Fćrsluflokkur: Menning og listir
Fjárfesting framtíđarinnar ?
25.5.2017 | 15:58
Mikiđ er gaman ađ frétta af ţví ađ íslenskur aurapungur ausi fé sínu í annađ en olígarkaíbúđ í New York eđa rúningamellur á snekkjum viđ strendur Flórída.
Ţađ kćtir mig ađ lesa ađ Reynir Grétarsson, sem m.a. hefur auđgast vel í Afganistan og Afríku á lánshćfismati ?? á fátćkustu ţjóđum heims, kaupi sér gömul Íslandskort og vilji sýna ţćr almenningi og ferđamönnum. Ugglaust getur slík sýning stađiđ undir sér og enn frekari kaupum á fornum kortum af Íslandi.
Sjálfur er ég áhugamađur um gömul kort og á reyndar fáein kort sem ég hef erft, keypt eđa fengiđ ţegar Ţjóđminjasafni henti hlutum á öskuhaugana. Landsbókasafniđ á einnig heilmikiđ safn sem mestmegnis hefur veriđ gefiđ ţví af mönnum sem höfđu mikiđ á milli handanna, líklega meira en ţeir höfđu á milli eyrnanna, ţví stundum voru kortin fölsuđ, jafnvel í ljósritunarvél, eđa ekki eins gömul og eigendurnir héldu. Kort voru sömuleiđis oft endurprentuđ meira en 100 ár eftir ađ ţau voru rist á koparinn.
Ég gef hér ađeins eitt dćmi, og vona ađ Reynir Grétarsson falli ekki í sömu gryfju og fyrri auđmenn íslenskir sem söfnuđu kortum. Ef fariđ er inn á kortasafn Landsbókasafns, Islandskort.is, og náđ í Íslandskort Porros frá 1572, koma upp myndir af tveimur kortum (síđum) úr kortabók Tomasso Porcacchis, L´Isole piu famose del Mondo, sem upphaflega var gefin út áriđ 1572 í Feneyjum. Kortin tvö á Islandskort.is eru hins vegar ekki úr upphaflegri útgáfu bókar Porcacchis frá 1572, heldur úr tveimur endurprentunum af ţeirri bók, ţar sem íslandskort Girolamos Porros voru endurnotuđ.
Ég á reyndar kortiđ hans Porros frá 1572 (sjá efst). Ţađ keypti ég áriđ 1975 fyrir aleiguna, sem var lítill sjóđur. Ég keypti kortiđ í den Haag af vini föđur míns, Bob Loose, fornbókasala í Paperstraat. Lose fćddist i Königsberg sem nú tilheyrir Rússum (Kaliningrad). Loose lét ávallt föđur minn vita ef eitthvađ sem varđađi Ísland rak á fjörur hans. Eftir ađ fađir minn, sem fćddist í Amsterdam, lést, komst Loose í samband viđ mig, en ég keypti ađeins smárćđi af Bob Loose, enda er ég bara fátćk háskólagengin rotta og (of)menntađur aumingi. Ţar síđast, er ég var međ fjölskylduna í den Haag, frétti ég ađ Loose vćri allur, ađ versluninni hans hefđi veriđ lokađ. Blessuđ sé minning hans. Ég minnist ţó langra kjaftaţinga föđur míns og hans međ lítilli gleđi.
Bob Loose ađ stússa í verslunarkytru sinni. Ađ baki búđarinnar var heilmikiđ húsnćđi, 10 sinnum stćrra en verslunin, ţar allt var fullt af bókum og öđru.
Reynir Grétarsson segir dýrasta kortiđ sitt hafa kostađ um 15 milljónir króna. Ekkert kort af Íslandi er svo mikils virđi og hefur Reynir ţví látiđ pretta sig dálaglega ef hann hefur keypt Íslandskort sem var svo rándýrt. Ţegar menn kunna ekki aura sinna ráđ, hverfur náttúrulega verđskyniđ. En hugsanlega er Reynir landakortafjárfestir ađ reyna ađ hćkka tryggingarverđiđ fyrir opnun sýningarinnar međ ţví ađ keyra upp verđiđ í fjölmiđli íslenskra stóreignamanna.
Reynir hyggur einnig á útgáfu kortabókar samkvćmt frétt Morgunblađsins. Bókina kaupi ég ugglaust, en ađeins á sanngjörnu verđi. Ţangađ til nota ég m.a. tveggja binda verk Haraldar Sigurđssonar, Kortasaga Íslands I-II sem fađir minn gaf mér áriđ 1978 og Haraldur áritađi fyrir hinn verđandi fornfrćđing, sem átti kort Porros, sem ég man ađ Haraldi kallinum langađi ósköp mikiđ í og vildi fjálgur kaupa af mér. Kortiđ var hins vegar ekki falt. Kannski er ţađ orđiđ 15 milljóna króna virđi nú, ha, ha, ha, ha. Dream on Fornleifur. Í hćsta lagi nokkur hundruđ dollarar. Menn fjárfesta enn sem komiđ er miklu betur í lánshćfismati á fátćkustu ţjóđum heims en í Íslandskortum.
Opnar safn međ gömlum Íslandskortum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Menning og listir | Breytt 31.1.2023 kl. 11:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Julius A. Leibert, fyrsti rabbíninn á Íslandi
10.4.2017 | 15:44
Fyrsta trúarathöfn á Íslandi eftir ađ kristinn siđur var upp tekinn á Íslandi áriđ 1000, var haldin rúmlega 941 árum eftir formlega kristnitöku á Alţingi. Ţađ var trúarsamkoma gyđinga og ţađ ţurfti heimsstyrjöld til ađ ný trú vćri iđkuđ í ţessu menningarlega einsleita landi okkar.
Ađ öllum líkindum kom fyrsti rabbíninn sem stýrđi trúarlegri athöfn á Íslandi á vegum Bandaríkjahers til Íslands. Ţađ var á haustmánuđum 1942. Hann hét Júlíus Amos Leibert og var nokkuđ merkilegur karl og talsmađur nútímalegs gyđingdóms, reformed Judasism. Ţó Leibert hafi ađeins komiđ tvisvar eđa ţrisvar til Íslands er nokkuđ öruggt ađ hann sé fyrsti rabbíninn sem ţjónađi söfnuđi gyđinga á Íslandi. Ţykir mér ţví ćrin ástćđi til ađ minnast hans, ţví hann var á allan hátt mjög merkilegur mađur.
Zelig Lebedko fćddist i Litháen
Julius Amos Leibert fćddist ekki sem Bandaríkjamađur. Hann var eins og margir í ađrir Bandaríkjamenn fátćkur innflytjandi í hinu stóra landi. Innflytjendur leituđu ţangađ til ađ bćta kjör sín og á stundum til ađ forđa sér frá ofsóknum og vísum dauđa vegna ofsókna í heimalandi sínu.
Leibert fćddist í Litháen ţann 20. mars áriđ 1888. Sumar heimildir herma ţó ađ hann hafa fćđst ţegar áriđ 1885; Og ađ hann hafi međ vilja veriđ yngdur í skjölum til ađ eiga betri möguleika ađ ţví komast til Bandaríkjanna. Er Julius fćddist, heyrđi Litháen undir rússneska keisaraveldiđ.
Julius Leibert var ekki ţađ nafn sem ţessum fyrsta rabbína á Íslandi var gefiđ á Lithaugalandi. Drengnum var gefiđ hiđ gyđinglega nafn Zelig, og ćttarnafniđ var í rússneskum stíl, Lebetky, en um aldamótin 1900 var hann einnig skráđur sem Zalkan Lebedko (Lebedky og einnig Lebedkin sem eru nöfn sem afleidd eru af ha Levi).
Zalkan fćddist í bćnum Kedainiai, litlum bć sem gyđingar kölluđu Keidan á jiddísku. Keidan er ekki mjög langt frá Kaunas, sem gyđingar kölluđu ţá Kovno (sjá grein um frćgđarför mína í ţeim bć hér).
Nafn Lebedky-ćttarinnar hefur ađ öllum líkindum einnig veriđ skráđ á litháísku, ţegar hún var leyfđ sem tungumál í Kedainiai. Um ţađ leyti sem Zelig fćddist lögđu Rússar blátt bann viđ notkun litháísku. Menn voru fangelsađir eđa myrtir, prentuđu ţeir svo mikiđ sem stafkrók á ţví máli.
Foreldrar Zalkans Lebedkos voru ţau Chaim HaLevi Lebedky (ca. 1851-1936), sonur Itzik HaLevi Lebedkys (1806-1888), sem var sonur Dov (Berel) HaLevi Lebedkys (1751-1806). Móđir hans var Leya eđa Ley (Leah), fćdd Weintraub (1848-1902). Móđir Zelig Lebedky dó úr krabbameini í maga áriđ 1902 og Chaim andađist skömmu síđur. Áriđ 1904 flutti Zalkan/Zeug til Bandaríkjanna ásamt 6 systkynum sínum. Systkynin hétu Morris, og systurnar hétu (Fanny) Feige Elle sem síđar giftist Weinstein. Ađrar systur voru Bluma Magil, sem flutti til Kanada, Esther Feldman sem bjó í New York, Rachel Sager og Molly Moskowitz sem bjuggu í Los Angeles.
Í Bandaríkjunum breytti Lebetky hinn ungi, líkt og margir í hans sporum, um nafn og hét upp frá ţví Julius Amos Leibert. Systkini hans tóku einnig ţetta nýja nafn. Rabbí Leibert sagđi síđar sjálfur frá, ađ Leibert-nafniđ hefđi hann tekiđ til ađ fagna ţví frelsi, Liberty, sem honum hlotnađist í Bandaríkjunum. Leibert líktist Liberty ađ hans mati
Samkunduhúsin í Kedainiai
Ţegar Zalkan/Julius fćddist, voru margar synagógur, bćnahús og gyđinglegir skólar í Kedainiai. Sjö bćnahús á seinni hluta 19. aldar. Meirihluti íbúa bćjarins í lok 19. aldar voru gyđingar. Gyđingar settust fyrst ađ í bćnum á 17. öld og bćrinn varđ mikilvćg trúarmiđstöđ og lćrdómssetur, og ekki ađeins fyrir gyđinga. Skoskir mótmćlendur settust ţar einnig ađ. Í dag eru varđveittar tvćr fallegar byggingar frá 19. öld í Kedainiai sem fyrir helförina voru samkunduhús. Ţau eru i dag notuđ sem söfn bćjarins. Kaidan var einnig ţekkt fyrir framleiđslu sína á agúrkum (súrsuđum gúrkum) og var bćrinn og nćsta nágrenni helsti framleiđandi agúrka í baltnesku löndunum.
Fyrir 1920 hafđi gyđingum fćkkađ mjög í Kedainai. Margir trúađir gyđingar flýđu ţangađ frá Póllandi og Hvíta Rússlandi áriđ 1939, en eftir ađ Ţjóđverjar komu til bćjarins í lok júní 1941 myrtu ţeir fram til ágústbyrjunar sama ár 325 gyđinga í bćnum. Aftökurnar fóru fram í tveimur skógum umhverfis bćinn og ţađ međ dyggri hjálp margra heimamanna. Ţeir gyđingar í Kedainai sem eftir lifđu og sömuleiđis 1000 gyđingar frá minni ţorpum í nágrenninu voru myrtir viđ ána Smilaga. Ţar var fólkiđ látiđ grafa skurđi, sínar eigin grafir. Ţađ var skotiđ á stađnum, lík ţeirra rćnd og síđan heygđ í skurđunum.
Gyđingum í Keidainai smalađ saman til aftöku
Ţađ verđur ţví ađ viđurkennast ađ Helförin heppnađist vel í Litháen međ dyggum stuđningi heimamanna. Á okkar tímum dýrka margir Litháar morđingjana sem ţjóđhetjur og er af ţví MIKIL SKÖMM ţegar ţeir ţramma árlega um götur stćrstu bćja Litháens međ fullu leyfi yfirvalda. Breytt hefur veriđ um nöfn á götum og ţćr hafa á síđari árum fengiđ nöfn gyđingamorđingjanna.
Vinsćll rabbíni á faraldsfćti
Ferill Leiberts sem rabbína í Bandaríkjunum var mjög langur og spannađi allt frá 1915 fram yfir 1960. Mađurinn var mikill vinnuţjarkur og gat í raun aldrei sest í helgan stein.
Julius A. Leibert stundađi nám ađ kappi í landi möguleikanna. Framhaldsnám stundađi hann viđ Hebrew Union College i Cinncinati í Ohio undir prófessor Julian Morgenstern. Morgenstern var einn af af fremstu guđfrćđingum og stofnendum Union of American Hebrew Congregations (UAHC), hreyfingu sem síđar var kölluđ Union for Reform Judaism (URJ) . Julius Leibert lauk rabbínanámi sínu áriđ 1915, en fyrir utan guđfrćđinámiđ lagđi hann stund á laganám. Smá hlé urđu á náminu vegna herţjónustu Leiberts í fyrri heimsstyrjöld. Hann ţjónustađi sem rabbíni í bandaríska hernum, en fór ţó aldrei til átakasvćđa í Evrópu.
Fyrsta embćtti hans eftir ţjónustu í hernum sem rabbíni mun hafa veriđ viđ Beth El samkunduhúsiđ í Scott, South Bend i Indiana og síđar Aavath Shalom söfnuđinum í Indianapolis.
Julius Leibert kvćntist áriđ 1919. Kona hans hét Leona Goodmann (1896-1971),
Um ţrítugt fékk hann embćtti viđ nýtt samkunduhús, Emanu-El í borginni Spocane i Washingtonfylki, ţar sem honum var mjög vel tekiđ og honum og konunni var gefinn bíll áriđ 1920 sem ţakklćtisvottur fyrir vel unnin störf. Ferđuđust hjónin vítt og breitt í bílnum um vesturhéruđ Bandaríkjanna.
Leibert lét mikiđ til sín taka í Spokane, m.a. viđ byggingu nýs samkunduhúss og var mjög virkur í starfi fyrir ungmenni. Hann lét einnig í sér heyra opinberlega og oft ţurfti á ţví ađ halda ţví á ţessum slóđum var mikiđ gyđingahatur sem ađrir Evrópumenn, ţ.á . m. lúterskir Svíar höfđu flutt međ sér í ríkum mćli frá gamla landinu. Í Spokane starfađi Leibert frá 1919 til 1923.
1923 til 1928 ţjóđnađi Leiberts í Temple Israel á Langasandi (Long Beach) í Kaliforníu og um tíma í Temple Emanuel í Los Angeles.
Í lok árs 1930 var Leibert tilnefndur kapellán fyrir Hollywood Legion 43, sem var 43. deild í American Legion sem eru samtök fyrrverandi hermanna. Ţessi deild var talin ein stćrsta deild herdeildarinnar. Sem međlimur af varaliđi yfirmanna ţótti hann efnilegastur til ađ gegna ţessari heiđursstöđu.
Leibert starfađi einnig í CCC, Civil Conservaton Corps, ţar sem ungmenni fengu nytsama vinnu viđ ýmsar framkvćmdir í hinu mikla atvinnuleysi 4. áratugarins. Leikarinn Walther Matthau mun eitt sumar sem unglingur hafa veriđ í vinnu ungra gyđinga undir stjórn Leiberts og fór leikarinn frćgi fögrum orđum um ţađ sumar. Myndin hér fyrir neđan er frá haustinu 1935 er Leibert stjórnađi nýjárshátíđ fyrir gyđinga sem unnu fyrir CCC. Nokkrir kollegar Leiberts úr prestastétt bandaríska hersins tóku einnig ţátt. Leibert er annar frá vinstri.
Áriđ 1933 venti Leibert sínu kvćđi í kross og starfađi mestmegnis um tíma sem lögmađur í Los Angeles og oftast fyrir lítilmagnann. En svo braust síđari heimsstyrjöldin út og Leibert fór aftur í búning kapelánsins (chaplain) í Bandaríkjaher.
Til Íslands kom Leibert áriđ 1941
Julius Amos Leibert var Army Chaplain og major ađ tign frá 1940 og síđar lieutenant colonel og starfađi hann í Bandaríska hernum fram til síđla sumar 1945. Hann ferđađist víđa innan Bandaríkjanna sem og og utan á stríđárunum, og međal annars til Íslands. Til Íslands kom hann haustiđ 1942. Til ađ byrja međ höfđu gyđingar í herjum Breta og Bandaríkjamanna ekki međ sér rabbína (sjá hér og hér). Samkomur fóru fram undir stjórn kantora eđa ţeirra sem best voru ađ sér í helgisiđum gyđingdóms.
Ýmsar heimildir eru til um komu hans 1942 er hann stjórnađi nýárshátíđ (Rosh Hashanah) og friđţćgingadegi (Jom Kippur), en ţó helstar ţćr upplýsingar sem fram koma í blađi Bandaríkjahers The White Falcon. Skemmtilegustu lýsinguna á fyrstu heimsókn Leiberts er hins vegar ađ finna í Wisconsin Jewish Chronicle 23. október 1942 í dálki Boris Smolin, Between YOU and ME:
And here ar regards from the Jewish boys in Iceland and Greenland - Chaplain Major Julius Leibert of the U.S. army, who is stationed at Jefferson Barracks, St. Louis, Mo., has just returned from a special overseas mission. - He conducted services in Iceland on Rosh Hashanah and Yom Kippur. - More than 800 Jewish soldiers attended these services, among them, at least 40 officers and men of the RAF - On his way back from Iceland, Major Leibert conducted services for Jewish soldiers in Greenland and Labrador. - This is perhaps the first time in recorded history that organized Jewish services have been held in these far-flung northern outposts. In Iceland Major Leibert found two Jewish families, one of the refugees.
Yfirmađur herja Bandaríkjanna á Íslandi, Charles Bonesteel heimsótti söfnuđ gyđinga á Íslandi haustiđ 1942. Myndin byrtist í The Daily Times Tribune i Alexandria í Indiana í december 1942. Mađurinn međ gleraugum til hćgri viđ hershöfđingjann er enginn annar en Julius Leibert.
Sama mynd, en óskorin í The Edwardsville Intelligencer (Edwardsville, Illinois), 18, maí 1944. Sjá einnig Morgunblađiđ.
Áriđ 1943 tók rabbíni ađ nafni William H. Rosenblatt viđ trúarhaldi međal gyđinga á Íslandi og síđar starfađi á landinu rabbíni sem hét Abraham Goldstein. Oft tóku flóttamenn af gyđingaćttum, sem fengiđ höfđu ađ setjast ađ á Íslandi í lok 4. ártugarins, ađ taka ţátt í ţeim samkomum. Einn ţeirra sem mest kom til bćnhalds og stćrri hátíđa var Hans Mann. Hans (síđar Hans Jakobsson) fékk og notađi lengi bćnabók (siddur) sem Bandaríkjaher gaf út á stríđsárunum. Fjölskylda íslenskrar konu Hans hefur vinsamlegast leyft mér ađ nota mynd af bókinni sem er nú í ţeirra eigu.
Gyđingar hittust til bćnahalds á ýmsum stöđum í Reykjavík og nágrenni borgarinnar. Í White Falcon áriđ 1945, má sjá ýmsa stađi: 6. mars 1946 var t.d. bćnahald í Finley skála (Day Room) kl. 11.00. Á ţriđjudegi var guđsţjónusta í Davis Theater kl. 18.00, White Rose Hall Theater í Reykjavík klukkan 19.30 og í Turner Kapellu sömuleiđis kl. 19:30. Laugardaginn 10. mars var guđsţjónusta á skrifstofu rabbínans í Dailey-bragga kl. 11:00.
Áđur en Leibert kom til landsins, sá Benjamin Feldman um ađ all fćri sómasamlega fram.
Gyđingar og Henrdik Ottósson áriđ 1945.
Leibert, annar frá vinstri í aftari röđ, á ráđstefnu rabbína í hernumviđ Harvard háskóla í maí 1943.
Eftirstríđsárin
Eftir síđari heimsstyrjöld ţjónađi Leibert í ýmsum söfnuđum í Bandaríkjunum, bćđi í föstum stöđum og í afleysingum. Hann var í Pensacola í Florída (1951-1954), síđar í Anchorage í Alaska, San Luis Obispo, Eureka og San Rafael (1956-57) og Santa Cruz (1957-58) í Kaliforníu.
Júlíus og kona hans settust um tíma ađ í Marin County áriđ 1956 og byggđu ţar upp söfnuđinn Rodef Sholom og hann kenndi einnig trúarbragđasögu viđ menntaskóla í Marin. En ţar staldrađi hann heldur ekki lengi viđ, ţótt meiningin hefđi veriđ ađ setjast ţar ađ og njóta ćvikvöldsins. Önnur og ný verkefni biđu ávallt ţessa eldhuga.
Fangelsispresturinn Leibert 1954-57
Julius Leibert tók áriđ 1954 ađ sér sálusorgarstörf fyrir gyđinga sem voru fangar í San Quentin fangelsinu. Hann gegndi einnig störfum sem kapellán í fangelsunum í Folsom og Alcatraz, og ţar fyrir utan ţjónađi hann á flugstöđ hersins í Hamilton (Hamilton Air Force Base).
Störf Leiberts sem fangelsisprests voru mjög athyglisverđ og honum var mjög annt um réttindi fanga sem bandarísk yfirvöld reyndu ađ brjóta á og niđur. Áriđ 1957 sagđi hann starfi sínu lausu viđ San Quentin fangelsiđ. Ţađ gerđi hann vegna ţrýstings frá yfirvöldum. Hann var einn ţeirra Guđs manna sem neitađ harđlega ađ gangast undiđ lygamćlapróf. Yfirvöld vildu ađ sálusorgarar í fangelsum létu upplýsingar í té sem fangar hefđu hugsanlega trúađ prestum sínum fyrir. Julius Leibert lét ţá ţessi orđ falla viđ brottför sína úr fangelsiskerfinu:
"If the word of a man of God is not enough - be he rabbi, priest or minister - he might just as well take of his clerical gown and bury them".
Hann sagđi enn fremur:
"I resent the thought of having mechanical means testing my credibility".
Leibert skrifađi međ hjálp Emily Kingsbery bókina Behind Bars, What A Chaplain Saw in Alcatraz, Folsom & San Quentin . Bókin, sem kom út áriđ 1965, sýnir verk og hugsanir manns sem mat öll mannslíf jafnt og dćmdi ekki menn ćđsta dómi ţegar ţeir höfđu ţegar veriđ dćmdir brjálćđislega löngum og hörđum dómum í hinu miđur réttláta og jafnvel sjúka réttarkerfi BNA, ţar sem vísvitandi hefur veriđ trampađ á rétti minnihlutahópa ţjóđfélagsins; kerfi sem fleiri og fleiri Íslendingar virđast ţó ađhyllast.
Ađ loknum störfum í ţágu fanga, ţjónađi Leibert söfnuđi í Santa Cruz, en gat ţegar hann "komst á aldur" fyrir enga muni sest í helgan stein. Hann hóf nú ađ leiđa guđsţjónustur í Reno í Nevada. Hann var fyrstur rabbína nýs safnađar í ţeirri borg. Áriđ 1964 gaf hann söfnuđinum (Temple Sinai) sína eigin Torahrúllu, sem er enn notuđ. Mark Davis uppeldissonur Sammy David jr., (sem tekiđ hafđi gyđingatrú eftir bílslys), las upp úr er hann var fermdur (Bar mitzvah) í Reno áriđ 1973. Um Nevada skrifađi Leibert, sem var mađur andlegs frelsis: Nevada is the only state that has shed hypocrisy by allowing liberal attitudes.
Leibert međ fyrsta bar mitzva-drengnum (fermingabarninu) í Temple Sinai íReno 1964. Hann heitir Stephen Jaffe og býr enn í Reno.
Julius Leibert andađist áriđ 1968 og hvílir viđ hliđ konu sinnar Leonu í grafreit gyđinga á Hills of Eternity Memorial Park í Colma, San Mateo County í Kaliforníu.
Höfundur: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, í apríl 2017
Fyrri fćrslur um fyrstu samkomur gyđinga á Íslandi:
Fyrstu trúarsamkomur gyđinga á Íslandi
The first Jewish services in Iceland 1940-1943
Ţakkir/Thanks: to Josh and Jeff Weinstein, New York.
Menning og listir | Breytt 18.2.2020 kl. 07:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjar fregnir af karlinum í strýtunni
8.4.2017 | 09:31
Bergţóra Sigurđardóttir, sem er lćknir á eftirlaunum og mikill áhugamađur um náttúru landsins, ritađi Fornleifi snemma í dag og gerđi viđvart um mynd af sama manninum sem ritađ var um hér á Leifi í febrúar á sl. ári.
Í merkilegri bók Tempest Andersons, Volcanic Studies in many Land frá 1903, sem Bergţóra hafđi lesiđ, bregđur sama rauđhćrđa manninum fyrir á mynd (sjá hér efst). Ţađ er ţó ekki sama myndin sem varđveitt hefur veriđ á safni í York, og sem skrifađ var um hér á Fornleifi í fyrra.
Nú er sömuleiđis ljóst ađ upplýsingin viđ skuggamyndina sem varđveitt er í Jórvík er röng. Myndin getur á engan hátt hafa veriđ tekin nćrri Laxamýri. Enda kemur fram í bók Andersons frá 1903, ađ ljósmyndin af rauđhćrđa karlinum í strýtunni sé tekin norđvestur af Mývatni.
Ég ţakka Bergţóru Sigurđardóttur innilega fyrir upplýsingarnar. Vona ég svo ađ áhugasamt fólk leiti nú uppi ţessar strýtur og hugsi út í ţađ hver karlinn á myndinni hafi veriđ. Ef til vill var ţetta vinnumađur séra Árna Jónssonar (1849-1916) á Skútustöđum sem einnig var í för međ Tempest Anderson á ţessum slóđum. Hvađ hét karlinn í strýtunni? Allar ábendingar eru vel ţegnar.
Menning og listir | Breytt 16.2.2021 kl. 10:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Brotasilfur - óáfalliđ
31.3.2017 | 13:23
Í ţessari fćrslu má sjá tvćr stórmerkar ljósmyndir sem finna má á vef Hérađsskjalasafns Austurlands. Hér bograr Kristján Eldjárn yfir silfursjóđ sem fannst austur a landi, óáfallinn, áriđ 1980. Eldjárn ţótti vitaskuld, sem eins konar fornleifafrćđingi, furđulegt ađ sjóđurinn kćmi óáfallinn úr jörđu. Ţađ ţykir flestum reyndar enn í dag. Ég held ađ menn séu hćttir ađ leita ađ skýringum. Ţađ er svo óţćgilegt.
Hér má lesa ađrar greinar Fornleifs um ţennan sjóđ:
Det ville som sagt vćre meget beklageligt for skandinavisk arkćologi... (2011) Greinin er ekki á dönsku.
Hvar er húfan mín? (11.12. 2012; sjá síđustu athugasemd neđst)
"Miklu betri en Silvo" (16.12.2012)
Moldin milda frá Miđhúsum er horfin (4.1.2013)
Hvađ fćr mađur fyrir silfur sitt ? (13.4.2013) Í ţessari grein birtist eftirfarandi frásögn:
Auđun H. Einarsson segir frá (1.5. 1997, sjá fćrslu dags. 13.4.2013)
Neđri myndin af vef Hérađssafns Austurlands er unađsleg ljósmynd af finnandanum og syni hans. Gleđin skín úr augum ţeirra. Ekki ţótti finnandanum fundarlaunin góđ, en síđar var bćtt úr ţví fyrir tilstuđlan ţingmanns eins frá Snćfellsnesi og skálds í Reykjavík, sem er sonur fyrrverandi forseta Íslands.
Menning og listir | Breytt 23.5.2021 kl. 18:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
They are back!
29.3.2017 | 23:12
According to the Icelandic press (links a; b; c and d) the new British Ambassador to Iceland, Michael Nevin, twitted about a large yellow casket which he recently received from London. Yesterday Mr. Nevin revealed to the Icelandic public the contents of the big box. In the casked were two oil paintings from 1790 with Icelandic motifs.
The yellow box containing the two paintings has arrived under the curious eyes of Jón Stefánsson Milkmaid (1921). The photography on the Edwardian dresser is of Ambassador Nevin after having delivered his Diplomatic credentials to the Icelandic president Guđni Th. Jóhannesson.
The two paintings, used to hang in the British Embassy in Reykjavík, but were sent to London some 10 years ago for repair at the Government Art Collection GAC (not the National Gallery like the Icelandic media reported). Before they were returned to Reykjavík last week, they went on exhibition in the Whitechapel Gallery in London, as well as in Birmingham and Ulster. For a while, the painting ornated the walls of the Department for Environment, Food & Rural Affairs, at Nobel House, Smith Square in London. But now they are back "home", where they are appreciated more than at an odd meeting on Fine British food and rural affairs, i.e. The Naked Cook and River Cottege.
GAC 4822: The New Geyser, (Icel. Strokkur) a geysir which awoke after an earthquake in 1789. It lost its power in 1896 to reawake in 1963.
The Paintings, showing the famous Icelandic hydrothermal feature Geysir as well as Strokkur in Haukadalur S-Iceland, are entitled The Great Geyser (GAC 4821)and The New Geyser (GAC 4822). They were painted by Edward Dayes (1763-1804), seen here to the left, who was a well known London artist albeit mostly known for his watercolours.
In May 1789, encouraged by the naturalist and patron of science Joseph Banks, John Thomas Stanley (later first Baron Stanley of Alderley) set off from Leith on an expedition to Iceland. His intention was to research the island with his team of 26 experts and assistants. He returned with a collection of dried plants and numerous sketches drawn by Stanley himself or by other crew members. Edward Dayes and Nicholas Pocock were then commissioned to prepare completed drawings and etchings from these amateur studies. Both of the paintings that have now been returned to the UK embassy in Reykjavík base on sketches by the Stanley-expedition skilful draftsmen, and are quite similar to stone-prints made from the same drawings (see below). (See here for more information on Forleifur about Stanley in Iceland)
In 1958 the paintings were bought at a Christie's auction in London from a private collection. They were were bought by Frank T. Sabin Art Dealers in Shaftesbury Avenue, London for the Ministry of Works. After the auction in November 1958 they were listed by the British government Art Collection as:
'The Property of a Nobleman'; by whom sold through Christie's, London, 'Pictures by Old Masters' sale, on 28 November 1958
(Lot 97), as 'The Great Geyser' and 'The New Geyser, Iceland'.
Let us hope that the paintings will hang in the British Embassy in Reykjavík for a long time to come. They are such an important source to Icelandic life in the late 18th century, in an age when Iceland hardly had a painter, except for the autistic Sćmundur Hólm (see here and here in Icelandic), who drew or painted fictive Icelandic motifs which he sold to Danish patrons. Later this year, I hope to take a closer look at the two paintings in the British Embassy in Reykjavík, if I may.
Here are some interesting details from two of the two paintings just returned back 'home': Have a look at the fantastic brass quadrant with a small telescope, fixed on a tripod. They don't make instruments like that anymore.
Thanks: The author would like to thank Andrew Parratt, curator at the GAC in London, for helpful information.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, March 2017.
Menning og listir | Breytt 8.4.2017 kl. 12:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Njósnarar og dátar í stórborginni - hvađ annađ?
20.3.2017 | 10:15
Heljarmenniđ Egill Helgason er alltaf ađ pćla eitthvađ í óttalegri fáfrćđi sinni, en vill ţó helst alltaf hafa á réttu ađ standa. Nú brá svo viđ um daginn ađ hann vissi í ţađ sinn ekki svariđ viđ spurningu sinni. Slíkt kemur óvenju sjaldan fyrir Egil (sjá hér).
Egill vildi láta segja sér hvađa dularfulli mađur gekk inn í mynd af ţýskum dátum fyrir utan Hótel Borg áriđ 1934. Besta tillagan sem borist hefur Agli er ađ ţađ hafi veriđ skákmađurinn Ásmundur Ásgeirsson, sem ţó var aldrei eins hávaxinn og mađurinn sem gekk aftan viđ ţýsku dátana áriđ 1934.
Frank le Sage de Fonteney um 1920, ekki ósvipađur manninum á myndinni frá 1934 - eđa spćjara í síđari tíma 007 kvikmyndum.
Ég fór ađ hugsa máliđ, sem ég get ekki upplýst Egil Helgason um, ţví hann hefur síđan 2005, er hann fór međ dónaskap og ósóma um mig á Silfrinu meinađ mér ađ gera athugasemdir hjá sér.
Ekki Ásmundur skákmađur
Ţetta er öruggleg ekki Ásmundur Ásgeirsson, hugsađi ég međ mér, en hugsanlega Frank le Sage de Fonteney sendiherra Dana á Íslandi, sem var mjög hávaxinn mađur. Hann hafđi töluverđar áhyggjur af veru Ţjóđverja á Íslandi og sendi margar skýrslur til Kaupmannahafnar um ţađ. Honum var ţó örlítiđ í blóđ boriđ ađ dramatísera hlutina. Var Frank kvćntur Guđrúnu Eiríksdóttur, sem áđur hafđi veriđ gift dönskum manni, Tage Mřller, og átti međ honum Birgi síđar ráđuneytisstjóra.
Einnig er til í dćminu, ađ Frank sendiherra hafi veriđ ţarna staddur til ađ njóta góđa veđursins á einum mesta menningarpunkti heimsţorpsins sem hann var sendiherra í. En viđ nánari eftirgrennslan er ég nćr viss um ađ ţarna spígspori sendiherrann ekki, ţví Frank var 54 ára áriđ 1934 og miklu karlalegri en mađurinn á myndinni. Međ ţví ađ skođa skó kauđa sá ég strax ađ hann er í sams konar skóm og dátarnir. Ţess vegna tel ég líklegra ađ sá hávaxni hafi veriđ skipverji á Kreuzer Leipzig, hugsanlega yfirmađur, sem fengiđ hefur ađ fara í bćinn óeinkennisklćddur.
Var hann njósnari? Hvađ var svo sem ađ njósna um áriđ 1934? Mikilvćgi Íslands kom ekki fyrr en međ NATÓ.
Ég á reyndar til afrit af sumum bréfum sendiherrans Frank le Sage de Fonteney um Ţjóđverja til yfirvalda í Kaupmannahöfn og ekki er laust viđ ađ sendiherrann af greifaćttunum hafi veriđ dálítill spćjari, ţegar hann var ekki í útreiđartúr međ íslenskum hrossapröngurum. Hér má lesa meira um hollenska ljósmyndarann Wim van de Poll og samferđakonu hans Anitu Joachim.
Danski sendiherrann var reyndar líka fyrir utan Hótel Borg
Til upplýsingar Agli og öđrum má greina frá ţví ađ til er önnur mynd af dátunum frá Kreuzer Leipzig, ţar sem ţeir koma úr suđurátt og hafa ţá líklega veriđ búnir ađ hrista Frank sendiherra af sér og gefa öndunum. Kannski fór Frank inn á Borg og fékk sér kaffi og líkjör. En ţar sem Egill hafđi myndina sem hann birti á Silfrinu í sl. viku úr borunni á einhverjum Lemúr, er nú ekki nema von ađ hann sé ekki nćgilega vel upplýstur. Hins vegar tel ég víst ađ sendiherrann sitji lengst til hćgri á myndinni hér fyrir neđan. Hann gekk stundum međ baskahúfu, enda franskur húgenotti ađ ćtt. Mynd, ţar sem hann er međ slíka húfu, birtist t.d. af honum í íslenskum og dönskum blöđum áriđ 1939.
Menning og listir | Breytt 26.12.2022 kl. 09:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslenskar kerlingar og karlar í frönskum ritum
14.3.2017 | 20:00
Fornleifur stundar ţađ sem frístundagaman, álíka og lćknar leika sér í golfi, ađ safna teikningum og ristum af íslenskum kerlingum og körlum frá 18. og 19. öld. Á hann orđiđ dágott safn af ţeim sem fyllt gćti heilt óđal í búsćlli sveit. Viđ verđum ađ ţakka Frökkum fyrir ađ eilífa ţessa Íslendinga á seinni hluta 18. aldar, jafnvel ţótt ţeir hafi hugsanlega aldrei séđ Íslendingana sem ţeir teiknuđu.
Ţćr myndi sem sýndar verđa hér úr safni Fornleifs, og sem ekki byggja á teikningum í bók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, Reise igigennem Island (1772), eru einnig flestar franskar. Ţessar frönsku myndir voru einu ásjónur Íslendingar sem lítill hluti af heimsbyggđinni hafiđ séđ síđan ađ íslenskar konur sátu (stóđu) fyrir hjá Albrecht Dürer i Antwerpen áriđ 1521 (sjá hér). Voru teikningar Dürers vitaskuld lítt til sýnis fyrr en 19. öld ţegar ţćr komust í eigu eins af međlimum Rotschild-ćttarinnar, ţeirrar ríku.
Hvort einhver Frakki teiknađi upphaflega ţessi hjón, sem yđur eru sýnd í dag, á Íslandi, eđa hefur látiđ ađrar myndir hafa áhrif á sig skal ekkert fullyrt um hér. Mér hefur dottiđ í hug ađ leiđangrar ţeir sem komu til Íslands á vegum franska greifans Buffons (sjá hér) og sem tók međ sér sauđkind og ţríhyrndan hrút, sem áđur hefur veriđ greint frá á Fornleifi, hafi hugsanlega rissađ upp mynd af Íslendingum af tegundinni homo sapiens, án ţess ađ vilja taka slíka vandrćđagripi međ sér til Frakklands viljuga eđa nauđuga. Frakkarnir vildu miklu frekar hafa međ sér kind og hrút en mannfólk, enda voru ţeir dýrafrćđingar. Ástand Íslensku ţjóđarinnar var vissulega slćmt á síđari hluta 18. aldar, en Íslendingar voru hvorki í svo mikilli útrýmingarhćttu, né ţađ hrjáđir og dýrslegir í útliti ađ útlenskir ferđalangar vildu hafa spesímen af ţeim međ sér á fćti til Frans.
Rúmri hálfri öld síđar tóku ađrir Frakkar afsteypur af Íslendingum og höfđu síđar til sýnis í konungshöllinni í París (sjá hér). Segiđ svo ekki ađ íslensku afdalafólki hafi ekki veriđ sýndur áhugi. Vive la France!
Homme Islandois & Femme Islandois (1788)
Fyrsta gerđ mynda af íslenskum karli og konu (sjá efst) sem birtist á bók í Frakklandi eru tvćr myndir af Homme Islandois og Femme Islandois. Ţau birtust í 10. bindi í ritröđ um búninga ţjóđanna eftir Jaques Grasset Saint-Sauveur, sem ber heitiđ Costumes Civils actuels de tous les Peuples connus. Bindiđ sem íslensku hjónin birtust komu út áriđ 1788. (Sjá myndirnar efst; Hér geta menn flett bókinni sem gefin var út af Pavard útgáfunni í París). Myndirnar voru teiknađar af Felix Mixelle.
Mađur getur leyft sér ađ velta ţví fyrir sér, hvort íslenska konan í bók Grasset Saint-Sauveur hafi veriđ teiknuđ eftir mannamyndunum úr einhverjum af útgáfum af bók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, Reise igiennem Island, sem kom fyrst út í Sorř áriđ 1772 (2. bindi, sjá hér). Ţađ tel ég ţó nćsta ólíklegt, og karlinn hjá Eggerti og Bjarna skilar sér alls ekki á teikninguna af íslenska karlinum hjá Grasset Saint-Sauveur.
Ţess ber ađ geta ađ áriđ 1788 komu út ađrar myndir af íslenskum hjónum í nágrenni Heklu og öđrum Íslendingum viđ sođningu viđ Geysi í Haukadal. Í enskri bók, nánar tiltekiđ í 1. bindi af bók síra John Trusler: The Habitable World Descirbed; Or the Present State of the People in all Parts of the Globe, from North to South: Showing The Situation, Extent, Climate, Productions, Animals, &c. of the different Kingdoms and States; Including all the new Discoveries: etc. & etc. Part I., London 1788. Leifur á einnig ţessa bók og sömuleiđis úrrifnar myndir úr öđru eintaki í safni sínu. Myndirnar af Íslendingum í bókinni eru heldur ekki fyrirmyndir íslensku hjónanna í frönskum búninga og landfrćđiritum.
Homme de L´Islande & [Femme de L´Island] í Costumes de Différent Pays (1797)
Áriđ 1797, tćpum áratug eftir ađ Homme og Femme Islandois komu út í bók Grasset Saint Savieurs um búninga heimsbyggđarinnar, kom út rit međ endurteiknuđum myndum Grasset Saint-Saveurs sem gefin var út í Bordeaux undir ritstjórn útgefanda sem hét Labrousse. Bókin bar heitiđ Dostumes de Différent Pays.
Fornleifur á ţví miđur ađeins karlinn, sem ég keypti nýveriđ í Frakklandi af fornbóksala. Einhvern tíma hefur hann líklega veriđ rifinn út bókinni, ţví myndirnar gáfu fyrir nokkrum árum meira í ađra hönd en ef reynt var ađ selja bókina. Slíkt skemmdarstarfsemi hefur lengi tíđkast og eru bćkurnar nú orđnar svo sjaldséđar og svo dýrar ađ ţessi ljóti siđur er sem betur fer sjaldgćfari en áđur. Ég leita enn ađ konu fyrir karlinn. Ţessi kona hér fyrir neđan á ég ekki en hún á heima á LACMA listasafninu í Los Angeles og ţví ugglaust ekki til fals fyrir piparsveininn á óđali mínu. Ef ég nć í konu fyrir hann, og hann er ekki hommi, bíđ ég í brúkaup í beinni á Fornleifi međ tölvukampavíni og ódövrum.
Konan í Los Angeles
Hjón í Tableau historique, descriptif et géographique de tous les peuples du monde (1821)
Á öđrum og ţriđja áratug 19. aldar gaf forlagiđ Lecrivain í París út verk í litlu broti um landafrćđi og menningu fólks í heiminum. Áriđ 1821 var Íslandi gerđ skil. Listamađurinn sem fenginn var til ađ sýna hina hrjáđu íbúa ţessa eldfjallalands tók hjón Felix Mixelle frá 1788 og pússađi ţau saman á eina mynd. Ţetta gera útgefendur víst til ađ spara, en samt var einnig pláss fyrir Heklu í bakgrunninum. Karlinn er enn međ sinn svarta ţríhyrnuhatt, stafinn og skikkjuna góđu. Konan er einnig kopípeistuđ úr fyrrnefndum frönskum verkum. Mér líkar einstaklega vel viđ uppgrćđsluátakiđ á ţessari mynd. Svo virđist sem listamanninum hafi ţótt viđ hćfi ađ setja eina Alaskaösp eđa álíka stórviđ í bakgrunninn. Ég held mikiđ upp á ţessi menningarhjón sem ég hef leyft mér ađ kalla Vigdísi og Geirharđ í höfuđiđ á frumkvöđlum ţeim sem kenndu frönsku á RÚV í árdaga.
Costumes Civils Actuels Des tous les Peuples Connus, dessines d´apres nature, graves et colories (1830)
Áriđ 1830 birtust loks íslensk hjón, sem skyld voru ţeim fyrrnefndu í fyrsta bindi fjögurra binda ritrađar Silvain Marechals, sem hann kallađi Costumes Civils Actuels Des tous les Peuples Connus, dessines d´apres nature, graves et colories, sem út kom í París (Hér er meira ađ segja hćgt ađ skođa bókina). Fornleifur á ţessi hjón í tveimur eintökum og búa ein ţeirra ugglaust á Suđurlandi og hin einhvers stađar á Snćfellsnesi.
Vona ég ađ lesendur hafi haft gaman af ţessari myndlistasýningu Fornleifs, sem verđur opinn um óákveđinn tíma. Ţetta er ekki sölusýning.
V.Ö.V. í mars 2017
Menning og listir | Breytt 17.9.2019 kl. 02:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Ţrjú gos eftir hádegi
5.2.2017 | 19:38
Á upplýsingaöld og vel fram á 19. öld hungrađi fólk í Evrópu eftir upplýsingum og myndum frá hinu framandi Íslandi. Oft gerđist ţađ, sökum myndaleysis, ađ ţeir sem sögđu frá Íslandi á einn eđa annan hátt, tóku upp á ţví ađ skálda í eyđurnar. Listamenn voru fengnir til ađ búa til myndir frá Íslandi, sem sođnar voru upp úr ţví litla sem menn vissu og ţekktu fyrir. Útkomurnar úr ţví gátu oft veriđ mjög spaugilegar.
Áriđ 1795 hófst merkur ţýskur bókaútgefandi í Weimar, Friedrich Johann Berduch ađ nafni (1747-1822, sjá mynd til vinstri), handa viđ ađ gefa út mikla ritröđ sem var ćtlađ heldri manna börnum til frćđslu og uppbyggingar. Verkiđ bar heitiđ Bilderbuch für Kinder: enthaltend eine angenehme Sammlung von Thieren, Pflanzen, Früchten, Mineralien etc., og kom verkiđ út í 12 bindum frá 1795-1830. Tvö bindanna komu út eftir dauđa hans. Tólf binda frćđandi myndabók. Minna mátti ţađ vitaskuld ekki vera í hinum ţýska heimi.
Ísland, Íslendingar og íslensk náttúra voru tekin fyrir í tveimur bindanna, 4. bindi og (1802) og ţví 9. (1816).
Myndabćkurnar voru mikiđ verk og vandađ fyrir sinn tíma og myndir sumra ţeirra voru handlitađar. En galli var á gjöf Njarđar eins og fyrr segir ţegar fjarlćg lönd voru til međferđar, ţví oft lá ekki fyrir gott myndefni. Ţá tóku frumkvöđlar upplýsingarinnar upp á ţví ađ miđla tilbúningi eins og ţremur gosum.
Ţrjú gos og lautarferđ í Haukadal
Áriđ 1802 í fjórđa bindi verksins birtist vandlega unnin koparstunga sem sýna á landslag á Íslandi. Fremst í myndinni er Geysir samkvćmt textanum og Hekla og annađ eldfjall sést í bakgrunninum.
Skýringartextinn viđ myndina er ekki bara á ţýsku (Der Geyser und Hekla auf Island), heldur einnig frönsku (Le Geyser et le Hecla en Islande), ensku (The Geyser and Heckla in Iceland) og ítölsku (Il Gyser ed il Monte Heckla nell' Islanda), ein blađsíđa fyrir hvert tungumál (sjá hér). Ćtlunin var ađ heldrimannabörnin sem skođuđu hinn framandi heim myndanna lćrđu um leiđ ţrjú erlend tungumál. Jawohl!
Eru ţetta Íslendingar viđ "Geyser". Svona var ţetta kannski ţegar allir Íslendingar áttu hverinn. Ţrjú gos á sama dagi er reyndar enn blautur draumur ţeirra Íslendinga sem nú mata krókinn ćđi grćđgislega og mergsjúga ferđamennskuna á hinu heillandi Íslandi.
Ađrar myndir frá Íslandi voru í 9. bindi ţessarar frábćru myndabókar fyrir börn í tólf bindum og á fjórum tungumálum. Meira um ţćr í nćstu upplýsingaaldargrein Fornleifs.
Myndin er úr einkasafni yngri og fríđari bróđur Fornleifs.
V.Ö.V. febrúar 2017
Menning og listir | Breytt 2.5.2020 kl. 11:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Eruptions Volcaniques
24.1.2017 | 12:35
Ţessa mynd, sem Fornleifur eignađist nýlega, er ađ finna á stílaörk (tvíblöđungi) sem unglingar í Frakklandi skrifuđu á stutta tímastíla og próflausnir sínar á síđari hluta 19. aldar.
Á ţessa örk hefur unglingur međ fallega hönd skrifađ um eignarfornöfn, les pronoms possessifs.
Slíkar arkir voru mikiđ notađar af Frökkum og var upplýsingaefni međ myndefni af öllu á milli himins og jarđar á forsíđu arkarinnar og frćđandi texta á baksíđunni.
Myndin sem er öll hin ćvintýralegasta á ađ sýna Eldgos (Eruptions Volcaniques), n.t. í Heklu og Geysi (Les Éruptions de l'Hécla, les Geysers (Islande). Ţegar á 19. öld gerđu menn sér grein fyrir ţví ađ eldgos vćru frábćrt landkynningarefni.
Stúlkuna međ krókfaldinn í söđlinum, sem virđist flýja hamfarirnar, nema ađ hún sé ríđandi gćfum túrhesti, hefur listamađurinn ţekkt frá öđrum myndum og vitanlega gamla góđa Geysi. En Hekla er ţarna hrein hugarsmíđ. Efst i vinstra horninu er skeytt inn lítilli mynd sem sýnir smala og fjárflokk hans, sem og furđulega hóla og eitthvađ sem virđist vera hellir. Ég kannast ekki viđ ţennan stađ en fjöllin minna mig á ýktan fjallasal í prentmyndum af Hólum í Hjaltaldal í bók Ebenezer Hendersons frá 1819.
Menning og listir | Breytt 1.5.2024 kl. 07:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ferill Fornleifaráđherranns í annálum Fornleifs
25.12.2016 | 08:33
Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson er sagđur ofsóttur mađur. Ţví trúir mađur nú mátulega, enda tala öll verk hans sínu skýra máli. Flestir ţekkja stjórnmálaferil og skipbrot ţessa fyrrverandi RÚV-fréttamanns og tćkifćrissinna sem nú á sér helst vini í fólki sem ímyndar sér ađ hann hafi einn komiđ í veg fyrir Icesave-afhrođiđ.
Fćrri muna kannski ađ hann gerđist einnig Ţjóđmenningaráđherra. Fornleifur fylgdist ţví vel međ ferli Sigmundar sem ráđherra. Jafnvel betur en George Soros og ađrir sem sakađir eru um ađ hafa brugđiđ fótum fyrir hinn heimsţekkta íslenska kökudeigsdreng.
Um leiđ og Leifur forni óskar lesendum sínum gleđilegra Jóla, leyfir hann sér ađ minna á greinar sínar um Sigmund og menningararfinn og ţađ siđleysi sem einnig tíđkađist í "Ţjóđmenningarráđuneytinu".
Nýlega kom út bókin Ţjóđminjar, rituđ af eins konar "ráđuneytisstjóra" Sigmundar í antikráđuneyti hans. Ţar er ađ öllu ađ dćma sögđ saga Ţjóđminjasafns Íslands. Ekki býst ég viđ ţví ađ sagan sé rétt sögđ í ţeirri bók og ţađ geri ég alveg kaldur án ţess ađ hafa lesiđ hana. Ég ţekki nefnilega höfundinn. Hér fyrir neđan má lesa greinar um Ţjóđmenningarráđuneytiđ sem hún starfađi fyrir og ţađ sem hún ćtlađi sér ađ fá fyrir snúđ sinn fyrir "störf" sín ţar. Er nokkuđ af ţeim upplýsingum sem lesa má í pistlum Fornleifs međ í bókinni? Varla. Eins rotiđ og ráđuneytiđ var og ráđherrann spilltur og firrtur, jafn satt er allt sem lesa má í pistlum Fornleifs um "ţjóđmenningarráđuneyti" Sigmundar og starfsmann ţess:
Úr annálum Fornleifs:
2013
16.10.2013. Kattarslagurinn um ţjóđmenninguna og ţjóđararfinn
13.11.2013 Fjórar drottningar í einum sal
2014
31.3.2014 Mikilvćg verđmćti
19.4.2014 Menninga19.4.2014rarfspizzan
6.5.2014 Beđiđ eftir Skussaráđuneytinu
2015
19.3.2015 Vangaveltur um Ţjóđmenninguna og ESB
22.3.2015 Alveg eins og í henni Evrópu
2016
24.2.2016 Hinn mikli samruni Fornleifaráđherrans
25.2.2106 Sigmundur lögleysa
26.2.2016 Starf án vinnu. Hvađ er nú ţađ??
7.4.2016
Falliđ mikla. Ómenning grafin upp á Panama og Bresku Jómfrúareyjum
8.6.2016 Birtingarmynd spillingarinnar
Veislan í algleymingi.
Fornleifur reyndist sannspárri en íslenska völvan sem lengi hefur hjálpađ Dönum ađ sjá inn undir hulu framtíđarinnar. Í apríl 2014 ritađi Fornleifur ţetta:
"Öllu líklegra tel ég, ađ áleggiđ á hjálparflatbökum til skuldsettra "fórnarlamba" eigin grćđgi og óraunsćis verđi m.a. sótt til ţess sem skoriđ verđur af í menningararfinum og menntakerfinu. Ţau fáu grjúpán og sperđlar sem fariđ hefđu í aska menningararfsins í góđćrum enda nú sem phoney baloney á pizzum menningarbakarans mikla. Ţannig verđur ţetta međan ađ fjármagni ríkisins verđur hellt í kosningapizzur Framsóknarflokksins. Rýr hefur kosturinn hingađ til veriđ, en óđal Simma bónda er ekkert menningaheimili, ţótt hann kunni ađ baka pizza fiscale."
Menning og listir | Breytt 26.12.2016 kl. 09:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)