Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2013

Valkyrja fannst á Fjóni

valkyrja_odense_bys_museer
 

Ţessi fagri gripur, sem hér sést frá öllum hliđum, fannst á Hĺrby á Fjóni. Vitanleg, eins og alltaf, voru ţađ menn međ málmleitartćki sem fundu ţessa litlu styttu. Slík tćki má ekki nota á Íslandi til ađ leita ađ fornleifum og ţađ er ekki hćgt ađ undirstrika ţađ of mikiđ. Ég ćtla ekki ađ upplýsa meira um gripinn, en hér er hćgt ađ lesa frekar.

Mér ţótti ţetta svo skemmtilegur fundur, ađ ég varđ ađ deila honum međ ykkur. Ţetta er greinilega ekta valkyrja frá 9. öld og hún er sćt og snoppufríđ. Hún bítur ekki óđ í skjaldarrönd eđa er međ brjóstaslettur á sverđi - eđa skegg. Menn höfđu góđan smekk í Valhöll forđum. Ţar hafa menn, eins og alls stađar, veriđ karlrembusvín sem vildu hafa valkyrjurnar sexí og sćtar.

Ţađ skal ţó tekiđ fram ađ listamađurinn hefur séđ til ţess ađ ekki sést í brjóstaskoruna á valkyrjunni. Ef svo hefđi veriđ, hefđi ég ekki geta sýnt Íslendingum ţessa mynd.

valkyrie_1_foto_morten_skovsby
 

Ljósmynd efst: Asger Kjćrgaard, Odense Bys Museer; Ljósmynd neđst: Morten Skovsby, finnandi myndarinnar.


Týnda tákniđ

Kambur Stöng 3

Nú haldiđ ţiđ ađ ég sé enn og aftur ađ fara ađ skrifa um týnda gripi á Ţjóđminjasafninu. Nei, ţar er fćst týnt, geymt eđa grafiđ.

Eitt er ţađ forna skreyti, sem ég er nokkuđ viss um ađ sé eitt ţađ algengasta á fyrri öldum. Ţađ hefur veriđ notađ jafnt á Íslandi, sem í Kína og Egyptalandi, međal Indíána, Sama og Rómverja. Engin tengsl eru nauđsynlega á milli ţeirra sem notuđu ţetta skreyti. Ţađ er einnig tilfelliđ á Íslandi. Ţetta munstur er svo einfalt, ađ varla er hćgt ađ kalla ţađ stíl, og svo alţjóđlegt og algengt í tíma og rúmi, ađ ţađ er til einskis nýtt viđ tímasetningu, eins og mađur getur ţó varlega međ öđrum stíltegundum, eins og t.d. dýrastíltegundunum víkingaaldar.

100px-Sun_symbol_svg

 

Mynstur ţađ sem hér um rćđir er punktur og hringur utan um. Englendingar kalla ţetta circle dot, dot and circle eđa jafnvel circled dot, sem lýsir öllu sem lýsa ţarf. Hálfguđ okkar íslenskra fornleifafrćđinga, Kristján Eldjárn, kallađi ţetta depilhringi og er ţá ágćtt heiti.

Ţetta "tákn" hefur t.d. veriđ notađ af Dan Brown í bókinni The Lost Symbol, sem á íslensku heitir Týnda tákniđ.  Menn leggja mismunandi skilning í hvađ depilhringir getur táknađ, ef ţađ táknar ţá nokkuđ, og er ekki bara einfaldasta mynstur/skreyti sem til er, og sem er einfalt ađ grafa eđa slá í málm eđa bein međ ţar til gerđu verkfćri, til dćmis ţar til gerđum síl eđa járnal (grafal). Ég les alls ekki Dan Brown, svo ég veit ekki hvađa ţýđingu hann leggur í ţetta "tákn". Ég hef ţó heyrt ađ sumir sjá í ţessu alsjáandi auga eđa tákn fyrir Jesús. Ţađ held ég ađ sé langsótt hringavitleysa.

Hér sýni ég lesendum mínum safn fallegra gripa á Ţjóđminjasafni Íslands, sem fundist hafa á Íslandi og sem eru skreyttir međ ţessu einfalda munstri. Sumir depilhringirnir eru grafnir međ sýl og ađrir slegnir međ grafal. Ţetta skreyti finnst á gripum út um allt land sem notađir voru á löngu tímabili. Man ég t.d. eftir kefli úr sauđalegg, sem til er á Ţjóđminjasafninu, sem alsett er ţessu skreyti. Ţó virđist sem depilhringurinn hafi veriđ sérlega algengur í Ţjórsárdal. En ekki vil ég leggja of mikiđ í ţađ.

Kambur Stöng teikn 85 2
Ţjms. 13829, Ljósm. og teikn. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Kambar Skallakot 3 

Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1983

Kambar frá Stöng (Ţjms. 13829) og Sámsstöđum í Ţjórsárdal (númer 30 og 31 í uppgreftri Sveinbjarnar Rafnssonar sem ţar fór fram sumrin 1971-72; Sjá hér). Kambarnir eru af gerđ (hřjryggede enkeltkamme) sem algengir voru í Noregi á 12. öld. Aldursgreining á kömbunum í t.d. Björgvin og Ţrándheimi í Noregi var ein af mörgum ástćđunum til ţess ađ ég dró tilgátu Sigurđar Ţórarinssonar um eyđingu allrar byggđar í Ţjórsárdal í gosinu í Heklu áriđ 1104 í efa. En sú meinloka, ađ halda ađ  Ţjórsárdalur hafi fariđ í eyđiđ áriđ 1104 er harla lífseig. Jafnvel eftir ađ ađrir fornleifafrćđingar en ég hafa reynt ađ gera ţá skođun ađ sinni eigin, er enn veriđ ađ kenna börnum vitleysuna í skólum landsins og ljúga ţessu ađ ferđamönnum (sjá hér). Ađrir kambar en Ţjórsárdalskambarnir, međ depilhringaskreyti, en eitthvađ eldri, eru einnig varđveittir á Ţjóđminjasafni Íslands, en ég á víst ekki tiltćkar myndir af ţeim.

Prjónn Steinastadir

Ljósmynd og teikning Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson  

Nál úr bronsi, rúmlega 6 sm löng, međ hnattlaga haus úr bronsi sem fannst viđ rústina á Steinastöđum í Ţjórsárdal áriđ 1960 (skráđ í ađfangabćkur Ţjms. sem 1960:42). Svipađar nálar en fíngerđari og úr silfri eđa gulli teljast venjulega til 10. og 11. aldar.

Prjónn 2 sh

 Ljósmynd V.Ö.V. 1988

Hringprjónn (dálkur), Ţjms. 5252, frá Hróarsstöđum í S-Ţingeyjarsýslu. Prjónninn er ađeins 6,2 sm langur og er úr bronsi. Prjónninn, sem er međ 6 depilhringi á haus og 3 á prjóninum,fannst eins og svo margt á Íslandi í uppblćstri. Fyrir mörgum árum teiknađi ég og ljósmyndađi alla dálka sem fundust höfđu á Íslandi og sendi Thomas Fanning, sem var írskur fornleifafrćđingur (einnig prestur/munkur) og , sem í árarađir hafđi rannsakađ hringprjóna á Írlandi og annars stađar. Ég kynntist Fanning lítillega í Danmörku. Ţví miđur dó Thomas Fanning um aldur fram og ég fékk aldrei neinar aldursgreiningar frá honum. Áriđ 1994 kom hins vegar út verk hans Viking Age Ringed Pins from Dublin. Samkvćmt tegundafrćđi hringprjóna í ţeirri bók, sem byggđi á rannsókn Fannings á fjölda hringprjóna sem fundust viđ fornleifarannsóknir í Dublin á 7. áratug 20. aldar, virđist ţessi prjónn á grundvelli annarra áreiđanlegra aldursgreininga vera frá 11. öld. Ţessi tegund telst til Polyhedral headed ringed pins. Síđar verđur hér fariđ betur inn á hringprjónana sem varđveittir eru í Ţjóđminjasafni Íslands. Ţeir eru í dag eru sýndir í stílfrćđilegri og tímatalslegri belg og biđu sem sýnir vćntanlega ađ ţekking starfsmanna á ţessum gripum hefur ekki aukist síđan ađ Kristján Eldjárn ritađi sitt ágćta rit Kuml og Haugfé í heiđnum siđ á Íslandi 

329
Hringur

Beinhólkur (Ţjms. 329) sem fannst áriđ 1866 í dys viđ Rangá eystri. Á hólknum eru ristar (krotađar, svo notuđ séu orđ Eldjárns) myndir af tveimur hjörtum (eđa hreindýrum) í frekar Vest-norrćnum stíl. Hirtirnir bíta lauf af stílgerđu tré (lífsins tré/arbor vitae). Hirtir sem er mjög kristiđ (einnig gyđinglegt: Zvi) tákn sem táknar hreinleika eđa sál. Svo eru á hólkinum fjórir depilhringir. Menn hafa sökum skreytisins og fundastađarins taliđ sér trú um ađ hringur ţessi hafi tilheyrt Hirti bróđur Gunnars á Hlíđarenda. Stílfrćđilega getur ţađ ekki stađist. Bergsteinn heitinn Gizurarson brunamálastjóri fór árin 1996 og  2000 á skeiđ í hugmyndafluginu í ţremur áhugaverđum greinum í Lesbók Morgunblađsins ţegar hann skrifađi um ţennan grip. Tengdi hann hólkinn vítt og breitt um steppur Asíu (sjá enn fremur hér). Ekki tel ég ástćđu til ađ rengja hugmyndir Bergsteins, en mađur velur hverju mađur trúir.  

Nálhús Stöng 1983:25 Copyright VÖV

Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1995

Nálhús úr bronsi sem fannst á Stöng í Ţjórsárdal áriđ 1983 (Stöng 1983:25). Nálhúsiđ (sjá meira hér), sem er ađeins 4,5 sm ađ leng fannst neđst í gólfi skálarústarinnar sem er undir ţeim skála sem menn geta enn skođađ á Stöng í Ţjórsárdal. Nálhúsiđ er álitiđ vera af aust-norrćnni gerđ. Nálhúsiđ er frá 11. öld. 

Bjalla 2 
Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1989.
Batey bjalla 2

Bjalla úr bronsi, 2,5 sm, ađ hćđ međ depilhringum (Ţjms. 1198). Fundin í kumlateig á Brú í Biskupstungum (Kumlateigur 29, skv. kumlatali Kristjáns Eldjárn í Kumli og Haugfé,1956, bls. 62-3). Bjallan og annađ haugfé fannst fyrir 1880 af 10 ára stúlku og föđur hennar. Kristján Eldjárn taldi víst, ađ ţar sem steinasörvi (perlur) og bjalla hafi fundist á sama stađ og vopn og verjur, ađ ţarna hafi veriđ a.m.k. tvö kuml, karls og konu. Kristján Eldjárn gekk ekki međ perlur (sörvitölur) svo vitađ sé, en ţađ gerđu hins vegar forfeđur hans. Ekki getur ţví talist ólíklegt, ađ fundurinn sér úr kumli eins karls. Tvćr ađrar bjöllur svipađar hafa fundist á Íslandi, ein í kumli karls, hin úr kumli konu. Svipuđ bjalla, sem fannst sem lausafundur á Freswick Links á Caithness á Skotlandi, er sýnd hér til samanburđar (sjá enn fremur hér).

nordlingaholl

Kirkjukambur úr bronsi, frá Norđlingahól hjá Melabergi á Miđnesi í Gullbringusýslu. (Ţjms. 5021). Sjá meira um kambinn hér hér.


Fortíđarsyndir á 150 ára afmćlinu

Týndur hlutur er ekki alltaf glatađur
 

Nýveriđ var hér á blogginu greint frá ţví hvernig Ţjóđminjasafniđ vill koma skikki á varđveislumál sín og afhendingu fornleifa sem finnast viđ fornleifarannsóknir til safnsins (sjá hér og hér). Kannski var líka kominn tími til ţess á 150 ára afmćli safnsins? Sumir telja hins vegar ađ Ţjóđminjasafniđ sé ađ fara inn á starfssviđ nýrrar stofnunar, Minjastofnunar Íslands, en ekki ćtla ég ađ dćma um ţađ.

Í sambandi viđ tillögur ađ drögum ađ nýjum reglum sem Ţjóđminjasafniđ vinnur ađ um afhendingu gripa til safnsins hafđi ég samband viđ Ţjóđminjavörđ međ skođanir mínar. Ţjóđminjasafniđ leitađi til fornleifafrćđinga um tillögur. En um leiđ og ég gaf álit bađ ég einnig um skýringar á ţví hvađ varđ um forngripi úr járni sem fundust viđ rannsóknir á Stöng í Ţjórsárdal sem afhentir voru Ţjóđminjasafni Íslands til forvörslu áriđ 1984. Sjá enn fremur hér.

Ég hef margoft bent á, ađ hvarf gripa og sýna er stađreynd á Ţjóđminjasafni Íslands (sjá t.d. hér), og víst er ađ ţar á bć vilja menn sem minnst rćđa um ţađ mál. Sérstaklega nú á 150 ára afmćlinu. Safn sem glatar og týnir einhverju er vitaskuld ekki gott safn. Söfn eiga ađ varđveita. Ţađ liggur í orđinu. Lilja Árnadóttir safnvörđur, sem týnt hefur sýni sem hún sjálf lét taka viđ mikilvćga rannsókn á varđveisluskilyrđum silfurs á Íslandi, vill ekki einu sinni svara fyrirspurnum um ţađ hvađ varđ um sýniđ. Ţví verđ ég víst ađ biđja Menntamálaráđuneyti um ađ sćkja svör fyrir mig. Hver veit, kannski ţarf rannsóknarlögregluna í máliđ?

Stöng 1984
Frá rannsóknum á Stöng í ágústmánuđi 1984. Ţá var fór fram mjög vönduđ rannsókn fyrir fjárveitingu úr Ţjóđhátíđarsjóđi, en Ţjóđminjasafniđ eyđilagđi rannsóknarniđurstöđur. Safninu var ekki treystandi. Nú vilja menn hvorki rćđa um fyrri tíma vanda né viđurkenna hann.
 

Alls fundust 50 gripir viđ tveggja vikna rannsókn á Stöng í Ţjórsárdal sem fór fram 11. ágúst til  og međ 2. september 1984. 33 gripanna voru úr járni. Áriđ 1993, er ég hóf störf á Ţjóđminjasafni Íslands, uppgötvađi ég mér til mikils hryllings ađ járngripirnir sem fundust á Stöng áriđ 1984 lágu allir undir skemmdum. Ég fann ađeins ryđguđ brot og járnryk í kössunum. Kristín Sigurđardóttir, núverandi yfirmađur Minjastofnunar Íslands (einnig kallađ pólska spilavítiđ), sem ber ábyrgđ á ţví ađ svo kölluđ Ţorláksbúđ hefur veriđ reist í Skálholti og sem ćtlar sér ađ fara ađ reisa suđrćna villu ofan á órannsökuđum rústum á Stöng í Ţjórsárdal, hafđi ekki gert neitt viđ forngripina. Áriđ 1984 var hún forvörđur á Ţjóđminjasafni Íslands og tók ađ sér ađ forverja gripina 50 sem fundust.

40-1984 Stöng

Hnífur ţessi međ leifum af tréskafti fannst ţann 22.8. 1984 í svćđi SC, í torfvegg skálans sem er undir rústinni sem nú liggur undir skemmdum vegna ađgerđaleysis Ţjóđminjasafns, Fornleifaverndar Ríkisins og Minjastofnunar Íslands síđan 1996. Hvernig ćtli  fundur Stöng84:40 líti út í dag? Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1984.

Úr skýrslu 1984

Teikningar af forngripum í rannsóknarskýrslu frá 1984. Teikn. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1984.

Fyrir rannsóknarskýrslu fyrir rannsóknina, sem ég sendi ţjóđminjasafninu, hafđi ég teiknađ og ljósmyndađ suma járngripina og eru ţađ einu heimildirnar, fyrir utan fundarstađ og mćlingu á ţeim og lýsingu, sem til eru í dag um ţá fornmuni sem látnir voru grotna niđur á Ţjóđminjasafni Íslands. Ekki teiknađi ég alla gripi eđa ljósmyndađi. Ţá var mađur ekki međ stafrćnar myndavélar eđa skanna og mađur nýtti tímann frá ţví ađ mađur lauk rannsókninni ţar til mađur fór af landi brott til náms mjög vel og teiknađi ţađ sem mađur gat og ljósmyndađi. Forverđirnir og Ţjóđminjasafniđ stóđu hins vegar ekki viđ skyldur sínar. En rannsóknarleyfiđ fyrir rannsókninni á Stöng hafđi Ţjóđminjavörđur gefiđ og ţar međ skyldađ rannsakendur til ađ afhenda forngripi ađ rannsókn lokinni.(ţetta var fyrir daga fornleifanefndar) og skuldbatt safniđ sig til ađ forverja gripina.

Ég hef beđiđ Ţjóđminjavörđ um skýringar á ţessu, en hún svarar engu um ţetta mál. Hún trúir nefnilega á hugskeyti, ţví ţegar ég minnti hana um daginn á erindiđ, ţá segist hún hafa fengiđ hugskeyti, en hún svarađi samt ekki spurningum. Ég sendi reyndar ekki hugskeyti, mér ađ vitandi, og hef ekki móttakara fyrir slíkar sendingar frá öđrum. Reyniđ ekki einu sinni. Veffangiđ er öruggara vilhjalmur@mailme.dk

Ég hef einnig beđiđ Ţjóđminjavörđ um ađ leita skýringa hjá Kristínu Sigurđardóttur á ţví sem hún var ađ gera áriđ 1984. Skýringar hef ég enn ekki fengiđ. Biđ ég hér međ opinberlega forstöđumanns Minjastofnunar Íslands ađ skýra af hverju hún lét forngripi frá Stöng í Ţjórsárdal grotna niđur og eyđileggjast áriđ 1984. Ćtlar hún ađ sýna ferđamönnum ţetta afrek sitt í 700.000.000 kr. yfirbyggingu á Stöng sem hún ćtlar ađ reisa yfir frekjulega valdníđslu sína án ţess ađ hafa nokkra samvinnu viđ ţann fornleifafrćđing sem rannsakađ hefur á Stöng í Ţjórsárdal? Ţađ held ég. Ţví hann hefur ekkert heyrt.

150 ára
"Týndur hlutur er ekki alltaf glatađur" (Ţór Magnússon 1988)

Gyđingar í hverju húsi

BenThors

 

Áriđ 2004 birtist tímaritsgrein eftir mig sem bar heitiđ Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004. Greinin innihélt stutta og hrađlesna sögu gyđinga á Íslandi. Ţar kom margt fram sem ekki hafđi veriđ vitađ eđa birt áđur, og annađ var leiđrétt. 

Fyrir útgáfu ţessarar greinar hafđi kaflinn um gyđinga í Íslandssögunni (hans Ţórs Whitehead) mest fjallađ um ađ Framsóknarmenn hafi veriđ verri viđ gyđingana en Sjálfstćđismenn - og ţađ er nú alls ekkert víst. Grein mín var langt frá ţví ađ vera tćmandi ritgjörđ og í henni voru reyndar nokkrar smávćgilegar villur. Greinin hefur einnig fengiđ gífurlega lesningu á vefsíđu, ţar sem hún var einnig gefin út. Hún kom síđar út í bók. Upphaflega kom hún reyndar út á dönsku í styttri gerđ í ársriti sögufélags danskra gyđinga Rambam sem ég ritstýrđi um tíma.

 

Gyđingahatur á Íslandi 

Gyđingaţjóđin er svo forn, ađ hún telst til fornleifa, og ţess vegna er viđ hćfi ađ skrifa um hana hér. Einnig ţess vegan ćtti fyrir löngu ađ vera búiđ ađ friđa hana.

En öfgamenn á öllum "vćngjum" vilja einatt eyđileggja ţađ sem gamalt er, til ađ skapa ţađ sem ţeir kalla á öllum tungumálum "Dögun". Ţeir vilja byrja međ "hreint borđ" og "frá grunni" (ţeir eru fundamentalistar og róttćkir), og hvađ er ţá verra en gamalt, gagnrýniđ og gyđingar. Gyđingar hafa ţví međ fornleifum, trúarbrögđum og öđru veriđ byltingarmönnum ţyrnir í augum. Jafnvel Karl Marx hatađi gyđinginn í sjálfum sér. Gyđingaţjóđin hefur veriđ svo lengi til, ađ sumir vilja ólmir útrýma henni og rétti hennar til ađ vera til. Ţađ mun aldrei takast. Sanniđ til. 

Á Íslandi hafa gyđingar alltaf veriđ svo fáir, ađ ekki fara sögur af skipulögđum gyđingaofsóknum - ja fyrir utan ađ gyđingar á Íslandi hafa upplifađ ađ bílar ţeirra voru eyđilagđir ţegar stríđ var í Miđausturlöndum. Ţeir ţurfa ađ horfa upp á ađ sjúklegur gyđingahatari fćr ađ spređa galli sínu á Moggablogginu. Mađur nokkur, Arnold Eisen, gyđingur frá Bandaríkjunum, gekk fyrir nokkrum árum međ kippah, kollhúfu gyđinga í Reykjavík, og lenti í hremmingum. Hann skrifađi um ţađ vefgrein í Ísrael sem Morgunblađiđ greindi frá: 

Skömmu síđar rákust Eisen og kćrasta hans á hóp skólabarna á aldrinum 12-15 ára sem voru í skođunarferđ líkt og ţau. "Ég stöđvađi bifreiđina og fór út til ţess ađ taka mynd og sá einn drengjanna grípa um öxl félaga síns til ţess ađ ná athygli hans og benda á höfuđ sér og síđan á mig, segjandi eitthvađ um kollhúfu gyđinga sem ég var međ á höfđinu. Og ţá var áhugi félagans vakinn, hann smellti saman hćlunum og gerđi Heil Hitlers-kveđju. Margir af krökkunum fóru ađ hlćja,"  Sjá hér .

Gyđingahatur á Íslandi er ţví miđur stađreynd og ţađ eykst fremur en hitt. Ég fletti ađeins veraldarvefnum áriđ 2006 og á einni kvöldstund safnađi ég ţessu saman. Ţar er međal annars ađ finna athugasemd einhvers Rúnars Ţórs, sem vildi segja ofangreindum Eisen til syndanna.

Á síđustu öld voru líka til nasistagerpi á Íslandi. Ţeir ţrömmuđu um og leituđu meira ađ segja ađ gyđingum til ađ hatast út í. Ţeir fundu vitanlega fáa, ţar sem afi Guđmundar Steingrímssonar hafđi međ öđrum fínum herrum lokađ á gyđinga til Íslands. En í stađinn gerđur ţeir Thors-fjölskylduna ađ gyđingaígildi og kölluđu Ólaf Thors háćruverđugan rabbí. Ţótt ţeir fyndu fáa af ćttbálki Abrahams, ţá fundu ţeir margir hverjir síđar feit embćtti ţegar ţeir ţroskuđust til höfuđsins. Einn varđ t.d. lögreglustjóri og annar bankastjóri enda sagđist hann vera hagfrćđingur ţótt hann hefđi aldrei lokiđ prófi í ţeirri grein, ţótt ţađ standi á heimasíđu Alţingis, ţar sem hann lét einnig taka til sín.

Á međan sat t.d. mikiđ menntađur mađur í gömlu húsi á Grettisgötunni. Hann var frá Ţýskalandi, ţađan sem hann neyddist til ađ flýja til Íslands um ţćr mundir sem bankastjórinn fyrrnefndur var ađ lćra nasistahagfrćđi viđ háskóla í Kiel. Áđur en Ottó kom til Íslands hafđi hann setiđ í fangabúđunum Buchenwald međ bróđur sínum, sem var myrtur ţar áriđ 1938. Hinn hámenntađi gyđingur Ottó Arnaldur Magnússon ţurfti hins vegar ađ hafa ofan fjölskyldu sinni međ einkakennslu í málum og raungreinum sem og útgáfu á lausnarheftum á stćrđfrćđibókum skólanna. Hann var kćrđur til lögreglu fyrir útgáfu ţessara hefta. Í Háskóla Íslands komu menn í veg fyrir ađ hann fengi vinnu viđ ţann skóla.

Otto Weg 1963
Dr. Ottó Arnaldur Magnússon (Otto Weg) fékk aldrei vinnu viđ sitt hćfi á Íslandi. Ţessi yndislegi og dagfarsprúđi mađur, sem ég kynntist sem barn og unglingur (hann var vinur föđur míns) varđ fyrir barđinu á íslensku gyđingahatri.

 

Brennimerktir sem gyđingar

En einn helsti ţáttur sögu gyđinga á Íslandi er ađ hún er uppfull af mönnum sem ekki voru gyđingar. Íslendingar hafa stundađ "Jew branding", ţeir hafa brennimerkt menn sem gyđinga eđa taliđ ţá vera ţađ, ef ţeir voru hiđ minnsta dökkir á brún eđa brá, međ hrokkiđ hár, stórt nef eđa ríkir. Ţess vegna fengu t.d. Thorsararnir stimpilinn.

Menn sem lesa ţessa grein mína taka líklega eftir ţví, ađ ég nefni ekki á nafn fjölda manna sem Íslendingar hafa venjulega ályktađ ađ vćru gyđingar eđa gyđingaćttum. Ţađ var heldur ekki ćtlun mín međ greininni ađ gera tćmandi úttekt af ćttum međ gyđingablóđ í ćđum sér. En ţeir sem sumir menn söknuđu voru reyndar ekki gyđingar, eđa af gyđingaćttum. Róbert Abraham Ottósson söngmálastjóri Ţjóđkirkjunnar var tćknilega séđ ekki gyđingur og hafi ćtt hans ekki veriđ ţađ síđan á 19 öld, en Hitler hefđi nú líklega ekki veriđ á sama máli. Ég skrifa hins vegar ekki um íslenska gyđinga út frá sjónarhorni Hitlers og Nürnberglaganna.

Frá lokum 19. aldar og fram á 21. öld hefur hins vegar boriđ mikiđ á ţví ađ ýmsir íslenskir frćđaţulir hafi ţóst vita ađ önnur hvor dönsk ćtt á Íslandi vćri komin af gyđingum.  Svo er einfaldlega ekki. Sumir gerđu ţetta af hatri í garđ danskra kaupmanna, en ađrir, eins og Pétur Pétursson ţulur, af miklum áhuga í garđ gyđinga. Pétur var ţađ sem skilgreinist sem fílósemít, og vildi ţess vegna, ađ ţví er ég held, hafa sem flesta gyđinga á Íslandi.

***

Líklega vegna ţess ađ grein mín um gyđinga á vefnum hefur mikiđ veriđ lesinn um heim allan og hefur jafnvel veriđ stoliđ úr henni án ţess ađ menn geti heimilda, ađ menn eru enn ađ hafa samband viđ mig um meintan gyđinglegan uppruna sinn, eins og ađ ég sé einhver Judenexperte, en ţađ kallađi mađur sérfrćđinga Sicherheitsdienst og Gestapo í gyđingum. Ég veiti ekki slíka "ćttfrćđi"ţjónustu.

Landsfrćgir menn hafa í tveimur tilvikum haft samband viđ mig til ađ fá ţađ á hreint, svona eitt skipti fyrir öll, hvort ákveđinn forfađir ţeirra hafi veriđ gyđingur. Svo var örugglega ekki. Ég held frekast ađ ţeim hafi ţótt ţađ leitt en veriđ létt.

Hér skulu sagđar nokkrar sögur ađ röngum ćttfćrslum, illgjörnum sem og frekar saklausum eins og ţeirri fyrstu:

Julius Thornberg

 

Dóttir fiđlusnillingsins

Nýlega hafđi samband mig kona sem var ađ rannsaka ćtt eina á Íslandi. Taldi konan ţađ mögulegt, ađ danskur mađur, Julius Thornberg, tónlistamađur og gleymdur fiđlusnillingur, hafi átt dóttur međ íslenskri konur eftir stutt ćvintýri í byrjun 20 aldar. Međ tiltölulega einföldum ađferđum heima í stofu minni fann ég ađ mađurinn var af sćnskum ćttum og ađ í honum rann ekkert gyđingablóđ sem hafđi veriđ bókfest. Annađ kom einnig út úr stuttri leit minni. Mađurinn hafđi veriđ giftur píanóleikara frá Noregi, ţegar hann átti í ţessu sambandi viđ saklausa stúlku frá Íslandi. Mađur ţessi var m.a. konsertmeistari í Amsterdam og fiđluleikari viđ stórar hljómsveitir í Varsjá, og skömmu eftir ađ óskilgetna dóttirin fćddist fluttist hann til Berlínar en var miklu síđar konsertmeistari í Kaupmannahöfn. Dóttir hans vann á Ríkisútvarpinu á Skúlagötunni, ţegar ég var ţar sendisveinn á sínum tíma. Er ţetta ekki stórmerkileg fjölskyldusaga, svo ekki ţurfi ađ blanda í hana gyđingakreddu?

Mér er eiginlega mest hugsađ til afkomenda ţessa fiđlara. Hvađ gerđist t.d. ef ţeir vćru brennandi í hatri sínu á Ísrael? Ţau gerđu kannski ţađ sama og mađur nokkur ćttađur frá Skagaströnd, sem fyrir mörgum árum svínađi Ísraelsríki til í röksemdafćrslu sinni fyrir sakleysi Eđvald Heitins Hinrikssonar gyđingamorđingja ţegar út kom eistnesk skýrsla sem endanlega stađfesti glćpi Eđvald. Ţannig rök taldi Baldvin Berndsen  sig get komiđ međ ţví hann upplýsti ađ hann vćri kominn af gyđingi sem settist ađ á Skagaströnd (sjá hér) En Baldvin Berndsen hefur líklegast ekki lesiđ ćviminningar forföđur síns, Fritz Berndsens. Hann segir frá uppruna sínum í ćvisögunni og hvernig hann hafđi ungur veriđ shabbesgoy hjá gyđingum í Kaupmannahöfn og fengiđ fyrir ţađ te og sykurbrauđ. Sjá svar mitt til Baldvins Berndsen í grein í DV. Hvađ er svo shabbesgoy? Ţađ getiđ ţiđ lesiđ um í grein minni í DV.

J Thornberg

Julius Thornberg var vitanlega snoppufríđur karl, en ekki var hann gyđingur fyrir 5 aura

 

Tierney og Harmitage

Góđur vinur minn, hörkuklár íslenskur sagnfrćđingur, sem er mikill áhugamađur um sögu gyđinga og ćtti fyrir löngu ađ vera búinn ađ gangast undir gyđingdóm og hnífinn, hafđi fyrir nokkrum árum síđan samband viđ mig og taldi sig hafa fundiđ „nýja gyđinga" á Íslandi. Ţađ voru fatakaupmennirnir William Tierney og mágur hans John Harmitage, og vildi hann vita hvađ ég héldi um ţessa uppgötvun sína. Mér ţótti nú í fljótu bragđi nafniđ Tierney hljóma mjög kunnuglega og ţó ég ţekkti ekki í fljótu bragđi nafniđ Harmitage er nafniđ Hermitage ekki óţekkt á Bretlandseyjum. Lítil athugun leiddi í ljós ađ ţessir menn voru baptistar frá Leith á Skotlandi og var Tierney,outfitterí Bernards Street 49 í Leith, ađ sögn ćttađur frá Frakklandi. Sögufélag gyđinga á Skotlandi kannađist ekkert viđ neina gyđinga međ ţessi ćttarnöfn á Skotlandi, enda var Tierney baptisti.

Kleerkoper

En hvađ kom til ađ vinur minn sagnfrćđingurinn og ađrir héldu ađ Tierney og Harmitage vćru af ćttbálki Salómons. Jú, sjáiđ nú til. Ritstjóri Ţjóđólfs, Jón Ólafsson Alţingismađur, fékk lesendabréf, sem mér sýnist á stílnum ađ gćti veriđ skrifađ af honum sjálfum. Ţetta „bréf" og svariđ, sem ţiđ getiđ lesiđ hér fyrir neđan, birtist í Ţjóđólfi ţann 22. ágúst 1882. Jón ritstjóri taldi sig vita hvers kyns ţeir vćru ţeir menn sem seldu notuđ föt á Íslandi og taldi öruggt ađ ef kólera og bólan kćmi aftur vćri ţađ međ gyđingum sem seldu gamla larfa.

Pest bola mislingar

Nú voru ţessi „gyđingar" bara baptistar frá hafnarbćnum Leith, en meira en 120 árum síđar ţótti mönnum ástćđa til ađ taka ćttfrćđi íslensks gyđingahatara trúanlega. Skrítiđ?

 

Obenhaupt

Alberts ţáttur Obenhaupts

Ţrátt fyrir ađ ég nefni alls ekki kaupmanninn Albert Obenhaupt á nafn í greininni minni víđlesnu og margstolnu, fć ég enn fyrirspurnir um uppruna hans međ skírskotun til ţess ađ menn haldi hann vera gyđing. Nú síđast frá manni sem skrifar sögu hestaútflutnings á Íslandi. Obenhaupt mun hafa flutt út gćđing til Danmerkur áriđ 1907 en tekiđ hann međ sér til baka ári síđar, sem var auđvitađ kolólöglegt.

Menn telja hann almennt gyđing og kemur ţađ til vegna ţess ađ Vilhjálmur Finsen, einn stofnenda Morgunblađsins og síđar sendiherra, sem á Morgunblađsárum sínum líkađi greinileg ekki viđ gyđinga, skrifađi um Obenhaupt í ćvisögu sinni Alltaf á heimleiđ (1953). Finsen sagđi hann vera gyđing og „ţađ ekki af betri endanum" og hélt áfram; „Obenhaupt fór vitanlega ađ versla; „kaufen und verkaufen" (kaupa og selja) er orđtak gyđinga, hvar sem ţeir eru á hnettinum. Hann flutti međ sér sýnishorn af allskonar varningi, leigđi stóra íbúđ [Finsen meinar vćntanlega ađ hann hafi tekiđ íbúđina á leigu] í Thomsenshúsi, ţar sem síđar var Hótel Hekla, og barst mikiđ á. Hann drakk nćr ekkert sjálfur, en hann veitti meir en almennt gerđist í Reykjavík ţá. Ţegar kaupmenn komu ađ skođa sýnishornin, var ţeim ćvinlega bođiđ inn í stofu og flaskan ţá dregin upp. Svo var fariđ ađ tala um „Businessinn".

Menn hafa síđan áfram haldiđ ţví fram, ađ Albert Obenhaupt vćri gyđingur og gekk reyndar um ţverbak ţegar blađamađurinn Jónína Leósdóttir, eiginkona Jóhönnu Sigurđardóttur, gerđi ţađ opinskátt ađ hann hefđi heitiđ Obenhautt í grein í Helgarpóstinum áriđ 1987. Jónína hafđi eftir Hannesi Johnson, syni Ólafs Johnson, sem keypti hús af Obenhaupt, ađ Obenhaupt hefđi alls ekki veriđ Ţjóđverji heldur rússneskur gyđingur. Ţađ er rugl eins og allt annađ um ţennan ágćta mann. Hann var ekki gyđingur eđa af gyđingaćttum frekar en Bryndís Schram, sem gekk fyrir ađ vera ţađ í Washington hér um áriđ, er hún var sendiherrafrú.

Albert Conrad Frederik Obenhaupt fćddist í Kaupmannahöfn ţann 17.7. 1886 og ţar var hann skírđur. Hann var sonur verslunarmannsins Ludvigs Martin Heinrich Obenhaupts sem fćddist í Hamborg áriđ 1856. Móđir Alberts var Johanna Marie Sophia fćdd Segeberg. Albert var ţví Dani af ţýskum ćttum og alls ekki gyđingur. Sonur hans einn dó á Íslandi og annar sonur Wolfgang Wilhelm var fermdur í Dómkirkjunni. Eftir 1930 var Albert Obenhaupt fluttur til Hamborgar, ţar sem hann bjó og er skráđur međ útflutningsfyrirtćki (Export) firma fram til 1937, síđast á Pumpen 6, sem er frćg skrifstofubygging sem kölluđ er Chilehaus og stendur enn.

Villa Frida
Draugahúsiđ í Ţingholtunum

Albert Obenhaupt var mađurinn sem reisti Villa Frida viđ Ţingholtstrćti 29 A., ţar sem Borgarbókasafniđ var einu sinni til húsa. Í húsinu, sem fékk nafn konu hans, Fridu (sem var fćdd Berger), bjó Obenhaupt aldrei svo heita megi. Nýr eigandi, Ólafur Johnson kallađi húsiđ Esjuberg. Obenhaupt reisti nokkur önnur merk hús á Íslandsárum sínum.

Miklu síđar var Esjuberg, eins og kunnugt er, selt norska málarameistaranum og fjáróreiđumanninum Odd Nerdrum. Húsiđ hlaut svo ţau ömurlegu örlög ađ lenda í lođnum höndunum á afkomenda dansks rennismiđs. Hún heitir Gyđa Wernersdóttir (Sřrensen/ rest assured, no Jews in that family) og var um tíma kennd viđ Milestone. Nú er búiđ ađ framkvćma skemmdaverk á ţessu fallega húsi "gyđingsins" vegna ömurlegrar "fagurfrćđi" hins gráđuga nýrýka liđs á Íslandi. 

Lengi vel hékk uppi mynd af Obenhaupt í stigagangi í Borgarbókasafninu. Mér virtist hann vera lítill, jafnvel dvergvaxinn, og dökkur á brún og brá. Menn hafa líklega ályktađ sem svo ađ ţar sem hann var dökkleitur ţá hafi hann veriđ gyđingur. Er ­ţađ er nokkuđ fordómafull ađferđ til ađ álykta um gyđinglegan uppruna fólks, ekki ósvipuđ ţeirri ađferđ sem Ungverjar notuđu á sínum tíma. Ţeir töldu alla sem rauđhćrđir voru (og eru) vera gyđinga. Í Portúgal forđum ţótti víst, ađ fyrir utan ađ borđa ekki svínakjöt vćru gyđingar, sem leyndust fyrir rannsóknarréttinum, ljósari en ađrir á húđ. Vilhjálmur Finsen taldi víst ađ Obenhaupt auglýsti ekki í Morgunblađinu ţar sem hann var gyđingur. Ţađ var líka lygi.

Pétur Pétursson heitinn ţulur, og mikill áhugamađur um gyđinga á jákvćđan hátt, skrifađi um Obenhaupt fyrir nokkrum árum og hefur líklega líka veriđ međ til ađ festa ţessa farandsögu Finsens um Obenhaupt sem gyđing.

starofdavid

Frímúrarahús varđ ađ húsi "gyđings"

Ísraelsmađur einn hafđi eitt sinn samband viđ Icelandic Review. Hann hafđi veriđ á Íslandi ásamt komu sinni og ritađi: Me and my wife spent two and a half weeks in Iceland in July 2007 and had a great time. I just wanted to ask a small question regarding the photo attached. It was taken in Hafnarstraeti or Austurstraeti in downtown Reykjavík. Since you don't have a synagogue in Reykjavík, do you know the story behind the “Star of David” on that building?

Rannsóknarblađamađur Iceland Review rannsakađi máliđ og svarađi:

According to Snorri Freyr Hilmarsson, who is on the board of the House Preservation Society Torfusamtökin, the Star of David is on that building on Austurstraeti 9 (which currently houses the nightclub Rex) because it used to be a store owned by merchant Egill Jacobsen, who came from a Danish-Jewish family.

Egill Jacobsen Egill Jacobsen stórkaupmađur

Egill Jacobsen, sem kom til Íslands áriđ 1902 og dó ţar af slysförum áriđ 1926. Hann var vissulega ekki af gyđingaćttum, en hann var mikill kaupmađur í Reykjavík. Jacobsen er mjög algengt ćttarnafn í Danmörku, en ekki á međal gyđinga. Stjarnan sem á húsinu er komin til af ţví ađ á efri hćđ hússins var lengi vel Frímúrarasamkomusalur og Egill Jakobsen var einn af stofnendum ţeirrar reglu á Íslandi. Frímúrar hafa lengi ímyndađ sér, ađ ţeir vćru eins konar musterisriddarar og ţar međ verndarar musteris Salómons. Ţess vegna hafa sumar deildir ţeirra löngum notađ Davíđsstjörnuna, Magen David, sem tákn. Líkt og sirkil og hornamál og múrskeiđ. Synir Egils voru ţeir Úlfar og Haukur og ţóttu ţeir nefstórir og dökkir, ja jafnvel "gyđinglegir", en ţeir sóttu ţađ í múttu sína Soffíu Sigríđi sem var upphaflega Helgadóttir, snikkara í Ţingholtsstrćti. Hún rak verslun Egils Jacobsen áfram eftir lát manns síns međ miklum myndarbrag ţangađ til hún dó áriđ 1973. Hún var mikil sjálfstćđiskona og í stjórn Hvatar til margra ára, og ţađ gerir ekki fólk ađ gyđingum heldur. Ég man vel eftir henni í versluninni ţegar ég var barn, mjög kringluleitri broshýrri konu - frá Íslandi. Synir hennar og Egils, Úlfar og Haukur voru brúnir á brá og međ feita putta og stórt nef. En ţađ voru sko íslensk erfđaeinkenni.

Hvađ varđar fréttina á vefsíđu Iceland Review og upplýsingu starfskrafts Torfusamtakanna um húsiđ í Austurstrćti 9, er ég fyrir löngu búinn ađ leiđrétta hana viđ blađamann Iceland Review, sem ekkert gerđi. Hún móđgađist einna helst. Lygin er nefnilega lygilega oft góđ frétt á Íslandi.

Lokaorđ

Íslendingar hér áđur fyrr og fordómar, ţar var víst óađskiljanleg eining. Útlendingahrćđsla og afdalaháttur varđ til ţess ađ flestir Íslendingar kynntust lítiđ ef nokkuđ ţeim útlendingsgreyjum sem komu til landsins til ađ freista gćfunnar. Ef eitthvađ var, hófust samskiptin vegna öfundar í garđ sumra ţeirra. En voru menn ađ hafa fyrir ţví ađ spyrja ţá um ţeirra hagi og fjölskyldutengsl? Nei, Íslendingar höfđu eingöngu áhuga sínum eigin, fallegu og frábćru ćttum. Svo var ţađ lengi, og er kannski enn.

Útlendir menn voru oft stimplađir sem ţađ versta af öllu, ţ.e. gyđingar. Stimpillinn ţjónađi nefnilega tilgangi. Ef menn voru stimplađur sem sjálfur óvinurinn, hluti af ţeirri ţjóđ illmenna sem Passíusálmarnir hafa um langan aldur kennt Íslendingum ađ hata, ţá hafđi mađur gott verkfćri til ađ gera keppinaut í viđskiptum, iđn eđa mennt erfitt fyrir. Mađur kallađi hann bara júđa, ásakađi hann um ađ bera pest og kóleru til Íslands og vera til vandrćđa. Mađur var tilbúinn ađ senda gyđinga í klćr nasista.

Ég óska svo landsmönnum gleđi viđ lestur Passíusálmanna í ár og fallegrar dauđahátíđar, ţar sem ţiđ kossfestiđ gyđing árlega í heilagri slepju og kenniđ gyđingum á öllum tímum um glćpinn og kalliđ ţađ svo trú og jafnvel mikla list.


Rosmhvalsţankar

Wallie Dürer
 

Á góđri, fróđlegri og skemmtilegri bloggsíđu Haralds Sigurđssonar jarđfrćđings, hefur á síđustu dögum spunnist svolítil umrćđa um fćrslu hans um rostungstennur. Margar góđar athugasemdir hafa veriđ skrifađar um tönn og rengi (ţ.e. reipi úr húđum ţeirra) ţessa merkilega dýrs sem eitt sinn var ekki óalgengt viđ strendur Íslands.

Samar, voru líka forfeđur Íslendinga

Ţađ voru Samar (Lappar/Finnar/Hálftröll) sem fyrstir veiddu ţá rostunga og seldu rostungstönn ţá sem norskir kaupmenn sigldu međ suđur í lönd, ţar sem menn sóttust eftir ţessu smíđaefni í stađ hins dýra fílabeins sem var dýr vara af mjög skornum skammti allt fram á 14. öld.

Ég hef sjálfur bent á í frćđigrein, ađ ég telji, eins og ađrir á undan mér, ađ landnámsmenn hafi ađ ţó nokkrum hluta komiđ frá nyrstu héröđum Noregs, og ađ sumir ţeirra hafi veriđ af samískum uppruna (Lappar), sjá hér. Hans Christian Petersen líffrćđingur og mannfrćđingur viđ Syddansk Universitet, sem eitt sinn mćldi elstu mannabein á Íslandi í samvinnu viđ mig, hefur einnig komist ađ ţeirri niđurstöđu, ađ međal fyrstu Íslendinganna hafi veriđ álíka margir einstaklingar frá norđurhluta Noregs, af samísku bergi brotnir, og ţeir einstaklingar sem mćlanlegir eru sem einstaklingar frá Bretlandseyjum, en sem ekki voru Norskir (norrćnir) ađ ćtterni og líkamlegu atgervi. 

Óttar inn háleygski

Norđur af Hálogalandi og Ţrumu (Troms) og ţar austur af hafđi veriđ mikiđ rosmhvalaveiđi fyrir tíma landnáms á Íslandi. Ţekkt er sagan af Háleygingnum Óttari frá Lófóti, sem kom á fund Alfređs Konungs Engil-Saxa í Wessex á Englandi um 890 og fćrđi honum rostungstennur. Á einhverju stigi hefur rostungsveiđin ţar Nyrđra orđiđ óvćnleg og hafa menn ţá hugsanlega snúiđ sér til Íslands. Óttar kannađist ţó, ađ ţví er virđist, enn ekki viđ Ísland er hann greindi Alfređ mikla af Wessex, Englandskonungi frá ferđum sínum, löndum í norđri og rostungum.

Í frásögn á engilsaxnesku, sem ađ hluta til byggir á landafrćđi Paulusar Osoriusar frá 5. öld, ađ viđbćttum upplýsingum frá valdatíma Alfređs, er sagt ađ Óttar (Othere) sé sá Norđmađur sem byggi nyrst í sínu landi. Svo segir m.a. um Óttar og ferđir hans norđur í Ballarhaf, norđur í Varangri og austar á slóđir Finna (Sama) og Bjarma:

Bjarmarnir sögđu honum margar sögur, bćđi af ţeirra eigin landi og af löndum sem umhverfis lágu, en hann vissi eigi hvađ mikiđ af ţví var satt, ţar sem hann hafđi ekki séđ ţađ međ eigin augum. Svo var sem Finnarnir og Bjarmarnir töluđu nćrri ţví sömu tungu. Megin ástćđa hans fyrir ferđ sinni ţangađ, fyrir utan ađ kanna landiđ, var vegna rostungsins [horshwćl], ţar sem ţeir hafa mjög gott fílstönn í vígtönnum sínum - ţeir höfđu međ sér nokkrar af ţessum tönnum til konungs - og húđ ţeirra er mjög góđ til skips reipa. Ţessi hvalur [ţ.e. rostungurinn] er miklu minni en ađrir hvalir; hann er ekki lengri en sjö álnir ađ lengd. Bestu hvalveiđar stunda menn í hans eigin landi; ţeir eru fjörtíu og átta álna langir, ţeir stćrstu fimmtíu álna langir; og af ţeim [hér á Óttar líklegast viđ rostunginn] segir hann, ađ hann, viđ sjötta mann, hafi drepiđ sextíu á tveimur dögum. Hann var mjög ríkur mađur af ţeim eignum sem ríkidómur ţeirra mćlist í, ţađ er í villtum hjörtum. Hann hafđi enn, ţegar hann vitjađi konungs, sex hundruđ óselda tamda hirti. Ţessir hirtir eru kallađir hreindýr [hranas á fornensku]. Ţau eru mikils virđi fyrir Finna ţví ţeir nota ţau til ađ fanga hin villtu hreindýr. Hann var á međal höfđingja í ţessu landi, en hann átti ekki meira en tvo tugi nautgripa, tuttugu sauđi og tuttugu svín, og ţađ litla sem hann plćgđi, plćgđi hann međ hrossum [Ţćt lytle ţćt he erede erede he mid horsan]. (Ţýđing Fornleifs).

Já, hvađan skyldu fyrstu Íslendingarnir hafa komiđ, ef ţeir hafa stundađ veiđi á rosmhval viđ Íslandsstrendur? Hverjir kunnu fagiđ? Svariđ liggur í augum uppi. Ţađ var fólk af Lappakyni. 

Sami

Í Króka-Refs sögu er skemmtileg lýsing á konungsgjöf sem Grćnlendingar fćrđu Haraldi Harđráđa til ađ mćra hann og til ađ freista liđveislu hans viđ ađ koma Ref fyrir kattarnef :

Eftir um sumariđ bjó Bárđur skip sitt til Noregs og gefur Gunnar honum gjafir. Gunnar sendir Haraldi konungi ţrjá gripi. Ţađ var hvítabjörn fulltíđi og vandur ágćta vel. Annar gripur var tanntafl og gert međ miklum hagleik. Ţriđji gripur var rostungshaus međ öllum tönnum sínum. Hann var grafinn allur og víđa rennt í gulli. Tennurnar voru fastar í hausinum. Var ţađ allt hin mesta gersemi.  

Refur, sem sest hafđi ađ á Grćnlandi, átti sér óvini, ţar sem hann stóđ í óvinsćlum vatnsveituframkvćmdum (en minjar um slíkt sjást reyndar í landslaginu á Grćnlandi í dag). Ekki tókust áform öfundismanna og andstćđinga Króka-Refs á Grćnlandi um ađ drepa hann. En hann flýđi frá Grćnlandi. Hann steig síđar til metorđa í Danmörku og fékk nafniđ Sigtryggur af Sveini tjúguskeggi Danakonungi. Sagan upplýsir svo ađ Sigtryggur hafi dáiđ úr sótt á Suđurgöngu og sé greftrađur í ríku munkaklaustri út í Frakklandi. Afkomandi Steins Refssonar er í Króka-Refs sögu sagđur hafa veriđ Absalon biskup, sá er stofnađi Kaupmannahöfn. Já, trúi hver sem vill. Íslendingar voru auđvitađ á bak viđ allt, og einhvern daginn finna Fransarar bein Refs í einhverju klaustrinu og allt verđur sannađ međ DNA, gerđ verđur heimildamynd í fjórum ţáttum og  mynd eftir hauskúpunni sem lítur ţannig út:

Króka Refur
Króka-Refur kemur ađ ríku klaustri út í Frakklandi

 

_rvaroddur_fundinn_i_reykjavik
Örvaroddur úr Reykjavík

Hvađ upplýsa fornleifarnar

Gamanmáll til hliđar. Ef viđ lítum svo á fornleifarnar, sem eru áţreifanlegri en Íslendingasögur og ađrar dćgurbókmenntir fyrri tíma , ţá  hefur viđ rannsóknir í Reykjavík međal annars fundist örvaroddurinn hér fyrir ofan, sem er tilvalinn til ađ skjóta međ og drepa stór dýr eins og rostung. Hiđ klofna blađ skar yfir fleir ćđar en ef menn voru ađ stinga dýriđ međ spjótum úr návígi, sem gat veriđ mjög hćttuleg ađferđ. Ég hef bent á, ađ örvaroddurinn sé af gerđ sem ţekkt er međal Bjarma, Kvena og Samójeđa í Asíu, en t.d. ekki í Skandinavíu. Međal veiđimanna sem sumir telja ađ hafi sest ađ í Reykjavík, hafa ţví mjög líklega veriđ hálftröll (Samar/Lappar), fólk sem var stutt til hnésins úr nyrstu héruđum Noregs. Menn verđa einnig ađ átta sig á ţví ađ ţessir frumbyggjar Skandínavíu bjuggu og athöfnuđu sig miklu sunnar en ţeir gera nú, allt suđur í Herjedalen, og áttu í miklu meiri samskiptum viđ Norđmenn en ţeir áttu síđar.

Buen Addja 1920 Saminn Buen Addja áriđ 1920

Vandamáliđ viđ tilgátur manna um veiđar á rostungi viđ Íslandsstrendur og bćkistöđvar ţeirra í og viđ Reykjavík er bara ađ ekki hefur fundist mikiđ af af rostungsbeinum í t.d. Reykjavík eđa til ađ mynda viđ rannsóknir Bjarna Einarssonar suđur í Vogi í Höfnum, ţar sem hann telur sig hafa rannsakađ skála veiđimanna (sjá um ţađ hér). Vogur er ekki fjarri Rosmhvalanesi, sem nú heitir Miđnes og sem hefur gefiđ Miđnesheiđinni nafn sitt. Viđ vitum ţví sama og ekkert um ţessar meintu veiđar á rostungi viđ Ísland, sem sumir halda ađ hafi veriđ stundađar viđ landnám Íslands.

Lok rostungsveiđa á Grćnlandi

Nýlega hefur ţví veriđ haldiđ fram, ađ er frambođ á fílabeini varđ meira í Evrópu á 14 öld hafi efnahagur ţeirra hruniđ og ţeir hafi í kjölfariđ, vegna ţess ađ ţeir gátu ekki ađlagađ sig eins og skyldi, fariđ frá Grćnlandi. Ţessi kenning er reyndar ekki ný og var sett fram af Else Roesdahl fyrrv. prófessor í Miđaldafornleifafrćđi viđ Háskólann í Árósi, en hún gaf út lítiđ hefti áriđ 1995, sem hún kallađi Hvalrostand, elfenben og norboerne i Grřnland, ţar sem hún kemur inn á ţetta. Ég hafđi ţegar er ég var stúdent rćtt ţetta viđ hana og sagt henni frá íslenskum heimildum.

Ein ţeirra segir frá strandi skips Grćnlandsiskups viđ Ísland áriđ 1266, nánar tiltekiđ viđ Hítarnes á Mýrum. Sikip var drekkhlađiđ rostungstönn. Rostungstennur merktar rauđum rúnum, líklegast búmerkjum veiđimanna eđa bćja á Grćnlandi, voru í nokkur hundruđ ár ađ finnast á ströndinni. Viđ vitum ađ ţessi tannaskip frá Grćnlandi sigldu međ varning sinn til Niđaróss og erkibiskup seldi tönnina áfram í Björgvin til flćmskra kaupmanna. Í heimildum var upplýst um verđiđ: Fyrir 802 kg eđa 520 tennur fengust eitt sinn 12 pund og 6 solidi og í öđru tilviki fékkst 6 solidi turonen.argenti, en ţá er líklega átt viđ ţá myntir sem kallađar voru gros tounois, fyrir 668 kg, eđa um 373 tennur. Sextíu árum síđar var hins vegar orđiđ nóg frambođ á fílstönn, og ţá hefur markađurinn fyrir grćnlenska rostungstönnina vćntanlega hruniđ. Skömmu síđar yfirgáfu menn Vestribyggđ, en í Eystribyggđ tórđu ţeir fram á 15. öld.

Rostungar og Íslendingar áriđ 1521 

Ţađ var ţví ekki ađeins í Finnmörku, viđ Rosmhvalsnes eđa í Norđursetu ađ menn gátu fundiđ fyrir ţetta merka dýr. Meistari Albrecht Dürer teiknađi rostungshausinn efst í Niđurlandaför sinni áriđ 1521. Hann gerđi sér sérstaka ferđ til Zeelands, ţví ţar var dautt dýr sem fangađ hafđi veriđ í Hollandshafi (Norđursjó). Ţetta sama ár teiknađi hann einnig furđulegar en ríkar kerlingar frá Íslandi, sjá hér, sem gátu ţakkađ auđ sínum verslun međ fisk. En ţađ var verslun sem Grćnlendingar gátu aldrei almennilega tekiđ ţátt í ţví ţeir misstu skip sín og gerđust fátćkir mjög eftir hruniđ á tannamarkađinum á 14. öld.  

Dürer reit á mynd sína: "Das dosig thyr von dem Ich do das haubt contrefett hab, ist gefange worden in die niderländischen See und mas XII ellen lang brabendisch mit für füssen." Álnamáliđ var ţá ekki ţađ sama og á Englandi á tímum Alfređs mikla.


Possible, but not positive

Richard the guy in the parking lot
 

Nú telja menn ađ víst sé, ađ ţađ hafi veriđ beinagrind Ríkharđs ţriđja Englandskonungs, sem menn fundu undiđ bílastćđi í Leicester i fyrra. Fornleifur greindi frá ţeim fundi í september í fyrra. Breskir fjölmiđlar og heimsfjölmiđlar eru í dag međ fréttir um krypplinginn og orkar ţar margt tvímćlis ađ mínu mati. Best ţykir mér ein athugasemdin á the Guardian um ađ ţađ kosti  Ł18.50 á sólahring, ađ hafa bílinn sinn í stćđi í miđborg Leicester. Ef ţetta er Ríkharđur 3., ţá hefur hann legiđ ţarna í 192.649 daga og ţađ gera hvorki meira né minna en 3.564.006 sterlingspunda. Kannski er afsláttur fyrir krypplinga og líklegast hefur Ríkharđur veriđ međ bláa skiltiđ, fyrir utan bláa blóđiđ? Ţađ síđastnefnda hleypir fólki oft ókeypis inn.

En best er nú ađ fara á heimasíđu háskólans í Leicester og lesa um niđurstöđurnar ţar. Niđurstöđur kolefnisgreininganna eru ekki eins einfaldar og fjölmiđlar segja frá og vísindamenn háskólans, sem hafa látiđ greina beinin á tveimur mismundandi stöđum, greina ekki rétt frá niđurstöđunni eins og á ađ gera. Talningaraldurinn er t.d. ekki birtur en ađeins umreiknađur, leiđréttur aldur. Ţađ get ég sem fornleifafrćđingur ekki notađ til neins, og verđ ţví ađ draga aldursgreininguna í efa ţangađ til ađ betri fréttir fást. Á heimasíđu háskólans er reyndar skrifađ: This does not, of course, prove that the bones are those of Richard III. What it does is remove one possibility which could have proved that these are not Richard's remains, en ţessa setningu fundu blađamenn auđvitađ ekki eđa birtu, ţví ţeir ţurfa ađ selja blöđ og sensasjónin blindar ţá alltaf. Kolefnisaldursgreiningin segir sem sagt akkúrat ekki neitt neitt sem sannar ađ ţađ sé Ríkharđur III sem sé fundinn undir bílastćđinu í Leicester.

dnaresults of whomever ever you want
 

Furđuleg birting DNA-rannsóknar

Ţar ađ auki er sagt í fjölmiđlum, ađ DNA rannsóknin stađfesti skyldleika beinanna viđ meinta afkomendur ćttingja Ríkharđs III sem sýni voru tekin úr, eins og lýst er hér.  Satt best ađ segja ţykir mér greinagerđin fyrir niđurstöđunum nú afar ţunnur ţrettándi. Mađur myndi ćtla, ađ ţúsundir Breta vćru međ sams konar mítókondríal genamengi og beinin í gröfinni og bein hugsanlegra ćttingja.

Ţetta er afar lélega framreidd niđurstađa. Mađur vonar bara ađ DNA-niđurstöđurnar séu ekki mengađar af Dr. Turi King sem framkvćmdi hluta ţeirra. Ţá vćri ţađ allt annar "konungur" sem menn eru ađ skođa. Slíkar varúđarráđstafanir hafa svo sem gerst áđur í öđrum rannsóknarstofum, og ţess vegna vćri viđ hćfi ađ Dr. King birti líka niđurstöđur DNA rannsókna á ţeim sem framkvćmdu rannsóknina. Ţann siđ tóku danskir vísindamenn t.d. upp fyrir skömmu til ađ útiloka allan grun um mengun sýna.

Í ţví sem birt er á heimasíđu háskólans í Leicester, sé ég engin haldbćr rök fyrir ţví ađ mađurinn í gröfinni hafi veriđ međ hrćđilega hryggskekkju. Hér eru nćrmyndir af breytingum í hryggjarliđum, en er ţetta nóg til ađ sýna fram á ađ einstaklingurinn sem fannst hafi veriđ krypplingur?

The-skeleton-of-Richard-I-013

Lítil og "ljót" ţjóđ á leiđarenda

End of reason
 

3. mars nćstkomandi mun RÚV hefja sendingar íslenskra frćđsluţátta á ensku, íslensku framtíđarinnar, sem kallast Journey's End (Ferđalok á íslensku). Ţćttirnir verđa sex í allt. Í ţessum ţáttum er myndavélinni beint ađ Íslendingasögunum, bćđi út frá bókmenntalegu og fornleifafrćđilegu sjónarhorni. Myndavélin dvelur einnig í nćrmynd viđ fjölmarga sérfrćđinga úr ýmsum greinum og stéttum. Ţetta gćti orđiđ spennandi.

Lítil og ljót ţjóđ? 

Í kynningarslóđa fyrir myndina  hegg ég eftir ýmsu afar fyndnu og bölvuđu rugli fyrir myndavélina. Takiđ t.d. eftir ţví  ţegar einhver frćđingurinn, sem ekki sést, segir ađ "ţađ sé svo gaman ţegar lítil, ljót, fátćk ţjóđ í norđri hafi gert eitthvađ svipađ og Shakespeare, 3-400 árum áđur" (1,47 mínútur inni í slóđann). Eitthvađ er konan sú rugluđ á ritunartíma fornbókmennta okkar og ekki er ţađ beint fátćk ţjóđ sem lýst er í ţessum ýkjubókmenntum, sem lýsa ţví best ađ á Íslandi hefur alltaf búiđ hástemmd ţjóđ međ mikiđ sjálfsálit, sem vitanlega varđ til ţess ađ hún lifđi allan andskotann af. 

Ţađ ađ ţjóđin sé ljót verđur hins vegar ađ skrifast á reikning sérfrćđingsins andlitslausa, ţví ég hef auđvitađ alltaf stađiđ í ţeirri vissu ađ Íslendingar vćru fallegasta, gáfađasta og besta ţjóđ í heimi. Annar hefđi hún ekki getađ skrifađ Íslendingasögurnar og framleitt svona marga fornleifafrćđinga, eđa ţáttaröđ eins og Journey's End. 

Hringur

Beinhringur bróđur Gunnars á Hlíđarenda? 

Á einum stađ bregđur fyrir beinhring (eftir 0,51 mín.) međ útskurđi, sem fannst á Rangárbökkum Eystri. Sumir menn, sem trúa sérhverju orđi í fornsögunum, hafa reynt ađ tengja hringnum ákveđinni persónu, vegna ţeirra mynda sem ristar eru í hringinn sem og vegna fundarstađarins. Síđast skrifađi fyrrverandi brunamálastjóri í Reykjavík Bergsteinn heitinn Gizurarson um hringinn. Ţegar ekki var allt á bál og brandi í vinnunni hjá Bergsteini, skrifađi ţessi skemmtilega blindi bókstafstrúarmađur á ritheimildir, sem trúđi fornsögunum betur en fornleifafrćđingum, ţrjár greinar í Lesbók Morgunblađsins 1996 og 2000 um beinhringinn frá Rangá Eystri og fór hann allvíđa í vangaveltum sínum. Lengi töldu margir, og vildu trúa, ađ ţessi hringur hefđi veriđ eign Hjartar Hámundarsonar, bróđur Gunnars á Hlíđarenda. Menn töldu ađ ađ ţađ vćru hirtir sem sjást á hólknum. Hjartarhorn eru ţetta ekki frekar en hreindýrahorn, stíllinn er frá 11. öld og ţetta er kristiđ mótív. Engin för eru heldur eftir bogastreng á ţessum hring, og ekkert sýnir ađ hann hafi veriđ notađur sem fingravörn viđ bogaskot. En hér er hann svo kominn í kynningarslóđann fyrir Ferđalok rétt á undan mynd af bogaskyttu. Ţađ verđur gaman ađ sjá hvernig menn fara fram úr sér viđ túlkun á honum ţar.

Sláum ţví hér föstu, áđur en ţáttaröđin Journey's End verđur sýnd, ađ ţessi hringur sannar hvorki áreiđanleika Íslendingasagna, né ađ sögurnar nefni slíkan hring. Vangaveltur um Hjört Hámundarson og "Húnboga" í tengslum viđ hringinn er ekkert annađ en ţjóđernisrómantík af verstu gerđ. Menn skođa helst ekki hringinn, enn spóla beint í Ísendingasögurnar og gefa hugórum sínum lausan tauminn. Ţađ er ekkert sem fornleifafrćđingar eiga ađ stunda of mikiđ.

Vice versa

Ađeins lengra fram í slóđanum stingur einn statistinn, einhver argasti drag-víkingur sem ég hef séđ lengi, ţví sem mest líkist miđaldasverđi (án blóđrefils) í ţúfu viđ Ţjóđveldisbćinn í Ţjórsárdal (sjá efst), sem oft er uppnefndur Gúmmístöng, og á sögn ađ vera eftirlíking af bć á Ţjóđveldisöld, en í raun ađeins votur draum ţjóđernisrómantíkers á ţeirri 20., sem misskildi eđli og aldur yngstu bćjarrústanna á Stöng í Ţjórsárdal. Bćr frá ţví um 1200 er ekki mjög snjöll sviđsmynd fyrir eitthvađ sem á ađ gerast á 10. öld.

Byock og Egill 

Í slóđanum fyrir "Ferđalok", eins og myndin er víst kölluđ á íslensku, bregđur einnig fyrir germönskufrćđingnum Jesse Byock, sem allt í einu varđ fornleifafrćđingur og vatt sinni  stjörnu í kross og settist ađ á Íslandi og er nú Íslendingur og fornleifafrćđingur eins og svo margir ađrir.

Byock hóf rannsóknir sínar út frá blindri trú á Íslendingasögunum sem sagnfrćđilegum heimildum. Hann var ekkert ađ pćla í deilum um bókfestu- eđa sagnfestukenningar. Hann sá ţetta međ ferskum vestrćnum augum, en í Ameríku ţykir fínt ađ skilja allt upp á nýtt, (ţótt sumir skilji ekki neitt). 

Byock byrjađi á síđasta áratug 20. aldar ađ leita ađ beinum Egils Skallagrímssonar m.a. út frá sjúkdómslýsingu og rćndi heiđrinum af ţeirri skođun ađ Egill hefđi veriđ međ hinn illvíga Paget-sjúkdóm (Paget's disease), frá íslenskum lćkni. Paget-sjúkdómur, veldur ţví međal annars ađ bein verđa mjúk og brothćtt, en Byock taldi út frá lýsingum á meintum beinum Egils í Eglu, ađ ţau hafi veriđ mjög hörđ og ađ ţađ lýsti Paget-sjúkdómi best. Byock segir örugglega ekki frá ţessari meinloku sinni í ţessari ţáttaröđ, sem ég vona ađ verđi sýnd í öđrum löndum en á Íslandi, svo mađur geti fengiđ dálítiđ entertainment um "litla og ljóta ţjóđ". Fornleifur eldar sér ţá poppkorn yfir langeldinum og teygar ískaldan, amerískan mjöđ. Ţetta verđur örugglega hin besta skemmtun ef dćma skal út frá kynningunni á Vimeo.

Sjálfur hef ég mildast í skođun minni á gildi fornbókmenntanna og er ekki eins harđur andstćđingur ţeirra og t.d. kollega minn dr. Bjarni Einarsson. sérstaklega í ljósi ţess ađ á Stöng í Ţjórsárdal, ţar sem ég ţekki best til, fann ég og teymi mitt sönnun fyrir ţví ađ bein höfđu veriđ flutt í burtu samkvćmt ákvćđum Kristinnar laga ţćtti í Grágás. Stöng var líka í notkun lengur en áđur var taliđ, og Grágás var svo ađ segja samtímaheimild viđ beinaflutninginn á Stöng. Ţađ ţýđir ţó ekki ađ ég trúi ţví sem skrifađ var 3-400 árum eftir ađ meintir atburđir sögualdar áttu sér stađ. Egils-saga er fyrir mér gott drama síns tíma og ekkert meira og Byock er bara enn ein dramadrottningin í íslenskri fornleifafrćđi. Í raun er auđvelt ađ sjá ađ Íslendingasögurnar eru ađ lýsa ákveđnum ađstćđum á Sturlungaöld, ţeim tíma sem sögurnar voru ritađar á. Sorry Jesse!

Ég hef skrifađ tvo stóra bálka um bein Egils og leit Byocks ađ ţeim á öđru bloggi mínu og leyfi nú lesendum mínum, sem ekki hafa lesiđ ţađ fyrr ađ lesa ţađ aftur í heild sinni. Greinarnar voru upphaflega kallađar Leitin ađ beinum Egils:

Egill 

Leitin ađ beinum Egils Skallagrímssonar 

Í gćr birti kollega minn merka grein í Lesbók Morgunblađsins. Ég frétti af grein Margrétar Hermanns-Auđardóttur gegnum Morgunblađsbloggiđ. Viđ dr. Margrét erum kannski ekki lengur starfsfélagar, ţví hvorugt okkar hefur haft sérstaklega góđ tök á ţví ađ vinna viđ frćđigrein ţá sem viđ notuđum fjölda ára til ađ sérhćfa okkur í. Ég hef ţurft ađ leita á önnur miđ eftir ađ mér var vísađ úr starfi og ég settur í ćvarandi atvinnubann á Ţjóđminjasafni Íslands (Ţađ er víst einsdćmi á Íslandi). En Margrét hefur alla tíđ veriđ útundan í greininni, einatt vegna öfundar og óskammfeilni ýmissa kollega hennar og ađila, sem hafa reynd ađ hefta framgang fornleifafrćđinnar á Íslandi.

Grein Margrétar fjallar á gagnrýninn hátt um fornleifarannsóknir Jesse L. Byocks í Mosfellsdal; um leitina ađ beinum Egils Skallagrímssonar, rannsóknir á haugi hans; um kirkju ţá sem menn telja ađ haugbúinn Egill hafi veriđ greftrađur í eftir ađ haugurinn var rofinn, svo og rannsóknir á Mosfelli, ţar sem bein kappans munu hafa veriđ flutt til hinstu hvílu.

Jesse L. Byock er ekki fornleifafrćđingur, en hefur samt stjórnađ fornleifarannsóknum á Íslandi í rúm 10 ár. Ţađ sem Margrét Hermanns- Auđardóttir skrifar um rannsóknir hans í grein sinni í Lesbók Morgunblađsins, get ég í alla stađiđ tekiđ undir. Hvet ég fólk til ađ ná sér í Lesbókina og lesa greinina gaumgćfilega. Ţar er einnig hćgt ađ lesa um vinnubrögđ í Háskóla Íslands, sem eru fyrir neđan allar hellur.

Ég skrifađi 9 blađsíđna greinargerđ ţegar umsókn um leyfi til rannsóknarverkefnisins "The Mosfell Archaeological Project" barst Fornleifanefnd áriđ 1995. Ég sat ţá í Fornleifanefnd tilnefndur af Háskóla Íslands. Ţađ varđ uppi fótur og fit. Lektor einn í háskólanum kvartađi fyrir hönd Jesse Byocks til Fornleifanefndar (međ bréfi og greinargerđ) og til menntamálaráđherra, sem kallađi strax formann nefndarinnar á teppiđ. Formađurinn reyndi svo međ öllum mćtti ađ fá mig til ađ draga greinargerđ mína til baka og Byock framdi ţađ sem í öđrum menningarheimi kallast Lashon hara. Ég neitađi, ţví hún stangađist ekki á viđ neitt í Ţjóđminjalögum. Ég var bara ađ vinna fyrir nefndarlaununum og ég sá líka óhemjumarga galla á umsókninni. Rannsókninni var síđan veitt leyfi og ţađ reyndar gefiđ fornleifafrćđingi er heitir Timothey Earle (sem ekki er lengur viđriđinn rannsóknirnar í Mosfellsdal), ţar sem Byock uppfyllti ekki skilyrđin til ađ stjórna rannsókninni. Ég ákvađ ađ sitja hjá viđ leyfisveitinguna. Í greinargerđ minni frá 1995 sýnist mér, í fljótu bragđi, ađ ég hafi reynst nokkuđ sannspár.

Margrét telur Byock og starfsfélögum hans ţađ til lasts, ađ ţeir hafi ekki einu sinni vitnađ í rannsóknir mínar á Stöng í Ţjórsárdal. Ţađ er líka rétt hjá Margréti. Ţađ er ekkert nýtt eđa neitt sem ég kippi mér upp viđ. Ég er harla vanur frćđilegri sniđgöngu eđa ađ ađrir geri mínar uppgötvanir ađ sínum (mun ég skrifa um ţađ síđar). Ţegar Byock og ađstođarmenn hans sóttu um leyfi til rannsóknanna áriđ 1995, var ţó lögđ áhersla á mikilvćgi rannsókna í Mosfellsdal í ljósi niđurstađna rannsókna minna á Stöng. Síđan ţá hafa ţćr ekki veriđ nefndar á nafn af Mosfellsmönnum. Kirkjurústin á Stöng, sem ég hef ekki getađ stundađ rannsóknir á síđan 1995, er líklega frá svipuđum tíma og kirkjan á Hrísbrú sem Byock og félagar hafa rannsakađ. Úr kirkjugarđinum á Stöng hafa bein veriđ flutt í annan kirkjugarđ eftir ákvćđum Grágásar. Sjá Lesbókargrein um rannsóknina. [Sjá einnig hér]

Ef menn hefđu tekiđ tillit til greinargerđar minnar frá 1995, ţar sem ég fjalla t.d. um tilurđ sögunnar um haug Egils í Tjaldanesi, hefđu ţeir ekki fyrir nokkrum árum asnast til ađ grafa í náttúrumyndun, ţar sem ekkert fannst nema ísaldaruđningur. Hvers kyns "haugurinn" í Tjaldanesi er, kom einnig fram viđ fornleifaskráningu Ţjóđminjasafnsins á svćđinu áriđ 1980. Áriđ 1817 könnuđust lćrđir menn ekkert viđ ţennan haug, ţegar Commissionen for Oldsagers Opbevaring var ađ safna upplýsingum um fornleifar, fastar sem lausar, á Íslandi. Haugurinn er ţví rómantískt hugarfóstur frá 19. eđa 20. öld, eins og svo margt annađ í tengslum viđ The Mosfell Archaeological Project. Verkefniđ teygir vissulega rómantíkina í frćđimennsku fram á 21. öld.

II

Pagets1D_CR 

 

"The skull gradually fills in with densitites, as shown here, and the skull thickens and softens"

Ţessa skýringu á framskriđnum Paget's sjúkdómi er ađ finna á síđu Stanfords háskóla um sjúkdóminn.  Ekki urđu meint bein Egils "soft", smkv. Egils sögu og Byock, eđa hvađ?

Leit Jesse L. Byocks ađ beinum Egils eru náttúrulega tálbeita. Byock notar álíka ađferđ til ađ fá fjármagn til rannsókna sinna og ţegar Kári í DeCode dáleiđir menn međ "ćttfrćđirannsóknum", sem sýna eiga ćttir manna aftur til sagnapersóna í miđaldabókmenntunum. Ţađ hjálpar greinilega fjársterkum ađilum ađ létta á pyngjunni. Góđ saga selur alltaf vel.

En Byock hefur fariđ óţarflega fram yfir ţađ sem sćmilegt er í ţessari sölumennsku í frćđunum. Ađ minnsta kosti yfir ţađ sem leyfilegt er í fornleifafrćđi. En fornleifafrćđin fjallar um allt annađ nú á dögum en ţađ ađ leita uppi ákveđnar persónur. Ţađ virđast íslenskufrćđingar enn vera ađ gera, líkt og ţegar ţeir eru ađ leita uppi höfunda Njálu og annarra fornrita.

Osteitis_Deformans-1 

Ţannig gćti Egill Skallagrímsson hafa litiđ út í ellinnni, hefđi hann í raun og veru veriđ međ Paget's disease eđa ţá yfirleitt veriđ til.

Til ţess ađ gera Mosfells-verkefniđ krćsilegra telur Byock mönnum trú um ađ Egils saga lýsi Agli međ sjúkdómseinkenni Paget's disease. Hann trúir ţví greinilega einnig á söguna sem sagnfrćđilega heimild. Hann hefur vinsađ ţađ úr af einkennum sjúkdómsins, sem honum hentuđu í greinum sínum um efniđ í Viator (Vol 24, 1993) og Scientific American (1995).  Menn geta svo, ţegar ţeir hafa lesiđ greinar hans, fariđ inn á vef Liđagigtarsamtaka Kanada (The Arthritis Society), eđa á ţessa síđu, til ađ fá ađeins betri yfirsýn yfir sjúkdómseinkenni hjá ţeim sem hrjáđir eru af ţessum ólćknandi sjúkdómi. Ţau einkenni eru langtum fleiri en ţau sem Byock tínir til og flóknari en hausverkurinn og höfuđskelin á Agli. Byock hefur ekki sagt lesendum sínum alla sjúkdómssöguna; til dćmis ađ ţeir sem eru hrjáđir af sjúkdóminum geti einnig liđiđ af sífelldum beinbrotum og verđi allir skakkir og skelgdir fyrir neđan mitti. Hryggurinn vex saman og mjađmagrindin afmyndast.  Byock heldur ţví fram ađ Agli hafi veriđ kalt í ellinni vegna ţessa sjúkdóms. Annađ segja nú sérfrćđingarnir: "The bone affected by Paget's disease also tends to have more blood vessels than normal. This causes an increase in the blood supply to the area, and as a result the area may feel warmer than usual".Lćknisfrćđi er greinilega ekki sterkasta hliđ Byocks og óskandi er ađ hann stundi ekki lćkningar í aukavinnu, líkt og ţegar hann gengur fyrir ađ vera fornleifafrćđingur á Íslandi.

Í greinum ţeim um verkefniđ, sem birtar hafa veriđ opinberlega, er heldur ekki veriđ ađ skýra hlutina til hlítar. Eins og til dćmis ađ tćmda gröfin ađ Hrísbrú sé undir vegg kirkjunnar sem ţar fannst. Ţađ ţýđir ađ gröfin eđa gryfjan er eldri en kirkjan sem samkvćmt kolefnisaldursgreiningu er frá ţví um 960. Kannski er erfitt fyrir bókmenntafrćđing eins og Byock at skilja svona flókna hluti. Hann átti líka erfitt međ ađ skilja grundvallaratriđi í fornleifafrćđi áriđ 1995 og ţurfti ađ hafa íslenskan fulltrúa sér innan handar. Mér skilst ađ ţetta sé nú mest orđiđ norsk-bandarísk rannsókn og gerir Margrét Hermannsdóttir skiljanlega nokkuđ veđur úr ţví í grein sinni í Lesbók Morgunblađsins. 5.5.2007.  Ţegar sótt var um rannsóknarleyfi og fjárveitingar áriđ 1996 var greint frá ţví ađ samvinna yrđi höfđ viđ fáeina Íslendinga "for ethical reasons" .

Hvađ varđar fjármögnun rannsóknarinnar, var alveg ljóst frá byrjun, ađ Byock hafđi báđar hendur niđur í íslenska ríkiskassann. Hann greindi mér hróđugur frá ţví, er hann reyndi ađ fá mig međ í rannsóknina, ađ Björn Bjarnason vćri "verndari" rannsóknarinnar og hefđi lofađ stuđningi, tćkjum, fćđi og ţar eftir götunum. Björn bóndi hefur greinilega ekki brugđist  Byock og hafa eftirmenn hans á stóli menntamála veriđ álíka gjafmildir. Ađ Björn Bjarnason er meiri aufúsugestur á Hrísbrú en ég og kollegar mínir, sést á ţessari og annarri fćrslu í dagbókum dómsmálaráđherrans.

Ţegar íslenskir fornleifafrćđingar međ doktorsgráđu geta ekki starfađ viđ grein sína sökum fjárskorts og ađstöđuleysis, vantar mig orđ yfir ţá fyrirgreiđslu sem prófessor Byock hefur fengiđ á Íslandi til ađ leita beina persónu úr Íslendingasögunum. Eins og ég skrifađi í greinargerđ minni áriđ 1995 um leit hans af Agli: "Ţađ er í sjálfu sér sams konar verkefni og leitin af beinum Jesús Krists og gröf hans eđa leitin ađ hinum heilaga kaleik (The Holy Grail)".

En riddari nútímans leitar ekki ađ gylltum kaleik eđa brandinum Excalibur, heldur Agli Skallagrímssyni. Riddarinn heitir Byock og atgeir hans heitir "Spin and PR". Riddarinn er reyndar búinn ađ afneita sér ţeim óţćgindum sem ţađ virđist vera ađ vera Bandaríkjamađur í brynju. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt áriđ 2004 (vćntanlega á eđlilegri hátt en tengdadóttir ráđherra umhverfismála um daginn). Hver veit, kannski er Byock líka orđinn tengdasonur eftir langa búsetu á íslandi. Hann er ađ minnsta kosti orđinn "fornleifafrćđingur", en ţađ geta víst nćr allir kallađ sig á Íslandi sem kaupa sér skóflu.

Gárungarnir segja mér, ađ nćsta verkefni Byocks sé ađ leita uppi Lođinn Lepp. Nafniđ eitt bendir eindregiđ til ţess ađ ţessi norski erindreki á 13. öld hafi veriđ međ sjúkdóm, sem lýsir sér í óhemju hárvexti, ekki ósvipađ og á ţessum kappa:

Lođinn leppur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband