kynslóđa fornfrćđinga. Sonur Una var Hróar Tungugođi. Enn líklegra er hins vegar ađ sverđiđ hafi tilheyrt barnabarni Una, en sá hét Hámundur halti og var mikill vígamađur samkvćmt Landnámu ... sama hvađ gerđarfrćđi Jan Petersens upplýsir. Norđmenn og Svíar (eins og Uni var víst) kunnu aldrei ađ skrifa fyrr en um 1500 og geta ţví ekki upplýst, hver átti vopnin. Ţađ af leiđandi finnum viđ ugglaust ekki nafn Una á hjaltinu.

viking-smiley_1291699.gif


Lagt á borđiđ: Fajansi en ekki postulín

885720.jpg

Nćstu mánuđina mun ég vinna ađ rannsóknum á rituđum heimildum varđandi umsvif Hollendinga viđ og á Íslandi á 17. og 18. öld. Ţađ er nú starfi minn í verkefninu Allen die willen naar Island gaan undir yfirstjórn dr. Ragnars Edvardssonar og er verkefniđ rausnarlega styrkt af RANNÍS (Lesiđ vinsamlegast hér um titil verkefnisins).

Oftast voru Hollendingar viđ landiđ í leyfisleysi og trássi viđ einokun Danakonungs á Íslandsverslun og siglinum. En hćgt er ađ líta á máliđ frá öđru sjónarhorni. Hollendingar fylltu ađ vissu marki upp í ţađ tómarúm í verslun og siglingum til landsins sem Danir mynduđu, ţví konungsverslun stóđ ekki undir nafni. Danskir kóngar voru of uppteknir ađ byggja nýjar hallir og herja á Svía, svo ţeir gleymdu Íslendingum ađ mestu, nema ţegar klögubréf og barningur bárust frá agentum konungs (stórbćndum) á Íslandi. Íslendingar voru á tímabili njög afskiptir og nauđsynjavarningur barst ekki nógu vel til landsins og landsmenn sátu uppi međ fisk sem ekki seldist gengum Íslandsverslun Dana. Verslun, hvalveiđar og fiskveiđar Hollendinga voru ţví einungis til gagns og góđs fyrir Íslendinga.

Fyrri hluta sumars kafađi írskur fornleifafrćđingur sem býr á Íslandi, sem vinnur doktorsverkefni undir einum af ţátttakanda verkefnisins Allen die willen naar Island gaan, niđur á flak hollenska skipsins de Melkmeyt í Flateyjarhöfn. Hollenskur fornleifafrćđingur, Nina Jaspers, sem ég hef haft samstarf viđ og skrifađ um leirker úr flaki de Melckmeyts (sjá hérhér og hér í tímaritinu Skalk 6: 2013), mun á nćsta ári međ ađstođ minni vinna ađ rannsóknum á lausafundum úr flaki de Melckmeyt. Ég hef áđur flokkađ ţá gróflega (sjá hér). Hugsanlega mun flak skipsins einnig verđa rannsakađ frekar í verkefninu Allen die willen naar Island gaan.

Mér til mikillar furđu sýndu frétt Morgunblađsins fyrr í sumar af köfun írska doktorsnemans Kevins Martin viđ HÍ ákveđna vanţekkingu á ţví sem hann gaf sér fyrir hendur, m.a. segist hann hafa fundiđ "handmálađ postulín" í flakinu og birti mynd af ţví máli sínu til stuđnings.

hus_a_diski_flatey_v_v.jpg

Fajansadiskur sem fannst áriđ 1993 í flaki de Melckmeyt í Flateyjarhöfn. (Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson). Efst er diskur sem fannst nú í sumar (ljósm. Kevin Martin).

Postulín hefur ekki fundist í flaki Melkmeyt heldur mest megnis fajansi, og er ţar mikill munur á sem fornleifafrćđingar verđa ađ ţekkja - en ţađ gera greinilega ekki allir. Brot ţađ sem Kevin Martin synti međ upp á yfirborđiđ í Flateyjarhöfn, og sem hann kinnrođalaust kallađi postulín, er brot af fajansadisk hollenskum.

Hefur annar, álíka diskur, en ţó ekki alveg eins, međ nákvćmlega sömu handmáluđu myndinni fundist áđur í flakinu. Sennilegt er ađ báđir diskarnir séu frá sama leirkeraverkstćđi á Hollandi.

Ţetta hefđi írski doktorsneminn átt ađ vita og hefđi getađ lesiđ um hér á blogginu. Á Fornleifi er hćgt ađ frćđast, og er háskólastúdentum ţađ einnig velkomiđ, svo ţeir ţurfi ekki ađ leika ţann ljóta leik sem margir kennarar í fornleifafrćđi í HÍ leika: ađ sniđganga niđurstöđur annarra.

Ţessi fyrrnefndi ruglingur minnir mig á ţann dag er stórt brot af fajansafati barst úr flaki de Melkmeyt suđur á Ţjóđminjasafn Íslands. Ţetta var sumariđ 1992 og fastgrónir starfsmenn safnsins voru ranglega og af rómađri vanţekkingu búnir ađ fullvissa settan Ţjóđminjavörđ Guđmund Magnússon um ađ diskurinn vćri frá 18. öld. Ég átti erindi á safniđ vegna rannsókna minna og sýndi Guđmundir mér diskinn. Sagđi ég kokhraustur og fullviss, ađ hann vćri frá 17. öld og gćti ţví vel veriđ úr flaki de Melckmeyts, en skipiđ sökk áriđ 1659. Ţetta ţótti Guđmundi vitaskuld stórfurđulegt, ađ sérfrćđingar safnsins gćtu veriđ svo ósammála. Hann gaf mér 20 mínútur ađ rökstyđja mál mitt áđur en fjölmiđlamenn kćmu í safnhúsiđ. Ég skaust upp á bókasafniđ og náđi í ţrjár bćkur máli mínu til stuđnings og bjargađi heiđri Ţjóđminjasafnsins ţann dag.

Ţađ hefđi ekki veriđ efnilegt ef ţjóđminjavörđur hefđi flaskađ á heilli öld, en ţađ hefđi ţó ekki veriđ eins alvarlegt og ađ kalla fajansa postulín eins og gert er í Háskóla Íslands.

brot_flatey_vilhjalmur_rn_vilhjalmsson.jpg

Fajansabrot frá Hollandi og Frakklandi sem fundist hafa í flaki de Melckmeyt í Flatey. Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.


mbl.is Mjaltastúlkan sem fórst viđ Flatey
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bitlaust sverđ

Fornleifur brosti illkvittnislega í kampinn ţegar fyrirlestrar heiđursmannanna Sverris Jakobssonar og Gunnars Karlssonar, haldnir 15. október 2015, voru opinberlega auglýstir sem hluti fyrirlestrarrađar Miđaldastofu Háskóla Íslands.

Úti fyrir ósköp vísum nefjum Sverris og Gunnars sveif sverđ, eđa réttara sagt eineggja sax. En auglýsingin var greinilega tvíeggjađ sverđ. Ţetta frétta menn ţó ekki fyrr en nú. Melius tarde quam nunquam.

02-sturlunga-sverrir-og-gunnar_006.jpg

  sturlungaold.jpg

Fyrirlestrar Sverris og Gunnars fjölluđu um Sturlungaöld (1220-1262). Halda mćtti ađ sverđ ţađ sem auglýst var međ, sem fannst áriđ 1863 á "sléttum mel á víđavangi" nálćgt meintum rústum eyđibýlis sem kallađ var Bergálfsstađir í Eystrihreppi (Ţjórsárdal), hafi átt ađ lýsa skálmöld Sturlungaaldar á myndrćnan hátt - ţví friđsemdarsvipurinn á Sverri og Gunnari lýsa ađeins frćđimennsku, og í henni er aldrei tekist á.

Ţađ eru til afar fá vopn frá Sturlungaöld á Íslandi. Ţau enduđu ekki sem kumlfé eins og vopn sögualdar. Ţegar menn létu af vopnaskaki Sturlungaaldar, hafa friđsamari afkomendur vígahöfđingja og skósveina ţeirra nýtt málminn í vopnum sínum til annarra verkfćra. Erlent járn var gott efni.

jagdschwert.jpg

Sverđiđ á auglýsingunni fyrir vísum ţönkum Sverris og Gunnars um Sturlungaöld (1220-1262), og tvö önnur álíka sem einnig hafa fundist á Íslandi eru ekki frá Sturlungaöld, heldur frá síđari hluta miđalda, nánar tiltekiđ frá 15. öld (sbr. t.d.  Seitz, Heribert: Blankwaffen I, Geschichte und Typenentwichlung in europäischen Kulturbereich. Von der prähistorischen Zeit bis zum Ende des 16. Jahrhunderts. Braunschweig, 1965, bls. 194; mynd 124). Ţjóđverjar kalla eineggja sverđ af ţessari gerđ veiđisverđ (Jagdschwert), og ţau voru framleidd fram á 16. öld.

Ţar sem íslenskir fornleifafrćđingar viđ Háskóla Íslands eru ekki of vel ađ sér í efnislegum menningarheimi miđalda (eins og ţessi námsritgerđ viđ háskólann sýnir - og sýnir enn frem ađ kennarar í fornleifafrćđi viđ HÍ hafa alls ekki nćga ţekkingu í miđaldafornleifafrćđi til ađ leiđbeina námsmönnum), ţá er nú ekki nema von ađ ţetta sverđ hafi veriđ sett til höfuđs Sverri og Gunnari. Enginn vissi betur og ekki er hćgt ađ ćtlast til ţess ađ Sverrir og Gunnar viti neitt, ţví ţeir eru "bara" sagnfrćđingar sem lesa margt fróđlegt um sverđ á Sturlungaöld en hafa ekki hugmynd um hvernig ţau litu út. En vopn eru nú reyndar međ í handritalýsingum. Ţćr hefđu geta hjálpađ til ađ finna rétt sverđ til ađ kynna fyrirlestrana. Ţjóđminjasafn Íslands hefur ekki mikiđ til málanna ađ leggja um aldur sverđsins og tveggja annarra af sömu gerđ, nema ágiskanir manna á 19. öld. Ţar stendur nú hnífurinn í kúnni. Menn vita ekki hvađ ţeir eiga.

En trúiđ mér góđir hálsar, er ég upplýsi ađ sax eins og ţađ sem Sverrir og Gunnar fengu sér til höfuđs af Miđaldastofu Háskóla Íslands, voru eigi notuđ til ađ höggva menn í herđar niđur fyrr en á 15. öld. Vafalaust hefur ţó reynst erfitt ađ höggva menn almennilega međ ţessum langhnífum.

Haec est situs universitatis Islandiae

jagdschwert_2_1283771.jpg

Jagdschwert, einnig kallađur Messer (hnífur/sax), frá ţví um 1500 sömu gerđar og sverđiđ frá Bergálfsstöđum í Ţjórsárdal.


Listin ađ ljúga ađ ferđamönnum

img_0004_1267736.jpg

Fornleifar og fornleifarannsóknir á Íslandi eru á síđari árum orđiđ eitt ađalefniđ á gúrkutíđ fjölmiđlanna. Ţađ er auđvitađ gott ađ frćđigrein og frćđsla sé almenningi ánćgja og jafnvel skemmtun, en ţegar skemmtunin er orđiđ ađ hálfgerđum sirkus og frćđin eru virt ađ vettugi, ţá verđa menn ađ staldra viđ og segja skođun sína.

Stundum rekst mađur á svo mikiđ rugl um fornleifar á Íslandi í fjölmiđlum, ađ mann vantar orđ til ađ lýsa ţví. Viđ höfum séđ ţetta vel sumariđ 2015, ţegar rúst skála sem rannsökuđ hefur veriđ í Lćkjargötu er síendurtekiđ sögđ vera frá landnámi, ţótt fornleifafrćđingurinn sem rannsakar rústina segi af mikilli varúđ, ađ hún telji hana vera "frá fyrstu öldum byggđar á Íslandi". Á ţessu er mikill munur, en greinilega geta blađamenn og fréttasnápar gúrkuvertíđarinnar ekki gert greinarmun á ţví.

Nýlega sá ég grein eftir írskan mann, Neil McMahon, sem hefur búiđ á Íslandi í tćp 40 ár og m.a. starfađ sem kennari, leiđsögumađur og nú sem enskufréttamađur. Hann ritar um fornleifar á Íslandi í ókeypis-blađinu Iceland Magazine sem dreift er til útlendinga á Íslandi og er ţađ einnig ađgengilegt á netinu. 

McMahon lýsir m.a. Ţjóđveldisbćjarskömminni í Ţjórsárdal á ţennan hátt:

Stöng Commonwealth Farm in South Iceland
Here at Stöng is a fine reconstruction of one of over 20 houses in this once-fertile valley, destroyed in a massive eruption of the volcano Hekla in 1104. Several houses were excavated by a team of Nordic archaeologists in 1939 and the reconstruction of the best-preserved one in 1974 was part of the nation’s celebration of eleven hundred years of settlement. To commemorate Iceland’s adoption of Christianity in 1000 AD, a turf-clad stave church was erected nearby in the year 2000.(Sjá hér)

2010-08-09-07110-03_iceland_thjodveldibaer2.jpg

Ljósmynd Gernot Keller. Aldrei hefur veriđ hringlaga kirkjugarđsgerđi kringum kirkjuna á Stöng.

Hér eru lesendur leiddir í ţann vafasama sannleika, ađ Ţjóđveldisbćrinn sé á sama stađ og Stöng og ađ eyđing Ţjórsárdals hafi átt sér stađ í Heklugosi áriđ 1104. En er ţađ nema von, ađ frásagnaglađur Íri komist ekki ađ ţví sanna eftir hartnćr 40 ár á Íslandi, ţegar ţeir sem standa ađ ţjóđveldisbćnum hella eintómum lygum út í upplýsingaefni á netinu.

Á vefsíđu Ţjóđveldisbćjarins er upplýst ađ:

"The Commonwealth farm in Ţjórsárdalur is one of Iceland's best kept secrets. The farmhouse, built on the site of one of the manor farms of the Age of Settlement, is constructed as experts thought it would have been." (Sjá hér).

Hér er ekki upplýst ađ Ţjóđveldisbćrinn sé byggđur nćrri ţeim stađ ţar sem rústir Skeljastađa voru. Fólk heldur ţví auđveldlega ađ endurgerđin hafi veriđ reist ofan á rúst Stangar.  Ţar ađ auki er ţví haldiđ fram ađ Ţjóđveldisbćrinn, sem aldrei verđur neitt annađ en hugarfóstur eins ţjóđernisrómantísks myndlistakennara, Harđar heitins Ágústssonar, sé afrakstur vinnu margra sérfrćđinga.

1_2_b.jpgFrá rannsókn á kirkjurúst og smiđjurúst undir henni. Myndin efst er frá rannsókn kirkjurústarinnar á Stöng. Ljósmyndir Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Af hverju allar ţessar rangfćrslur og veruleikafirring?

Ef nokkuđ er, ţá er alls ekki hlustađ á sérfrćđinga. Ţađ er ekki veriđ ađ segja fólki ađ inni í veggjum Ţjóđveldisbćjarins sé steinsteyptir veggir og ađ í allt of háreystri ţekjunni sé nćlondúkur sem var vinsćll á 8. áratugnum. Ţjóđveldisbćrinn er ţví miđur ekkert annađ en hugarfóstur sjúklegrar menningarminnimáttarkenndar sumra Íslendinga, sem endar í ţví ađ menn fara ađ byggja "fornleifar" til ađ eiga eitthvađ "fínt" eins og "hinar ţjóđirnar".

1bb.jpg

Mynd ţessa tók höfundur áriđ 1992 ţegar veriđ var ađ gera viđ austurgafl ţjóđveldisbćjarins. Hćnsnanet og gólflagningarefni höfđu menn ekki á Ţjóđveldisöld. En á ţennan hátt var nú leyst vandamál ćvintýrasýnar Harđar Ágústssonar listmálara, sem fékk ađ stjórna byggingu fornhúss á 1100 ára afmćli búsetu í landinu. Á 8. áratug 20. aldar hófst auglýsingastofuţjóđernisstefna Íslendinga, og ef eitthvađ er hefur hún enn aukist eftir Hrunadansinn áriđ 2008.

plaststong_1267732.jpg

Ţór Magnússon horfir eins og Plastgaukur á "forn" vinnubrögđ viđ gerđ Ţjóđveldisbćjarins.

Sumir menn sem standa í slíku braski eru ađ mínu mati jafnvel ađ reyna ađ reisa minnisvarđa um sjálfa sig. Menn eru greinilega enn ađ. Reistur var hryllingur sá í Skálholti sem kallađur er Ţorláksbúđ og menn dreymir um miđaldadómkirkjur og leikmyndar-Selfoss. Íslendingar sakna greinilega Disneylandsins.  Ţeir gleyma hins vegar ađ spyrja sig, hvort ţetta sé ţađ sem ferđamennirnir hafi áhuga á ađ sjá. Kannski eru ferđamenn einmitt ađ flýja heim plasts og yfirborđsmennsku í heimabyggđ sinni og vonast eftir einfaldleika hreinleikans á Íslandi.

Kirkjan sem reist var viđ ţjóđveldisbćinn í Ţjórsárdal, á ekkert skylt viđ kirkjurúst ţá sem ég rannsakađi ásamt samstarfsfólki mínu ađ Stöng. Ekkert samstarf var haft viđ mig, fornleifafrćđinginn sem fann og rannsakađi kirkjurústina, varđandi endurreisn og gerđ kirkjunnar.  Stjórn Ţjóđveldisbćjarins hefur aldrei viljađ leiđrétta rangfćrslu ţćr sem ţeir flytja í upplýsingaefni og ţađ er enn veriđ ađ vega ađ heiđri mínum sem sérfrćđings um fornleifar á  Stöng og í Ţjórsárdal, međ ţví ađ nefna ekki niđurstöđur rannsókna minna - ađ ţegja ţćr i hel.  Ţađ er gömul íslensk ađferđ, sem oft tekst, en ekki til lengdar. Svik komast upp um síđir.

Hvađ varđar Stöng, ţá ćtti ekki ađ vera vandamál fyrir ţá sem sjá um ferđamannaiđnađinn í Ţjóđveldisbćnum ađ sćkja sér réttar niđurstöđur um fornleifarannsóknir í Ţjórsárdal. Nóg er ađ finna hér á Fornleifi.

steinsteypan_kaera.jpgFerđamönnum í Ţjóđveldisbćnum er ekki sagt frá ţessu.

Ţessi "eftirlíking" úr plasti og steinsteypu, sem falin er undir skinni síđbúinnar ţjóđernisrómantíkur og menningarminnimáttarkenndar, er rekin í samvinnu viđ Ţjóđminjasafniđ. Og er ţví líklegast er ekki viđ aumingja fólkiđ í ferđamannaiđnađinum í  Skeiđa- og Gnúpverjahreppi ađ sakast.

Ţjóđminjasafniđ, samstarfsađili um rekstur Ţjóđveldisbćjarins, getur heldur ekki greint rétt frá endalokum byggđar í Ţjórsárdal. Rangar upplýsingar eru um eyđingu byggđar í Ţjórsárdal í sýningum safnsins, sem og á Sarpi, ţegar lýst er forngripum úr Ţjórsárdal. Er ţađ nema von, ađ einhverjir asnist til ađ ljúga ađ ferđamönnum, ţegar logiđ er ađ ţeim af einni helstu menningarstofnun íslenska ríkisins?

Sjá einnig: Plastöldin í Ţjórsárdal.


Vel grafiđ og dróni Guđnýjar Zoega


Ég hef áđur dáđst ađ verkefnum Guđnýjar Zoega og félaga í Skagafirđi, t.d. ađ Seylu, ţótt samverkamenn hennar hafi reynt ađ breyta myntsláttusögu Dana á heldur ógagnrýninn hátt međ ţví ađ halda ţví fram ađ Danir hafi slegiđ koparmynt á tíma sem ţeir slógu ađeins silfurmynt (sjá hér og hér). Ţađ var heldur ekki mynt sem ţeir fundu.

Rannsókn kirkjurústar í Keflavík í Hegranesi er afar áhugaverđur hluti af Skagfirsku kirkjurannsókninni sem stađiđ hefur yfir síđan 2007, mestmegnis fyrir styrktarfé frá Bandaríkjunum. Ekki fyrir ţađ ađ ţar hafi fundist kirkja og grafir. Ţađ heyrir vart til tíđinda lengur. Hins vegar hafa fornleifafrćđingarnir grafiđ varlega niđur ađ H-1 laginu úr Heklugosinu áriđ 1104. Svo hefur Guđný tekiđ í notkun nýtt leikfang, sem verđur ómissandi í íslenskum fornleifarannsóknum framtíđarinnar, nú ţegar geimverur eru hćttar ađ taka loftmyndir.

Drónamynd Guđnýjar er sko ekki dónaleg. Hún sýnir okkur, hvernig H-1 hefur lagst eins og nćturhrím á hringlaga, skagfirska kirkjugarđinn. Sjá má ađ nokkrar grafir hafa veriđ grafnar eftir 1104. En ţar sem 1104 lagiđ er yfir, eru líklegast óhreyfđar grafir undir (nema ef gjóskan hafi fokiđ til).

Vissulega er H-1 askan ekki eins ţykk og í t.d. Ţjórsárdal,  ţar sem ég ţekki hana best. Kirkjan í Keflavík er hreint út sagt álíka falleg og kirkjan á Stöng. Skagfirđingar létu ekki ţessa gjósku á sig fá frekar en Ţjórsdćlir og hélst búseta áfram á báđum stöđum.

Gaman vćri ađ fá ađ sjá grunnmynd af Keflavíkurkirkju í Hegranesi.

keldudalur.jpg

Hér er mynd frá rannsókn á kirkjugarđi í Keldudal, en ţá var ekki kominn dróni. Minnir mig af myndum, ađ John Steinberg hafi haft međ sér dreka, sem lét illa af stjórn í skagfirsku rokinu. Tćki eru misgóđ. Drónar eru framtíđin.

Pöntun

Nú vćri gaman ađ fá eins og 2-3 kolefnisaldursgreiningar á ungum einstaklingum (börnum) sem voru greftruđ áđur en H-1 gjóskan féll, og síđan 2-3 aldursgreiningar á börnum sem voru greftruđ síđar. Í raun hafa menn ađeins tekiđ ţađ sem gefiđ, ađ H-1 askan sé úr gosinu áriđ 1104 - og er ţađ vitaskuld líklegast - en alls ekki fullsannađ. Fyrst töldu menn gjóskuna úr gosi áriđ 1300 og um tíma var talađ um 1158 sem gosáriđ. Međ slíkum kolefnisaldursgreiningum af ungum einstaklingum sem létust fyrir og eftir gos, gćtum viđ endanlega gengiđ úr skugga um aldur H-1.

Heimildir: https://www.facebook.com/icelandscass

Sjáiđ hér hvernig fornleifafrćđingarnir í Skagafirđi eru farnir ađ nota IPad í rannsókninni. Fyrst börn eru farin ađ nota slíkt á forskólastigi er eins gott fyrir fornleifafrćđinga ađ kunna á ţetta ambođ, sem ţó er enn ekki hćgt ađ grafa međ.


Hundur má hann heita

image1_php.jpg

Sćnskir fornleifafrćđingar og kafarar telja sig hafa fundiđ leifar flaks danska konungsskipsins Griffen eđa Grib(p)shunden sem sökk áriđ 1495 viđ strönd Blekinge, rétt úti fyrir bćnum Ronneby, ţar sem flakiđ liggur nú á um 10 metra dýpi. Hér er ađ öllum líkindum kominn upp hluti af skipi sem sigldi á sama tíma og Kólumbus fann Ameríku á skipum byggđum á sama hátt og skipiđ sem nú er fundiđ úti fyrir strönd Suđur-Svíţjóđar.

Taliđ er ađ Griffen hafi veriđ konungsskip Dana, ţ.e. helsta skip flota Hans (Jóhnnesar) Danakonungs. Skipiđ sökk ţegar eldur braust út um borđ á ferđ ţess til Kalmars, ţar sem Hans konungur ćtlađi sér ađ rćđa viđ menn um vandmál Kalmarsambandsins, ţegar Svíar reyndu ađ draga sig út úr ţví. Margir um borđ létu lífiđ áđur en mönnum tókst ađ komast frá borđi rétt áđur en skipiđ sökk.

Telja fornleifafrćđingarnir sig hafa fundiđ stafnmynd skipsins sem lyft var af hafsbotni fyrr dag, en rannsóknir fóru fyrst fram á flakinu áriđ 2001-2.

Áhugavert er ađ sjá ađ stafnmyndin (Gallíónsfígúran) er ekki sérlega stór og svo er ţetta ekki "grif" (gryphus eđa gryphon) heldur vargur eđa einhvers konar dreki. Grífon voru skepnur međ bakhluta ljóns en arnar og arnarfćtur sem framlappir og svo voru ţeir vćngjađir.

Venjulega voru stafnmyndirnar tilvísun í nafn skipsins. Má ţví vel vera ađ trjóna sem fannst sé af griff eđa gribshundi,en á ţessum tíma gerđu menn sér ţó vel grein fyrir ţví hvernig sagndýriđ gryphus átti ađ líta út. Skipasmiđurinn sem skar út trjónuna hefur kannski ekki veriđ međ ţađ á hreinu. En stafnmyndin sem nú er komin upp á yfirborđiđ gćti vel vísađ til ţess ađ menn hafi séđ dýriđ sem skipiđ er kennt viđ sem einhvers konar hundsskepnu. Ţetta skýrir danski fornleifafrćđingurinn Rolf Warming lauslega en ekki nógu fyllilega hér. Ef hann hefur ekki rétt fyrir sér, er hundurinn hugsanlega úr líklega úr öđru skipi - hver veit?

Í dag kom í ljós ađ "vargurinn" var međ annađ dýr í kjaftinum, á milli tannanna. Gaman verđur ađ heyra hvađa dýr ţađ er. Er ţarna kannski kominn sjálfur Jónas í hvalnum? Ţađ var algengt nafn á skipum fyrr á öldum.

Nú verđur trjónan lögđ í bađ međ alls kyns vökvum og síđar ţurrfryst. Ţannig vonast menn til ađ geta varđveitt hana um ókominn tíma.

Frá rannsóknum á flakinu

image2_php.jpg

Trjónan komin upp og er međ eitthvađ í kjaftinum


Saga af sverđi - Hrafnkelsdalssverđiđ

untitled-duplicated-02_1266273.jpg

Áriđ 1897 fann ungur mađur fornt sverđ í Hrafnkelsdal. Löngu síđar leiddi dr. Jón Hnefill Ađalseinsson mjög góđar líkur ađ ţví hver finnandinn hefđi veriđ. Hann hét Benedikt Ísaksson og var vinnumađur hjá Elíasi Jónssyni bónda á Vađbrekku og síđar í Ađalbóli. Af frásögnum eldri manna sem ţekkt höfđu Benedikt, og sem Jón Hnefill hafđi tímanlega tal af, er hćgt ađ álykta ađ sverđiđ hafi fundist í Skćnudal sem er lítill dalur sem gengur vestur og suđvestur inn á múlann sem er á milli Hrafnkelsdals og Jökuldals. 

Ţótt Jóni Hnefli hafi ţótt mikilvćgt og áhugavert ađ velta fyrir sér hver finnandi sverđsins var og hvar ţađ fannst, ţá er eigendasaga ţess engu síđur áhugaverđ, sem og gerđ sverđsins. Ţađ tvennt mun ađallega verđa rćtt hér, ţví sú saga hefur enn ekki veriđ sögđ ađ fullu, ţótt oft hafi veriđ skrifađ um sverđiđ og ţađ án vitundar um allar heimildir sem ţví tengjast.

Nýjar heimildir um um sverđiđ frá aldamótaárinu 1900 verđa hér settar fram í fyrsta sinn. Ţćr hafa varđveist á ţví sem forđum var kallađ 2. deild Ţjóđminjasafns Dana (Nationalmuseets 2. Afdeling) í Kaupmannahöfn.

Ef rétt er ađ Benedikt Ísaksson hafi fundiđ sverđiđ, ţá hefur hann eđa bóndinn sem hann vann fyrir selt H.I. Ernst apótekara á Seyđisfirđi sverđiđ fyrir 12 krónur. Sverđiđ endađi síđan á Statens Historiska Museum í Stokkhólmi. Lýsir Kristján Eldjárn ţví í doktorsritgerđ sinni í íslenskum frćđum viđ Háskóla Íslands, Kumli og Haugfé (1956). Ţví miđur hafđi Eldjárn ekki ađgang ađ öllum skjölum og yfirsást gögn sem ég fann löngu síđar í Kaupmannahöfn á 9. tug síđustu aldar. Hér skal bćtt inn í eyđurnar og nýjar heimildar taldar til.

Kaup og sölur

Eigandasöguna gćtum viđ byrjađ međ skrifum Ţorsteins Erlingssonar skálds í blađinu Bjarka áriđ 1900. Ţorsteinn fór fremur háđskum orđum um ađ H.I. Ernst hefđi haft sverđiđ af finnandanum án ţess ađ finnandinn fengi nóg fyrir snúđ sinn:

Mađur fann hjer gull- og silfurbúiđ sverđ, uppi í Hrafnkelsdal nú nýlega og er sagt ađ hann hafi veriđ svo sorglega fávís ađ selja Ernst apótekara ţađ fyrir 12 kr. Eftir ţví sem af sverđinu er sagt hefđi forngripasafniđ íslenska gefiđ manninum ađ minsta kosti 100 kr. fyrir ţađ og ný er auk ţess líklega loku skotiđ fyrir ađ ţađ komist ţangađ og er ţađ illa. (Ţorsteinn Erlingsson í Bjarka 5. árg. 1900. 25. tbl. 25.06.1909).

Ţessi skođun Ţorsteins fór fyrir brjóstiđ á apótekaranum sem svarađi nokkrum dögum síđar í öđru blađi, Austra:

Bjarki og hiđ forna sverđ

Í tilefni af ţví, ađ föđurlandsvininn, ritstjóra Bjarka tekur ţađ svo ákaflega sárt ađ vita til ţess ađ forngripasafniđ í Reykjavík skuli missa af sverđi ţví er fannst um voriđ 1897 í Hrafnkelsdal, - er mér sönn ánćgja ađ ţví, ađ hugga ritstjórann međ eptirfarandi tilbođi: Í 24 klukkustundir frá birtingu ţessa tilbođs míns í Austra stendur herra Ţorsteini Erlingssyni ţetta forna sverđ til bođa fyrir 112 krónur, hvar af 100 kr. skulu skiptast milli ţess sem seldi mér sverđiđ, og stofnana til almennings heilla hér í kaupstađnum, eptir opinberlega auglýstri skýrslu. Ađ sjálfsögđu verđur herra Ţorsteinn Erlingsson skriflega ađ ábyrgjast mér, ađ forngripasafniđ í Reykjavík verđi njóti sverđsins, ţó ţađ kynnu ađ verđa mjög deildar meining milli safnsins og herra Ţorsteins Erlingssonar um verđmćti sverđsins. ....

Seyđisfirđi, ţann 29. júní 1900. H. I. Ernst lyfsali , p.t. eigandi hins forna sverđs. (H.I.Ernst í Austra, 22. tbl. 29.06.1900).

Síđar sama ár skrifađi Ernst apótekari Ţjóđminjasafni Dana. Ţađ bréf fann ég í einni af mörgum heimsóknum mínum á Ţjóđminjasafniđ í Kaupmannahöfn á árunum 1981 til 1986. Líklegast áriđ 1981. Bréfin sýna, ađ Ernst hafđi ekki ađeins áhuga á ađ koma sverđinu í verđ. Hann leitađi upplýsinga um gerđ sverđsins og aldur ţess.

1. Nóvember 1900 skrifar Ernst til Arthurs Williams Mollerup sem var yfirmađur 2. deildar Ţjóđminjasafns Dana.

H.I. Ernst                                      Seydisfjord, den 1ste Novbr. 1900.

Privilg. Apotheker

Generalagentur for Livsforskikringsselskabet SKANDIA STOCKHOLM

Til Direktören for Nationalmuseets 2d Afdeling, Höjvelbaarne Hr Dr. phil. Mollerup R. af Dbrg. Kjöbenhavn.

Efter Anmodning fra Justitsraad Hansen i Hobro tillader jeg mig herved at fremsende et Fotografi af det i Hrafnkelsdal her paa Island fundne Svćrd. Som det vil sees af Fotografiet er Svćrdet, der maaler 35 ˝ Tommer, en nöjagtig Copi af det i Fabricius Danmarkshistorie Side 38 afbildede Svćrd fra Jćrnalderen. Tillige findes Sölv og Guld indlagt paa Svćrdknappen (synligt pĺ Billedet) og nede ved Haandgrebet. Jeg skal tillige oplyse om, at Rektoren ved Reykjavik Latinskole Dr. phil. Björn Olsen, der har set Svćrdet hos mig, formener, at der under Haandgrebet findes Runer, der imidlertid for mit Řje synes at vćre utydeligere. Som ovenform bemćrket, er Svćrdet fundet i Hrafnkelsdal, hvor Hrafnkel Freysgode ligger begravet; men yderligere undersřgelser af Stedet gav intet foröget Resultat. - Saafremt Museet paa Basis af de modtagne Oplysninger kan bestemme Svćrdets Alder vilde jeg vćre sćrdeles taknemmelig for en Meddelelse herom.

Med sćrdeles Höjagtelse

Ćrbödigst

H.I.Ernst

Apotheker og Vicekonsul.

Upplýsingar í ţessu bréfi Ernsts apótekara veita okkur vitneskju um ađ fundarstađur sverđsins var rannsakađur eitthvađ frekar eftir fund ţess.

bref_fra_ernst.jpg

Annar mađur, Frederik Opffer ađ nafni, sem var blađamađur í Křge, á Kjřge Avis, skrifađi sömuleiđis eins konar rógsbréf til Ţjóđminjasafns Dana. Hvar hann hefur snapađ upp fréttir af kaupum Ernst apótekara á íslensku sverđi, er ekki gott ađ segja.

Kjřge, d. 24. September 1900

Hr. Museumsinspektřr Mollerup!

Apotheker H. J. Ernst pĺ Seydisfjord har for nogen Tiden siden af en islandsk bonde kjřbt et ćldgammelt Hřvdingesvćrd for 12 kroner. Efter Beskrivelsen skulle det vćre meget smukt og interessant . Det forlyder, at det er indlagt og bćrer Navnetrćk, sĺledes at man ved, fra hvem ddet stammer. Efter hvad jeg fra sikker Kilde har bragt i Erfaring, agter Apotheker Ernst at sćlge Svćrdet til en engelsk Samling. Da dette formentlig strider imod Bestemmelserne angĺende Danefć, og da det jo var kjedeligt, hvis en antikvarisk Sjćldenhed skulde gĺ ud af Landet for personlig Vindings Skyld, tillader jeg mig at henlede Deres ćrede Opmćrksomhed pĺ Sagen. Apotheker Ernst´s Fader, fungerende Toldkontrřller Ernst, Vesterbrogade 115(?) vil sikkert kunne give goder Oplysninger derom.

Med sćrdeles Agtelse                                                                                                                    Frederik Opffer

I uppkasti af bréfi sem Arthur William Mollerup hefur ritađ Ernst apótekara ţann 12.desember 1900 skrifar hann međal annars:

... Gennem Justitsraad Jensen har jeg erfaret, at De forelřbigt ikke agter at afstaa svćrdet. Paa Grund af den antikvariske Vćrdi vil jeg dog vćre Dem forbudnen for en Meddelelse naar De eventuelt skulde faa i Sinde at skille Dem ved det.

Ernst upplýsti greinilega, ađ hann vćri ekki á ţeim buxunum ađ selja sverđiđ.

Ekkert af ţessum síđastnefndu upplýsingum úr Ţjóđminjasafni Dana, koma fram í Kumli og Haugfé Kristjáns Eldjárns og ţađan ađ síđur í endurútgáfu á ritgerđinni frá 2000, enda fann ég fyrstur manna ţessi bréf og greini fyrstur frá ţeim nú. Ég sé nú, ţegar ég tek ţau fram eftir ađ ţau höfđu safnađ hjá mér ryki í möppum, ađ enginn hefur nýtt sér ţau ţegar um sverđiđ í Hrafnkelsdal hefur veriđ ritađ á síđari árum. Ađstandendur endurútgáfu ritgerđar Eldjárns gerđu sér ekki í ţessu efni frekar en í öđrum mjög mikiđ far um ađ bćta viđ upplýsingum.

Ernst apótekari lét síđan sverđiđ. Hvort hann seldi eđa gaf ţađ vitum viđ ekki í dag. En ţađ endađi í Svíţjóđ, en Ernst var umbođsmađur SKANDIA líftryggingafélagsins, sem gćti skýrt ferđ sverđsins til Svíđjóđar. Samkvćmt sćnskum heimildum gaf N. Petersen jústítsráđ í Kaupmannahöfn formlega sverđiđ Óskari 2. Svíakonungi, sem lét ţađ síđan áriđ 1903 á Statens Historiska Museum i Stokkhólmi. Fékk sverđiđ safnnúmeriđ SHM-11537.

Sverđiđ afhentu Svíar svo Íslendingum áriđ 1971 eins og t.d. má lesa um hér á forsíđu Ţjóđviljans hinn 15. september 1971, ellegar í grein Ţórs Magnússonar í Árbók Fornleifafélagsins 1971. Ekki gat ţađ talist til gjafar sćnskum lögum samkvćmt, en ţađ er nú á Íslandi til ćvarandi varđveislu (ständig deposition). Ţann 14. september 1971 fékk Ţór Magnússon sverđiđ í hendur, og hefur ţađ síđan veriđ varđveitt á Ţjóđminjasafni Íslands og er enn skráđ međ sćnsku safnnúmeri međ öđrum upplýsingum Sarpi) sem er hins vegar mjög ábótavant.

1920px-ufberht_gerade.jpg

Dćmigerđ VLFBERHT áritun,er ţó ekki á íslensku sverđi.

+VLFBERHT+ sverđ

Sverđiđ sem kennt er viđ Hrafnkelsdal, ţótt ţađ hafi fremur fundist í Skćnudal, er međ svo kallađan VLFBERHT brand - ađ ţví er taliđ er. Ţađ telur dr. Kristín Sigurđardóttir forvörđur, núverandi forstjóri Minjastofnunar Íslands. Kristín telur sig einnig hafa fundiđ VLFBERHT-áletrun á hinu fagra sverđi (Ţjms. 557) sem fannst áriđ 1868 í kumli ađ Hafurbjarnarstöđum, sem er nćrri Sandgerđi. Sömuleiđis telur Kristín sig hafa fundiđ VLFBERHT-áletrun á brandi sverđs sem fannst í Baldursheimi í Mývatnssveit (Ţjms. 2), en mér vitandi hefur Kristín ekki birt neitt ţví til stuđnings.

_rkynju_vlfbehrta.jpg

Kristín Sigurđardóttir forvörđur hefur birt ţessa meintu VLFBERHT áletrun á sverđinu frá Hafurbjarnarstöđum, eđa réttara sagt leifar hennar, ţví greinilega er ekki mikiđ eftir af henni. Líkast til er ţetta áletrun á lélegri eftirgerđ af VLFBERHT brandi.

hafurbjarnarsta_ir.jpg

Sverđiđ frá Hafurbjarnarstöđum. Ljósm. Ţjóđminjasafn Íslands.

baldursheimur.jpgSverđiđ frá Baldursheimi er mjög illa fariđ og međ ólíkindum ađ inngreipt VLFEBRHT-"tauschering" á yfirborđi brandsins hafi varđveist. Sönnun fyrir ţví vćri vel ţegin! Skuggar á lélegri röntgenmynd frá 1979 eru ekki nóg. Teikningin var gerđ af A. Gíslasyni.

 

VLFBERHT eđa ULFBERHT sverđ voru upphaflega hágćđasverđ sem framleidd voru úr hágćđajárni sem flutt var til Evrópu frá Íran eđa jafnvel alla leiđ frá Indlandi. Gćđi járnsins voru meiri en ţess járn sem unniđ var í Evrópu, ţar sem í Asíu kunnu menn ađ hita málminn međ viđbćttum kolefni í 1300-1400 gráđur í lokuđum deiglum í lengri tíma. Viđ ţađ styrktist járniđ til muna og getur talist til stáls. Egg branda úr slíku járni voru harđari, og ţar sem sverđin voru í notkun voru VLFBERHT-brandar taldir bera af öđrum sverđum. Sverđin ţekkjast m.a. á ţví ađ merki međ nafninu VLFBERHT hefur veriđ grafiđ og greipt međ mýkri málmi (danska tauscheret, enska incrusted, sjá meira um tćknina hér) efst blóđrefilinn nćrri tanga brandsins. Hinum megnin var skreyti međ međ XX- og II-laga táknum (sjá mynd neđar).

Fyrir nokkrum árum birti breskur vísindamađur Alan Williams ađ nafni, sem starfar viđ The Wallace Collection i London, niđurstöđur sínar á rannsóknum á járninu í Ulfberht-sverđum (sjá hér). Williams uppgötvađi ađ norrćnir menn eđa ađrir fóru fljótt ađ falsa VLFBERHT branda. Ađ sögn William má oft sjá ţađ á áletruninni, jafnt sem efnagreiningunni á járninu. Eftirgerđir voru međ ranga stafsetningu á "brandinum" og minna innihald kolefnis í járninu. Ađ svipađri niđurstöđu hefur fornleifafrćđingurinn Anne Stalsberg komist, án málmrannsókna, en hún hefur aftur á móti sýnt fram á breytingar og úrkynjun á áletrunum, sem virđast haldast í hönd viđ verri gćđi brandanna ţegar fram líđa tímar og fölsuđ merkjavara kemst á kreik.

annestalsberg.jpg

Voru hin ţrjú íslensku "VLFBERHT-sverđ" merkjavara eđa evrópsk soraframleiđsla?

Hvort gćđi sverđanna frá Hrafnkelsdal og Hafurbjarnarstöđum hafi veriđ góđ eđa léleg, eđa hvort inngreipt áletrunin sé úrkynjuđ eđur ei, veit ég ekki nógu gjörla til ađ geta sagt frá ţví. Áletrunin á brandinum frá Hafurbjarnarstöđum gćti ţó bent til ţess ađ sverđiđ hafi veriđ úr deigara járni en "ekta" VLFBERHT-merkjavara, sé gengiđ út frá niđurstöđum Alan Williams og Önnu Stalsberg.

Áriđ 1979 lét Kristín Sigurđardóttir röntgenljósmynda sverđin og ţá komu mjög ógreinilegar áletranir í ljós. Hugsanlega hefur hún skrifađ meira um ţćr löngu síđar í doktorsritgerđ sinni, en ekki greinir hún ţó frá ţví í frásögnum sínum af Hrafnkelsdalssverđinu sem birst hefur eftir ađ hún var rituđ, t.d. í ţessu riti, sem ţví miđur inniheldur fjölda missagna og rangfćrslna.

Greinilegt er ađ menn á Norđurlöndum, eđa víkingarnir, (ef menn vilja halda í ţađ kjánalaga safnheiti), hafa greinilega veriđ sólgnir í merkjavöru eins og helbeitt VLFBERHT-sverđin. Ţeir hafa fljótlega séđ sér fćri á ađ falsa slíka hágćđavöru. Hér ađ lokum birti ég skopmynd sem einn snjall blađteiknara Berlingske Tidende í Danmörku teiknađi er fréttin af niđurstöđum Alan Williams birtist í ţví blađi hér um áriđ.

483583-vikinger-solgte-kopivarer--.jpg

Merkjavöruprinsinn Valiant og Hrafnkell Freysgođi međ linan VLFBERHT sinn í Skćnudal?

Heimildir

Jón Hnefill Ađalsteinsson 1981. Sverđiđ úr Hrafnkelsdal. Árbók hin íslenzka Fornleifafélags 1981, bls. 40-47.

Kristján Eldjárn 1956. Kuml og Haugfé í heiđnum siđ á Íslandi. Akureyri 1956. (Bókin endurútgefin áriđ 2000 međ mjög takmörkuđum viđbótum og litmyndum).

Ţór Magnússon 1971. Endurheimt Fornaldarsverđ. Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1971, bls. 86-90.

Kristín Sigurđardóttir 1981. Tvö ný Ulfbert sverđ? Ljóri 2. árg. 1. tbl. Nóv. 1981, bls. 7.

Kristín Sigurđardóttir 1994. Sverđ frá Hafurbjarnarstöđum. Gersemar og ţarfaţing. Ţjóđminjasafn Íslands og Hiđ Íslenska Bókmenntafélag 1994, bls. 22-23.

Stalsberg, Anne. The Vlfberht sword blades reevaluated. Jenny-Rita [Nćss]: Et utradisjonelt skrivested. Stavanger, Norway. Afmćlisrit til Jenny-Rita Nćss sem birst hefur á netinu. [Árstal útg. ekki fundiđ]

Williams, Alan R. 2007, ‘Crucible Steel in medieval swords’, Metals and Mines: Studies in Archaeometallurgy (London, 2007), pp. 233-241.

Skjalasafn Nationalmuseeet Kaupmannahöfn 2. Afdeling (Nú Afd. for Middelalder og Renaissance): Mál 317/00 [1900] merkt: Island; Svćrd fra Vikinge-tiden.

Annar fróđleikur:

Hér er ţví haldiđ fram, ađ járniđ í Ulfberht sverđum séu alls ekki úr Austurvegi, heldur hágćđastál ćttađ úr Taunus fjöllum í Ţýskalandi. Sjá enn fremur hér. Samkvćmt Robert Lehmann er mikiđ arsenik í járni Ulfberht sverđa. Ţađ telur hann útiloka austrćnan uppruna stálsins. Mér sýnist ţađ ekki fara efnafrćđingnum vel úr hendi ađ leika fornleifafrćđing.

Áhugaverđ frćđslumynd um VLFBERHT sverđ, sem Jón Steinar Ragnarsson benti mér á á FB. Frćđslumyndin birtir niđurstöđur Önnu Stalsberg án ţess ađ nefna hana á nafn, en annars er ţetta ágćt frćđsla og skemmtun:

 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2015 Š Varist falsanir og eftiröpun.


Í minningu Moussaieffs

shlomo_moussaieff_014_final_hr.jpg
Shlomo Moussaieff (1925-2015) er allur. Fađir Dorritar forsetafrúr lést í fyrradag og var borinn til grafar í gćr. Tengdasonur hans á Íslandi, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt rćđu honum til heiđurs í Jerúsalem.

Shlomo var forngripasafnari af Guđs náđ. Fornleifafrćđingar eru aldir upp í ađ líta niđur á forngripasafnara, en ég hef ekkert á móti forngripasöfnurum, ef ţeir miđla ţeirri ţekkingu sem einkasöfn ţeirra geta veitt almenningi. Sum söfn geta ţađ ekki einu sinni. Eins er til fyrirmyndar ef forngripasafnarar gefa eđa selja söfnum mikilvćga gripi sem ţeir hafa náđ í.

Líklega hefur Ólafur Ragnar Grímsson nefnt áhuga tengdaföđur síns á fornleifum í rćđu sinni. Ólafur er mikill áhugamađur um fornleifarannsóknir. Ţađ hefur hann einu sinni sagt mér er hann heimsótti mig síđla kvölds í holu einni á Seltjarnarnesi, ţar sem ég var ađ teikna jarđlög.

Á Íslandi gerđu menn hann ađ smyglara

Áhugi hatursmanna Ólafs á Íslandi var líka mikill á fornleifasöfnun tengdaföđurs hans og var reynt ađ gera lítiđ úr henni í blogggreinum og fréttum á Íslandi. Vitnađ var í ţessa klausu:

5.4 Recent confirmation of Dayan’s involvement in smuggling of antiquities is found in an interview held with Shlomo Moussaieff (on Moussaeiff see Shanks 1996:27–31). Moussaieff, a famous millionaire who divides his time between London and Israel, admitted that in the 1950’s he himself “smuggled gold and antiquities from Jordan to Israel”… but says “it is hard for me to depart from my antiquities, so I am not an antiquity-trader but a collector.” Until he left for London in 1963, Moussaieff, “through dealing with antiquities became acquainted with Moshe Dayan… I used his tender [vehicle] to transport antiquities. In return, I gave him antiquities. Sometimes we used to go to dig together” (Liebowitz-Dar 2001:26). (Sjá hér og hér)

Var  vitnađ í grein eftir ísraelskan fornleifafrćđing, afar norrćnan í fasi, sem heitir Raz Kletter, og sem bjó síđast ţegar ég vissi í Tallinn í Eistlandi. Kletter er ágćtur fornleifafrćđingur á mínum aldri sem ber virđingu fyrir fyrri kynslóđum af  "trúuđum" biblíufornleifafrćđingum. Ţađ er ekki í tísku í Ísrael í dag, og kannski ein af ástćđum ţess ađ Kletter hefur ekki fengiđ embćtti í heimalandi sínu.

Grein Kletters um Fornleifaáhuga Moussaieffs er áhugaverđ og sýnir áhuga gyđinga í nýju ríki sínu á uppruna sínum. Vegna eftirfarandi klausu í grein Kletters var tengdaföđur Ólafs Ragnars stillt upp sem smyglara  í íslenskum fjölmiđlum.  Ţađ fannst mér afar ómaklegt. Ég tel hann hafa veriđ merkan karl.

Glerdiskur eftir glerlistamanninn Ennion, sem bjó í Sídon og síđar á Ítalíu á fyrstu öld eftir Krists burđ. Í glerminjasafni Shlomo Moussaieffs.

ennion6.jpg

Mikilvćgur safnari

Shlomo Moussaieff var safnari upp á gamla mátann, eins og margir gyđingar eru ef ţeir eiga eitthvađ fé á milli handanna, en ţar ađ auki var Shlomo stórfróđur um trú, menningu og sögu  ţjóđar sinnar, sem sćmir mönnum sem eru tengdafeđur forseta á Íslandi. Shlomo hefur alltaf miđlađ upplýsingum um gripi sína, sem sumir álíta ađ hafi veriđ um 60.000 ađ tölu. Hann hefur gefiđ sérfrćđingum ađgang ađ safni sínu. Hann miđlađi einnig af ţekkingu sinni til fyrir dómstólum, í málum gegn ósiđvöndum forngripafölsurum, sem hann hjálpađi yfirvöldum ađ koma upp um.

Shlomo var líklegast ţekktastur fyrir safn sitt af innsiglum frá landinu helga. Bćkur eins og Shlomo: Studies in epigraphy, iconography, history, and archaeology in honor of Shlomo Moussaieff, eftir Robert Deutch og Biblical Period Personal Seals in the Shlomo Moussaieff Collection eftir Robert Deutsch og Andre Lemaire eru eins konar biblíur í ţeim frćđum.

Miđađ viđ gott ćvistarf Moussaieffs fyrirgefst honum ađ hafa ţeyst um Jórdaníu á jeppa Moshe Dayans til ađ finna merka gripi um sögu Gyđinga. Ţađ er víst ekki ţađ versta sem gerst getur í ţeim heimshluta, ţar sem nú fer m.a. fram skipulögđ eyđing fornminja og annađ sem er mun verra.


Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband