Ný skilti morðingjum og Íslandi til heiðurs

Síðla veturs 2016 gerðu Litháar vel við sinn mann á Íslandi, Jón Baldvin Hannibalsson. Þeir klíndu á hann heiðursdoktorsnafnbót. Jón er örugglega vel að titlinum kominn og ég er þegar farinn að kalla hann dr. Jón þegar á hann er minnst og leiðrétti alla þá sem bara kalla hann Jón Baldvin.

Jón fékk hins vegar ekki götu í Vilníus, höfuðstað Litháens, með nafni sínu í þetta sinn, en á það örugglega eftir. Honum hlotnast ugglaust sá heiður fyrir dyggan stuðning við stjórnir lands sem hyllir Litháa sem þjóðhetjur þó þeir hafi stundað gyðingamorð, jafnvel áður en Þjóðverjar hertóku landið.

Jóns gata Hannibalssonar gæti þó hæglega verið í bígerð vegna mikils stuðning Dr. Jóns við ungar menntastúlkur á "gáfumannapöbbum" Eystrasaltslandanna (sjá meira hér). Fyrir slíka þróunaraðstoð væri ugglaust við hæfi að setja Dr. Jónsgötu við eitthvað strætið þar sem stóískar ballettdansmær meðal ungra menntakvenna Lithaugalands sýna kunnáttu sína og aðrar kokhraustar málvísindakonur stunda rannsóknir sínar á rugluðum körlum norðan úr ballarhafi, sem eru svo vanskapaðir að þeir telja sig vera geithafra fyrir neðan mitti.

_sland _straeti.jpg

Lengi er reyndar síðan Íslandi var veittur sá heiður að gata væri kennd við landið í höfuðborg Litháens. Heitir hún Islandijos gatve, eða Íslandsgata. Hugmynd Jóns Vals Jenssonar um stuðning við Eystrasaltslönd, sem dr. Jón stal, en fullkomnaði í Eystrasaltslöndunum, er þökkuð með nafnbreytingum á götum höfuðborgar Litháen. En í vetur vildu Litháir gera betur við sinn mann. Nú skyldi sett upp sérstakt heiðursskilti við Íslandsgötu á íslensku. Var skiltið sömuleiðis skreytt með galdrastaf.

Þegar upp rann dagurinn þar sem afhjúpa átti skiltið var dr. Jón mættur með Bryndísi konu sinni á götuhorni í Vilnius. En greinilega runnu tvær grímur á nýdoktorinn íslenska þegar hann afhjúpaði skiltið með borgarstjóra Vilnius. Íslenskt eignarfall er augljóslega ekki þekkt í Litháen. Einhver snillingur hefur sett Islanijos gatve í Google translate og fengið útkomuna Ísland stræti. Vissulega átti þarna að standa Íslandsgata.

studinan.jpg

Ætli stúdínur dr. Jóns á menntamannbörum Vilníusar hafi verið viðstaddar þakkarvottinn sem honum var sýndur með skiltinu fyrr í ár? Kannski ekki, en þarna voru þó stórglæsilegar menntakonur, nokkuð austrænar sumar hverjar og dýrslega klæddar, t.d. þessi með svartar neglur og í kápu úr skinnum nýfæddra lamba. Bryndís, skógardís og músa dr. Jóns, var einnig í eins konar gæru af unglömbum, en á röngunni. Heyrt hefur maður að slík fell æsi dýrlegar kenndir manna sem eru girtir að neðan eins og fé af fjöllum. Hér stendur Dísa með eiginmanni sínum, borgarstjóranum og ræðismanni Íslands í Vilníus, sem einnig er dyggur stuðningsmaður við ákveðin öfl í Úkraínu.

bryndis_i_pels.jpg

Víða eru siðlausir borgastjórar

Endurnýjun götuskilta virðist vera vinsælt tómstundagaman manna í Litháen. Ný götunöfn og skilti eru einnig góð aðferð við fölsun sögu sinnar.Þau hjálpa fólki að gleyma sannleikanum.

Borgarstjóri borgarinnar Vilnius, Remigijus Simasius, sem áður hefur verið dómsmálaráðherra Litháens, er einn af þeim Litháum sem erfitt á með að sjá sögu þjóðar sinnar í réttu ljósi. Árið 2009 neitaði hann því opinberlega að mikill fjöldi landsmanna hans hafi tekið þátt í glæpum gegn mannkyni í síðari heimsstyrjöld. Síðan 2015, er hann var kosinn borgarstjóri, leggur Simasius ævinlega blessun sína yfir götunöfn þar sem götur og stræti Vilnius eru endurskírð, og er oft á tíðum gefin nöfn fjöldamorðingja sem voru samreiðarmenn nasista. Þá telja Litháar einnig þjóðhetjur, því "þjóðhetjurnar" börðust einnig gegn Rússum, þegar þær voru ekki að slátra gyðingum. Er nema von að slíkur maður geti ekki valdið eignarfallsessi á íslensku. Það myndast stundum "ss" þegar orð er sett saman við annað orð sem byrjar á s, og það skapar hugsanlega vissar minningar hjá þjóðum sem öllu vilja gleyma og ekki horfast í augu við mistök sín.

Aegishjalmr.svg

Galdrastaf þennan má sjá á skiltinu til heiðurs Íslandi í Vilníus. Tákn þetta kallast Ægishjálmur. Ægishjálmurinn er öflugur varnarstafur, bæði gegn öllu illu og einnig örugg vörn gegn reiði og yfirgangi höfðingja.

Pravda:

Til að fræðast frekar um dýrafræði dr. Jóns, má líta hér og hér upp á eigin ábyrgð. Ungar stúlkur ættu aðeins að opna í fylgd foreldra sinna.


Bitlaust sverð

Fornleifur brosti illkvittnislega í kampinn þegar fyrirlestrar heiðursmannanna Sverris Jakobssonar og Gunnars Karlssonar, haldnir 15. október 2015, voru opinberlega auglýstir sem hluti fyrirlestrarraðar Miðaldastofu Háskóla Íslands.

Úti fyrir ósköp vísum nefjum Sverris og Gunnars sveif sverð, eða réttara sagt eineggja sax. En auglýsingin var greinilega tvíeggjað sverð. Þetta frétta menn þó ekki fyrr en nú. Melius tarde quam nunquam.

02-sturlunga-sverrir-og-gunnar_006.jpg

  sturlungaold.jpg

Fyrirlestrar Sverris og Gunnars fjölluðu um Sturlungaöld (1220-1262). Halda mætti að sverð það sem auglýst var með, sem fannst árið 1863 á "sléttum mel á víðavangi" nálægt meintum rústum eyðibýlis sem kallað var Bergálfsstaðir í Eystrihreppi (Þjórsárdal), hafi átt að lýsa skálmöld Sturlungaaldar á myndrænan hátt - því friðsemdarsvipurinn á Sverri og Gunnari lýsa aðeins fræðimennsku, og í henni er aldrei tekist á.

Það eru til afar fá vopn frá Sturlungaöld á Íslandi. Þau enduðu ekki sem kumlfé eins og vopn sögualdar. Þegar menn létu af vopnaskaki Sturlungaaldar, hafa friðsamari afkomendur vígahöfðingja og skósveina þeirra nýtt málminn í vopnum sínum til annarra verkfæra. Erlent járn var gott efni.

jagdschwert.jpg

Sverðið á auglýsingunni fyrir vísum þönkum Sverris og Gunnars um Sturlungaöld (1220-1262), og tvö önnur álíka sem einnig hafa fundist á Íslandi eru ekki frá Sturlungaöld, heldur frá síðari hluta miðalda, nánar tiltekið frá 15. öld (sbr. t.d.  Seitz, Heribert: Blankwaffen I, Geschichte und Typenentwichlung in europäischen Kulturbereich. Von der prähistorischen Zeit bis zum Ende des 16. Jahrhunderts. Braunschweig, 1965, bls. 194; mynd 124). Þjóðverjar kalla eineggja sverð af þessari gerð veiðisverð (Jagdschwert), og þau voru framleidd fram á 16. öld.

Þar sem íslenskir fornleifafræðingar við Háskóla Íslands eru ekki of vel að sér í efnislegum menningarheimi miðalda (eins og þessi námsritgerð við háskólann sýnir - og sýnir enn frem að kennarar í fornleifafræði við HÍ hafa alls ekki næga þekkingu í miðaldafornleifafræði til að leiðbeina námsmönnum), þá er nú ekki nema von að þetta sverð hafi verið sett til höfuðs Sverri og Gunnari. Enginn vissi betur og ekki er hægt að ætlast til þess að Sverrir og Gunnar viti neitt, því þeir eru "bara" sagnfræðingar sem lesa margt fróðlegt um sverð á Sturlungaöld en hafa ekki hugmynd um hvernig þau litu út. En vopn eru nú reyndar með í handritalýsingum. Þær hefðu geta hjálpað til að finna rétt sverð til að kynna fyrirlestrana. Þjóðminjasafn Íslands hefur ekki mikið til málanna að leggja um aldur sverðsins og tveggja annarra af sömu gerð, nema ágiskanir manna á 19. öld. Þar stendur nú hnífurinn í kúnni. Menn vita ekki hvað þeir eiga.

En trúið mér góðir hálsar, er ég upplýsi að sax eins og það sem Sverrir og Gunnar fengu sér til höfuðs af Miðaldastofu Háskóla Íslands, voru eigi notuð til að höggva menn í herðar niður fyrr en á 15. öld. Vafalaust hefur þó reynst erfitt að höggva menn almennilega með þessum langhnífum.

Haec est situs universitatis Islandiae

jagdschwert_2_1283771.jpg

Jagdschwert, einnig kallaður Messer (hnífur/sax), frá því um 1500 sömu gerðar og sverðið frá Bergálfsstöðum í Þjórsárdal.


Birtingarmynd spillingarinnar

804805_1283475.jpg

Nýlega skrifaði Fornleifur um undarlega hluti sem gerast á efstu hæðum Þjóðminjasafnsins og hjá spilltum öflum í Háskóla Íslands, sjá  hér, hér, hér.   Ein af hetjunum í þeim frásögnum sést hér koma í afmæli velunnara síns.

Var þetta allt skrifað löngu áður en forsætisráðherrann á myndinni hér fyrir ofan sagði af sér. Það var nú alveg nóg ástæða fyrir ráðherra að gera það í kjölfar greina Fornleifs, frekar en að bíða hópfýluferðarinnar til Panama og að lenda í svaðinu hjá Süddeutsche Zeitung og víðar.

Myndin var tekin af ljósmyndara Morgunblaðsins í afmælisveislu fyrrverandi forsætis-ráðherra. Hún segir mikið, ef ekki allt. Hvað ætli hafi verið í rammanum sem þjóðminjavörður afhenti Sigmundi Davíð?

Konan sem varð á milli aðalleikendanna getur líklegast ekkert gert að því. C'est la vie!


Þetta er ekki negri

jpegnegerhoved_1033232y.jpg

Í anda óhemjulegrar yfirborðsmennsku og hraðsoðinnar fáfræði nútímans, þar sem fólk með sérleyfi á frelsi og einkarétt á réttar skoðanir vill láta banna öðrum skoðanir og hugsanir, eru það vitaskuld ekki mikil tíðindi þegar Ríkislitasafn Dana, Statens Museum for Kunst (SMK), í Kaupmannahöfn breytir titlum á verkum í listasafni dönsku þjóðarinnar.

Öll verk sem sýna blökkumenn og negra, sem mjög lengi hafa á dönsku verið kallaðir negre (neger í eintölu) fá nafnabreytingu. Neger er orð sem líkt og negri á íslensku er vitaskuld upphaflega leitt af lýsingaorðinu niger á latínu sem þýðir einfaldlega svartur). Héðan í frá verða negrar kallaðir Afríkumenn á Statens Museum for Kunst (sjá hér).

Nú er þessi gullfallega smámynd af negrastúlku eftir hollenska meistarann Karel van Mander hinn þriðja, sem varðveitt er á SMK, ekki lengur af negra og bannað er að notast við upphaflegan titil verksins Negerhoved. Nú verða menn að kalla verkið "Et afrikansk hoved". Á að kalla svart fólk sem  kannski er fætt og uppalið í Danmörku eða á Íslandi fyrir Afríkumenn? Hvar endar vitleysan?

Á Norðurlöndum urðu Norðmenn fyrstir til að hoppa á þessa bandarísku yfirborðsmennsku og banna negraorð og hottintotta í barnabókum. Vart er nokkur negri sjáanlegur lengur á prenti í Svíþjóð. Tvískinnunginn þrífst í Skandinavíu ekki síður en í BNA. Negrar sjálfir mega t.d. kalla sig nigga, en við bleika fólkið verðum að kalla þá Afríkumenn. Jafnvel þótt að Afríkumennirnir sé ekki fæddir í Afríku.

Vitaskuld eru margir Danir sem efast um þetta tiltæki Statens Museum for Kunst, enda er þetta ekkert annað en dómadagsrugl. Afríkumenn geta verið að mjög mismunandi uppruna. Í Afríku bjuggu negrar, en einnig fólk af ýmsum öðrum uppruna, svo sem Berbar, Arabar og gyðingar. Við eigum sameiginlega formóður og föður meðal þeirra sem nú á að kalla Afríkumenn. Öll erum við, misjafnlega sapiens, upphaflega komin frá Afríku, en höfum lýsts og aflitast á leiðinni norður. Eða þangað til að sumir, eins og Íslendingar, eru orðnir svo litlausir að þeir hætta rökhugsun þegar þeim er skipað það af fólki í löndum þar sem rökhugsun og skynsemi virðast vera bannorð.

Málverkið hér fyrir neðan er af manni, ljósum yfirlitum með rauðar kinnar, sem fæddist í Marokkó, en bjó í Lundúnum á 19. öld. Hann var gyðingur - sem fæddist í ...., jú .. Afríku. Forfeður hans þurftu að flýja frá Spáni eða Portúgal vegna þess að þeir voru gyðingar, og það var líklega einnig ástæðan fyrir því að ætt hans leitaði til Niðurlanda, Bretlandseyja og Marokkó. Sjálfur skilgreindi hann sig sem gyðing, en hann bar líklega spænskt eða portúgalskt nafn og ef til vill hollenskt, ef ekki nafn fyrir öll tækifæri, svona til vonar og vara ef ofsóknir hæfust aftur á morgun - en hann var samt sem áður Afríkumaður. Hann fæddist í Afríku. Fólk sem ekki vissi betur gæti álitið að hann væri Skoti, og ef myndin héngi á Statens Museum for Kunst, yrði víst að breyta titlinum á myndinni af gyðingnum sem hangir á safni í New York í Afríkumann til að fylgja jafnréttisreglu.

ump_show_public_image.jpg

Hottintottar

Því má bæta við, að eitt myndverk á Statens Museum for Kunst innihélt hið "óheppilega" orð Hottentot (ísl. hottintotti). Það orð var búið til af Hollendingum og fyrst og fremst notað yfir fólk sem bjó á svæðum í Suður-Afríku og Namibíu nútímans, þar sem Hollendingar voru nýlenduherrar. Vísaði heitið til "klikk-" eða "smell-hljóða" sem heyrast í tungumáli sumra þjóða á þessu svæði, t.d. í zulu, xhosa, siswati, hjuthi, ndebele, sesotho, fanakalo, yeyi, mbukushu, kwangli og diriku. Hollendingum þótti hin smellandi hljóð hljóma eins og og hot og tot, sem gæti leitt líkum að því að Hollendingar fyrrum hafi verið með of mikinn eyrnamerg í eyrunum. Síðar var heitið hottintotti notað á niðrandi hátt um fólk sem stamaði og um fólk sem álitið var ómenntað og frumstætt.

En á þeim tíma sem orðið hottintotti var notað, var litið niður á annað fólk vegna uppruna, litarháttar og trúarbragða. Ef við fáum ekki að vita það og upplýsingar um fordóma í gömlum titlum á listaverkum eru fjarlægðir, vegna pólitískrar rétthugsunar, er á vissan hátt verið að falsa söguna.

Forn titill á verki á listasafni er ekki rasismi. En skoðanalögreglutilburðir sums "nútímafólks" geta hins vegar hæglega verið það. Þannig fjarlægir UNESCO á seinni árum menningartengsl þjóða við ákveðna staði sem er helgir þjóðum og sögu þeirra. Þetta er hins vegar gert undan þrýstingi og yfirgangi annarra þjóða sem vart þekkja annað úr menningu sinni en einræði og mannréttindabrot og sem eiga sér trúarbrögð sem opinskátt ala á fordómum gegn öðrum trúarbrögðum og kynþáttum og hvetja til heilags stríðs gegn þeim og jafnvel til útrýmingar. UNESCO hefur þannig fjarlægt tengsl gyðinga við Musterishæð og Grátmúrinn og gefið Grátmúrnum nýtt nafn sem friðþægir þá sem útrýma vilja gyðingum í Miðausturlöndum. Fólk sem getur ekki sagt negri, er oft sama fólkið sem í andlegri blindni styður hryðjuverkasamtök og mannréttindabrot, svo ekki sé talað um kúgun kvenna þar sem hún er verst. Sjálfsánægjan yfir því að telja sig besta og réttlátasta byrgir oft bestu mönnum sýn.


Ísland í töfralampanum: 8. hluti

tumblr_ldsp84uliv1qfppz2o1_500.gif

Hverjar eru þetta með leyfi? Jú, Gugga, Vigga og Maddí gátu greinilega ekki setið á sér lengur og urðu að fara í bíó hjá Fornleifi. Þær voru í óþreyju og eftirvæntingu sinni farnar að bryðja bolsíurnar sínar blessaðar stúlkurnar, og jafnvel Gunna sem enn er ekki búin að fá sér nýjar tennur. Þær biðu á fortóinu í allan dag og keyptu meira að segja biletin fyrir viku síðan svo þær gætu setið á fremsta bekk. Svona er þessar sýningar hjá Fornleifi nú vinsælar, og ætti landsbyggðin einnig að fara að átta sig á því.

Hvað er meira spennandi og yndisaukandi fyrir stúlkur á viðkvæmum aldri en myndir af vatni og gusum - þar með talið Geysi og Gullfossi. Þær hafa hvort eð er ekki kattarvit á því hvort er betri sem forseti Íslands, falleraður seðlabankastjóri eða fráfallinn kaþólikki. Það er svo leiðinlegt og þær velta ekki svo heimsspekilegum þönkum fyrir sér. Þær vilja í bíó og hafa fjör.

httpwww_slides_uni-trier_desetindex_phpid_3000590.jpg

Geysir var ávallt vinsælasti túristatrekkjari Íslendinga, eða allt þar til að hann gerðist skindauður vegna of mikils grænsápuáts.

Engin ferðalýsing af Íslandi með virðingu fyrir sjálfri sér frá því á 17 öld fram á þá 20. var fullkomin nema að mynd væri með af Geysi í Haukadal. Fljótlega varð goshverinn vinsæll á skuggamyndum 19. aldar í syrpum um jarðfræði eða undur alheims. Útlendingar komu gagngert til Íslands til að berja þessa himnamigu íslensku þjóðarinnar augum.  

rb_england_to_iceland_28_fornleifur_copyright.jpg

England to Iceland 28, Riley Brothers. Þetta er sama mynd og mynd 31 (sjá neðar) en í stað litar á 31 hefur þessi mynd fengið handmálað tjald og karl vestan við það.

Þess vegna getur það engan undrað að heilar fjórar myndir hafi verið af Geysissvæðinu í Haukadal í myndasyrpu Riley Bræðra England to Iceland. Allir öfunduðu íslensku þjóðina af sjálfvirkum gosbrunnum.

Myndirnar af Geysi og Geysissvæðinu í syrpunni eru þessar:

28  Tourists' Tents at Geyser (framleidd  af Riley Brothers í Bradford).

29  Great Geyser (framleidd af Reiley Brothers í Bradford).

30  Strokr in Sulks.

31  Strokr in Action  (framleidd af E.G. Woods á 74 Cheapside í Lundúnum)

rb_england_to_iceland_29_geysir_copyright_fornleifur.jpg

England to Iceland 29, Riley Brothers

Því miður tilkynnist hér með að mynd 30 var ekki til á Cornwall þegar Fornleifur keypti þar myndir úr syrpunni England to Iceland fyrir skömmu. En sem bragarbót fá áhorfendur myndina af Strokki að gjósa (31) í lit og í "action". Njótið, því enn eru ekki þekktar aðrar skuggamyndir úr þessari frægu syrpu frá Íslandi. Þær gætu leynst uppi á einhverju lofti verður maður þó að vona, svo að allar myndirnar komi í ljós. 

Þess ber að geta, að mynd númer 29 er til á pappír á Þjóðminjasafninu og er eignuð Sigfúsi Eymundssyni. Fornleifur leyfir sér einnig að benda á að á mynd 28 sést tjald , sem hafa verið handmáluð á glerið ásamt manninum til hliðar við það.

Mynd 28 er í raun sama mynd og mynd númer 31. Tjaldið er af sömu gerð og tjald Rowleys veiðifélaga Burnetts (sjá fyrri kafla og Frank Ponzi 1995. Ísland fyrir aldamót, Brennholt; Bls. 143). Tjaldið er svo kallað "Kabúl-tjald". Fornleif grunar, að myndirnar frá Geysi hafi verið teknar af Burnett eða að Sigfús Eymundsson hafi verið honum innan handar við myndatökur í Haukadal. Myndirnar í syrpu Riley Bræðra virðast greinilega vera blanda af myndum Burnetts og Tevelyans og hins vegar Sigfúsar Eymundssonar.e_g_wood_england_to_iceland_31_-_edge_inscr_32411_strokr_in_action_b_fornleifur_copyrigth.jpg

Gullfoss

rb_england_to_iceland_32_gullfoss_fornleifur_copyright.jpg

Í dag verður vegna skyndilegrar ofhitnunar aukasýning hjá Fornleifi, áhorfendum að kostnaðarlausu. Töfralampinn hefur náð að kólna aðeins. 

Fyrst er mynd af Gullfoss úr syrpunni England to Iceland. Hún var tölusett sem mynd 32 og titilinn Gullfoss--upper. Einnig var önnur mynd í syrpunni af Gullfoss og bar hún vitaskuld titilinn Gullfoss -- lower og var númer 33. Þetta var greinilega allt mjög skipulegt. Því miður var Gullfoss--lower ekki lengur til þegar Fornleifur keypti skuggamyndirnar á Cornwall. Mynd 32 var framleidd í syrpunni England to Iceland af Riley Bræðrum frá Bradford og er myndin samkvæmt Þjóðminjasafninu tekin af Sigfúsi Eymundssyni og mun það örugglega rétt því safnið á þurrnegatífu með nákvæmlega sömu mynd.

Brúará viðbót

bruara_eymundsson-fornleifur_copyright.jpg

Brúará, mynd eftir Sigfús Eymundsson framleidd af E.G. Wood rétt fyrir aldamótin 1900.

Um daginn voru tvær skuggamyndir af Brúarfossum sýndar á Fornleifi (sjá hér). Fornleifur keypti reyndar þrjár myndir af Brúarárfossum á Cornwall. Sú mynd af Brúará sem ekki var sýnd um daginn verður sýnd hér í dag. Hún var úr syrpu þeirri sem E.G. Wood framleiddi og sem hann kallaði A travel to Iceland. Sú syrpa innihélt sama  myndefni- og sömu númer og syrpa Riley Bræðra, enda keypti E.G. Wood útgáfuréttinn af Reiley Bræðrum.

Þar sem skuggmyndafyrirtækið E.G. Wood notaðist við sama myndefni og númeraröð á myndefninu á Brúará, er rökrétt að álykta að þessi mynd hafi hjá E.G. Wood komið í stað myndarinnar nr. 27, sem Riley Bræður kölluðu Bruera and Bridge. Þessi mynd E.G. Wood er miklu betri en yfirretúsheruð mynd Riley Bræðra. Alltaf má gera betur.

Hitt er þó ef til vill áhugaverðara að á myndinni stendur: S. EYMUNDSSON MED EINKARJETTI. Það þarf því ekki að fara í grafgötur með það hver myndasmiðurinn var.

bruin_naermynd.jpg

Fyrri kaflar

Ísland í töfralampanum 1. hluti

Ísland í töfralampanum 2. hluti

Ísland í töfralampanum 3. hluti

Ísland í töfralampanum 4. hluti

Ísland í töfralampanum 5. hluti

Ísland í töfralampanum 6. hluti

Ísland í töfralampanum 7. hluti


Er skutlur flugu í þyrlu

runa_i_rotterdam.jpg

Líkt og sumir karlmenn leita ólmir að náttúrumyndum í sveittum og lösnum tölvum sínum, leitar Fornleifur starfsmaður minn uppi myndir af gömlum dísum sem komust í úrslit fegurðarsamkeppna um það leyti sem hann var sjálfur upp á sitt besta. Það góða við þetta hobbý hans er að sjaldan fylgir vírus svo gömlum snótum. Langt er á milli góðra funda, en nýskeð rakst hann á eina slíka mynd í Hollandi.

Þar sem Fornleifur fermdist í tvíhnepptum jakka, er mat hans á kvenlíkamanum mjög gamaldags, en þó afar klassískt. Hann leggur meiri áherslu á gott andlit en t.d. afturendann. Snyrtilegur klæðaburður og t.d. heiðgular maxíkápur telur Fornleifur meðal þess fremsta sem konur geta skartað. En allt klæðir rós, eins og Danir segja og allar konur eru fallegar á sinn hátt (svo vil ég ekki að einhverjir helv. femínistar fari að nöldra hér um gripasýningar og karlrembu).

Hátt klof er Fornleifi ekki að fyrirstöðu. Brjóstmálið skal ekki vera í stærra lagi enda karlinn sjálfur með innfallin brjóstkassa og heilinn skal vera fallegri á konum og betur stilltur en hoppandi ORA-baunin sem Fornleifur og aðrir menn eru oftast með í heila stað.

amigoe_di_curacao.jpg

Myndin sem m.a. birtist í hollenska (frísneska) blaðinu Friese Koerier og víðar, og jafnvel allt vestur á Hollensku Antillaeyjum, í blaðinu Amigoe di Curacau, sýnir nokkrar yngismeyjar sem voru að spóka sig á haustmánuðum árið 1957. Þær voru að sýna föt á tískusýningu sem fimm fyrirtæki í Hollandi stóðu fyrir í Zandvoort, margrómuðum strandbæ vestur af Amsterdam. 

Ungfrú Rúna

Vitað er að lengst til vinstri stendur ungfrú Rúna Brynjólfsdóttir frá Íslandi sem lenti í öðru sæti í einni af Íslandskeppnunum sem haldnar voru árið 1957. Við hlið hennar er mademoiselle Monique Lambert frá Frakklandi sem hafði orðið 2. í Miss France fyrr á árinu 1957 og önnur á Miss Europe í Helsinki árið 1955. Næst kemur engin önnur en Miss World '56, Petra Schurmann frá Þýskalandi (sem andaðist 2010 eftir glæsilegan feril). Þvínæst kemur Corine Rottschäfer frá Hollandi, með klórlitað hárið, sem varð Miss Evrópa (og síðar Miss World árið 1959). Og loks lengst til hægri Ungfrú Belgía '56, Madeleine Hotelet. Yngismeyjarnar voru þarna á þyrluflugvelli í Rotterdam. Þær eru sumar að bíða eftir því að komast í fyrsta þyrluflug ævi sinnar. Miss Belgía virðist vera eitthvað lasin, en  kannski var hún bara flughrædd?

 

gluggagaeinn.jpgHér er merk kvikmynd frá Miss World keppninni í Lundúnum árið árið 1957, sem Fornleifur fann á FB Heiðars Jónssonar snyrtis. Hvar annars staðar? Heiðar er örugglega álíka slakur í fornleifafræði og Fornleifur er í make-uppinu, en báðir kunna þeir hins vegar að meta góðan og skarpan prófíl. Á fréttaskotinu frá Lyceum árið 1957 sést þokkadísin Rúna Brynjólfs frá Íslandi þar sem hún gengur læðugang í Lundúnum. Sumir þurftu að setja upp kíkinn til að fatta fegurð íslenskra kvenna, nema að það hefi verið til að sjá smáatriðin. Rúna upplýsti að áhugamál hennar væru "to travel farther and to speak more languages". Það var nú meira en en Miss Finnland gerði, en hún vann Miss World titilinn árið 1957. Hún talaði aðeins finnsku, rúmmennsku og slatta í  reykmerkjamállýskum, en var einnig sæmilega góð í gufu.

runa_i_london.jpg

Rúna hafði gott göngulag

Hvar ætli Rúna Brynjólfsdóttir sé niður komin í dag? Fornleifur gróf hana upp eins og allt annað. Hún býr í úthverfi í Columbus, Ohio, og heitir Runa B. Cobey. Í gamla góða Vísir upplýsti hún lesendur árið 1965 að hún hefði gifst manni, Herbert Todd Cobey að nafni. Hann var hvorki meira né minna en með háskólapróf í sögu frá Yale og Harvard og gæti því hæglega hafa orðið forseti. Hann var líka leikritahöfundur og gaf út vikublað, sem er vona álíka merkilegt og að vera með blogg í dag.

Í stað þess að skrifa leiðinlega doðranta um Civil War hafði hann ofan af fyrir fegurðardísinni sinni frá Íslandi með því að reka vélafyrirtæki, sem sérhæfði sig í alls konar vélum og farartækjum sem aðrir framleiddu ekki. Árið 1965 bjuggu þau hjón í Georgestown í Norðvesturhluta Washington D.C. Þótt Bertie sé nú löngu látinn er glæsileg kona eins og Rúna vart á lausu, svo jafnaldrar Fornleifs, og þeir sem eldri eru, eru vinsamlegast beðnir um að sitja á strák sínum og láta hana í friði. Dóttir Rúnu getur hins vegar hjálpað ykkur. Hún er sérfræðingur í slíku.

runa_i_rotterdam_naermynd_1282655.jpg

Rúna í Rotterdam


Ísland í töfralampanum: 7. hluti

26_bruera_rapids_fornleifur_copyright.jpg

Brúarárfossar voru líkt og í dag mjög vinsælt myndefni fyrir fyrstu ljósmyndarana á Íslandi. Útlendingar heilluðust einnig snemma af fossunum, einnig fyrir öld ljósmyndarinnar. Þeir voru því tilvaldir í landkynningarefni eins og skuggamyndir. Svo mikið hefur mönnum þótt koma til fegurðar fossanna, að tvær myndir af þeim, annars vegar af fossunum og hins vegar af brúnni, eru með í syrpu Riley Bræðra England to Iceland, sem Fornleifur keypti nýlega nokkrar myndir úr á Cornwall.

27_bruera_and_bridge_fornleifur_copyright.jpg

db_lanternist1_1282589.gifVafalaust er, að Sigfús Eymundsson er höfundur efri myndarinnar sem bar númer 26 í syrpu Riley Bræðra og kallast á ensku Bruera Rapids. Myndin er til í tveimur þurrnegatífu á Þjóðminjasafni Íslands (sjá hér og hér). Hin myndin sem er númer 27 og ber heitið Bruera and Bridge er mjög líklega einnig eftir hann.

Brúarárfossum voru þegar árið 1834 gerð skil af Frederik Theodor Kloss (sjá hér). Mynd Kloss kom seinna út prentuð sem litógrafía. Einnig er vel þekkt koparstunga Auguste Meyers frá 1838 í stórverki Gaimards: Voyage en Islande et au Groënland.

Meira er víst ekki hægt að teygja lopann um fossana og brýr á Brúará.

bruararfossar_meyer.jpg

Mynd Auguste Meyers af Brúarárfossum.

Fyrri kaflar í sögunni um fyrstu skuggamyndirnar frá Íslandi:

Ísland í töfralampanum 1. hluti

Ísland í töfralampanum 2. hluti

Ísland í töfralampanum 3. hluti

Ísland í töfralampanum 4. hluti

Ísland í töfralampanum 5. hluti

Ísland í töfralampanum 6. hluti


Ísland í töfralampanum: 6. hluti

_ingvellir_fornleifur_copyright_1282328.jpg

Fimm mismunandi ljósmyndir frá Þingvöllum og nágrenni þeirra voru upphaflega í skuggamyndasyrpunni England to Iceland, sem Fornleifur festi nýlega kaup á. Aðeins ein myndanna er þekkt og varðveitt í dag og ber hún númerið 24 og titilinn Parsonage and Church, eða prestsetur og kirkja. Myndin er af Þingvallabænum og kirkjunni og tekin úr suðri. Fólk stendur á tröppum bæjarins og á hlaðinu. Vikið skal að því síðar, en fyrst farið yfir byggingarsögu húsa Þingvöllum á 19. öld.

Litmynd frá 1882

Og nú er það heldur betur fínt. Fornleifur býður upp á skyggnumynd í lit. Myndin er vitaskuld handlituð, en segjast verður eins og er að litunin hefur heppnast mjög vel. Æfðar hendur og fínlegar hafa unnið þetta verk. Hinar myndirnar frá Þingvöllum í syrpunni voru með stafsetningu Bretanna, en þær hafa líklegar farið forgörðum:

20 Lake Þingvellavatn

21 Almanagga

22 Falls of Oxara

23 Plain of Thingvellir

Skuggamynd númer 24 var seld af E.G. Woods þegar fyrirtækið var til húsa á 74 Cheapside í Lundúnum. Samkvæmt rannsóknum LUCERNA-teymisins,sem áður hefur verið sagt frá, var fyrirtækið skráð á því heimilisfangi nokkuð lengi, eða á tímabilinu 1861-1898.

Myndin hefur nær örugglega verið keypt af Riley Brothers, sem upphaflega voru með hana í sinni syrpu um 1885-86. E.G. Wood hefur því framleitt sína mynd númer 24 eitthvað síðar en 1886. Eins og áður segir, kölluðu Riley Bræður syrpuna frá Íslandi England to Iceland, en E.G. Wood nefndi hana A travel to Iceland.

Nú vill svo til að sama ljósmyndin er til í þremur mismunandi svarthvítum pósitífum á Þjóðminjasafni Íslandi og er hún eignuð Sigfúsi Eymundssyni (sjá hér, hér og hér). 

_ingvellir_eymundsson_1867.jpg

Stereoskópi-mynd tekin af Sigfúsi Eymundsyni árið 1867.

elsta_myndirn_1282326.jpg

Mynd Jóns Christján Stephánssonar af Þingvallabænum. Þó myndin sé örugglega tekin af Jóni Stephánssyni, eignar Þjóðminjasafnið nákvæmlega sömu mynd Sigfúsi Eymundssyni (sjá hér). Furðulegt, ekki satt? Það er nokkuð mikið af rugli, þegar kemur að "myndum" Eymundssonar á Þjóðminjasafninu.

Svo vel vill til, að nokkrar ljósmyndir eru til af prestsetrinu að Þingvöllum frá síðari hluta 19. aldar, sem sýna okkur byggingasögu bæjarins á aldar. Elstu myndirnar er í eigu Þjóðminjasafns eru frá því fyrir 1882. Elst þeirra er stereóskópí-mynd Sigfúsar Eymundssonar frá árinu 1867 (sjá frekar hér).

Þar sést kirkjan sem vígð var árið 1859. Fyrir þann tíma var lítil torfkirkja á staðnum og upplýsir Þjóðminjasafnið að það hafi stungna mynd ættaða úr enska dagblaðinu Mirror af þeirri kirkju, mynd sem Hjálmar R. Bárðarson gaf safninu, en sem Hjálmar keypti af föður Fornleifs, sem safnaði erle dum dagblöðum með efni frá Íslandi frá 17. 18. og 19. öld. Hins vegar er myndin ekki upprunalega úr Mirror heldur líklegast úr frönsku riti frá 1836 eftir X. Marmier, sem einnig var gefið út á hollensku í Leskabinet; Mengelwerk tot Gezellig Onderhoud voor Beschaafde Kringe í Amsterdam árið 1837. Langalangafi minn Izzäk hélt það rit, og hefur það verið í eigu Fornleifs frá barnæsku.

ijslandse_kerk_1836_b.jpg

Þingvallakirkja 1836 eða fyrr.

Önnur ljósmyndanna var tekin 1871 af William Lord Watts.  þriðja ljósmyndin sem er eldri en 1882 var tekin af Jóni Christni Stephánssyni (en er einnig til í annarri kópíu og eignuð Sigfúsi Eymundssyni). 

watts.jpg

Mynd William Lord Watts. Hún var tekin árið 1871 .

Breytingarnar á Þingvallabænum árið 1882

Sjáið svo hvað gerist: Á myndinni efst, sem að öllu líkindum tekin sumarið 1883 og sem einnig er til í þremur pappírskópíum á Þjóðminjasafni Íslands (sjá hér, hér og hér) -  má sjá að burstabærinn sem sést á myndum Sigfúsar Eymundssonar (1867), Jóns Stephánssonar og Watts (1875) var rifinn.

Árið 1882 byggði s. Jens (Ólafur Páll) Pálsson tvö ný hús. Eitt þerra, sem er litað rauðbrúnt á skuggamyndinni myndinni efst var 5x10 metrar að stærð. Aftan við nýju húsin voru torfbyggingar, eldhús og búr. Er sr. Jens afhenti séra Jóni Thorsteinsson staðinn árið 1888 og flutti á Álftanes, var Jens talinn eigandi hins nýja húss. Framkvæmdin hafði ekki verið samþykkt af yfirvöldum og þau ekki tekið þátt í kostnaði.

trevelyan_og_burnett_1983_1282505.jpgMynd þessa tóku Burnett og Trevelyan þann 13. júlí árið 1883 (sjá þa meru bók: Frank Ponzi 1995: Ísland fyrir aldamót. Brennholt, bls. 109) Fornleif grunar að þeir Burnett og Trevelyan hafi einnig tekið myndina efst og setur það fram sem vinnutillögu. Síðar hér í syrpunni um elstu skuggamyndirnar frá Íslandi skal sýnt að Burnett og Trevelyan tóku stundum tvær myndir á sama staðnum.

Ofan á eitt húsa séra Jens var bætt við hæð árið 1906. Núverandi Þingvallabær var reistur á gamla bæjarstæðinu 1928, en sneru húsin í vestur. Til að byrja
með voru aðeins 3 burstir en tveimur nýjum var bætt við árið 1974.

_ingvellir_eymundsson_b.jpg

Þessa mynd tók Sigfús Eymundsson af Þingvallabænum. Hér er búið að spónklæða kirkjuþakið og eitt af þeim húsum sem séra Jens Pálsson byggði árið 1882 (sjá myndina efst til samanburðar). Einnig er komin blikkklæðning utan á eystra húsið og sömuleiðis vindfang á eystra húsið. Þjóðminjasafni upplýsir að þessi mynd sé frá 1886 og að þar sjáist sr. Jón Thorstensen ásamt heimilisfólki. Öllu líklegra er að framkvæmdirnar á húsunnum hafi farið fram síðla árs 1886 og að myndin sé frá því í fyrsta lagi frá árinu 1887, því Jens Pálssyni voru veittir Útskálar þ. 27. júlí 1886, en talið er að Jón Thorstensen hafi breytt húsunum.

jon_helgason_1892_1282481.jpg

Jón Helgason biskup teiknaði þessa mynd árið 1892

_ingvallabaer_ca_1925.jpg

Þingvallabærinn ca. 1925. Nýr turn var settur á kirkjuna vegna konungskomunnar árið 1907.

nr-76-thingvellir_cropped.jpg

Árin 1925-2016 í stórum dráttum

Árið 1925 var tekin mynd af Þingvallabænum, sem sýnir að önnur hæð var reist ofan á eystra húsið. Á eldri mynd sem tekin var og seld af Hans Petersen (sjá hér fyrir ofan), og sem er nokkuð eldri en nærmyndin, má einnig sjá þessa hækkun á íbúðarhúsinu.

Árið 1928 var svo nýr, nýrómantískur og klunnalegur Þingvallabær reistur úr steinsteypu að fyrirsögn Guðjóns Samúelssonar og var það gert fyrir Alþingishátíðina 1930, líklega því Íslendingar hér að þeir yrðu sér annars til skammar. Upphaflega var bærinn þrjár burstir, eins og sjá má á gamalli skyggnumynd, sem sett hefur verið út á veraldarvefinn, en árið 1974 var bætt við tveimur burstum við bygginguna og muna það orðið fáir og hefur bærinn nú verið friðlýstur með nýlegum viðbyggingum sínum. Sannast þar að Íslendingum líkar best við allt nýtt.

churchvicarage_thingvallir.jpg


Fólkið á litskyggnunni frá 1883.

_ingvellir_wood_1882_naermynd.jpg

Lítum örlítið hér í lok þessarar sýningar á mannfólkið á litmyndinni efst. Myndin var tekin árið 1883, og líklegast af félögunum Maitland James Burnett og Walter H. Trevelyan, þótt öðru sé haldið fram af Þjóðminjasafni Íslands. Nöfn vinnumannanna eru ekki þekkt. En í gættinni stendur séra Jens Ólafur Páll Pálsson (1851-1912, síðar prófastur og Alþingismaður, og kona hans Guðrún Sigríður Pétursdóttir Guðjohnsen, dóttir Péturs organista og Alþingismanns (fæðingarstaður hans er rangt upp gefinn á vefsíðu Alþingis). Barnið sem stendur með þeim hjónum á myndinni er líklega eitt af mörgum fósturbörnum þeirra prestshjóna. Jens er unglegur á myndinni og fínn í tauinu með pípuhatt, en frú Guðrún Sigríður bara í peysufötum. Jens fékk Útskálaprestakall árið 1886 í lok júlí og fluttu hjónin fljótlega eftir það þangað.

Ísland í töfralampanum 1. hluti

Ísland í töfralampanum 2. hluti

Ísland í töfralampanum 3. hluti

Ísland í töfralampanum 4. hluti

Ísland í töfralampanum 5. hluti


Ísland í töfralampanum: 5. hluti

19_england_to_iceland_fornleifur_copyright.jpg

db_smederij1.gifFornbíó Fornleifs hamrar járnið meðan það er heitt, en til þess þarf kol. Kolagrafir fornar eru ugglaust margar þar sem myndin hér fyrir ofan var tekin.

Hér birtist nefnilega 19. skuggamynd Riley Bræðra úr syrpunni England to Iceland. Hún ber heitið Guides and Ponies. Glerskyggnan ber merki Riley Bræðra efst i vinstra horni. Enginn getur því verið í vafa um ágæti og gæði þessarar myndar, svo ekki sé talað um landið fagra sem hún sýnir. Þar sem birki og reyniskógum var eytt með glórulausri ofbeit þegar fólk var ekki að að farast úr hor og sauðféð úr gaddi.

Myndin er tekin af meistara Sigfúsi Eymundssyni, nema að hann hafi framkallað hana fyrir aðra. Að minnsta kosti er sama myndin og á skuggamynd Riley Bræðra varðveitt á þurrnegatífu í Þjóðminjasafni Íslands (sjá neðar) og er tileinkuð Sigfúsi (sjá sömuleiðis hér og hér). Sú ljósmynd kom hins vegar úr safni Péturs Brynjólfssonar ljósmyndara, sem var barnungur þegar myndin var tekin, en það hefur verið um 1882-83.

mynd_eymundssonar_jms.jpg

Í Grafningi eða nærri Laugavatni?

Á myndinni má sjá fjóra karla, leiðsögumennina (Guides), sem bendir einhvern megin til þess að útlendingar gætu hafa verið með í för. Myndin sýnir einnig fjögur hross. Áð er við stórt og gamalt reynitré. Þjóðminjasafnið upplýsir að myndin sé tekin í Grafningi og að maður sjái líka á í bakgrunninum niðri á flatlendinu. Mér sýnist hins vegar að þetta séu aðeins voldugri vötn en á, og ímyndaði mér, áður en ég sá dóm Þjóðminjasafns fyrir þeirra mynd, að hún væri tekin nærri Laugavatni. Ef einhverjir geta skorið úr um það væru upplýsingar vel þegnar. Er myndin úr Grafningi eða úr nágrenni Laugavatns?

Reynirinn "í Grafningi" hélt líklegast áfram að vaxa og dafna, því í byrjun 20. aldar var tekin mynd reyni einum miklum (sjá hér). Myndina tók Magnús Ólafsson og á bakhlið hennar er ritað: 10 álna hátt Reyniviðartré í Grafningi. Ætli það pár sé nú ekki frekast ástæðan fyrir því að myndin af reyninum hér ofar í "brekkunni" er tileinkuð Sigfúsi Eymundssyni og sögð úr Grafningi? En er þetta nú í raun og veru sama tréð og á myndunum tveimur hér ofar?  Hvar er þá fjallið í bakrunninum sem er á steríómynd Magnúsar Ólafsson, sem var tekin á tímabilinu 1905-1920?

magnus_lafsson_steroreynir.jpg

Spurningar vakna alltaf í Fornbíói Fornleifs. Maðurinn með tyrknesku húfuna (Sjá nánar um tyrkneska húfur á Íslandi í 4. hluta greinasafnsins um myndir úr syrpunni England to Iceland) virðist að dæma af flóttalegu augnaráðinu ekki vera með nein svör á reiðum höndum. Hvað með ykkur lesendur góðir? Þið eru nú flest nokkuð fróð um staðhætti.

Ég þakka ykkur svo enn og aftur fyrir komuna, en ef þið eruð með einhver læti í salnum, hagið ykkur eins og vitleysingar og hendið poppi eða pippi í sýningastjórann, þá hendir hann ykkur óhikað út. Bíóstjórar hafa mikil völd.

db_ogenturk1_1282286.gif

Ísland í töfralampanum 1. hluti

Ísland í töfralampanum 2. hluti

Ísland í töfralampanum 3. hluti

Ísland í töfralampanum 4. hluti

 


Svartir sjóliðar á Íslandi

hverager_i_1957.jpg

Fornleifur er áhugamaður um sögu svarta mannsins á Íslandi og hefur gert sér far um að skrifa um hana í stað þess að fárast út af því hvaða orð maður notar um fólk sem er svo dökkt á hörund að ljósara fólk getur ekki tekið sér þau orð í munn.

Hér úti á vinstri vængnum má lesa eilítið um sögu svarta mannsins á Íslandi eftir ritstjóra Fornleifs. Það á við að hafa það til vinstri því þar í pólitíkinni ímynda margir sér, að þeir beri mesta virðingin fyrir minnihlutum og séu sérleyfishafar á réttar skoðanir og hugsanir. Það er nú vart að ég þori lengur að nota nokkuð orð um blökkumenn, því sama hvað maður skrifar, þá kemur oft kolruglað fólk, og segir mér að ekki megi maður nefna svarta með því orði sem ég nota; að maður sér kynþáttahatari ef maður noti eitthvað tiltekið vitameinlaust orð. Heyrt hef ég að svertingi, negri, svartur, blökkumaður, þeldökkur séu orðin algjör bannorð hjá háheilögu fólki, svo ekki sé nú talað um surt og blámenn. Mikill vandi er okkur á höndum, þegar málið fer að flækjast fyrir okkur.

Hér eru tvær furðugóðar myndir af svörtum  mönnum sem komu við á Íslandi. Sú efri er tekin árið 1957 í Hveragerði og eru þetta foringjaefni frá Kongó úr sjóher Belgíu. Hattamerki þeirra sýnir að þeir hafa tilheyrt þeim hluta sjóhersins Belgíu sem hafði aðsetur í Kongó.  Kragamerki sýna að þeir voru "officer candidates"  (undirforingjaefni).

Offiserarnir þeldökku komu hingað á belgísku herskipi og var faðir minn oft leiðsögumaður fyrir áhafnir belgískra og hollenskra NATÓ-skipa. Það var einmitt í einni slíkri ferð, að pabbi sagði áhöfninni að setja vasaklútana sína í hverinn Grýtu í Hveragerði, sem stundum er kölluð Grýla. Svo var sett grænsápa í gatið. Andstætt því sem oft hafði gerst áður, þegar faðir minn lék þennan leik, komu engir hreinir vasaklútar. Það koma alls engir vasaklútar upp í næstu gosum. Menn gátu vitaskuld ekki beðið endalaust eftir snýtuklútum sínum, svo lagt var að stað án nýþveginna vasaklúta. Skömmu síðar munu tugir klúta hafa legið allt í kringum Grýtu og voru þeir jafnvel bundnir saman a hornunum.

Líklega hefur Kongómönnum þótt gaman og heimilislegt í bananalundi Hvergerðinga. Gaman væri að vita hvað foringjaefnið með myndavélina hefur tekið af myndum á Íslandi - hvað hefur honum þótt áhugavert að ljósmynda í því landi sem honum hefur ugglaus þótt álíka framandi og hvítbleikum íslendingi þætti allt í Kongó? Ef þessir menn eru á lífi, eru þeir líklega komnir fram á níræðisaldurinn.

svartir_sjoli_ar_1940-43_svavar_hjaltested.jpg

Neðri myndin er hins vegar eins og sjá má tekin í Bankastræti. Nánar tiltekið fyrir utan Bankastræti 3. Þar sem vikublaðið Fálkinn hafði til húsa. Myndin, sem sýnir dáta af bandarísku skipi sem kom við í Reykjavík í síðara heimsstríði, er sennilegast tekin af Svavari Hjaltested ritstjóra, en hann mun síðar hafa lánað hana Gunnari M. Magnúss sem ætlaði að nota hana í bókarverk sitt "Virkið í norðri". Hvort myndi birtist í bókinni veit ég þó ekki.

Ljósmyndin af matrósunum birtist hins vegar ekki í Fálkanum. Að lokum lenti myndin á Þjóðminjasafninu og kom úr búi Gunnars. M. Magnúss. Vafalaust eru flestir mannanna á myndinni löngu látnir - og nei, þetta er ekki hann Morgan Freeman þarna fyrir miðju.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband