Bloggfćrslur mánađarins, maí 2015
Auđunnir 100 dollarar
31.5.2015 | 17:29
Alfred J Raavad bróđir Thors Jensens, sem ég greindi frá í greininni hér á undan flutti til Bandaríkjanna međ konu sinni og fjórum börnum áriđ 1890. Ţar kallađi hann sig Roewad og síđar Roewade.
Ţann 1. október áriđ 1892 var viđtal viđ Alfred í Chicago Daily Tribune í tilefni ţess ađ hann hafđi unniđ til verđlauna í hönnunarkeppni. Hann vann 100 dali fyrir hönnun merkis fyrir Heimssýninguna Chicago World´s Fair, sem einnig var kölluđ The Columbian Exposition sem haldin var í borginni 1892-93.
Vinningstillaga Alfred Raavads var eins konar rúnartákn, hvítt á leirrauđum fleti. Hann hannađi fána, skrúđfána og skjöld međ ţessu merki. Ekki er laust viđ ađ hiđ forna danska sóltákn sem frćndi hans Björgólfur Thor notađi um tíma á stél einkaţotu sinnar sé ađeins skylt ţessu tákni sem Alfređ hannađi áriđ 1892. Ţegar menn stefna á miklar hćđir er víst best ađ hafa góđa skildi og tálkn til ađ verjast falli.
Blađamađur Chicago Tribune hefur greinilega haft mikiđ álit á ţessum 44 ára Dana, og skrifađi m.a. í forsíđugrein um vinningshafann:
Although Mr. Roewad said with a smile last night that he had never earned $100 so esaily before, it is evident from his career that he has the ability and purpose to earn many hundreds of hundred dollars before he dies.
Ţeir voru ţví greinilega líkir brćđurnir Thor og Alfred Jensen ţegar ađ auramálum kom. Ţess má geta ađ 100 Bandaríkjadalir áriđ 1892 samvara 2632 dölum í dag (eđa 354.293,52 ISK).
Í viđtalinu viđ Chicago Daily Tribune greindi Alfred örlítiđ frá högum sínum. Eftir ađ hann hafđi flust međ fjölskylduna til Chicago í maí 1890 hafđi hann m.a. unniđ hjá Keystone Bridge Company. Síđan fékk hann starf hjá Abraham Gottlieb, sem um tíma var yfirmađur framkvćmda á heimssýningunni. Gottlieb var gyđingur, og eru nú til sögunnar taldir tveir gyđingar sem Alfred Jensen Raavad vann međ. En síđar á ćvinni gerđist Raavad mikill gyđingahatari eins og ég greindi frá í fyrri grein minni um Alfred.
Raavad vann síđar á teikni- og hönnunarstofu heimssýningarinnar og starfađi mest viđ hönnum hins risastóra Manufactures og Liberal Arts skála (sjá mynd efst og hér fyrir ofan). Skáli ţessi var teiknađur af arkitektinum Robert Swain Peabody sem var frá Boston.
Teikning sem sýnir teiknistofu Chicago World´s Fair. Teikninguna gerđi T. de Thulstrup. Úr Harpers Week 1892.
Raavad lofađi mjög Bandaríkjamenn og borgina Chicago. Hann gerđi samlíkingu á Ameríku og Evrópu, sér í lagi á Englandi sem hann hafđi augljóslega ekki miklar mćtur á. Ekki er laust viđ ađ ţegar áriđ 1892 sé fariđ ađ bera á mannbótastefnu og herrafólkshugsjónum í skođunum Alfred Jensen Raavads:
In spite of my love for my country I decided my ideas and work were too American to agree with the slow Danish Development. After a struggle I sold out everything and started to find the center of the world and its civilization. I was sure the westward growing civilization had its headquarters in the United States, but where in this country was the center? I thought it would be in Chicago, but nobody could be sure of this, and it was a kind of lottery to select any place. As soon as the Word´s Fair question was settled I came to Chicago at once.
Of course it is a serious thing to shift nationality. A thousand questions streamed into my soul. You are too American for Copenhagen, are you American enough for Chicago? I had been studying in Paris, Vienna and other cities and it was plain every place hat its originalities , and of course Chicago hat its. I will see London and see how Chicago and Chicagoans look. I knew that the women of the other European metropolises were most characteristic of the inhabitants. I will look at the women of London and see how they compare with my ideal. I staid there a week, but it is far more difficult to find the English Types than those of other cities. Homely faces, short and clumsy figures, dressed without taste, were the ruling features. Either a special nose fostered by the fog and smoke or the remains of the Celts.
Arriving here my first task was to seek the American type as it expressed itself in the street passengers. Who can reveal my joy! I looked and was afraid it was a dream. I saw the most beautiful and vivid type of man. The slender, lovely girls, with small hands and feet, natural and healthy, with brighter eyes than I ever saw before, expressed my ideal in better form. This was my first impression and it has grown stronger since.
Heimild: Chicago Daily Tribune, 1. október 1892; forsíđa og bls. 3. Hér má lesa hluta greinarinnar.
P.s. Frú Sigríđur E. Magnússon, kona Eiríks Magnússonar bókavarđar í Cambridge var eins konar sýningargripur á sýningunni í Chicago áriđ 1893. Ţar var hún klćdd skautbúningi, hélt fyrirlestra um sögu Íslendinga, lék á gítar og sýndi íslenska silfurgripi. Ekki voru allir sáttir viđ ţátttöku hennar á sýningunni. Harpa Hreinsdóttir hefur skrifađ afar skemmtilegt blogg um ţađ.
Sagnfrćđi | Breytt 23.1.2021 kl. 17:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Bróđir Thors
30.5.2015 | 13:50
Thor Jensen, ćttfađir Thorsaranna, átti 11 systkini og ţar af fjögur hálfsystur. Einn bróđir Thors var líka vel gefinn piltur eins og Thor og komst á spjöld sögunnar líkt og hinn framtakssami bróđir hans á Íslandi. Hann hét Alfred J. Raavad (síđar stafađ Rĺvad; Sjá ljósmynd til vinstri). Alfred breytti eftirnafni sínu áriđ 1880, enda Jensen bara nafn fyrir venjulegt alţýđufólk. Alfred fćddist áriđ 1848 og var ţví töluvert eldri en Thor, sem fćddist áriđ 1863. Fađir ţeirra var Jens Christian Jensen múrarameistari og móđir ţeirra hét Andrea Louise Martens.
Alfred Jensen Raavad
Alfred starfađi í Danmörku og Bandaríkjunum (ţar sem hann kallađi sig Roewade). Hann var sćmilega vel ţekktur fyrir nokkrar byggingar beggja vegna Atlantsála, en sömuleiđis fyrir áhuga sinn og skrif um borgarskipulag, sem hann byrjađi ađ sýna áhuga í Bandaríkjunum. Hann varđ t.d. fyrstur manna til ađ teikna skipulag Reykjavíkur, ţar sem hann hugsađi sér einhvers konar Akropolis stjórnsýslunnar og "ađalsins" í Öskjuhlíđinni.
Íslenskur arkitekt, Hilmar Ţór Björnsson, sem oft skrifar áhugaverđar greinar um byggingalist fyrir alţýđuna á bloggi sínu á Pressunni, hefur haldiđ ţví fram, ađ Alfred J. Raavad hafi aldrei notiđ sanngirni ţegar seinni tíma menn útmćldu heiđur fyrir landvinninga í byggingarlist og bćjarskipulagi (sjá hér, hér og hér).
Hilmari Ţór telst svo til, ađ Alfred J. Raavad hafi fyrstur stungiđ upp á fingraskipulagi stór-Kaupmannahafnar, sem löngum hefur veriđ kennt viđ Peter Bredsdorff og Steen Ejler Rasmussen og taliđ ađ ţeir hafi átt heiđur ađ ţví ţegar ţeir kynntu ţađ áriđ 1947. Hilmar Ţór álítur ađ Raavad hafi ekki notiđ heiđursins vegna ţess ađ hann hafi veriđ gyđingahatari. Ţarna held ég ađ Hilmari Ţór förlist byggingalistin í sagnfrćđiathugunum sínum, ţví ţetta er einfaldlega ekki rétt og meinloka og óhugsuđ samsćriskenning í besta lagi.
Ţó svo ađ Alfred J. Raavad hafi veriđ svćsinn gyđingahatari, félagi í Foreningen til Fremmedelementers Begrćnsning, sem síđar var gefiđ nýtt nafn (Dansker Ligaen), ţá var gyđingahatur svo rótgróiđ í löndum Evrópu á fyrri hluta 20. aldar, ţar međ taliđ Danmörku, ađ lítiđ var eftir ţví tekiđ, nema hjá ţeim sem fyrir ţví urđu. Íslendingar flestir geta ekki gert sér grein fyrir ţví hatri. Ţađ var ţví ekki Raavad sem var fórnarlamb, heldur fólkiđ sem hann hatađi.
En nú er ţađ einu sinni svo, ađ gyđingar stjórna ekki ritun sögunnar í Danmörku eđa almenningsáliti. Gyđingar höfđu ekki og hafa aldrei haft ţau völd í Danmörku, ađ skipa mönnum sess í sögunni og gera minna úr verkum ţeirra til ađ hefna haturs í garđ gyđinga.
Hvađan Hilmar Ţór hefur ţess ţvćlu, veit ég ekki. Hún sýnir frekar fordóma í garđ gyđinga en vitsmunalega ţanka. Vona ég svo ađ ţessu upplýstu, ađ fólk sem hugsanlega enn telur Thorsaranna gyđingaćttar, fari ađ taka sönsum, ţegar ţeir frétta af ţessum skođunum ćttingjanna í Danmörku.
Tiltölulega nýlega birtist bók eftir Anne Sofie Bak um Gyđingahatur í Danmörku og ţá fyrst var aftur fariđ ađ minnast á gyđingahatur Raavads og ýmissa annarra ţekktra manna manna í Danmörku. Ţess er greinilega getiđ í yfirlitsverkum og alfrćđiritum í Danmörku ađ hann eigi heiđurinn eđa réttara sagt hugmyndina ađ framtíđarskipulagi stór-Kaupmannahafnar áđur en Ejler Rasmussen og Bredsdorff nýttu sér hugmyndir hans. Sá heiđur hefur aldrei veriđ tekinn af Alfred Raavad, hvorki af gyđingum međ "öll ţeirra völd", né öđrum.
Ţessi bygging, sem Raavad teiknađi međ öđrum í Chicago, líkist engum byggingum sem hann skildi eftir sig í Kaupmannahöfn. Hún hafđi heldur engin áhrif á Guđjón Samúelsson.
Teiknađi hús fyrir Íslending af gyđingaćttum
Máli mínu til stuđnings verđ ég ađ nefna 20 blađsíđna ritling ţann er Alfred birt áriđ 1918 og sem út var gefinn hjá Hřst og Sřn í röđinni Dansk-Islandsk Samfunds Smaaskrifter / 1. Bćklingurinn var tvítyngdur og kallađist á íslensku Íslensk Húsgerđarlist (Hilmar Ţór fer rangt međ nafniđ og kallar bćklinginn "Íslensk Húsagerđarlist") og á dönsku Islandsk Architektur. Bćklingurinn var gefinn út fyrir tilstuđlan manns af íslenskum ćttum og gyđinglegum. Ţađ var enginn annar en Aage Meyer Benedictsen (1866-1927), sem ég hef greint frá hér, hér og hér.
Aage var í móđurlegg kominn af íslenskum og dönskum kaupmönnum, en fađir hans Philip Ferdinand Meyer (1828/9 -1887) var gyđingur sem snerist til kristni og kallađi sig síđan Johan Philip Ferdinand Meyer. Meyer, sem lifđi framan af tiltölulega áhyggjulausu lífi ţökk sé auđlegđ föđur hans, byggđi sér sumarhús áriđ 1912, sem enn stendur. Hann kallađi húsiđ Videvang (Víđavang), og er húsiđ nćrri bćnum Videbćk á Jótlandi og í dag í eigu austuríska milljónamćringsins og Vínarbarnsins Kurt Daell (f. 1940,hann hét upphaflega Kurt Hauptmann) síđasta eiganda Daells Varehus í Kaupmannahöfn. Uppeldisdóttir Aaage Meyer Benedictsens og konu hans Kari ól upp tvö börn frá Austurríki. Nokkrum árum eftir ađ húsiđ var byggt hafđi Aaage áform um ađ byggja annađ hús í íslenskum stíl. Hafđi hann samband viđ Alfred J. Raavad, sem skömmu áđur hafđi veriđ á Íslandi og fariđ međ bróđur sínum til Bandaríkjanna (sjá um ţá ferđ hér í prýđis grein Péturs heitins Péturssonar) og voru ţeir báđir Aage og Alfred félagar í Dansk Islandsk Samfund.
Meyer Benedictsen hafđi í hyggju ađ byggja sér "Ráđmannsíbúđ" međ kirkju og "Klukkuhliđi", sem Raavad birti teikningar af í ritlingi sínum. Meyer Benedictsen fékk einnig teikningar frá Raavad og eru ţćr í skjalasafni Meyer Benedictsens í Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn (sjá efst og hér fyrir neđan). Ţví miđur varđ ekkert úr ţeirri byggingu, og ég veit ekki af hverju, en tel sennilegt ađ Aage hafi skort fjármagn til ţeirra.
Ţegar yfirlýstur gyđingahatari eins og Alfred J. Raavad, frćndi Thorsaranna á Íslandi, gat unniđ međ Meyer Benedictsen og öfugt, er kannski of mikiđ gert úr gyđingahatrinu í karlskömminni honum Alfred.
Kirkja sem Meyer Benediktsen vildi reisa. Stal Guđjón ţessu frá Alfred Raavad? Ekki man ég eftir ţví.
Var Guđjón Samúelsson hugmyndaţjófur?
Hilmar Ţór Björnsson geriđ ţví líka skóna, ađ Alfred J. Raavad hafi ekki hlotiđ ţann heiđur á Íslandi sem honum bar, og telur Guđjón Samúelsson hafa leitađ of fjálglega smiđju Raavads án ţess ađ Raavad fengi neinar ţakkir fyrir. Ţar á međal telur Hilmar Björn ađ Guđjón hafi sótt um of í smiđju Raavads og megi ţađ t.d. sjá á teikningum Raavads ađ Ráđsmannsíbúđinni.
Ekki var ţađ ţá vegna ţess ađ Raavad var gyđingahatari. Ég get vissulega samţykkt ađ Guđjón hefur greinilega lesiđ ritling Raavads um íslenska húsgerđarlist, en hvort ţađ var meira en ţađ, stórefa ég. Raavad byggđi engin hús í "islandica stíl" međ burstum og slíku í Danmörku og ţađ ţarf ađ rökstyđja ţađ vel, ef einhver sér svip međ húsum Guđjóns á Íslandi og húsum Raavads í Danmörku eđa Bandaríkjunum. Burstahús Guđjóns svipar ekkert til tillögu Raavads ađ Íslandshúsi gyđingaafkomandans Meyer Benedictsens frá 1917.
Arkitektar leita svo sem oft í smiđju starfsbrćđra sinna án ţess ađ geta ţess og ţađ er mönnum oft efni í margar, langar og leiđinlegar ritgerđir (sjá hér og myndirnar hér fyrir ofan). Mađurinn er í eđli sínu hópdýr og eftirherma (kópíisti) og langt er á milli ţeirra sem fá nýju og stóru hugmyndirnar, og eru ţeir sjaldan spámenn í sínu heimalandi. Hvađ varđar bćjarskipulag Raavads fyrir Reykjavík, er hćgt ađ sjá ađ ýmsar hugmyndir Guđjóns eru komnar frá Raavad. En Guđjón setti ţó sinn Akropólis á Sólavörđuholtiđ en ekki í Öskjuhlíđina.
Alfred var vissulega merkilegur "Thorsari" og saga hans afar áhugaverđ, nema hvađ hann trylltist víst (stundum) ţegar hann sá og heyrđi gyđinga. En ţađ gerđu menn og gera svo margir enn. Hatriđ stendur oft lengur en rammgerđustu byggingar stórra arkitekta.
Ef til vill hefur hinn mjög svo rómađi Guđjón Samúelsson einnig leitađ í smiđju Alfred Jensens Raavad. En viđ skulum ţó aldrei útiloka ađ menn geti fengiđ sömu hugdettuna.
Grein ţessi byggir eins og margar greinar höfundar á rannsóknum hans í Ríkisskjalasafninu í Kaupamannahöfn. Teikningarnar Raadvads af Ráđsmannsíbúđ og kirkju er ađ finna í einkaskjölum Aage Meyer Benedictsens. Ljósmyndin af Aage Benedictsen Meyer er frá 1909 og er í eigu háskólans í Vilnius í Litháen.
Hér má lesa meira á Fornleifi um athafnasemi Alfreds Raavads í grein sem Fornleifur kallar Auđunnir 100 Dollarar.
Menning og listir | Breytt 12.12.2021 kl. 05:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Gullfoss
27.5.2015 | 09:34
Út er komin í Danmörku bókin Gullfoss. Ţótt titillinn gćti bent til ţess, er ţetta hvorki bók um sögu okkar stćrstu náttúruperlu né ádeilurit á innheimtu gjalds fyrir ađgengi ađ sameign ţjóđarinnar eđa ađra ónáttúrulega náttúrusölumennsku.
Gullfoss er eitt af merkari sagnfrćđiritum síđari ára um 20. öldina á Íslandi. Bókin er greinasafn um tengsl danskrar og íslenskrar menningar. Í henni má finna gott yfirlit yfir sögu Dana á Íslandi á 20. öld. Birtar eru rannsóknir á baráttu Dana međ íslenskuna og íslenska menningu, sem og frásagnir af Dönum sem settust ađ á Íslandi, sér í lagi dönskum konum sem minnihlutahópi á Íslandi á síđari hluta 20. aldar. Afstöđu Íslendinga, jákvćđri sem neikvćđri, er einnig lýst og sömuleiđis mikilvćgum áhrifum danskrar menningar á íslenskan "kúltúr"; sömuleiđiđ ţeirri menningarblöndun sem átti sér stađ og hvernig hún smitađist út í ranghala ţjóđfélagsins.
Bókinni er ritstýrt af Auđi Hauksdóttur hjá stofnun Vigdísar Finnboga, Guđmundi Jónssyni sagnfrćđiprófessor og stórvini Íslands, Erik Skyum-Nielsen, og eru ţau jafnframt höfundar ađ efni ásamt yngra fólki eins og Íris Ellenberger, Christinu Folke Ax og Ţóru Björk Hjartardóttur. Nestor höfundanna er hins vegar Sigurđur Pétursson fyrrverandi lektor í latínu og grísku viđ HÍ. Grein hans ber af. Vigdís Finnbogadóttir ritađi formála ađ bókinni.
Í gćr var mér og konu minni, sem er ein af ţessum fallegu dönsku konum sem íslenskir menn reyndu ađ draga međ sér til Íslands á 20. öld, bođiđ í hóf í sendiráđi Íslands í Kaupmannahöfn. Ástćđan fyrir ţví ađ eins ómenningarlegum manni og mér var bođiđ var sú, ađ ég kom í mýflugumynd ađ útgáfu bókarinnar. Ég útbjó og skrifađi svokallađ peer-review, leitađi uppi leiđar villur og misskilning sem ég stakk í. Ekki ţó svo ađ skilja ađ mikiđ hafi veriđ ađ slíku í verkinu.
T.v.Sendiherra Íslands í Danmörku, Benedikt Jónsson, býđur gesti velkomna. T.h. Auđur Hauksdóttir og Erik Skyum-Nielsen viđ kynningu bókarinnar í íslenska sendiráđinu í gćr.
Eins og ég sagđi, bar ein greinanna af. Ţađ er ritgerđ Sigurđar Péturssonar eins mesta latínumanns okkar Íslendinga, en Sigurđur kenndi mér sögu Rómverska lýđveldisins fyrsta vetur minn í Háskóla. Sigurđur fjallar um fjölskyldu sína. Greinin er skrifuđ á eins konar gullaldardönsku og eins hefur mađur á tilfinningunni ađ Sigurđur hafi lengi hugsađ alla ţćtti greinar sinnar í ţaula. Ţetta er greinilega saga, sem hann hefur lengi langađ ađ segja og tími var til kominn. Hún er rosinen i přlseenden í annars góđri veislu.
Sigurđur segir sögu íslensk-danskrar fjölskyldu sem tengdi ţađ besta á Íslandi og í Danmörku. Afi höfundar og nafni var fyrsti skipstjóri á Gullfossi Eimskipafélagsins og ţar tengist greinin beint í nafn bókarinnar - eđa öfugt. Danskur afi hans Olaf Paludan-Müller var háttsettur í Det Řstasiatiske Kompagni (ŘK). Hann kvćntist heldri konu í Síam (eins og Tćland hét fyrrum) Nang Lek Lot Channung ađ nafni og giftist dóttir ţeirra Ebba (1912-2004) Pétri Sigurđssyni forstjóra Landhelgisgćslunnar. Sigurđur Pétursson gefur okkur innsýn í samspil ţriggja menningarheima, sem voru ef til vill ólíkir flestum ţeim fjölskylduböndum sem Íslendingar og Danir tengdust, en greinin hlýtur í framtíđinni ađ verđa skyldulesning í kennslu á Íslandi í minnihlutum, nýbúum og minni háttar culture-clash kenningum, eđa hvađ sem ţađ nú heitir.
Móđir Sigurđar Péturssonar í Síam (fyrir miđju međ slaufu í hárinu) međ systkinum sínum og ţjónustufólkinu Leib og Töng. Áriđ er 1917.
Ásamt bók Guđmundar Magnússonar um Thorsarana er bókin Gullfoss stćrsti fengurinn fyrir dansk-íslenskra menningasögu á síđari árum. Viđ sem ólumst upp međ íslenska afa og ömmur sem keyptu "ný dönsk blöđ" í stórum stíl og töluđu um stikkontantinn (stikkontakten), ergelsi og fornermelsi (ćrgelse og fornćrmelse), sópuđu fortóiđ (fortovet) og keyptu billettin (billetterne) ţekkjum söguna ađ vissu marki. Greinasafniđ Gullfoss sem hlýtur ađ verđa gefin út á íslensku, veitir öđrum, sem ekki komu frá svo "menningarsnauđum" heimilum, nauđsynlega innsýn. En jafnvel var orđiđ of seint fyrir útgáfu Gullfoss, ađ veita góđa heildarmynd, ţví margt af ţví góđa fólki sem gćti hafa sagt bestu sögurnar var dáiđ.
Gullfoss: Mřdet mellem dansk og islandsk kultur i 1900-tallet. Redigeret af Auđur Hauksdóttir, Guđmundur Jónsson og Erik Skyum-Nielsen. Forlaget Vandkunsten 2015.
Fornleifur gefur bókinni sex grafskeiđar, danskar. Meira er ekki hćgt ađ biđja um, og meira fá menn ekki hér.
Ritdómur | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Rannsökum nasistana í Sjálfstćđisflokknum!
25.5.2015 | 19:38
"Ţađ hefur veriđ fariđ međ stjórnmálastarfsemi hinna íslenzku ţjóđernisinna sem feimnismál og enginn virđist hafa haft áhuga á ţví ađ fara nánar ofan í tengsl manna hér á Íslandi viđ Ţýzkaland á ţessum árum."
Svo skrifađi Styrmir Gunnarsson á bloggi sínu í dag. Ekki held ég ađ ţetta sé alls endis rétt hjá Styrmi. Ţór Whitehead hafur skrifađ býsnin öll og líka um íslenska nasista, en mest hefur hann skrifađ sína styrjaldasögu út frá íslenskum, breskum og bandarískum heimildum. Jökulssynirnir, ţeir Hrafn og Illugi hafi skrifađ góđa bók um Íslenska nasista (međlimi Flokks Ţjóđernissinna) án ţess ţó ađ geta heimilda, og Ásgeir Guđmundsson hafi velt fyrir sér íslenskum nasistum í grein og bók sinni Berlínarblús, en einnig međ takmarkađri komu í erlend skjalasöfn.
Hver varđ ađ lokum "móđurflokkur" ţessara manna? Draumkennd áadýrkun og ást á brjóstvöđvum 1942. Sólkrossinn á skildinum, sem t.d. norskir nasistar notuđu, sómdi sér nýlega á einkaţotu Björgólfs Thors.
Ekki tel ég ţó ađ ţessir ađilar og ađrir sem hafa skrifađ hér og ţar um íslenska nasista hafi ekki misst af svo miklu í Ţýskalandi. Ţar er ekki um auđugan garđ ađ gresja ţegar kemur ađ upplýsingar um áhuga ţýskra nasista og yfirvalda á Íslandi eftir 1933. Margt eyđilagđist kannski í stríđinu og tengsl íslenskra manna viđ flokk og foringja í Ţýskalandi voru líka takmörkuđ. Ţađ er ekki eins og rjómi ţjóđarinnar hafi veriđ međlimir í Flokki ţjóđernissinna á Íslandi. Sumir af ţessum körlum voru ótíndir tukthúslimir og innbrotsţjófar. Afi Jón Geralds Sullenbergers, Gunnar Jóelsson, var t.d. einn ţessara manna og međ honum í slarkinu var Haukur Mortens. Ţeir félagar reyndu eitt sinn lukkuna međ ţví ađ gerast laumufarţegar (sjá hér og hér).
Ţađ voru helst menningarlega ţenkjandi Ţjóđverjar, og margir ţeirra nasistar, sem höfđu áhuga á Íslandi. Íslendingum sem tengdust félaginu Germaníu eđa sem meiri eđa minni nasistar gengu í Nordisches Gesellschaft var bođiđ til Ţýskalands, ţćttu ţeir nógu áhugaverđir. En Ţýskaland sem lagđi kapp á ađ byggja upp hernađaráform sín vörđu takmörkuđu fé í Ísland og settu t.d. lok á fyrirhugađar rannsóknir á Íslandi á vegum Ahnenerbe-SS sumariđ 1939.
Ţjóđverjar búsettir á Íslandi voru vitanlega margir hverjir gargandi nasistasvín, en ţó ekki í betri samböndum viđ Das Vaterland en íslensku nasistarnir.
Sem bein tengsl viđ Ţýskaland má nefna ferđir sem ýmsum Íslendingum var bođiđ í. Gunnar Gunnarsson hitti Hitler. Öđrum sem bođiđ var var María Markan, Stefán Islandi, Jóns Leifs, Guđmundur Kamban (sjá greinar mínar Kamban er ekki hćgt ađ sýkna og Kamban og Kalkúnninn). Guđmundar frá Miđdal, rektorar HÍ Alexander Jóhannesson rektor og Níels Dungal og fleiri ađdáendur ţýskrar menningar.
Ţví er haldiđ fram ađ ţetta fólk hafi ekki veriđ nasistar, en ţađ hreifs međ ađ mikilli áfergju. Matthías Ţórđarson ţjóđminjavörđur og ţingmađur fékk sent mikiđ magn af alls kyns áróđursefni frá Berlín. Ţví var vísvitandi eytt af Ţór Magnússyni hér um áriđ ţegar tekiđ var til í skjalasafni Matthíasar (sjá grein mína Ţegar Matthíasi var hent á haugana). Mér tókst ađ bjarga örlitlu broti af nasistableđlunum sem Matthías fékk. Ţađ verđur ađ leita á öskuhaugunum til ađ finna restina.
Hvađ varđar tengsl flokksbundinna íslenskra nasista viđ móđurflokkinn er ljóst, ađ hinn kynlegi kvistur Eiđur Kvaran fékk einhvern stuđning frá móđurapparatinu í Ţýskalandi fyrir "vísindastörf" sín (sjá niđurstöđur rannsókna minna á sögu hans og félaga hans í greininni Heil Hitler og Hari Krishna). Einstaka nasisti var einnig betur gefinn en meirihlutinn í flokknum. Nasistinn Davíđ Ólafsson er sagđur hafa stundađ nám í hagfrćđi í Ţýskalandi, en ţví lauk hann aldrei, ţótt ţví sé haldiđ fram af vefsíđu hins háa Alţingis (sjá grein mína Próf seđlabankastjóra, alţingismanns og nasista).
Davíđ kyssir bokkur međ félögum úr áđur en hann hélt til Ţýskalands til "náms".
Hann hafđi ţó aldrei fyrir ţví ađ segja okkur um samskipti sín viđ nasista í Ţýskalandi. Ţeir gáfu honum ekki einu sinni titil á pappír fyrir heimsóknina.
"Foringinn" og Ţýskaland
Gísli Sigurbjörnsson í Ási (einnig kenndur viđ Grund), einn af foringjum íslenskra nasista, skrifađi örugglega einhver bréf til kollega sinna í fyrirheitna landinu, en hvar ţau eru niđur komin er engin leiđ ađ vita. Sjálfur brenndi hann bréfasafn sitt frá ţessu tíma líkt og flestir flokksbrćđur hans og stuđningsmenn. Ţýska utanríkisţjónustan hefur ekkert um hann og heldur ekki Bundesarchiv. Ég hef heldur ekkert fundiđ sem vísađ gćti til skrifa Knúts Arngrímssonar viđ yfirvöld í Ţýskalandi. Ég hef leitađ.
Áriđ 1938 útvegađi Gísli í gegnum sambönd sín viđ Ţýskaland, ţjálfara fyrir Knattspyrnuliđ Víkings.
En er ekki fremur hlćgilegt ađ fyrrverandi ritstjóri blađs sem birti minningargreinar um Gísla í Ási sé ađ biđja um rannsókn á tengslum hans viđ Ţriđja ríkiđ, ţegar ekkert kom fram um nasisma Gísla í minningargreinum um hann í Mogganum áriđ 1994. Afneitunin var algjör. Hvađ veldur áhuganum nú? Er Styrmir ađ reyna ađ skaffa ríkisstyrk handa einhverjum ćttingja til ađ stunda "rannsóknir" viđ HÍ?
Guđbrandur "Bralli" Jónsson
Menn eins prófessor Guđbrandur Jónsson, sem ekki voru flokksbundnir, en heilluđust af Hitler, voru líklegar beintengdari viđ Ţýskaland en pörupiltarnir og slagsbrćđurnir í Ţjóđernissinnaflokk Íslands sem síđar urđu margir hverjir góđir Sjálfstćđismenn. "Bralli", sem af einhverjum furđulegum ástćđum taldi sig vera krata, var einn ţeirra sem dreymdi um ađ gera ţýskan prins og nasista ađ konungi Íslands.
Var Guđbrandur óspart notađur til Ţýskalandstengsla, t.d. ţegar vinur hans Hermann Jónasson vildi varpa gyđingum úr landi. Ţá ţýddi Guđbrandur bréf yfir á ţýsku, ţar sem dönskum lögregluyfirvöldum var sagt hvađ ţau ćttu ađ gera viđ gyđingana ef Danir vildu ekki sjá ţá (Sjá bók mína Medaljens Bagside (2005) sem má fá ađ láni á íslenskum bókasöfnum sunnan og norđan heiđa). Guđbrandur hafđi fyrr á öldinni starfađ fyrir utanríkisţjónustu Ţjóđverja. Stćrra idjód hefur víst aldrei fengiđ prófessorsnafnbót á Íslandi fyrir ekkert annađ en ađ vera sonur föđur síns. Stórmenntađur gyđingur, Ottó Weg (Ottó Arnaldur Magnússon) fékk hins vegar aldrei vinnu viđ neina menntastofnun á Íslandi (Sjá grein mín Gyđingar í hverju húsi).
Í skjalsöfnum Danska utanríkisráđuneytisins má sjá hvernig Danir fylgdust grannt međ Íslendingum, sem utanríkisţjónustunni ţótti hafa of náin sambönd viđ nasista. Ţađ hef ég skrifađ um á bloggum mínum. En í skjalsöfnum í Kaupmannahöfn eru ekki heimildir finna um íslenska flokksbundna nasista nema Gísla í Ási (Grund).
Styrmir telur Ísland nafla alheimsins líkt og margur landinn
Mig grunar ađ Styrmir Gunnarsson falli í vangaveltum sínum í ţann hyl sem margir Íslendingar eiga ţađ til ađ drukkna í í heimalningshugsunarhćtti sínum. Ţeir halda ađ Íslandi hafi veiđ eins konar nafli alheimsins sem allir höfđu og hafa áhuga á.
Vissulega höfđu Ţjóđverjar og sjálfur Hitler áhuga á Íslandi, hernađarlega séđ, en ekki fyrr en mjög seint (sjá hér). Í dönskum skjalasöfnum hef ég fundiđ upplýsingar um ađ enginn áhugi hafi veriđ hjá Ţjóđverjum ţegar ruglađur Íslendingur í Kaupmannahöfn bauđ Ţjóđverjum bóxítnámur og hernađarađstöđu á Íslandi (sjá hér), en Ţjóđverjar töldu manninn snarruglađan. Danir ákváđu ađ ákćra Íslendinginn ekki ţó hann hefđi oft gengiđ á fund ţýsks njósnara sem ţeir dćmdu til fangelsisvistar, manns sem ég hef sýnt fram á ađ hafi viđurkennt ţađ áriđ 1945 ađ hafa myrt Karl Liebknecht áriđ 1919 (sjá neđarlega í ţessari grein)
Guđmundur Kamban, sem naut góđs af nasistaapparatinu, ţó hann vćri ekki skráđur í flokkinn svo vitađ sé. Hann elskuđu Ţjóđverjar vegna ţess ađ hann var menningarfrömuđur sem Ţjóđverjar elskuđu ađ sýna sem vini nasismans. Kamban gerđist líka ađalsérfrćđingur Flokksins í miđaldakalkúnum (sjá sjá greinar mínar Kamban er ekki hćgt ađ sýkna og Kamban og Kalkúnninn). Reis ţar líklegast hćst virđuleiki Íslendinga í Ţriđja ríkinu, fyrir utan ferđ Gunnars Gunnarsson til Ţýskalands og Hitlers áriđ 1940.
Ţessa mynd og ađrar af Gunnari í ferđ sinni fyrir nasistaflokkinn í Ţýskalandi vill Gunnarstofa á Skriđuklaustri ekki sýna gestum sínum, og heldur ekki FB síđan Gamlar Ljósmyndir, sem stjórnađ er af gömlum harđlínustalínista og mönnum sem komnir eru af karlinum sem seldi Gunnari Skriđu. Allir afneita ţví ađ Gunnar hafi veriđ nasisti. Ţađ er sjúkleg afneitun.
Nasistar eru ađ kjarna til mjög hlćgilegt liđ. Ekki ósvipađ ISIS og baklandi ţeirra morđingja í dag. En hlćgilegt fólk getur vissulega líka veriđ hćttulegt, eins og mörg dćma sanna.
En ţegar stór hluti Flokks Ţjóđernissinna var ósendibréfsfćr hópur götustráka međ drykkjuvandamál, og einstakra sona velmegandi Dana á Íslandi og íslenskra kvenna ţeirra, er líklegast ekki um auđugan garđ ađ gresja fyrir ţá sögu sem Styrmir vill sjá og hvetur Illuga Gunnarsson til ađ veita fé í.
Eins og Illugi sé ekki búinn ađ gera í nóg í buxurnar međ dauđanum í moskunni Feneyjum. Margt gott hefur ţegar veriđ skrifađ um íslenska nasista af leikum sem lćrđum, og heyri undan mér ađ á Íslandi sé blađamađur ađ skrifa ekki meira né minna en 800 síđna verk um stríđárin. Kannski verđur ţađ betra en ţađ sem sagnfrćđingar hafa bođiđ upp á. Hann leitar samt grimmt í smiđju sérfrćđinga og heimtar ađ fá efni hjá ţeim lćrđu sér ađ kostnađarlausu. Ég hef látiđ hann hafa efni, en sé eftir ţví, ţví ugglaust ţakkar hann ekki fyrir stafkrók af ţeim upplýsingum eđa ţćr myndir sem ég hef látiđ honum í té.
Nasistar og Sjálfstćđisflokkurinn
En Styrmir gerir á bloggi sínu einfaldlega of mikiđ úr ţessum drulludelum sem ţrömmuđu um götur Reykjavíkur á 4. áratugnum, en urđu síđar góđir ţegnar í Sjálfstćđisflokkunum.
Nćr vćri fyrir Sjálfstćđisflokkinn, ef prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson gerir ţađ ekki af sjálfsdáđum, ađ flokkurinn veitti eigiđ fé í ađ skođa sögu áhrifa nasistanna í Sjálfstćđisflokknum og gera upp viđ ţá fortíđ sína, ţegar gyđingahatarar, ofstopamenn og jafnvel svikahrappar gengu í flokkinn; Ađ ţađ verđi međ rannsóknum skýrt hvernig "fyrrverandi" nasistar gátu orđiđ ađ flugmálastjórum, bankastjórum og lögregluyfirvaldi.
Ég man svo heldur ekki betur en ađ nasistar sjálfir hafi haldiđ ţví fram ađ Gísli Sigurbjörnsson hafi stofnađ nasistaflokkinn í bróđurlegu samstarfi viđ Miđstjórn Sjálfstćđisflokksins (sjá hér). Ćtli til séu heimildir um ţađ í Valhöll? Eđa ríkir ţar líka afneitunin ein líkt og hjá mörgum íslenskum kommum?
Sagnfrćđi | Breytt 29.11.2019 kl. 12:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvalbein í og á húsum
24.5.2015 | 20:17
Alls stađar í heiminum, ţar sem menning tengdist áđur fyrr hvölum, hvalreka eđa hvalveiđum, hafa menn nýtt afurđir hvalsins til hins ýtrasta. Ţar međ taliđ til húsbygginga.
Íslendingar, norrćnir menn á Grćnlandi, Inúítar, Indíánar, Hollendingar, Bretar, Ţjóđverjar (ađallega í Brimum), Maóríar, Japanir ásamt öđrum ţjóđum hafa allir nýtt hvalakjálka, rifbein, hryggjaliđi og önnur bein í byggingar, sem sperrur, rafta og jafnvel sem stođir. Hryggjarliđir hafa orđiđ ađ stólum og hnöllum og ţannig mćti lengi telja.
Ţegar á 17. öld veiddu Hollendingar manna mest hval. Ţađ ţekktist í Hollandi ađ hvalbein vćru notuđ í girđingar eđa hliđ, líkt og síđar á Holtsetalandi (Holstein). Hvalbein, nánar tiltekiđ kjálkar, voru mikiđ notuđ í hliđ og gerđi í Brimum (Bremen).
Olaus Magnus sýnir á ristum í verki sínu Historia de gentibus septentrionalibus frá 1555 hús byggđ úr hvalbeinum.
I Whitby Norđur-Jórvíkurskíri á Englandi var ţessi hlađa eđa skemma rifin á 4. áratug síđustu aldar. Kjálkabein úr stórum skíđishvölum hafa veriđ nýtt sem sperrur í braggann. Ekki er húsiđ mikiđ frábrugđiđ kjálkahúsinu í verki Olaus Magnusar (Sjá frekar hér).
Sá siđur Hollendinga ađ hengja neđri kjálka úr stórhvelum, sér í lagi skíđishvölum, utan á hús er vel ţekktur, og viđ ţekkjum ţessa notkun hvalbein einna best vegna hins mikla myndlistaarfs ţeirra frá 17. og 18. öld.
Utan á gamla ráđhúsinu í Amsterdam, sem brann til kaldra kola áriđ 1651, héngu mikil kjálkabörđ í járnkeđju. Málarinn Pieter Janszoon Saenredam málađi olíumálverk af húsinu áriđ 1657 eftir minni eđa eldra verki) (stćkkiđ myndina efst til ađ sjá smáatriđin eđa fariđ hingađ til ađ láta heillast).
Riddarasalurinn (Ridderzaal) í Haag í Hollandi var miđaldabygging sem byggđur var á miđöldum. Í dag er hann hluti af svokölluđum Binnenhof (Innri Garđi), ţar sem hollenska ţinghúsiđ er er í dag. Um miđja 17. öld máluđu tveir listamenn bygginguna og tvö kjálkabein úr skíđishval sem hengd voru á bygginguna áriđ 1619. Seinni tíma listfrćđingar hafa kallađ ţetta bein búrhvals, sem er tannhvalur, en greinilegt er ađ ţarna hanga kjálkabörđ skíđishvals. Aftaka fór fram viđ húsiđ áriđ 1619 og mynd stungin í kopar af ţeim viđburđi. Ţar sjást hvalbeinin ekki, ţannig ađ ţau hljóta ađ hafa veriđ hengd á bygginguna síđar en 1619.
Í ráđhússal í Haarlem í Hollandi hanga ţessir veglegu hvalskjálkar. Ţau voru flutt til Hollands frá eyjunni Waiigat (Vindrassgati), sem Jan Huyghen frá Linschoten tók međ sér til Hollands úr merkri ferđ sem hann fór međ Willem Barentsz til Novu Zemblu áriđ 1595. Í miklu yngri ráđhúsum í Norđur-Ţýskalandi héngu einnig hvalbein og voru t.d. notuđ sem ljósakrónur (sjá hér).
Víđa í Hollandi hefur ţađ lengi tíđkast ađ menn settu fallega úthöggna steina á gafl húsa sinna. Gaflsteinar ţessir báru gjarna nafn eiganda eđa einhverja mynd sem lýsti eigandanum eđa starfi hans. Á pakkhúsi frá 18. öld í Amsterdam, sem ţví miđur var rifiđ áriđ 1973, hékk ţessi steinn : međ áletruninni : HET WALVIS BEEN IS NU STEEN. Síđar var steininum komiđ fyrir á öđru húsi. Kannski hafa hvalaafurđir einhverju sinni veriđ geymdar í pakkhúsinu á Haarlemmer Houttuinen númer 195-99 (sjá myndina hér fyrir neđan). Gatan fékk nafn sitt af tréverslunum og viđargeymslum Amsterdamborgar sem voru stađsettar ţarna frá ţví á 17. öld, ţegar svćđiđ lá í útjađri borgarinnar. ţar sem minnst eldhćtta var af byggingaefninu sem ţar var geymt.
Hvalbeinin sem héngu á húsum í Hollandi hafa ađ öllum líkindum átt ađ sýna fólki stćrđ sköpunarverka Guđs. Ţau sýndu einnig mátt og megin verslunar og umsvifa Hollendinga á gullöld lýđveldis ţeirra á 17. öld, ţegar hvalaafurđir voru sóttar til fjarlćgra slóđa. Beinin voru líklegast til vitnis um ţá mikilvćgu verslun sem Hollendingar stunduđu og ţann iđnađ sem tengdist henni. En alltaf var trúarlegur grunnur. Alli könnuđust viđ söguna af Jónasi í hvalnum. Í beinunum sáu menn einnig sönnun ţess ađ hvalir gćtu hćglega gleypt menn.
Jónas stígur út úr hval í ţorsklíki. Málverk frá 1595 eftir Jan Breughel eldri. Málverkiđ hangir í Gamla Pinachotekinu í München.
Annars stađar gerđist ţađ ađ hvalbein voru hengd upp vegna ţess ađ hvalreki varđ. Ţađ gerđist t.d viđ Litla Belti í Danmörku, ţegar stórhveli rak ţar á land ţann 30. apríl áriđ 1603. Hvalbein, kjálki og voru hengd upp í kirkjunni í Middelfart og eru ţar enn.
Í borginni Verona á Ítalíu hangir rifbein úr litlum hval yfir borgarhliđinu.
Hvalveiđar | Breytt 11.9.2024 kl. 08:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Menningarferđ til Lundar
23.5.2015 | 19:11
Í dag fór ég einn í drossíuferđ til Lundar í Svíţjóđ á bláa Skódanum okkar. Ég skildi fjölskylduna hreinlega eftir heima. Tilgangurinn međ ferđinni var menningarleg vorgleđi. Ćtlun mín var ađ kaupa nýja bók um sćnska viđskiptajöfra í Póllandi í síđari heimsstyrjöld, sem ég fann svo ekki. Ég ćtlađi líka ađ skođa safn, sem ég og gerđi.
Ég fékk hins vega dálítiđ viđbótarupplevelsi fyrir utan kaffi og sushi. Á Tegnérstorgi var húllumhć, og sá ég fljótt á fánunum ađ ţarna var einhvers konar gay-pride hátíđ. Ţarna voru allskyns samtök međ sölu, meira ađ segja hýrir sósíaldemókratar og Animal-rights hópar, sem kannski vill hleypa hýrum svínum út úr stíunum. Ekki ţorđi ég ţó ađ vera svo írónískur viđ ţetta unga fólk og spyrja hvort dýr gćtu veriđ gay eđa kratar svín?
Ţarna í miđjum hópi litskrúđugra pilta og lesbía sem voru verr klćddar en ég, var ég örugglega svona svaka heteró eđa bara púkó, eins og einn gamall nágranni minn á Íslandi, hann Andri, kallađi mig ţegar á 8. aldursári, ađ einhverju var kastađ í fótlegginn á mér. "Áái, helvítis". Ţetta var sárt.
Bláa typpiđ og svarti rasstappinn
Ég leit niđur og uppgötva mér til mikillar undrunar ađ bláu gervityppi hefur veriđ hent í löppina á mér. Mér steinbrá, en uppgötvađi ađ ungar og glađlegar lesbíur voru ađ ćfa typpaskotfimi.
Ég tók typpiđ upp. "Ţađ var minna en mitt" upplýsti ég algjörlega húmorslausar lesbíurnar, en ein sem mig grunar ađ hafi bara veriđ bí, upplýsti mig ţá á skánsku, eitthvađ í ţá veru ađ stćrđin, storleken, skipti ekki máli. Ég jánkađi ţví föđurlega. Enda minn ekki mikiđ stćrri en sá blái. Mér var ţá bođiđ í typpakast, en var svo square ađ ég afţakkađi ţađ vingjarnlega - Mađur veit ekki hvar ţessi limir hafa veriđ.
Ég spurđu einnig konurnar, hvađ ţetta svarta vćri á miđjum vellinum (sjá efst). Ţćr litu á mig eins og ég vćri frá annarri pláhnetu og sögđu "det heter arsplög" - "Jĺvist", sagđi ég bara og fór.
Nú er ţađ ekki ađ skilja, ađ ég sé eins og Gylfi Ćgisson, ţegar ég sé samkynhneigđa. Gagnstćtt Gylfa er ég svo heppinn ađ ţeir eru fyrir löngu hćttir ađ gefa mér undir fótinn, svo ég ţarf ekki ađ binda hnút á ţarminn eins og sumir karlar gera í nćrveru homma.
Ţó var ţarna myndalegasti klćđaskiptingur í kúrekstígvélum međ afar ljóta hárkollu. Ekki ósvipađur JR í Dallas, en rauđhćrđur. Ekki var laust viđ ađ hann sendi mér hýrt augnaráđ, enda ég ekki ólíkur Roy Rogers, ţegar hann var upp á sitt besta.
Vinir Palestínu
Jćja, ég yfirgaf ţennan skemmtilega minnihluta, öll typpin og rasstappann, og hélt niđur á Stortorget í leit minni ađ góđri bókabúđ. Ţar var nýlokiđ annarri uppákomu hinseginfólks.
En ađrir minnihlutar biđu eftir ađ komast ađ. Stór barnahljómsveit sagađi fiđlur, en ţar nćrri stóđ brátt ţessi föngulegi 5 manna hópur stuđningsmanna Palestínu. Dálítiđ steinrunniđ liđ ađ mínu mati. Ţetta var eins og ađ vera á Sergelstorgi í Stokkhólmi. Minnihlutahópar í biđröđum. En allt samt mjög sćnskt, sett og alvarlegt og tímasetningar pössuđu. Eins og biđröđ viđ salerni.
Hélt ég síđan upp á Clemenstorget og keypti gamla prentmynd af Skagen á 15 krónur af skrankonu frá austur-Evrópu. Skömmu síđar sá ég bókaútgefandann (minn) Sřren Mřller Christensen á Vandkunsten ásamt konu sinni koma akandi fyrir horn í svarta Volvoinum sínum í leit ađ ódýru bílastćđi. Hann hefur líklega leitađ í allan dag og er enn ađ, ţví í Lundi kostar greinilega ađ leggja, nćr hvar sem er í bćnum. Hann sá mig ekki, en fćr brátt skeyti og sms frá Säpo um ađ hann hafi sést viđ menningarnjósnir í Lundi í dag, samkvćmt áreiđanlegum upplýsingum frá Mossad.
Ţannig leiđ ţá ţessi dagur. Bíđ ég nú eftir ţví ađ háma í mig ljúffengan danskan og hýran hanakjúkling, sem aldrei var hleypt út, en var líklega glađur ţangađ til hann kom undir fallöxina og sagđi gaggagaggagóóó... eftir ađ hafa heyrt bćn á arabísku. Ţađ verđur ađ taka tillit til allra minnihluta. Gleymum ţví ekki!
Á Kulturen sá ég kraftaverk. Ísraelski fáninn í Lundi.
Mannfrćđi | Breytt 19.6.2023 kl. 06:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Toppstykkiđ fundiđ
21.5.2015 | 07:04
Fyrir tveimur árum skrifađi ég um brot af litlum styttum sem sýna mittismjóar yngismeyjar, sem oft finnast í jörđu í Hollandi, og sem nćr alltaf finnast brotnar og án ţess ađ efri hlutinn finnist. Stytturnar hafa greinilega oftast brotnađ um mittiđ, sem var heldur til mjótt.
Fyrir tćpu ári síđan sendi vinur minn í Amsterdam, Sebastiaan Ostkamp, mér mynd af toppstykki af einni mittismjórri. Hún fannst illa farin í bćnum Enkhuizen. En forverđir gátu sett hana saman.
Ţađ er ekki laust viđ ađ hún minni eilítiđ á ákveđna skeggjađa söngkonu međ ţennan drulluhýjung í andlitinu, og á ţađ vel viđ ađ sýna hana á ţessum degi, ţegar Ísland gaular í Evrópukakófóníunni í Vín í kvöld.
Thank you very much, Sebastiaan Ostkamp.
Forngripir | Breytt 17.9.2019 kl. 01:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
11. Getraun Fornleifs
20.5.2015 | 14:40
Nú ţegar Fornleifur er hvort sem er kominn í listastuđ međ greinar um tvíćringja í Feneyjum og mynd eftir Ţorvald Skúlason sem er til sölu í Kaupmannahöfn (sjá síđustu greinar), er viđ hćfi ađ láta listhneigđa fornfrćđinga landsins rembast örlítiđ.
Ţess vegna er 11. getraun Fornleifs listagetraun, og líklega er hún allt of létt. Myndin er um 75 x 60 sm ađ stćrđ
Hver málađi myndina?
Hvenćr?
Hvađa stađ sýnir hún?
Hvar hangir myndin?
Hvađ borgađi sá sem keypti hana síđast?
Málverk | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Falleg mynd eftir Ţorvald Skúlason til sölu í Kaupmannahöfn
19.5.2015 | 09:00
Fornleifur hefur fengiđ leyfi listaverkasala og vinar síns í Kaupmannahöfn ađ birta mynd af einstaklega fallegu málverki međ einstaklega fallegri litasamsetningu. Verkiđ er frá yngri árum Ţorvaldar Skúlasonar.
Málverkiđ er nú til sölu í Kunsthandel Nina J, í Gothersgade 107. Myndin er úr safni hjónanna og listamannanna Maríu H. Ólafsdóttur, sem var íslensk, og Alfreds I. Jensens.
Málverkiđ er líklega málađ í Osló eđa Kaupmannahöfn. Ég hallast sjálfur ađ Vesterbro í Kaupmannahöfn. Ég tel ađ ţađ sé málađ á sömu árum og ţetta verk sem var til sölu hér um áriđ í Gallerí Fold í Reykjavík:
Ef menn vilja eignast gott verk, er um ađ gera ađ flýta sér. Hér eru upplýsingar um Kunsthandel Nina J, ţar sem myndin er til sölu. Verđiđ kemur mjög á óvart. Eins og Danir segja; Fřrst kommer, fřrst fĺr.
Meistari Ţorvaldur
Málverk | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Netlusaga
18.5.2015 | 12:07
Mikill áhugamađur um frć, frjókorn, ofnćmi og alls kyns undarleg grös sendi mér upplýsingu um skemmtilega sögu af Dr. Ágústi H. Bjarnasyni grasafrćđingi. Ágúst er mikill áhugamađur um netlur og leitađi fyrir fáeinum árum til Ţjóđminjasafns og skráđi símtal sitt eins og lćrđum mönnum einum er lagiđ:
"Símtal viđ Ţjóđminjasafn:
Fyrir nokkrum árum var eg ađ kynna mér brenninetlu (Urtica dioica L.), útbreiđslu hennar, notkun og náttúru. (Ţví miđur hef eg ekki lokiđ enn viđ ţađ verk; en ţađ er önnur saga.) Međal annars vissi eg um dúka og klćđi, sem voru ofin úr netlu-ţráđum, eins og algengt var annars stađar í Evrópu og er reyndar fariđ ađ tíđka víđa ađ nýju.
Mér datt ţá í hug ađ hringja í Ţjóđminjasafniđ og spyrja, hvort netludúkar hefđu fundizt viđ uppgröft á Íslandi. Kvenmađur svarađi, og eg bar upp erindiđ. Andartak, anzađi hún. Ţá heyrđi eg hana kalla: Margrét, hafa fundizt netludúkar viđ uppgröft? Hver er ađ spyrja um ţađ, heyrđi eg úr fjarska. Ţađ er einhver kall, svarađi símadaman. Síđan hljómađi hátt eftir örstutta biđ: Segđu nei.
Konan sneri sér síđan aftur ađ símtólinu og sagđi viđ mig mjög háttprúđ í tali: Nei, ţví miđur, ţeir hafa aldrei fundizt, ţví miđur. Og ţar međ ţakkađi eg fyrir og kvaddi."
Já, Ég hef í mörg ár reynt ađ segja Ţjóđminjasafninu ađ símarnir ţar séu mjög nćmir. Ţađ er bókstaflega hćgt ađ hlera ţađ sem fólk segir.
Nú tel ég víst ađ "Magga" sú sem heyrđist í hafi strax litiđ niđur í Sarp sinn, enn svo heitir skráningarkerfi safna á Íslandi - og fullvissađ sig um ađ netludúkar vćru ţar ekki nefndir. En ég myndi nú ekki treysta ţeirri skrá, međan ađ gler er skráđ sem postulín á Ţjóđminjasafninu. Vona ég ţó ađ fornleifafrćđingar á Íslandi finni brátt netludúka handa Ágústi.
Reyndar hafa fundist netlufrć viđ rannsóknir á Bergţórshvoli, en hvar ţau eru niđur komin nú veit ég ekki. Ég reyndi eitt sinn á 9. áratug síđustu aldar ađ hafa upp á ţeim en fann ekkert á Ţjóđminjasafni. Ţar er hins vegar varđveittar leifar af skyri frá Bergţórshvoli. Hér er góđ framsóknargrein um netlur. Sigmundur Davíđ er örugglega mikill áhugamađur um netluplástra.
Brenninetlur er hćgt ađ verka eins og lín (hör) og ég hef séđ netlubuxur. Í Hollandi og á Englandi hef ég fengiđ netluost og oft sötrađ brenninetlusúpu međ káli hér í Danmörku. Ég á ţó ekki netludúk, en er annars mikiđ fyrir brenninetlur, og vona svo ađ Íslendingar fari ekki ađ kasta ţví leiđa sulli roundup, eđa öđru eiturkyns á ţćr, eins og ţeir kasta á allt lífrćnt sem stingur og sćrir hina rósbleiku, silkimjúku ofnćmishúđ Íslendinga. Slíka húđ verđur ađ herđa međ netlum, mýbiti og húđstrýkingum, ţví ekki á ađ nota húđina í leđursófasett, er ţađ nokkuđ?
Forn- og fjallagrasafrćđi | Breytt 21.5.2015 kl. 09:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)