Bloggfćrslur mánađarins, júní 2016
Ísland í töfralampanum: 10. hluti
21.6.2016 | 12:19
Jćja ágćtu gestir, nú er komiđ ađ síđasta hluta skuggamyndasýningar Fornleifs. Síđasta myndin af ţeim sem Fornleifur keypti á Cornwall fyrr í ár verđur sýnd og reifuđ í dag.
Viđ vitum hvađa dag hún var tekin, hvar hún var tekin og hverjir tóku ljósmyndina - og viđ vitum sömuleiđis ađ ţeir tóku tvćr myndir af sama atburđinum. Ţar fyrir utan vitum viđ hver framleiddi skuggamyndina.
En ţađ er líka mikinn annan fróđleik af finna í ţessari mynd. Hún er t.d. merkilegt fyrir mig, sem á ađ hluta til ćttir ađ rekja í Kjósina og sýnir hvernig fólk, sem ég er ekki kominn af, var sumt vel í álnum í Kjósinni á 19. öldunni, og lék sér ţar á eins konar ţjóđbúningatískusýningum međan fátćklingarnir á landinu ţurftu ađ flýja til Reykjavíkur eđa Vesturheims. Myndin sýnir vel eina af dellunum sem Íslendingar fengu á ţeim öldum sem ţeir voru mest hrjáđir. Ţeir fóru ađ hanna sér ţjóđbúninga. Skrýtinn veruleikaflótti ţađ. Körlum ţykir nú alltaf gott ađ konan sé sćt og góđ, ţó svo ađ illa árađi. Mín tilgáta er sú ađ konur gefist einnig síđur upp en menn í hörmungum og harđćri. En venjulega voru ţađ karlar sem stóđu fyrir hönnun á kvenbúningnum.
Reynivellir í Kjós, 11. júní 1882
Ţann 11. júní 1882 var enn Kristni í landinu og ţví fermt í kirkjunni ađ Reynivöllum í Kjós. Svo vel vildi til ađ tveir erlendir ferđalangar voru bođnir til kirkju. Ţetta voru ţeir Maitland James Burnett og Walter H. Trevelyan, efnamenn sem stunduđu stangaveiđar á Íslandi og ljósmynduđu ţess á milli fólk og fyrirbćri (sjá hér ef ţiđ hafiđ ţegar gleymt, eđa lesiđ hina ágćtu bók Ponzis frá 1995 Ísland fyrir Aldamót).
Skuggamyndin hér ađ ofan var líklega tekin ţegar fólk kom úr kirkju og stillti sér upp vestan og suđvestan viđ kirkjuna til ađ láta útlendingana eilífa sig.
Teknar voru tvćr myndir
Ţegar skuggamynd númer 38 í syrpu Riley Brćđra í Bradford í Jórvíkurskíri var keypt af forngripasala fyrr á ţessu ári, varđ fljótlega ljóst ađ hún hafđi veriđ framleidd af fyrirtćkinu fljótlega eftir ađ hún var tekin áriđ 1882. Í sölulistum Riley Brothers var hún kölluđ Coming from Church. Líklegast er ađ Burnett og Trevelyan hafa útvegađ myndir sínar til ţessarar framleiđslu, eđa ađ Sigfús Eymundsson hafi framkallađ myndir fyrir ţá félaga, en síđan sjálfur séđ um ađ setja mynd ţeirra til framleiđslu í skuggamyndaröđunum sem hann lét útbúa međ Ţorvaldi Ó. Johnson (sjá hér). Enn annar möguleiki er vissulega sá ađ Sigfús hafi tekiđ myndirnar fyrir Burnett og Trevelyan ađ Reynivöllum, en um slíkt samtarf vitum viđ aftur á móti ekkert.
Viđ nánari samanburđ á mynd Burnetts og Trevelyans frá fermingunni viđ mynd 38 í syrpu Riley Brćđra kemur í ljós ađ alls ekki er um sömu mynd ađ rćđa, ţó hún sé tekin af sama ljósmyndara og sama dag.
Ţetta sést á ýmsu, en greinilegast ţegar mađur beinir sjónum ađ konunum fyrir framan kirkjuna viđ heysátuna fremst í myndinni. Ţćr eru allar á iđi. Ţegar myndin, sem birt er í bók Frank Ponzis er tekin stendur ung kona í dyrgćttinni á kirkjunni. Á myndinni sem hefur veriđ notuđ í skyggnu númer 38 er hún horfin úr gáttinni. Ţess vegna má álykta ađ teknar hafi veriđ tvćr glerplötur af fólkinu sem kom frá kirkju ţann 11. júní 1882.
Tískusýning eftir messu
Konurnar á myndunum frá Reynivöllum eru mesta prýđi myndanna. Flestir karlanna sjást ekki á skuggamyndinni, ţví ţeir standa vestar en myndin nćr, ţar sem hún hefur veriđ klippt skorin til ađ passa á gleriđ í skuggamyndunum sem var 8,2 x 8,2 sm ađ stćrđ međan ađ glerplöturnar voru ferhyrndar og lengri á einn veginn en hinn eins og gjarnt er um ferhyrninga.
Í frekar svölum júnímánuđi áriđ 1881 sveipuđu konur sig međ innfluttum skoskum teppum eđa stórum sjölum sem Bretar kalla rugs eđa scarves ţegar ţau voru minni, en Danir kalla ţessi teppi plaide eftir mynstrinu sem er áţekkt ţví sem ofiđ tartan-vađmál skotapilsa hefur. Teppi ţessi voru kölluđ sjöl á Íslandi og seldust mikiđ á 9. og 10. áratug 19. aldar.
Mjög athyglisvert er ađ skođa búninga kvennanna sem höfđu veriđ viđ guđsţjónustuna. Ţćr eru flestar klćddar í skautbúninga hannađa af Sigurđi Guđmundssyni málara á árunnum 1858-60. Fjórar kvennanna eru hins vegar í 19. aldar faldbúningi međ spađafald og traf. Enn enn ađrar í upphlut eđa peysufötum. Ein kvennanna í skautbúningi og ber skikkju eđa slá bryddađa međ hvítu skinni. Ađrar frúr bera ofin, köflótt teppi yfir herđarnar, líklega innflutt. Ţađ var mjög kalt í veđri áriđ 1881-1882 samkvćmt heimildum, en ljóst er ađ konur í sveitum áttu enn ekki almennilegar kápur á ţessum tíma líkt og karlar. Tvćr konur eru hins vegar međ međ hekluđ sjöl. Ein kvennanna lítur út fyrir ađ vera í kyrtli viđ skautiđ. Kyrtilinn hannađi Sigurđur málari um 1870. Konan í kirtlinum er hugsanlega dóttir síra Ţorkels Bjarnsonar á Reynivöllum. Hún eđa systir hennar er í ţessum kirtli á annarri ljósmynd ţeirra Burnetts og Trevelyans sem er birt í hinni góđu bók Frank Ponzis Ísland fyrir Aldamót (1995).
Engin kvennanna er sjáanlega međ garđahúfu/kjólhúfu (sjá hér). Slík húfa sést á mynd 13 í myndaröđ Riley Brćđra frá Ísland. Hins vegar var einnig til mynd af konu í hátíđarbúningi, Woman in Holiday Dress, sem líklegast var skautbúningur. Sú mynd var númer 37 samkvćmt auglýsingum Riley Brćđra. Gćti hugsast ađ ţađ hafi veriđ mynd af af prestsfrúnni ađ Reynivöllum, ţar sem hún stóđ ein viđ borđ fyrir utan íbúđarhúsiđ ađ Reynivöllum (sjá mynd 95 í Ísland fyrir Aldamót).
Prestar og karlar
Karlarnir virđast miklu fćrri en kvenpeningurinn í kirkju ţennan daginn. Kannski hafa ţeir ekki haft eins mikla ţörf á ţví ađ eilífast á ljósmynd og konurnar, og eigi eru ţeir nú beint glćsilegir, karlarnir í Kjósinni
Mikiđ ber á ađ karlarnir séu međ bowlerhatta sem hafa vćntanlega komiđ í kaupstađ frá Bretlandseyjum međ teppunum sem konurnar keyptu sér sem sjöl. Greinilegt var ađ bresk eđa réttara sagt skosk sveitatíska var ađ ryđja sér til rúms á Íslandi.
Burnett og Trevelyan komu oft viđ á Reynivöllum og voru vel kunnugir endurreisnarprestinum og Alţingismanninum Ţorkatli Bjarnasyni (1839-1902) sem ţar bjó međ fjölskyldu sinni. Burnett kom einnig sumariđ 1886 ađ Trevelyan látnum og ljósmyndađi fjölskyldu prestsins í bak of fyrir. Prestsfrúin, Sigríđur Ţorkelsdóttir (1835-1912), átti ţessi forláta sólgleraugu sem gjörsamlega skáka augnbúnađi Fornleifs.
Látum ţetta ágćta fólk setja punktinn ađ sinni og ef menn vilja frćđast meira um Reynivelli á 19. öld, ţá er ágćtt ađ horfa á ţessa litlu frćđslumynd og stórmerku um Reynivelli i Kjós byggđa á ljósmynd Sigfúsar Eymundssonar af bćnum. Ţađ er Inga Lára Baldvinsdóttir forstöđumađur myndasafns Ţjóđminjasafns Íslands sem segir frá. Síđan ćttu menn ađ lesa bók Frank Ponzis Ísland fyrir Aldamót (1995). Ţannig geta ţeir fengiđ sér góđa sýnisferđ aftur á 19. öld.
Myndin er úr bókinni Ísland fyrir Aldamót eftir Frank heitin Ponzi. Ljósmynd Maitland James Burnett 1886.
Ţakkir:
Ţakkir fćri ég vinum mínum sagnfrćđingunum Kristjáni Sveinssyni, mag.art. og Einari Jónssyni úr Skógum, sem einnig er löglćrđur. Ţeir eru báđir fyrrverandi sveitadrengir međ annan fótinn á 19. öldinni. Ég ţakka ţeim viđrćđur og upplýsingar um myndirnar; Sér í lagi Einari Jónssyni fyrir ađ greina mér frá myndum Burnetts og Trevelyans frá Reynivöllum í Kjós í hinni góđu bók Frank Ponzis Ísland fyrir Aldamót. Ţó ađ fađir minn hafi útvegađ eina mynd í bókina entist honum ekki aldur til ađ sjá bókina útgefna, en ég náđi loks í eintak hjá ágćtum fornbókasala á Selfossi sem tók sér ríflega greiđslu fyrir hana, enda bókin orđin afar sjaldséđ. Vonandi vill einhver standa í ţví ađ gefa hana aftur út.
Ísland í töfralampanum 1. hluti
Ísland í töfralampanum 2. hluti
Ísland í töfralampanum 3. hluti
Ísland í töfralampanum 4. hluti
Ísland í töfralampanum 5. hluti
Ísland í töfralampanum 6. hluti
Ísland í töfralampanum 7. hluti
Ísland í töfralampanum 8. hluti
Ísland í töfralampanum 9. hluti
Ţú varst ađ enda viđ ađ lesa Ísland í töfralampanum 10. hluta
Titlar ljósmynda í syrpu Riley Brćđra frá Íslandi. Myndir međ bláum bakgrunni hafa fundist, hinar ekki.
Ljósmyndafornleifafrćđi | Breytt 14.5.2021 kl. 11:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísland var fyrirmynd Indónesa, en ţeir voru myrtir
17.6.2016 | 11:20
Fyrir tveimur árum síđan rakst ég á ljósmynd sem sýndi svart á hvítu, ađ indónesískir kommúnistar í Súrabaya (höfuđborg Austur-Jövu) litu vonaraugum til friđsamlegra sambandslita Íslendinga áriđ 1944 í frelsisbaráttu sinni gegn nýlendustjórn Hollendinga.
Áriđ 1947 settu ţeir upp veggspjald í borginni, ţar sem ţeir skýrđu á einfaldan hátt fyrir almenningi, hvađ hafđi gerst á Íslandi og hvernig menn gćtu tekiđ sér ţađ til fyrirmyndar. Áriđ 1949, eftir blóđuga bardaga viđ Hollendinga, var lýst yfir sjálfstćđi Indónesíu - sem ávallt síđan hefur veriđ mjög valt og byggir fyrst á fremst á ógnarstjórn hers, heimstrúarbragđanna Íslam og ekki síst 200% spillingu og tvískinnungi valdastéttarinnar.
Ţađ er ekki oft sem menn taka sér Ísland til fyrirmyndar. Manni hlýnar um hjartarćtur á sjálfan 17. júní ađ frétta slíkt, og ađ kommúnistar hafi talađ um Ísland í Indónesíu í stađ ţess ađ vitna í blóđuga byltingu eins og bókstafurinn gerir ráđ fyrir.
Kommúnistaflokkur Indónesíu (PKI) var eitt sinn ţriđji stćrsti kommúnistaflokkur í heimi. Indónesískir íslamistar og innfćdda valdastéttin í landinu litu PKI illum augum, ţví völd ţeirra voru í hćttu ef PKI fékk meiru ađ ráđa. PKI var lengi í samstarfi viđ ţjóđernisflokk Sukarnos. En svo kom ađ trúarofstćkisflokkar náđu völdum í Indónesíu međ hjálp rotinna afla í hernum. Áriđ 1965 hófust útrýmingar á kommúnistum og sósíalistum í Indónesíu undir stjórn einrćđisherrans Suhartos, brjálćđings í herbúningi.
Ađ minnsta kosti 500.000 manna voru myrtar í útrýmingunum og ţađ voru ekki bara kommúnistar sem urđu fyrir barđinu á herjum öfgastjórnarinnar. Fjöldi fólks, sem ekki hafđi tilheyrt kommúnistaflokknum, var myrtur. Nóg var sums stađar fyrir fólk ađ benda á nágranna sinni sem ţeim líkađi ekki viđ til ađ fá ţá drepna.
Ađgerđirnar gegn kommúnistum voru vitaskuld studdar af helsta kommúnistabana heimsins, Bandaríkjunum. En áriđ 1995 ţegar Bandaríkjastjórn var loks ljóst hvađ ţeir höfđu stutt, lýsti CIA ţessu yfir í skýrslu:
"In terms of the numbers killed the anti-PKI massacres in Indonesia rank as one of the worst mass murders of the 20th century...".
Bandaríkin gerđu sér mjög seint grein fyrir ţví hve hćttulegt afl Íslam er í höndum valdastétta í íslömskum löndum. Ţess vegna er stórveldiđ ennţá ađ elta ólar viđ Rússa, eins og ađ ţeir séu enn vondir kommúnistar í köldu stríđ, en hafa vegna vanţekkingar ćttarbjána og fávita sem vinna í State Department (Utanríkisţjónustunni) oft á tíđum ađstođađ ţá öfgamenn í íslömskum ríkjum sem eru heimsfriđinum ţyngstur fjötur um fót um ţessar mundir.
Enn er fólk ofsótt međ "kommúnistastimplinum" í Indónesíu, t.d. ef ţađ tekur upp á ţví ađ gagnrýna eitt eđa annađ. Međan Íslam er hiđ spillta afl landsins, sem hefur töglin og hagldirnar í herjum ţessa stóra ríkis, verđur ekki tekiđ heils hugar á fjöldamorđunum á 7. áratug 20. aldar. Morđin halda áfram. Kristnir eru ofsóttir, og hafa veriđ hálshöggnir af trylltum lýđ sem rćđst á kirkjur og kristna. Íslam viđurkennir ekki mistök sín, ţó svo ađ CIA hafi gert ţađ. Ţví miđur gera ekki allir Indónesar sér grein fyrir ţví ađ Íslam er vandinn en ekki CIA, sem ţví gerđi öfgatrúarbrögđ ađ meginafli ţessa fjölmenna ríkis.
Eina samkunduhús gyđinga Djakarta sem eftir stóđ var eyđilagt áriđ 2009 og samkunduhúsiđ í Surabaya var eyđilagt áriđ 2013. Síđustu gyđingarnir sem ćttađir voru frá Baghdad flýđu daginn eftir og búa nú í Ísrael. Nú, líkt og oft áđur, eru kristnir ofsóttir og eins og í kommúnistahreinsununum 1965-68 eru ţađ öfgamúslímar sem ráđa ferđinni. ISIS hefur í sínum röđum liđsmenn frá Indónesíu og frekar stóran stuđningshóp í landinu sjálfu. Mađurinn međ sveđjuna er Dayaki á ţeim hluta Borneó sem tilheyrir Indonesíu. Hann heldur a afhöggnu höfđi barns sem líklega er einnig múslími, og tilheyrđi ţjóđflokki Madúra sem fluttir voru til Borneó frá eyjunni Madúru. Líkt og múslímar berast á banaspjót í Miđausturlöndum eđa í Reykjavík er heldur ekki friđur međal ţeirra á Borneó.
Utanríkismál/alţjóđamál | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Ísland í töfralampanum: 9. hluti
15.6.2016 | 18:50
Enginn landkynning um Ísland er fullkomin nema ađ frćgasta fjall landsins, Hekla, sé haft međ. "Edjafjolladjokel" er kannski orđiđ frćgara í dag, en Hekla var sögufrćgt fjall úti í hinum stóra heimi ţegar á síđari hluta miđalda, og var međ frćgari fjöllum hins ţekkta heims.
Sumir frćđimenn, t.d. Sigurđur Ţórarinsson, vildu jafnvel halda ţví fram ađ Hekla hefđi ţegar veriđ nefnt í kvćđum á fyrsta hluta 12. aldar. Svo var ţó ekki. Sigurđur hafđi ekki fyrir ţví sjálfur ađ finna ţetta ljóđ, sem ţá hafđi nýlega gosiđ hvítri gjósku í byrjun 12. aldar (ntt áriđ 1104). En Hekla er ekki nefnd á nafn i ţessum ljóđi munks sem hét Benedeit. Askan er sögđ svört og fjalliđ er viđ ströndina. Samt taldi Sigurđur ađ höfundurinn vćri ađ lýsa Heklu. Höfundurinn hefur ţó hugsanlega heyrt um eldsumbrot á Íslandi, en ţađ ţarf alls ekki ađ vera Hekla sem ţar kom viđ sögu. Furđulegt frćđimennska, en tímans tákn ţegar Sigurđur var upp á sitt besta.
Líklega var ţađ vafasamur heiđur fjallsins síđar, ţar sem fjalliđ var kynnt til sögunnar sem inngangur ađ helvíti, sem hélt Heklu á frćgđartindinum međal fjalla. Djöfullinn var svo mikilvćgur fyrir kaţólikka, líkt og múslíma, ađ stundum var erfitt sjá hvort ţađ var Kristur eđa Djöfullinn sem var dýrkađur í ţessum fjölmennustu höfuđtrúarbrögđum mannkynsins.
Međ ţessa djöfullegu tenginu Heklu var ekki komist hjá ţví ađ hafa Heklu međ í fyrstu landkynningaskuggamyndunum sem sýndu Ísland í jafndjöfullegu apparati og Laterna Magica var. Páfastóll var svo hrćddur viđ töframpan á 17. öld ađ til tals kom ađ banna ţetta djöflatćki.
Ljósmyndin efst er međ í syrpu Riley Brćđra í Bradford sem kom út um miđbik 9. áratugar 19. aldar. Ţar er fjalliđ nefnt til sögunnar sem "Mount Heckla", bćđi í auglýsingum og á miđanum sem límdur hefur veriđ á kant myndarinnar, Myndin er númer 34 í Íslandssyrpu Riley Brćđra. Ljósmyndari myndarinnar er ekki ţekktur. Myndin sem er heldur dökk og drungaleg er ekki ţekkt međal mynda Sigfúsar Eymundssonar.
Önnur skuggamynd af Heklu í heilmiklum ćvintýraljóma var einnig ţekkt í skuggamyndasýningum 19. aldar eins og áđur hefur veriđ greint frá. Ţessi ćvintýramynd er í raun miklu betri til ađ lýsa "Heklu" ţeirri sem Sigurđur Ţórarinsson taldi víst ađ minnst vćri á í ljóđi Benedeits munks, Navigationes sancti Brendani, sem er frá fyrsta fjórđungi 12. aldar. Hekla er ţó hvergi nefnd í ljóđinu. Sigurđur taldi einnig ađ Heklu vćri óbeint lýst í Liber Miraculorum eftir Herbert af Clairvaux, sem er frá síđasta fjórđungi 12. aldar, n.t.t. í kafla sem kallast "De inferno Hyslandie", ţar sem kemur fram ađ hraun eldfjallsins hafi runniđ í sjó fram. Menn voru enn ađ vitna í ţessi 12. alda rit á 19. öld, ţegar ţau voru gefin út á prenti í frćđilegum útgáfum.
S. EYMUNDSON MED EINKARJETTI
Fornleifur keypti ađra Heklumynd, sem er úr syrpu E.G. Wood frá ţví um 1890 eđa skömmu síđar. Hún er öllu betri ađ gćđum en myndin efst úr syrpu Riley Brćđra, ţótt sú mynd sé samt mjög áhrifamikil og full af dularfullum drunga.
Myndin í syrpu E.G. Wood var tekin af Sigfúsi Eymundssyni. Mađur er ekki í vafa um ţađ, ţví hann merkir hana sér međ ţessari áletrun:
Mynd ţessi er til á Ţjóđminjasafni Íslands á skyggnu og var hún ţar til nýlega eignuđ Árna G. Eylands og sögđ vera frá 1920-30 (sjá hér)- sem er vitaskuld stórfurđuleg ţegar Sigfús upplýsti menn ađ hann hefđi tekiđ hana og var meira ađ segja fyrstur manna til ađ sýna einkaréttsyfirlýsingu á Íslandi á ljósmynd. Villan hefur nú veriđ leiđrétt af Ţjóđminjasafni Íslands. Myndin var einnig notuđ til ađ sýna eldgos í Heklu áriđ 1847 á póstkorti. Kortiđ var prentđ á fyrri hluta 20. aldar. Á ţessu póstorti er nú einum of langt gengiđ í fölsun á upphafsrétti Sigfúsar Eymundarsonar og myndefninu sjálfu. Gosstrókur var tildćmis málađur inn á mynd Sigfúsar.
En hver hefur einkarétt á Heklu, nema hún sjálf? Hún gýs ţegar hún ţarf, en vissulega helst ţegar helvíti ţarf ađ ná sér í kaţólikka og ađra djöflatrúarmenn. Svo af nógu er ađ taka. Ţađ er ţví ljóst ađ Hekla mun lengi enn hafa nćgan brenniviđ.
Ísland í töfralampanum 1. hluti
Ísland í töfralampanum 2. hluti
Ísland í töfralampanum 3. hluti
Ísland í töfralampanum 4. hluti
Ísland í töfralampanum 5. hluti
Ísland í töfralampanum 6. hluti
Ísland í töfralampanum 7. hluti
Ísland í töfralampanum 8. hluti
Ljósmyndafornleifafrćđi | Breytt 14.5.2021 kl. 11:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ný skilti morđingjum og Íslandi til heiđurs
13.6.2016 | 12:00
Síđla veturs 2016 gerđu Litháar vel viđ sinn mann á Íslandi, Jón Baldvin Hannibalsson. Ţeir klíndu á hann heiđursdoktorsnafnbót. Jón er örugglega vel ađ titlinum kominn og ég er ţegar farinn ađ kalla hann dr. Jón ţegar á hann er minnst og leiđrétti alla ţá sem bara kalla hann Jón Baldvin.
Jón fékk hins vegar ekki götu í Vilníus, höfuđstađ Litháens, međ nafni sínu í ţetta sinn, en á ţađ örugglega eftir. Honum hlotnast ugglaust sá heiđur fyrir dyggan stuđning viđ stjórnir lands sem hyllir Litháa sem ţjóđhetjur ţó ţeir hafi stundađ gyđingamorđ, jafnvel áđur en Ţjóđverjar hertóku landiđ.
Jóns gata Hannibalssonar gćti ţó hćglega veriđ í bígerđ vegna mikils stuđning Dr. Jóns viđ ungar menntastúlkur á "gáfumannapöbbum" Eystrasaltslandanna (sjá meira hér). Fyrir slíka ţróunarađstođ vćri ugglaust viđ hćfi ađ setja Dr. Jónsgötu viđ eitthvađ strćtiđ ţar sem stóískar ballettdansmćr međal ungra menntakvenna Lithaugalands sýna kunnáttu sína og ađrar kokhraustar málvísindakonur stunda rannsóknir sínar á rugluđum körlum norđan úr ballarhafi, sem eru svo vanskapađir ađ ţeir telja sig vera geithafra fyrir neđan mitti.
Lengi er reyndar síđan Íslandi var veittur sá heiđur ađ gata vćri kennd viđ landiđ í höfuđborg Litháens. Heitir hún Islandijos gatve, eđa Íslandsgata. Hugmynd Jóns Vals Jenssonar um stuđning viđ Eystrasaltslönd, sem dr. Jón stal, en fullkomnađi í Eystrasaltslöndunum, er ţökkuđ međ nafnbreytingum á götum höfuđborgar Litháen. En í vetur vildu Litháir gera betur viđ sinn mann. Nú skyldi sett upp sérstakt heiđursskilti viđ Íslandsgötu á íslensku. Var skiltiđ sömuleiđis skreytt međ galdrastaf.
Ţegar upp rann dagurinn ţar sem afhjúpa átti skiltiđ var dr. Jón mćttur međ Bryndísi konu sinni á götuhorni í Vilnius. En greinilega runnu tvćr grímur á nýdoktorinn íslenska ţegar hann afhjúpađi skiltiđ međ borgarstjóra Vilnius. Íslenskt eignarfall er augljóslega ekki ţekkt í Litháen. Einhver snillingur hefur sett Islanijos gatve í Google translate og fengiđ útkomuna Ísland strćti. Vissulega átti ţarna ađ standa Íslandsgata.
Ćtli stúdínur dr. Jóns á menntamannbörum Vilníusar hafi veriđ viđstaddar ţakkarvottinn sem honum var sýndur međ skiltinu fyrr í ár? Kannski ekki, en ţarna voru ţó stórglćsilegar menntakonur, nokkuđ austrćnar sumar hverjar og dýrslega klćddar, t.d. ţessi međ svartar neglur og í kápu úr skinnum nýfćddra lamba. Bryndís, skógardís og músa dr. Jóns, var einnig í eins konar gćru af unglömbum, en á röngunni. Heyrt hefur mađur ađ slík fell ćsi dýrlegar kenndir manna sem eru girtir ađ neđan eins og fé af fjöllum. Hér stendur Dísa međ eiginmanni sínum, borgarstjóranum og rćđismanni Íslands í Vilníus, sem einnig er dyggur stuđningsmađur viđ ákveđin öfl í Úkraínu.
Víđa eru siđlausir borgastjórar
Endurnýjun götuskilta virđist vera vinsćlt tómstundagaman manna í Litháen. Ný götunöfn og skilti eru einnig góđ ađferđ viđ fölsun sögu sinnar.Ţau hjálpa fólki ađ gleyma sannleikanum.
Borgarstjóri borgarinnar Vilnius, Remigijus Simasius, sem áđur hefur veriđ dómsmálaráđherra Litháens, er einn af ţeim Litháum sem erfitt á međ ađ sjá sögu ţjóđar sinnar í réttu ljósi. Áriđ 2009 neitađi hann ţví opinberlega ađ mikill fjöldi landsmanna hans hafi tekiđ ţátt í glćpum gegn mannkyni í síđari heimsstyrjöld. Síđan 2015, er hann var kosinn borgarstjóri, leggur Simasius ćvinlega blessun sína yfir götunöfn ţar sem götur og strćti Vilnius eru endurskírđ, og er oft á tíđum gefin nöfn fjöldamorđingja sem voru samreiđarmenn nasista. Ţá telja Litháar einnig ţjóđhetjur, ţví "ţjóđhetjurnar" börđust einnig gegn Rússum, ţegar ţćr voru ekki ađ slátra gyđingum. Er nema von ađ slíkur mađur geti ekki valdiđ eignarfallsessi á íslensku. Ţađ myndast stundum "ss" ţegar orđ er sett saman viđ annađ orđ sem byrjar á s, og ţađ skapar hugsanlega vissar minningar hjá ţjóđum sem öllu vilja gleyma og ekki horfast í augu viđ mistök sín.
Galdrastaf ţennan má sjá á skiltinu til heiđurs Íslandi í Vilníus. Tákn ţetta kallast Ćgishjálmur. Ćgishjálmurinn er öflugur varnarstafur, bćđi gegn öllu illu og einnig örugg vörn gegn reiđi og yfirgangi höfđingja.
Pravda:
Til ađ frćđast frekar um dýrafrćđi dr. Jóns, má líta hér og hér upp á eigin ábyrgđ. Ungar stúlkur ćttu ađeins ađ opna í fylgd foreldra sinna.
Sagnfrćđi | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Bitlaust sverđ
12.6.2016 | 10:34
Fornleifur brosti illkvittnislega í kampinn ţegar fyrirlestrar heiđursmannanna Sverris Jakobssonar og Gunnars Karlssonar, haldnir 15. október 2015, voru opinberlega auglýstir sem hluti fyrirlestrarrađar Miđaldastofu Háskóla Íslands.
Úti fyrir ósköp vísum nefjum Sverris og Gunnars sveif sverđ, eđa réttara sagt eineggja sax. En auglýsingin var greinilega tvíeggjađ sverđ. Ţetta frétta menn ţó ekki fyrr en nú. Melius tarde quam nunquam.
Fyrirlestrar Sverris og Gunnars fjölluđu um Sturlungaöld (1220-1262). Halda mćtti ađ sverđ ţađ sem auglýst var međ, sem fannst áriđ 1863 á "sléttum mel á víđavangi" nálćgt meintum rústum eyđibýlis sem kallađ var Bergálfsstađir í Eystrihreppi (Ţjórsárdal), hafi átt ađ lýsa skálmöld Sturlungaaldar á myndrćnan hátt - ţví friđsemdarsvipurinn á Sverri og Gunnari lýsa ađeins frćđimennsku, og í henni er aldrei tekist á.
Ţađ eru til afar fá vopn frá Sturlungaöld á Íslandi. Ţau enduđu ekki sem kumlfé eins og vopn sögualdar. Ţegar menn létu af vopnaskaki Sturlungaaldar, hafa friđsamari afkomendur vígahöfđingja og skósveina ţeirra nýtt málminn í vopnum sínum til annarra verkfćra. Erlent járn var gott efni.
Sverđiđ á auglýsingunni fyrir vísum ţönkum Sverris og Gunnars um Sturlungaöld (1220-1262), og tvö önnur álíka sem einnig hafa fundist á Íslandi eru ekki frá Sturlungaöld, heldur frá síđari hluta miđalda, nánar tiltekiđ frá 15. öld (sbr. t.d. Seitz, Heribert: Blankwaffen I, Geschichte und Typenentwichlung in europäischen Kulturbereich. Von der prähistorischen Zeit bis zum Ende des 16. Jahrhunderts. Braunschweig, 1965, bls. 194; mynd 124). Ţjóđverjar kalla eineggja sverđ af ţessari gerđ veiđisverđ (Jagdschwert), og ţau voru framleidd fram á 16. öld.
Ţar sem íslenskir fornleifafrćđingar viđ Háskóla Íslands eru ekki of vel ađ sér í efnislegum menningarheimi miđalda (eins og ţessi námsritgerđ viđ háskólann sýnir - og sýnir enn frem ađ kennarar í fornleifafrćđi viđ HÍ hafa alls ekki nćga ţekkingu í miđaldafornleifafrćđi til ađ leiđbeina námsmönnum), ţá er nú ekki nema von ađ ţetta sverđ hafi veriđ sett til höfuđs Sverri og Gunnari. Enginn vissi betur og ekki er hćgt ađ ćtlast til ţess ađ Sverrir og Gunnar viti neitt, ţví ţeir eru "bara" sagnfrćđingar sem lesa margt fróđlegt um sverđ á Sturlungaöld en hafa ekki hugmynd um hvernig ţau litu út. En vopn eru nú reyndar međ í handritalýsingum. Ţćr hefđu geta hjálpađ til ađ finna rétt sverđ til ađ kynna fyrirlestrana. Ţjóđminjasafn Íslands hefur ekki mikiđ til málanna ađ leggja um aldur sverđsins og tveggja annarra af sömu gerđ, nema ágiskanir manna á 19. öld. Ţar stendur nú hnífurinn í kúnni. Menn vita ekki hvađ ţeir eiga.
En trúiđ mér góđir hálsar, er ég upplýsi ađ sax eins og ţađ sem Sverrir og Gunnar fengu sér til höfuđs af Miđaldastofu Háskóla Íslands, voru eigi notuđ til ađ höggva menn í herđar niđur fyrr en á 15. öld. Vafalaust hefur ţó reynst erfitt ađ höggva menn almennilega međ ţessum langhnífum.
Haec est situs universitatis Islandiae
Jagdschwert, einnig kallađur Messer (hnífur/sax), frá ţví um 1500 sömu gerđar og sverđiđ frá Bergálfsstöđum í Ţjórsárdal.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Birtingarmynd spillingarinnar
8.6.2016 | 06:02
Nýlega skrifađi Fornleifur um undarlega hluti sem gerast á efstu hćđum Ţjóđminjasafnsins og hjá spilltum öflum í Háskóla Íslands, sjá hér, hér, hér. Ein af hetjunum í ţeim frásögnum sést hér koma í afmćli velunnara síns.
Var ţetta allt skrifađ löngu áđur en forsćtisráđherrann á myndinni hér fyrir ofan sagđi af sér. Ţađ var nú alveg nóg ástćđa fyrir ráđherra ađ gera ţađ í kjölfar greina Fornleifs, frekar en ađ bíđa hópfýluferđarinnar til Panama og ađ lenda í svađinu hjá Süddeutsche Zeitung og víđar.
Myndin var tekin af ljósmyndara Morgunblađsins í afmćlisveislu fyrrverandi forsćtis-ráđherra. Hún segir mikiđ, ef ekki allt. Hvađ ćtli hafi veriđ í rammanum sem ţjóđminjavörđur afhenti Sigmundi Davíđ?
Konan sem varđ á milli ađalleikendanna getur líklegast ekkert gert ađ ţví. C'est la vie!
Ţjóđminjasafn Íslands | Breytt s.d. kl. 06:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Ţetta er ekki negri
7.6.2016 | 09:36
Í anda óhemjulegrar yfirborđsmennsku og hrađsođinnar fáfrćđi nútímans, ţar sem fólk međ sérleyfi á frelsi og einkarétt á réttar skođanir vill láta banna öđrum skođanir og hugsanir, eru ţađ vitaskuld ekki mikil tíđindi ţegar Ríkislitasafn Dana, Statens Museum for Kunst (SMK), í Kaupmannahöfn breytir titlum á verkum í listasafni dönsku ţjóđarinnar.
Öll verk sem sýna blökkumenn og negra, sem mjög lengi hafa á dönsku veriđ kallađir negre (neger í eintölu) fá nafnabreytingu. Neger er orđ sem líkt og negri á íslensku er vitaskuld upphaflega leitt af lýsingaorđinu niger á latínu sem ţýđir einfaldlega svartur). Héđan í frá verđa negrar kallađir Afríkumenn á Statens Museum for Kunst (sjá hér).
Nú er ţessi gullfallega smámynd af negrastúlku eftir hollenska meistarann Karel van Mander hinn ţriđja, sem varđveitt er á SMK, ekki lengur af negra og bannađ er ađ notast viđ upphaflegan titil verksins Negerhoved. Nú verđa menn ađ kalla verkiđ "Et afrikansk hoved". Á ađ kalla svart fólk sem kannski er fćtt og uppaliđ í Danmörku eđa á Íslandi fyrir Afríkumenn? Hvar endar vitleysan?
Á Norđurlöndum urđu Norđmenn fyrstir til ađ hoppa á ţessa bandarísku yfirborđsmennsku og banna negraorđ og hottintotta í barnabókum. Vart er nokkur negri sjáanlegur lengur á prenti í Svíţjóđ. Tvískinnunginn ţrífst í Skandinavíu ekki síđur en í BNA. Negrar sjálfir mega t.d. kalla sig nigga, en viđ bleika fólkiđ verđum ađ kalla ţá Afríkumenn. Jafnvel ţótt ađ Afríkumennirnir sé ekki fćddir í Afríku.
Vitaskuld eru margir Danir sem efast um ţetta tiltćki Statens Museum for Kunst, enda er ţetta ekkert annađ en dómadagsrugl. Afríkumenn geta veriđ ađ mjög mismunandi uppruna. Í Afríku bjuggu negrar, en einnig fólk af ýmsum öđrum uppruna, svo sem Berbar, Arabar og gyđingar. Viđ eigum sameiginlega formóđur og föđur međal ţeirra sem nú á ađ kalla Afríkumenn. Öll erum viđ, misjafnlega sapiens, upphaflega komin frá Afríku, en höfum lýsts og aflitast á leiđinni norđur. Eđa ţangađ til ađ sumir, eins og Íslendingar, eru orđnir svo litlausir ađ ţeir hćtta rökhugsun ţegar ţeim er skipađ ţađ af fólki í löndum ţar sem rökhugsun og skynsemi virđast vera bannorđ.
Málverkiđ hér fyrir neđan er af manni, ljósum yfirlitum međ rauđar kinnar, sem fćddist í Marokkó, en bjó í Lundúnum á 19. öld. Hann var gyđingur - sem fćddist í ...., jú .. Afríku. Forfeđur hans ţurftu ađ flýja frá Spáni eđa Portúgal vegna ţess ađ ţeir voru gyđingar, og ţađ var líklega einnig ástćđan fyrir ţví ađ ćtt hans leitađi til Niđurlanda, Bretlandseyja og Marokkó. Sjálfur skilgreindi hann sig sem gyđing, en hann bar líklega spćnskt eđa portúgalskt nafn og ef til vill hollenskt, ef ekki nafn fyrir öll tćkifćri, svona til vonar og vara ef ofsóknir hćfust aftur á morgun - en hann var samt sem áđur Afríkumađur. Hann fćddist í Afríku. Fólk sem ekki vissi betur gćti álitiđ ađ hann vćri Skoti, og ef myndin héngi á Statens Museum for Kunst, yrđi víst ađ breyta titlinum á myndinni af gyđingnum sem hangir á safni í New York í Afríkumann til ađ fylgja jafnréttisreglu.
Hottintottar
Ţví má bćta viđ, ađ eitt myndverk á Statens Museum for Kunst innihélt hiđ "óheppilega" orđ Hottentot (ísl. hottintotti). Ţađ orđ var búiđ til af Hollendingum og fyrst og fremst notađ yfir fólk sem bjó á svćđum í Suđur-Afríku og Namibíu nútímans, ţar sem Hollendingar voru nýlenduherrar. Vísađi heitiđ til "klikk-" eđa "smell-hljóđa" sem heyrast í tungumáli sumra ţjóđa á ţessu svćđi, t.d. í zulu, xhosa, siswati, hjuthi, ndebele, sesotho, fanakalo, yeyi, mbukushu, kwangli og diriku. Hollendingum ţótti hin smellandi hljóđ hljóma eins og og hot og tot, sem gćti leitt líkum ađ ţví ađ Hollendingar fyrrum hafi veriđ međ of mikinn eyrnamerg í eyrunum. Síđar var heitiđ hottintotti notađ á niđrandi hátt um fólk sem stamađi og um fólk sem álitiđ var ómenntađ og frumstćtt.
En á ţeim tíma sem orđiđ hottintotti var notađ, var litiđ niđur á annađ fólk vegna uppruna, litarháttar og trúarbragđa. Ef viđ fáum ekki ađ vita ţađ og upplýsingar um fordóma í gömlum titlum á listaverkum eru fjarlćgđir, vegna pólitískrar rétthugsunar, er á vissan hátt veriđ ađ falsa söguna.
Forn titill á verki á listasafni er ekki rasismi. En skođanalögreglutilburđir sums "nútímafólks" geta hins vegar hćglega veriđ ţađ. Ţannig fjarlćgir UNESCO á seinni árum menningartengsl ţjóđa viđ ákveđna stađi sem er helgir ţjóđum og sögu ţeirra. Ţetta er hins vegar gert undan ţrýstingi og yfirgangi annarra ţjóđa sem vart ţekkja annađ úr menningu sinni en einrćđi og mannréttindabrot og sem eiga sér trúarbrögđ sem opinskátt ala á fordómum gegn öđrum trúarbrögđum og kynţáttum og hvetja til heilags stríđs gegn ţeim og jafnvel til útrýmingar. UNESCO hefur ţannig fjarlćgt tengsl gyđinga viđ Musterishćđ og Grátmúrinn og gefiđ Grátmúrnum nýtt nafn sem friđţćgir ţá sem útrýma vilja gyđingum í Miđausturlöndum. Fólk sem getur ekki sagt negri, er oft sama fólkiđ sem í andlegri blindni styđur hryđjuverkasamtök og mannréttindabrot, svo ekki sé talađ um kúgun kvenna ţar sem hún er verst. Sjálfsánćgjan yfir ţví ađ telja sig besta og réttlátasta byrgir oft bestu mönnum sýn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Ísland í töfralampanum: 8. hluti
3.6.2016 | 17:45
Hverjar eru ţetta međ leyfi? Jú, Gugga, Vigga og Maddí gátu greinilega ekki setiđ á sér lengur og urđu ađ fara í bíó hjá Fornleifi. Ţćr voru í óţreyju og eftirvćntingu sinni farnar ađ bryđja bolsíurnar sínar blessađar stúlkurnar, og jafnvel Gunna sem enn er ekki búin ađ fá sér nýjar tennur. Ţćr biđu á fortóinu í allan dag og keyptu meira ađ segja biletin fyrir viku síđan svo ţćr gćtu setiđ á fremsta bekk. Svona er ţessar sýningar hjá Fornleifi nú vinsćlar, og ćtti landsbyggđin einnig ađ fara ađ átta sig á ţví.
Hvađ er meira spennandi og yndisaukandi fyrir stúlkur á viđkvćmum aldri en myndir af vatni og gusum - ţar međ taliđ Geysi og Gullfossi. Ţćr hafa hvort eđ er ekki kattarvit á ţví hvort er betri sem forseti Íslands, fallerađur seđlabankastjóri eđa fráfallinn kaţólikki. Ţađ er svo leiđinlegt og ţćr velta ekki svo heimsspekilegum ţönkum fyrir sér. Ţćr vilja í bíó og hafa fjör.
Geysir var ávallt vinsćlasti túristatrekkjari Íslendinga, eđa allt ţar til ađ hann gerđist skindauđur vegna of mikils grćnsápuáts.
Engin ferđalýsing af Íslandi međ virđingu fyrir sjálfri sér frá ţví á 17 öld fram á ţá 20. var fullkomin nema ađ mynd vćri međ af Geysi í Haukadal. Fljótlega varđ goshverinn vinsćll á skuggamyndum 19. aldar í syrpum um jarđfrćđi eđa undur alheims. Útlendingar komu gagngert til Íslands til ađ berja ţessa himnamigu íslensku ţjóđarinnar augum.
England to Iceland 28, Riley Brothers. Ţetta er sama mynd og mynd 31 (sjá neđar) en í stađ litar á 31 hefur ţessi mynd fengiđ handmálađ tjald og karl vestan viđ ţađ.
Ţess vegna getur ţađ engan undrađ ađ heilar fjórar myndir hafi veriđ af Geysissvćđinu í Haukadal í myndasyrpu Riley Brćđra England to Iceland. Allir öfunduđu íslensku ţjóđina af sjálfvirkum gosbrunnum.
Myndirnar af Geysi og Geysissvćđinu í syrpunni eru ţessar:
28 Tourists' Tents at Geyser (framleidd af Riley Brothers í Bradford).
29 Great Geyser (framleidd af Reiley Brothers í Bradford).
30 Strokr in Sulks.
31 Strokr in Action (framleidd af E.G. Woods á 74 Cheapside í Lundúnum)
England to Iceland 29, Riley Brothers
Ţví miđur tilkynnist hér međ ađ mynd 30 var ekki til á Cornwall ţegar Fornleifur keypti ţar myndir úr syrpunni England to Iceland fyrir skömmu. En sem bragarbót fá áhorfendur myndina af Strokki ađ gjósa (31) í lit og í "action". Njótiđ, ţví enn eru ekki ţekktar ađrar skuggamyndir úr ţessari frćgu syrpu frá Íslandi. Ţćr gćtu leynst uppi á einhverju lofti verđur mađur ţó ađ vona, svo ađ allar myndirnar komi í ljós.
Ţess ber ađ geta, ađ mynd númer 29 er til á pappír á Ţjóđminjasafninu og er eignuđ Sigfúsi Eymundssyni. Fornleifur leyfir sér einnig ađ benda á ađ á mynd 28 sést tjald , sem hafa veriđ handmáluđ á gleriđ ásamt manninum til hliđar viđ ţađ.
Mynd 28 er í raun sama mynd og mynd númer 31. Tjaldiđ er af sömu gerđ og tjald Rowleys veiđifélaga Burnetts (sjá fyrri kafla og Frank Ponzi 1995. Ísland fyrir aldamót, Brennholt; Bls. 143). Tjaldiđ er svo kallađ "Kabúl-tjald". Fornleif grunar, ađ myndirnar frá Geysi hafi veriđ teknar af Burnett eđa ađ Sigfús Eymundsson hafi veriđ honum innan handar viđ myndatökur í Haukadal. Myndirnar í syrpu Riley Brćđra virđast greinilega vera blanda af myndum Burnetts og Tevelyans og hins vegar Sigfúsar Eymundssonar.
Gullfoss
Í dag verđur vegna skyndilegrar ofhitnunar aukasýning hjá Fornleifi, áhorfendum ađ kostnađarlausu. Töfralampinn hefur náđ ađ kólna ađeins.
Fyrst er mynd af Gullfoss úr syrpunni England to Iceland. Hún var tölusett sem mynd 32 og titilinn Gullfoss--upper. Einnig var önnur mynd í syrpunni af Gullfoss og bar hún vitaskuld titilinn Gullfoss -- lower og var númer 33. Ţetta var greinilega allt mjög skipulegt. Ţví miđur var Gullfoss--lower ekki lengur til ţegar Fornleifur keypti skuggamyndirnar á Cornwall. Mynd 32 var framleidd í syrpunni England to Iceland af Riley Brćđrum frá Bradford og er myndin samkvćmt Ţjóđminjasafninu tekin af Sigfúsi Eymundssyni og mun ţađ örugglega rétt ţví safniđ á ţurrnegatífu međ nákvćmlega sömu mynd.
Brúará viđbót
Brúará, mynd eftir Sigfús Eymundsson framleidd af E.G. Wood rétt fyrir aldamótin 1900.
Um daginn voru tvćr skuggamyndir af Brúarfossum sýndar á Fornleifi (sjá hér). Fornleifur keypti reyndar ţrjár myndir af Brúarárfossum á Cornwall. Sú mynd af Brúará sem ekki var sýnd um daginn verđur sýnd hér í dag. Hún var úr syrpu ţeirri sem E.G. Wood framleiddi og sem hann kallađi A travel to Iceland. Sú syrpa innihélt sama myndefni- og sömu númer og syrpa Riley Brćđra, enda keypti E.G. Wood útgáfuréttinn af Reiley Brćđrum.
Ţar sem skuggmyndafyrirtćkiđ E.G. Wood notađist viđ sama myndefni og númeraröđ á myndefninu á Brúará, er rökrétt ađ álykta ađ ţessi mynd hafi hjá E.G. Wood komiđ í stađ myndarinnar nr. 27, sem Riley Brćđur kölluđu Bruera and Bridge. Ţessi mynd E.G. Wood er miklu betri en yfirretúsheruđ mynd Riley Brćđra. Alltaf má gera betur.
Hitt er ţó ef til vill áhugaverđara ađ á myndinni stendur: S. EYMUNDSSON MED EINKARJETTI. Ţađ ţarf ţví ekki ađ fara í grafgötur međ ţađ hver myndasmiđurinn var.
Fyrri kaflar
Ísland í töfralampanum 1. hluti
Ísland í töfralampanum 2. hluti
Ísland í töfralampanum 3. hluti
Ísland í töfralampanum 4. hluti
Ísland í töfralampanum 5. hluti
Ísland í töfralampanum 6. hluti
Ísland í töfralampanum 7. hluti
Ljósmyndafornleifafrćđi | Breytt 14.5.2021 kl. 10:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Er skutlur flugu í ţyrlu
2.6.2016 | 11:00
Líkt og sumir karlmenn leita ólmir ađ náttúrumyndum í sveittum og lösnum tölvum sínum, leitar Fornleifur starfsmađur minn uppi myndir af gömlum dísum sem komust í úrslit fegurđarsamkeppna um ţađ leyti sem hann var sjálfur upp á sitt besta. Ţađ góđa viđ ţetta hobbý hans er ađ sjaldan fylgir vírus svo gömlum snótum. Langt er á milli góđra funda, en nýskeđ rakst hann á eina slíka mynd í Hollandi.
Ţar sem Fornleifur fermdist í tvíhnepptum jakka, er mat hans á kvenlíkamanum mjög gamaldags, en ţó afar klassískt. Hann leggur meiri áherslu á gott andlit en t.d. afturendann. Snyrtilegur klćđaburđur og t.d. heiđgular maxíkápur telur Fornleifur međal ţess fremsta sem konur geta skartađ. En allt klćđir rós, eins og Danir segja og allar konur eru fallegar á sinn hátt (svo vil ég ekki ađ einhverjir helv. femínistar fari ađ nöldra hér um gripasýningar og karlrembu).
Hátt klof er Fornleifi ekki ađ fyrirstöđu. Brjóstmáliđ skal ekki vera í stćrra lagi enda karlinn sjálfur međ innfallin brjóstkassa og heilinn skal vera fallegri á konum og betur stilltur en hoppandi ORA-baunin sem Fornleifur og ađrir menn eru oftast međ í heila stađ.
Myndin sem m.a. birtist í hollenska (frísneska) blađinu Friese Koerier og víđar, og jafnvel allt vestur á Hollensku Antillaeyjum, í blađinu Amigoe di Curacau, sýnir nokkrar yngismeyjar sem voru ađ spóka sig á haustmánuđum áriđ 1957. Ţćr voru ađ sýna föt á tískusýningu sem fimm fyrirtćki í Hollandi stóđu fyrir í Zandvoort, margrómuđum strandbć vestur af Amsterdam.
Ungfrú Rúna
Vitađ er ađ lengst til vinstri stendur ungfrú Rúna Brynjólfsdóttir frá Íslandi sem lenti í öđru sćti í einni af Íslandskeppnunum sem haldnar voru áriđ 1957. Viđ hliđ hennar er mademoiselle Monique Lambert frá Frakklandi sem hafđi orđiđ 2. í Miss France fyrr á árinu 1957 og önnur á Miss Europe í Helsinki áriđ 1955. Nćst kemur engin önnur en Miss World '56, Petra Schurmann frá Ţýskalandi (sem andađist 2010 eftir glćsilegan feril). Ţvínćst kemur Corine Rottschäfer frá Hollandi, međ klórlitađ háriđ, sem varđ Miss Evrópa (og síđar Miss World áriđ 1959). Og loks lengst til hćgri Ungfrú Belgía '56, Madeleine Hotelet. Yngismeyjarnar voru ţarna á ţyrluflugvelli í Rotterdam. Ţćr eru sumar ađ bíđa eftir ţví ađ komast í fyrsta ţyrluflug ćvi sinnar. Miss Belgía virđist vera eitthvađ lasin, en kannski var hún bara flughrćdd?
Hér er merk kvikmynd frá Miss World keppninni í Lundúnum áriđ áriđ 1957, sem Fornleifur fann á FB Heiđars Jónssonar snyrtis. Hvar annars stađar? Heiđar er örugglega álíka slakur í fornleifafrćđi og Fornleifur er í make-uppinu, en báđir kunna ţeir hins vegar ađ meta góđan og skarpan prófíl. Á fréttaskotinu frá Lyceum áriđ 1957 sést ţokkadísin Rúna Brynjólfs frá Íslandi ţar sem hún gengur lćđugang í Lundúnum. Sumir ţurftu ađ setja upp kíkinn til ađ fatta fegurđ íslenskra kvenna, nema ađ ţađ hefi veriđ til ađ sjá smáatriđin. Rúna upplýsti ađ áhugamál hennar vćru "to travel farther and to speak more languages". Ţađ var nú meira en en Miss Finnland gerđi, en hún vann Miss World titilinn áriđ 1957. Hún talađi ađeins finnsku, rúmmennsku og slatta í reykmerkjamállýskum, en var einnig sćmilega góđ í gufu.
Rúna hafđi gott göngulag
Hvar ćtli Rúna Brynjólfsdóttir sé niđur komin í dag? Fornleifur gróf hana upp eins og allt annađ. Hún býr í úthverfi í Columbus, Ohio, og heitir Runa B. Cobey. Í gamla góđa Vísir upplýsti hún lesendur áriđ 1965 ađ hún hefđi gifst manni, Herbert Todd Cobey ađ nafni. Hann var hvorki meira né minna en međ háskólapróf í sögu frá Yale og Harvard og gćti ţví hćglega hafa orđiđ forseti. Hann var líka leikritahöfundur og gaf út vikublađ, sem er vona álíka merkilegt og ađ vera međ blogg í dag.
Í stađ ţess ađ skrifa leiđinlega dođranta um Civil War hafđi hann ofan af fyrir fegurđardísinni sinni frá Íslandi međ ţví ađ reka vélafyrirtćki, sem sérhćfđi sig í alls konar vélum og farartćkjum sem ađrir framleiddu ekki. Áriđ 1965 bjuggu ţau hjón í Georgestown í Norđvesturhluta Washington D.C. Ţótt Bertie sé nú löngu látinn er glćsileg kona eins og Rúna vart á lausu, svo jafnaldrar Fornleifs, og ţeir sem eldri eru, eru vinsamlegast beđnir um ađ sitja á strák sínum og láta hana í friđi. Dóttir Rúnu getur hins vegar hjálpađ ykkur. Hún er sérfrćđingur í slíku.
Rúna í Rotterdam
Gamlar myndir | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísland í töfralampanum: 7. hluti
1.6.2016 | 18:40
Brúarárfossar voru líkt og í dag mjög vinsćlt myndefni fyrir fyrstu ljósmyndarana á Íslandi. Útlendingar heilluđust einnig snemma af fossunum, einnig fyrir öld ljósmyndarinnar. Ţeir voru ţví tilvaldir í landkynningarefni eins og skuggamyndir. Svo mikiđ hefur mönnum ţótt koma til fegurđar fossanna, ađ tvćr myndir af ţeim, annars vegar af fossunum og hins vegar af brúnni, eru međ í syrpu Riley Brćđra England to Iceland, sem Fornleifur keypti nýlega nokkrar myndir úr á Cornwall.
Vafalaust er, ađ Sigfús Eymundsson er höfundur efri myndarinnar sem bar númer 26 í syrpu Riley Brćđra og kallast á ensku Bruera Rapids. Myndin er til í tveimur ţurrnegatífu á Ţjóđminjasafni Íslands (sjá hér og hér). Hin myndin sem er númer 27 og ber heitiđ Bruera and Bridge er mjög líklega einnig eftir hann.
Brúarárfossum voru ţegar áriđ 1834 gerđ skil af Frederik Theodor Kloss (sjá hér). Mynd Kloss kom seinna út prentuđ sem litógrafía. Einnig er vel ţekkt koparstunga Auguste Meyers frá 1838 í stórverki Gaimards: Voyage en Islande et au Groënland.
Meira er víst ekki hćgt ađ teygja lopann um fossana og brýr á Brúará.
Mynd Auguste Meyers af Brúarárfossum.
Fyrri kaflar í sögunni um fyrstu skuggamyndirnar frá Íslandi:
Ísland í töfralampanum 1. hluti
Ísland í töfralampanum 2. hluti
Ísland í töfralampanum 3. hluti
Ísland í töfralampanum 4. hluti
Ísland í töfralampanum 5. hluti
Ísland í töfralampanum 6. hluti
Ljósmyndafornleifafrćđi | Breytt 14.5.2021 kl. 10:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)