Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2011

Ţar misstu Íslendingar enn einu sinni af sögu sinni

Vasi

Fjölmiđlar einblína mikiđ á falsanir á málverkum íslenskra meistara sem endalaust eru bođnar upp í Danmörku. En ţegar dýrgripir, sem eru mikilvćgir fyrir sögu Íslands, eru bođnir upp, heyrist ekkert. Ţá er enginn áhugi. Ríkisútvarpiđ gerđi ţó grein fyrir vasanum sem í gćr var seldur fyrir 130.000 danskar krónur (2.8 milljónir íslenskar) hjá listaverka-uppbođsfyrirtćkinu Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn. Fyrir minna verđ en Skóda Fabia gátu Íslendingar hneppt mikilvćga heimild um Ísland. Vasinn fór líklega í stađinn til einhvers safnara í Ţýskalandi, en ađ minnsta kosti ekki til Íslands. Ţađ stađfesti Bruun Rasmussen nú rétt áđan.

Ekki eru mörg ár síđan ađ Íslendingar keyptu allt steininum léttara, og ţyngra, í Danmörku, svona til ađ sýna ađ ţeir vćru orđnir ţjóđ sem taka ćtti mark á. Ţjóđ međ peninga. Ef ţađ voru ekki hótel og dagblöđ, ţá voru ţađ fasteignafyrirtćki, flugfélög og bjórverksmiđur. Ég varđ eitt sinn vitni ađ stórinnkaupum íslensks bubba á uppbođi á Bruun Rasmussens. Ţar var á ferđinni mikill og feitur víkingur, sem m.a. er ţekktur fyrir ađ hafa tćmt sjóđ sem frćnka hans stofnađi í Ameríku, sem átti nota til ađ styđja listamenn. Sá mađur á nú ekki bót fyrir rassinn á sér, er búinn ađ fá skuldafyrirgreiđslu í bankanum sínum. Hann kveikir líklegast upp í ofninum međ Kjarvölum sem hann keypti fyrir peninga frćnkunnar.

Bessastađir

Sjáiđ myndina stćrri međ ţví ađ klikka á hana
 
Nú er öldin önnur, og ekki var ţađ Íslendingur sem í gćr keypti hinn forláta vasa međ Íslandsmyndum frá 1836, sem ţá var bođinn upp í Kaupmannahöfn. Vasinn fór á 2,8 milljónir (ísl.), sem hefđu veriđ smáaurar fyrir íslenska ríkiđ. Ţennan vasa hefđi átt ađ kaupa fyrir Ţjóđminjasafniđ.
 
Ţessi svokallađi Delfín-vasi (Höfrungavasi) var hannađur af  C.F. Hetsch en ber mynd ţýsk-danska listmálarans Frederiks Theodors Kloss (1802-1876) sem ferđađist međ Friđriki Danaprins (hann hét síđar Friđrik VII) til Íslands áriđ 1834. Lauritsz nokkur Lungbye málađi vasann. Vasinn var gerđur í Den Kongelige Porcelainsfabrik áriđ 1836.
 
Vasinn, sem er 55 sm. ađ hćđ, sýnir mynd af Bessastöđum og umhverfi. Ţetta er svokallađur panoramavasi međ mjög fallegri fjallasýn. Viđ sjáum Esjuna, Skarđsheiđina, Akrafjall, Hafnarfjall og Snćfellsjökul og viđ sjáum Reykjavík, Seltjarnarnes og Gálgahraun. Hugsanlega hefur vasi ţessi upphaflega átt "bróđur", og ţar ađ auki voru tveir minni vasar međ myndum frá Íslandsförinni. Friđrik VII konungur hinn barnlausi gaf ađalsfjölskyldunni Scheel ţennan vasa og var hún í eigu einhvers fátćks afkomandans ţangađ til í gćr, ţegar hann fékk peninga fyrir hann, sem vćntanlega fer í ađ borga upp í Skóda Fabíu.
Esjan og Reykjavík
Reykjavík, Esjan, Skarđsheiđin. Sjáiđ nćrmynd međ ţví ađ klikka nokkrum sinnum á myndina

Í aumingjaskap sínum misstu Íslendingar af ţessum kostagrip og heimild, međan ţeir voru ađ rausa um rétt einhvers Kínverja uppi á Grímsstöđum. Í stađ ţess ađ Menntamálaráđuneytiđ friđar skúra í Skálholti, hefđi ţađ átt ađ senda mann til Kaupmannahafnar til ađ bjóđa í ţennan vasa. Ţetta er ómissandi saga og heimild sem Íslendingar misstu hér af. 

Gálgahraun

Konungur kemur ríđandi međ fylgdarliđi um Gálgahraun, nokkuđ meira úfiđ en ţađ er í raun og veru.

Fyrr á árinu fór fyrir lítiđ lituđ pennateikning eftir Frederik Theodor Kloss, sem sýndi kyssandi par á Ţingvöllum áriđ 1834. Ţađ fór á skitnar 4200 DKK (90.000 ISK), og örugglega ekki til Íslands (sjá myndina neđar). Áriđ 2009 fór málverk eftir Kloss, sem málađ var í Reykjavík áriđ 1834 á 8000 DKK (172.000 ISK). Spottprísar, en var ţetta keypt til Íslands? Nei, íslendingar vilja miklu frekar fá endurgerđ "miđaldaflugskýli" í Skálholti og skemmur ofan á friđlýstar fornminjar. Verđmćtamatiđ er brenglađ.

Fyrirgefiđ mér ađ ég segiđ ţađ. Margir Íslendingar eru menningarlegir óvitar, en nýi vasinn hans Helmuths fer örugglega vel viđ ísbjarnarteppiđ.

Viđbót: Helmuth borgađi 130.000 DKK fyrir vasann.

Akrafjall
Stćkkiđ myndina og sjáiđ hvađ ţiđ misstuđ
F.T.Kloss Par der kysser pĺ Thingvellir
Ţessi teikning var seld fyrr á árinu fyrir 4200 DKK

Ţiđ muniđ hann Jörund - eđa hvađ?

ATHUGASEMD 

5. desember birtist ţessi frétt á Pressan.is. Ţar er viđtal viđ Ţjóđminjavörđ um gripi á Ţjóđ-minjasafni Íslands, sem ég hafđi haldiđ fram ađ hefđi týnst,  og hefur mér ađ hluta til orđiđ á í messunni. Ég biđst velvirđingar á ţví ađ ég hélt ađ smámyndin af Jörundi Hunda-dagakonungi vćri týnd, svo og stytta úr safni Jóns Sigurđssonar. Á 8. áratug  síđustu aldar var mér tjáđ af nokkrum af hinum yndislegu gćslukonum safnsins, ađ postulínsstytta í safni Jóns hefđi týnst, eins og ég lýsi hér á blogginu. Ţví miđur kannađist ég ekki viđ grein Ingu Láru Baldvinsdóttur í Árbók Hins íslenzka Fornleifafélags og vissi ţví ekki ađ smámyndin af "Jörundi" hafi veriđ í geymslu frá ţví snemma á 8. áratug síđustu aldar. En áđur hékk hún í hliđarsal til norđvesturs af svo kölluđum fornaldarsal.

Hins vegar á ég bréfaskrif viđ fyrrverandi ţjóđminjavörđ og annan starfsmann fornleifa-vörslunnar sem leituđu til mín vegna týndra innsiglishringa frá Skálholti í Ţjóđminjasafni Íslands, ţó ég hafi aldrei skiliđ af hverju, ţar sem ég var ekki starfsmađur safnsins ţegar gripirnir týndust/hurfu. Vona ég ađ ţeir hafi komiđ í leitirnar, en mér hefur aldrei veriđ greint frá ţví međ óyggjandi hćtti. Ţađ gleđur mig hins vegar, ađ loks sé komin opinber stađfesting á ţví ađ hin forna kinga úr kumlinu í Granagiljum, sem ég ritađi nýlega um, sé týnd og tröllum gefin, ţótt ekki hafi veriđ greint frá ţví í 2. útgáfu af doktorsritgerđ Kristjáns Eldjárns fyrir rúmlega 10 árum síđan, og heldur ekki annars stađar síđan kingan hvarf áriđ 1967.

Ţađ er virđingarvert af Margréti Hallgrímsdóttur ţjóđminjaverđi ađ greina Pressunni frá öđru ţví sem miđur hefur fariđ, en sem hún á engan hátt ber ábyrgđ á.

Lengi var ţví haldiđ fram, ađ málverk eftir hinn heimsţekkta danska listmálara C.W. Eckersberg (1783-1853) sýndi Jřrgen Jřrgensen, sem viđ Íslendingar köllum jafnan Jörund Hundadagakonung.

jorgen

Jörundur á Frederiksborgarsafni

Fyrir tveimur árum flutti danskur grúskari, Jřrn Dyrholm ađ nafni, erindi um málverkiđ, sem taliđ er vera eftir Eckersberg, á ţingi sagfrćđingafélagsins á Íslandi um Hundadagakonunginn. Dyrholm telur hins vegar ađ myndin sé ekki eftir C.W. Eckersberg, heldur Hans Hansen (1769-1828). Myndin er heldur ekki af Jörundi, ef trúa má Dyrberg. Fćrđi Dyrholm fyrir ţví sterk rök ađ mađurinn á portrettinu međ tćru, bláu augun og rósrauđu kinnarnar, sem hingađ til hefur veriđ bendlađur viđ Jörund, passađi ekki alveg inn í ţá lýsingu sem Englendingar gáfu af sakamanninum Jörundi, sem var dökkhćrđur og međ hnotubrún (hazel brown) augu. Ţví miđur hef ég enn ekki séđ neina grein eftir Jřrn Dyrholm  um efniđ, og gat ekki fundiđ hann í neinum skrám í Danmörku, er ég var ađ leita ađ honum til ađ reyna ađ spyrjast fyrir um útgáfu niđurstađna hans. Hér má hins vegar lesa um erindi Dyrholms í Reykjavík.

1417396.jpg
 

Jörundur sem einu sinni hékk sem er í geymslu á Ţjóđminjasafninu

Annađ málverk er til af Jörundi, ţađ er fróđir menn telja. Reyndar ćtti ég frekar ađ skrifa, ađ ţađ „var til". Málverkiđ, smámynd, hékk eftir 1948 í Ţjóđminjasafni Íslands og bar safnnúmeriđ 18974. En Ţjms. 18974 (Rétt númer er MMS 18974) hefur nú ekki hangiđ í langan tíma uppi á safninu. Málverkinu var víst hnuplađ, ađ ţví mér var sagt, og held ég ţví miđur ađ ekki sé einu sinni til af ţví almennileg litmynd (Ţetta er ekki rétt sjá athugasemd hér ađ ofan). Ég man vel eftir myndinni á Ţjóđminjasafninu í ćsku minni og bakgrunnurinn á myndinni var grćnn (svipađ ţví sem ég hef reynt ađ endurgera hér á myndinni fyrir ofan).

Jörundur á Brújorgenbridge2

 

Jörundur á Ross brú í Tasmaníu

Svo telja sumir ađ konungurinn af Íslandi hafi veriđ höggvinn í ástralskan sandstein á brú einni mjög veglegri í Tasmaníu, sem kölluđ er Ross Bridge, eftir bćnum sem hún stendur viđ.

Lista- og sakamađurinn Daniel Herbert hjó lágmyndir á brúna, sem lokiđ var viđ áriđ 1836, og mun Herbert hafa notađ ţekkt fólk og kunningja sem fyrirmyndir. Telja margir ađ mađurinn međ kórónuna sé enginn annar en Jřrgen Jřrgensen, og ýkt kvenmynd viđ hliđ konungsins er talin sýna Noruh Corbett, fyllibyttuna írsku sem Jřrgensen kvćntist ţarna andfćtis landinu sem hann stýrđi áriđ 1809. Ekki er ţađ svo galin tilgáta. En ekki ćtla ég mér ađ skera úr um hvort ţađ er rétt, ađ lágmynd sé til af konungi Íslands í Tasmaníu. 

Lítiđ hefur ţó veriđ vísađ til myndarinnar á brúnni  í Tasmaníu á Íslandi. En fyrir nokkrum árum hló ég mig máttlausan ţeg ég las viđtal viđ tvo íslenska kvikmyndagerđarmenn sem höfđu lagt leiđ sína til Ástralíu til ađ mynda fugla. Haft var eftir ţeim ađ höfundur lágmyndanna á brúnni hafi vćri Jörundur sjálfur, ađ brúin vćri í Ros (sic) og ađ Jörundur hefđi notađ steinlím sem varđ afgangs til ađ móta myndirnar. Limestone, (sandsteinn), varđ ţarna ađ steinlími hjá fuglaljósmyndurunum. Hér međ leiđréttist ţađ og bí bí og blaka.

Ađ lokum má nefna skopteikningu Jörundar sjálfs frá dansiballi í Reykjavík áriđ 1809, ţar sem ein maddaman krćkir hárkollu sinni í ljósakrónu, en menn telja sig sjá Jörund í salnum. En ţađ eru víst líka eintómar getgátur. 

Jorgensen og Norah

Týnda kingan

  Kinga 3

Eitt af ţeim orđum sem hljómuđu svo fornlega og seiđandi í doktorsritgerđ Kristjáns heitins Eldjárns, Kumli og Haugfé í heiđnum siđ á Íslandi, var orđiđ kinga. Ef mađur leitar ađ orđinu kinga og ljósmyndum af kingum á Google, er svo sannarlega um auđugan garđ ađ gresja, ţar sem ţetta er líka nafn á kvendýrlingi í Pólandi. Kingur nútímans í Pólland líkjast ţó margar föllnum snótum, eđa kannski er ég ekki međ nógu pólskan smekk til ađ sjá ţessa pólsku fegurđ. Sjón er sögu ríkari.

Aftur ađ kingum Eldjárns. Hann lýsti í bók sinni Kuml og Haugfé fjórum forláta kingum sem fundist höfđu í fornu kumli á Granagiljum fyrir ofan Búland í Skaftártungum (Granagil eru kölluđ svo eftir Grana Gunnarssyni sem Kári Sölmundarson drap). Á myndunum hér ađ ofan og neđan sjáiđ ţiđ ađ kingur ţessar eru kringlótt, steypt men međ opnu verki, sem menn og konur hengdu viđ sörvi (steinahálsfesti) eđa einhvers stađar á klćđnađ sinn. Kingurnar frá Granagiljum eru um 2,5 sm í ţvermál.

Kinga 2

Ţiđ furđiđ ykkur kannski á ţví, ađ hér er ađeins ađ finna myndir af ţremur kingum, en en ekki fjórum. Ţađ er ekki vegna plássleysis. Í nýrri útgáfu Kumls og Haugfjár, ţađan sem myndirnar eru fengnar ađ láni, eru nefnilega ađeins hćgt ađ finna ljósmyndir af ţremur kingum, ţótt textinn nefni fjórar. Og viti menn, ţegar mađur athugar í frumútgáfu Kumls og Haugfjár, ţá eru ţar vissulega sýndar fjórar kingur frá Granagiljum á blađsíđu 323 (mynd 142, kingan í miđjunni).

Og hér kemur skýringin. Fyrir allmörgum árum, síđast á 9. áratug og fyrst á síđasta áratug síđustu aldar, áđur en ég hóf störf á Ţjóđminjasafni Íslands, skráđi ég og ljósmyndađi valda hluta kumlfjár á Íslandi í tengslum viđ doktorsverkefni mitt. Einn daginn var ég kominn ađ kingunum. Sama hvađ ég leitađi, ţá fann ég ekki allar kingurnar frá Granagiljum. Mér var sagt ađ leita í skúffunum undir gömlu sýningarskápunum í Fornaldarsalnum svokallađa, en allt kom fyrir ekkert. Í ađfangabók voru kingurnar vissulega sagđar fjórar. Loks náđi ég tali af Ţór Magnússyni ţjóđminjaverđi, sem gat sagt mé, ađ ein kingan hefđi veriđ send til Kanada á heimssýninguna ásamt öđrum gripum úr Ţjóđminjasafni, en hún kom aldrei aftur til Íslands.

Kingan var send á heimssýninguna EXPO67 i Kanada og kom aldrei aftur til baka. Hún hvarf, eđa kannski var henni stoliđ? Ţór gat lítiđ skýrt fyrir mér, af hverju ekkert var fćrt af upplýsingum inn um ţetta tap, t.d. í ađfangabók safnsins. Ţór sagđi ţađ ekki venju ađ bćta viđ skráningu á gripum í handritađri ađfangabók safnsins.

Kinga 1

Kannski hefur Ţór Magnússon heldur ekki haft fyrir ţví ađ segja yfirritstjóra annarar útgáfu Kuml og Haugfjár, Adolfi Friđrikssyni, frá ţessu tapi, ţví ekki er Adolf ađ furđa sig á ţví ađ upphaflegi textinn, sem og textinn í 2. útgáfu, greini frá fjórum kingum frá Granagiljum, međan ađ hann er ađeins međ mynd af ţremur kingum í nýrri útgáfu á doktorsritgerđ Kristjáns forseta. Hann er líka međ heldur lélegar pennateikningar af kingunum, ţremur og ekki fjórum. Gripateikningarnar í 2. útgáfu Kuml og Haugfjár er reyndar mikill ljóđur á útgáfunni, en ţađ er önnur saga sem verđur fariđ inn á síđar. 

Fleiri týndir gripir 

Ćtli Ţjóđminjasafniđ sakni fleiri gripa en kingunnar frá Granagiljum? Ég tel mig vita ađ svo sé, en veit ekki hvort tekiđ er á ţví máli eins og eđlilegt mćtti ţykja. Vissuđ ţiđ ađ stytta úr safni Jóns Sigurđssonar hvarf eitt sinn eftir ađ hópur fólks af Keflavíkurflugvelli hafiđ fengiđ ađ heimsćkja safniđ á mánudegi, ţegar safniđ var annars lokađ. Gömul kona, sem gćtti herbergis Jóns Sigurđssonar, sór og sárt viđ lagđi, ađ postulínsstyttan hefđi horfiđ úr safninu ţann dag (og hún var enginn Kanahatari). Hún og ađrar konur sem gćttu gripa á safninu í mörg ár greindu mér frá ţessu ţegar ég var barn, líklegast hefur ţađ veriđ um 1970, en styttan hvarf fyrr.

Gripir hafa einnig horfiđ skömmu eftir ađ ţeir voru grafnir úr jörđu, ţví ţeir hafa ekki fengiđ forvörslu. Ţar hafa fariđ forgörđum upplýsingar sem hefđu veriđ miklu verđmćtari fyrir áhugasama ferđamenn en tilgátuóskapnađurinn sem menn dreymir um, og ţeir byggja nú jafnvel í Skálholti

Ítarefni:

Kristján Eldjárn 1956. Kuml og Haugfé í heiđnum siđ á Íslandi. Bókaútgáfan Norđri, Akureyri.

Kristján Eldjárn 2000. Kuml og Haugfé í heiđnum siđ á Íslandi. 2. útgáfa. Ritstjóri Adolf Friđriksson. Fornleifastofnun Íslands, Mál og Menning, Ţjóđminjasafn Íslands.


Ráđherrann veđur í villu

Brynjólfskirkja og kofinn viđ hana

Katrín Jakobsdóttir veđur í villu. Rústir Ţorláksbúđar og margar ađrar minjar í Skálholti voru friđađar áriđ 1927. Sú friđlýsing stendur, og eru fyllileg nćgileg til ađ stöđva framkvćmdir viđ skúrinn sem veriđ er ađ reisa í Skálholti. 

Rutt var yfir friđlýsinguna frá 1927 af Kristínu Sigurđardóttur forstöđumanni Fornleifaverndar Ríkisins, sem gaf leyfi til ađ reisa hagsmunakofa ofan á friđuđum fornleifum. Ţađ sem forstöđumađurinn hefur gert er svo mikil vömm í starfi, ađ leysa ćtti hana frá störfum. En ţađ mun örugglega ekki gerast ţví  konur á Íslandi standa saman, sérstaklega ţegar ţćr vađa í villu, sama hvađa flokkur hefur potađ ţeim í embćttin. Í stađ ţessa ađ hlusta á rök fer Katrín međ máliđ í hring, međan lagabrjótarnir í Skálholti halda áfram ađ reisa kofann, međ tilvitnun í Davíđssálma og vitranir frá Guđi á himnum, svo nćstum ţví má heyra Hallelújahrópin, ţegar búđarsmiđirnir holnegla Ţjóđminjalögin viđ undirleik Árna brekkusöngvara.

Áriđ 2009 var einmitt gerđ rannsókn á Ţorláksbúđ og kom ţá í ljós ađ rúst var undir yngstu Ţorláksbúđ og fornar grafir lengra undir.

Húsafriđunarnefnd hefur svo öđrum hnöppum ađ hneppa og treystir mađur ţví ađ hún vinni vinnuna sína án fleiri gerrćđislegra afskipta menntamálaráherrans gagnvart nefndinni. Stöđvun nefndarinnar á framkvćmdum viđ "Ţorláksbúđ" var algjörlega lögmćt.

Ţetta mál er fariđ ađ minna mig á sumarbústađinn sem gerrćđisráđherrann Össur Skarphéđinsson fékk í gegn međ hótunum, ţannig ađ einhver fuglaskođandi lyfsali gat reist bústađ sinn fyrir vestan ofan í fornminjum og einnig í trássi viđ Náttúruverndarlög. En ţađ var áđur en Fornleifavernd var stofnuđ og menn héldu ađ sú stofnun myndi vernda fornminjar. Össur gćti kannski sagt okkur frá málinu.

Sjálftökutímanum hélt mađur ađ vćri lokiđ, en svo virđist ekki vera.

20110330132202481

Stína lögbrjótur og Kata lagakrćkja


mbl.is Ţorláksbúđ ekki óafturkrćf framkvćmd
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lausn á 3. getraun Fornleifs

Hćstikaupstađur lille

Sigurvegari 3. getraunar Fornleifs heitir Tumi Ţór Jóhannsson og býr á Ísafirđi. Hann ţekkti greinilega heimaslóđirnar, ţví myndin sýnir Hćstakaupstađ áriđ 1877. Ţá var Tumi ekki fćddur og ţví var mér spurn, hvernig hann sá ađ ţetta var á Ísafirđi? Tumi svarađi, ađ ţađ vćru fjöllin, enda eru ţau vel teiknuđ. Jón Steinar hefđi nú átt ađ ţekkja ţetta líka.

Myndin í ţriđju gátu Fornleifs sýndi ţá félaga Gerrit Verschuur (1840-1906) og J.C. Greive (1837-1891) frá Hollandi, sem komu til Íslands í maí 1877, eins og greint var frá í blöđum ţess tíma. Ţeir ferđuđust um landiđ í mánađartíma. Myndin sem spurt var um sýnir ţá á Ísafirđi, kappklćdda, líklega nokkrum klukkustundum áđur en ţeir stigu á skipsfjöl og sneru aftur til síns heima.

p_Verschuur
Gerrit Verschuur

Gerrit Verschuur  var ţekktur ferđalangur, sem skrifađi m.a. frćgar bćkur um ferđir sínar til Asíu og Ástralíu.  J.C. Greive var ţekktur listamađur sem sérhćfđi sig í ađ teikna myndir viđ ferđalýsingar í myndríkum vikublöđum sem urđu algeng afţreying fyrir borgarstéttina í Evrópu um miđja 19. öldina. Ljósmyndin var dauđi listamanna eins og Greive. 

Greive
J.C. Greive

Á myndinni, sem spurt var um, sjáum viđ ţá félaga í Hćstakaupstađ (Ísafirđi) í júní 1877, en frá Ísafirđi sigldu ţeir til Bretlandseyja á leiđ heim til sín. Ţađ er Gerrit Verschuur sem stendur međ kúluhatt (stćkkiđ myndina međ ţví ađ klikka á hana) og talar viđ karl og konu í söđli, og J.C. Greive stendur og teiknar og vekur ţađ verđskuldađa athygli einhverra karla.

Greive teiknar
J.C. Greive teiknar sjálfan sig?

Myndin bitist í 2. tölublađi hollenska vikuritsins EigenHaard áriđ 1870. Rit ţetta kom út í borginni Haarlem á síđari hluta 19. aldar og var lesiđ víđa í Hollandi og Belgíu. Gerrit Verschuur birti ferđalýsingu sína frá Íslandi međ titlinum Ultima Thule, of Eene maand op Ijsland

Teikningar J.C. Greive höfđu veriđ sendar ţeim félögum Joseph Burn-Smeeton og Auguste Tilly,   Breta og Frakka, sem ráku saman fyrirtćki sem vann málmstungur úr teikningum listamanna til nota í myndablöđum margra landa Evrópu.

Ýmsar skemmtilegar teikningar ađrar eru viđ Íslandslýsingu Verschuurs í nokkrum fyrstu heftunum af vikublađinu EigenHaard áriđ 1878, t.d af torfbć á Seyđisfirđi međ einkennilegt strýtulaga hornherbergi. Falleg mynd er frá Flateyri af lýsisbrćđslu, mynd af konum í skautbúningi fyrir utan Dómkirkjuna í Reykjavík (sjá neđar) og af ţeim félögum Verschuur og Greive úti í Engey svo eitthvađ sé upp taliđ. Mynd af ţeim félögum, ţar sem ţeir gistu í kirkjunni á Mosfelli í Mosfellsdal birtist fyrir allmörgum árum í Lesbók Morgunblađsins. Karl fađir minn, sem átti ţessar myndir, gaf eina ţeirra, og líklega ţá skemmtilegustu, Sigurjóni Sigurđssyni sem lengi var kaupmađur á Snorrabraut, og skrifađi Sigurjón heitinn smá grein um Mosfell og myndina sem má lesa hér.  Ég birti kannski síđar einhverjar af öđrum myndum Greive frá Íslandi.

Greive Dómkirkjan 2
Viđ tröppur Dómkirkjunnar í Reykjavík áđur en kirkjan var tekin í gegn og lagfćrđ áriđ 1878.

3. getraun Fornleifs

Getraun 3
 

Fornleif langar nú ađ sjá hve fljótir fornaldardýrkendur ţeir sem venja komur sínar hingađ í forneskjuna geta veriđ ađ sjá:

1) hvađa stađ myndin sýnir?

2) hvenćr ristan var gerđ og hvar hún birtist?

Ósköp einfalt. Hér ađ neđan er smá brot úr myndinni. Kannski gefur ţađ einhverjum lausn á ráđgátunni.

Brot 

Monstrum Medievalis

Horror Medievalis

Ekki var fyrr stöđvađ rugliđ međ ólöglega torflistaverkiđ norđaustan viđ kór Skálholtsdómkirkju, en ađ annar miđaldahrođi hefur sig á loft međ miklum drunum, svo halda mćtti ađ 1. apríl vćri runninn í garđ.

Icelandair og eitthvađ dularfullt crew í samfloti viđ ţá eru komnir á miđaldaruglubull. Ţeir hafa líklega lesiđ of mikiđ eftir Dan Brown ţegar ţeir biđu of lengi í Leifsstöđ. Ţađ er vitaskuld rétt athugađ hjá Icelandair, ađ ferđamenn erlendis sćki mjög í dómkirkjur miđalda. En ţćr eru frá miđöldum.

Ţađ ferlíki sem menn vilja nú fara ađ reisa í Skálholti á hins vegar ekkert skylt viđ miđaldir. Ţessi misskilningur byggir á teikningum sem skapađar voru af teiknikennaranum og ţjóđernisrómantíkernum Herđi Ágústssyni, sem  ekki  var menntađur í miđaldafrćđum. Hann skapađi t.d. „Ţjóđveldisbćinn", sem á ekkert skylt viđ rústirnar á Stöng, sem hann byggđi hugsýn sína á. Í Ţjóđveldisbćnum eru steinsteyptir veggir og plastdúkur í ţekju.

Oftúlkun á hleđslum sem skráđar voru viđ fornleifarannsóknir í Skálholti leiddi suma til ađ álykta ađ dómkirkjan hefđi ţar veriđ stćrst um 50 metrar ađ lengd. Sú túlkun er óskhyggja ein. Ţar ađ auki hefur teiknari Icelandair, sem ég tel mig vita hver sé,  gert vont verra. Engin miđaldakirkja lítur út eins og ţetta ljóta flugvélaskýli međ kjallara og međ samfelldum steindum gluggum efst undir ţaki háskipsins. Eru prestar á Íslandi svo sögulausir og vitlausir ađ ţeir kaupi ţetta rugl? Hafa ţeir ekki skođađ miđaldakirkjur á ferđum sínum erlendis?

Ţessi horror slćr tollbúđ Árna Johnsen alveg út! Svona verkefni eru auđvitađ hugarórar frá ţví fyrir hrun. Ţá urđu Icelandair og arkitektinn ţeirra hái nefnilega of seinir ađ komast í loftpeninga í vösum gjafmildra útrásarvíkinga, en núna er víst komnir peningar í kassann hjá Icelandair, og vilja menn greinilega ađ kirkjan greiđi restina sem aflátspeninga.

En mest af öllu eru svona brjálađar hugmyndir birtingarmynd ţess ađ sumt fólk á Íslandi vill ekki sćtta sig viđ látlausa sögu lands síns, ţar sem mannanna verk lifđu ekki í ţúsund ár, ţótt andans verk vćru sterk. Íslendingar, sem skammast sín fyrir sögu sína, stunda sögufölsun eins og ţá sem Icelandair og ónafngreindir ađilar vilja nú hella sér út í.

Ég hvet Icelandair til ţess ađ styrkja heldur fornleifarannsóknir í stađ ţess ađ borga fyrir Disneykirkju í Skálholti.


Ekki er öll vitleysan eins

Ţorláksbúđ
 

Ţorláksbúđ hin nýja er ekki ţau stóru verđmćti sem Árni Johnsen ţingmađur heldur fram ađ hún sé. Kannski eru ţetta verđmćti á nútímamćlikvarđa, en menningarleg verđmćti verđur endurreisn Ţorláksbúđar aldrei, međan hún er reist á fornminjum, sem ekki hafa veriđ rannsakađar ađ fullu. Framgangsmátinn viđ gerđ Ţorláksbúđar og undirbúningur fyrir hana eru afar ljót dćmi um íslenska stjórnarhćtti og frekju ţingmannapotara sem ţurfa ađ líđa undir lok, ef íslenska ţjóđin á ađ eiga sér einhverja von.

Ţađ er mikiđ fagnađarefni, ađ Húsafriđunarnefnd Ríkisins hefur nú stöđvađ byggingu "21. aldar fornleifa" viđ 20. aldar byggingar í Skálholti. 

Ţađ er ađ sama skapi grátbroslegt ađ ţurfa ađ vera vitni ađ ţví, ađ hin frekar klunnalega, íslenska steinsteypubyggingarlist 20. aldar, sem venst međ tímanum, varni ţví ađ tómt rugl eins og ađ Ţorláksbúđ hin nýja verđi byggđ ofan á friđuđum fornminjum.

Rúst svonefndrar Ţorláksbúđar var friđuđ áriđ 1927. Áriđ 2009 var hún rannsökuđ af starfsmönnum Fornleifastofnunar Íslands hf  vegna fyrirhugađra áforma um endurreisn Ţorláksbúđar. Niđurstađa ţeirra rannsóknar hefur hvorki veriđ ađgengileg á heimasíđu Fornleifastofnunar Íslands hf né á vefsíđu Fornleifaverndar Ríkisins. Ekki hefur tekist ađ finna röksemdir Fornleifaverndar Ríkisins fyrir ţví ađ rannsóknin áriđ 2009 gćfi kost á ţví ađ reistar yrđu eftirlíkingar fornleifa ofan á raunverulegum fornleifum.

Viđ rannsóknina áriđ 2009 kom í ljós, ađ rústin hafđi, eins og menn töldu sig vita, veriđ "rannsökuđ" ađ hluta til áriđ 1954, er fornleifarannsóknir fóru fram í Skálholti undir stjórn Norđmannsins Haakons Christies. Viđ fornleifarannsóknina áriđ 2009 kom í ljós ađ ţarna voru eldri byggingarskeiđ undir yngstu rústinni og sömuleiđis fornar grafir. Fornleifafrćđilega var rannsóknin áriđ 2009 ekki sérstaklega merkileg, ţar sem grafinn var langskurđur eftir í rústinni endilangri í stađ ţess gera ţversniđ, sem ţćtti eđlilegra ađferđafrćđilega séđ.  

Ţrátt fyrir niđurstöđur rannsóknar Mjallar Snćsdóttur hjá Fornleifastofnun Íslands, ákvađ Fornleifavernd Ríkisins, sem á ađ fylgja lögum, ađ gefa leyfi til ţess ađ hlađa veggi fyrir endurgerđ nútímabyggingar beint ofan á friđađar rústir. Ţađ er ekkert annađ en lögbrot !

Er forstöđukona Fornleifaverndar Ríkisins, Kristín H. Sigurđardóttir undir hćl dellugjarnra stjórnmálamanna og hérađshöfđingja í einhverri leikmyndagerđ, eđa telur hún bara ađ lög um fornleifar beri ađ túlka eftir geđţótta sínum, ţegar hún ákveđur á skjön viđ lög og reglur ađ leyfa byggingu gervifornleifa ofan á ekta fornleifum? 

Ef Kristín Huld Sigurđardóttir hefđi unniđ eđlilega ađ leyfisveitingunni, hefđi ţetta mál aldrei ţurft ađ fara eins langt og ţađ er nú komiđ í eintómum skrípaleik. Ef hún hefđi unniđ vinnuna sína hefđi ekki ţurft ađ nota "listrćnt gildi" Skálholtskirkju hinnar steinsteyptu til ađ bjarga ţví ađ alvarlegt menningarsögulegt slys ćtti sér stađ.

Fornleifavernd Ríkisins ber mikla sök í ţessu máli og skil ég vel ađ starfsmađur sem ég talađi viđ ţar á bć eftir hádegi í dag (9. nóvember 2011) hafi ekki viljađ tjá sig og hafi bent á yfirmann sinn Kristínu H. Sigurđardóttur, sem er vitanlega hin eiginlega ljósmóđir andvana barns Árna Johnsens og félaga ofan á friđuđum fornleifum í Skálholti.

Húsafriđunarnefnd á allar ţakkir skyldar fyrir ađ stöđva tragíkómískan skrípaleik byggingameistarans Árna Johnsens, sem er hvorki menningarlegur né verđmćtaskapandi.  

Ítarefni: 

Mjöll Snćsdóttir 2009: Könnunarskurđir í svonefnda Ţorláksbúđ í Skálholti.Skýrsla Fornleifastofnunar Íslands FS435-09041.

Skýrsluna yfir rannsóknina áriđ 2009, sem gerđ var fyrir Félag til endurreisnar Ţorláksbúđar, međ leyfi Fornleifaverndar Ríkisins, Fvr 2009070023/KHS, er hćgt ađ fá senda í tölvupósti međ ţví ađ hafa samband viđ Fornleifastofnun Íslands og biđja um hana.

Ljósmyndin efst er úr skýrslunni sem Fornleifastofnun Íslands gerđi. Varist ađ rugla saman Fornleifavernd Ríkisins og Fornleifastofnun Íslands. Síđastnefnda "stofnunin" er fyrirtćki sem ungađ var út međ hjálp ákveđins enntamálaráđherra og stundum mćtti halda ađ "stofnunin" haldi ađ hún sé ríkisapparat. Ekki hefur samband Fornleifaverndar Ríkisins og Fornleifastofnunar Íslands veriđ sérlega friđsamlegt, en ţađ er svo önnur saga.

Sjá einnig fyrir fćrslu á Fornleifi: http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1193274/


Nćstum ţví forngripir

Skrúđganga

Ţađ hefur aldrei ţótt kurteisi á mínu heimili ađ tala um konur sem forngripi, nema ađ ţćr vćru ţađ. Hér geri ég undanţágu á 100 ára reglunni fyrir fornminjar og birti ljósmynd frá 1936, en hún er frá konungskomunni í júní ţađ ár.

Á hafnarbakkann í Reykjavík var fallegu fólki smalađ í skrúđgöngu, m.a. léttklćddum stúlkum á aldrinum 8-10 ára, sýnist mér, til ađ taka á móti Kristjáni X og fylgdarliđi hans. Ég býst viđ ţví ađ ţessar stúlkur hafi veriđ heldri manna börn, fćddar á síđari hluta 3. áratugar 20 aldar. Ef ţessar stúlkur eru enn á lífi, vćru  ţćr flestar komnar yfir áttrćtt og ţess vegna antík, ef aldursskilyrđi skransala í Reykjavík fyrir ţví orđi er tekiđ gilt. 

Sttelpur í skrúđgöngu

Hér eru nokkur andlit, en einnig hćgt er ađ stćkka myndina efst sem ég er međ í fórum mínum međ ţví ađ klikka á hana eđa ţessa mynd.

Mikiđ vćri nú gaman ef einhver gćti gefiđ Fornleifi karlinum upplýsingar um stúlkurnar ţarna á myndinni. Hvađa skóla gengu ţćr í, og hvađa glćsilega kona fór fyrir skrúđgöngunni? Kannski lesa einhverjar af ţessum stúlkum blogg og gćtu sagt okkur meira um ţessa blómlegu skrúđgöngu sína fram hjá dátunum á Dannebrog í rigningunni 14. júní áriđ 1936.

Hermann heilsar á kónginn

Hermann Jónasson heilsar hér á Kristján kóng, en konungur horfir hins vegar greinilega á móđur Steingríms sem er međ stóran blómavönd. Hvernig fluttu menn inn blóm á ţessum tíma? Eru ţetta ekki afskornar rósir, eđa kannski bara pappírsblóm?


"Kirkjugarđurinn" á Forna-Reyni

Forni Reyni 1982 2 b

 

Ţađ er alltaf vonsvekkjandi ađ rannsaka einhverjar fornminjar, sem svo reynast vera allt annađ en ţađ sem mađur hélt ađ ţćr vćru, eđa jafnvel akkúrat ekki neitt.

Áriđ 1982 ákvađ ég og Inga Lára Baldvinsdóttir, sem lćrt hafđi fornleifafrćđi á Írlandi, ađ biđja um leyfi ţjóđminjavarđar til rannsóknar á fyrirbćri sem allir héldu, og gengu út frá ţví vísu, ađ vćri forn kirkjugarđur viđ Reyni í Reynishverfi. Hinn mikli frćđaţulur og safnstjóri Ţórđur Tómasson í Skógum hafđi eina kvöldstund fariđ međ okkur, nokkur ungmennin, sem unnum viđ fornleifarannsóknina á Stóruborg undir Eyjafjöllum. Í töfrafullri birtu sumarsólarinnar síđla kvölds (sjá ljósmynd) sáum viđ hinn veglega hring í túninu ađ Forna Reyni, og ţađ kveikti hjá okkur ţá ákvörđun ađ grafa í ţessa rúst og búa okkur til verkefni viđ ađ rannsaka forna kirkjurúst og kirkjugarđ, sem viđ trúđum auđveldlega ađ vćri ţarna. Ţess ber ţó ađ geta ađ Ţórđur var manna mest í vafa um ađ ţetta vćri kirkjurúst og taldi ţetta alveg eins geta hafa veriđ hestarétt.

Allt var sett í gang, tilskilin leyfi fengin og í september 1982 fórum viđ austur. Fađir Ingu Láru (og Páls ritstjóra), Baldvin heitinn Halldórsson leikari, var međ í för sem verkamađur, en ég fékk í stađinn ókeypis kennslu í framburđi, ţví Baldvini ţótti ég óvenjulega illa máli farinn og ţótti ţađ alls endis óviđeigandi fyrir verđandi fornleifafrćđing ađ tala eins og einhver fallbyssukjaftur frá Keflavík.

Ég lćrđi ađ hafa taum á tungu minni, ţótt hún sé enn hvöss, en fornleifarnar voru ekki eins áhugaverđar og viđ Inga Lára höfđum vćnst. Svart bćttist ofan á grátt ţegar viđ fréttum af andláti Kristjáns Eldjárns á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Viđ vorum harmi slegin, enda ţekktum viđ öll Kristján meira eđa minna. Baldvin hafđi í árarađir veriđ jólasveinn á Bessastöđum, ţegar börnum diplómata vara bođiđ ţangađ til ađ hitta Sveinka, Eldjárn og frú Halldóru.

Forni Reyni 1982 18 b

 

Viđ grófum eftir öllum kúnstarinnar reglum og rannsóknin var líklegast ein sú hreinlegasta fyrr og síđar á Íslandi. Fljótleg kom í ljós ađ mannvistarlög vćru lítilfjörleg. Ţarna var hleđsla, sem mótađi hringinn, en engar grafir. Jarđlög undir sögulegum gjóskulögum voru ađ mestu óhreyfđ niđur á forsögulög gjóskulög. Einar H. Einarsson frá Skammadalshóli, sem var manna fróđastur um gjóskulög ţarna eystra, og hafđi hjálpađ Sigurđi Ţórarinssyni viđ gjóskulagarannsóknir á svćđinu, greindi ţarna tvö lög ofarlega, svarta gjósku úr Kötlu (K-1357) og blásvart, slitrótt lag úr Heklu (H-1341). Eftir mćlingar og ađra skráningu ákváđum viđ ađ hćtta framkvćmdum enda komiđ vonbrigđahljóđ í alla.

Ţar sem ég vildi vera 100% öruggur í minni sök, fór ég međ samţykki međverkamanna minna međ rútu austur í Reynishverfi vikuna á eftir til ađ ganga fyllilega úr skugga um holu nokkra sem viđ grófum okkur niđur á (sjá sniđteikningu hér fyrir neđan). Notuđ var skurđgrafa til ađ athuga hvort grafir vćri ađ finna í hringnum á Reyni. Svo reyndist ekki vera. Viđ síđari heimsókn mína í Mýrdalinn man bóndinn á Forna Reyni, Jón Sveinsson, eftir ţví, ađ ţegar hann var ungur drengur á 4. áratug síđustu aldar, hafđi kennari nokkur frá Laugarvatni grafiđ í hringinn til ađ leita ţar fornleifa. Kennarinn hafđi ađ sögn dáiđ skömmu síđar úr dularfullum sjúkdómi. Hluta af holu hans tćmdi ég og gróf hann greinilega djúpt, alveg niđur fyrir 2-3000 ára gömul gjóskulög, og til ađ komast upp út holunni grópađi ţessi dularfulli kennari oddmjó ţrep í veggi holu sinnar. Ef einhver ţekkir til kennara sem lék Indiana Jóns í frístundum sinum á milli 1930 og -40, vćru allar upplýsingar vel ţegnar? Kennarinn frá Laugarvatni hefur líklega veriđ álíka vonsvikinn og fornleifafrćđingarnir sem síđar komu ţarna og létu „rústirnar" í kvöldbirtunni lokka sig til stórra áforma. 

Forni Reynir sniđ

Hinn veglegi hringur í túninu á Forna Reyni er ţví ekki rúst hringlaga kirkjugarđs frá miđöldum. Líklegt tel ég ađ dćldin og hringurinn sé ađ mestu leyti náttúrlegt fyrirbćri. Móbergslög, eđa hellir ţarna undir, hafa líklega hruniđ og myndađ dćldina. Síđar hafa menn nýtt sér fyrirbćriđ og hlađiđ torf ofan á hćstu kryppuna á hringnum. Afar líklegt er einnig ađ hringur ţessi sé sá sami og Matthías Ţórđarson ţjóđminjavörđur lét friđa sem dómhring snemma á síđustu öld.

En fallegur er hringurinn vissulega á ađ líta og gćti hćglega hafa sett á stađ ţjóđsöguna um kirkjusmiđinn Finn á Reyni (sjá neđar), sem reyndar er fornnorrćnt ţjóđsagnaminni, sem ţekkist í ýmsum gerđum á Norđurlöndunum og víđar.  

Ítarefni:

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1990.  Fornleifarannsókn á Forna Reyni í Mýrdal 1982. Rannsóknarskýrsla Ĺrhus 1990 (Innbundiđ ljósrit).

 _____

Kirkjusmiđurinn á Reyni 

Einu sinni bjó mađur nokkur á Reyni í Mýrdal; átti hann ađ byggja ţar kirkju, en varđ naumt fyrir međ timburađdrćtti til kirkjunnar; var komiđ ađ slćtti, en engir smiđir fengnir svo hann tók ađ ugga ađ sér ađ kirkjunni yrđi komiđ upp fyrir veturinn. Einn dag var hann ađ reika út um tún í ţungu skapi. Ţá kom mađur til hans og bauđ honum ađ smíđa fyrir hann kirkjuna. Skyldi bóndi segja honum nafn hans áđur en smíđinni vćri lokiđ, en ađ öđrum kosti skyldi bóndi láta af hendi viđ hann einkason sinn á sjötta ári. Ţessu keyptu ţeir; tók ađkomumađur til verka; skipti hann sér af engu nema smíđum sínum og var fáorđur mjög enda vannst smíđin undarlega fljótt og sá bóndi ađ henni mundi lokiđ nálćgt sláttulokum. Tók bóndi ţá ađ ógleđjast mjög, en gat eigi ađ gjört.

Um haustiđ ţegar kirkjan var nćrri fullsmíđuđ ráfađi bóndi út fyrir tún; lagđist hann ţar fyrir utan í hól nokkrum. Heyrđi hann ţá kveđiđ í hólnum sem móđir kvćđi viđ barn sitt, og var ţađ ţetta:

"Senn kemur hann Finnur fađir ţinn frá Reyn međ ţinn litla leiksvein."

Var ţetta kveđiđ upp aftur og aftur. Bóndi hresstist nú og gekk heim og til kirkju. Var smiđurinn ţá búinn ađ telgja hina seinustu fjöl yfir altarinu og ćtlađi ađ festa hana. Bóndi mćlti: "Senn ertu ţá búinn, Finnur minn." Viđ ţessi orđ varđ smiđnum svo bilt viđ ađ hann felldi fjölina niđur og hvarf; hefur hann ekki sést síđan.

* * *


Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband