Reykjavík 1862
29.1.2016 | 14:39
Bayard Taylor hét bandarískur rithöfundur, skáld, myndlistamađur og ferđalangur, sem m.a. kom viđ á Íslandi og teiknađi ţar nokkrar myndir, sumar nokkuđ skoplegar. Hann teiknađi Reykjavík, dómkirkjuna og önnur hús í bćnum.
Síđar birtust teikningar ţessar, endurnotađar sem málmstungur í öđrum bókum og tímaritum, ţar sem höfundarnir eignuđu sér ţćr. Til dćmis í ţessari bók frá 1867 eftir Írann J. Ross Browne, sem er sagđur höfundur myndanna, en hann minnist oft á vin sinn Bayard Taylor, sem var listamađurinn.
Hér er einnig mynd eftir Bayard Taylor, af Geir Zoëga og hundinum Brussu (eđa Brúsu). Geir var greinilega hinn versti dýraníđingur. Einnig er gaman af mynd af neftóbakskörlum, og af ţjóđlegum siđ, sem sumum útlendingum, eins og t.d. Taylor, ţótti An awkward Predicament". Rjóđar, ungar, íslenskar stúlkur rifu plöggin af erlendum karlmönnum eins og áđur hefur veriđ greint frá.
Meira af ţessum skemmtilegu myndum hér og hér
Ţessi fćrsla birtist áđur á www.postdoc.blog.is, ţegar myndirnar birtust í fyrsta sinn á Íslandi.
Gamlar myndir og fróđleikur | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Gulliđ í Gullskipinu er loks komiđ í leitirnar
20.1.2016 | 07:38
Margir hafa sennilega aldur til ţess ađ muna ţá sveit vaskra manna sem hundsuđu alla rökhugsun og heimildir og leituđu ár eftir ár ađ "Gullskipi" á Skeiđarársandi.
Eftir áratuga leit, á skjön viđ ráđ fróđra manna og t.d. rannsóknarstofnun bandaríska sjóhersins í Maryland, fundu ţessir karlar loks áriđ 1983 skip í sandinum. Ekki var ţađ gullskipiđ heldur ţýski togarinn Friedrich Albert, sem strandađi á sandinum í janúar áriđ 1903.
Ţjóđminjasafniđ eitt grćddi eitthvađ gullkyns á ţví ćvintýri ţví ţađ fékk nýjan jeppa, hvítan og austur-asískan ađ uppruna, til ađ taka ţátt í ćvintýrinu međ gullskipiđ áđur en ţađ varđ ađ martröđ međ ţýskan togara í ađalhlutverki. Áđur en ţađ gerđist var Ţjóđminjasafniđ komiđ í startholurnar og hafđi sent fólk austur á Sanda. Reyndar vildi Menntamálráđuneytiđ fá jeppann aftur eđa láta Ţjóđminjasafniđ borga fyrir hann ađ fullu og ţátttöku safnsins í vitleysunni, en ţađ tókst ekki. Heilar 50 milljónir fornkrónur gekkst ríkiđ í ábyrgđ fyrir á sandinum. Var jeppagarmurinn lengi kallađur Gullskipiđ af gárungum í fornleifafrćđingastétt.
Ţegar menn fundu ryđgađan ventil úr Albert togara fór víst allur vindur úr Gullleitarmönnum. Myndin birtist í DV í september 1983.
Ţrátt fyrir togarafundinn, héldu ofurhugarnir áfram leit sinni í nokkur ár á sandinum, en nú heyrist orđiđ lítiđ af Het Wapen van Amsterdam sem strandađi áriđ 1667 og meintum dýrindisfarmi skipsins.
Ţrátt fyrir ađ sameiginlegar farmsskrár skipsins og ţeirra skipa sem ţađ var í samfloti međ vćri birt á Íslandi og hún ekki sögđ innihalda neitt ţess kyns sem stórir strákar í sjórćningjaleik leita ađ, ţá héldu sumir menn ađ skrárnar innihéldu t.d. upplýsingar um ađ "49,280 tonn af kylfum eđa stöfum". Reyndar skjátlađist ţeim einnig sem birtu farmskrárnar og óđu í sömu villu og leitarmenn. Ţeir sem fróđari áttu ađ vera og hafa vitiđ fyrir ćvintýramönnum, höfđu ekki fyrir ţví ađ leita ađstođar manna sem gátu lesiđ hollensku. Ţađ sem velviljađir heimildarýnir menn vildu meina ađ vćru kylfur og stafir, voru 49,28 tonn af múskatblómu, foelie. Einhver spekingur ţýddi orđiđ foelie međ kylfum og stöfum (sjá hér), en foelie er gamalt heiti fyrir múskatblóm (muskaatbloem á hollensku), ţ.e. trefjarnar rauđu og bragđgóđu utan um múskathnotuna. Trefjarnar missa fljótt litinn og verđa gular og fölar og eru seldar malađar á Íslandi, oft undir enska heitinu mace.
Ţetta kylfustand var föđur mínum sem var fćddur í Hollandi mikiđ undrunarefni man ég, en hann flutti einmitt inn múskatblómu og múskathnetur, og hann reyndi ađ hafa samband viđ björgunarmenn gullskipsins, ef ég man rétt sjálfan Kristinn í Björgun, en án mikils árangurs. Ţeir vildu ekkert á hann hlusta. Ţeir voru líklega farnir ađ leita ađ kylfum í sandinum blessađir mennirnir.
En nú fćri ég Gullskipsmönnum lífs eđa liđnum ţau gleđitíđindi, ađ gulliđ í gullskipinu sé svo sannarlega fundiđ. Ţađ hefur lengi veriđ vel varđveitt í kirkjum og söfnum síđan ţađ fannst, ţótt lítiđ vćri nú reyndar eftir af gullinu.
Gulliđ eru leifar af gyllingu, stundum gervigyllingu, á spjöldum úr skrautkistu međ svörtu lakkverki, sem var međal ţess sem menn hirtu úr flaki skipsins eđa af sandinum. Fróđir menn, og ţar á ég m.a. viđ Ţórđ Tómasson í Skógum hafa lengiđ taliđ ađ spjöldin ţrjú úr lakki sem varđveitt eru í Skógarsafni, Ţjóđminjasafni og Kálfafellskirkju hafi komiđ úr Het Wapen van Amsterdam. Ţar er ég alveg sammála meistara Ţórđi, og ţađ eru fremstu sérfrćđingar í Hollandi líka. Verkiđ á lakkspjöldunum kemur heim og saman viđ ađ ţađ geti hafa veriđ úr skipi strandađi áriđ 1667.
Hins vegar er nýtt vandamál komiđ upp sem ţarf ađ leysa. Lakkverk, sem á ţessum tíma tengdist oftast Japan var framleitt víđar í Asíu en ţar. Ţegar Het Wapen van Amsterdam lagđi upp í sína síđustuu ferđ frá Batavíu (síđar Jakarta) í Indónesíu, og ţađ var ţann 26.janúar 1667, var skipalest sú sem Skjöldur Amsterdams međ fylli ađ varningi víđs vegar úr Asíu. Hollendingar söfnuđu auđćfum, kryddi, vefnađi og postulíni í gríđarstór pakkhús í Batavíu sem ţeir sóttu til fjölmargra hafna sem ţeir sigldu á.
Kastali Hollendinga í Batavíu áriđ 1661, stćrđ sumra pakkhúsanna sem sjást á myndinni var mikil. Njótiđ verksins, sem málađ var af Andries Beeckman áriđ 1661, međ ţví ađ stćkka myndina. Málverkiđ hangir á Rijksmuseum í Amsterdam.
Ein ţessara hafna var Macau, nýlenda Portúgala, sem ţeir lögđu áherslu á, eftir ađ Japanar höfđu úthýst ţeim frá Japan. Portúgalar höfđu smám saman gerst óvinsćlir međal Japana og stunduđu trúbođ í Japan. Ţađ líkađi Japönum lítt og voru Portúgalar loks flćmdir í burtu og einnig margir Japanir er tekiđ höfđu kristna trú. Međal ţeirra Japana sem fóru međ Portúgölum voru iđnađarmenn sem stunduđu lakklistavinnu. Ţeir settust ađ á Macau nćrri ţeim stađ sem síđar hét Hong Kong og héldu áfram ađ stunda handverk sitt.
Helsti sérfrćđingur Hollands og heimsins í lakklist telur nú mjög hugsanlegt ađ spjöldin á Íslandi sem ađ öllum líkindum eru komin í "Gullskipinu" frćga, hafi veriđ gerđ af japönskum listamönnum á Macau, ţó ekki sé búiđ ađ afskrifa ađ ţau séu frá Kyushu eyju í Japan, eđa verkstćđum í Nagasaki ellegar Kyoto.
Spjald sem taliđ er vera úr Het Wapen van Amsterdam. Varđveitt í Byggđasafninu í Skógum og var síđast notađ sem sálmaspjald í Eyvindarhólakirkju.
Efnasamsetning lakksins, sem á japönsku kallast urushi, verđur nú vonandi rannsökuđ ef leyfi fćst og er hćgt međ efnagreiningum ađ segja til um hvort ađ ţađ var framleitt í Japan, Macau, Síam eđa annars stađar. Vísindunum fleygir fram.
Fleiri tíđindi munu berast af ţví síđar á Fornleifi, sem alltaf er fyrstur međ fréttirnar - af ţví gamla.
Vona ég ađ ţessi gullfundur gleđji gullleitarmenn á Sandinum, ef ţeir eru ţá nokkrir eftir ofan sanda til ađ gleđjast međ okkur - líklega allir farnir međ gullvagninum aftur heim í skýjaborgirnar.
Forngripir | Breytt 15.5.2020 kl. 19:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Skildir Íslands og Grćnlands á miđöldum
16.1.2016 | 21:31
Áriđ 1971 birtist í Árbók hin íslenska fornleifafélags grein á dönsku eftir danskan embćttismann, Paul Victor Warming ađ nafni. Hann kynnti fyrir Íslendingum ţá vitneskju ađ í frönsku handriti, nánar tiltekiđ skjaldamerkjabók, sem talin er hafa veriđ rituđ á tímabilinu 1265-1275 og sem kennd er viđ hollenskan eiganda hennar á 19. öld, Wijnbergen, mćtti finna skjaldamerki "konungs Íslands" á miđöldum (sjá mynd af merkinu úr handritinu hér til vinstri).
Í Wijnbergen-bókinni er skildinum lýst sem skildi le Roi dIllande. Ţrátt fyrir ađ norskur sérfrćđingur, Hallvard Trćtteberg, hefđi lagt lítinn trúnađ á ađ ţessi skjöldur hefđi veriđ til í raun og veru, var grein Warmings á dönsku í íslensku riti hugsuđ sem svargrein til Trćtteberg. Greinin varđ hins vegar ađ frekar krampakenndri tilraun Warmings, sem ekki fékk greinina birta annars stađar en í Árbókinni, til ađ sannfćra menn um ađ skjöldur ţessi hefđi ekki veriđ uppspuni einn líkt og Trćtteberg hafđi haldiđ fram.
Grein Warmings í Árbók Fornleifafélagsins er öll full af fremur langsóttum skýringum, en ţó hann fari út og suđur í röksemdafćrslum sínum ţá hvet ég menn til ađ lesa greinina, ef danskan leggst vel í ţá.
Warming taldi enn fremur víst ađ skjöldur sá sem Gissuri Ţorvaldssyni var afhentur í Noregi áriđ 1258 međ jarlstign sinni, líkt og greint er frá í Sturlunga sögu, hafi veriđ eins og skjöldurinn hér til hćgri. Ţađ eru 12 ţverbjálkar, sex bláir og sex silfrađi til skiptis. Warming taldi ađ skjöldur Gissurar hefđi orđiđ ađ hluta skjaldamerkis Noregskonungs á Íslandi eins og ţví merki er lýst í Wijnbergen bókinni.
Í Sturlungu er grein ţannig frá jarlstign Gissurar:
Ok ţat sumar, er nú var frá sagt (ţ. e. 1258), gaf Hákon konungr Gizuri jarls nafn ok skipađi honum allan Sunnlendingafjórđung ok Norđlendingafjórđung ok allan Borgarfjörđ. Hákon konungr gaf Gizuri jarli stórgjafir, áđr hann fór út um sumarit. Hákon konungr fekk Gizuri jarli merki ok lúđr ok setti hann í hásćtihjá sér ok lét skutilsveina sína skenkja honum sem sjálfum sér. Gizurr jarl var mjök heitbundinn viđ Hákon konung, at skattr skyldi viđ gangast á Íslandi. Í Björgyn var Gizuri jarlsjafn gefit á fyrsta ári ins fimmta tigar konungdóms Hákonar. Ţá skorti Gizur jarl vetr á fimmtugan. En ţá skorti hann vetr á fertugan, er hann gekk suđr, vetr á ţrítugan, er Örlygsstađafundr var, vetr á tvítugan, er hann gerđist skutilsveinn.
Enginn getur veriđ viss um, hvort ađ ţessi skjöldur konungs Íslands hafi nokkurn tíma veriđ notađur á Íslandi, og ţađan ađ síđur veriđ ţekktur ţar fyrr en Paul Warming skrifađi um hann á dönsku og gerđi fróđa menn á Íslandi viđvart um handritiđ sem skjöldinn er ađ finna í.
Í dag er ekki lengur hlaupiđ ađ ţví ađ fá upplýsingar um, hvar Weijnberger-bókin er niđur komin. Koninklijk Nederlandsch Genootschap voor Geslacht - en Wapenkunde (Hiđ konunglega hollensk félag fyrir ćtt- og skjaldamerkjafrćđi), ţar sem handritiđ var í geymslu um tíma á 20. öld, hefur ţurft ađ skila bókinni til eigandans, sem ekki vilja lengur sýna bókina nokkrum manni og leyfir ekki ađ nafn eiganda sé upp gefiđ fremur en heimilisfang. Slík sérviska er afar furđuleg á okkar upplýstu tímum. Mig grunar ađ eigandinn hafi annađ hvort hellt kaffi eđa rauđvíni á bókina, og sennilega skammast sín svo ćrlega ađ hann hefur látiđ sig hverfa međ bókina. En vart gefur ađgangur ađ handritinu, sem hefur veriđ lýst nokkuđ vel af frćđimönnum áđur en ţađ var faliđ, frekari upplýsingar um skjöld Íslands, sem í henni er ađ finna.
Var skjöldur Íslands tilbúningur?
Persónulega hallast ég ađ skýringum Hallvards Trćttebergs og tel ég afar ósennilegt, en ţó ekki alveg óhugsandi ađ Noregskonungur hafi átt Íslandsskjöld, og enn síđur ađ Íslendingar hafi ţekkt ţann skjöld sem teiknađur er í frönsku skjaldamerkjabókinni sem kennd er viđ Wijnbergen. Sennilegt ţykir mér ađ einhver spjátrungur og merkikerti í Frakklandi sem sá um skjaldamerkjamál hirđar einhvers konungsins ţar í landi hafi hugsađ međ sér: "Hvernig ćtli skjaldamerki Íslands líti út?". Hann hefur ugglaust haft óljóslegar spurnir af einhverju Íslandi (Illande) og ţekkt skjöld norska konungsins. Síđan hefur hann skáldađ er hann teiknađi skjöld fyrir konungsríkiđ Illande (eđa Islande, sem er sennilegra ađ standi í handritinu) eins og honum hefur ţótt hann ćtti ađ vera.
Ef slíkur skjöldur hefđi í raun veriđ til og veriđ notađur hér af erindrekum konungs eđa skósveinum hans íslenskum og skutilsveinum, tel ég nokkuđ öruggt ađ viđ ţekktum hann úr íslenskum heimildum eđa úr fjölda annarra svipađra skjalamerkjaverka sem varđveist hafa frá miđöldum. Skjöldur Íslandskonungs í Wijnbergenbókinni er hins vegar einstakur í sinni röđ og ţví ólíklegt ađ skjöldurinn sé annađ en tilbúningur.
Viđ megum ţó ekki útiloka, ađ einhvern daginn finni einhverjar fornleifafrćđingaómyndir mynd "íslenska konungsskjaldarins", skjöld Gissurar og allra helst vel fćgđan lúđur hans undir stórum steini. Ţangađ til er víst best ađ slá alla varnagla frekar fast.
Skjaldarmerki "Grćnlandskonungs"
Líkt vandamál og međ íslenska skjaldamerkiđ gćti veriđ upp á teningnum međ skjöld "Grćnlandskonungs", sem teiknađur var í tvö skjaldmerkjahandrit á Englandi. Ţau sýna hvítabjörn og ţrjá hvíta fálka á grćnum fleti.
Ef menn ţekktu til Grćnlands á annađ borđ, vissu menn ugglaust ađ ţar vćru birnir hvítir. Höfđu konungar á Bretlandseyjum fengiđ hvítabirni ađ gjöf frá norskum starfsbrćđrum sínum (sjá hér og hér). Í miđaldaheimildum var iđulega minnst á hvítabirni í tengslum viđ Grćnland. Veiđifálkar voru sérlega eftirsóknarverđiđ međal konunga og greifa og bar hinn hvíti Grćnlandsfálki ţar af. Hvađ var ţví meira upplagt en ađ setja ţessi dýr á grćnan skjöld? Landiđ hét ţrátt fyrir allt Grćnland.
En voru ţessi skyldir til í raun og veru til og t.d. uppi viđ í kirkjum eđa híbýlum Grćnlendinga. Eđa voru ţeir einungis hugsmíđ á bókfelli á Englandi og í Danmörku?
Nýlega nefndi Guđmundur Magnússon sagnfrćđingur, blađamađur og um tíma settur ţjóđminjavörđur međ meiru, ţetta grćnlenska skjaldamerki. Guđmundur hefur um margra ára skeiđ veriđ mikill áhugamađur um hugsanlegt skjaldamerki Íslands sem finna má í Wijnbergen-bókinni. Á fasbók sinni nefndi Guđmundur handrit í Lundúnum sem sýna m.a. skjaldamerki Grćnlandskonungs "Roy de Groyenlande", og vitnađi hann í málgagn sauđkindarinnar og basl- og biđrađaflokksins, Tímans sáluga, í grein sem birtist áriđ 1977 (sjá hér).
Handritin ensku eru tvö ađ tölu. Í greininni í Tímanum var sagt frá athugunum fyrrnefnds Paul Victor Warmings, sem ţá gegndi stöđu skjaldamerkjaráđs dönsku drottningarinnar. Áđur hafđi Warming unniđ sem dómarafulltrúi og síđar sem ritari, fulltrúi og deildarstjóri í ráđuneytinu fyrir opinberar framkvćmdir (Ministeriet for offentlige arbejder) sem lagt var niđur áriđ 1987 og ţá lagt undir samgönguráđuneytiđ.
Í grein Warmings, sem var endursögn úr grein sem áđur hafđi birst í danska dagblađinu Berlingske Tidende, voru hins vegar margar villur og meinlokur. Ekki voru ţó neinar ţýđingavillur eđa misskilningur á ferđinni hjá starfsmönnum Tímans. Warming var hins vegar eins og margir hirđmenn konunga fyrr og síđar, enginn sérstakur bógur í sinni ţjónustugrein fyrir sinn höfđingja. Betra vćri ađ skilgreina hann sem dugmikinn amatör. Furđulegustu menn og uppskafningar hafa sumir hafa tekiđ sér ađ kostnađarlausu, helst til ţess ađ geta talist til hirđarinnar og til ađ fá orđur og nafnbćtur. Slefandi snobbiđ ţrífst viđ hirđir nútímans, líkt og svo oft áđur. T.d. var einn af silfurgćslumönnum hirđarinnar á stríđsárunum lítilmótlegur nasisti, Dall ađ nafni, en löngu síđar tók viđ ţví starfi kennari nokkur sem engar forsendur hafđi til ţess annađ en löngun til ađ vera í sambandi viđ "háađalsboriđ og konunglegt" fólk.
Í greininni í Berlingske Tidende upplýsti Paul Warming, ađ hann teldi ađ til hefđi veriđ skjaldamerki konungs Grćnlands allt ađ tveimur öldum áđur en elsta ţekkta skjaldamerki Grćnlands (hvítabjörn á bláum fleti) ţekkist í Danmörku, annađ hvort höggviđ í stein eđa málađ.
Ég hafđi samband viđ British Library og Society of Atniquaries of London á síđasta ári til ađ ganga úr skugga um aldur ţeirra handrita sem bera skjöld "Grćnlandskonungs" og til ađ útvega mynd af skyldi ţeim sem ekki var birt mynd af í Tímanum áriđ 1979. Hér skal sagt ţađ sem rétt er um ţessa tvo skildi og ţau handrit sem ţau er ađ finna í:
London Roll
Skjöld "Grćnlandskonungs" sem sjá hér ađ ofan má finna í svo kallađri London Roll. London Roll er ekkert annađ en tćknilegt heiti á seinni tíma viđbót viđ rullu (roll) sem kallst The Third Calais Roll. Ritunartími The Third Calais Roll er tímasettur nokkuđ nákvćmlega til ársins 1354. Handritiđ er varđveitt á British Museum í London. London Roll er hins vegar safn fremur illa teiknađra skjaldmerkja aftan á The Third Calais Roll og hefur ţessi viđbót veriđ fćrđ inn (rituđ og skreytt) um 1470 eđa nokkru síđar. Teikningin af hvítabirninum og fálkunum ţremur í ţessi handriti er ţví í mesta lagi 160-170 árum eldra en elsta ţekkta birtingarmynd grćnlenska ísbjarnarins á bláum fleti í Danmörku.
Warming taldi ađ elsta ţekkta gerđ skjaldamerkis Grćnlands í Danmörku vćri ađ ađ finna á skreyti, ţ.e. útskornum skjöldum á elsta orgeli Hróarskeldudómkirkju. Skreytingin er tímasett til 1654, en kjarni orgelsins, er svokallađ Raphaëlisorgel frá 1554-55, byggt af hollendingnum Herman Raphaëlis Rodensteen. Hugsast getur ađ hlutar af skreytinu, t.d. skildirnir, séu eldri en breytingin á orgelinu sem gerđ var áriđ 1654. Ţví getur skjöldurinn á orgelinu í Hróarskeldu, sem sýnir skjöld Grćnlandskonungs međ hvítabirni á bláum fleti, frćđilega séđ veriđ mun eldri en frá 1654, ţótt áletrun á orgelinu upplýsi ađ ţađ sé frá 1654.
Ţađ var Paul Warming sem fyrstur manna uppgötvađi skjaldamerki Grćnlands á orgelinu í Hróarskeldukirkju, en áđur en hann gerđi ţađ töldu menn ađ elsta skjaldamerki Grćnlands vćri ađ finna á gullspesíu frá 1666, sem Kristján 4. lét slá međ mynd af sjálfum sér og skjaldamerki ríkis síns á bakhliđinni (sjá mynd X). Svo virđist sem uppgötvun Warmings hafi ekki slegiđ í gegn eđa komist til skila í frćđin, ţví enn eru menn ađ vitna í spesíu Friđriks 3. frá 1666 (sumir segja hvítabjarnarskjöldurinn hafi ţegar veriđ á spesíudal Friđriks áriđ 1665 sjá hér) sem elstu heimild um hvítabjarnarskjöld Grćnlands.
Ekki vissi Warming allt, ţví reyndar ţekkist hvítabjörn á grćnum fleti einnig af einu stórfenglegu safnskjaldamerki danska konungsríkisins frá 1654. Ţađ var ađ finna á gafla skrautskips Kristjáns 4. Sophíu Amalie, en smíđi ţess lauk áriđ 1650. Til allrar hamingju eru til tvö samtímalíkön af skipinu - eitt í Kaupmannahöfn og hitt í Osló og sést ţar ísbjarnarskjöldur međ grćnum bakgrunni undir skjaldamerki Íslands, tveimur skreiđum krýndum á rauđum fleti) og yfir fćreyska lambinu á bláum fleti.
Til upplýsingar ţeim sem stundađ hafa opinbera skjaldmerkjafrćđi á Íslandi og skrifađ um ţćr af miklum vanefnum á heimasíđu Forsćtisráđuneytisins, er ţví hér međ komiđ á fram ađ tvćr krýndar skreiđar voru einnig notađar sem skreyti á skildi Íslands á 17. öld.
Sir William Neve´s Book
Ţennan grćnlenska skjöld Le Roy de Grenelond, dálítiđ frábrugđinn ţeim sem er teiknađur í London Roll, er ađ finna í svokallađri Sir William Neve´s Book (SAL MS 665/5), sem varđveitt er í Society of Atniquaries of London í Burlington House, Piccadilly í Lundúnum. Í Catalogue of English mediaeval Rolls of Arms (1950) eftir Anthony Wagner, sem var einn fremsti sérfrćđingur Breta um skjaldamerkjafrćđi á 20. öld, er upplýst ađ ţessi rulla sé 156 blađsíđur úr bók sem ekki er lengur til sem og ađ á blöđum ţessum sé ađ finna lýsingar á 936 skjöldum. Taldi Anthony Wagner ađ bróđurpartur bókarinnar hafi veriđ frá ţví um 1500, en bćtir ţví viđ í lýsingu ađ handritiđ vćri frá 16. öld, en ađ eldra efni hafi veriđ bćtt inn í ţađ. Ţví er hćgt ađ fullyrđa ađ margt sé enn á huldu um aldur ţessa handrits.
Í Sir William Neve´s Book er hvítabjörninn teiknađur standandi (eđa gangandi eins og ţađ heitir á máli skjaldamerkjafrćđinga). Eigandi ţessara bókaleifa var Sir William le Neve af Clarenceux, sem mun hafa eignast bókina um 1640. William le Neve var uppi 1600-1661 og var skjaldamerkjaráđ, safnari og greinilega hinn mesti furđufugl. Hann missti nafnbót sína áriđ 1646 og var síđar lýst sem "lunatic" áriđ 1658 og sem "insane" áriđ 1661. Ekki fór ţví vel fyrir ţeim skjaldaverđi.
Sir William le Neve í einhvers konar fornmannabúningi sem hann hannađi sjálfur og gekk í ţegar hann tjúllađist. Kannski var hann bara á undan sinni tíđ, eins konar einhvers konar Sigurđur málari ţeirra Englendinga eđa nafni hans Vigfússon.
Ţađ voru ţví víst ýkjur hjá Paul Warming, ađ halda ţví fram ađ skildir "Grćnlands- konungs" í enskum handritum vćri allt ađ tveimur öldum eldri en hvítibjörninn á bláum fleti sem ţekktur er í Danmörku á 17. öld. Eins og fyrr segir, var einnig til skjöldur međ grćnlenskum hvítabirni á grćnum fleti á viđhafnarskipi Kristjáns 4. sem var fullsmíđađ áriđ 1650. En hvort hvítabjörninn sem ţekkist í enskum handritum hafi nokkru sinni veriđ notađur á Grćnlandi af norrćnum mönnum er hins vegar útilokađ ađ segja neitt um út frá ţeim brotakenndu heimildum sem til eru.
Silfurskjöldurinn frá rúst V 54 í Niaqussat
Ţađ er ekki svo međ sagt ađ ég telji ađ norrćnir menn á Grćnlandi hafi veriđ algjörlega menningarsnauđir og allslausir í hinni miklu einangrun sinni eđa međ minni ađgang ađ stórmenningu en t.d. frćndur ţeirra Íslendingar.
Vel getur veriđ áhugi á skjaldamerkjum hafi veriđ mikill á Grćnlandi. Ţađ virđist sem ađ einhverjir hafi jafnvel gengiđ međ litla ćttarskildi úr silfri á klćđum sínum á Grćnlandi. Í kotlegri rúst í Vestribyggđ á hjara veraldar fannst viđ fornleifarannsókn á 8. áratug 20. aldar örlítill skjöldur úr silfri. Hann er ađeins 1,8 sm. ađ lengd og 1, 2 sm. ađ breidd, eđa eins og ţumalsnögl ađ stćrđ. Ekki nóg međ ţađ: Í rústinni í Niaquassat í Vestribyggđ, sem ber heitiđ V 54, hafa einnig veriđ höggnir út skildir án skjaldarmyndar í tálgusteinsgrýtur. Mögulega hafa íbúar á V 54-stöđum í Niaqussatfirđi veriđ af fínum ćttum og ţví ţótt bráđnauđsynlegt ađ skreyta sig međ skjaldamerkjum ćttarinnar sem náđ hafđi lengra til vesturs en ađrir Evrópumenn.
Skjaldamerkjafrćđingur einn danskur, sem tjáđi sig um skjöldinn á V 54-stöđum er hann fannst, hefur međ mjög hćpnum rökum taliđ silfurskjöldinn í V 54 vera frá 13. öld og bent á ađ hann eigi sér engar hliđstćđur á Norđurlöndum. Sömuleiđis benti hann á ađ skjöldur skosku Campbell-ćttarinnar bćri svipađ merki og skjöldurinn sem fannst í V 54. Athyglisvert er ţetta ef satt vćri. Bjuggu kannski Skotar, fjarskyldir frćndur Campbell-klansins, á Grćnlandi á 13. öld? Skođum máliđ ađeins betur:
Ef rýnt er í fornleifarnar sem fundust viđ rannsókn á V 54, undir stjórn danska fornleifafrćđingsins Claus Andreasen, kemur fljótt í ljós ađ ţađ kann sjaldan góđri lukku ađ stýra, ađ fornleifafrćđingur sem lagt hefur stund á forsögulega fornleifafrćđi fer ađ fást viđ miđaldafrćđi á Grćnlandi - eđa annars stađar. Claus Andreasen (sjá grein Andreasen hér) velur ađ fylgja hefđbundinni, og frekar kreddukenndri aldursgreiningu á endalokum byggđar í Vestribyggđ, sem menn hafa ályktađ ađ hafi orđiđ um miđbik 14. öld. Ađrar fornleifar frá V 54, svo sem gott safn horn- og beinkamba og kirkjubjöllubrot, sem einnig hafa fundist hafa annars stađar í Niaqussatfirđi, benda til ţess ađ búseta hafi ađ minnsta kosti haldist fram undir 1400.
Mjög góđar hefđbundnar kolefnisgreiningar á efni frá V 54 voru gerđar í Kaupmannahöfn, og gefa ţćr einnig til kynna ađ búseta á V 54 bćnum hafi geta haldist allt fram á 15. öld og ef til vill lengur. En Andreasen vísađi kolefnisaldursgreiningum hins vegar alfariđ frá í grein sinni. Hann upplýsti lesendur sína ađ ţar sem ein hefđbundin aldursgreining endaloka byggđar í Vestribyggđ hafi veriđ tímasett til 1350 ţá hlyti kolefnisaldursgreiningin ađ vera röng, ţví samkvćmt rökum Andreasen:
"Denne officielle dato vil jeg holde mig til her, da der ikke er 100% sikkerhed for, hvad der egentlig er dateret med sidstnćvnte datering."
Síđan Andreasen skrifađi ţetta hafa menn breytt skođun sinni og talađ er um endalok byggđar á seinni hluta 14. aldar.
Ég leyfđi mér sömuleiđis ađ rannsaka, hvers kyns sýniđ var sem greint var og hafđi samband viđ Ţjóđminjasafn Dana sem sendi mér strax niđurstöđur kolefnisaldursgreininganna sem Claus Andreasen birti ekki sem skyldi á sínum tíma (sjá hér). Ţá kom í ljós, ađ Andreasen hefur ekki ađeins hafnađ niđurstöđum fyrir gamla og forstokkađa kreddu sína, heldur einnig ruglađ kolefnisgreiningunum sem gerđar voru á efniviđi frá V 54 saman innbyrđis. Sýniđ K-3060 sem Andreasen segir sýna of ungan aldur til ađ hann geti notađ ţađ gerir ţađ alls ekki. Hins vegar sýndu sýnin K-3061 og K-3062 yngri aldur en hefđbundna lokaaldursgreiningu byggđar í Vestribyggđ. En ber ađ hafna ţeim niđurstöđum vegna ţess ađ menn eru óöruggir međ sýniđ? Ekkert bendir til ţess.
Meiri nákvćmni fornleifafrćđingsins hefđi veriđ óskandi fremur en frekar ţóttafull höfnun hans á niđurstöđum. Ţetta voru sannast sagna afar léleg vinnubrögđ fornleifafrćđings. Claus Andreasen hafđu, mér sjáanlega, enga haldbćra ástćđu til ađ hafna kolefnisaldursgreiningum á sýnunum. Niđurstöđurnar gćtu einnig vel stutt ţann möguleika ađ búseta hafi haldist lengur í Vestribyggđ en menn telja almennt, án annars en gamalla tímasetninga byggđa á eintómum alhćfingum. Ég endurreiknađi niđurstöđur aldursgreininganna frá V 54, sem má sjá hér.
Ţar fyrir utan má vera ljóst, ađ ćttaskjöldur Campbell-ćttarinnar á Skotlandi er frábrugđinn silfurskildinum sem fannst í rústunum af "V 54 stöđum" á Grćnlandi. Ţríhyrningarnir í mynstri skjaldar Gampbell-ćttarinnar snúq ekki eins og ţríhyrningar skjaldarins sem fannst á Grćnlandi.
Portúgalar á Grćnlandi?
Ef til vill ber einnig ađ nefna, ađ skjöldurinn frá V54stöđum í Vestribyggđ sver sig frekar í ćtt viđ merki/fána Lissabonborgar. Portúgalar létu töluvert til sín taka í Norđur-Atlantshafi á 15. öld.
Menn telja sig vita ađ konungur dansk-norska sambandsríkisins, Kristján 1., hafi leyft Alfons 5. (Alonso V) konungi Portúgals ađ senda leiđangra til Grćnlands til ađ finna norđurleiđina til Indlands. Heimildir um ţađ eru hins vegar af mjög skornum skammti og í raun ekki eldri en frá seinni hluta 16. aldar. Tengjast ţćr ferđasögur óljósum sögum af ferđum Diđriks Pínings og Jóhannesar Pothorsts til Grćnlands og jafnvel til Vesturálfu, sem einnig reyndar er afar lítiđ vitađ um.
Portúgalar eru taldir hafa fundiđ Nýfundnaland á tímum Alfons V, og á kortum kölluđu ţeir eyju sem ekki er til í raun og veru Terra do Bacalhau (Ţorskaland), og vilja margir menn meina ađ ţađ hafi veriđ ţađ nafn sem Portúgalar gáfu Nýfundnalandi. Vel er ţví hugsanlegt ađ Portúgalar hafi hafi einnig siglt á Grćnland eđa komiđ ţar viđ. Tilgátur hafa einnig veriđ settar fram um ađ Portúgalar hafi sótt sér norrćna menn á Grćnlandi á seinni hluta 15. aldar og notađ ţá sem vinnuafl/ţrćla á Kanaríeyjum og Madeira. Ekki hefur ţótt mikill fótur fyrir ţeim tilgátum, en silfurskjöldur sem er međ sama merki og gamall fáni Lissabonborgar, sem finnst í rúst bćjar á afskekktum stađ á Grćnlandi, ţar sem byggđ gćti hafa fariđ síđar í eyđi en menn hafa taliđ, gćti frekar rennt undir ţađ stođum en hitt.
Ef til vill verđum viđ ađ vera ađeins meira opin fyrir öđrum hugmyndum en ađ skjöldurinn í rúst V 54 hafi týnst af klćđum Skota ađ nafni Campbell. Viđ ţekkjum ekkert til ferđa ţeirrar ćttar til Grćnlands á 15. öld. Hins vegar er góđum líkum hćgt ađ leiđa ađ áhuga Portúgala á Grćnlandi.
Skjöldur Hákons unga, en hvorki Íslands né Portúgals
Ţví má viđ bćta í lok ţessarar frekar löngu enn "merki"legu greinar, ađ lýsing skjaldamerkis Grćnlandskonungs í handriti í eigu Sir William le Neve, handriti sem taliđ er vera frá ţví um 1470 eđa síđar, er ađ finna fyrir neđan skjaldamerki Noregskonungs og meints merki konungs Portúgals (Le Roy De Portyngale), sem í bók Sir Williams eru ţrír bátar, ofan á hverjum öđrum. Ţetta merki ţekkist hins vegar ekki í Portúgal, og gćti ţví veriđ enn einn uppspuninn og óskhyggjan í skjaldamerkjafrćđunum af ţví tagi sem áđur segir frá.
Ţađ ađ merkin eru sýnd saman í bókinni ţarf ekki ađ sýna tengsl á milli Noregs, Íslands og Portúgals líkt og Paul Warming lét sér detta í hug áriđ 1977 (sjá hér). Warming taldi hugsanlegt ađ vegna ţess ađ skjöldur konungs Portúgals vćri hafđur međ skjöldum Noregskonungs og Grćnlands í handritinu, ţá gćfi ţađ til kynna ađ menn á Bretlandseyjum hafi veriđ kunnugur áhugi Portúgala á Grćnlandi á 15. öld. Ţađ verđur nú ađ teljast frekar langsótt skýring áhugmannsins viđ dönsku hirđina.
Ţrjú skip ofan á hverju öđru á rauđum fleti var nefnilega um tíma skjaldamerki Noregskonungs. Skjöldur međ ţremur bátum á rauđum fleti er ţekktur á 13. öld í enskum handritum og ţá nefndur í einu handritanna sem skjöldur Hákons unga (1232-1257), sonar Hákons gamla Hákonarsonar (hins fimmta) Noregskonungs (1204-1263), sem ríkti á tímabilinu 1217-1263. Hann var fyrsti konungur yfir Íslandi. Hákon yngri var eins konar hjálparkonungur frá barnćsku um 1240 og fram til 1257 er hann andađist.
Skjöld Hákons unga er ađ finna í tveimur miđaldahandritum,sem eru samtímaheimildir. Annars vegar Historia Anglorum (Saga Englendinga) sem nćr yfir tímabiliđ 1070-1253, og sem er hluti af safnritinu Chronica Majora (British Library; Royal MS 14 C VII (sjá hér). Bćđi handritin eru eftir munkinn Matthew Paris (d. 1259). Historia Anglorum er öll skrifuđ af honum sjálfum á tímabilinu 1250-1255. Í Historia Anglorum stendur í skýringu viđ merkiđ međ ţremur skipum:
Scutum regis Norwagiae nuper coronati qui dicitur rex insularum sem ţýđa má: Merki Noregskonungs sem nýlega var krýndur og kallađur er konungur eyjanna"
Sumir vafasamir skjaldamerkjafrćđingar á veraldarvefnum (og nóg er greinilega til af ţeim) hafa vegna vöntunar á lágmarkskunnáttu á latínu ţýtt textann međ "krýndur konungur eyjunnar" og bent á ađ "eyjan" vćri Ísland. En nú stendur einu sinni rex insularum en ekki rex insulae. Ţannig ađ sú kenning, sem er ţví miđur farin á flug međal rugludalla, er algjör fjarstćđa. Annađ er ekki hćgt ađ stađfesta međ nokkrum hćtti, enda var Ísland ekki komiđ undir norskan konung ţegar Hákon inn ungi dó áriđ 1257.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, í janúar 2016.
Merki, fánar, skjaldamerki | Breytt 13.11.2021 kl. 08:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Furđuleg frétt um 417 ljósmyndir
13.1.2016 | 07:18
Ţađ er víst séríslenskt fyrirbćri ađ segja frá fjögurhundruđ og seytján áđur óţekktum ljósmyndum á ţann hátt sem ţessi frétt gerir. Ađeins er nefnt ađ myndirnar hefi veriđ teknar í Íslandsferđ fimm ungra Svía sumariđ 1919. Ţeir eru ţó ekki nefndir á nafn og heldur ekki seljandinn. Merkilegt ţykir hins vegar ađ ţeir hafi tekiđ mynd af Matthíasi Jochumssyni og dóttur hans ári áđur en ađ skáldiđ andađist.
Ţetta er svo dćmigerđ birtingarmynd afstöđu Íslendinga til umheimsins. Allt fjallar um Íslendinga, en umheimurinn er algjört aukaatriđi.
Mér til mikillar furđu fann ég ekkert um ţessar 417 myndir, sem Ţjóđminjasafniđ hefur fest kaup á fyrir ţjóđina, á forsíđu vefsvćđis safnsins. Vonandi verđur ráđin bót á ţví hiđ fyrsta, ţví ţjóđin á rétt á ţví ađ vita hverjir hinir fimm sćnsku ferđalangar voru og ađ sjá myndir ţeirra allar sem eina, sem nú eru sameiginleg eign landsmanna sem varđveitt er í Ţjóđminjasafninu. Ţađ eru til nógar myndir af Matthíasi t.d. kvikmynd (sjá hér), en náttúrulega er skemmtilegt ađ fá nýjar myndir ţar sem hann er ađ skvetta úr slöngu í blómagarđi sínum.
Eignast yfir 400 ljósmyndir frá 1919 | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Gamlar myndir | Breytt s.d. kl. 07:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Heiđursnasistar í Morgunblađinu
11.1.2016 | 09:48
Grein Morgunblađsins um Dietrich von Sauchen og Heinz Guderian er ófyrirleitin smekkleysa og blađamanninum til mikils vansa.
Ţó ađ "hetjan" Diedrich von Sauchen herhöfđingi hafi slegiđ í borđiđ hjá Hitler vegna ţess ađ honum ţótti vegiđ ađ ćru sinni sem herhöfđingja ţegar Hitler ćtlađi ađ skipa honum ađ fara eftir tilskipunum ómerkilegs umdćmis- stjóra (Gauleiter) nasistaflokksins, sem var ótíndur glćpamađur, ţá var von Sauchen engin hetja. Allir vita, ađ brjálađi eineistlingurinn Hitler snobbađi fyrir gamla herađlinum í Ţýskalandi og Hitler ađhafđist heldur ekkert gangvart von Sauchen fyrir ađ berja í borđiđ og taka ekki einglyrniđ af.
Heinz Guderian, sem blađamađur Morgunblađsins telur einnig til "hetja" var svćsinn gyđinghatari og í lok stríđsins áđur en Berlín féll lét hann ţau orđ falla ađ hann Ťhefđi sjálfur barist í Sovétríkjunum, en aldrei séđ neina djöflaofna, gasklefa eđa ţvíumlíka framleiđslu sjúkrar ímyndunar.ť. Ţetta sagđi hann 6. mars 1945 fyrir framan ţýska og erlenda blađamenn er hann gerđi athugasemdir um fréttir af útrýmingarbúđum nasista. Ţó stríđiđ vćri tapađ var hann enn til í ađ verja ósómann.
Bćđi von Sauchen og Guderian börđust fyrir nasismann og fyrir ţađ óeđli sem hann var. Ţeir tóku hvorugur ţátt í áformum um ađ setja Hitler af eđa drepa hann. Ţeir iđruđust aldri gerđa sinna og ţegar Guderian var leystur úr haldi bandamanna áriđ 1948 gerđist hann međlimur Bruderschaft, samtökum gamalla nasista undir stjórn Karl Kaufmanns fyrrv. umdćmisstjóra i Hamborg. Áriđ 1941 stakk Kaufmann fyrstur umdćmisstjóra nasistaflokksins upp á ţví viđ Hitler at senda gyđinga frá Hamborg austur á bóginn, svo hćgt vćri ađ nota hús ţeirra og íbúđir til ađ hýsa Ţjóđverja sem misst höfđu heimili sín í loftárásum á borgina.
Skömm sé Morgunblađinu ađ mćra nasista og glćpamenn - ENN EINA FERĐINA. Ef blađamađurinn sem skrifađi ţessa meinloku er ósammála mér, má hann gjarna stíga fram opinberlega og verja skrif sín hér fyrir neđan í athugasemdakerfinu.
Guderian stendur hér lengst til vinstri og hlustar af andagt á hinn mikla "leiđtoga" og ţjóđarmorđingja Heinrich Himmler
Hellti sér yfir Hitler | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)
Dummheit ist: Glauben, genug zu wissen
2.1.2016 | 18:25
Ţegar útlendingar voru fáir á Íslandi, sáu sumir Íslendingar gyđinga í hverju horni. Ţó gyđingar vćru löngum ekki velkomnir á Íslandi, frekar en flóttafólk í dag, töldu margir Íslendingar sig snemma vita hverjir vćri gyđingur og hverjir ekki. Íslendingar vissu ţannig allt um alla, jafnvel ţó ţeir töluđu ekki viđ útlendingana - og ţađ hefur greinileg ekkert breyst ađ ţví er ég best fć séđ.
"Gyđingurinn" Tierney
Ţannig kom t.d. til landsins á seinni hluta 19. aldar kaupmađur frá Leith á Skotlandi sem Tierney hét sem seldi Íslendingum gamla garma. Tierney ţessi var baptisti, en á hann var strax settur gyđingastimpill. Menn töldu víst ađ engir ađrir en gyđingar seldu fátćklingum "gömul pestarföt" frá Evrópu. Ég sagđi frá ţessum manni á bloggi áriđ 2013 og öđrum sem fengu gyđingastimpilinn á Íslandi, og hef nú frétt ađ hinn mikli mađur Thor Jensen hafi veriđ bölvanlega viđ "gyđinginn" Tierney og ađ Tierney sé afgreiddur sem gyđingur í sögu Borgarness. Fróđari menn hafa einnig sett gyđingastimpilinn á Thor Jensen, ţótt albróđir hans Alfred Jensen Raavad í Danmörku (sjá hér og hér) hafi veriđ gyđingahatari og afkomendur systkina hans hafi barist fyrir Danmörku í SS. Alfred Jensen hefđi einnig veriđ liđtćkur í hirđ núverandi forsćtisráđherra Íslands í ađ teikna hús í gömlum stíl til ađ friđţćgja ţjóđernisminnimáttarkenndina í sumum Íslendingum.
Hriflu-Jónas hittir Anítu sumariđ 1934
Einn helsti forsvarsmađur hreinnar, íslenskrar menningar var Jónas frá Hriflu. Hann vildi líkt og Hermann Jónasson, flokksbróđir hans, helst hafa hér hreint og skyldleikarćktađ blóđ. Líklega hefur hann heldur ekkert skinbragđ boriđ á "óvininn" ţótt hann stćđi viđ hliđina á honum. Reyndar veit ég ţó ekki til ţess ađ Jónas hafi látiđ út úr sér óyrđi um gyđinga, líkt og ýmsir ađrir menn á Íslandi gerđu á 4. áratug síđustu aldar - og síđar.
Á myndinni hér fyrir ofan, (sem má stćkka til muna ef menn kunna ţađ), má sjá Jónas međ föngulegri konu, sem heimsótti Ísland áriđ 1934. Kona ţessi var fćdd í Rúmeníu áriđ 1902 og hét Anita Joachim (síđar Anita Joachim-Daniel).
Anita var gyđingur. Hún vann sem blađamađur í Ţýskalandi fyrir stríđ og var á ferđ á Íslandi fyrir Associated Press ásamt hinum heimsfrćga hollenska blađaljósmyndara Wim van de Poll sem tók frábćrar myndir á Íslandi sem nú má sjá á vef Ţjóđskalasafns Hollands í den Haag.
Mogginn eys af eitri sínu haustiđ 1934
Líklega hefur Hriflu-Jónasi ţótt unga konan ćđi fönguleg og ekkert haft á móti ţví ađ vera eilífađur međ henni fyrir framan Hérađskólann ađ Laugarvatni. Nokkrum mánuđum síđar ţótti hins vegar ritstjóra Morgunblađsins ţađ viđ hćfi ađ líkja Framsóknarmönnum viđ gyđinga og ritađi ţessi leiđindi í leiđara blađsins ţann 25. október: "
"Oftast er máliđ sett ţannig fram, ađ ţeir, sem orđiđ hafa fyrir ,,grimdarćđi nazistanna" sjeu dýrđlingar einir, sem ekkert hafi til saka unniđ annađ en ţađ ađ vera af öđrum ţjóđflokki en nazista-,,böđlarnir". Nú er ţađ vitađ ađ ţýska ţjóđin stendur í fremstu röđ um mentun og alla menningu. Ţess vegna verđur Gyđingahatur ţeirra mönnum algerlega óskiljanlegt, ef ţví er trúađ ađ hinir ofsóttu hafi ekkert til saka unniđ. Hjer er ekki tilćtlunin ađ bera blak af ţýskum stjórnvöldum hvorki fyrir međferđina á Gyđingum nje á pólítískum andstćđingum sínum. En hafa ţá Gyđingarnir í Ţýskalandi ekkert unniđ til saka? Jú, ţeir vćru öflug hagsmunaklíka í landinu, ríki í ríkinu, ,,ađskotadýr, nokkurskonar ,,setuliđ", sem hafđi lag á ađ ota sínum tota altaf og alstađar ţar sem feitt var á stykkinu Hatriđ á ţjóđflokknum stafar af ţví, ađ einstakir menn af Gyđingaćtt höfđu misbeitt á ýmsan hátt ţeirri ađstöđu, sem ţjóđfélagiđ veitti ţeim. Ţađ er í rauninni hatriđ á klíkuskapnum, sem hjer er orđiđ ađ ţjóđhatri."
Fyndiđ, ţegar mađur hugsar út í eđli Sjálfstćđisflokksins. Ritstjóri Morgunblađsins áriđ 1934 lauk ţessari frumstćđu haturstölu sinni međ ţessum orđum:
,,Ţýska Gyđingahatriđ er sprottiđ af ţví, ađ einstaki menn ţess ţjóđflokks, ţóttu hafa rangt viđ í leiknum. - Ţađ er erfitt ađ fyrirbyggja ţađ, ađ andúđin snúist til öfga, ef ţví fer fram ađ ranglátir menn og óţjóđhollir vađa uppi í ţjóđfjelögunum. Og í ţví efni skiftir ţađ engu máli, hvort ţeir eru ćttađir frá Jerúsalem eđa Hriflu." (Sjá hér).
Skyldi ţađ vera svo ađ íslenska íhaldiđ hafi alltaf veriđ verstu gyđingahatararnir á Íslandi?
Heimskonan Anita borđar afdaladesertinn skyr. Á myndinni hér fyrir neđan má sjá Anitu međ Guđmundi Finnbogasyni og Jóni Leifs á Ţjóđminjasafninu í Safnahúsinu viđ Hverfisgötu (nú Ţjóđmenningarhúsinu). Vart hefur mađur séđ glćsilegri mynd úr gamla Safnahúsinu.
Dummheit ist: Glauben, genug zu wissen
Anita blessunin flýđi tímanlega til Bandaríkjanna, ţví líkt og vitgrannir vinstri menn og öfgamúslímar gera gyđingum lífiđ leitt í dag, ţá hamađist Hitler í ţeim á ţeim árum. Í Bandaríkjunum hélt hún áfram ritstörfum ţar til hún andađist í ţví stóra landi möguleikanna áriđ 1978 - Hún ritađi og gaf út fjölda ferđabóka í ritröđinni "I am going to" sem komu út á ensku og sumar á ţýsku í Basel í Sviss. Á seinni árum hefur hún, ţökk sé veraldarvefnum, orđiđ ţekkt fyrir ţessa fleygu setningu, mottói sem ég hef lengi fylgt: "Dummheit ist nicht: wenig wissen. Auch nicht: wenig wissen wollen. Dummheit ist: glauben, genug zu wissen."
Ţegar greint var frá myndum Wim van de Poll á hinni ágćtu vefsíđu Lemúrnum og einnig Reykjavík.com áriđ 2012 hefđu blađmennirnir nú mátt fylgja ofangreindu mottói Anítu. Myndir hollensk listaljósmyndara heilla Íslendinga ţví ţeir sjá Íslendinga, en ţeim er djöfuls sama um útlendingana sem á mörgum myndanna voru. Ţannig hefur "What do you think about Iceland-afstađa Íslendinga alltaf veriđ. Ekkert bitastćtt var ţví skrifađ um Anitu Joachim eđa Wim de Poll ţegar fólk komst fyrst í myndirnar frá frá heimssókn ţeirra á Íslandi áriđ 2012.
Til dćmis er ţessi mynd af stúlku lýst svona á Reykjavik.com af breskri konu sem lítur á máliđ úr sínum sínum ţrönga menningarkassa: "I wonder what this young lady pictured below was listening to; perhaps it was the golden age classic My Baby Just Cares for Me by Ted Weems and his Orchestra. We may never know, but it does make for a cracking soundtrack to go with these fabulous photos!"
Stúlkan á myndinni kallađi sjálfa sig Daisy og var ekki hćtishót íslensk og gćti alveg eins hafa veriđ ađ hlusta á ţýska eđa danska slagara á ferđagrammófóninum frekar en eittvađ engilsaxneskt raul.
Fyrst ţegar ţýskur rithöfundur, Anne Siegel, las um ferđir de Polls og Anitu Joachim til Íslands, var fariđ ađeins dýpra í efniđ en pennar Lemúrsins, en Siegel er hins vegar fyrirmunađ ađ greina frá uppruna Anitu Joachims líkt og hún í athyglisverđri skáldsögu sinni um ţýskar konur á Íslandi eftir stríđ fer kringum ţađ eins og köttur um heitan grautinn af hverju ţćr ţýsku komu yfirleitt til Íslands. Mćtti halda ađ ţćr hafi allar veriđ ađ leita ađ afdalarómantík. Ţađ er enn óskrifuđ saga og fer í gröfina međ ţeim flestum ef fjölskyldur ţeirra kunna ekki ţví betri deili á forsögu ţýsku mćđranna og ćttingja ţeirra í gamla landinu sem rústađi Evrópu. Íslendingar hafa líklegast miklu frekar áhuga á ţví hvađ ţeim fannst um Ísland, frekar en ađ vilja vita einhver deili á ţeim.
Ach so, ţar sannast aftur gćđi orđa Anitu: Dummheit ist: Glauben, genug zu wissen.
Blessuđ sé minning Anitu Joachim-Daniels! Hún vissi sko sínu viti.
Anita Joachim og Willem van de Poll á Íslandi.
Meistari Willem van de Poll (1895-1970) var ađ taka mynd af ţér, án ţess ađ ţú vissir af ţví. Hún verđur birt hér ađ neđan í athugasemdum, nema ađ ţú hafir veriđ ađ lesa bloggiđ mitt nakin/nakinn.
Gamlar myndir frá Íslandi | Breytt 6.11.2019 kl. 07:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
Konungleg jól í fátćku landi
21.12.2015 | 07:33
Ef Íslendingar hefđu haldiđ tryggđ viđ danska konunga, vćrum viđ ţessa dagana líkast til ađ rífa demanta og eđalsteina af sjóreknum náum sýrlensks flóttafólks ađ ósk Bjálka höfuđmanns á Bessastöđum eđa Pinds jústítsráđs í Kaupmannahöfn.
Andi jólanna virđist mér hafa gleymst í Danaveldi og flestir virđast sjálfum sér nćstir um ţessar mundir. Slíkt gerist reyndar stundum ţegar gjafmildin hefur fariđ úr böndunum og menn eiga ekki í raun fyrir henni - eđa ţegar ölmusumóttakandinn er farinn ađ vera međ uppivöđslusemi og frekju og lýsa lítilsvirđingu sinni á hinum vestrćna heim sem hann leitađi upphaflega ásjár hjá. Íslendingar hafa hvorugt reynt og myndu líklegast segja eitthvađ ef ţeir fréttu í ofanálag, ađ nokkur hundruđ Íslendinga hefđu ekki ađgang ađ eigin salerni. Ţannig er ţví nefnilega fariđ í Danmörku samkvćmt síđustu fréttum af náđhúsaeign ţeirra. En ţannig var ţađ einnig áriđ 1999, og segiđ svo ekki ađ sagan endurtaki sig ekki. "Danskerne er pĺ rřven." 30.000 Danir geta ekki skitiđ í eigin skál. Viđ slíkt ástand er ekki nema von ađ drýgja verđi tekjurnar međ "auđćfum" ţeirra sem minnst mega sín. Menn eru vissulega gjafmildari öđlingar viđ förufólk í löndum eins og Íslandi, ţar sem ađ minnsta kosti má finna eitt vatnsklósett fyrir sérhvern rass og nokkur ađ auki fyrir bágstadda botna sem bjargađ hafa sér frá sveđjum og steinkasti í Barbaríunum sem heiđra hann Allann.
Svo minnst sé á steina. Mér hlýnađi um daginn um hjartarćtur er ég hádegisverđarhléi mínu brá mér inn á steinmyndasafniđ, Lapidariet, sem nú hefur veriđ komiđ fyrir í Kongens Bryghus. Starfsmenn safnsins höfđu fćrt fyrrum einveldiskonunga í jólabúninginn. Ţegar ég sá Kristján 4 međ jólasveinahúfuna sigađi ég gemsanum mínum áann og hugsađi međ mér, ađ verstu einokunarkonungar fyrri alda hefđu varla sýnt eins mikinn náriđilshátt og núverandi yfirvöld í Danmörku sýna alheimi öllum. En kannski er ţetta bara nátthúfa danskrar menningar, sem kóngsi er međ á steinrunnum kollinum. Hver veit? Jafnvel er ţetta hulinshúfa til ađ ţurfa ekki ađ vera bendlađur viđ nútímann. Stjáni IV var sjálfur góđur viđ minnihluta og bauđ gyđingum ađ búa í Glückstadt, ţví hann taldi víst ađ ţeir gćtu útvegađ honum gull og geimsteina. Hallgrímur Pétursson sem frćgur varđ af ţví ađ giftast konu sem kennd var viđ Tyrki, bjó einnig í Glückstadt, en Grímur var greinilega ekki eins hrifinn af innflytjendum eins og konungurinn í Kaupmannahöfn ef dćma skal út frá Passíusálmunum (sjá hér og hér).
Eitt veit ég ţó, ađ oft tala margir Íslendingar af mjög lítilli ţekkingu um danskt ţjóđfélag og sjá ekki í fljótu bragđi fátćkt ţess og ömurleika, fyrir tívolíum, Magasínum og d'Angleterre. Danskir Dagar og Jól geta veriđ mjög óhuggulegir.
Bloggar | Breytt 22.12.2015 kl. 19:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Wir sind wieder da! Ómenningarleg dönsk jól 2015.
19.12.2015 | 17:51
"Danir eru Ţjóđverjar sem tala skrítna ţýsku" hefur mađur svo sem heyrt Ţjóđverja segja um Dani. Ţađ ţykir Dönum vitaskuld ekki gott ađ heyra nágranna sína segja, enda er ţetta ekki alls endis satt.
Um ţađ bil 85% Dana eru hins vegar eins konar Ţjóđverjar á heljarţröm sem tala forna gerđ ţýsku og margir bera einnig ţýsk ćttarnöfn eins og Maack, Schram, Cortes og Bernhöft svo eitthvađ vel ţekkt sé nefnt. Vart er um ađ villast.
Ţetta er mjög greinilegt fyrir ţessi jól í Kaupmannahöfn, sem líklega eru ţau ómenningalegustu sem ég man eftir. Nú er aftur hafin ţýsk innrás sem kemur upp um ţýskt eđli og uppruna Dana, og hvađ ţeir eru auđhlýđnir undir ţýskan herradóm og frekju.
Heilu Hollí-rassa-hía-hó ţorpin hafa risiđ á ţekktustu torgum Kaupmannahafnar, t.d. Kultorvet, Hřjbro-Plads og Kongens Nytorv. Íbúar ţar eru allir frá Ţýskalandi og híbýlin í ţýskum stíl, og eru álíka krćsileg og blanda af heiđarkofanum frá Schwartzwald og ţýskum útrýmingarbragga í Auschwitz. Kofarnir í Kaupmannahöfn eru allir međ opna búđ á einni hliđinni og ţar selur fátćkt fólk frá Austur-Evrópu alls kyns ţýskt jólasukk og svínarí, og ţađ ţrisvar sinnum dýrara en í Ţýskalandi.
Ţađ hefur svo sem lengi veriđ vitađ, ađ Danmörk liggur spennt innan ţýska Polka-beltisins og ţessi smekkleysa sniđugra sölumanna höfđar greinilega til margra Dana, sem ţykir ţetta bara "hyggeligt". Genin segja greinilega til sín.
En "Hver sin smag" eins" og Danir segja, og apa eftir Ţjóđverjum. Og svo rennur Herr Stockhausen í hlađ beint undir verndara Kaupmannahafnar, Absalon biskup, sem getur ekki lengur öxi sína hreyft. Stockhausen kemur međ birgđirnar í Ţýskubúđir í Kaupmannahöfn og hlćr síđan alla leiđina í bankann. Danir eru enn og aftur snuđađir af frćndum sínum í suđri. Ţeir kaupa "jólagleđina" frá Stórevrópu á ţreföldu ţví verđi sem Ţjóđverjar borga fyrir hana. Ţađ er ekki bara Fräulein Merkel sem er mara á henni Evrópu um ţessar mundir. En nú skil ég af hverju danska ríkisstjórnin vill hirđa alla demantana af flóttafólki frá Sýrlandi. "Julen varer lćnge, koster mange penge", eins og gamall danskur jólasöngur upplýsir.
Ómenning og lýđskrum | Breytt 6.2.2016 kl. 07:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Skálkaskjól
6.12.2015 | 13:57
Margir ţekkja Skalk, danskt tímarit um sögu og fornleifafrćđi í litlu broti, sem ég og kollega minn Kristján heitinn Eldjárn höfum einir Íslendinga skrifađ í (sjá hér og hér). Ţetta er ţađ tímarit í Danmörku sem hefur flesta áskrifendur, líklegast síđan ađ Eldjárn fćkkađi fötunum og gerđist "side 9 dreng" í blađinu hér forđum daga.
Skalk kemur út 6 sinnum á ári og í nýjasta heftinu er stćrsta greinin (króníkan) í ţetta skipti eftir mig. Fjallar greinin um ferđ hins kvenholla konungs Friđriks IV til Ítalíu áriđ 1708-9, og sérstaklega um innkaupaferđ hans til hafnarborgarinnar og fríhafnarinnar Livorno, sem á sumum tungmalum er kölluđ Leghorn. Um ţá ferđ uppgötvađi ég nýja áđur óţekkta hluti og tengi ţá viđ lýsingu síra Ólafs Egilssonar sem kom viđ í Livorno áriđ 1628 er hann var frelsađur úr Barbaríinu (sjá meira um ţađ hér).
Í grein minni er einnig greint frá ţví hvernig Vivaldi smjađrađi viđ Friđrik konung í Feneyjum og samdi nokkrar sónötur honum til heiđurs. Lesendur Skalks geta ekki hlustađ á ţćr, en Fornleifur er alltaf skrefi framar og bíđur hér upp á eitt af verkum Vivaldis til heiđurs Friđriki, Skálki og grein minni.
Nú er ekkert annađ fyrir ykkur ađ gera en ađ gerast áskrifendur ađ Skálki - svo hann skađi ykkur ekki - eđa bíđa og bíđa eftir ţví ađ Fornleifur birti greinina. Ţiđ vitiđ hvernig Fornleifur er. Hann vill alltaf fá eitthvađ fyrir sinn snúđ.
Forsíđumynd greinar minnar
Bloggar | Breytt 7.12.2015 kl. 13:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Olaf Olsen - In Memoriam
23.11.2015 | 11:12
Látinn er í sćmilega hárri elli prófessor einn í Danmörku, Olaf Heymann Olsen ađ nafni, sem einnig var fyrrverandi njósnari fyrir Rússa, sagnfrćđingur, fornleifafrćđingur og ţjóđminjavörđur Dana svo fáeitt sé nefnt. Olsen var 87 ára ađ aldri er hann lést.
Hvorki myndi ég nú syrgja hann, né skrifa minningarorđ í anda íslenskrar hefđa, ef ţessi merki mađur hefđi ekki veriđ prófessor minn fyrsta áriđ sem ég stundađi nám í fornaleifafrćđi í Árósum í Danmörku. Hann var síđar eftir ađ hafa áhrif á líf mitt. Ţannig menn neyđist mađur ađ skrifa nokkur orđ um, ţó ţeir muni međ vissu aldrei lesa grafskriftina - enda er sjaldan neitt satt í íslenskum minningargreinum, sem oftast lofa menn og prísa í hástert og ţađ mest ađ ástćđulausu. Líf Olsens var ţó ţannig, ađ úr báđum flokkum, lofi og skömm, var nóg ađ taka og ţví set ég ţessa grein á Fornleif en ekki í ađsendar minningargreinar í Morgunblađinu, ţar sem ekkert ljótt má um liđna menn segja, ţó ţađ sé allt deginum sannara.
Síđla sumars 1980 birtist ungur mađur frá Íslandi á Afdeling for Middelalder-Arkćologi viđ Árósarháskóla. Var ţessi náungi hrokkinhćrđur og bjúgnefjađur, svo notuđ sé lýsing Nóbelskáldsins íslenska á fólki međ nef eins og ég fćddist međ. Olaf Olsen var stofnandi ţessarar deildar, og var hann einnig međ myndalegt nef. Ţetta haust vantađi bráđlega stúdent í studienćvnet á deildinni. Heyrst hafđi í hornum, ađ ţessi íslenski stúdent vćri hávaxinn piltur, ljóshćrđur og gengi í lopapeysu í síđsumarshitanum og töluđu menn um ađ sá íslenski vćri mjög vel talandi á dönsku. Ţarna voru eldri stúdentar reyndar ađ rugla saman Íslendingnum bjúgnefjađa og dönskum eilífđarstúdent frá Álaborg, Ole ađ nafni, sem var fyllibytta en hinn besti drengur, sem aldrei lauk námi og hćtti eftir tvö ár í fornleifafrćđinni. Ađ íslenska stúdentinum forspurđum, mćltu stúdentar međ honum í ţessa nefnd, haldandi ađ Ole fyllibytta vćri íslenski stúdentinn. Ţannig háttađi ţađ sig nú ađ ég komst algjörlega grćnn á bak viđ eyrun í studienćvnet fyrir miđaldafornleifafrćđi. Íslenska steríótýpan í Danmörku var greinilega fyllibytta međ ljóst passíuhár í lopapeysu - (sem reyndar var norsk) - og sem keđjureykti pípu. Í ţessari nefnd kynntist ég fyrst Olaf heitnum Olsen. Ţađ var stíll yfir prófessornum.
Ég sat í tvö ár í nefndinni, var engum til óţćginda og sagđi lítiđ annađ en já og ammen eftir efninu, enda sá ég fljótt ađ Olaf Olsen sat sem páfi á stól sínum og orđ hans voru óskrifuđ lög. Annars var Olaf skemmtilegur karl, sem barđist međ bál og brandi fyrir sínu. Hann sagđi meiningu sína óţvegna, og ţađ ţótti mér ţađ besta í hans fari. Hann var vinnuţjarkur og svaf oft eftir langan vinnudag á Moesgaard, en svo heitir herragarđurinn sunnan viđ Árós, ţar sem fornleifafrćđi og mannfrćđi voru kenndar. Fyndinn var hann, en hló gjarnan áđur en hann sagđi brandara sína. Vinsćll var hann međal nemanda, og sérstaklega ef mađur ţoldi reykingar hans í fyrirlestrum. Tímar hans voru fjölsóttir en ég átti nokkuđ erfitt međ ađ skilja hann fyrst áriđ ţar sem hann tuggđi pípuna í einu munnvikinu međan ađ hann talađi. Flestir reyktu í fyrirlestrum á Moesgaard á ţessum árum en hinir fengu reykeitrun eđa slćman astma.
Olsen var reyndar ekki fornleifafrćđingur. Hann var sagnfrćđingur sem snúist hafđi til fornleifafrćđi og skrifađ doktorsritgerđina Hřrg, Hov og Kirke (1966), sem ađ miklum hluti fjallar um íslenskar fornminjar. Kom hann til Íslands í tvö skipti. Í fyrsta sinn kom hann ţegar hann vann ađ doktorsritgerđ sinni og fór ţá m.a. norđur í land ađ Hofstöđum, ţar sem Daniel Bruun hafđi grafiđ mikla rúst í fljótheitum. Olaf gróf ekki mikiđ á Hofstöđum og er flest af ţví sem hann hélt fram löngu afsannađ og mótmćlt af sagnfrćđingnum Orra og fornleifafrćđingnum Adolf, sem hafa stundađ merkar rannsóknir á Hofstöđum. Olaf sagđi mér eitt sinn ađ hann hefđi fengiđ senda grein frá ţessum piltum, en hefđi ekki lesiđ hana. Spurđi hann mig hvort eitthvađ vćri ađ viti í henni? Ţví vildi ég sem minnstu svara, enda hafđi ég ekki lesiđ grein ţeirra.
Olsen sagđi mér síđar ađ Íslandsdvöl hans hefđi ekki veriđ honum mikil ánćgja, frekar en íslenska skyriđ sem móđir hans hafđi reynt ađ trođa í hann og brćđur hans á unga aldri ţeim til mikillar angistar. Olaf ţótti Kristján Eldjárn áhugalítill um ţađ sem hann vildi gera á Íslandi og naut Olaf mest ađstođar Gísla Gestssonar altmúligmanns á Ţjóđminjasafninu, sem minntist hans sem "Óla litla" ţegar viđ töluđum um hann síđar. Svo illa vildi til ađ Olsen fótbrotnađi líka á Íslandi, og ekki bćtti ţađ úr skák. Hann flaug á brott međ lítinn söknuđ í huga og kom ekki aftur til Íslands fyrr en hann var orđinn ţjóđminjavörđur Dana, og reynda fyrst í lok embćttistíma síns.
Olsen hafđi ţó fyrr á ćvinni ţekkt verri mótbyr en beinbrot, ţannig ađ óvinaleg ásjóna Íslands kom ekki ađ sök. Áriđ 1943 ţurfti Olaf Olsen ađ flýja međ foreldrum sínum og brćđrum til Svíţjóđar. Samkvćmt kynţáttalögum nasista og lögmáli gyđinga, sem er tvennt mjög ólíkt, var Olaf gyđingur. Móđir hans, Agnete Bing, var gyđingur af gamalli ćtt bankamanna og kauphallahéđna í Kaupmannahöfn, en fađir hans var kristinn Dani, Alfred Olsen, sem var merkur sagnfrćđingur sem m.a. hafđi veriđ dósent í Árósum og prófessor fyrir stríđ. Í Lundi stundađi Olsen nám í menntaskóla.
Ţótt Olsen vćri í sćnskum skjölum og pappírum danskra andspyrnumanna skilgreindur sem flóttamađur af gyđingaćttum, gerđi hinn ungi Olsen sér far um ađ sýna mönnum ađ hann vćri sannur Dani, enda var hann ekki alinn upp á neinn hátt sem gyđingur, hvorki trúarlega séđ né menningarlega.
Olsen sagđi eitt sinn frá ţví í sjónvarpsviđtali ađ hann hefđi ávallt gengiđ niđur á eitthvađ torg í Lundi eftir skólann og sporđrennt "korv" (pylsur) međ öđrum menntskćlingum. Líklegast sýndi hann međ ţessu svínakjötsáti ađ hann vćri ekki gyđingur. Sumir danskir samnemenda Olsens í menntaskólanum í Lundi voru gyđingar, t.d. Herbert Pundik, sem síđar varđ ţekktur sem ritstjóri danska dagblađsins Politiken, en einnig sem gyđingurinn og síonistinn Pundik sem barđist í frelsisstríđinu 1948 í Palestínu. Ţangađ fór Olaf aldrei. Olaf fékk ađ ganga í den Danske Brigade, hersveit Dana í Svíţjóđ, ţar sem mjög fáum gyđingum var leyft ađ vera međ. Ţađ ríktu miklir frodómar. Olaf slapp í gegnum nálaraugađ enda var hann ljóshćrđur og arískari í útliti en t.d. flestir danskir međlimir Waffen-SS á stríđsárunum. Heim kominn gekk hann í DKP, Danmarks Kommunistiske Parti.
Sjálfur hafđi Olsen flúiđ til Svíţjóđar vegna slíkrar hóphyggju smámenna, sem flokkast saman undir einhverja vafasama foringjum og skammstöfun á flokki í nafni "allra" og einhverrar byltingar sem er ađeins annađ nafn á blóđbađi. Slíkir hópar finna sér fljótt einhverja einstaklinga eđa hópa til ađ hatast út í, loka inni og drepa, ţví lausn ţeirra á vandamálum er alltaf ađ kenna öđrum um ţađ sem miđur fer og úthella blóđi ţeirra. Ţví kom ţađ mörgum á óvart áriđ 2012, er ţađ var afhjúpađ í Danmörku, ađ Olaf Olsen hefđi veriđ heimagangur í rússneska sendiráđinu í Kaupmannahöfn á árunum eftir síđari heimsstyrjöld. Ţar hafđi hann ţann starfa ađ útbúa spjaldskrá međ nöfnum Dana í menningar og lćrdómsheiminum, sem búast mátti viđ ađ samsinntu ekki hugsjónum ţeim sem Sovétríkin voru rekin eftir. Listinn óx og óx og taldi ađ lokum um 500 einstaklinga. Ekki nóg međ ţađ, Olaf skrifađi ćvikafla og ítarupplýsingar um 75 af ţessum Dönum á lista sínum, svo Rússar hefđu nćgar upplýsingar um mögulega andstćđinga, ef ţeir skyldu nú birtast einn góđan veđurdag á Strikinu, líkt og Ţjóđverjar höfđu gert áriđ 1940.
Olaf framdi landráđ međ ţví ađ stefna lífi samlanda sinna í hćttu, ef vera skyldi ađ Rússarnir kćmu og tćkju Danmörku. Ţađ gerđu Rússarnir reyndar aldrei, nema í draumaheimi sumra manna. Ţótt dönsk yfirvöld uppgötvuđu áriđ 1945 glćpsamlega ídeólógíska tómstundavinnu hálfgyđinglega stúdentsins međ aldanska nafniđ Olsen í rússneska sendiráđinu, ţá komst Olaf hjá ţví ađ vera lögsóttur og dćmdur fyrir landráđ, ţví hann átti líklega góđa ađ og var ekki lögráđa er hann framdi glćpinn. Á ţessum árum urđu menn ekki lögráđa fyrr en ţeir urđu 21 árs.
Sjálfur bar Olaf Olsen ţví viđ áriđ 2012, ađ hann sći eftir gerđum sínum, en hann hefđi á ţeim tíma veriđ " en ung, glad og naiv kommunist". Ţetta sagđi hann fyrst ţegar fjölmiđlar greindu frá athöfnum hans og hann leysti frá skjóđunni í viđtalsgrein í Jyllands-Posten (sjá hér), og sagđi nánar frá athöfnum sem upphaflega var lýst ónafngreindum í mikilli skýrslu um Kalda Stríđiđ og leyniţjónustur Dana (PET-rapporten) sem út kom í fjölda binda áriđ 2009. Ţađ voru reyndar svo margir ađrir, án ţess ţó ađ starfa fyrir erlend ríki, sem taliđ var ađ gćtu stefnt öryggi Danmerkur í hćttu. Olaf ţurfti greinilega, einhverra hluta vegna, ađ sanna trúnađ sinn viđ "málstađinn" betur en ađrir. Hugsanlega hefur ćtterni hans ţar átt einhvern hlut ađ máli.
Ţess ber ađ geta, ađ Olaf hélt áfram ađ sporđrenna pylsum eins og hann gerđi í Lundi til ađ falla inn í hópinn. Áriđ 1949, skömmu eftir ađ hann skráđi samlanda sína fyrir sovéska leyniţjónustu og međan ađ gyđingaofsóknir Stalíns voru sem ákafastar, ritađi Olaf Olsen grein í tímaritiđ Sovjet i Dag. Grein ţessi bar titilinn 'Er der jřdeforfřlgelser i Sovjetunionen?'. Ţegar GPU (fyrirrennari KGB) myrti listamanninn Solomon Michoels, ţegar ríkisleikhúsi gyđinga í Moskvu var lokađ, ţegar gyđingum voru settar skorđur til náms viđ háskóla og ţúsundir gyđinga voru fangelsađar og sendar í fangabúđir, ţá skrifađi Olaf Olsen, ađ yfirlýsingar um ţessa erfiđleika fyrir gyđingana vćru ađeins "illkvittiđ og fjarstćđukennt slúđur" ... "ţví vitaskuld vćru ekki gyđingaofsóknir í Sovétríkjunum. Sérhver, sem hefđi ađeins grundvallarţekkingu á kommúnistískri kenningu og sovét-rússneskri ţjóđernispólitík, mćtti skilja, ađ hvers konar kynţáttafordómar vćru algjörlega óhugsanlegir í Sovétríkjunum", og enn fremur skrifađi hann ađ sovéskir gyđingar vćru "frjálsari en gyđingar í nokkru öđru landi". (Sovjet i Dag, juli-august 1947).
Viđ sem höfđum Olsen sem lćrimeistara fórum ekki varkosta af ţví ađ hann taldi sig vera mikinn "kommúnista". Sagđi hann gjarnan frá langvinnri baráttu sinni viđ dönsk skattayfirvöld, sem ekki vildu gefa honum og öđrum húmanistum skattaafslátt á bókakaup sem tengdust frćđunum, en slíkan frádrátt gátu danskir lćknar löngum skrifađ á skattaframtaliđ og fengiđ góđan frádrátt. Lengi lifi byltingin!
Fyrir kommúnista var Olaf sćmilega sáttur viđ hirđir og kóngafólk. Hér er hann nýkominn af fundi og orđuveitingu hjá Danadrottningu.
Hina blindu sýn á Sovétinu virđist Olsen hafa varđveitt vel ţegar hann var ekki í baráttu viđ skattayfirvöldin, ţví um miđbik 9. áratugarins var hann og miđaldafornleifadeildin viđ Árósarháskóla, sem ţá var undir stjórn Else Roesdal cand.art. í miklu samstarfi viđ háskólann í Leníngrad og viđ frekar frumstćtt "menntafólk" viđ háskólann ţar í borg, sem m.a. höfđu sent samstarfsmann sinn, gyđinginn Leo S. Klein í Gúlag fyrir ţćr sakir ađ hann vćri hommi.
Mér var m.a. bođiđ ađ fara til Nowgorod til ađ grafa í verkefni í ţessu samstarfi. Ég afţakkađi strax gott bođ, enda var ég upptekinn viđ eigin rannsóknir á Íslandi og ţurfti ţví ekki ađ skýra afstöđu mína til Sovétríkjanna eđa ađ ég á menntaskólaárum mínum hefđi gengiđ međ jakkamerki sem á stóđ "Let my people go". Leo Klein, sem ég hef skrifađ um áđur (sjá hér), lifđi af vist sína í gúlaginu. Ţegar Klein kom í síđari fyrirlestraferđ sína til Kaupmannahafnar í lok 10. áratugarins, bjó ég á Vandkunsten 6, beint á móti húsinu ţar sem fornleifadeild háskólans í Kaupmannahöfn var lengi vel til húsa. Ég fór til ađ hitta aftur ţennan merka mann og fékk blađamann á Berlingske Tidende til ađ rćđa viđ hann og skrifa grein um hann. Mjög fáir mćttu á fyrirlestur hans. Ţessi auma mćting varđ til ţess ađ Olaf Olsen, sem reyndar var ekki sjálfur viđstaddur fyrirlesturinn, skammađist út í stúdenta í stúdentablađi Hafnarháskóla. Hann kallađi ţađ skandal ađ svo fáir hefđu komiđ til ađ hlýđa á hinn merka mann. Ţá var mér nú hugsađ til ţess samstarfs sem Olsen hafđi haft viđ háskólann í Leníngrad, međan Leo Klein sat í Gúlaginu, ţangađ sem samstarfsmenn Olsens og Else Roesdahls lektors á Afdeling for Middelalder-Arkćologi í Árósum höfđu sent hann.
Eftir 006 vodka-class ár Olsens í ţjónustu Sovétríkjanna, ţegar hann var "ungur og einfaldur", hófst glćsilegur ferill í frćđimennskunni. Sumir hafa ţó sagt viđ mig ađ Olsen hafi veriđ meiri "pólitíkus" en frćđimađur. Ekki legg ég neitt mat á ţađ. Olsen skrifađi merka kandídatsritgerđ um tukthús og barnavinnuhús Kristjáns konungs 4. Síđan kom doktorsritgerđin og 1971 var hann settur prófessor nýrrar deildar fyrir miđaldafornleifafrćđi viđ Árósarháskóla. Átti hann allan heiđurinn ađ stofnun ţeirrar deildar. Ţekktastur var Olsen fyrir rannsóknir sínar á Skulderlev-skipunum sem grafin voru upp í kví í Hróarskeldufirđi á 7. áratug síđustu aldar. Sömuleiđis varđ hann ţekktur fyrir rannsóknir sínar á Víkinavirkinu Fyrkat nćrri Hobro á Jótlandi, ţar sem hann uppgötvađi m.a. ađ stođirnar fyrir ytri stođarholur skálanna á Fyrkat og Trelleborg á Sjálandi hefđu veriđ hallandi. Ţetta breytti algjörlega ţeirri hugmynd sem menn höfđu áđur haft um útlit húsanna. Nákvćmar rannsóknir á stođarholunum fékk Olaf til ađ skrifa grein, sem var skyldulesning og bar hún heitiđ Rabies Archeologorum. Ţar predikađi Olsen ađ fornleifafrćđingar ćttu ađ skilja ákveđinn hluta fornleifa eftir í jörđu til ađ fornleifafrćđingar framtíđarinnar gćtu fariđ í saumana á ţví sem ađrir gerđu međ betri ađferđum og meiri ţekkingu.
Olaf Olsen var ekki ţessi klisjukennda gerđ af Indiana Jones-fornleifafrćđingum, sveittum og skítugum í mismunandi ćvintýralegum rannsóknarleiđöngrum. Olsen var hvítflibbafornleifafrćđingur, sem oft er einkenni sagnfrćđinga sem gerast fornleifafrćđingar - eđa fornleifafrćđinga sem gerast sagnfrćđingar. Olsen stjórnađi m.a. rannsóknum á Řm kloster á Austur-Jótlandi. Eitt sumariđ, áđur en ég hóf nám í Árósum, starfađi ţar viđ rannsóknina bandarískur stúdent John Kudlik ađ nafni. Kudlik fékk nóg af snyrtimennsku Olsens, sem gekk í hvítum buxum og hvítum strigaskóm, sem aldrei virtust óhreinkast. Einn votviđradag ţegar menn sátu og átu nesti sitt tók Kudlik sig til og hnođađi drullukúlu á milli handanna og settist viđ fćtur prófessors Olsens og gerđi sér lítiđ fyrir og smurđi hvíta strigaskó Olsens međ forinni og sagđi sísona: "I really hate how you can keep you shoes so fuc... clean". Olaf Olsen svarađi stutt og laggott: "Well".
Áriđ 1981 fékk Olsen stöđu Ţjóđminjavarđar Dana og gegndi hann ţeirri stöđu međ glćsibrag fram til ársins 1995. Ekki voru ţó allir ánćgđir međ Olsen, sem varđ samnefnari mikils pólítísks niđurskurđar á Ţjóđminjasafni Dana, ţar sem safniđ losađi safniđ viđ vesalinga og hálfdrćttinga í frćđunum sem bara höfđu setiđ ţar árum saman og ţegiđ laun og aldrei áorkađ nokkru í frćđunum sem um var talandi. Gekk Olaf á ţessum árum međal sumra hatursmanna sinna undir nafninu 0-Olsen (Núll Olsen). Kom ţetta nú ađallega af ţví ađ hann undirritađi bréf O.Olsen.
Síđari ferđ Olafs Olsens til Íslands lagđi hann í áriđ 1994. Ţá var haldinn fundur Ţjóđminjavarđa Norđurlandanna í Borgarnesi, og sá ég og annar starfsmađur Ţjóđminjasafns Íslands um undirbúning stefnunnar. Ráđstefnunni í Borgarnesi lauk međ skemmtiför um Snćfellsnes, sem var Olsen mjög eftirminnileg. Daginn eftir var haldin veisla Ţórs Magnússonar ţjóđminjavarđar á Hótel Holti, sem sló út allt í mat og drykk sem áđur hafđi sést á ráđstefnum ţjóđminjavarđanna. Villigćs var í matinn og hélt finnski ţjóđminjavörđurinn mikla lofrćđu um veisluna í eftir-eftirrétt. Viđ sem um undirbúning fundarins höfđum séđ, prísuđum okkur sćla fyrir ađ hafa haldiđ öllu innan fjárveitingarinnar til fundarins. Ţeirri ánćgju stútađi Ţór svo fyrir okkur međ ţví ađ panta dýrasta koníakiđ á Íslandi og vindla á línuna í koníakstofu Hótel Holts. Hann leit ekki einu sinni á verđiđ i verđlistanum sem ţjónninn afhenti honum. Sjaldan hef ég fengiđ svo gott koníak en naut ţess ekki sem skyldi.
Áriđ 2014 tók Olsen viđ verđlaunum afhentum af Danadrottningu. Bernskubrekin, ţegar hann setti t.d. Niels Bohr á lista fyrir Rússana, komu ekki ađ sök.
Međan Guđmundur Magnússon var settur ţjóđminjavörđur, ţegar menntamálaráđuneytiđ íhugađi hvađ gera skyldi viđ Ţór Magnússon sem hafđi veriđ vikiđ frá um tíma af brýnni nauđsyn, fór ég nokkrum sinnum á fundi ţjóđminjavarđa Norđurlanda sem stađgengill Guđmundar. Ég var eitt sinn staddur í Kaupmannahöfn og hafđi tilkynnt fjarvistir mínar úr einum af hádegisverđunum á Ţjóđminjasafni Dana á milli fundahalda. Ég ţurfti ađ hitta góđan vin minn, sagnfrćđinginn og blađamanninn Bent Blüdnikow, á kaffihúsi rétt hjá safninu. Olsen, sem líklegast var enn ekki búinn ađ gleyma ţví ađ ég var ekki lengur nemandi hans á fyrsta ári sem byrtist bjúgnefnađur á fyrsta fund ársins í studienćvnet, spurđi mig af hverju ég kćmi ekki međ í mat, og sagđi ég honum frá ţví. Varđ hann ţá mjög önugur og gat ekki setiđ á sér og kallađi vin minn Bent frekar ljótum nafni (den Bandit).
Vissi ég vel, ađ Olsen var ekki hlýtt til Blüdnikows sem ítrekađ hafđi gagnrýnt Olsen opinberlega í greinum í Weekendavisen, fyrir stjórn útgáfu danska alfrćđiritsins. Gagnrýnin var mestmegnis fyrir ađ ekki vćri skrifađ rétt, eđa yfirleitt nokkuđ af viti um samband danskra kommúnista viđ viđ herrana í Moskvu á tímum kalda stríđsins. Olaf Olsen hafi oft orđiđ fyrir orrahríđ Blüdnikows um menn sem ekki höfđu gert upp viđ blakka fortíđ sína sem skósveinar herranna í Moskvuborg. Kom ţessi fundur minn međ Blüdnikow aftur til tals á einum fínasta veitingastađ Kaupmannahafnar, Restaurant Els, ţegar kona Olafs, Agnete Olsen, spyr mig um tengsl mín viđ Bent Blüdnikow. Skýrđi ég hreinskilningslega frá ţví, enda getur mađur vel veriđ vinur tveggja manna, ţó svo ađ ţeir séu óvinir - nema ađ mađur sé illa haldiđ og sćrt hópdýr sem lifir eftir mottóinu "óvinir vina minna eru óvini mínir".
Eitt af síđustu verkum Olafs Olsens sem ţjóđminjavarđar tengdust einnig Íslandi. Olaf gaf góđfúslega leyfi sitt, sem ţjóđminjavörđur Dana, til ađ silfursjóđur sem fannst ađ sögn ađ Miđhúsum austur á landi yrđi rannsakađur á vegum Ţjóđminjasafns Dana eftir ađ breskur sérfrćđingur í silfri víkingaaldar hélt ţví fram ađ eitthvađ vćri bogiđ viđ sjóđinn (og heldur hann ţví enn fram, nú síđast í skýrslu frá einum af alţjóđlegu Víkingafundunum). Sú rannsókn Ţjóđminjasafns Dana er samkvćmt öđrum breskum sérfrćđingum einskis virđi (sjá hér). Niđurstöđur rannsóknarinnar á Nationalmuseet i Kaupmannahöfn voru settar fram í fjölmiđlum af sérsveit Ţórs Magnússonar, á ţann hátt, ađ halda mćtti ađ danska rannsóknin stađfesti ađ sjóđurinn vćri allur frá söguöld. Svo er nú ekki og fölsuđu ţrír íslenskir einstaklingar í raun niđurstöđur danska ţjóđminjasafnsins. Nokkru árum síđar ţegar ég var búsettur í Kaupmannahöfn, greindi ég Olsen frá afleiđingum sem ţessi mistúlkun íslenskra embćttismanna, sem hvorki voru lćsir á dönsku né almenna siđsemi. Var hann mjög leiđur yfir útkomunni og sagđist aldrei hafa veitt leyfiđ ef hann hefđi vitađ hvernig niđurstađa rannsóknarinnar var misnotuđ. Meira gerđi hann nú ekki og ţótt mér ţađ miđur.
Nokkru síđar var ég aftur í síma- og bréfasambandi viđ Olsen, sem ég hitti reyndar endrum og ein á gangi í Kaupmannahöfn, ţar sem hann og kona hans voru lengi međ íbúđ ekki langt frá ţar sem ég bjó um tíma á Vandkunsten númer 6, 4. hćđ til hćgri. Oft keypti hann blóm hjá blómasala sem á ţeim árum var á Vandkunsten, í húsinu viđ hliđina á húsinu sem ég bjó í. Viđ rannsóknir mínar á afdrifum gyđinga sem sendir höfđu veriđ úr landi og í dauđann af dönskum yfirvöldum á stríđsárunum (sem ađ hluta til voru gefnar út í bókinni Medaljens Bagside, 2005, sem má finna á góđum íslenskum bókasöfnum), rakst ég á upplýsingar um gyđinginn Dr.jur. Wilhelm Lewinski (f. 1903), sósíalista og jafnvel marxista, sem m.a. reyndi ađ komast til Íslands eđa Fćreyja. Kom í ljós í skjölum dönsku ríkislögreglunnar, ađ fađir Olsens og móđir höfđu tekiđ Lewinski upp á arma sér, og bjó hann m.a. hjá ţeim um tíma áđur en honum tókst ađ komast til Suđur-Ameríku, n.t. Kólombíu. Foreldrar Olafs hýstu reyndar nokkra pólitíska flóttamenn, bćđi gyđinga og ađra á heimili sínu í Árósum. Olaf skrifađi mér 17. júní áriđ 1997 og sagđi ađ Wilhelm Lewinski hefđi komiđ sem ferđamađur 10 árum fyrr og heimsótt móđur Olafs, Agnete Bing Olsen. Ţá hefđi Lewinski íhugađ ađ flytja til Kaliforníu, ţar sem dóttir hans bjó. Reyndar bjó Lewinski ţá í Chicago og andađist áriđ 1989.
Síđast hitti ég Olsen áriđ 2011 um haustiđ, ţegar haldiđ var upp á 40 ára afmćli Miđaldadeildarinnar í Árósum. Hann hafđi tíma til ađ rćđa lítillega viđ mig og spurđi mig hvernig gengi. Ekki órađi mig ţá fyrir ţví ađ hann myndi komast í sviđsljósiđ ári síđar sem eini danski njósnarinn á kaldstríđsárunum sem hengdur var út í fjölmiđlum eftir rannsóknir á ţeim kafla í ljótri sögu Danmörku á 20. öld.
Ekki minnkađi hróđur hans í öđrum ţjóđfélagsstigum, ţrátt fyrir bernskubrekin, ţví hann var verđlaunađur af sjálfri Danadrottningu áriđ 2013. Síđustu tvö árin gáfu fćturnir sig og hann var bundinn viđ hjólastól og hefur örugglega ţótt ţađ bölvanlegt ţekki ég hann rétt. Höfuđiđ var víst alveg i orden ađ sögn frćnda hans eins og sumra vina hans sem ég hef talađ viđ. Leiđinlegt hefur honum öruggleg ţótt, hvernig deildin hans gamla viđ Árósarháskóla var sođin saman viđ ađrar deildir, ţannig ađ nafn hennar er eiginlega ekki lengur til, og kennsla og kennarar í miđaldafornleifafrćđi í Árósum eru ekki af sömu gćđum og fyrr. Af er ţađ sem áđur var, en lengi mátti sjá hvert stefndi. Hlutirnir visna ţegar engin er nćringin og ég biđ engan eftirmanna Olsens á deildinni afsökunar á ţeirri skođun minni, og segi hana alveg kinnrođalaust.
Eftir ţessa Sögu Ólafs flugumanns hins Austrćna, og sama hvađ mönnum ţykir nú um Olaf Olsen, ţá er ţađ mín skođun ađ ţetta hafi á margan hátt veriđ mjög merkilegur karl, og ekkert verri ţótt honum hefđi orđiđ á í messunni fyrr á lífsleiđinni. Humanum errare est, auđvitađ mismikiđ ţó.
Olaf Olsen verđur borinn til grafar viđ kirkjuna á Alrř nćrri Horsens nk fimmtudag. Á eyjunni bjó hann lengi ásamt annari konu sinni, sagnfrćđingnum Agnete Olsen, sem lifir mann sinn.
Minningargrein | Breytt 2.8.2017 kl. 06:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)