Fornleifafundur sumarsins 2019
15.7.2019 | 10:00
Nýlega greindi RÚV frá fundi (sjá hér) sem að öllum líkindum kemst á blöð sögunnar sem fornleifafundur sumarsins.
Slær hann við "Stöðinu" í Stöðvarfirði og breskum bjórflöskum sem nýlega fundust á Hellisheiðinni. Nú verður einfaldlega að friða allan Kópavoginn, eftir að svæðið varð glóðvolgur fornminjastaður. Sjáið varðveisluna á leðrinu. Ekki einu sinni farið að falla á gullið!
Einn ötulasti lesandi Fornleifs spurði á FB út í fundinn í Kópavogi:
Bendir mynstrið á keðjunni ekki eindregið til samísks uppruna? Og þar með eru færðar sterkar líkur á því að samískur shaman með sólarblæti, eins og lögun úrskífanna bendir sterklega til, hafi verið þarna á ferð, trúlega snemma á landnámsöld eða jafnvel fyrr.
Því var fljótsvarað:
Íslensk fornleifafræði hefur greinilega misst af manni eins og þér. En einu gleymdir þú í þessari yfirferð þinni sem minnir svo unaðslega á rök og snilli séra Láka heitins í Hólmi. Úrin stöðvuðust öll fyrir 9. öld og úrið með demantskantinum og ólinni úr hvítabjarnaleðri var greinilega annað hvort í eigu eskimóakonu, eða að shamaninn hafi verið samkynhneigður. Mér er sama hvort það var, því þú átt kollgátuna: Allt gerðist þetta fyrir Landnám í Kópavogi, áður en Norðmenn komu með Skriffinnana, kristnina og annan óþægilegan genderintollerans.
Fornminjar | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Safnast þegar í sarpinn er komið
9.7.2019 | 22:37
Við leit á Sarpi (Sarpur.is) uppgötvaði ég fyrr á árinu að forngripur, nálhús úr bronsi, sem ég fann á Stöng í Þjórsárdal árið 1983, þegar ég hóf fornleifarannsóknir þar, er gert jafn hátt undir höfði og gömlum sokkabuxum af þjóðminjaverði, sem eru frá þeim tíma er hún vann sérvinnu fyrir Sigmund Davíð í Stjórnarráðinu (sjá nánar hér).
Þvílíkur og annar eins heiður fyrir nálhúsið frá Stöng í Þjórsárdal. Það kemst nú loks með tærnar þar sem hælar sokkabuxna þjóðminjavarðar voru.
Ég leyfir mér að kvitta fyrir og upplýsa aðstandendur Sarps, að upplýsingum um nálhúsið, sem ég fann á Stöng árið 1983, er mjög ábótavant á Sarpi, eins og því miður svo mörgu öðru.
Ég hins vegar ekki ánægður með að fótanuddtæki Árna Björnssonar þjóðháttafræðings hefur einnig komist á forsíðu Sarps. Þetta tæki er reyndar sögufrægt, þó óþjóðlegt sé, en það gerði Árna þó kleift að rita Sögu Daganna á fimmtíu vikum hér um árið í fullu starfi.
Ritstjóra Fornleifs langar að taka fram að rauðu pílurnar, sem benda á umrædda gripi, hefur verið bætt inn á skjámyndina af sumarstarfsmanni listasviðs Fornleifs.
Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins óskar nú eftir reynslusögum af fótanuddstækjum.
Nýjar fornleifar | Breytt 5.8.2019 kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Blingið hennar Hólmfríðar Þorvaldsdóttur
9.7.2019 | 07:19
Önnur tilraun og fræðilegri:
Því betra er að hafa það sem sannara reynist.
Um daginn fór ég heldur betur kvennavillt og ályktaðir rangt um mynd þessa. Þessar hefðarkonur, sem stóðu og sátu fyrir á ljósmynd í Reykjavík árið 1860, eru móðir, ein dætra hennar og uppeldisdóttir. Ljósmyndarinn upplýsti að þær væru kona og dætur "forsetans" (president of Reykjavík), sem var Jón Guðmundsson forseti Alþingis, einnig þekktur sem Jón ritstjóri (1807-1875).
Þær eru blessaðar, með fúlustu fyrirsætum Íslands sem ég hef séð - en gætu þó vel hafa verið óttaslegnar við þennan undarlega áhuga útlendinga á þeim. En þrátt fyrir óróa ungu kvennanna og illt augnaráð móðurinnar tókst sem betur fór að ná einni af elstu hópljósmyndum sem er til af Íslendingum. Myndin var tekin þann 25. ágúst árið 1860.
Mér þótti í fyrstu tilraun líklegt að konan, sem situr og heldur á bókinni, væri Sigríður Bogadóttir (1818-1903) kona Pétur Péturssonar síðar biskups. Mér varð þar heldur betur á í messuvíninu og var mér vinsamlegast bent á það.
Myndin er hins vegar með vissu af Hólmfríði Þorvaldsdóttur (1812-1876) dóttur hennar Kristínu Jónsdóttir og uppeldisdóttur, Hólmfríði Björnsdóttur, sem var bróðurdóttir Hólmfríðar Þorvaldsdóttur. Hafði gamall samstarfsmaður minn á Þjóðminjasafni Íslands, Halldór Jónsson, skrifað um konurnar og Einar heitinn Laxness, sem kenndi mér eins konar dönsku í MH fyrir 43 árum síðan, hafði skrifað grein í Lesbók Morgunblaðsins árið 1997 um myndina og meira.
Fox-leiðangurinn 1860
Árið 1860 í ágústmánuði, heimsótti leiðangur manna Ísland, eftir dvöl á Grænlandi. Ferðinni var fyrst og fremst heitið til Grænlands, en komið var við í Færeyjum og á Íslandi á bakaleiðinni. Tilgangurinn með Grænlandsleiðangrinum var hin endalausa leit að örlögum Sir John Franklins og leiðangurs hans á tveimur skipum, HMS Terror og Erebus, en þau fórust með mönnum og mús við Grænland árið 1845.
Fjöldi leiðangra hafa verið gerðir til að leita uppi skip Franklins og rannsaka örlög skipsverja. Þeim leiðöngrum lauk væntanlega endanlega árið 2016 er flök skipanna fundust. Flak HMS Terror reyndist vel varðveitt á 25 metra dýpi. Leitarleiðangurinn árið 1860 var einn af mörgum sem var kostaður af ekkju John Franklins og var fley leitarmanna Fox og kapteinn um borð var þekktur flotaforingi, Allen Young (1827-1915)að nafni. Fox-leiðangrinum 1859-60, voru gerð ágæt skil af danska flotaforingjanum Theodor von Zeilau í bók sem út kom í Kaupmannahöfn árið 1861 og bar titilinn Fox-Ekspeditionen 1860.
Þegar leiðangursmenn á Fox, sem var gufuskip, kom við í Reykjavík síðsumars 1860 voru teknar ljósmyndir og eru nokkrar þeirra varðveittar sem stereómyndir, sem seldar voru þeim sem höfðu áhuga á því að fá dálitla dýpt í myndaskoðun sína á konum, sem var með öðrum hætti og menn skoða myndir í dag - verður víst að segja.
Ljósmyndarinn var kaþólski paterinn Julian Edmund Tenison-Woods (1832-1889), og eru nokkrar mynda hans frá Íslandi varðveittar (sjá t.d. eina þeirra hér).
Tau-kross Hólmfríðar Þorvaldsdóttur
Fornleifur borar hér fyrst og fremst í eitt atriði. Það er smáatriði á spaðafaldsbúningi frú Hólmfríðar. Um háls hennar hangir festi með Tau-krossi (borið fram Tá, sem er gríska heitið fyrir t). Tau-kross er einnig kallaður Sankti Andrésarkross, því hann munn hafa verið krossfestur á T-laga krossi. Krossinn, sem Hólmfríður ber um hálsinn, er að öllum líkindum frá fyrri hluta 16. aldar eða lokum 15. aldar. Neðan úr krossinum hanga þrjú A með þverstriki yfir (líkt og A-in voru oft sýnd í epígrafíu (áletrunum) á 15. öld) og tvö A að auki héngu neðan úr þvertrénu. Þessi 5 A voru að öllum líkindum vísun til nafns heilags Andrésar.
Þannig var nú blingið á 16. og 15. öldinni og sumar af þessum þungu festum urðu ættargripir hjá velmegandi fjölskyldum.
Sannast sagna minnir mig að ég hafi séð slíkan grip á Þjóminjasafninu þegar ég var á unga aldri (8-12 ára), en það var ég eins og grár köttur. Í þá daga var öllu búningasilfri slengt í tvö sýningarpúlt inni í bændasalnum. Mig minnir að þar hafi legið svona T-kross, en er ekki lengur viss. Þrátt fyrir nokkra leit hef ég ekkert fundið því til stuðnings á Sarpi. Kannski er ekki búið að melta gripinn nógu vel í Sarpi og ef til vill er ekki til mynd af honum á Þjóðminjasafninu. Ef það er tilfellið, er safnið beðið um að bæta úr því.
Til var í einkaeigu teikning eftir Sigurð Guðmundsson málara af Hólmfríði, en sú mynd eyðilagðist því miður í bruna árið 1934. Ljósmyndir höfðu hins vegar varðveist af teikningu Sigurðar Málara, einni þeirri bestu frá hans hendi, og þar má glögglega sjá Tau-kross Hólmfríðar.
Upphaflega hélt Fornleifur í fljótfærniskasti, að konan á ljósmynd Tennison-Woods væri Sigríður Bogadóttir. Myndin hér til hægri var tekin af henni árið 1903, sem var árið sem hún andaðist í Kaupmannahöfn. Líklegast voru margar konur nokkuð þungbrýndar á þessum árum í Reykjavík.
Annar möguleiki er sá, að þetta listaverk um hálsinn á fýldri maddömunni hafi verið brætt og málmurinn endurnotaður. Og svo er alltaf sá möguleiki að þetta djásn, sem fer Lady T í Reykjavík svo vel, hafi gengið í arf og sé Téið enn notað af langalangalangaömmubarni hennar, plötusnúðnum Alli T. Maður leyfir sér að dreyma og vona. En vonin er samt afar lítil.
Látið nú Fornleifi í té aðstoð yðar.
Mynd þessi, sýnir dóttur Hólmfríðar Þorvaldsdóttur, Kristínu Jónsdóttur og Hólmfríði Björnsdóttur, sem var bróðurdóttur Hólmfríðar Þorvaldsdóttur. Ljósmyndin var tekin á sama stað og myndin efst, og var einnig tekin af pater Tenison-Woods og hefur hann merkt hana "21. ágúst 1860 kl. 5 síðdegis". Frummyndin er varðveitt hjá Royal Geographic Society í London. Ljósmyndin er líklega tekin til norðurs við horn Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Skugginn passar vel við að klukkan sé 5, 21. ágúst.
Þjóðbúningar | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Svetlana Steponaviciene - In memoriam
3.7.2019 | 18:18
Látin er í Litháen Svetlana Steponaviciene
f. 22.8.1936 - d. 27.6.2019
Árið 2001 kom ég í fyrsta skipti til Lithaugagalands. Mér bauðst þá að fara sem eins konar erindreki danska ríkisins til landsins. Ég var starfsmaður Dansk Center for Holocaust og Folkedrabsstudier. Ég var viðstaddur minningaathafnir um hin stórfelldur fjöldamorð sem fóru fram á gyðingum í Litháen. Ljót er sú saga að margir Litháar tóku viljugir þátt í þeim morðum; Enn ljótari er sá veruleiki að margir Litháar hylla enn þann dag í dag menn sem tóku þátt í morðunum á meðbræðrum sínum á einn og annan hátt. En þrátt fyrir drungalega minningu sá ég að Litháar eru afar vinaleg og gestrisin þjóð. Litháar eru miklu suðrænni og fjölbreyttari hópur en ég hafði búist við í baltnesku landi í fyrirframgefnum fordómum mínum um land og þjóð.
Nokkrir þáttakenda í Benedictsen-ráðstefnu í Kaunas árið 2012, sem Svetlana stóð fyrir ásamt öðrum. Svetlana er með slæðu um hálsinn fyrir miðju.
Litháíska þjóðin er í raun furðu vellukkuð blanda af ótrúlega mörgum þjóðum og þjóðarbrotum. Saga landsins er líka flókin og saga og örlög þjóðarinnar á 20. öld ekki síður. Sjálf var Svetlana Rússi (fædd Svetlana Nedeliajeva), en örlögin báru hana á öldum sínum til Lithaugalands, þar sem hún giftist Albertas heitnum Steponavicius, sem var að hluta til af pólskum ættum. Albertas var prófessor í enskum málvísindum í Vilnius, en eftir að hann fór á eftirlaun, kenndi hann einnig við háskólann í Bialystok í Póllandi. Svetlana missti eiginmann sinn í fyrra.
Allt hefur sína sögu og fjölda tenginga við svo margt í landinu sem Svetlana var virðulegur og frábær fulltrúi fyrir.
Svetlana á Friðriksbergi árið 2008 á þjóðhátíðardegi Litháa.
Nokkrum árum eftir fyrstu heimsókn mína til lands Svetlönu bárust mér til eyrna þau tíðindi, að haldin yrði ráðstefna til minningar um Aage Meyer Benedictsen, Dana af íslenskum ættum sem gat sér góðan orðstír í Litháen fyrir ást sína á landinu og baráttu fyrir frelsi Litháens og réttindum annarra þjóða og minnihluta, t.d. Armena og gyðinga.
Fyrir þeirri ráðstefnu stóð Svetlana Steponaviciene. Ráðstefnan var haldin í Háskólanum í Vilnius og ég var einn margra sem hélt þar erindi og fjallaði minn fyrirlestur um ættir Aage Meyer Benedictsen, hina íslensku, þá dönsku og gyðinglegan frændgarð hans.
Á ráðstefnuna kom fólk frá fjölda landa og haldin voru mörg góð erindi um Aage Meyer Benedictsen og störf hans. Fyrir öllu stóð Svetlana, með miklum dugnaði, eins og blíður hershöfðingi. Hún sinnti öllum gestum jafnt og gestrisnin var ólýsanleg. Einlægnina og ást hennar á Norðurlandamenningu og íslenskum fræðum sáum við sem komum frá Norðurlöndunum jafnt á ráðstefnunni sem og heima í litlu íbúðinni hennar og Albertas, fullri af bókum, en einnig á þeim ferðum sem þátttakendum var boðið í meðan á heimssókninni í Litháen stóð.
Margir stóðu í þakkarskuld við Svetlönu, og henni er hægt að þakka, að ég fékk mjög jákvæða skoðun á Litháum þrátt fyrir ýmsa fegurðarbletti á sögu þeirra á síðustu öld.
Frá einni af Benedictsen ráðstefnunum. Þannig voru þátttakendur boðnir velkomnir árið 2012 í sögufrægu húsi í Vilnius, áður en haldið var til Kaunas þar sem ráðstefnan var haldin. Ófá slík borð hafa beðið gesta Svetlönu og samstarfskvenna hennar í áhugamannhópnum um Aage Meyer Benedictsen.
Síðan þá hef ég heimsótt Litháen tvisvar, m.a. til að taka þátt í annarri ráðstefnu um Aage Meyer Benedictsen við háskólann í Kaunas vorið 2015. Svetlana heimsótti mig einnig tvisvar í Danmörku.
Því betur sem ég kynntist Svetlönu, sá ég hve mikið var spunnið í hana sem manneskju og hvað mikið starf hennar einkenndist af að rækta sanna vináttu við alla sem hún bauð velkomna til Litháen. Hún vonaðist alltaf til að sjá mig og Irene konu mína saman í Litháen. En úr því varð því miður aldrei. En við komum einn daginn og setjumst við gröf hennar í þakklæti.
Ísland átti stóran stað í hjarta Svetlönu. Hún hóf sinn fræðimannsferil á því að þýða íslenskar bókmenntir yfir á rússnesku, og síðar á litháísku, og hver önnur en hún þýddi Eglu, Egilio saga, yfir á litháísku árið 1975. Bókin kom aftur ú í endurbættri útgáfu árið 2012.
Svetlana átti marga trygga vini á Íslandi. Sumum hafði hún kynnst þegar á yngri árum í námi sínu við Lomonosov ríkisháskólann í Moskvu, eða við norrænudeild háskólans í Leningrad (Sánkti Pétursborg í dag). Meðal vina hennar voru einnig margir þeirra sem unnu ritstörfum Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness og sem unnu við þýðingar á honum yfir á móðurmál sitt.
Nú vona ég að hægt verði sem fyrst að halda minningarráðstefnu um Svetlönu, t.d. með hjálp íslenskra yfirvalda. Það verður að gefa út þann fróðleik sem safnast hefur saman af ráðstefnum þeim sem haldnar hafa verið Aage Meyer Benedictsen til heiðurs og gera hinum góða tengilið, Svetlönu Steponaviciene, verðugan eftirmála fyrir starf hennar og áhuga á öllu því sem íslenskt er.
Kurt Daell (eigandi Daells vöruhúsakeðjunnar í Danmörku) Svetlana og Eli Jakobsen fyrrverandi skólameistari frá Videbæk á Vesturjótlandi. Ljósmynd V.Ö.Vilhjálmsson 2006.
Minningargrein | Breytt 4.7.2019 kl. 04:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Et dansk mesterværk om Auschwitz
3.7.2019 | 11:07
I sidste uge tog jeg turen i min blå Skoda ud til kunstmuseet Louisiana i Humlebæk nord for København.
I optakten til et tordenvejr kørte jeg den rolige vej, via Bellevue og langs Strandvejen, gennem hovedrige danskeres kvarterer. Da tænkte jeg på nogle af dem, som tidligere boede der, og som tjente fedt på anden verdenskrig. Den gang var der samarbejdspolitik ved magt i Danmark og mange danskere jubler stadig over samarbejdet med nazismens Tyskland. Den danske "politik" i de år var dog intet andet en underdanighed blandt dele af et folk som altid havde set op til naboerne mod syd, mens andre dele af befolkningen frygtede dem.
Forhandlingspolitikken, samarbejdspolitikken, kollaborationen om man vi, medførte at sagesløse mennesker, jøder, kommunister, sigøjnere og andre blev overrakt til et morderregime. Danske myndigheder sendte folk til Tyskland, uden og behøve det og de fleste som fik den skæbne blev myrdet i nazisternes koncentrations- og udryddelseslejre.
Formålet med et museumsbesøg klokken halv otte på en lidt dyster sommeraften var et interview med Peter Langwithz Smith om hans nye bog Dødens Bolig, som fornylig blev udgivet hos forlaget People´s Press i København.
Jeg kendte en lille smule til Peter, og var med ham i Auschwitz i 2001, på en studietur for medarbejderne for Dansk Center for Holocaust og Folkedrabsstudier, hvor jeg arbejdede som seniorforsker 2000-2002. Med på turen var en del gymnasielærere, bl.a. Peter, som var den mest vidende af dem alle. Han skulle snarere have arbejdet på vores center end mange af dem som blev ansat der og som aldrig fuldendte noget ærligt arbejde.
Når det kommer til kendskabet til Auschwitz, ved antagelig ingen mere end Peter Langwithz Smith. På studierejsen i 2001, øste Peter og en anden god bekendt, Torben Jørgensen, af sine dybe visdomsbrønde om nazisternes mordlejre over hele Polen. Man kan ligeledes takke Peter og Torben for at tusindvis af danske børn og gymnasieelever har fået undervisning om nazismens rædsler. Jeg lærte meget af rejsen i 2001, en rejse som jeg ikke er parat til at gentage i nærmeste fremtid. Derfor kommer Peter Langwihtz Smiths nye bog belejligt. Studiet af Auschwitz kan nu foretages hjemmefra, men hvis jeg kunne rejse igen med Peter og Torben, ville jeg dog straks tage imod tilbuddet.
Jeg købte fornylig Peter Langwithz Smiths bog. Det er et digert værk: 25x35 cm stort, næsten 4 kg tungt og 765 sider. Bogen indeholder en stor mængde fotografier, både taget af forfatteren men også gamle optagelser fra krigen eller fra lige efter krigsårene.
Selvom bogen er tung, bogstavligt talt, er den meget letlæselig og sproget er udmærket godt, for Peter var længe lektor i tysk og dansk, f.eks. ved et gymnasium i Esbjerg.
Peter Langwithz Smith til venstre. Foto V.Ö.Vilhjálmsson på Louisiana i Humlebæk, 2019
Bogens indhold er naturligvis ikke nogen forlystelseslæsning, som de allerfleste ønsker at få ud af de bøger de læser. Bogen er meget mere end det. Den er et enestående fagværk, men også et mindesmærke, en encyklopædi. Det er også god portion modgift mod alt det hadske volapyk som spys ud af holocaustbenægtere og andre åndsboller over hele verden, særskilt efter at www blev deres foretrukne redskab.
Alle skoler og kulturinstitutioner burde eje et eksemplar af Langwithz Smiths bog, og den har også et ærinde i de andre nordiske lande. Forhåbentligt bliver bogen udgivet på andre sprog end dansk, fordi det som aldrig er lykkedes andre er lykkedes forfatteren til Dødens Bolig: At give et helhedsbillede af det bedst kendte sted for nazismens mordgalskab.
Indtil nu har jeg læst bogen på den måde, at jeg næsten tilfældigt vælger et kapitel når jeg har tid og er i den mode at jeg kan læse så tunge bøger. Man fordyber sig straks i teksten. Nogle gange bliver man nødt til at lægge bogen fra sig, simpelt hen fordi det som beskrives er så forfærdeligt og så trist.
Aften-interviewet med Peter Langwithz Smith på kunstmuseet Louisiana i Humlebæk var usædvanlig vellykket. Koncertsalen på Louisiana var fuld og de fremmødte var interesserede. Ude på Øresund kunne man høre bragende torden i begyndelsen af interviewet med Peter, efterfulgt af nogle mindre skrald, og så begyndte det at regne men kun lidt. Endda det stemningsfulde vejr passede til begivenheden på museet.
Jeg talte kort med Peter efter interviewet på Louisiana, og han signerede mit eksemplar af bogen og for andre som købte den i museets bogbutik. Antageligt bliver bogen ikke en best-seller i Louisianas butik, hvor den var lidt dyr, men den burde uden tvivl have en chance for at få titlen det bedste videnskabelige værk i Danmark i 2018. Selvom kun halvdelen af året er omme, kan man næppe forvente en bedre bog i den kategori.
Bogen, som er indbundet, er ikke dyr på nettet , og forhåbentlig køber Islændingene den også, fordi bogen har naturligvis et ærinde i et lille land, hvor nogle mennesker tillader sig at sammenligne myndighedernes bygdepoletik på Vestfjordene med Auschwitz, samt deres godheds lille kæleprojekt i Gaza med alle ghettoerne under holocaust. Så kan islændingene nemt læse dansk, som er da endnu mere grund til at få fat i dette vigtige værk, hvis man f.eks. har interesse i anden verdenskrigs historie, eller i sygdommen antisemitisme. Skoler burde købe bogen og bruge den i danskundervisningen.
Peter Langwithz Smith
Dødens Bolig : Auschwitz-Birkenau
People´s Press, København 2019
765 sider
Bogen får seks gravskeer af Fornleifur:
Bækur | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pípa mánaðarins er gyðingapípa
28.6.2019 | 09:26
Pípa mánaðarins er augsýnilega gyðingapípa. Konunglega Pípufræðafélagið í Hollandi (PKN) hefur kosið þessa pípu sem pípu júnímánaðar 2019.
Pípan var framleidd af þýskum pípuframleiðanda, Julius Wingender & Co í Höhr-Grenzhausen í Westerwald ekki alllangt frá Koblenz og miðja vegu milli Bonn og Frankfurt am Main. Pípan er frá lokum 19. aldar. Haus pípunnar er úr brenndum leir en hálsinn er úr beini.
Fyrirtækið Julius Wingender sérhæfði sig m.a. í pípum sem sýndu kynþáttum. Það er að segja, hausarnir voru með andlitseinkennum eða stereotýpum mismunandi þjóða og kynþátta. Það var vitaskuld í takt við tímann, þegar Þjóðverjar og margir aðrir voru á kafi í flokkun á rösum og manngerðum til að hafa einhvern til að líta niður á.
Kannski hefur það þó alls ekki vakað fyrir Wingender og hans pípugerðarmönnum. Þeir hafa líklega búist við að gyðingar keyptu fyndnar gyðingapípur, Tyrkir og svartir menn negrapípur o.s.fr. Ég er þó ekki alveg viss. Þjóðverjar eru dularfullur þjóðflokkur. Einnig má spyrja hvort Wingender hafi selt Þjóðverjapípur með feitan pulsuþjóðverja með einglyrni og 5 hnakkadellur eða pípur eins og þá sem ég hef sett neðst við grein þessa.
Ekki taka þó allir þessum pípum vel og antropómorfískar pípur með stór nef geta jafnvel í sumum löndum talist til gyðingahaturs. Ég er vitaskuld að tala um land viðundranna, Bandaríkin. Á Bandaríska Helfararsafninu, US Holocaust Memorial Museum í Washington, má finna þessa pípu á meðal safngripa.
Pípu þessa hér fyrir ofan kalla sumir Bandaríkjamenn gyðingafordóma. En þjóð sem kýs yfir sig appelsínugulan forseta og önnur furðudýr á ég orðið mjög erfitt með að taka alvarlega, enda hefur stór hluti þjóðarinnar ávallt verið á kafi í gyðingahatri. Pípa þessi á Helfararsafninu í Washington minnir mig á engan síðri mann en góðvin föður míns Ottó Arnald Magnússon (Ottó Weg) sem var með nákvæmlega eins nef.
Menn, sem eru með stór nef og bogin eins og ég er með, eru venjulega stoltir af nefi sínu. Ég hef aðeins tekið eftir öfund manna með smáar og tíkarlegar kerlingasnoppur, frekar en ofsóknum vegna nefstærðar minnar. Menn vita vel að stærð nefja gefur ýmsar þarflegar vísbendingar. Ef menn þola ekki slík nef og telja þau til gyðingahaturs, er kannski eitthvað að hjá þeim sem telja svo vera.
Lengi hefur veikgeðja fólk og hégómagjarnt verið í stríði við stór og falleg nef. Þetta tæki, nefbreytirinn Zello, var fundið upp í Þýskalandi á fyrri hluta 20. aldar. Mönnum gat, að sögn framleiðanda, með notkun þessa tóls áskotnast grísk-rómverskt fornmálanef að lokum.
Nun hab´ ich jetzt echt die Nase voll
Pípur og reykingar | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Burstinn sem breytti Íslandssögunni
21.6.2019 | 12:40
Þvottaburstinn frægi, sem fór fyrir brjóstið á gjörvallri tyrknesku þjóðinni, hefur dregið dilk á eftir sér. Hann gæti orðið til þess að endurskoða þurfi Íslandssöguna; að Tyrkjaráninu 1627 verði breytt í Mannránin miklu 1627, ef fyrrverandi prófessor í sagnfræði við HÍ mætti ráða.
Tyrkir styðja vitanlega landslið sitt, líkt allar góðar þjóðir gera, en kannski heldur meira en flestar þjóðir. Tyrkir eru skapheit þjóð, og við því er ekkert að segja þegar Tyrkland á þjóðarmorð á Armenum og útrýmingar á kristnum á samviskunni og setur uppi með duttlungafullan einræðisherra.
Burstar þeir, sem við í hinum þróaða vestræna heimi köllum uppþvottabursta, kalla Tyrkir klósettbursta. Hins vegar nota Tyrkir, líkt og menningarþjóðin Bretar frekar uppþvottasvamp við uppvaskið.
Þegar menn taka knattspyrnu eins alvarlega og Tyrkir gera, skal aðgætni höfð í nærveru tyrknesku þjóðarsálarinnar.
Málið með burstann á Íslandi hefur aftur beint kastljósinu að klósettsetunum í 1100 herbergja höll sólsultansins Erdógans í Ankara. Þær munu vera úr gulli, eða að minnsta kosti gullhúðaðar, og stór hluti klósettburstanna er úr 12 karata gulli. Hvernig gat ærslabelgur frá siðmenntuðu landi eins og Belgíu í hjarta draumaveldisins ESB (sem eiga aðildarríki með enn blakkari fortíð en Tyrkir) vitað, að þegar ærslabelgurinn lék fréttamann með uppþvottabursta í Leifsstöð, kurlaði hann upp miður skemmtilegum minningum í stífluðu gullklósetti einræðisherra austur í Anatólíu. Kappadósísk stífla að verstu gerð.
Þegar mesta æði Tyrkja vegna klósettburstans var runnið af þeim, rann hins vegar æði á íslenskan sagnfræðing, sem ekki alls fyrir löngu varð sér til háborinnar skammar vegna rangra skrifa og meiðandi um gyðinga á Vísindavefnum. Hann slapp nú vel frá því, því gyðingar eru ekki nándarnærri eins húðsárir og t.d. Tyrkir og sumir Íslendingar. Sagnfræðingur þessi, sem allir þekkja, Gísli Gunnarsson fyrrv. prófessor, notar allar nætur sínar til að rífast og kýta við menn á Fjasbókinni sinni. Ég er búinn að ákveða að gera það ekki í ellinni, ef ég verð eins gamall og Gísli.
Mannránin miklu 1627
Gísli taldi strax, líkt og þegar hann hér um árið taldi að Ísraelsmenn myndu framkvæma þjóðarhreinsanir í Palestínu í skjóli átakanna í Írak, að Tyrkir hefðu orðið fyrir gífurlegri móðgun vegna burstans í Leifsstöð. Til að bæta þeim þetta upp stakk Gísli Gunnarsson upp á því að Tyrkjaránið árið 1627 yrði skírt upp á nýtt og kallað Mannránin miklu 1627.
Rök prófessorsins fyrrverandi, fyrir utan að allt sem fer úrskeiðis austan Grikklands, sé gyðingum og hinum vestræna heimi að kenna, eru afar þunn að vanda. Gísli upplýsti grandvaralausa lesendur sína um að Tyrkir hefðu aldrei stjórnað nema að nafninu til í Alsír og verið þar afar fámennir, sem og að skipverjar á ræningjaskipunum árið 1627 hefðu ekki verið Tyrkir. Ég leyfði mér að halda öðru fram meðan að Gísli svaf. En þegar ég benti á rangfærslur í máli Gísla, heimtaði hann að ég læsi grein um múslímahatur gyðinga eftir mann að nafni Stephen Hoffmann. Ef ég gerði það ekki, hótaði Gísli að afmá allar mínar athugasemdir, sem hann reyndar gerði að hluta til og setja mig út af sakramenti FB. Grein Hoffmanns þessa kom málinu reyndar ekkert við og ég efast um að hann eigi tyrkneskan klósettbursta.
Ritstjóra Fornleifs bannað að skrifa, og allt verður afmáð. Kallar maður slíkt ekki fræðilega helför eða kannski ærlega saurhreinsun í klósetti kjánalegrar rétthugsunar?
Ritskoðunartilburðir þessir komu til vegna þess að ég benti Gísla á að fjöldi Tyrknesku herranna í Alsír hefði verið talsverður á 17. öld og að skipstjórar (Seebeq) skipa Ottómanna hefðu ávallt verið Tyrkir meðan að herstjórar skipanna (Rais) gátu verið annars staðar frá, jafnvel frá Hollandi - en þó menn sem höfðu tekið múslímatrú (Islam).
Mannránin miklu 1627 er nýtt heiti í stað hins mjög svo pólítísk-vafasama Tyrkjaráns. Gísli Gunnarsson er höfundur þessa nýja hugtaks. Með þessu rugli sínu tel ég að Gísli hafi fyrst og fremst verið að tryggja Tyrkjaráninu enn lengri lífdaga, þegar hann vildi bera í bætifláka fyrir fýlu og daun þann sem kom upp úr gullklósettum Tyrklands vegna þess að belgískur ærslabelgur fór að leika fréttamann með tyrkneskum "klósettbursta" í flugstöð á Íslandi.
Ólafur Egilsson sá Tyrki í Vestmannaeyjum
Ég vitnaði í Ólaf Egilsson sem rænt var árið 1627. Hann kallaði, eins og allir á þessum tíma, þá sem stjórnuðu Alsír, Tyrki í Reisubók sinni, sem fjallar um ránið og ferð Ólafs heim, sendum af ræningjum til að innheimta lausnargjöld fyrir Íslendinga í ánauðinni.
Ólafur Egilsson skrifaði:
En Tyrkjarnir eru eins allir, með uppháar húfur rauðar, og svo gerður svörgull um neðan, og eru sumar með silki, en sumar með þetta og það. Item eru þeir í einum síðum stakki og um sig svo annan svörgulinn af því sama, sem eru 3 faðmar; item léttar línbuxur, en margir með bera fætur, en gula, rauða og svarta skó á fótunum með járnskeifum undir hælunum. Tyrkjarnir allir svartir á hár og með rakaðan haus og skegg, utan á efri vörinni, og það fólk er ekki svo mjög illilegt, heldur í viðmóti svo hæglynt fólk, ef svo mætti um þá tala. En það fólk, sem kristið hefir verið, og af trúnni er gengið, er með því skikki sem þeir að fatnaðinum og öðru soddan, og það er nú það allra versta fólkið, sem bæði drepur og lemstrar það kristna fólkið, og eru þeir grimmustu upp á kristnina, og þeir hinir sömu drápu fólkið hér, bundu og særðu.
Landsvæðið Alsír var undir stjórn Tyrkja (Ottómana) og þeir stjórnuðu svo sannarlega ekki svæðinu úr síma austan úr Istanbúl (Konstantínópel, Miklagarði). Gísli fjarlægði röksemdir mínar, því þau gerðu hann kannski að hálfgerðum lýðskrumara.
Skegglaus múslími kemur með Múhammad til leiks
Svo birtist í umræðunni Sverrir Agnarsson, fyrrverandi talsmaður múslíma á Íslandi og hélt þessu fram:
Rakaða yfirskeggið er arabískur siður ekki tyrkneskur og byggist á hadið frá Múhammad að skegg skuli vera þverhandar þykt ef menn hafa skeggvöxt og að klippa skuli yfirskeggin stutt eða raka. Margir Tyrkir fylgdu þessum sið en hann var miklu algengari meðal Araba. Þú getur ekki greint Tyrkja fá Araba á rökuðu yfirskeggi því það er miklu líklegra að stutta skeggið tilheyri Araba en Tyrkja. .
Taðskegglingur kennir "Aröbum" um Tyrkjaránið. Það gæti örugglega móðgað einhverja aðra, gæti ég ímyndað mér. Við vonum bara að svo verði ekki.
Sverrir Agnarsson veit annað hvort ekki hvað hann er að tala um þegar hann blandar heilagri hadiðu spámanns síns í málið, eða hefur ekki getað lesið sér til gagns. Það sem ég vitnaði í hjá síra Ólafi Egilssyni, en sem Gísli fjarlægði var þetta:
Tyrkjarnir allir svartir á hár og með rakaðan haus og skegg, utan á efri vörinni.
Ljóst má vera af lýsingu séra Ólafs Egilssonar, að hann lýsir meðal annarra tyrkneskum ræningjum með yfirvararskegg. Samkvæmt séra Ólafi voru þeir reyndar mun vingjarnlegi en evrópskir meðreiðarsveinar valdhafanna í Alsír. Líklega svo, þar sem þeir voru hærra settir en nýmúslímar.
Þeir Evrópumenn, sem með voru í för norður í Ballarhaf til að að ræna fólki, höfðu gerst múslímar. Þeir sýndu mesta grimmd, að því er Ólafur skrifaði, kannski til að sýna trúnað sinn við nýa herra og sinn nýjan guð. Við vitum ekki, hvort það var vegna þess að þeir þurftu að sýna að þeir gætu fórnað sér að fullu fyrir ný trúarbrögð friðarins, eða að þeir hafi einfaldlega tekið ofsann úr sinni gömlu trú með sér frá friðsælum löndum eins og Hollandi. Ég treysti mér ekki til að skera úr um það. Íslam og Kristni efldust nefnilega á mjög líkan hátt og eru óneitanlega trúarbrögð byggð ofan á beinum milljóna fórnarlamba, sem ekki voru þolaðar og voru hötuð og lítilsvirt - og eru það reyndar enn af kristnum jafnt sem múslímum, já og trúlausum vinstri mönnum eins og Gísla Gunnarssyni í ofanálag!
Gagnstætt því sem Sverrir Agnarsson heldur, eða misles, er Ólafur Egilsson að lýsa skeggi að efrivör en ekki skeggi sem rakað hefur verið af efri vör. Sverrir inn múslímski hefur kannski misst niður mál sitt eftir að hann fór að dreyma á arabísku? Afsakaðu Sverrir, að ég leyfi mér að velta þessu fyrir mér.
Höfuðbúnaður Tyrkja í Vestmannaeyjum 1627
Ólafur lýsir einnig klæðum Tyrkjanna og höfuðbúnaði. Þeir báru Kuvak (túrban) - vafinn utan um háa rauðan kollhatt, svokallaðan Külah, sem er tyrknesk mynd af orðinu Kolaah, sem þýðir hattur á persnesku, og er vitanlega skylt orðinu kollur og kollhúfu. Þessi lýsing séra Ólafs bendir eindregið til þess að Tyrkir hafi verið um borð á skipum þeim sem heimsóttu Heimaey og aðra staði á Íslandi árið 1627.
Á þessari mynd af ungum tyrkneskum ritara sem máluð var af Giovanni Bellini (1430-1516) sem og á málverkinu efst af Süleyman hinum mikla (1494-1566) eftir nemanda Bellinis (frá ca. 1520), sem nýlega var selt á uppboði hjá Sothesby, má sjá dæmigerðan höfuðbúnað tyrkneskan, kuvak (túrban) vafinn utan um külah (kollhúfu). Passar þessi lýsing Ólafs ekki bærilega: Tyrkjarnir allir svartir á hár og með rakaðan haus og skegg, utan á efri vörinni, og Tyrkjarnir eru eins allir, með uppháar húfur rauðar, og svo gerður svörgull um neðan, og eru sumar með silki, en sumar með þetta og það.
Búningamyndir frá byrjun 19. aldar sem sýna kuvak og külah. Árið 1829 var þessi höfuðbúnaður bannaður í Ottómanaríkinu og Fez varð einkennishúfa Tyrkja í langan tíma eftir það.
Röng rétthugsun Gísla Gunnarssonar
Jú, það má ekki segja mikið við sérleyfishafa réttra skoðana og góðmennsku og okkar síðustu dögum alheilögum.
Ég skil hins vegar, að Gísli Gunnarsson vilji ekki kalla öskureiði Tyrkja eða annarra yfir litla þjóð sína, en hann hélt greinilega til að byrja með að móðgarinn mikli með burstann hefði verið Íslendingur.
Hvað var því betra fyrir Gísla Gunnarsson, sem sérfræðing í nánast öllu milli himins og jarðar, en að gefa Tyrkjum espresso-syndaaflausn og kvitta þá undan Tyrkjaráninu og kalla það Mannránið 1627? Geta sagnfræðingar gert slíkt í pólitísku réttlætiskasti? Jú, en aðeins ef rökin eru í lagi, en það eru þau ekki lengur hjá Gísla Gunnarssyni.
Helst til sorgleg er sú skoðun Gísla Gunnarssonar, að allt sem miður fer í heimi okkar sé fyrst og frem hinum vestræna heimi að kenna, og að allir sem ekki eru sammála honum séu ótýndir rasistar, múslímahatarar, fasistar eða nasistar. Slík alhæfingagleði hefur tröllriðið mörgum ágætum manni á vinstrivængnum farlamaða, þegar rökin og rökhugsunina þrýtur og sannir sósíalistar eru farnir að berjast fyrir hryðjuverkasamtök í tugþúsunda kílómetra fjarlægð frekar en fyrir lausn vandamála láglaunamannsins á Íslandi. Menn verða að hafa innistæðu fyrir slíku gelti.
Gísli Gunnarsson verður að gera sér grein fyrir því að hársárir tyrkneskir þjóðernisburstar bera ábyrgð á þjóðarmorði sem þeir hafa aldrei viðurkennt. Það er þjóðarmorðið á Armenum. Nú er komin út bók um önnur stórfelld fjöldamorð sem Tyrkir eiga á samviskunni. Hún eftir postula manna sem lengi hafa talað um illvirki gyðinga gangvart Palestínumönnum, Benny Morris. Morris hefur orðið hetja í herbúðum manna eins og Gísla Gunnarssonar. Nú er Benny Morris hins vegar útúðað og fyrri vinir Morris orðnir hatursmenn hans eftir að hann gaf út bókina The Thirty-Year Genocide með kollega sínum Dror Ze´evi (Harvard University Press) Í bókinni lýsa þeir skipulagðri útrýmingu á kristnum í Tyrklandi.
AÐVÖRUN: Gísli Gunnarsson má alls ekki gera athugasemdir hér, nema að hann hafi lesið nýja bók Morris um skipulögð morð Tyrkja á kristnum gegnum tíðina. Ef hann les ekki þegar nýja bók Morris verða öll orð hans afmáð.
Nei, hvernig læt ég. Ég er að sjáflsögðu bara að grínast. Ég ólst ekki upp við DDR-góss og fauta-Stalínisma eins og Gísli, en tel mig þó vera eins konar sósíalista, þótt Gísli reyni signt og heilagt að smyrja á mig ljótari ismum.
En drífðu þig Gísli og keyptu nú þegar framleiðslu ísraelskra sagnfræðinga, þó það sé kannski bannað af góðvinum þínum í BDS-hreyfingunni sem framfylgja stíft mottói Hitlers, Kauf nicht beim Juden.
Til að taka af allan vafa
Ef Gísli, sem rífst oftast í lengstu lög út af engu, noti ekki of mikinn tíma í ellinni í ergelsi yfir því að það voru Tyrkir, nánar tiltekið tyrkneski flotinn, sem herjaði á Ísland 1627-31, hef ég hér orð tyrkneska flotans fyrir því. Hann stærir sig af Atlantshafssiglingum sínum (Sjá hér bls. 2). Flotayfirvöld Tyrklands segja frá því kinnroðalaust að þau hafi stundað mannrán á Íslandi. Gísli spyr nú ugglaust hvar ég hef lært svo góða tyrknesku. Jú, í fjölmenningaþjóðfélaginu Danmörku lærir maður ýmislegt.
Snemma á 20. öldinni fannst hnappur af einkennisbúningi Ottómanníska flotans í kálgarði á Heimaey. Þarf frekari vitna við? Notum hnappinn sem punkt við þessa lexíu handa prófessornum á fjasbókinni.
Viðbót 22.júní 2019
Gísli Gunnarsson fyrrv. prófessor í HÍ, heldur því fram á Facebook sl. nótt, að hann hafi ekki getað sett athugasemd hér á bloggið "Fornólf" sem hann kallar svo, og gefur hálfpartinn í skyn að ég sé á bak við einhverja ómynd sem kallar sig Fróða Franz Agnarsson og sem herjar á FB hans. Gísli heldur því fram að þegar hann fjarlægði ummæli þessa Fróða Franz, þá hafi ég bannað honum að birta athugasemdir hér. Fróði Franz er ekki ég.
Ætli orðatiltækið Margur heldur mig sig eigi ekki best við um Gísla nú. Mér skilst að Gísli vilji fá svör við staðhæfingum úr doktorsritgerð Þorsteins Helgasonar um Tyrkjaránið, sem Gísli trúir. Þau fjalla um hollendinginn Jan Janszoon van Haarlem sem gekk undir nafninu Murat Reis, eftir að hann gerðist múslími og sjóræningi í Salé. Gísli telur Murat Reis van Haarlem ekki hafa verið í þjónustu Alsírsmanna en haft útgerð sína frá Salé sem ekki heyrði undir Ottómanveldið. Einhverju missti Þorsteinn Helgason greinilega af þegar hann fékk viðurkennda doktorsritgerð sína, en ég svarað spurningu Gísla nú rétt áðan á FB hans:
Og ef svo er, kippir þú þér vonandi ekkert upp við að ég segi að það séu margar villur í doktorsritgerð Þorsteins Helgasonar. Ef maður les innganginn í bók Leïla Maziane, « Salé et ses corsaires, 1666-1727: un port de course marocain au XVIIe siècle », Publication Université de Rouen Havre, 2007 (ISBN 978-2-84133-282-3), þá gerir maður sér grein fyrir því, að áður en Jan Janszoon Murat Reis van Haarlem yfigaf Salé árið 1627, hafði borgin verið undir stjórn Sultansins í Marokkó. Fyrst eftir að Jan Janszoon Murat Reis van Harleem er á Íslandi í samfloti við tvö skip frá Alsír verður Salé að "lýðveldi" sjóræningja.
Þá hafði van Haarlem sagt skilið við Salé og var genginn í þjónustu Ottómanna í Alsír. Farið var með Íslendingana til Alsírsborgar, ekki til Salé. Hin hræðilega heimildamynd um Tyrkjaránin, sem vinur okkur Hjálmtýr Heiðdal mun ávallt einn bera ábyrgð á, fékk síðar enn hræðilegri titil og misvísandi á öðrum tungumálum:"Atlantic Jihad" - svo ekki sé minnst á bók Steinunnar Jóhannesdóttur og kvikmynd byggða á ruglinu í henni. Höfundar sem heillast hafa á Tyrkjaráninu á Norðurlöndum hafa vitnað í skáldsögu hennar líkt og hún væri sagnfræðiheimild. Í henni er sagt frá dreng, sem er umskorinn af vondum múslímum og því fylgir vatnslitamynd sem sýnir ekkert annað en kynlega hugaróra madömmu Steinunnar - Þeirrar sömu Steinku sem ásamt Allaballakarlinum sínum Einari Karli Haraldssyni lögðust hér um árið gegn hjónaböndum samkynhneigðra í greinum í fjölmiðlum, því þau voru orðin svo sannkristin og smáborgaraleg.
Það er ekki allt sem skrifað er á Íslandi sem mark er á takandi, Gísli minn. Vinur minn einn, Pakistani, krossaði sig næstum því yfir kvikmyndinni með ruglinu sem byggði á skáldsögu Steinunnar Jóhannesdóttur, og því í henni sem hann túlkaði sem múslímahatur. Danskir múslímahatarar vitnuðu óspart og með ólýsanlegri gleði í þá kvikmynd.
En hvað finnst þér, Gísli Gunnarsson, um meðferð á landa okkar Einari Loftssyni sem neitaði að taka múhameðstrú (afsakaðu orðið) sem þræll í Jihadi á Atlantsálum. Hann var píndur, eyru hans skorin af og nefbroddurinn sargaður af og hann ristur í andlitið. Með eyrnasnepla sína þrædda á band var hann leiddur um Algiersborg. Vildir þú, Gísli Gunnarsson, hafa verið í sporum Einars Loftsonar á dögum Atlantshafs Jihadsins, sem Hjálmtýr Heiðdal kallar svo?
Þess ber að geta að Gísli Gunnarsson fjarlægði þessa athugasemd mína. Menn sem þola ekki röksemdir og það nokkuð vel undirbyggðar geta ekki kallað sig sagnfræðinga.
Bloggar | Breytt 17.12.2020 kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Steinar í götu Dana - á endanum hafðist það
16.6.2019 | 06:27
Þjóðhátíðardagurinn verður með öðru sniði hjá mér í ár, en svo oft á síðastliðnum árum. Þá hef ég gjarnan, ef veður leyfir, farið í fjallgöngu upp á manngerðan hól hér í grennd við heimili mitt. Þar uppi, með útsýni yfir alla flatneskjuna umhverfis Kaupmannahöfn og Hróarskeldu, borða ég venjulega sykursnúð, drekk brúsakaffi, flagga þjóðfánanum í smælkisútgáfu úr plasti, og syng svo innra með mér Yfir kaldan eyðisand eftir Kristján Fjallaskáld.
Í ár fer hin árlega "fjallganga" í vaskinn. Ég fylgi í staðinn þýskum kúnstner, myndhöggvaranum Gunter Demnig, um götur Kaupmannahafnar, þegar hann mun setja 12 steina í götu Dana þann 17. júní.
Steinana, sem kallast Stolpersteine upp á þýsku, köllum við snublesten á dönsku. Steinar þessir eru hugmynd og núorðið lífsverk Demnigs. Hann hefur þegar lagt yfir 74.000 slíka steina í gangstéttir við hús í Evrópu, þar sem fórnarlömb nasismans bjuggu, áður en þau voru flutt til fanga- og útrýmingarbúða af kvölurum sínum eða meðreiðarsveinum þeirra um gjörvalla Evrópu.
Ég greindi frá áformum mínum á öðru bloggi mínu árið 2010 (sjá hér) og síðar í þremu greinum í dönsku tímariti (sjá t.d. þessa hér). Kannski hefur einhver lesið það og síðan leitað án árangurs að steinum í Kaupmannahöfn. En nú koma loks fyrstu steinarnir.
Hugmyndin um að fá steinana til Danmerkur kviknaði hjá mér árið 2008. Árið eftir varð ólaunaður ritstjóri ársritsins Rambam, sem Selskabet for Dansk Jødisk Historie gefur út. Sem meðlimur í stjórn þess félags reyndi ég að koma verkefni með þessa steina á skrið, en lítið gekk. Fyrir ýmsar sakir, meðal annars vegna krabbameinsjúkdóms, lognaðist verkefnið út af í bili. Ég mætti einnig þeirri skoðun margra, að gyðingar ættu nóg af peningum og gætu því borgað fyrir þessa steina sjálfir. Þó það sé nú fjarri sannleikanum, þetta með auðæfi gyðinga, þá setur Demnig þær skorður, að gyðingar megi ekki borga fyrir steinana sem settir eru fyri gyðinga sem myrtir voru í Helförinni, nema að það hafi verið nánir ættingjar.
Fyrir tveimur árum fór svo fólk aftur að að fá áhuga fyrir verkefninu og mér var vinsamlegast boðið að vera með í nýju átaki, þar sem ítarlegar upplýsingar um hluta af því fólki sem minnst verður verkefninu er aðeins að finna í bók minni Medaljens Bagside, sem út kom hjá forlaginu Vandkunsten árið 2005.
Bókin fjallaði meðal annars um gyðinga sem dönsk yfirvöld vísuðu úr landi á árunum 1940-1943. Rannsóknir mínar og doktorsritgerð fyrrverandi samstarfskonu minnar á Dansk Center for Holocaust og Folkedrabsstudier, Silvia Goldbaum Tarabini Fracapane, liggja síðan til grunns fyrir upplýsingum um þá einstaklinga sem steinar verða lagðir fyrir 17.júní, til að minnast þeirra gyðinga sem urðu nánaglalegri flóttamannastefnu Dana að bráð á árunum 1940-43; Sem og þeirra gyðinga, danskra og ríkisfangslausra, sem fluttir voru frá Danmörku árið 1943 til Theresienstadt, þar sem sumir þeirra létu lífið og einn í og Auschwitz.
Snublestensgruppen i Danmark
Síðan í fyrrahaust hefur hópur, sem kallar sig Snublestensgruppen i Danmark, undir forystu Henriette Harris, dansks blaðmanns og rithöfundar í Berlín, komið saman og unnið að því að sækja um fjármagn til að leggja fyrstu 12 steinana í götu Dana. Fyrir utan hana og mig eru í vinnuhóp okkar eftirfarandi virkir meðlimir: Nili Baruch, Karin Sintring, Charlotte Thalmay, Rasmus Schou Terkildsen og Silvia Goldbaum Tarabini Fracapane.
Vefsíða verkefnisins er í vinnslu, en nú má þegar sjá frumgerð hennar á:
Steinn fyrir Ernst Platzko
Einn þeirra sem lagður er steinn fyrir var Ernst Platzko. Ernst fæddist í borginni Nove Mesto í Slóvakíu árið 1882. Hann stundaði lengst af verslun og hafði í yfir 20 ár komið til Danmerkur, oft 3-4 sinnum árlega með yfirhafnir, kápur og pelsvörur, mestmegnis fyrir konur.Vörur sínar seldi hann í stórverslanir Kaupmannahafnar og var hjá þeim aufúsugestur. Vörur hans voru vinsælar og vandaðar og seldust vel í Magasin du Nord, Illum/Crome & Goldschmidt. Hann var annálaður gentlemaður sem verslunarstjórar vildu gjarnan eiga í viðskiptum við og fá í heimsókn.
Ernst Platzko stundaði lengi verslun sína við Norðurlöndin frá Vín. Áður en nasistar réðust inn í Austurríki árið 1938, var Platzko löngu orðinn ekkjumaður. Dætur hans þrjár voru fluttar til British Mandatory Palestínu. Sonur hans, Karel, og Ernst Platzo sjálfur, komust hins vegar til Lundúna, þar sem þeir stunduðu heildsölu á góðum breskum yfirhöfnum til Norðurlandanna. Nokkrum dögum fyrir innrás Þjóðverja í Danmörku kom Ernst til Kaupmannahafnar með vörulager sinn. Hotel d'Angleterre var fullbókað og fylltist af þýskum foringjum, svo hann fékk sér herbergi á Pension Askestad i Bredgade 3, eins og hann hafði oft gert áður, þegar ekki var laust á hótelinu margfræga, sem meira að segja komst í nokkur ár í eigu Íslendinga.
Ernst Platzko seldi fljótt vörulager sinn sinn fyrir 25.000 kr. og tók pantanir fyrir næstu ferð - sem aldrei vari farin. Hann fékk hins vegar aldrei nema nokkur hundruð danskar krónur útborgaðar, því Seðlabanki Dana (Nationalbanken) tók peninga hans í sína umsjá. Í dag eru þeir horfni. En nú gat hann ekki lengur haldið áfram til til Englands eða fylgt eftir sendingu með gæðayfirhöfnum til Svíþjóðar. Þjóðverjar höfðu vitaskuld áhuga á fólki sem var ættað frá Bretlandseyjum eða sem komið hafði þaðan og voru margir settir í fangabúðir. Dönsk yfirvöld gerðu að eigin frumkvæði viðvart um Ernst Platzko og handtóku hann áður en Þjóðverjar báðu um hann. Hann var sendur til Þýskalands í Sachsenhausen-búðirnar norður af Berlín, þar sem hann var myrtur í Október árið 1942.
Gyðingahatur tröllreið Danmörku, ekkert síður en öðrum löndum Evrópu. Flóttamannastefna Dana í lok 4. áratugarins byggði á þeirri skoðun að flóttamenn væru dönsku efnahagslífi til mikillar byrði. Það var vitanlega algjör fjarstæða. Sumir útlendingar fengu landvistarleyfi, og ef men gátu sýnt flokkskýrteini sem kratar, fengu þeir líka inni. En dönsku þjóðinni var fyrir löngu búið að telja trú um að gyðingar og t.d. kommúnistar væru óferjandi fólk. Þess vegna buðu Danir þýska setuliðinu fólk, oft án þess að Þjóðverjar vildu taka á móti því. Danir nauðuðu jafnvel í Þjóðverjum þangað til þeir gáfu sig. Þá voru örlög gyðinga, sem í slíku lentu, talin.
Lesið meira um Ernst Platzko í þessum kafla í bók minni Medaljens Bagside, sem kom út hjá Forlaginu Vandkunsten árið 2005.
Hverra minnumst við 17. júní?
Á mánudag verður settur steinn til minningar og íhugunar um eftirfarandi einstaklinga á 9 stöðum í Kaupmannahöfn 17.júní 2019. Lesið nánar á www.snublesten.org
Við Krystalgade 12, kl. 9
Beile Malka Zipikoff
f. Untershlag, 1860
Lést í Theresienstadt 21.10.1943
Rosa Nachemsohn
f. Nachemsohn, 1869
Lést í Theresienstadt 22.12.1943
Thora Krogmann
f. Wohlmuth, 1867
Lést í Theresienstadt, 13.8.1944
Við Nørregade 27, kl. 10.10
Julius Barasch
f. 1898
Myrtur í Auschwitz, 23.10.1943
Irma Barasch
f. Marcuse, 1893
Myrt í Auschwitz
Við Kronprinsensgade 13, kl. 10.45
Ruth Fanni Niedrig
f. Sechelsohn 1920
Myrt í Auschwitz í ágúst,1943
Við Bredgade 3, kl. 11.15
Ernst Platzko
f. 1882
Myrtur í Sachsenhausen, 16.10.1942
Við Sølvgade 34C, kl. 11.45
Schmul Sender Jonisch
f. 1899
Myrtur í Auschwitz í mars 1944
Ravnsborg Tværgade 3, kl.12.30
Pinkus Katz,
f. 1875
Látinn í Theresienstadt, 15.3.1944
Við Borgmestervangen 4A, kl. 13.10
Lieselotte Schlachcis
f. 1910
Myrt í Auschwitz, 30.1.1943
Við Rantzausgade 18, kl. 13.50
Herchel Fischel Choleva
f. 1885
Látinn í Theresienstadt, 17.10.1944
Við Carl Plougs Vej 7, Frederiksberg, kl. 14.20
Jacob Thalmay
f. 1904
Myrtur á dauðgöngu frá Auschwitz til Melk,
9.3.1945
Steinar á Íslandi?
Ég hef lengi íhugað að steinar yrðu lagðir í götu Reykvíkinga, fyrir fólk sem vísað var úr landi, t.d. Rottberger-fjölskylduna og Alfred Kempner. Hægt er að minnast fórnarlamba nasismans með steinum, þó fólk hafi ekki verið myrt. Gyðingar og aðrir voru fórnarlömb íslenskrar flóttamannastefnu, sem var framfylgt af ríkisstjórnum sem að hluta til fylgdi straumum frá Danmörku, en voru þar að auki yfir sig hrifnar af þróun mála í Þýskalandi nasismans.
Hver steinn kostar 120 (rúmlega 17.000 ISK miðað við gengi 15.6. 2019); og svo þarf vitaskuld að standa straum af kostnaði við heimssókn Gunter Demnigs sem leggur alla steinana. Hann ferðast látlaust og eyðir ekki neinu á sjálfan sig og neitar að búa á dýrum hótelum (sem verður ugglaust erfitt að leysa á Íslandi). Steinar fyrir íslenska sjómenn, sem létu lífið í árásum þýska flotans, koma einnig vel til greina.
Hvað segja danskir fjölmiðlar?
DR, Søndagsavisen 16.6.2019
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Danskt meistaraverk um Auschwitz
13.6.2019 | 07:11
Í síðustu viku brá ég mér bláa Skodanum mínum á listasafnið Louisiana í Humlebæk norðan Kaupmannahafnar.
Í aðsigi þrumuveðurs ók ég rólegu leiðina, um Bellevue og eftir Strandvejen, í gegnum hverfi höfuðríkra Dana. Þá var mér hugsað til nokkurra þeirra sem áður bjuggu þar, og sem þénuðu mjög vel á síðari heimsstyrjöldinni. Þá var samvinnupólitík við völd í Danmörku og margir Danir róma enn samvinnuna við Þýskaland nasimans. Sú "pólitík" Dana, sem var ekkert annað en undirlægjuháttur þjóðar sem alltaf litið upp til nágrannanna í suðri, og sumir hræðst, varð til þess að saklaust fólk, gyðingar, kommúnistar, sígaunar og aðrir voru sendir í hendur morðingja. Dönsk yfirvöld sendu fólk til Þýskalands, án þess að þurfa þess og flestir sem hlutu þau örlög voru myrtir í fanga- og útrýmingarbúðum nasista
Tilgangur safnaheimsóknar kl. hálfátta á drungalegu sumarkvöldi var viðtal sem tekið var við Peter Langwithz Smith um nýja bók hans, Dødens Bolig, sem nýlega kom út hjá forlaginu People´s Press í Kaupmannahöfn.
Ég þekki Peter örlítið og var með honun í Auschwitz árið 2001 á ferðalagi starfsmanna Dansk Center for Holocaust og Folkedrabsstudier, þar sem ég starfaði sem sérfræðingur (seniorforsker) 2000-2002. Með í förinni voru menntaskólakennarar, m.a. Peter, sem var þeirra langfróðastur. Hann hefði átt að vinna á stofnun okkar frekar en margir aðrir sem þangað voru ráðnir og aldrei luku neinu ærlegu verki.
Þegar kemur að þekkingu á Auschwitz, veit líklega enginn meira en Peter Langwithz Smith. Hann, og annar vinur minn Torben Jørgensen sagnfræðingur, jusu af brunni þekkingar sinnar á morðbúðum nasismans um gjörvallt Pólland í ferðinni árið 2001. Peter og Torben er einnig hægt að þakka að þúsundir danskra ungmenna hafa fengið fræðslu um hrylling nasismans. Ég fræddist mikið í ferðalaginu árið 2001, sem ég er þó ekki tilbúinn til að endurtaka í bráð. Því kemur bók Peter Langwithz Smith sér vel. Nú er hægt að sitja heima og fræðast um Auschwitz í smáatriðum, en ef ég kæmist aftur með Peter og Torben, myndi ég vitaskuld strax þakkast boðið.
Ég keypti mér nýlega bók Peter Langwithz Smith. Það er mikið verk og stórt í sniðum. 25x35 cm að stærð, nærri 4 kg að þyngd og 765 blaðsíður. Bókin inniheldur fjölda ljósmynda, bæði eftir höfund og gamlar myndir frá stríðsárunum eða frá því rétt eftir stríðsárin.
Þótt bókin sé þung, bókstaflega sagt, þá er hún mjög læsileg og málið er fyrirtaksgott enda var Peter lektor í þýsku og dönsku, lengst af í menntaskóla í Esbjerg.
Peter Langwithz Smith til vinstri. Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2019
Efni bókarinnar er auðvitað ekki skemmtiefni, sem flestir vilja fá úr bókum sem þeir lesa. Bókin er miklu meira en það. Hún er fágætt fræðirit, en einnig góður minnisvarði, uppsáttarit og andsvar við öllu því rugli sem helfararafneitarar og aðrir andlegir dindlar spreða um allar jarðir eftir að veraldar-vefurinn varð kærkomið verkfæri þeirra.
Allir skólar og menningarstofnanir ættu að eiga eintak af bók Langwithz Smiths og hún á erindi til hinna Norðurlandanna. Vonandi verður hún gefin út á öðrum tungumálum en dönsku, því höfundi hefur tekist það sem engum öðrum hefur áður tekist: Að ná heildartökum á þekktasta stað morðæði nasismans.
Hingað til hef ég lesið bókina á þann hátt að ég vel mér kafla af handarhófi þegar ég hef tíma og er í þeim móð að geta lesið svo þungar bækur. Maður sekkur strax í textann. Stundum verður maður að leggja bókina frá sér, því það sem lýst er er svo hræðilegt og átakanlegt.
Kvöldviðræðan við Peter Langwihtz Smith á listasafninu Louisiana í Humlebæk heppnaðist einstaklega vel. Hljómleikasalurinn á Louisiana var fullur og áheyrendur áhugasamir. Út á Eyrarsundi heyrðist í hrikaleg þruma í byrjun viðtalsins við Peter, svo ein minni og þá fór að rigna örlítið. Jafnvel veðrið hentaði viðburðinum.
Ég ræddi lítillega við Peter eftir fyrirlesturinn, þar sem hann áritaði eintak mitt af bókinni og einnig fyrir aðra sem keyptu bókina í bóksölu listasafnsins. Líklegast á bókin ekki eftir að verða best-seller í bókabúð Louisiana þar sem hún var dýr.
Bókina ber óefað að kjósa sem besta fræðiritið í Danmörku árið 2019. Þó árið sé vart hálfnaå má vart búast við betri bók.
Bókin, sem er innbundin, er ekki dýr á netinu, og vonandi kaupa Íslendingar hana líka, því bókin á vitaskuld erindi í litlu landi, þar sem sumt fólk á það til að líkja byggðastefnu yfirvalda á Vestfjörðum við Auschwitz og gæluverkefni góðmennsku sinnar, Gaza, við gettó helfararinnar. Svo kunna Íslendingar vel að lesa dönsku, sem er enn meiri ástæða til að ná sér í þetta mikilvæga verk hafi maður áhuga á sögu síðari heimsstyrjaldar og sjúkdómnum gyðingahatri. Skólar ættu að ná sér í eintak og nota bókina í dönskukennslu.
Peter Langwithz Smith
Dødens Bolig : Auschwitz-Birkenau
People´s Press, København 2019
765 bls.
Bókin fær:
Ritdómur | Breytt 3.7.2019 kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hrókur alls fagnaðar eða skák og mát
5.6.2019 | 20:10
Nú er ekkert annað fyrir sanna Íslendinga að gera en að heimta Ljóðhúsataflmennina aftur heim og kaupa hrókinn sauðalitaða sem nú stendur hæstbjóðanda til boða í Lundúnum. Hrókurinn flýr væntanlega land eins og allt frá Bretlandseyjum í Brexitinu.
Enginn vafi skal leika á því að taflmennirnir frá Lewis voru skornir út í tönn á Íslandi. Hvar annars staðar en í naflanum uppi við haus? Þar var að verki hagleikskonan Margrét Skögultönn sem fékk að sitja í Skálholti og skera og saga tennur fram í háa elli.
Margrét var afar afkastamikil kona og miklir haugar af brotum úr rosmhvalstönn hafa ekki fundist ruslahaugum við fornleifarannsóknir í Skálholti - eins og kunnugt er. Svo þrifin hefur hún einnig verið, þó hún hafi fyrst og frems verið til í "tuskið".
Margrét var einnig með húðflúrsskemmu vestan við dómkirkjuna. Ekki þótti Margréti Skögultönn takast vel upp við að flúra eða skera út augu. Þau þóttu stara um of á þann sem á horfði. Íslenskur læknir, Þingeyingur, hefur sýnt fram á að ættgeng gerð af gláku hafið leikið Íslendinga grátt á miðöldum. Eða var það grá stara? Sama hvort er, sjúkdómurinn fannst aðeins á Íslandi og komst ekki á skip til Niðurlanda, sem var líklega fyrir bestu, þar sem glámskyggni var þar fyrir og er enn í ríkum mæli.
Þessi hræðilegi krankleiki olli því að Íslendingar gengu um með uppglennt augu, bæði bólgin og rauðsprengd, og tóku ekki eftir helmingnum að því sem gerðist í kringum þá. Bestu annálaskrifarar þjóðarinnar misstu af flestum eldgosum á Íslandi vegna glenniblindu, sem sjúkdómurinn var kallaður. Menn sáu smáatriði en ekki heildarmyndina. Enn eru íslendingar haldnir þessum sjúkdómi og halda að þeir búi á miðpunkti alheims, sem er vitaskuld alveg rétt eins og Guð almáttugur hefur stillt jörðinni upp út frá sínu sjónarhorni.
Gvöð minn góður! Glenniblindan var mikið vandamál á Íslandi á 12. öld. Sérstaklega fyrir listakonu sem aldrei hafði séð riddara spranga gráan fyrir járnum um túndrur Íslands. Fyrirsætur voru ekkert vandamál. Jón Kíghósti sat fyrir sem riddari og biskupar komu og fóru.
Eitt er það sem beinlínis sannar að taflmennirnir frá Ljóðhúsum og Íslandi hafi verið út skornir af Margréti. Búmark hennar og skjöldur sýnir eina merkustu uppfinningu Íslendinga fyrr og síðar fyrir utan skyrið.
Þegar ástin í hjónabandi þessarar merku hagleikskonu kulnaði og eiginmaður hennar Runólfur Tanni (ekki ættfærður í Íslendingabók inni nýju) hóf suðurgöngu til Rómar til að fá skilnað frá Margréti, fann hún upp Sofnísinn. Rúnki komst aftur á móti aldrei á leiðarenda og dó ofan á írskri portkonu í Andvörpum.
Köld eru kvenna ráð og neyðin kennir nakinni konu að búa til ís eins og sagt var. Margrét setti oft á tíðum mynd af sofnís á hagleiksverk sín. Líkt og skyrinu var stolið frá Íslendingum fyrir slikk á okkar tímum, fór sofnísinn sömu leið og er nú á dögum kallaður soft-ice. Í skemmu norðan kirkju var Margrét með ísbúð. Já, þið lesið rétt. Skemmur voru í lok 12. aldar út um allt.
Ein auglýsinganna fyrir handverk Margrétar sést til dæmis á baki hásætis eins af kóngum Margrétar sem rak í land í Ljóðhúsum er knörr Dehla hins þýska fórst á leiðinni til Dyflinnar. Ekki nóg með það. Á kónginum eru leifar af 1104 gjóskunni úr Heklu. Margrét notaði vafalaust H-1 vikur til að fínpússa verk sín, því á þessum tíma var hvorki til sandpappír né vatnspappír í Skálholti.
Það er ekki að spyrja að hugviti og listfengi Íslendinga fyrr á tíðum. Margrét keypti járn sín og sagir í Brynju. Lítið hefur breyst.
Ef vel er að gáð, lesendur góðir, þið þrjú sem enn lesið Moggabloggið, er þetta nú vitaskuld ekki ís með dýfu, né heldur hnetum, sem er miðreitis aftan á hásæti eins kónganna frá Lewis. Þarna er greinilega tilraun til að sýna köngul barrtrés. Nú vitum við ekki hvort Margrét Skögultönn gerðist nokkru sinni víðreist; hvort hún hafi tekið með sér köngla í minningunni frá heimsreisu, eða að hún hafi jafnvel smyglað honum til landsins (sjáið viðurlög við því í Grágás). En ef þessi ágæta eðalkona fór aldrei suður, líkt og margir, þá er ég næsta hræddur um að "ísinn" á hásæti konungs sé allgóð rök fyrir því að taflmennirnir frá Lewis hafi ekki verið skornir út á Íslandi.
Made in Norway. Íslendingar voru hins vegar miklu fyrr í abstraktlist en frændur þeirra - líkt og taflmaðurinn frá Baldursheimi í Skútustaðahreppi sýnir glöggt. Hann sýnir einnig geðstreitu þá sem lengi hefur einkennt Þingeyinga, og gott ef ekki er, þá er hann einnig með glenniblindu á lokastigi.
![]() |
Íslenskur hrókur metinn á milljón pund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)